Ísafold - 06.04.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.04.1912, Blaðsíða 1
lið'jmi út fcvisvar í viku. VerD &rg. (80 arkir minst) 1 kr. erienúis 5 ki. of>a 1 */» o.ollav; borgiat fyrir miftjan júli (erlexxúiv fyrir fram). XSAFOLD t'ppisögn (sknfleg) bundin vib úramót, ev ógiiA nezna komin sé til útgefanda ifyrir 1. otr,. t»g aaripandi skuidlans vfÖ blaðiö AfgreírrMu; Austnrstrieti 8, XXXIX. árg. I. O. O. F. 931249 Alþýðufól.bókasaín Pósthússtr. 14 kt. ó 8. Augclækning ókeypis 1 Lækjarg. - mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin yirka daga 10—o Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. H kl. 12—8 og B—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.HA fid,2-3 íslandsbanki opinn 10—2 ‘/s og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 sftd. Alm. fundir fid. og ad. 8 ‘/s siBdegis. Landakotskirkja. Huöspj. 0 og 0 á helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10‘/*-12 og 4—B Landsbankinn 11-2‘/s, B'/a-fi'/s. Bankastj. vió 12-2 Landsbókasafn 12—3 og B—8. Útlán 1—8 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landaféhiröir 10—2 og 5—6. LandsskjalasafniT) hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis I*ingh str. 28 þd. og fsd. 12—1 N&ttúrugripasafn opiö ll/a—2*/* & sunnudögum StjórnarrAösskrifstofurnar opnar 10-4 daglega, Talsimi Reykjavíkar (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækníng ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vífilsstaöah.'eliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóömenjasafniö opið á sd., þrd. og fmd. 12—2 Samúðarskeyti frá konungi. Svoíelt skeyti sendi konungur vor -til ráðherra 2. apríl: I Anleinina aj det sörgelige Budskap om Fiskekutteren »Geirs« Forlis, hvor- ved 27 Fiskere har Jundet deres D'ód, beder jeg Dem overfor de EJterladte at udtale min hjerteligste Deltagelse; hvis lndsamling Joregaar, önsker jeg at yde mit Bidrag. Frederik R. (Á islenzku: Út af sorgarfregninni um missi fiskiskipsins Geirs, sem kostað hefir 27 sjómenn lífið, bið eg yður láta hjartanlegustu samúð mina í ljósi við ættingja þeirra. Ef sam- skot fara fram, óska eg að leggja minn skerf í þau). — Þetta símskeyti H. H. Konungsins gjörist hér með öllum hlutaðeigendum kunnugt. Kristján Jónsson. Hvernigá að r étta við landbúnaðinn ? Eftir ÓlaJ prófast Ölajsson. I. Eg reisi mér ef til vill hurðarás um öxl— kvíði því þó ekki að óreyndu. — En fyrst ætti eg ef til vill að biðja afsökunar á því, að láta svona yfirskrift sjást í dagblaði, held að þetta umtals- efni verði svo hjáróma við alt nyt- semdarskrafið, sem maður hefir áttað venjast nú um langan tíma. Að svo búnu verð eg sjálfsagt að gera grein fyrir því, hvað eg meini með því að rétta við landbúnaðinn, því fyrirsögn- in mun þykja á það benda, að eg telji hann standa höllum fæti, og hika eg ekki við að kannast við það. Og eg held þessu alveg eins fram fyrir því, þótt eg heyri ýmsa hrópa hátt um það, að sveitabúskapurinn sé arð- samur atvinnuvegur, þar fljóti alt í mjólk og skyri og smjöri og dilka- kjöti. En svona tala auðvitað þeir einir, sem ekkert þekkja til landbún- aðarins. Að vísu eru þeir sveita- bændur til, sem lifa eins og blóm í eggi, en það eru þá þeir menn, sem standa á gömlum merg, hafa erft til muna, eða sitja þá á sérstökum hlunn- indajörðum, en þetta er ekki nema hverfandi lítill hluti af öllum sveita- bændum á landinu. — Allir, sem alið hafa aldur sinn í sveitum, vita það, að allur þorri bænda hefir ekkert ann- að sér til lífs-framfæris en afrakstur- inn af skepnum þeim, sem hann hefir undir hendi. Efnahagsmælikvarðinn í sveitum er því alment skepnufjöldinn. Þá er einn bóndi fjölgar til muna skepnum, er alment talið, að hann sé í uppgangi, en fækki þær hjá hon- um til muna er það skoðað sem vott- ur um, að efnahagur hans sé að ganga til þurðar. Auðvitað rokkar skepnufjöldi nokk- uð til hjá bændum, en alment reyna þeir að setja á lika tölu ár frá ári, enda þarf ekki annað en líta í lands- hagsskýrslurnar til þess að sjá, að skepnufjöldi í landinu er nokkuð svip- aður ár frá ári, þegar engin sérstök fellisár koma. Á árunum 1891 til 1906 hafa, á hverja 10 manns í land- inu komið: 3 nautgripir, 9 til 10 kindur og 5 til 6 hross, og er þá alt ungviði talið með. Þetta sýnir hve skepnueignin helzt í líkum skorðum ár frá ári. Þessi kyrstaða skepnu- eignarinnar i landinu stafar ekki frá því, að jarðirnar framfleyti ekki meiru; — þær bera viða helmingi meiri fén- að — en hún liggur í fjármagnsleysi bænda; með öðrum orðum: þeir hafa ekki ráð á að eiga eða koma upp fleiri skepnum. Hér erum við komnir að meini, og meinið er fólgið í þessu: á sama tíma og kyrstaða hefir verið í skepnueigninni og um leið í afrakstri af henni, á sama tíma hefir ekki verið kyrstaða í þörfum bænda og gjalda- kvöðum þeim, sem á þá hafa lagst. Það er ef til vili ofsagt, að þetta hafi margfaldast, en það hefir samt stórum aukist á sama tíma, sem bú- fjáreignin hefir staðið í stað; svo er um bein og óbein gjöld til opinberra þarfa, kaupgjald til verkafólks og lífs- þarfir allar. Og þegar svo ber við hjá einum manni, eða stétt manna, að tekjur standa í stað, en gjöld öll vaxa, þá er ekki von, að vel fari, og þá er ekki óskiljanlegt, þótt skuldir og erfið- leikar, er þeim fylgja, aukist. Þetta skilja ef til vill engir betur en sumir embættismenn, einkum embættismenn í Reykjavik, og ástæðan til þess, að þeir ættu að skilja þetta vel, er sú, að þeir hafa, á sinn hátt, verið ekki alls fyrir löngu staddir í sömu spor- i um eins og sveitabændur nú. Eg | hefi nýlega rekið mig á skýrslu frá mjög merkum manni, Sighvati banka- stjóra Bjarnasyni, þar sem hann lýsir því, hve lifsþarfir allar hafi aukist í Reykjavík á síðari tímum, nauðsynjar ýmsar hækkað i verði, kaupgjald tvö- faldast og jafnvel meira, lífið þar í einu orði orðið til stórra muna dýr- ara en það var fyrir 20—30 árum. Tilgangurinn með skýrslu þessari var sá að sýna og sanna, að öll sann- girni mælti með þvi, að hækkuð væru laun ýmissa starfsmanna þjóðarinnar | þar með tiiliti til hinnar miklu hækk- unar á öllu, sem þeir þyrftu til lifs- viðurhalds. Þessa jafnvægisröskun milli tekna og útgjalda er nú auðvit- að undur hægt að laga þar sem fá- einir menn eiga hlut að máli, og ekki þarf annað en stinga hendinni í lands- sjóðinn og laga skekkjuna með launa- viðbót. En þegar heil stétt, fjölmenn- asta stéttin í landinu líðnr undir þessu sama meini, þá verður málið alvar- legra og úrbótin erfiðari viðfangs. Og þó verða allir að játa, að hér er engu óbrýnni þörf á einhverri lögun, og sjálfsagt verður einhver leið fundin áður en langt um líður til að laga þetta, og ættu bændur þá hvergi frem- ur að eiga hauka í horni en þar sem embættismennirnir eru, sem sjálfir hafa reynt þann þrönga skó, sem nú kreppir svo að bændnm. Eg skal svo eftir þenna krók snúa mér aftur að aðalefninu. Fyrir mín- um sjónum eru sveitabændur á þessum tíma sú stétt í landinu, sem erfiðast á uppdráttar. Þessu hygg eg að hafi til þessa verið of lítill gaumur gefinn. Tekjur allra annara stétta hafa hækk- að; embættismennirnir, iðnaðarmenn- irnir, vinnuhjú og daglaunamenn, all- ir hafa þessir nú hærra kaup fyrir störf sín en þeir höfðu fyrir 20—30 árum — bændum einum hafa engar tekjur aukist, þeir hafa ekki stærri bú en áður, og þeir fá ekkert sem teljandi er meira fyrir afurðir sínar en þeir fengu fyrir jafnmörgum árum, og þó hafa þarfir þeirra aukist ekki síður en annara borgara þjóðfélagsins. Á þessu verður bót að ráða, því ekki má það gleymast, að þrátt fyrir alt er bú land- stólpi, og svo má hitt heldur ekki úr Reykjavík 6. apríl 1912. minni liða, að sveitabændur þessa tíma hafa ekki það eitt með höndum að afla einhvérs í sig og á, eins og stétt- arbræður þeirra á fyrri árum, heldur eru og flestir þeirra í stærri eða minni stíl að vinna ræktunarstörf í þarfir komandi kynslóða, stcrf er margir þeirra njóta sjálfir lítilla ávaxta af. En hvað á þá til bragðs að taka ? Hver ráð eru hér í máli. Ráð eru að vísu mörg, en sá galli á gjöf Njarðar um þau flest, að þau munu lítt fram- kvæmanleg, og eru því sama sem engin ráð. Það mundi þannig t. d. verða talsverður uppsláttur fyrir bænd- ur, ef vinnuhjú og verkamenn vildu vinna hjá þeim fyrir sama kaupgjald og fyrir 30—40 árum, en þess mun sjálfsagt langt að bíða. Eins mundi og batna í búinu, ef bændur ættu kost á að fá til muna meira fyrir afurðir sin- ar en þeir nú fá, en því miður mun þess langt að bíða. Þá mundi og lag- ast, í svip að minsta kosti, ef bústofn bænda yrði aukinn um t. d. helming, en ekki veit eg hvað vinur minn Torfi í Ólafsdal segði, ef komið væri með svoleiðis uppástungu; eg held hann yrði ekki seinn á sér að spyrja, hvort ekki nægði að setja venjulegan bústofn á, svo að vogun væri í, þótt ekki væri tvöfaldaður. En það er nú víst komið nóg af þessum ráðum, sem eru eiginlega sama og engin ráð. En til þess að taka sem flest með, ætla eg að minnast á þau ráð, sem verið er að nota til að styrkja landbúnaðinn. Eg býst nefni- lega við því, að þessi lestur minn hér verði af einhverjum nemdur barlóms- og sultarsöngur fyrir hönd bænda, og þá sjálfsagt á það minst um leið, hve mikið sé lagt til þessa atvinnu- vegar af opinberu fé, hve mörg ráð séu einmitt höfð með höndum til að rétta hann við. — En hvort sem þetta fé og þessi ráð eru færri eða fleiri, þá eru þau ekki nóg. Og betur má ef duga skal. Sumt af því, sem lagt er til búnaðar, get eg aldrei felt mig við; svo er t. d. nm smjörverðlaun- in; annaðhvort borga smjörbúin sig, og þarf þá ekki að styrkja þau, eða þau borga sig ekki, og eiga þau þá að fara sína leið. Það eru heldur ekki nema einstöku héruð, sem slíks styrks geta orðið aðnjótandi. Og líkt er að segja um búnaðarstyrkinn; um hann munar fremur lítið; þótt sá bóndi sem sléttar lj2 dagsláttu fái til þess 6—7 krónu styrk er hann litlu bættari. Slíkar sleikjur eru meira til orðs en að um þær muni. Það getur verið vel til fundið að styrkja ný fyrirtæki eða framkvæmdir í byrjun, en óvið- kunnanlegt að leggja atvinnuvegum árlega fé — það minnir alt of mikið á stöðugan sveitarstyrk. Eitt mesta happasporið sem stigið hefir verið landbúnaðinum til framfara eru girð- ingalánin; það skal fúslega viðurkent — en þar á landssjóður að fá fult endurgjald á sínum tíma. Það er því ekki að ræða um neina gjöf. Nl. (í síðari kafla þessarar greinar verður gerð grein fyrir þeim ráðnm, sem höf. hygg- ur heillavænlegnst til viðréttingar landbún- aðinum). Heilsuhælisfélagsdeild Reykjavíkur. Aðalfundur var haldinn 28. marz Var mjög fásóttur. Fundarstjóri var kosinn sira Ól. Ólafsson. Reikningar voru lagðir fram og sam- þyktir. Tekjur deildarinnar reyndust kr. 2388,49 au. Margt félagsmanna, sem eigi hafa goldið tillög árum saman, voru strik- aðir út af félagaskrá. Formaðurinn, Sæm. Bjarnhéðinsson, átti að ganga úr stjórn samkv. hlut- kesti, en var endurkosinn með öllum atkvæðum (nema einu). Endurskoðendur og varamenn end- urkosnir. Að síðustu flutti landlæknir stjórn- inni þakkir fyrir starf hennar og bað hana íhuga hvernig bezt yrði að koma fyrir stjórn undirdeilda út um land. 22. tölublað Frá Hróaldi Ámnndasyni og stórvirkjum hans. Hann er frægastur afreksmaður allra jeirra manna, er nú eru uppi í heimi íér, frá því er hnnn fann suðurheims- skautið 14. des. f. á. En allfrægur var hann raunar áður, eftir ferðalag hans norðan um Vestur- heim árin 1903 —1906, er hann komst fyrstur manna útnorðurleiðina alla á enda á sama skipi, skútu þeirri, er Gjöa nefndist og ferðin er eftir heitin. Hann leysti af hendi í þeirri för margar og stórmerkar vísindaleg- ar rannsóknir, og sjgldi suður um Behringssund á áliðnu sumri 1906. Ferðina hóf hann snemma sumars 1903. Sigldi þá vestur um Hvarf á Grænlandi og sem leið liggur um Ginnungagap og eyjasnnd þau hin mörgu og harla torsóttu, fyrir ísum, er þá taka við, þar til er kemur alla leið fyrir útnorðurodda álfunnar (Amer- íku). Hann fann í þeirri för, auk annars, Skrælingjaþjóðir áður ókunnar. Hann hafði langa viðdvöl á íeiðinni á nokkurum stöðum, jafnvel svo miss- irum skifti, lengst þar, sem siðan heitir Gjöa-höfn, á Vilhjálms-konungs- landi. Fyrir þessa för, alla útnorð- u r 1 e i ð i n a, varð Hróaldur viðlíka frægur og A. E. Nordenskiöld fyrir landnorðurleiðina á Vega 1879, Þ- e- alla leiðina norðan um Asíu. Hróaldur er maður eigi fullfertugur að aldri, f. **/7 1872, nærri Sarpsborg í Noregi. Hann gerðist fyr fulltíða að vexti og karlmensku en vetratali. Hann stundaði skólanám í æsku og varð stúdent 18 vetra, árið 1890. Eftir það gerðist hann farmaður og leysti af hendi stýrimannspróf 1895. Litlu síðar kom hann sér í för með Gerlache nokkrum, landkönnuði frá Belgíu, er lagði upp i suðurheims- skautsleit þau missiri. Hann var stýrimaður hjá honum. Það var árin 1897—1899. Dr. Friðþjófur Nansen er einn þeirra mörgu merkismanna, er ritað hafa um suðurheimsskautsfrásögu Hróalds, og lætur mjög mikið yfir. Hann dáist að nákvæmni hans og áreiðanleik. Enda kveðst hafa vitað áður gerla um þá mannkosti hans. Það var áform Hróalds, er síðast fréttist, að ferðast um Ástralíu, flytja þar erindi um ferð sína, — afla sér þann veg fjár í kostnað þann hinn mikla, er hann þarfnast til að standast nýjan leiðangur, en það er norður á norðurheimsskautið. Hann leggur upp í þá ferð í sumar einhvern tíma, eða svo fljótt sem nægan hefir fjár- afla til þess. Og munu nú vera góður horfur á, að eigi standi það fyrir, með því að í ráði er, að stórþingið veiti til þeirrar ferðar 200,000 kr. og hugsað er til að hafa saman annað eins með almennum samskotum, er norskir auð- menn leggja í stórfé. Þar þykir Norð- mönnum þjóðarsæmd við liggja. Enda er nú enginn maður líklegri til en Hróaldur og hans menn að komast alla leið norður á þann heimsendann, úr því að fundið hafa þeir hinn. Frá Astralíu ætlar Hróaldur til Bue- nos Ayres í Suður-Ameríku. Þar á heima landi hans einn, Don Pedro Christophersen, stórauðugur maður, er hann þá að 30,000 króna gjöf í suð- urskautsleitina. Þar kemur síðan Fram á eftir honum og siglir því næst vest- ur um Ameríku og norður um Behr- ingssund. Heim til Noregs kemur hvorki Hróaldur sjálfur né Fram í þetta sinm Hann býst við að verða mörg ár í þessari norðurför, hvað sem heims- skautinu líður, með því að þar er ærið margt að vinna annað, fjöldamargar rannsóknir um ýmsa hluti, ýms vafa- mál landfræðislegs efnis, m. fl., sem ekki er úr leyst að svo stöddu. Hr0alds-na.im.tS er eitt meðal þeirra forn- norrænna mannaheita, er haldist bafa við i Noregi, þótt lagst hafi niður hér á landi. Það var algengt hér í fornöld. Til dæmis er getið um 6 menn með þvi nafni í Njáln og var einn þeirra 6 Hróalda sonur Geirs goða, sá er Högni frá Hlfðarenda Gunnarsson vá i hefnd eftir föðnr sinn. Jlarpan. Ort til Jóns Norðmanns 24. marz 1912. ^A lojti bláu engla augu titra, í undradýrð um J'óla vetrarnótt. I mánans bj'órtu geislum vogar glitra, og gullnum 'óldum vagga hcegt og rótt. demantsjönnum dansa áljar Ijósir. — Nú döpur sorgin paggar lijsins hljóm. I hennar sporum rísa hrímgar rósir, i raunakyrð með jölnuð lauj og blóm, I Jjarska heyrist hamast brim við sanda, sem hrynji skriður jökulbrúnum Jrá, og stormsins guð með prumuvangi panda, í pungum móði keyrir skýin grá. Viðfijnsins glóð kún amma gamla spinnur, og ájram knýr í sorgutn rokksins hjól. Við móður-brjóstin barnið litla finnur í bliðri ró pá sæld er varðin 61. Nú sólin rís í roðaskýjum Ijósum, og roðinn kyssir pögul jarðarblóm, og döggin titrar jeig á jbgrum rósum, og Juglinn syngur léttum gleðiróm. A hækjum sínum blindur tnaður biður, í bljugri trú við skæran klukknahljóm. Nú er sem riki helgur himnajriður í hðrpustrengsins bliða töjraóm. Er ég heyrði hljótna hörpu pinnar strengi, líkt og undraóma unaðssætt og lengi, pessu litla Ijóði lífið gajstu, vinuri Önd mín pér í óði ótal pakkir stynur. H. Hamar. Norðurlanda fiskisýning og alþjóða gangvélasýning í Kaupmannahöfn 1912. Á komanda sumri verður haldin í Kaupmannahöfn fiskisýning fyrir öll Norðurlönd (Skandinavisk Fiskeriud- stilling) og alþjóða gangvélasýning (international Motorudstilling). Hún verður haldin i júli og ágúst og mun standa yfir í o: 50 daga. Á fiskisýningunni verða sýnd fiskiskip og fiskibátar og útbúnaður þeirra, sjóklæði, björgunaráhöld, sjó- merki, veiðarfæri allskonar og veiði- áhöld, beita, ýmiskonar sjávarafurðir, saltaðar, hertar, niðursoðnar og frystar; frysti- og kælivélar, fiskflutningsáhöld og umbúðir, fiskiklaksáhöld og fiski- rækt, fæða fiska, hafrannsóknir og fiskifræði o. m. £1. Á gangvélasýningunni verða sýndar allskonar gangvélar (mótorar), steinolíu-, benzín-, gufu- og rafmagns- vélar, brensluefni, smyrslaolía o. s. frv. í sambandi við þessa sýningu verð- ur haldin norræn fiskimanna- samkoma (hin fjórða) einhvern- tíma í júlí og eiga fiskimenn frá öll- um Norðurlöndum frjálsan aðgang að henni. íslendingar er kynnu að vilja sýna eitthvað á þessari sýningu, fá ókcypts flutning á munum sínum fram og aft- ur og ókeypis pláss fyrir þá og upp- setningu á þeim á sýningunni; mun- irnir verða að vera komnir til Kaup- mannahafnar fyrir lok júnímánaðar. Fyrir hönd sýningarnefndarinnar. Johs Schmidt dr. phil. fiskifræðingur. Utanáskrift (adresse) sýningarnefnd- arinnar er: Den skandinaviske Fiske- riudstilling 1912, Köbenhavn. Simnefni: Udstilfiskeri Köbenhavn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.