Ísafold - 09.03.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.03.1912, Blaðsíða 2
ÍSAFOLD Allsber í 15 stiga frosti. Danski íþróttamaðurinn f. P. Mttller, sem nú er orðinn nafnkunnur, einnig hér á landi, einkum þá er bók hans »Mín aðferðc er nú komin út á íslenzku, hefir dvalið síðustu ár í Sviss og gerir sér það helzt til skemtunar á vetrin að fara á skiðum allsnakinn — í »loftfötum« er hann svo nefnir. Og Svissarar herma þetta eftir honum og verður gott af. Þegar myndin hér að ofan var tekin var 15 stiga kuldi og ekki er þess getið, að maðurinn hafi orðið innkulsa. Nýjar vörur: Kjóla- og Svuntutau, Drengjapeysur og Prjónaföt, allskonar Pijónavara, Blúsur, Silki, Hanskar, Sjöl, Slœður. *^P|_ Vefnaðarvöruverzlun I IKi I llorsteinsson Ingólfshvoli. skipafloti væri óþarfi fyrir Þýzkaland, en nauðsyn fyrir Bretland og að Eng- Haldane hermálardðgjafí. land yrði altaf að hafa yfirhöndina á sjó, hversu mikið sem það kostaði. Með þessari ræðu er mótuð grund- vallarstefna Breta í samningatilraun- unum. • -- Irskir heimastjórnarandstæðingar „hengdir“. Á írlandi eru nú hafnar æsingar miklar, fundir og skrúðgöngur út úr heimastjórninni, sem þeir eiga nú i vændum. Churchill flotamálaráðgjafi flutti nýlega ræðu í Belfast og mátti þá ljóslega sjá, hver skoðanamunur er með íhaldsmönnum og heimastjórn- armönnum. Flokkunum lenti þó ekki saman eins og við var búist, heldur höfðust við hvor í sínum enda borg- arinnar. íhaldsmenn báru fána, er á var letrað: »Niður með heimastjórn- inac eða »Niður með Churchillc, um göturnar, en heimastjórnarmenn reynd- ust ráðsnjallari. Þeir hengdu upp í gáiga tvö úttroðin mannlíkön, er áttu að sýna foringja ihaldsmanna í Ulster, þá Londonderry lávarð og Sir Edward Carson. Á milli þeirra hékk búr, með svofeldri áletrun: »Bráðabirgðastjórn Ulstersc. Nú eru íhaldsmenn að spreyta sig á að finna eittvað enn fyndnara. Ceresarstrandið. Símskeyti kom um það á miðviku- dag, að Ceres væri að leggja á stað frá Kirkwall til Khafnar með þær vöruleifar, sem eftir voru í henni. Lýðveldið Kína. Yuan-Shi-Kai kosinu forseti. ---- Kh. ’12. Nú er alt nð falla i ljúfa löð eins og siminn hefir sagt frá. Sun-Yat-Sen sá að Yuan-Shi-Kai var eini maður- inn, sem gat sameinað Kína í eitt veldi og dró sig því algerlega i hlé. 12. þ. m. voru gefin út þrjú keis- arabréf. í fyrsta bréfinu viðurkennir og lögleiðir keisaraættin lýðveldið, en keisari heldur þó nafnbót sinni. í öðru bréfinu felst keisaraættin á skil- yrði þau, er Yuan-Shi-Kai og lýðveld- ismenn hafa komið sér saman um, fyrir valda-afsögninni, og í þriðja bréf- inu er undirkonungum og fylkisstjór- um skýrt frá, að keisaraættin láti af völdum til þess að láta að vilja þjóð- arinnar og þeim boðið að efla frið og spekt með þjóðinni. Skilyrði þau, er lýðveldismenn hafa sett fyrir samþykki sinu á keisarabréf- unum og Yuan-Shi-Kai hefir gengið að, eru þessi: Keisarinn heldur nafnbót sinni og 4 milj. taels um árið í lífeyri, en það samsvarar 4 milj. dollara. Trúfrelsi er lögleitt. Hirðin á að sitja eftirleiðis í sumar- höllinni nálægt Peking. Mansjúrum er greiddur lífeyrir fyrst um sinn unz fundinn er önnur leið til þess, að þeir hafi til lífsviðurværis. Samningatilraunir um ríkislán skulu hafnar af nýju. Síðan hefir Sun-Yat-Sen sagt af sér forsetaembætti og Yuan-Shi-Kai verið kjörinn forseti af þjóðfundinum með 17 samhljóða atkvæðum, en þessir 17 eru fulltrúar fyrir ýmsa hluta rikisins. Þó hafa þeir gert að skilyrði, að Nan- king verði höfuðborg ríkisins eftirleið- is. Þetta er nú orðið eina ágreinings- atriðið. Yuan-Shi-Kai vill halda í Peking, en líklega verður hann að láta þar undan. Allur heimurinn dáist að ráðsnild Yuan-Shi-Kais. Sun-Yat-Sen, sem ver- ið hefir í herrans mörg ár læknir í Ameriku og ekki hefir þekt eins og vera skyldi ástandið í heimalandinu, hefir og mikla virðingu fyrir ósér- plægni sína, er hann dró sig í hlé fyrir sér meiri manni. Þá er loks þessi mikli atburður á enda kljáður. Keisaraættin, sem nú fer frá, hefir setið að völdum í Kina síðan árið 1644. -----aaa---- Sakamálsrannsókn. Eftir því sem ráðherrablaðið segir og eftir því sem ráðherra sjálfur hefir sagt mönnum — mun stjórnarráðið nú hafa afráðið að sakamálsrannsókn skuli hafin í gjaldkeramáli Landsbank- ans út aý misýellunum í bókýarsht gjaldkera. Hefir nú stjórnarráðið endað á þvi, sem það átti að byrja á. Þessar að- farir stjórnarinnar hafa valdið miklum hávaða um þetta mál, og er hann allur að kenna meðferð stjórnarinnar á því. Einbættismannamálgagnið Sjaldan — og er þá mikið sagt — hefir blaðið Lögrétta sýnt það áþreif- anlegar en hún gerir i siðasta blaði (frá 6. þ. 111.), hve langt er hægt að komast í blaðamensku, sem bæði er fifl 'leg og fólsleg. iíér skal ekki minst á hinar stað- lausu árásir blaðsins á bankastjóra Landsbankans. Þeim er svarað á öðr- um stað hér i blaðinu, og ráðstafanir eni lika þegar gerðar til þess að láta ritstjóra Lögréttu sæta ábyrgð fyrir dómstólunum fyrir þær svívirðingar. En um andróður þann hinn mikla, sem. hafinn hefir verið af öllum al- n enningi, heimastjórnarmönnum jafnt og öðrum, gegn hneykslisaðförum landsstjórnarinnar — hneykslisaðför- urn, sem Lögrétta er mjög ánægð með —, farast blaðinu þannig orð, að það séu aðeins »nokkrir óaldarýlokks- menna., sem séu óánægðir! Telur blaðið »enga ástceðu til að gera ýjas« út úr þessu máli, fundahöldin, (0: borgarafundirnir, þar sem allir flokkar voru á einu máli) hafi verið »hégómi og niarkleysa, sem ekki sé metandi að neinm, mótmælin gegn réttlætisbroti stjórnarinnar séu »skralingjaleg« og »krakkar og kerlingar« hafi átt þar hlut að I Hvað finst flokksmönnum blaðs- ins? í annari grein í þessu sama blaði Lögréttu stendur, að rannsókn þeirra Schous og H. Daníelssonar sé »lokið«, en varast er að segja það eins og er, að rannsókn þeirra er hatt, eftir nokk- urra klukkutíma yfirlit, óefað af þeim sjálfsögðu orsökum, að þeir treystust ekki gegn yfirlýstum eindregnum vilja almennings að halda áfram »rann- sókn«, sem ekkert gat orðið annað en hégómi, þar sem málið var full- rannsakað áður í bankanum. Og auð- vitað hafa þessir mætu menn, með því að alt var lagt upp í hendurnar á þeim, þegar við fyrstu skoðun hlot- ið að sjá, að misfellurnar hjá gjald- keranum vorn þann veg, — að ekk- ert var hér fyrir pá að gera. Svo heldur blaðið áfram. Segist það hafa »upplýsingar« sínar frá manni í stjórnarráðinu, sem margir halda að sé sjálfur landritarinn, af því að menn vita, að hann stendur blaðinu nærri. Það játar að visu, að »villur« hafi fundist hjá gjaldkera við rannsókn þá, sem fram hefir farið. En ekki sé um það að fást, því að gjaldkerinn hafi »viðurkent þær réttar og borgað« 11 Alveg það sama og um reikninga sýslumanna, segir blaðið. Og >engum dettur i hug«, segir það, »að gera þegar ráð fyrir, að villurnar séu settar af ásettu ráði«. Og þar næst klykk- ir blaðið út með — og ber stjórnar- ráðsmann sinn ýyrir pví, — að »ann- - að eins og þetta komi oýt ýyrir« (hjá sýslumönnum eða öðrum embættis- mönnum) I Að hátt upp í jooo kr. á einu ári vanti hjá embattismanni — sýslumanni — af pvi, sem hann á að skila, á einni grein af starfi hans, og að þessi vöntun sé til orðin m. a. með talna- breytingum, — það er eftir þessarri frá- sögn blaðsins engin ný bóia, heldur »kemur það oýt fyrirc I Og fyrir þessu er borinn maður i stjórnarráð- inu, sem margur trúir að sé landrit- arinn sjálfur, sem manna bezt hlýtur um þetta að vita. ísafold hefir þótt alloft nokkuð harðorð i garð embættismanna — og þá eigi sízt sýslumanna. En aldrei hefir henni þó dottið í hug að beia aðrar eins sakir á þá. — Fyr má nú rota en dauðrota. Hvernig lízt mönnum á það tarna? Fallegt stjórnarráð, sem lætur þetta við gangast, — og laglegir embættis- menn, sem fremja sín verk á þessa lund, ef satt skyldi vera. En geta sýslumenn (eða aðrir em- bættismenn) þagað við þessu? Getur t. d. sýslumaður Norðmýlinga og al- þingismaður, sem mest talaði um ágæti sýslumannastéttarinnar á síðasta þingi — þolað, að höfð séu slík um- mæli um þá stétt? Og getur stjórn- arráðið, sem borið er fyrir þessu, látið þessa frásögn blaðsins standa ómót- mælta ? Fróðlegt verður að sjá það. Comes. Ýms erlend tíðindi. Khöfn 18. febr. 1912. RáBuneytisskifti i Noregi. Konow, yfirráðgjafi í Noregi, hefir nú orðið að fara frá völdum út af ræðu þeirri, er hann flutti nýlega málþjarksmönn- um í vil, og áður er getið. Hægri- flokkurinn, sem á um helming manna í ráðuneytinu, varð óður og uppvægur og stjórnarráðið komst á tjá og tundur. Konow ætlaði f fyrstu að sitja, hvað sem á gengi, en þó fór svo, að hann og aðrir ráðgjafar af frjálslynda flokkn- um sögðu af sér. I þýzka þinginu hefir verið mesta stapp út af forsetakosningunum. Frjáls- lyndir þjóðflokksmenn, sem nú eru mundangið á metunum milli hægri og vinstri skoðana, komu fyrst að manni af sínum flokki í 2. varaforseta- sæti, en 1. varafnrseti varð jafnaðar- maður einn, Scheidemann. Forsetinn sjálfur var kosinn úr miðflokknum (Centrum) og heitir Spahn. Sá sagði af sér jafnskjótt og jafnaðarmaðurinn var kosinn 1. varaforseti, og síðan lagði 2. varaforseti niður völd. Nú ætlaði alt að lenda í vandræðum, en þá leystu hægrimenn þrautina og buðu fram forseta úr sínum flokki. Sá var kosinn. Hann heitir Kaempý. Kh. 26. febr. 1912. Frá Kína. í Kfna hefst nýárið 18. íebrúar og fóru þá fram hátíðahöld um alt land. Þar fer nú alt með friði. Yuan-Shi-Kai er viðurkendur for- seti um alt rfkið, að Mongólalandi meðtöldu. Allir útlendir sendiherrar hafa heimsótt hann til árnaðar að und- anteknum rússneska og japanska sendi- herranum. Fyrir Yuan-shi-kai gekk sendinefnd Lúterstrúarmanna og þakk- aði honum fyrir það, að hann hefði komið á spekt og reglu og að hon- um hefði tekist að vinna slíkt þrek- virki, sem hann hefði unnið, án mann- drápa að heita mætti. Yuan-shi-Kai sagði nefndinni, að hann ætlaði að af- nema allan trúmálaójöfnuð og lög- leiða algert trúfrelsi. NámuverkfalliB á Englandi virðist nú nærri óumflýjanlegt og verður það geysilegur hnekkir brezkum iðnaði og annara þjóða, sem kol sækja til Eng- lands. Enn er verið að gera itrustu tilraunir til að afstýra verkfallinu eða fresta því að minsta kosti i bráð, en þær tilraunir blessast trauðla eins og nú er komið málinu. Verkmenn halda fast fram kröfum sínum og eggja óspart hver annan gegn allri til- hliðrun eða frestun. Úr ófriðinum sætir það helzt tið- indum, að ítalir virðast nú ætla að reyna að færa ófriðarkvíarnar út fyrir Tripólis. Þeir hafa nú siglt tveim itölskum herskipum til Beirut og skot- ið þar í kaf tyrkneskan fallbyssubát og tyrkneskan tundurbát. Síðan segja aðrar fregnir, að þeir hafi skotið á borgina Beirut og gert allmikinn usla. Tyrkir mótmæla þessum aðförum vegna þess að Beirut sé óvíggirt og þvi ekki leyfilegt að skjóta á hana samkvæmt gömlum þjóðréttarreglum. Tyrkir hafa nú svarað með þvi að framkvæma það, er þeir hafa lengi hótað. Ráðuneytið hefir nú afráðið að gera útlæga alla ítali, sem búa i skattlöndunum Aleppo, Beirut og Sýr- landi, og verða þeir að vera farnir úr landi innan 14 daga. Lagafrumvarp í ítalska þinginu um innlimun Tripolis og Kyrenaika var samþykt nýlega með 423 atkv. gegn 9 í fulltrúadeildinni, en í einu hljóði i öldungaráðinu, með 202 atkv. Látinn er i fyrradag Wilhelm stórher- togi af Luxerr.burg og er það síðasti maður af Nassau-ættinni. Af suðurheimskautafórunum, Roald Amundsen hitium norska og Scott höf- uðsmanni frá Bretlaudi, búast menn við fregnum bráðlega, einkum frá hin- um íyrnefnda. Þeir áttu báðir að hafa verið á suðurskautinu um jólaleytið, ef alt hefir farið með feldu. Bæjarskrá Reykjayíknr 1912. Hún er nú nýprentuð, er alt að því helmingi lengri en hin síðasta á und- an (frá 1909), og flytur all-margháttað- an fróðleik um fram hana, einkum í kaflanum Félaga skrá og stofnana m. fl. Hann var þá 13 blöð, en er nú 25. Svo mikið hefir við bæzt ýmist af nýjum félögum og stofnunum, eða þá nú talið hitt og þetta, sem þá var slept — síður miðað nú við Reykja- vík eina en alt landið. T. d. eru nú taldir upp allir alþingismenn ásamt kjördæmum þeirra, en þá ekki. Enn fremur landsdómurinn og allir dóm- arar í honum, milli 30 og 40. Sömu- leiðis sjóðir í almenningsþarfir um eða yfir 50, ekki síður þeir er koma við öllu landinu eða einstökum héruðum, eftir allra síðustu skýrslum. Kaflinn Gatnatal og húsa o. s. frv. er og allmikið aukinn. Þar er gerð ná- kvæm grein fyrir legu gatna eða alstöðu í öllumbænum, og er það ágætleiðbein- j ing fyrir ókutinuga. Þá er og tilgreind lengd hverrar götu, í stikum, tala húsa í hverri götu og efni í þeim, virðing- arverð á hverju húsi, þinglýstar veð- skuldir á þeim, skattskylt fé og húsa- skattur. Virðingarverð allra húsa í Reykjavík var árið 1909 — nýrri skýrsla ekki til — háttupp í 11 miljónir (10,840,000), og þinglýstar veðskuldir á þeim rúmar 7 miljónir. Þá (1909) var tala húsa í Reykja- vík alls 1165. Gatnatalan er alls 69. Hverfisgata er langlengst allra gatna í Reykjavík: 1270 stikur eða rúml. 1V* r°st- Þar næst Laugavegur inn að Rauðarárbrú 1000 stikur eða rétt 1 röst. Þá Vesturgata 800 stikur. Og Framnesvegur 700 stikur og Skóla- vörðustígur 530 stikur. ^Atvinnuskrá er og í kveri þessu aftan til, eins og síðast, og mikið af augl. Bæjarskráin kostar ir/2 kr. Grænlandsfðrin. Koch höfuðsmaður hinn danski, sá er ætlar að leggja í leiðangur til Grænlands á sumri komanda, hefir beðið Sigurð Simonarson á Barónsstíg hér í bænum að verða fylgdarmann sinn. En Sigurður er vant við kom- iun og getur því eigi farið. Hefir hann beðið ísafold að geta þess, að þeir er kynnu að hafa löngun til að fara í þetta æfintýra-ferðalag geti fengið nánari vitneskju um það hjá sér, og biður hann þá að snúa sér til sín sem allra fyrst. Þess skal að eins getið hér, að ferðalagið mun standa ir/a ár og engar fregnir koma af ferðalöngunum þann tíma. Fylgdar- maðurinn verður og að vera þess búinn, að fara til Khafnar í mai. Mundu eigi vera margir röskir ungir menn, er fýsti í slíkt ferðalag sem þetta ? Um Snæfellsnessýslu hafa þegar sótt þessir menu: Björn Bjarnarson sýslumaður Dalamanna, Halldór Júlíusson sýslum. Strandam., Páll Bjarnason á Sauðárkrók, Marínó Hafstein fyrv. sýslum., og kandidat-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.