Ísafold - 06.04.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.04.1912, Blaðsíða 2
76 ISAFOLD Mókol. Dálítil ádrepa. »Bóndi er bústólpi, bú er lands- stólpi*. — Þessi orð hafa lifað, þeim hefir verið trúað og reynslan hefir sýnt að þau eru sönn. Frá því fyrst að farið var að gefa landbúnaðinum nokkurn gaum, hefir það sýnt sig, að hann var hyrningar- og undirstöðu- steinn þjóðarhagsældarinnar. En okk- ur vantar mikið til þess að vera komn- ir eins langt eins og nágrannaþjóð- irnar, t. d. Danir, Svíar o. fl. Eg hefi lesið í »Frey< og nú nýiega i »Vísi«, að þar sem mómýrar væru, þar væri lika gull- og silfur-námur, þvi breyta mætti mónum svo að alls ekkert lakari væri til eldsneytis en kol þau sem hingað flytjast árlega frá útlöndum fyrir tugi þúsunda króna. En þetta athugar bæjarstjórnin okkar ekki — því miður. — Það liggur þó í augum uppi, að ef farið væri að hagnýta mómýrar bæjarins á sama hátt og Svíar og aðrar þjóðir gera, þá myndi það veita hundruðum manna atvinnu. Og hvað ynnist við það? Aukin velmegun og hagsæld borgar- búa allra — gróði fyrir Reykjavík yfir höfuð. Þeir ógrynna peningar, sem nú fara árlega út úr landinu fyr- ir kol, myndu verða kyrrir í því með- al bæði ríkra og fátækra. Við atvinn- una, sem veittist þeim sem daglega standa yðjulausir á torgi lífsins af því þeir fá ekkert að starfa, ykist borgar- lýðnum gjaldþol. Þetta mál virðist mér að ætti að standa fremst á dag- skrá. Búnaðarfélögin eiga að beita sér fyrir það og velja nú pegar hæf- an mann til þess að fara utan og læra að hagnýta móinn á réttan hátt eftir nýjustu þekkingu þjóðanna. Eg ejast ekki um að landstjórnin mundi fús á að styrkja það fyrirtæki með fjárframlagi, auk þess sem bæði land- búnaðar- og jarðræktarfélög ættu að styrkja það. Búnaðarfélagið hefir mik- ið gert til framfara, ekki fleiri ár en það befir starfað. Mér sýnist, að það ætti nú að ríða hér á vaðið. Ógöng- ur eru engar á því vaði, nema sem stendur fávizkan og aðgerðarleysið, en sem væri horfið óðar, ef byrjað væri á framkvæmdum í rétta átt. »Reynslan er sannleikur*, sagði Jón heit. Repp. — Allar mentaðar þjóðir reyna að gera sér jörðina und- irgefna. Sá ber mest úr býtum, sem bezta rækt leggur við ábýli sitt. Jörð- in gerir hann að bústólpa og jafn- framt að landstólpa. Eg hefi sjálfur reynslu fyrir því að jörðin geldur líku líkt. Ekkert annað en jarðarskikar mínir Innri-Asláksstaðir á Vatnsleysu- strönd, héldu mér uppi, þegar hin mörgu fiskileysisár — sem margir munu minnast frá þeim timum — gengu yfir þær sveitir. Oft var það á vorin, þegar ekki fiskaðist annað en smáýsa, sem þá var í afarlágu verði, að eg lét menn mina hætta að róa, en í þess stað fara að slétta túnin og stækka matjurtagarðana. Og fyrir hvað ætli eg hafi sVo getað selt þessa jarðeign mina á rúmlega 6 þús. kr., annað en það, að hún var þá orðin þess virði ? Hún gaf, og gefur enn af sér í töðu og garðávexti það sem vel mundi nema rentum af þeirri fjár- hæð. Að sjá alt graslendi Reykjavik- ur ónotað ár eftir ár er líkast þvi sem maður sjái inn í Grænlandsóbygð- ir, þar sem engin mannshönd er til þess að gera jörðina sér undirgefna. Á sama hátt eru hér enn fram á þenna dag ónotuð víðáttumikil graslendi, sem bærinn á. Allir hljóta þó að viður- kenna, að í öllu því óyrkta landi eru fólgnar margar miljónir króna, ef not- að væri að dæmi annara þjóða. Að endingu er það tillaga min, að Jarðræktarfélag Reykjavíkur sendi sem fyr á minst pegar í nœstkomandi maí- eða júnímánuði, hæfan mann þangað sem bezt mundi að læra að hagnýta móinn til eldsneytis eftir nýjustu þekk- ingu, sem fáanleg er í þeirri grein, og að landssjóður, Jarðræktarfélagið, Bún- aðarfélag íslands og bæjarsjóður láti af hendi rakna nægilegt fé til þeirrar farar. En búnaðarfélagið komi þessu máli sem fyrst til framkvæmda. Það væri fróðlegt að sjá þann hag, sem Reykjavík hefir af öllum þeim erfðafestulöndum, sem bæjarstjórnin hefir látið i té, og bera svo dagsláttu- fjölda þess lands saman við dagsláttu- fjölda þess, sem ekki er erfðafestulönd. Þá sæist hvað hag bæjarins um jarð- ræktina liður. Hvað mörg þús. kr. skyldi bærinn nú hafa í tekjur af þeim löndum, sem búið er að taka á erfða- festu? Eg treysti ísafold til þess að komast eftir því til fróðleiks, því margar búnaðarhugvekjur flutti hún til nytsemdar á fyrri árum — þess minnist eg nú, því eg hefi keypt hana frá því fyrsta blaðið kom út af henni. Væri nú ekki farsælla að snúa hugan- um meira að landinu okkar heldur en að vasast i æstri og spiltri pólitík? Hvaða haft er á frelsi okkar eins og nú erum við? Ekkert þvílíkt sem ófriðurinn og sundurlyndið meðal sjálfra okkar. Það drepur land og lýð, ef áfram heldur, því sameinaðir stöndum vér en sundraðir hljótum vér að falla. Rvík, 29. marz 1912. L. Pálsson. Barnarúm á Vífilsstöðum. Hinn 20. febrúar í vetur dó í Hafn- arfirði sveinninn Ólafur Haukur Flygen- ring, og var jarðaður að Görðum 20. s. m. Hann var nemandi (nýsveinn) í barnaskóla bæjarins og létu skóla- systkin hans og kennarar skrá nafn hans í ártíðaskrá Heilsuhælisins og gáfu þangað minningargjöf um hann. Skólabörnin lögðu til hvert sinn skerf, misjafnlega stóran eftir efnum. Tillög þeirra námu samtals svo miklu, að nægja mundi til þess að kosta einn sjúkling í Heilsuhælinu 3—4 vikur, ef þeim væri varið beint til þess. Út af þessyj datt mér í hug spurn- ing: Hve mikið mundu oll skólabörn á landinu geta lagt til Heilsuhælisins, ef þau tækju sig saman um að gefa þvi árlega 10 aura hvert, og þaðan af meira eftir efnum og áhuga? Eg er ekki í neinum vafa um, að allir þeir aurar mundu nægja til þess að kosta einn sjúkling í hælinu árið um kring — og líklega vel það. Ef öll börnin gæfu álíka mikið og Hafn- arfjarðarbörnin gáfu til minningar- gjafarinnar, er að ofan getur, þá yrði það nóg handa mörgum sjúklingum, sem saman kæmi af öllu landinu. En eg þori ekki að gera ráð fyrir svo góðum undirtektum, því að þess ber að gæta, að gjafirnar hafa orðið drýgri fyrir það, að í hlut átti skólabróðir, sem var hugljúfi allra þeirra, er þektu hann. En hins má og gæta, að skólabörnin í Hafnarfirði eru ekki mikill hluti af öllum skólabörnum i landinu. í þessu sambandi minnist eg þess, að í Heilsuhælinu er jafnan eitthvað af börnum á skólaaldri, og flest eða öll eru þau fátæk. Og auk þessara barna tel eg víst, að til sé þó nokkur berklaveik börn í landinu svo fátæk, að þau komast ekki að Vífilsstéðum, og fyrir flestum þeirra mun þá ekki liggja annað en dauðinn og gröfin. Eg þykist þekkja svo vel hjartalag barnanna, að mér sé óhætt að full- yrða það, að þau mundu ekki sjá eftir fáeinum aurum á ári hvert til þess að leigja eitt rúmið í Heilsuhæl- inu á Vífilsstöðum handa einhverjum fátækum jafnaldra sínum, sem þá gæti fengið þar ókeypis heilsubót. Eg hefi þá trú, að ekki verði langt að bíða einhverra framkvæmda, þegar búið er að benda þeim á þetta, ef einhverir vilja hjálpa þeim til. Og það ættu kennararnir að gera. Þeir verða að taka við gjöfum barnanna og koma þeim til skila. Eg hefi hugsað mér fyrirkomulagið þannig: í upphafi hvers skólaárs eru nöfn allra barnanna færð inn í bók, sem skólinn á til þeirra nota einna (einhver góður maður ætti að verða til að gefa bókina, svo að ekki þurfi að taka af samskotafénu til þess að kaupa hana). Kennarinn minnir svo börnin á »barnarúmið á Vtfils- stöðum« og hve gott verk þau geti unnið með því að leggja til þess fá- eina aura. Síðan tekur hann við því, sem gefst og færir jafnótt inn í bók- ina við nafn gefandans, og sendir síðan, þegar samskotunum er lokið, alla fjárhæðina til þess manns, sem aðalgjaldkerastörfin hefir á hendi, en þann mann finst mér bezt að kenn- ararnir við stærsta barnaskóla landsins (í Rvík) kysu, og eins ættu þeir að hafa eftirlit með því, að fénu verði varið á réttan hátt, — kjósa menn til að ráðstafa þvi o. s, frv. Börn innan 15 ára aldurs ættu að ganga fyrir með styrk af þessu fé, ef þurf- andi eru,, en því næst þeir fullorðnir, sem hafa fyrir börnum að sjá og eru fátækir. Sjálfsagt væri að taka við gjöfum frá öllum börnum, sem eitt- hvað vildu leggja til, þótt ekki sé í skóla; og í sveitum, þar sem enginn skóli er, ættu farkennarar eða prestar að taka málið að sér. En frá full- orðnum ætti ekki að taka við gjöfum, því að bæði mundi það draga úr ánægju barnanna, ef þau fá ekki að vera út af fyrir sig, og svo er til annar sjóður, sem hinir fullorðnu eiga frem- ur að efla: sjóður Heilsuhælisfélagsins. En hví ekki að láta tillög barnanna renna líka í þann sjóð? kann einhver að spyrja. Þar er ástæðan hin sama: börnin hafa miklu minni ánægju af því, og það dregur úr áhuga þeirra, ef þau fá ekki að vera ein um hituna. Þau sjá þá ekki beinan árangur af því, sem þau gefa, og hætt við að þau gefist þá upp. Ef nokkuð verður til að draga úr vilja barnanna í þessu máli, þá er það vantrú og misskilningur eldra fólksins. Mér finst, sem eg heyri paðan þessa viðbáru: Hvað ætli muni um 5; eða 10 aura frá hverju barni? Þeim, sem þetta kunna að segja, vil eg segja þetta á móti: Á flestum heimilum á landinu eru börn, og á hverju heimili eru að jafnaði 5—10 manns. Þótt ekki kæmu frá hverju heimili fleiri aurar en fólkið er (1 eyrir á mann), þá verður það af öllu landinu 850 kr., ef ekkert heimili skerst úr leik. Nú má fullyrða, að ekkert heimili á landinu sé svo fá- tækt, að börnin þaðan geti ekki gefið 5—10 aura samtals, nema heimilið þiggi af sveit, en mörg heimili er eg viss um að gera miklu betur. Hér er því augljóst, að aðalatriðið er það, að allir »séu með«, sem geta gefið eitthvað, — þótt ekki sé nema 2 aurar. Eitt rúm á Vífilsstöðum kostar yfir árið um 500 kr. Einn eyrir á mann á öllu landinu gerir miklu meira en hrökkva fyrir því. Eg skal svo ekki segja meira um þetta að sinni, En eg bið um eitt að lokum: Lofið börnunum að lesa pessa greinl Bíðum svo og sjáum, hve langt verður þangað til einhver kennari fær fyrstu aurana í lófann handa »barna- rúminu (eða rúmunum) á Vífilsstöðum*. Þóit grein þessi komi svo seint, að barnakenslu verði víða hætt, í þetta sinn, er greinin verður lesin, þá ætti það ekki að gera stórskaða. Stærstu skólarnir verða þó vai la hætt- ir störfum, og af þeim vænti eg ekki sízt forgöngunnar. Og svo gætu hinir bæzt við með haustinu. Þar sem vor- próf eru ekki afstaðin (t. d. i sveitum), gæti málið líka komið til umtals í -sambandi við þau. n.—n. Reykjavikur-annáll. Bió. Óvenju vel leikin mynd verðnr sýnd næstn vikn. Hún segir frá stnlkn, sem Mormónar ná á sitt vald og hafa með sér »i riki sitt< í Utah og öllnm þeim rannnm og skelfingum, sem hnn ratar f, nnz hún fyrir fulltingi nnnusta sins og vinar hans losnar nr klóm þeirra. Mynd þessi er hin lengsta, sem sýnd hefir verið. Pað er ómenguð ánægja að horfa á hana. Hátíðamessur: I dómkirkjunni: Páskadag kl. 8 síra Jóh. Þ. — 12 síra Bj. J. — 5 sira Fr. Fr. (dönsk messa). Annanpáskad. kl. 12 Signrbj. A. GHslason — 5 slra Bj. J. í Frikirkjnnni kl. 12 síra Ól. Ól. báða dagana. Tvfburarnir, leikur sá sem Hringur- i n n ætlar að sýna í næstn viku til ágóða fyrir berklaveika fátæklinga — mnn verða áhorfendum til mikillar skemtunar. Leik- ritið fjörugt og fyndið — og leikendnr gjafvaxta yngismeyjar höfnðstaðarins, sem kváðn leysa hlutverk sin fyrirtaksvel af hendi. Fyrsta sinni verðnr leikið á miðvikndags- kvöld. Mnn þeim, sem ætla sér að ná i aðgöngnmiða, ráðlegt að hafa sig frammi í tíma. Guðm. Björnsson landlæknir flytur annan páskadag kl. 5 i Iðnaðarmannahúsinu erindi um mannskaða á Islandi 1881—1910, eink- um druknanir og hugsanleg ráð við peim. Ágóðinn rennur í Geirs-sam- skotasjóðinn. Líklegt, að sjómenn, sem nú eru flestir í landi, fjölmenni til að hlýða á erindi þetta. Mannskaðasamskotin. Mannskaðinn á »Geir* hefir vakið mikla samúð í Kaupmannahöfn. Sím- fregnir hafa borist hingað um óvenju- miklar undirtektir þar í landi. Kon- ungur íslendinga og drotning hans hafa gengið á undan öðrum og sýnt af sér stórmannlega rausn. Þau hafa, að því er símskeyti til ráðherra á miðvikudaginn hermir, gef- ið til samskotanna 2000 kr. Það má heita konunglega af sér vikið. Þá hefir og borist hingað símskeyti (til Björns Sigurðssonar bankastjóra) um, að blaðið Berlingske Tidende hafi fengið fyrsta skerf til samskotanna, 1000 kr. Hér í bænum hafa samskotin geng- ið mjög vel — orðið almenn og æði drjúg. Isajold hafa verið afhent talsverð sam- skot og mun listi yfir þau birtast í næsta blaði. Þó sjálfsagt margir enn, sem eiga ógefið — og ættu þeir að muna eftir pví að verða með. Norska bókin nm verzlun vora og atYinnuYegi. Bókaforlagið »Norge« hefir beðið ísa- fold fyrir eftirfarandi yfirlýsingu: Sökum þess, hve áformi voru um að gefa út »Fra Islands Ncerihgsliv< hefir verið vel tekið — betur en vér höfðum búistvið — reynist það nauð- synlegt, að umboðsmaður vor, Olafur Felixson, fari til íslands af nýju. Mun hann verða að hitta í Reykjavík undir lok aprílmánaðar. Þar eð gera má ráð fyrir, að rit þetta nái allmikilli útbreiðslu á norðurlönd um, mun það án efa verða mjög mik- ilsvert fyrir atvinnurekendur að eiga sem beztar skýrslur í riti þessu. Vér viljum þess vegna skjóta því til at- vinnurekenda þeirra, sem ekki hafa enn ákvarðað sig, að semja við hr. Ólaf Felixson, meðan hann dvelur á íslandi. Einkum er það mjög áríð- andi fyrir verzlunarhiis, sem annað- hvort hafa óskað eða kynnu að óska eftir lýsingu í ritinu, að hafa ljós- myndir sem fyrst tilbúnar, svo út- gáfan tefjist ekki fyrir þá sök. Hinar seinu og erfiðu póstgöngur á íslandi eru því til fyrirstöðu, að vér getum — eftir að hr. Ólafur Felixson er kom- inn aftur — haft bréfaskifti við þau verzlunarhús, sem ekki kynni að hafa sent ljósmyndir eða texta. Af sömu orsök er heldur ekki hægt að senda hverri einstakri verzlun prófarkir, held- ur verður að fela hr. Ólafi Felixsyni lestur þeirra. Þess vegna er það nauð- synlegt, að textinn sé staðfestur af hverju verzlunarhúsi um sig, áður en prentaður er, svo það valdi ekki nein- urn óþægindum, eftir að ritið er full- gjört. Undir eins þegar hr. Ólafur Felix- son kemur aftur með hinar nauðsyn- legu myndir og texta, sem ætla má að verði í júní, mun prentun verða byrjuð og henni lokið svo fljótt sem mögulegt er. Annars mun hr. Ólaf- ur Felixson hafa meðferðis prófarkir frá nokkrum verzlunarhúsum, sem þeg- ar hafa sent oss myndii. Kristjaníu, í febrúar 1912. Bókaforlagið Norge. Johs. Hanche. Önnur blöð eru vinsamlega beðin að taka þetta upp. Illgjarnar árásir kváðu vera gerðar á Thorefólagið í stjórnarblöðunum sumum fyrir það, að M j ö 1 n i r var sendur í stað A s k s nýverið frá Khöfn hingað. — Því furðulegri eru þær árásir, sem það er haft fyrir satt, að Thorefólagið hafi sent stjórnarráðinu bróf með skýr- ingum á því, að M j ö 1 n i r var sendur og hafði stjórnarráðið talið þá skýringu alveg fullnægjandi. — Ástæðan til þess, að Mjölnir var sendur, var k 0 1 a v e r k- f a 11 i ð. — Mjölnir þarf minni kol en Ask og kleift að birgja hann —, en Ásk e k k i. í meira lagi furðulegt, að þau blöðin, sem eigi minnast einu orði á það, að Ceresarvörurnar sumar eru e n n ókomn- ar, skuli finna Thorefólaginu þetta til foráttu. Krampateygjur Lögróttu í bankamál- inu nýja frestar ísafold vegna dymbil- vikunnar að athuga þangað til í næsta blaði — en þá mun líka sýnt rækilega fram á hinar óskaplegu endileysur og rugl, sem blaðið flytur um innieign Landsb. / Landmandsbankanum, JarÖræktarfélag ReykjaYíkur. Aðalfundur haldinn 29. marz. Fólags- menn eru 66. Af þeim höfðu 27 unn- ið 3903 dagsverk síðastl. ár. Þar var Eggert Briem frá Viðey langhæstur á blaði, með 1266 dagsverk ; um helming urinn af þeirri dagsverkatölu er ilinifal- i.in f áburðarhúsi og safnþró, en hinu helmingurinn í hinu nýja erfðafestulandi hans í Vatnsmýrinni. Næstur Eggert að dagsverkatölu er Pótur Hjaltested úrsmiður með 562 dagsverk, þá Ingim. Guðmundsson í Hlíð með 271, Jóhann es Magnússon verzlunarmaður með 248, Helgi Jónsson í Tungu með 245 og Vil- hjálmur Bjarnarson á Rauðará með 209 dagsverk; hinir hafa undir 200 dags- verkum, af þeim eru 7 með færri en 20 dagsverk. Samþykt var að verð- launa þessar jarðabætur með 2 kr. fyrir hver 10 dagsverk. íormaður skyrði frá, að fólaginu hefði borist málaleitanir frá tveim búnaðar- samböndum, Búnaðarsambandi Suður- lands og Búnaðarsambandí Kjalarnes- þings, þar sem þau sambönd, hvort um sig, óskuðu, að Jarðræktarfólagið gerðist meðlimur þess. Fundurinn lýsti því yfir með atkvæðagreiðslu, að hann væri hlyntari því að ganga inn í Búnaðar- samband Kjalarnesþings en Búnaðar- samband Suðurlands. Út af því máli var svohljóðandi tillaga samþ. með 12 samhljóða atkvæðum: »Fundurinn samþykkir að fela stjórn fólagsins, ásamt 3 fólagsmönnum. er hann nú kys til þess, að mæta á að alfundi Búnaðarsambands Kjalarues- þings, sem fulltruar fyrir Jarðræktar- fólag Reykjavíkur, og gefur þeim um- boð til að lata það ganga inn í Bún« aðarsambandið«. Auk stjórnarnefndarinnar voru þeir kosnir fulltrúar á sambandsfundinn : G/sli Þorbjarnarson með 13 atkvæðum, Einar Finnsson með 7 og Halldór Jónsson með 4 atkv. Þá var rætt um skaða þann, er land- eigendur verða árlega fyrir af sauðfó og hversu mjög það tálmar framförum f trjárækt og annarri garðrækt. Út af því var samþykt að skora á bæjarstjórn- ina, að hlutast til um, að bæjarlandið verði smalað og féð rekið til afróttar sex sinnum á sumri; mundi þá ekki þurfa aðra vörzlu, og hóldu kunnugir menn, að þannig löguð varzla yrði hag- kvæmari og jafnvel að mun ódýrari en verið hefir áður. Tveir úr stjórnarnefndinni báðust und- an endurkosningu, þeir Þórhallur bisk- up Bjarnarson og Halldór gjaldkeri Jónsson. Biskup var einn þeirra manna, er stofnaði fólagið, árið 1891; hefir liann altaf síðan verið í stjórn þess og for- maður þess 8 ár. Halldór Jónsson hefir verið í fólagsstjórninni s/ðan 1895. Kosnir voru í stjórnina: Einar Helga- son form., með 14 atkv. ; Björn Þór- hallsson skrifari með 10, og Eggert Briem frá Viðey gjaldkeri með 11 at- kvæðum. Endurskoðunarmenn kosnir : Jón Jens- son og Sighvatur Bjarnason. Gjafir og álieit til Heilsuhælisfélagsir.s. J. Þ. 5,00. Sjóm. í Hafnarf. 1,50. Ekkja 7,00. Sigurvin Bergmann 5,00. Sólarbörn 5,00. G. J. 2,00. Árni Guð- mundsson Þórisstöðum 20,00. Sá gamli 1,00. Sjóm. 1,00. Kona í Borgarnesi 2,00. Þórarinn Jónsson verzlunarmaður Unnarstíg 10,00. N. N. Hafnarf. 1,00. Ónefnd 2,00. J. S. 10,00. Soffía 2,00. María JónBdÓttir 2,00. N. N. Hafnar- firði 1,00. Áheit í veikindum frá verzl- unarmanni á Hvammstanga 10,00. Ó- nefnd kona 2,00. Kjósaringur 3,00. N. N. 4,00. N. N. Önundarfirði 10,00. Ónefnd kona 5,00. Ónefnd kona 2,00. Kona / Reykjavík 10,00. X 2,00. G. 2,00. Tvær systur 10,00. Þrjú áheit frá N. N. í Ögurhr. 6,00. Ónefnd kona / Ögurhr. 2,00. Þóra Eggertsdóttir Miðh. Vatnsfirði 1,00. N. N. Árnessýslu 2,00. Gjöf 5,00. H. Hafliðason Sigluf. 10,00. Kr. Eggertsson Dalsmynni 10,00. Norð- lenzk stúlka 10,00. Eggert Konráðsson 10,00. — Ártíðaskráin í marz 324,00. Samtals kr. 517,50. Til minningar um G/sla kaupmatin Helgason voru gefnar 51 kr. / Ártíða- skrána. Jón Rósenkranz. Látin er síðastliðinn sunnudag jgfr. T.auJ- ey Guðmundsdóttir frá Reykholti, dóttir síra Guðm. Helgasonar, forseta Lands- búnaðarfélagsins. Laufey heit. var 26 ára að aldri, óvenjuvel gefin stúlka. — Jarðarför hennar fer fram næstkom- andi þriðjudag. Misprentast hafDi eitt orD i nokkrum ein- tökum síDasta blaðs í greininni: Banka- málið uýja, blöðin og flokkarnir — i grein- arlok: e i g i fyrir e i n n i g.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.