Ísafold - 09.03.1912, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.03.1912, Blaðsíða 4
54 ISAFOLD f- 1 BÍÓ . | |Allmikla eftirtekt hefir það vakið meðal bæjarbúa, að fyrir skömmu hefir Bíó sýnt áhrifamikinn og mjög hrifandi sorgleik, sem heitir heim- ilisböl niitímans, og af því sýning þessi er einstök í sinni röð, vil eg gefa þeim kost á að sjá sýningarskrána, sem ekki hafa enn haft tækifæri eða vilja til að vera áhorfendur. Sýningarskráin er á þessa leið: Pað er saga áfengiseitarsins, sem hér er hirt. — Ömurleg saga brennivinsins, þessa eiturs, sem er eins og refsivöndur stórra þjóðfélagsheilda og árlega vinnur meira tjón en krahhamein og berklaveiki til samans. Easpar lifir ánægjulegu heimilislifi. Hann er fulitrúi verzlunarhúss eins, sem virðir mjög dugnað hans og áreiðanleik. En alt í kemur ógæfan yfir hann. Kvöld eitt, eftir skrifstofutima, lætur hann til leið- ast að fara með nokkrum léttúðugum kunn- ingjum sinum i veitingahús. Spilar hann þar knattspil og verðnr kendur í fyrsta sinni. Og hann kemur heim þannig á sig kominn, að hann hræðir bæði konu og börn, vegna þess, að þau hafa aldrei séð hann i eim ham áður. En það er ekki þar með úið. Kaspar hefir fengið áfengiseitrið i likama sinn og með því svo mikla brenni- vinslöngun, að hann getur ekki verið án 688 lengur. Með hverjum degi nálgast ann undirdjúpið. Vegurinn frá skrifstof- unni liggur nú ekki lengur heim, heldur til veitingahússins, þar sem nýir vinir biða hans við spil og drykkju. Þegar hann svo kemur heim til sin einhvern tima nætur, er hann ringlaður og skilningslítill. Störf sin vanrækir hann auðvitað. Hann er nú sljór og hugsnnarlitill þegar hann situr við skrif- borðið, þar sem hann áður var með lifi og fjöri. Þegar svo skrifstofustjórinn einn góð- an veðurdag kemur að honnm þar sem hann situr með flöskuna i laumi i vinnu- timanum, þá er hann ekki lengi að veita honum lausn frá starfanum. í þetta skifti fer hann heim frá skrifstof- unni og skýrir konu sinni frá þvi, hve illa sé komið. A hrífandi hátt lofar hann henni nú að hann skuli ekki drekka framar. Og um tima litur i rann og veru svo út, sem hann muni standa við orð sin. En þvi miður situr hann bráðum meðal kunn- mgjanna i veitingahúsinu. Atta ár eru liðin. Það eru rústir af heimili, sem vér lítum nú inn i og leifar af manneskjum, sem lifa milli þessara nöktu steinveggja og innan nm húsgagnaskriflin. — Faðir, sem skellur af ölæði — þrettán ára stúlka, sem þvi mætti ætla að nú skyldi hyrja að lifa, liggur i rúminu og bíður þess að dauðinn endi þjáningar þær, sem tæringin veldur henni — drengur, sem ilt eftirdæmi föðurins hefir leitt inn á glæpabrautina — og loks móðir. Andlit hennar hefir einu sinni verið fagnrt, en hnngur og mótlæti hefir nú markað það djúpum hrukkum, augun eru sokkin af gráti yfir böli þvi, sem hefir orðið henni og hennar að hlutskifti. Eitt kvöld kemur Jakob þjótandi inn i hina fátæklegu stofu. Hefir hann i félagi með öðrum manni gert húshrot, en vinnu- fólkið vaknað og nú er hann á flótta undan lögreglunni. Hurðinni er hrundið upp og 3 iögregluþjónar taka hann, setja hann i járn og draga hann burt með sér, en móðir hans, sem ekki hefir mátt við þessu, hníg- ur niður á gólfið. Faðirinn situr kyr og hlær tryllingslega. Hann skilur þetta ekki. Með tröllslegum hlátri reikar hann út á götuna og skreiðist inn í hina vanalegu knæpu, innan um skril stórhorgarinnar. Þeg- ar hann kemur heim aftur, hefir kona hans stytt sér aldur og hinni sjúku dóttur sinni með eitri. Örlög sonarins hafa svift hana siðustu leifnm mótstöðuaflsins; — hún gat ekki meira og leitaði svo friðar i dauð- anum. Siðustu dagar .Kaspars er ömurlegasti þáttur ieiksins. I geðveikisdeild fátækra- hælisins hittnm vér hann i einbýliskiefa sinum, þar sem hann hefir ekki félagsskap við annað en kynjadýr þau, er drykkjuæði hans skapar. Þar ráfar hann fram og aft- ur, aftur og fram, þangað til þessari hræði- legu tiiveru hans lýkur. Sýning þessi á pappírnum er ná- skyld mörgum þeim lýsingum, sem meðhaldsmenn bindindismálsins hafa svo mörgum sinnum gefið. Þeir hafa reynt að láta allar dyr drykkjuheim- ilanna standa opnar, til þess að knýja fram meðaumkun meðbræðranna fyrir þeim óútmálanlegu sorgum og böli, sem þar á heima. En þetta hefir ekki nógsamlega dugað; því þeir sem elska vínið meira en sjálfa sig, hafa ekki viljað líta við, — ekki þorað að líta framan í skinhoraða, grátandi konu, með hungraðan, kaldan og nakinn barnahóp, og sjálfan húsföðurinn ann- aðhvort útúr fullan með hnefann á lofti, albúinn að láta höggið ríða að sinni skjálfandi fjölskyldu, eða hrjót- andi uppi í bæli sinu. Þessa sjón vilja víndýrkendurnir helzt vera lausir við — þeir af svo kölluðu fínna(ll) tægi — hvað varðar þá um þótt nokkrir ræflar(lll) drepi sig á ofnautn áfengis. Það svarar auðvitað kostn- aði, þegar um almenn mannréttindi(ll) er að tefla, eins og þeir kalla það. Þeir segja, að bindindisglóparnir séu að hrópa um tár ekkna og munaðar- leysingja, og virða að engu þá sker- andi kveinstafi hungraðra kvenna og barna, sem skera eyru manna innan, vegna hljóðsins af neyðarópinu, þegar heimilisverndarinn(ll) dregur konu sína á hárinu og ber hana eins og fisk, af þvi hún er svo ósvífin(II) að biðja um brauðbita handa úlfsoltnum barnahópn- um. Þetta er álitið af bindindis-and- stæðingum málinu óviðkomandi, og i stað þess að taka þenna sorglega beiska sannleika með í reikninginn, hamast þeir á bindindismönnum og landsins löggjöfum fyrir þá hróplegu rangsleitni(ll) að hefta innflutning á þeim ófögnuði, sem veldur miklu táraflóði og volæði i hryggilegustu mynd. Hvað gerir nú myndin í Bió? — Hún sýnir áhorfendunum vel gjörðan spegil af drykkjumannsheimilinu, og þar er ekki um að villast: slíkar sjónir sjá þeir oft, sem fyrir bindindismálið starfa — þeir glápa ekki á þessa sýn sem neitt furðuverk, framleitt af mann- legu hugviti. Nei, sú eina undan- tekning á sér stað, að konur drykkju- mannanna okkar sýna þann mikla kjark að treina í sér líftóruna, vegna barnahópsins. Hvernig lizt bindindismótmælend- um á, að sjá eyðilagða drykkjumann- inn stela húsaleigu, sem kona hans hefir fengið sem ölmusu, að eins til að verða ekki með veiku barni sínu kastað út á götu. Hvað gerir hann svo við peningana? Hlykkist með þá tryllingsglaður til brennivínssalans. Halda þeir, að slík dæmi séu hér ekki ? Jú, fjölda mörg. Eða hvað segja sömu menn um, að drykkjurúturinn þrífur af konu sinni með valdi meðul þau, sem eru ætluð dauðsjúku barni hans til bjargar? Hvað gerir hann við þau ? Drekkur þau með ofsakæti, með- an barnið stynur í rúminu við hné hans. Þetta er líka langt frá að vera fátitt hér. Hvernig lízt ennfrem- ur sömu mönnum á karlmannlega, góðlega manninn, sem í byrjun mynd- arinnar faðmar að sér börn sin með föðurlegum innileik, og hvernig sýn- ist þeim sami maðurinn, þegar hann fylgir sínum tapaða syni til dyra í járnum, skellihlæjandi, og hvað halda þeir, að hafi breytt þessum prúða og glaða og hamingjusama manni í þá hrygðarmynd, sem sést i hálmgryfj- unni í geðveikrahælinu? Þetta eru alt verkanir vínnautnarinnar — fyrsta glasið skapaði þar ástríðuna, sera oft- ar. Slik dæmi á íslenzka þjóðin ó- teljandi, og tjáir þar ekki á móti að mæla. Eg var í Bíó fyrsta kvöldið, sem mynd þessi var sýnd og var sjónar- vottur að tárum og meðaumkun margra viðstaddra. Eg veitti því líka eftir- tekt, að sumir af þeim, sem hvellast- an hafa brýnt róminn móti bind- indisstarfsemi og lagt fram það litla, sem þeir áttu til að gera hana tor- tryggilega, gengu út löngu áður en sýningin var úti. Annaðhvort hafa þeir, að vanda, ekki viljað vera sjón- arvottar að þeirri ómælanlegu sorgar- sjón, sem myndin sýnir, eða ekki getað haldið vatni vegna hluttekning- ar með drykkjumannaheimilunum, og er vel farið, væri sú getgátan rétt. Eg vil þakka hr. Petersen, formanni fyrir Bíó, fyrir hversu — mér liggur við að segja — mikinn kjark og sjálfstæði hann sýnir með því, að róta við drykkjubölinu. Við eigum öðru að venjast af löndum hans, sem búsettir eru hér í bænum. Þessi mynd verður sýnd aftur í næstu viku. Þið ungu, ógiftu stúlkur og piltar ættuð að sækja sýninguna. Þar sjáið þið heimilið í tveim ólíkum mynd- um. Slík sjón getur orðið ykkur til leiðbeiningar og viðvörunar á lífsleið- inni, og þið drykkjumenn reynið að drattast ófullir á sýningu þessa og sjáið ykkar eigin drykkjubrettur og aðfarir og íhugið hvaða heimilissælu það veitir ykkar ástvinum. Vel gæti farið svo, að þið færuð heim með kinnroða og að þið keyptuð einni flöskunni færra, en því fleiri brauð upp í börnin ykkar. Drykkjumanna- konurnar eiga ekkert erindi í Bió þetta sinn. Þá sjón þurfa þær ekki að sækja út fyrir heimilið. Að síðustu: Unga fólkið ætti að sækja vel margnefnda sýningu. Þar sést heimili, sem er sann-nefnt jarð- neskt himnaríki, en sem er nokkru síðar hrunið af völdum vínsins og orðinn kvalastaður, þar sem hörm- ungar og dauði skipa æðsta sess. Reykjavík x. marz 1912. Jóh. Jóhannesson. Öllum þeim fjær og nær, sem sýndu okk- ur alúðlega hluttekningu i okkar sáru sorg af hinu hörmulega fráfalli okkar heitt elskuðu: bræðranna Sveinbjarnar og Gisla Brynjólfs, sem urðu úti á Rangárvöllum aðfaranótt 8. þ. m., vottum við hér með okkar innilegasta hjartans þakklæti, og meðal hinna fjarlægari viljum við sérstaklega nefna húsfreyju Vig- dfsi Þorvarðsdóttur f Varmadal, ión Guð- mundsson á Ægissiðu og konu hans og börn, sem og hjónin á Selalæk, er öll með alúð- legri og hjartanlegri umhyggju önnuðust Ifkin frá þvf þau fundust og bjuggu um þau i kistunum til heimflutnings. Öllum þessum vinum okkar biðjum við al- góðan guð að launa af sinni náðarnægð. Efstu-Grund undir Eyjafjöllum 24. febr. 1912. Halldóra Björnsdóttir. Elin Guðmundsdóttir. Björn Guðmundsson. Skrifstofa bæjarverkfræðings er flutt í slökkvistöðina í Tjarnargötu (uppi). — Opin frá kl. 11—12. 4—5 herbergja íbúð með eldhúsi og geymslu, óskast til leigu frá 14. mai. Ritstj. vísar á. lAAAIir er heitið, ef bak-kassinn á úrinu er ekki stimplaður IUUU Kli með0,800,semerstimpilláöllumúrumúrskírusilfri. W 15 króna ábati 40W§ þetta ár eins og i fyrra. Til þess nð safna meðmælnm nm alt ísland, til notkunar i aðalverðskrána 1913 0g 1914, selj- um við eins og f fyrra 600 ósvikin karla- og kvenna- silfnrúr 15 kr. ódýrara en venja er til. Úrin eru eins og hver mnn lríind nrr -i ára olrvlf larrí AkirvnA IT nném. _ °g vonum að bver kaupandi __ oss þau meðmæli sem honum virðist úrin eiga skilið, þar sem vér vitanlega leggjum oss i framkróka með að senda svo vandað og vel stilt úr sem mögulegt er. Þess vegna ráðum vér bverjum, sem vill fá verulega fallegt og vandað úr, til þess, að senda sem fyrst pöntun, þareð hér er verulega kostur á að verja peningum sinum vel. Skrifið þess vegna strax þareð ekki eru seld nema 600, og fyrstu 300 úrunum fylgir festi ókeypis. Alt er sent gegn eftirkröfu og ekki tekið á móti borgun fyrir fram. Ef úrið likar ekki er það tekið í skiftum. Meðmælingasala á skófatnaði. Þareð vér opnum einnig skófatnaðardeild við verziunina, seljum vér til Islands 400 tvendir af karla- og kvenua- stigvélum fyrir hálfvirði. Til þess að kunngera þetta lága verð, seljum vér skóna á 9 kr. 50 a. Stígvéi þau, sem send verða, eru af allra beztu teguud vorri, og nákvæmlega eftir þvi sem hver óskar, hvort sem heldur vill með lakkti eða ekki. Fást af öllum stærðum, frá nr. 36—42 fyrir konur og 40—46 fyrir karla. Takið til númerið Þeim stigvélum, sem ekki eru mituleg, fæst skift. Yér getum ábyrgst lesendum blaðsins að þetta tilboð er hið ódýrasta, Bem þekst hefir á Islandi, þegar tekið er tillit til gæðanna, og þess hve frágangur er vandaður og lögun. Öllum, sem kynnu að þarfnast stigvéla, viljnm vér þvi ráða til að skrifa strax. Þessar 400 tvendir verða ekki lengi að fara. Ur gullvarningsbúðinni verða seldar 200 tvendir (400 stk.) trúlofunarhringar, tvendin á 6 kr. — stk. 3 kr. Af ateinhringum verða seldir um 200. Góður hringur á 50 aura, betri á 1 kr., ágætur og endingargóöur á 2 kr., bezta teg. úr skiru gulli og með 25 ára ábyrgð á 5 kr. Hringirnir fást af öllum stærðum og gerðum og með hvaða lagi og lit sem þér óskið að hafa steininn, rauðan, svartan, grsenan hvitan; sömuleiðis með 2 steinum. Alt samkvæmt óskum. Takið mál af fingrinum með pappírsræmu og sendið ásamt tilteknu verði og steinlit. Um 300 hálsfestar með viðhengjum verða seldar með 50% afslætti, hver á kr. (karla) og 2 kr. (kvenna), öll gull-lögð og hafa kostað 6—7 kr. Gmll-double úrfestar, sem hafa kostað 3 kr. ern seldar á kr. 1.40, áður sem hafa kostað 5 kr. seldar á 2 kr. — áður 8 kr. nú 3 kr. — áður 15 kr. nú 4 kr. Gulldouble festi sem hefir kostað 15 kr. fæst nú á 6 kr. og með 10 ára ábyrgð hver festi. Nikkelfestar á 0.15—0.25—0.50—0.75 og 1 kr. Silfurfestar og hvitmálms frá 1—1% til 2 kr. Allar festarnar fást af þeim gerðum sem um er beðið, — einfaldar og tvöfaldar, með eða án nistis. Mansjettbnappar á 0.25—0.45—0.65—1.00—1.50 og 2 kr. Festar frá 1 kr., en úr gulldouble, undir 1 kr. gyltar. Slifsisnálar af öllum gerð- nm til 50 a. og með beztu gyllingu 1 kr. Armbönd frá 25—60—75 a. og frá 1—2—3—4—5—6—8 kr. Fást af öllum gerðum. Hálsdjásn með steinum frá 25—50—75 a. og kr. 1—2—3—4—5—6—8 og 10. Vasalampar frá 0.65—0.85—lkr. Frá úrverzluninni. Nikkel-akkerisúr á kr. 1.75. — Úr með gullrönd á 4 kr. — Roskoph úr á 6 kr., alm. verð 18 kr. — Loks 20 verðlaunuð 15 steina akkerisúr i silfurkössum með gullrönd, 5 ára ábyrgð, — áður 44 kr. nú 20,kr., 15 tvilokuð gull- doubl-úr með akkerisgangi og 3 ára ábyrgð — áður 30 nú 12 kr. Nikkel vekjara-úr kr. 1.75. Úr eir, með 4 bjöllum, sjálflýsandi skifu og 2 ára ábyrgð kr. 4.50. Beztn sem f&Bt. Vörur úr öllum deildum seldar langt undir hálfvirði: Reiðhjóladekk 1.95—2.65—3.50—5—7 kr. Slöngur 1.25—2.50. Stórar fótdælur 1 kr., handdælur 40 og 65 a. Nokknr mjög góð reiðhjól með 2 ára ábyrgð á 65 kr. Nokkur ódýr hjól á 32 kr. Nokkur karlmanna-fataefni 5X2‘/4 al., fæst með öllum litnm, 10 kr. stk. alm. verð 6 kr. al. Nokkrir Solingen-vasahnífar á 65 a. Borðhnífar gaflar og skeiðar á 25 a. Munnhörpur á 25—50—65—75—100—125—150--165 a. Buddur á 35—45—65 —75—85—100—150—200 a. Dömutöskur 30—65—90—100—159—185 a. 8—10 »heimsúr« (sýna tlmann nm allan beim) á 15 kr. 3 stk. 14 karata gullúr, tvilokuð, með veðhlaupsvísi og slagverki á 385 kr. Loftvogir á 1—2—3—4—5—6—7—8—9 og 10 kr. Kíkira á l_2-3-4—5-6-7-8-9-10 kr. Ait er svo ódýrt að kaupmenn geta með stórum hagnaði keypt vörur sínar hjá oss. Allir sem kaupa hjá oss fyrir peninga út í hönd, geta skapað sér glæsilega framtið með þvi að verzla með vörurnar. Verð þetta gildir ekki fyr- ir pantanir undir 20 kr., við minni pantanir bætist burðargjald — annars ekki. Alt gegn eftirkröfu. Fyrirframborgun ekki tekin. Þvi skift sem ekki likar. Skrifið því strax. Avalt greinilega utanáskrift. Byrjið að verzla með vörur okkar. Adr: Aarhus Uhr-, Cycle- & Guldvaremagasin Kroendal Import Forretning, Söndergade 51, Aarhus, Danmark. Telefon Nr. 2640. Kunsten til Folket. Uden Kunst — intet Hjem. Et virkelig enestaaende Tilfælde, for en Ringe Sum at anskaffe sig flere værdifulde Kunstværker af de mest fremragenda Kunstnere tilbydes herved af Svenska Konstförlaget, som ved fordelagtigt Indköb paa Kon- karsauktion har erhvervet fölgende Billeder: >Midsommardans«, Maleri af Andern Zorn, >Hafsðrnar«, Maleri af Bruno Liljefors, »En Hjaltes Död«, Maleri af Nils Forsberg, »Efter Snöstormen«, Maleri af Johan Tirén (den nylig afdöde Kunstner). Alle disse BiUeder findes ogsaa i Nationalmuseet i Stockholm. »Pansar- fartyget Aran«, Akvarel af Kaptajn Erik Högg, >Valborgsmassoafton«, af C. Schubert, >Kárlek i skottkárra«, af W. Strutt, >Namnsdagsbordet«, af Fanny Brate, >Segeltur«, af Carl Larsson, »Svenska kronprinsparet«, fint udfört efter Fotografi, samt 8 stk. kunstneriske Jul- og Nytaarskort. Zorns Billede er 670X460 mm. stort, de andre 470X350 mm. Den samlede Pris for alle disse Kunstværker er meget höj, men vi vil for et kort Tidsrum sælge dem til kun kr. 2,50, fragt og toldfri mod Forudbetaling. Mod Efterkrav maa I Krone fölge med Ordren. Obs.l Opgiv tydelig Navn og Adresse. Frimærker modtages ogsaa. For- söm ikke dette absolut enestaaende Tilfœlde til at pryde Deres Hjem, eller til at köbe en pragtfuld men alligevel billig JulegaveUt Skriv i dag til Svenska konstförlaget, Stockholm 7. Sverige. smms hreina, úrvals Stjörnu-Kókódnft er aðeins selt í þar til gerðuin V4 pds. pokum, með firmanafni og inn- sigli. III KlædevæYer Edeling, Viborg, Danmark, sender Portofrit io Al. sort, graat, mkblaa, mkgrön, mkbrun finulds Ceviots- klæde til en flot Damekjole for kun 8 Kr. 85 ðre, eller 5 Al. 2 Al. br. sort, mkblaa, graanistret Renulds Stof til en solid og smuk Herredragt for kun 13 Kr. 85 Ore. — Ingen Risikol — Kan ombyttes eller tilbagetages. Uld köbes 6$ Öre Pd., strikkede Klude 25 Öre Pd. Meinlaust mönnum og skepnum. Ratin’s Salgskontor, Pilestr. 1, Köbenhavn K. Tom Tjáder, Nybrogade 28. Köbenhavn K. Býr til meðul til að losa menn við veggjatítlur, flær, maur og möl, enn- fremur rottur og mýs. Eina verk- smiðjan í þessarri grein, sem hlaut gullpening (Grand Prix) að verðlaun- um á sýningunni í Lundúnum 1911. Einkasali ráðinn í hverjum bæ. Heilræði. I samfleytt 30 ár þjáðist eg af meltÍDgar- þrautum og magaveiki, er virtist ólæknandi. Um þetta áraskeið leitaði eg eigi færri en 6 lækna og notaði meðöl frá þeim, hverjum um sig, um langan tíma, en alt reyndist það árangurslauBt. — Eg fór þá að reyna hinn ágæta bitter Waldemars Petersens, Kína-lífs-elixír, og fann þegar til bata, er eg hafði tekið inn úr 2 flöskum, og þegar eg haiði notað 8 flöskur, hafði mér farið svo fram, að eg gat neytt allrar almennrar fæðn án þess að mér yrði meint við. Nú kemur það að eins fyrir einstöku sinnum, að eg verð var við þenna sjúkdóm; tek eg þá inn einn skamt af bitternum og er þ& jafnan albata þegar daginn eftir. Eg vil þvi ráða hverjum þeim manni, sem þjáðnr er af sams konar sjúkleika, að nota ofannefndan hitter, og mun þá ekki iðra þess. Veðramóti í Skagafirði 20. marz 1911. Björn Jónsson, hreppstjóri, dbrm. Hvað vantar? í samkvæmum til sveita og í bæj- um — eykur sönsfurinn gleði manna — öllu öðru fremur. En fólkið man oft ekki eftir lög- um og textum — og alt fer því í mola. Hvað vantar við þessi tæktfæri? Islenzku sönirbókina, með 300 text- um og lagboðum, sem er í vasabók- arformi og hver maður getur á sig stungið. Tœkifœrisqjöf qetur ekki betri. Hún fæst hjá öllum bóksölum og kostar aðeins kr. 1,75 í ágætu bandi. Biðjið um islenzku söngbókina hjá næsta bóksala. Notið hana til að gleðja vini yðar við hátíðleg tæki- færi. Islenzka söngbókin á að vera til á hverju einasta is- lenzku heimili. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.