Ísafold - 21.03.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.03.1912, Blaðsíða 1
Kemui át fcvÍBVW i vikn. Verö Arg. (80 arkir minst) 1 kr. erlendia 5 kt, e6a l*/> dollar; borgist fyrir mitijan júli (orlendis fyrir fram). 1SAF0LD Gppsðen (skrifieg) bundin viö aramót, ai ógii« nema komln sé til útgefanda ;fyrix 1. okt. ng aaapandi sknldlaai ví!> blaoiD Afgreifisla: Anotnrstrwti 8, XXXIX. árg. Reykjavík 21. marz 1912 18. tölublað Kostnaður Landsbankans við gjaldkeramálið. Nú er Lögrétta farin að setja fyrir sig kostnað Landsbankans við gjald- keramálið. Hún segir, að bankinn fái um 4000 kr., ef það reynist rétt við rannsókn, að gjaldkerinn hafi reiknað það fé af honum. En sú rannsókn kosti bank- ann að minsta kosti 10—20 þús. kr. beinlínis, auk þess tjóns, sem bank- inn hljóti að bíða óbeinlínis af mál- inu, og ekki verði tölum talið. Og blaðið verður ekki annan veg skilið, en að það sé einstrk vitleysa af bankastjórunum að vera að ganga eftir þessum 4000 kr., þar sem bankinn verði að kosta margfalt meira til þess að fá þær. Aliir sjá, hve lævíslega fjárhæðinni er laumað inn — þessum 4000 kr., sem gjaldkerinn kunni að hafa reikn- að af bankanum. Gerum ráð fyrir, að ekki væri um meira en 4000 kr. að tefla. Er ekki réttarfarið svo hér á landi, að hafist sé handa út af því sem minna er ? Vita menn til þess, að nokkur sauða- þjófur, til dæmis að taka, hafi dregið sér 4000 kr. virði? Nýlega var höfðað sakamál, sem nú er orðið frægt um alt landið, út af 25 aurum, og lagt fram til þess af landsfé mörg hundruð króna. En blaðið veit mjög vel, að fjárhæðin, sem um er að tefla og menn vita um frá 1. júlí 1909, er miklu hærri. Auk pess er monnum nú orðið kunn-r ugt um, að misjellurnar hafa byrjað fvr. Og blaðið veit líka mjög vel, að það er ekkert vafamál, að af bankanum hafi verið reiknað. Það er sannað af bankastjórunum, Gísla Sveinssyni, Þor- steini Þorsteinssyni, Benedikt Sveins- syni og Eggert Briem. Og bersýni- legt er, að frásögn þeirra Halldórs Danielssonar og Schous hefir farið í sömu átt, þar sem sakamálsrannsókn fekst þá fyrst, er þeir höfðu litið á málið. Hvaða kostnað ætti bankinn að hafa af málinu — nema ef höfð eru í frammi við hann einhver óhæfileg rangindi ? Hvaða ábyrgð ber kann á öllum vafningunum á málinu síðan 13. des., er bankastjórarnir sendu kæru sina? Sú kæra var rétt. Þann kostnað, sem hann hefir haft, á hann að sjálfsögðu að fá endurgreiddan. Og liklegast á hann ekki að kosta sakamálsrann- sóknina. Verði bankinn fyrir óbeinu tjóni, þá er það ekki honum að kenna. Hann hefði ekki orðið fyrir neinu slíku tjóni, ef stjórnin hefði hagað sér eins og henni bar skylda til. Og verði hann ekki tyrir slíku tjóni, er það að mestu leyti eða eingöngu þvi að þakka, hve röggsamlega alþýða manna hér tók í málið, svo að frekari vitleysum af landstjórnarinnar hendi varð afstýrt. Þessi kostnaðargrýla er hin aumasta markleysa. En hugurinn, sem kemur fram hjá Lögréttu, er engin mark- leysa. Harm er sá, að menn hefðu átt að láta það liggja í þagnargildi, að verið er árlega að hafa af bankanum marg- ar þúsundir — af því að maðurinn, sem að því er valdur, er einn af for- ingjum Heimastjórnarmanna og hefir verið einn af aðalfjárstuðningsmönn- um flokksins. Og þar sem aðalmálgagn Heima- stjórnarforingjanna, blaðið, sem alment er nefnt »embættismannamálgagnið«, dirfist að birta þennan hug sinn, þá fira menn að skilja, við hverja örð- ugleika Kristján fónsson muni hafa átt að stríða frá 13. des., er hann fékk fyrstu kæruna, til þess er hann að lokum tók í sig það þrek, að fyrir- skipa sakamálsrannsókn. Og mönnum dylst ekki, hverir valdir eru, bak við tjöldin, að öllu því hneyksli, sem hér hefir orðið. Rannsókn gjaldkeramálsins. Borist hefir út um bæinn, að rann- sóknin á gjaidkeramálinu verði ekki látin ná lengra aftur í tímann en til I. júlí 1909. Það nær engri átt. Dómarinn rannsakar að sjálfsögðu alt það, sem bankastjórarnir álíta, að bankans vegna þurfi rannsóknar við og gjaldkerinn hefir verið við riðinn. Hann rannsakar vafalaust allan feril hans við bankann. Nú er það orðið uppvíst, að mis- fellurnar byrjuðu löngu fyrir 1. júli 1909, sams konar misfellur eins og þær, sem kært hefir verið fyrir, þar á meðal breyting á réttum tölum í rangar. Gjaldkerinn fór til útlanda 21. marz 1909. Það er orðið víst, að misfell- urnar byrjuðu áður. Hann kom heim aftur 14. jáni 1909. Misfeílurnar byrjuðu aftur þeg- ar eftir heimkomu hans. Þá er víxlahvarfið alræmda. Eins og menn muna sjálfsagt, komust bankarannsóknarmennirnir, sem skip- aðir voru 1909, að þvi, að höfuðbók bankans bar ekki saman við víxla- eignina, enda var gömlu bankastjórn- inni kunnugt um það. í höfuðbók- inni var hún talin kr. 6241,85 meiri en hún reyndist. Hvað hafði orðið af þeim peningum? Rannsóknarmennirnir gátu þess helzt til í skýrslu sinni, að þeir víxlar hefðu týnst. Af þessum týndu vixlum greiðir gjald- kerinn að því er ætla verður andvirði þriggja víxla til bankans í árslok 1909 kr. 2286,50, er hann telur, að gleymst hafi a^ tilfæra i sjóðsbók. Þá voru liðin meira en 2 ár, síðan er andvirði eins vixilsins virðist hafa verið greitt honum, um 2 ár síðan er hann hafði tekið við fénu fyrir annan víxilinn, og hinn 3. hafði verið borgaður honum að fullu á árinu 1909. Hvernig stendur á þessu ? Einn vixillinn namkr. 286.50, ann- ar kr. 1000.00, þriðji kr. 1000.00. Hvernig hefir þetta getað farið svona lengi fram hjá gjaldkeranum? Hvernig stendur á því, að hann fær hvað eftir annað 1000 kr. meira inn í sjóð sinn en i bókum hans stend- ur, og verður þess ekki var fyr en svona löngu seinna ? Vitanlega hafði hann miklar tekjur. Samt virðist mega ætlast til þess, að hann verði þess var, þegar hann hefir 1000 krónum meira eftir dafinn en hann gat átt von á. Og hvað hefir orðið um þá vixla, sem enn vantar, kr. 3954.35? Sams konar skekkja var í ávísana- reikningi bankans, nema hvað fjár- hæðin var þar minni. Kr. 1435.90 vantaði á ávísanaeign bankans frá þvi, sem hiin var talin i höfuðbókinni. Þessi skekkja var orðin margra ára gömul, þegar rannsóknin fór fram. Og hún hafði lengi" verið á vitorði bankastjórnarinnar gömlu og starfs- manna bankans. Hvernig víkur þessu við ? Þetta hlýtur að verða rannsakað nú, þegar skrið er að lokum komið á málið. Einhverjum kynni að verða að spyrja, hvernig á því standi, að dóm- ara skuli ekki hafa verið falið að rannsaka þetta fyrir löngu. Þvi er fljótsvarað. Bankastjórnin gamla, starfsmenn bankans og þáverandi endurskoðendur fara með þetta eins og mannsmorð — nema hvað orð leikur á því, að for- ingjum Heimastjórnarflokksins og þar á meftal þáverandi ráðherra Hannesi Hafstein hafi verið kunnugt um þetta á þingi 1907. Annaðhvort heftr þá bankastjórnin upp á sitt eindæmi, eða landss'jórnin, kæft þetta niður. Almenningur manna fær ekkert um þetta að vita, fyr en rannsóknarnefnd- in frá 1909 leiðir það i ljós. Þá má segjn, að Björn Jónsson hefði átt að fyrirskipa .sikamálsrann- sókn út af vixla- og ávísanahvarfinu, og til voru þeir skynbærir menn, sem litu þann veg á málið. Ofsóknir og ofstopi Heimastjómarmanna, ásamt dómstólainnsetningu annars gæzlu- stjórans, munu hafa valdið því, að hann lét frekari aðgjörðir í banka- málinu bíða þings. Þá vita allir, hvernig fór. Kristján Jónsson er af Heima- stjórnarmönnum hafinn upp í ráð- herrasess til verðlauna og sárabóta íyrir bankamálið. Öli afskifti meiri hlutans í efri deild af málinu verða að hamsleysis-ofsókn gegn Birni Jóns- syni undir forustu Lárusar H. Bjarna- sons. Ábreiða rangfærslu og ósann- inda er lögð yfir allar misfellurnar i bankanum. Öllu réttlæti er traðkað, og Björn Jónsson er talinn eini mað- urinn, sem nokkuð hafi gert vítavert. En nú er loks komið að reiknings- skapar-dögunum. Nú heimtar þjóðin, að sannleikur- inn sé leiddur i ljós án manngreinar- álits. -----------?----------- Rannsóknarnefndin 1909 bókari Landsbankans. Ut af þeim^'ummælum embættis- mannamálgagnsins Lögréttu, að bók- ari Landsbankans'hafi^hætt að reikna forvexti með gjaldkeranum á miðju ári 1909, vegna þess, að hann hafi þá »altaf purft að vera á stjái* fyrir rannsóknarnefndin — hefir ísaýold átt tal við mann úr rannsóknarnefndinni og tjáir hann oss, að nefndin hafi mjög sjaldan verið að starfi í afgreiðslu- tíma bankans og að hún hafi af fremsta megni hlifst við að tefja nokkurn mann frá starfi i bankanum. Þessi staðhæfing embættismanna- blaðsins er því á engum rökum by%ð. En raunar kemur hún eigi heldur misfellunum á forvaxtareikningnum við, svo sem hann liggur fyrir; þar sem nd er fenqin um það vissa, að mis- fellur á forvaxtareikningi, sams konar og þegar eru kunnar frá síðari part árs 1909 og 1910 og 1911, nd lengra aftur í timann en til 1. júlí 1909. Kolaverkfallið. Horfur á aO því sloti bráðlega. Simfregn frá Khöfn l»/, '12. Brezka stjórnin hefir lagt fyrir parla- mentið lagafrumvarp, er ákveður, hvert vera skuli lágmark á verkkaupi kola- námumanna. Við pvi er búist, að frumvarpið verði afgreitt sem lög i pessarri viku. Ef þetta tekst, er þar með höggvið á gordiska hnútinn, og verða allir málsaðilar að sætta sig við þau mála- lok — og verður þar með lokið verk- fallinu. Roald Amundseu. -^*^VN*%i Fundið suðurskautið. Skýrsla Roalds Amundsens. Simuð til Daily Chronicle í Lundúnum frá Hobart i Tasmaniu. Hinn 1. febrúar 1911 hófst suður- skautsleiðangur vor, og þegar komið var fram að 11. apríl höfðum vér skilið eftir á leið vorri 3 forðabiir. Þar höfðum vér geymt oss alls konar matvæli, samtals 6000 pd. auk 2200pd. af selkjöti. Með því að ekki var neitt við að miða til að rata á forðabúrin, reistum vér stengur með fána á við 7. hverja röst. Greitt yfirferðar og sleðahundarnir komu oss bezt að not- um. Fyrir 15. febrúar vorum vér komnir 100 rastir áleiðis. Fyrir hver- jum sleða gengu 6 hundar, en alls vó hver sleði með öllu, sem á var, 600 pd. Slétt var eftir ísnum og engar sprungur að ráði. Birtu höfðum vér ágæta og vind léttan. Mestur kuldi -f- 450 á C. Þar lögðum vér fyrir fyrsta vistaforðann. Fram siglir úr Hvalfirði. Hinn 5. febrúar komum vér aftur að Hvalfirði eftir stutta kynnisleit. Þá var skip vort Fram þaðan farið. Okkur þótti vænt um, að skipstjóri hafði unnið það afrek, að sigla því lengra en nokkuru skipi hafði verið siglt áður. Áður en veturinn datt á, höfðum vér 12000 pd. af selkjöti í forðabúri voru, en það var nóg handa oss og hund- um vorum, 110 alls. Vér reistum 8 hundakofa, en þeir voru sambland af tjöldum og smáskýlum. Þá er vér höfðum séð fyrir hundunum, fórum vér að hugsa um sjálfa oss, reistum oss hreysi og þöktum það snjó. Það var ekki fyr en um miðjan aprílm., að vér þurftum að útvega okkur ljós. 200 kerta »lux«-lampi veitti okkur ágætis- birtu og 20 stiga hita i kofanum allan veturinn, en um loftræsinguna var svo vel búið, að vér höfðum alt af nægi- lega gott loft. Kofann hólfuðum við sundur í vinnustofu, geymsluklefa, kjallara undir matvælin, almennan baðklefa, gufu- baðsklefa og sjónarbyrgi, en þaðan höfðum vér jafnan góða útsjón. Vér höfðum því alt innan veggja og þurftum ekki að óttast kulda né storma, né að vér yrðum neyddir til að vinna undir beru lofti. Sólhvörf. Sólin hvarf oss sjónum 22. apríl og birtist ekki aftur fyr en 4 mánuð- um siðar. Vetrinum vörðum vér til þess að breyta öllum útbúnaðinum. Vér höfðum rekið oss á, að hann var of þungur í vöfunum uppi á klaka- hásléttunni. Auk ýmissar vísindaiðju gerðum vér margar og merkilegar veðurathuganir. Snjókoma var litil, þó að auður sjór væri mjög nærri. Aftök. Allan veturinn var frost minna en vér höfðum við búist, en þó ekki litið. Á 5 mánaða tíma var frostið milli -j- 50 og 60 stig á C. Mestur var kuldinn 13. ágúst. Þá voru -f- 53 stig á C. Vér höfðum búist við hverjum storminum öðrum hræðilegri, en ofsa- rok hreptum vér ekki nema 2 daga. Vér sáum oft dýrlegan morgunroða. Sólin, sólin! AUan veturinn leið oss ágætlega, og þegar sólin birtist aftur 24. ágiist, skein hiín á sveit manna, hrausta á sál og líkama og viðbúna að ná þvi endimarki, er hún hafði ætlað sér. Daginn áður höfðum vér flutt sleða vora á þann stað, er vér hugðum að leggja upp frá áleiðis til suðurheims- skautsins. í öndverðum september fór að hlýna og nú fór suðurheimsskautið að toga i oss. Af stað til heimsskautsins. 8. september lögðu 8 menn af stað í suðurátt, með 7 sleða, 90 hunda og vistir til 4 mánaða. Sleðafæri var gott, en þó kom það í ljós þegar næsta dag, að of snemma var upp lagt. Mælirinn lækkaði dag frá degi og var þetta milli -f- 50 og 60 stig á C. Öllum leið oss vel; vér vorum í ágætum skinnklæðum og vel varðir kulda. En öðru máli var að gegna um hundana. Þeir þoldu ekki þessar þrautir. Oss varð brátt ljóst, að svo búið mátti ekki standa og að litlar horfur voru á, að vér kæmumst á heimsskautið með þessu lagi. Vér urðum á það sáttir, að hverfa aftur þangað, sem vér höfðum forðabúr vort á 80. stigi suðurbreiddar, og bíða þar komu vorsins. Vér ókum þvi aftur að snjókofa vorum, og var alt eins og vera átti, nema nokkrir hund- ar drápust á leið þangað og fáeina aðra hafði kalið. Haustið okkar. Vorið þar. Undir miðjan febrúar tók að vora. Vér sáum seli og fugla og kuldinn varð ekki nema 20—300 C. Þegar hér var komið sögunni, höfðum vér horfið fjá því áformi, að vera allir i leitinni. Til þess völdust 5, en hinir 3 tókust ferð á hendur austur á bóg- inn, til lands þess, sem kent er við Játvarð VII. Hinn 20. október lögðum vér á stað í heimsskautsleitina. Voru í þeirri för 5 menn, 4 sleðar, 52 hundar og með fjögra mánaða vistir. Alt var i bezta gengi og höfðum við ákveðið að fara stuttar dagleiðir fyrsta kastið, til þess að geta látið oss líða vel og ofbjóða hvorki sjálfum oss né hund- unum. Hinn 23. okt. komum vér að forða-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.