Ísafold - 21.03.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.03.1912, Blaðsíða 2
64 ISAFOLD búri voru á 80. stigi suðurbreiddar. Þrátt fyrir svarta þoku, héldum vér viðstöðulaust áfram. Einu sinni fór- um við 2^-3 rastir afleiðis, en kom- umst þó þrautalaust á rétta leið aftur. Eftir að vér höfðum hvílt hundana og gefið þeim kópakjöt, sem þeim gekk mjög vel að melta, héldum vér áfram ferðinni hinn 2 6. október. Hraöinn framar vonum. Hundahepni. Kuldinn var -r- 20-30 stig á hverjum degi. Við höfðum ekki ætlað okkur að fara nema 20—30 rastir á dag, en sú raun varð á, að hinir þróttmiklu og þrautseigu hundar vorir orkuðu meira. A 80. breiddarstigi tókum vér að hlaða mannhæðar háar snjókerlingar til þess að villast ekki í bakaleiðinni. Hinn 31. okt komumst við að forða- búri voru á 81. breiddarstigi, og stóð- um þar við til að gefa hundunum kjötkökur (pemmikan). Forðabúrinu á 82. brst. komumst vér að 5. nóv., og þann dag fengu hundarnir siðasta sinni fylli sína. 8. nóv. héldum vér enn áfram og fórum 50 rastir á dag. Til þess að létta á sleðunum, settum við forðabúr við hvert breiddarstig, sem við fórum yfir. A 82.—83. brst. var sleðafærið svo gott, að ferðin um þær slóðir var bezta skemtiferð. Viktoríuland hið syðra fram undan. Alt gekk eins og í draumi. 9. nóv. sáum við Viktoríuland hið syðra — framhald fjallgarðs þess, sem Shackle- ton getur um á landabréfi sínu og gengur til suðausturs frá Beardmore- jökli. Sama dag komumst við á 83. breiddarstig. Þar settum við fjórða forðabúrið. Hinn 11. s. m. fundum vér, að ísfláki sá, sem kendur er við Ross, end ir við lítinn fjörð í suðaustri sem liggur á milli fjallgarðs þess, sem gengur í suðaustur frá Inialandi hinu suðvestlæga, að fjöllum sem ganga i suðvestur og sennilega eru framhald fjallanna í Játvarðslandi. Hinn 13. vorum vér komnir á 84. brst. og settum þar annað forðabúr; 16. s. m. á 85. stig. og skildum þar einnig matvæli eftir. Úr vetrarbýlinu í Framheimi höfð- um við til þessa haldið beint í suður. Forðabúr á 85. breiddarst. Hinn 17. nóv. vorum vér á 85. brst. Oss gekk slysalaust að komast yfir landjöklaflákann, sem er mjög öldóttur og 300 feta hár. Beggja megin við jökulflákann voru afarstór- ar gjár í ísnum. Hér settum við aðalforðabúr. Vér skildum eftir vistir til 30 daga, en tókum með oss matvæli til 60 daga ferðalags. Á þeim stöðum, sem vér vorúm nú, virtist ókleift að komast áfram. Tind- arnir meðfram klakaveggnum voru 2000 —10000 feta háir, en sunnar voru aðrir, sem víst voru 13000 fet eða jafnvel meira. Daginn eftir gengum vér á fjöllin. Það reyndist tiltölulega auðvelt; land- ið smáhækkaði upp að fjallatindunum. Hundar vorir greikkuðu sporið. Axel-Heibergs-jðkull. Þá er komið var dálitlu lengra, hitt- um vér fyrir oss jökla nokkra snar- bratta. Þá varð að beita 20 hundumfyrir hvern sleða — með þessa fjóra sleða varð að fara selflutning. Sumstaðar var svo bratt upp í móti, að örðugt var að komast á skíðunum. Stundum urðum vér að fara stóra króka, þræða fyrir langar sprungur. Fyrsta daginn fórum vér 2000 fet upp á við. Næsta dag fórum vér yfir ýmsa smájökla og reistum tjald vort í 4300 feta hæð. Þriðja daginn neyddumst vér til að fara niður á hinn mikla jökul , sem kendur er við Ax- el Heiberg, og skilur strandfjöllin þar suður af. Næsta dag hófst lengsta uppgang- an. Vér urðum að fara ótal króka til þess að forðast breiðar sprungur og gínandi gjár á leið vorri, en þær voru mestmegnis snævi þaktar, því að skriðjöklar þessir haía sennilega verið hættir að renna fyrir löngu. Yfir hcimskautsjöklana. En vér urðum þó að vera harla varkárir, því að aldrei vissum vér, hve þykt snjólag lá yfir gjánum. Tjald- búðir vorar stóðu þá nótt í dýrlegu landslagi, í 3000 feta hæð. Þar féll skriðjökull í öngvegi milli tveggja fjalla, 13000 feta hárra, Fridtjoj-Nan- rettí-fjalls og Don-Petro-Christojýersens- fjalls. Þá er komið var að rótum skrið- jökulsins, héldum vér upp eftir fjall- inu Ole Engelsted. Tindar þess ná 13,500 fetum. í þessu þrönga skarði er skriðjökullinn sprunginn mjög, og var svo að sjá á hverri stundu, að vér yrðum að hætta ferðinni, því að svo voru gjárnar gífurlegar. Þó reynd- ust þær alt af skárrri en áhorfðist. Hundarnir, sem farið höfðu alls 700 rasta vegarlengd og höfðu orðið að leggja mjög á sig síðustu dagana, fóru þenna dag 33 rastir — stígandinn var um 5600 fet — og var það undur- samlega af sér vikið. í audninni. Eigi liðu nema 4 daga frá því er ísbrúnin tók við og þangað til vér vor- um komnir upp á hina miklu, eyði- legu hásléttu. Vér tjölduðum til 1 nætur í 7,600 feta hæð. Þá urðum vér að slátra 24 hundum, en héldum eigi eftir nema 18, eða 6 fyrir hvern sleða. Þar stóðum vér við 4 daga sakir illviðra. Hinn 25. nóvember leiddist oss þófið og lögðum vér af stað á nýjan leik. Þó urðum vér að nema staðar þegar næsta dag, því að hríð- arbylur skall á oss. Hann var svo svartur, að ekki sá handa sinna skil; en hitt fundum vér, sem vér höfðum þó ekki átt von á, að nú hallaði nið- ur i móti. Hæðarmælirinn lækkaði þann dag um 600 fet. Vér héldum áfram förinni næsta dag í stormi og stinnings-hrið. Vér vorum illa útleiknir í andlitinu af kulda. Hætta var engin á ferðum, en vér gátum ekki áttað oss. Þann dag komumst vér á 86. breiddarstig, að svo miklu leyti sem mælingar vor- ar gátu ákveðið breiddina. Hæðar- mælirinn vísaði 800 fetum lægra. Næsta dag fór á sömu leið. Um há- degisbil birti dálítið til og reis þá i austri voldugur fjallgarður, eigi all- fjarri. Sú sýn sást þó eigi nema allia snöggvast. Hríðin byrgði alt von bráðara. Djöflajökull. Við rætur Djöflajökuls skildum vér eftir vistaforða til 6 daga. Vorum vér þá staddir á 86 st. 81 mín; suður- breiddar, 8000 fetum ofar sjávarmáli. 30. nóv. tókum vér að klífa jökulinn Var sú för i fyrstu erfið og hættuleg, því að isinn var mjög brunnóttur og brustu veikar spengur oft undir fótum vorum. Nótt þessa var mjög fagurt útsýni í austurátt úr áningarstað vor um. Mest bar á tindi þeim — 12000 feta háum — sem kendur er við Hil- mar Hansen, og lá það í augum uppi, að hann var ófær uppgöngu. Fjöll þau, sem bera nöfn þeirra Oscar Wistings, Sverre Hassels og Oscar Bjaalands, voru einnig fögur á- sýndum í sólskininu. Útsýni var að eins með höppum og glöppum, þvi að þokan grúfði yfir. Út við sjón- deildarhring mátti greina Thy-Nielsens- fjall, sem er 15000 feta hátt. Vér sá- um að eins þann hluta fjallsins, sem næstur oss var. í þessari niðaþoku vorum við 3 daga að komast yfir Djöflajökul. Daasvöllur andskotans. Hinn 1. desember lögðum vér af stað frá Djöflajökli, glaðir í huga. ísbreiðan var öll sprungin og hol- ótt og snjórinn á hreyfingu eins og jakar á vatni. Vorum vér þá 9100 fetum ofar sjó. Virtist oss vera fram- undan betri is, smáöldóttur. Förin yfir klakalandið var ekki þægi- leg. Það var tómahljóð undir fótum vorum, eins og vér gengjum á tóm- um tunnum. Menn og hundar sukku niður í hrönnina. Skíðum varð hér ekki við komið, en bezt dugðu snjó- sleðar með sérstakri gerð. Þetta svæði skírðum vér »Dansvöll andskotans*. Þessi hluti leiðangursins var tor- sóttastur og leiðastur. Hinn 2. desember komumst vér ræst ofar sjávarmál. Hæðarmælar vorir sýndu, að vér vorum i 10,700 feta hæð og á 87. stigi 40 mín. suð- urbreiddar. Vér héldum áfram ferð- inni til 8. des. og kom þá aftur gott veður. Aftur brosti sólin við oss, og gátum vér þá gert athuganir, og sýndu >ær, að vér vorum á 88. stigi 16 mín. suðurbreiddar. Fram undan oss lá nú 'ennslétt isbreiðan. Siðla sama dags komumst vér á 87. stig 53 mín., en svo langt hafði Shackleton komist suð- ur. A 88. stigi 25. mín. tjölduðnm vér og settum þar niður siðasta forða- búrið. Þegar vér komum á 88. stig 5. mín. fór að smáhalla undan fæti. Hinn 9 des. komumst vér á 88. stig 39. mín. og daginn eftir á 88. stig 56. mín. Hinn 11. á 89. stig 15. mín og 13. des. vorum vér komn- ir 89. stig 45. mín. Fram að þessu hafði reynst mjög auðvelt að reikna afstöðuna, eftir athugunum vorum, og vorum vér komnir að þeirri niður- stöðu, að vér yrðum komnir á heims- skautið 14. desember. Suö urheimsskautið. Þenna dag var indælis-blíða um kveldið, léttur andvari á suðaustan og kuldinn 23 stig. Það var fyrirtaks- sleðafæri og alt gekk slysalaust. Kl. 3 námum vér staðar. Með því að vér, eftir reikningum vorum, áttum að vera komnir þangað, sem ferðinni var heitið, drógum vér upp silkijána vorn og skírðum hið geysistóra hálendi, sem suðurheimsskautið liggur á, Hákon- ar-sjöunda-land. Þetta flæmi er afar víðáttumikið og eins að sjá í hverja átt, sem litið er. Um nóttina gengum vér fram og aftur um þetta svæði innan 18 rasta endimarka. Næsta dag var veður gott og gerð- um vér þá ýmsar athuganir frá kl. 6 síðd. 'il kl. 7 árd. Sýndu þessar athuganir 89 stiga og 55 mínútna suðurbræidd. Til þess að komast sem allra næst heimsskautinu fórum vér 9 rastir svo beint í suður, sem hægt var. Hinn 16. desember tjölduðum vér á þessum slað og stóðum þar við heilan dag í sólskinsblíðu. 4 af oss gerðu athuganir í sífellu allan sólar- hringinn. Munu þær verða lagðar undir úrskurð sérfróðra manna. Víst er um það, að vér höfum komist svo nærri suðurheimsskautinu, sem nokkrum mannlegum mætti er unt, með þeim tækjum sem vér höfð- um: sjöttungsmælinum og tilbúnum sjóndeildarhring. Og um þessar slóðir gengum vér innan 18 rasta viðáttu. Pólheimur. Hinn 21. desember, er vér höfðum gengið frá öllu, tjölduðum vér litlu tjaldi, sem vér höfðum með oss, og reistum norska fána og veifur frá Fram umhverfis tjaldið. Þennan norska bæ á heimsskautinu skírðum vér Pólheim. Fjarlægðin milli vetrarbúðanna og heimsskautsins var hér um bil 1400 rastir, og höfum vér því farið 25 rastir á dag að meðaltali. Vér lögðum af stað heimleiðis 17. desember og var veðrið óvenjulega hagstætt. Varð þetta lil þess að heimferðin gekk miklu liðugar en leiðin til heimsskautsins. Vér komum í Framheim vetursetu- heimkynnið í janúar 1912 með 2 sleða og 11 hunda. Öllum leið vel. Árangur. A heimleiðinni fórum við að með- altali 36 rastir á dag. Mestur kuldi, sem við fengum á þessari leið var -j- 31 stig C., en minstur 5 stig. Aðal- árangur leiðangursins — að undan- teknum fundi pólsins, — er ákvörðunin á stærð og eiginleikum Rossflákans. Við fundum einnig, að Viktoríuland hið syðra er áfast við Játvarðsland, og gátum alla leið á 88,8 st. séð legu fjallgarðs þess, sem gengur til suð- austurs úr Játvarðslandi og því að öll- um líkindum yfir þvert íslendið. Sam- tals eru fjöll þau, sem nú eru fundin, 850 rastir á lengd. Nefndum vér þau Maud-drotningar-jjöll. Leiðangurinn til Játvarðslands, er fyrir réði Prestrud liðsforingi, tókst og mætavel. Uppgötvanir Scotts reynd- ust réttar vera og mælingar þær á Hvalfirði og iskampinum, sem þessir menn gerðu, eru fróðlegar mjög. Þeir tóku með sér gott safn af jarðfræðis- legum gripum, bæði frá Játvarðslandi og Viktoríulandi hinu syðra. Fram kom til Hvalfjarðar 9. jan. og höfðu austanvindar tafið stórum fyrir. 16. jan. kom japanski leiðangurinn í Hval- fjörð og lenti við ískampinn skamt frá oss. Vér fórum úr Hvalfirði 30. janúar, og hefir ferðin hingað gengið stirt vegna andviðris. Oss líður öll- um vel, förunautum. Roald lAmundsen. Við þessi tíðindi varð uppi fótur og fit í Noregi, — alþjóðarfagnaður kndsenda í milli. Uppboð. Stórt uppboð verður haldið laugardaginn 23. marz næstkomandi við verk- smiðjuna í Hafnarfirði og þar selt mikið af alls konar husgögnum, svo sem borð, kommóður, rúmstæði, skápar og hefilbekkir, nokkuð af smíða- tólum og ýtnsum fleiri eigulegum munum. Uppboðið byrjar klukkan 11 árd. Langur gjaldfrestur. Setbergi 20. marz 1912. Jóf). 7. Reykdal. Kotiow stórþingisforseti Amundsen: »Stórþinginu hefir fagnandi borist þau tíðindi, að yður og förunautum yðar hafi hepnast svo vel för yðar, að þér hafið dregið upp Noregsfána á suðurheimsskautinu. Stórþingið sendir yður alúðarkveðju sina og þakk- læti*. Jarðfræðisfélagið norska gengst fyrir samskotum handa þeim Amundsen og skorar á stórþingið að veita honum í norðurskautsför þá, er hann hefir i ráð: mjög bráðlega. Þær fjárbænir er talið víst, að ganga muni mjög greiðlega. Shackleton landkönnuður hinn enski telur alveg óhætt að leggja fullan trún- að á frásögn Amundsens. Hitt full- yrðir hann, að landskiki sá kringum heimsskautið, er hann hafi skirt Hákon- ar sjöunda-land, sé af sér áður skírður Játvarðs-sjöunda-land. ------------ Slysför. Ingimnndur Guðmnndsson bðnaðar- ráðunautur druknaður. Hann hafði siðan um nýár i vetur verið á Hvanneyri við fóðrunartilraunir. Miðvikudaginn 13. þ. mán. fór hann þaðan fram í dali, Lundarreykjadal og Reykholtsdal, til fyrirlestrahalds og funda með bændum. Fimtudaginn 14. þ. m. hélt hann heimleiðis að Hvanneyri. Kom við um kveldið i Þingnesi og ætlaði einnig að koma við á Hvitárvöllum. Daginn eftir fréttist að Hvanneyri, að hann hefði farið frá Þingnesi kveldið áður. Var þá farið þaðan að leita hans. Grímsá var á ís, en Hvitá auð. Leitarmenn sáu á hestförunum, að hann hafði rið- ið ofan eftir Grímsá, og hefir hann druknað i Hvitá þar í ármótunum. Hestur hans fanst að ofanverðu við Grimsá með reiðtygjum, og sáust merki þess, hvar hesturinn hafði komist upp úr ánni. Þrátt fyrir itrekaða leit var likið ófundið, er siðast fréttist. Ingimundur var sonur Guðmundar bónda Guðmundssonar, sem nú er á Stóru-Borg, en fóstursonur föðurbróð- ur síns, Bjarnar bónda á Marðarnúpi, föður Guðmundar landlæknis. Ingi- mundur fór í Hólaskóla, þegar hann var 18 vetra, og var þar 2 vetur. Þriðja veturinn var hann þar kennari. Þá fór hann utan og var eitt ár við verklegt búnaðarnám í Danmörku. Gekk siðan í landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi vorið 1908 með mjög hárri fyrstu einkunn. Réðst það þá, að hann stund- aði framhaldsnám í búfjárrækt í 2 ár við sama skóla og byggi sig með því undir að taka við ráðunautsstarfi þvi, er Guðjón Guðmundsson, er þá var nýlátinn, hafði haft á hendi hjá Bún- aðarfélagi íslands. Tók hann próf að því námi loknu 1910 með ágætis- einkunn. Á árunum sem hann var erlendis, ferðaðist hann á sumrum nokkuð um Danmörku og eitt sumar- ið fór hann til Noregs til að kynnast búfjárræktarmálum þar. Vorið 1910 kom hann heim til íslands og tók þá j þegar við starfi hjá landsbúnaðarfélaginu. Væntu menn hins bezta af honum. | Hann var ágætlega að sér i fræðigrein sinni, ötull og fylginn sér, en jafn- framt gætinn og athugull og vildi í engu rasa fyrir ráð fram, heldur láta innlenda reynslu leiðbeina sér. Er það hinn mesti mannskaði, er hann lézt svo ungur frá störfum sinum, 28 ára gamall. Slys. Á öðrum leigubotnvörpung Elíasar Stefánssonar varð það slys fyrir nokkru, að einn háseta lenti í vír þeim, sem hafður er til að draga inn botnvörp- ökla. Botnvörpungurinn kom inn með hinn meidda mann til Vestmann- eyja, og átti að taka af honum fótinn þar upp við hné. Háseti þessi heitir Steingrímur Steingrimsson og á heima á Njálsgötu hér í bæ. Erlendar fréttir og innlend- ar ýmsar bíða næsta blaðs, sem kem- ur á laugardag. Bókmentafélagið. Hin núverandi stjórn Bókmenta- féhgsins (Reykjavíkurdeildarinnar, sem hingað til hefir verið), hetír fyrir nokkru sent út til félagsmanna kjörseðil til þess að kjósa á forseta og fulltrúaráð samkvæmt hinum nýju lögum félags- ins. Forseti er kosinn sérílagi (og varaforseti); núverandi forseti er Björn M. Ólsen prófessor (varaforseti Stein- grímur Thorsteinsson rektor). En Julltrúaráð 6 manna til stjórnar félag- ínu með forseta er kosið í einu lagi, svo sem kjörseðill ber með sér. Hefir stjórnin, aftan við eyðurnar, sem skrifa á í nöfn þeirra, er menn vilja kjósa í fulitrúaráð, látið prenta nöfn þeirra manna, er nú eru í stjórn (Reykjavík- urdeildar) auk forseta, og þar að auki varamanna, er ekki geta talist að vera í stjórninni. Er slík meðmæla-aðferð með þessum mönnum alls ekki leyfð í lögunum. Margir félagsmeun hér í bænum, er áhuga hafa á málefnum Bókmenta- félagsins, en hins vegar sætta sig ekki við, að allir þeir, er nú eru í stjórn- inni (eða varastjórn), verði kosnir i fulltrúaráð, hafa komið sér saman um að mæla með eftirgreindum mönnum til kosningar þeirrar í fulltrúaráð félags- ins, er fram á að fara að sumri, og áriðandi er að vanda sem bezt til, þar sem tilætlunin á að vera, að Bók- mentafélaginu sameinuðu aukist nú nýtt ásmegin hér heima. Skora þeir á félagsmenn hvarvetna að velja úr þeim hóp þá 6, er þeim lízt bezt á, og rita nöfn þeirra í fulltrúaráðs-eyður kjörseðilsins. Menn þeir, er stungið er upp á til úrvals, eru þessir: Einar Arnórsson prófessor Einar Hjörleifsson skáld Gísli Sveinsson lögmaður Guðm. Björnsson, landlæknir Guðm. Finnbogason, dr. phil. Guðm. Hannesson, prófessor Jón Helgason, prófessor Jón Jensson yfirdómari Jón Þorkelsson, dr. phil. Matth. Þórðarson fornmenjav. Pálmi Pálsson, skólakennari Þórh. Bjarnarson, biskup. Rjómi og skyr frá Brautarholti er daglega selt i kjall- aranum i »Uppsölumc. Dan. Danielsson. Vist. Rösk og vönduð stúlka óskast til morgunverka, eður í fasta vist í Aðalstrati 7 frá 14. maí næstk. Til leigu óskast frá 14. maí, þokkaleg 3 herbergjaíbúð, með stúlkna- herbergi, á góðum stað í bænum. Ritstj. vísar á. Hiö íslenzka kvenfélag heldur fund mánudaginn 25. þ. mán. kl. 8. siðd. í Iðnaðarmh. Áríðandi að félagskonur mætil Stjórnin. Herbergi fyrir einhleypa, 2 og þriggja herbergja íbúðir á góðum stöð- um til leigu 14. maí. Ennfr. kjallara- íbúð með kálgarði, Laugaveg 72 og sölubúð Ingólfstr. 6. Lárus Benediktsson Ritstjóri: Ólafur Björnsson. IsafoldarpreMUmiÖja simiði ; una og klipttst af fóturinn fyrir ofan

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.