Ísafold - 27.03.1912, Page 1

Ísafold - 27.03.1912, Page 1
Kemm út tvisvar 1 viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendiu 5 ki, eöa 1 */» dollar; borgist fyrir miöjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD CnFBögn (Biriíleg) bundin viS áramót, si ógiiíi nema korain sé til útgefanda ;fyii» 1. oht. eg aaspandi gknldlanB við blaðiS AfRieiSsle: Anstnntrmti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 27. marz 1912. 20. tölublað I. O. O. F. 931539 Alþýðufél.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 6—8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 JBorgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10— 3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4 7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12 3 og 6—7 Eyrna-.nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.i4A fid,2 3 íslandsbanki opinn 10—2J/* og 5l/a—7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 söd. Alm. fnndir fid. og sd. 8»/» síödegis. LandakotskirKja. öuösþj. 8 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10J/a—12 og 4—6 Landsbankinn 11-21/*, SVa-ðty. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—3 og 6—8. IJtlán 1—3 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafniö hvern virkan dag 12—2 Landsimi^in opinn daglangt [8—9] virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis J>ingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opib 14/a—21/* á sunnudögum Stjórnarráösskrifstofurnar opnai 10—4 daglega. Talsími Reykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt • (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vífilsstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1. jpjóömenjasafnið opiö á sd., þrd. og fmd. 12—2 Tliðurjöftmnarskráin 1912 fæst hjá bóksölum. Verð: 25 a. Bæjarskrá Beijkjavíkur er ómissandi handbók fyrir hvern mann. Fæst hjá bóksölum. Verð kr. 1.50. Víxla og ávísanahvarfið í Landsbankanum. Nú er það mál að komast á dag- skrá. Aður druknaði það eins og önn- ur hneykslin í bankanum, í ópum og látum Heimastjórnarforingjanna. Nú er örðugra að kæía vitneskju um málið. Fyrir því göngum vér að því vísu, að mönnum þyki nú ekki ófróðlegt að sjá ágrip nokkurt af því, sem áð- ur hefir kornið fram um þetta atriði, og hvað um það hefir verið sagt. Eins og ísafold veik að síðast, komst bankarannsóknarnefndin, sem skipuð var 1909, að því, að höfuðbók bankans bar ekki saman við vixlaeignina. í höfuðbókinni var hún talin 6241,85 meiri en hún reyndist. Nefndin segir í skýrslu sinni, að hún hafi »spurt starfsmenn bankans um það, hvort engir aðrir víxlar lægju við bankann en þeir, er henni voru afhent ir, eða vísað á hjá málaflutningsmanni eða annarsstaðar, en þeir kváðu ekki aðra víxileign bankans en þá, er nefndin hafði til meðferðar; bókari gat þess jafn framt, að nokkru áður en Ólafur Davíðs- son hefði farið frá starfi sínu í bankau anum, hefðu þeir orðið varir við skekkju nokkuð líka því, sem nefndin komst að, en ekki trúað því, að hór gæti verið um nokkuð þvílíkt að ræða; hefði hann svo nokkru eftir að hann tók við, rannsak- að þetta aftur; hefði sér þá fundist mismunurinn vera hátt á 5. þúsund krónur; kvaðst hann þá hafa látið banka- stjóra vita um þetta, en hann álitið, að þetta gæti ekki átt sér stað og viljað lata það bíða til nýárs »Hver orsök só þessarrar skekkju getur nefndin ekki sagt með vissu, en það virðist ekki langt frá, að geta sór til, að víxlar hafi tapast í bankanum og því bank’.nn orðið her fyrir beinu peninga- legu tjóni; þó er ekki hægt að aftaka með öllu, að hór geti verið að ræða um skekkju í bókfærslu, þótt ólíklegt bó. Þess skal getið, að á meðan hin fráfarna bankastjórn sat að völdum, voru hinir og þessir af starfsmönnum bankans látn ir hafa hönd á víxilkössunum og taka úr þeim víxla þá, er fóllu daglega í gjalddaga, jafnvel sendisveinn bankans er þá ekki ólíklegt að vixill eða víxlar hafi getað fallið úr kössunum á gólfið og glatast þannig, Nú hefir þessu ver- ið breytt þannig, að bankastjóri einn hefir umráð yfir víxileign bankans< (Skýrsla rannsóknarnefnd. bls. 51). »Við athugun a avísanareikningnum kom það í ljós, að höfuðbók telur kr, 1435,90 of háa ávísatiaeign bankans, eða með öðrum orðum, að kr. 1435,90 vant ar af ávísunum í þá eign bankans eins og reikningurinn sýnir hana, og mun þetta nú i mörg ár hafa verið á vitund starfsmanna bankans. Núverandi bók ari segist hafa látið bankastjóra vita um þessa skekkju og óskað eftir, að hún yrði færð á tapsreikning, en banka- stjóri eða bankastjórn skorast undan, haldið, að þetta mundi lagast.... »Hvernig þessi tipphæð hefir tapast, verður ekki sóð á t eikningum bankans, en ekki er ólíklegt, að hér só eitthvað líkt og með víxilreikninginn«. (Bls. 52). Þá kemur þingið 19x1. í »Nefndaráliti um innsetninggæzlu- stjóra Ed. við Lnndsbankannt höfum vér ekki getað séð, að neitt hafi verið á þetta mál minst. Ekki heldur í Ágripsskýrslu« rannsóknarnefndarinn- ar í Ed. Það er eins og málið hafi annað- hvort þótt svo ómerkilegt — þetta, að nokkrar þúsundir voru horfnar úr Landbankanum í víxlum og ávísunum að ekki væri orðum að því eyð- andi, eða þá svo viðsjárvert, að var- legast væri að fara sem minst út í þá sálma. En í gjörðabók rannsóknarnefndar- innar kemur það fyrir. Sigurður Hjör- leifsson kom því þar fyrst að með fyrirspurnum til endurskoðunarmann- anna. Um það er svo skráð i þgsk. 964 (bls. 1251 í skjalapartinum): »Að gefnu tilefni frá einum nefndar- manni um það, hvort endurskoðendum hefði verið kunnugt um, hvort víxlaeign baukans kæmi heim við bækur hans, svaraði bæjarfógeti Jón Magnússon þvf, að hann hefði orðið þess var, að víxla- eignin virtist ekki koma alveg heim við bækurnar, en fulla vissu um það hafi hann ekki getað fengið, enda mun- urinn svo lítill« (— hann var 6241 kr. 85 a.) »að hann hefði vel getað ímynd- að sór, að það stafaði af einhverri skekkju í bókfærslu, er hann ekki hefði getað fundið. Sama svar gefið af hinum end- urskoðaranum. — Aðspurðir hvenær þeir hafi orðið þess varir, og svara þeir því, að það muni hafa verið síðustu árin«. í fylgiskjölum við nefndarskýrsluna i Ed. er enn fremur að þessu máli vikið. Sigurður Hjörleifsson lagði meðal annars þá skriflegu fyrirspurn fyrir endurskoðunarmenn bankans: »Hefir endurskoðunarmaðurinn borið saman lánsskjöl bankans (víxla, sjálfs- skuldarábyrgðarlán, fasteignaveðslán, reikningslán og lán til sveitarfólaga og bæja) við bækur bankans og athugað, hvort bankinn ætti þær eignir og að eins þær, sem bókfærðar eru í bókun- um? Jón Magnússon svarar þessarri spurn- ingu svo: »Iðulega borin saman lánsskjölin við bækurnar jafnótt og þau voru gefin út. Annars ekki borið öll lánsskjöl í eiuu saman við bækurnar, en endrum og sinn- um borið eldri lánsskjöl saman við bæk- urnar. — Varð ekki var við annað en að allar eignir bankans væru bókfærðar, nó vis8Í til, að neitt vantaði af þeim, þó með skírskotun til þess, er eg skýrði nefndinni frá við munnlega yfirheyrslu viðvíkjandi víxlunum«. Klemens Jónsson, sem var endur- skoðunarmaður jan.—marz 1909, neit- aði því, að þessi samanburður hefði farið fram þann tíma, sem hann hafði endurskoðun á hendi. Jón Jakobsson svarar: »Að vísu hefi eg eigi borið sjálf láns- skjöl bankans að jafnaði saman við bæk- urnar, eu á síðari árum höfum við end- urskoðendur fengið lista hjá ritara bank- ans yfir öll þau skjöl, sem hór eru nefnd, að víxlum undanteknum, og borið þá saman við bækurnar einu sinni á ári. . . ísafold hefir ekki að þessu sinni tíma né rúm til þess að gera frekari grein málsins á þingi. En þetta, sem nú hefir verið til fært, gefur tilefni til ýmissa athugasemda. Vér bendum á fáein atriði. Ólafur Davíðsson fer frá starfi sínu í Landsbankanum um vorið 1908, Nokkuru áður verða menn víxlaskekk- junnar varir. En starfsmennirnir trúa ekki sjálfum sér eða bókunum. Loks fara þeir að trúa, finna hátt á 5. þús. króna skekkju, og segja bankastjóra til þess. Þá trúir hann ekki — og vill láta það bíða nýárs I Hvað verður þáf Er málið þá rannsakað eftir nýáriðf Manntjónið, sem orðið er á þilskipinu »Geir« og fleirum fiskiskipum hér við Faxaflóa á þessu útgerðarári, er svo mikið og hefir vakið svo rika samúð og réttmæta meðaumkun með bágstöddum ekkjum og skylduliði hinna druknuðu manna, að okkur undirrituðum mönnum hefir þótt rétt að ganga í nefnd, til að greiða hjálpfýsi góðra manna veg til hinna mótlættu og aumstöddu, er sárlega þarfnast hjálpar. Leyfum við okkur þvi að gangast fyrir samskotum til eftirlátins skylduliðs hinna drukn- uðu manna, með því, 1. að æskja samskota til hjálpar og raunaléttis téðu fólki; 2. bjóðast til að veita þeim viðtöku, og 3. koma hinum væntanlegu fégjöfum til þeirra, er þær eru ætlaðar, og kosta kapps um að þær komi á sem sanngjarnastan og réttlátastan stað mður, eftir mismunandi örðugum hag þiggjendanna. Við veitum því, hver um sig, viðtöku væntanlegum framlögum í þessu skyni; svo verður þeim og viðtaka veitt á skrifstofum blaðanna: Isafoldar og Lögréttu. Reykjavik 25. marz 1912. Páll Einarsson borqarstjóri. Magnús Jónsson sýslumaður. Jens Pálsson prójastur. Hannes Hafliðason. Asgeir Sigurðsson. Olafur Olafsson ýríkirkjuprestur. Aug. Flygenring. Nei. Þá verður ekkert. Þetta gerir auðsjáanlega ekkert til i augum bankastjórnarinnar. Eins er um ávísana-skekkjuna — nema heldur skemtilegra. Hún hefir »mörg ár« verið á vit- und bankamannanna. Starfsmennirnir óska, að hún verði færð á tapsreikn- ing bankans. En það vill bankastjórnin ekki! Hún hélt, að »þetta mundi lagast!« Hvernig átti þetta að lagast? Hélt bankastjórnin, að týndu ávís- anirnar mundu koma af sjálfum sér? Eða að einhver yrði svo vænn, að borga bankanum þær? Um það vita menn ekkert. Menn vita það eitt, að bankastjórnin hélt, að »þetta mundi lagast*. Þá eru endurskoðendurnir. Þeir vita, að víxlaeignin virtist ekki koma heim við bækurnar. En »fulla vissu« er þeim ekki unt að fá um það. Vegna hvers? Frá því er ekki skýrtl Ekki vita þeir heldur, hvenær þeir hafi orðið varir við þetta, en þeir svara því, »að það muni hafa verið síðustu árin«. Jón Magnússon lét af endurskoð- unarstarfinu í lok ársins 1908, svo að »síðustu drin« hljóta að eiga við það ár og næstu ár á undan. Svo gamalt er þetta mál, en ekkert er gert til þess að fá botn í það. Bersýnilega hafa það ekki þótt mikil stórtíðindi í Landsbankanum, þótt víxlar hyrfu, svo fáeinum þúsundum króna skifti I Ef til vill er samt hinn skriflegi framburður Jóns Jakobssonar merki- legastur. Menn eru oft að tala um, hvað við íslendingar séum ólíkir Dönum. Jón Jakobsson sýnir, hvað við erum líkir þeim í einu efni að minsta kosti. Hann segist ekki hafa borið sjálf lánsskjölin saman við bækurnar, en endurskoðendurnir hafi fengið lista yfir þau, og borið hann saman við bækurnar. Er það ekki líkt Alberti-málinu þetta ? Þar létu endurskoðendur sér nægja að sjá lista yfir verðskjölin. En skjölin sjálý voru aldrei athuguð. Samt ber þess að gæta, að víxlarnir voru — eftir framburði Jóns Jakobs- sonar — undanþegnir. Þeir virðast ekki einu sinni hafa verið athugaðir — á neinum lista! Laust preatakall: Melstaður í Miðfirði (Melstaðar, Kirkjuhvamms, Staðarbakka og Núpssóknir) auglýst 13. marz. Prestsekkjan hefir ábúðarrétt á hálfu prestssetrinu endurgjaldslaust næstafar- dagaár. Heimatekjur 414 kr. (Melstaður með Svarðbæli kr. 190, Hrútey kr. 200, prestsmata kr. 24). íbúðarhúslán nýtekið, 3000 kr., sam- kvæmt lögum 1907. Reist steinhús fyrir. Veitist frá fardögum 1912. Umsókn- arfrestur til 3. maí næstk. Um reglugjörð fyrir mjölkursölu í Rvík. Frágangurinn. Eftir ályktun fundar 16/s ’i2 í Bún- aðarfél. Seltjarnarneshr. segi eg nokk- ur orð um reglugjörð þessa. Naumur tími og lítið rúm í blaði leyfir ekki djúpa gagnrýni né fulla rökfærslu. Ekki sést í reglugj. hverir hafa samið hana, og ekki að hún sé gerð samkvæmt neinu leyfi eða lögum. Fágætt er þetta. Reglugj. »öðlast gildi i.apríl 1912«. Hún er gerð »heyrum kunnng« og undirskrifuð í stjórnarráði ísl. 2. marz af Kr. J. og E. Br. Undirskriftin á líklega að gefa lagagildið. 1. gr. a). »Allir, sem vilja gjörast mjólkursalar í Rvík skulu sækja skrif- lega um það til lögreglustjóra, og skal umsókninni fylgja vottorð dýralæknis um það, að fjós og nautgiipir mjólk- urframleiðanda séu í góðu lagi«. Vott- orð dýralæknis endurtekst árlega. Eiga orðin: »Allir sem vilja gjör- ast« . . . lika að ná til þeirra sem nú eru? Um það er ekkert sagt. Þeir sem leyfið öðlast, skulu háðir eftirliti heilbrigðisnefndar og heilbrigðissamþ. Aðrir ekki? Fæst vottorð dýralæknis ókeypis ? Sé svo ekki, hver á þá að borga rann- sóknir og ferðalög um margar sveitir? 1. gr. c). Hvað vinst við það »að kalla mjólk sína barnamjólk* ? 2. gr. Fita skal minst: »í nýmjólk 3,25°/0«. í heilbr.samþ. Rvk. '05 «skal fita minst 3%«. Hví var þetta hækkað ? Má ekki selja i bænum fitu- minni mjólk neinu verði, hve kostgóð sem hún er? Er holdgjafinn (ostur) orðinn ónýtur í mjólkinni? Hann hefir þó verið talin verðmætasta efnið í kjöti, laxi, eggjum o. fl. saðsömum fæðuteg. Og mjólkursykurinn (mysu- ostur). Er hann nú að verða óþarfur, eða verðlaus ? Kannske kaupmenn fari að gefa mysuostana útlendu eða almenna (reyr og rófna) sykurinn? Hann mun þó enn að hækka í verði. Er það þá eðlilegt, að næringarefni lœkki i verði eða sé bægt frá sölu, séu þau framleidd hér á landi, meðan sömu efni frá öðrum löndum eru að hakka í verðil Hér hefir þó líka orðið uppskerubrestur, og framleiðslukostn- aðurinn eykst stórkostlega. Er alt betra sem útlent er — kannske mysu- ostarnir ? Nýmjólkin er fituminni en 3,25% í mörgum kúm — niður undir 2,5°/0 i Danmörku a. m. k. Fitan breytist líka mikið eftir fóðrinu. Hvað á að gera við þessar kýr — skera þær 1. apríl?. En léttingslandið, heyið, matvaran o. fl. — er ekki bezt að banna að selja alt slikt, sem er ekki vel í meðallagi að gæðum? Þarf að leggja mjólkina í einelti? Er hún næringarminni, óhollari eða verri og viðbjóðslegri af því hún er íslenzk ? Verri en t. d. maðkað korn eða skemd epli — verri en hvað eina, sem flyzt land úr landi og flækist milli manna ? Hver fæst um það, að fyrra bragði? 4. gr. »Kæla skal mjólkina strax« .. »á veturna séu ílátin sett út«. 5. gr. ... »skylt skal« . . . »að frost nái ekki mjólkinni«. 6. gr. »Þétta skal brúsalokin með togleðurshring«. — Hvar fást þeir? »Sérhver mjólkurframleiðandi, sem hefir útsölu á mjólk í Rvík, er skyld- ur til að merkja mjólkurílát sín« . . . »og senda þau innsigluð til útsölu- staðanna«. »Tíminn er peningar«. Bændur þekkja snúningana, því fólkið er fátt og dýrt, eða fæst ekki með þeim kjörum, er búin þola. Þegar langt er að flytja, þykir mjólkin koma seint á árdegi til sölustaðanna. Keppast þó allir og hafa einatt naumast matfrið áður lagt er á stað, og ekki verður bið með brúsana, þá mæling er lokið. — Eg hefi litla mjólk, og þó 10—12 ílátin. Lakkið kostaði nokkuð, tím- inn meira, töfin mest (seldist siður upp). Gerum að eins 5 a. á brúsann = 50 a. á dag, kr. 182,50 um árið. Ekki þekki eg neinn svo óþarfan skatt. Lökkin mundu brotna við hrist- inginn á leiðinni. Hyggilegra þá að læsa brúsunum með smá lásum, eý tortrygni verzlar og ótrúmenska ýiytur. 8. gr. 1. atr. nauðsynlegt á stór- um sölustöðum, og bezt auðvitað, eý hús gætu alstaðar verið bæði stór og vönduð. Minna má nægja, þar sem lítið er selt, og að eins stundir úr degi hverjum. »Búðin skal« jöfn hjá öllum — fyrir 10 pt. á dag eins og fyrir 1000 pt. Þetta undantekningarlausa ákvæði gæti svift margar fátækar konur bjarg- legi atvinnu, með brauðsölu o. fl. smáv., sem jafnan fer saman. Og líka bakað þeim tjón, ef óþörf yrðu gerð á einum degi dýr ílát, leiga fyrir húsrúm, breyting á sölubúð 0. s. frv. Langar bæjarstjórnina til að ráðstafa þeim, er ekki geta bygt veglega sölu- skála? Og svo, hvar eiga smábænd- urnir að koma út mjólk sinni, er missa viðskiftavina ? Þeim er máske nógu gott að fara á sína sveit. Eða eiga loftförin að stranda á pappírnum — eins og fyr ? »10. gr. Heimilt skal heilbrigðis- fulltrúa, hvenær sem vera skal« . . . »skylt skal að láta honum í té end- urgjaldslaust mjólk til rannsóknarc. Hann getur tekið af mjólk bænda, án endurgjalds, svo oft sem honum sýn- ist og svo mikið sem hann vill, bara ef hann segist ætla að rannsaka hana. (Vík að því síðar). »12. gr. Brot« . . . »varða sektum alt að 200 kr.« Hvenær verður hægt að beita sekt- unum?

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.