Ísafold - 13.04.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.04.1912, Blaðsíða 2
to ISAFOLD Brunabótasjóður landsins. Lög voru samin um innlendan brunabótasjóð á þinginu 1907 og hefir stjórniu reynt að framkvæma þau, en ekki tekist, með því að það ákvæði stendur i lögunum, að það sem ábyrgð- in yfir stigur ákveðið takmark, skuli endurtrygt í erlendum féiögum. En um þessa endurtryggingu hafa erlendu félögin neitað og virðist það mjög eðlilegt, þar sem á að taka af þeim með lagaboði vátryggingar hér á landi. Þau neyta þess vegna samtaka sinna til þess að hindra, að þau lög geti komist í framkvæmd. En erlendu félögin hafa nú skrúfað iðgjaldið svo hátt, að eitthvað verður til bragðs að taka. Það er alls ekki rétt að þola, að kúgað sé út úr mönn- um 7 og 8-falt gjald við það, sem sanngjarnt er. Það má nærri geta, hvort húseig- endur út um land finna ekki til slíks ofan á allar skyldur og skatta, og þau þungu lánskjör, sem þeir verða að sæta af bönkunum. Er sízt að undra, þó að menn öfundi Reykjavík, sem situr ein við sældarkjör í þessu efni og þarf ekki að gjalda nema hálfa aðra krónu af þúsundi virðingaverðs húsa, en aðrir út um land verða út með 10 og 11 krónur. Kemur það í ljós hér sem oftar, að Reykjavik er landinu óbeinlínis óþörf, því að þaðan búast menn við endurbótunum á því, sem aflaga fer, vegna þess, að hún hefir dregið að sér landsins stjórnandi krafta og stend- ur bezt að vigi til samtaka. Enda hefðu menn neyðst til að koma skipu- lagi á vátryggingar fyrir löngu, ef Reykjavík hefði ekki haít þá sérstöðu, að hún þarf ekki að hugsa nema um sjálfa sig. Vitanlega eru háu iðgjöldin út um landið ekki ástæðulaus. Brunahætta er auðvitað minni á dreifðum húsa- þyrpingum út um land, en þar hefir þó brunnið miklu meira að tiltölu en í Reykjavik. Félögin hafa tapað sum árin á vátryggingum í smærri kaup- stöðunum og svo er iðgjaidið skrúf- að upp. En vegna hvers brennur margfalt oftar, þar sem siður skyldi? Astæðu- laust er slíkt ekki, mega allir vita. Og ástæðan er óstjórn. Út um land eru öll brunamál ekki í stjórnleysi heldur liggja þau undir framandi kú%- un og þess vegna brennur miklu meira en i meðallagi. Undir stjórn- leysi mundi brenna í meðallagi, en ef heilbrigð stjórn er, og félagsviðleitni verkaði gegn brunum, þá mundi brenna minna en í meðallagi, Þetta er auð- skilið lögmál og sannast alstaðar. Ut- lendu félögin hafa auðvitað engin tök á því að stjórna brunamálum vorum öðru vísi en að nota keyrið og refsa jafnt saklausum sem sekum. Þau hafa ekki annað ráð en að skrufa upp iðgjaldið endalaust. En hvað leiðir svo af þessu? Ger- spilling hugsunarháttar almennings i brunamálum. Óánægjan vex og magn- ast í hvert sinn sem iðgjöldin eru hækkuð og vegna þess að þar er ekk- ert verið að skera við neglur sér, þá er mönnum sama þó að »okurfélög- unum* blæðí við og við. Og þegar þar við bætist, að flestallir brunar verða gróði en ekki tap, þá má nærri geta, að þessi óaldar hugsunarháttur hefir jarðveg að þróast í. Skilja allir hvílík þjóðþrif eru að þessu! Alt öðrú máli væri að gegna, ef menn kæmust upp á að skoða trygginguna sem góðan viu, sem hagaði iðgjöld- um eftir ástæðum félagsins og lækk- aði þau, þegar vel gegnir. En um slíkt getur varla verið að tala, þegar mðrg erlend félög eiga í hlut, sem hafa það aðalmarkmið að fara það sem þau komast. AUra sízt getur neins góðs verið að vænta eftir að slíkt orð er komið á landið sem er. Það er því sama sem búið að kasta okkur út á gaddinn með brunamálin, með því að bjóða slík kjör sem nú eru þegin. Vitanlega eru þau ekki annað en rétt svar við hirðuleysi og skeytingar- leysi, en þó þjóðarsmán að verða að sætta sig við þau. Við verðum að hefjast handa og abyrgjast okkar eign- ir sjálfir, enda er það að öllu leyti heilbrigðast og menningarlegast. Það bagar okkur auðvitað mikið að eiga ekki til nægar og ábyggilegar skýrslur um bruna á landinu og sam- anlögð iðgjöld fyrir t. d. 10 árin síð- ustu, sem hafa nú v«rið sérlega skæð. Þess vegna er enginn öðrum vitrari um það, hvernig við ættum að setja iðgjöldin í byrjun með einhverri sann- girni. Aftur á móti eru nærri því allir tilbúnir, á hverjum tíma sem er, að staðhæfa, að það væri voði fyrir landssjóð að standa einn með ábyrgð að baki innlendra brunabóta. Og þó he'fir enginn hugsað málið. Menn eru bara hræddir út í bláinn — og væri það gott ráð, ef menn gætu slept allri fyrirhyggju og varið sig með hræðsl- unni einni gegn jarðskjálftum, eldgos- um, hafís og harðindum, sem dunið geta yfir landið og gjört miklu til- finnanlegra tjón, en þó að nokkurir húskofar brynnu í einu. Enda ætti það að vera orðið öllum ljóst, að pjóðin stendur nú pegar í á- byrgð ýyrir alla sína bruna. Hver ætli svo sem borgi þá alla saman upp i topp og það með háum rentum, nema hún sjálf, þó að tryggingarfélögin snari út brunabótunum í svipinn. Það væri ekki sérlega viturlega hugs- að af þeim sem sjá hvernig trygging- arfélögin skrúfa upp iðgjöldin eftir vild sinni, að halda að þessi útlendu félög leggi nokkuð í hættu við trygg- ingar hér á landi. Það má nærri geta, hvort þau ekki kunna að setja dæmið rétt upp, félög, sem stofnuð eru til þess að græða og bygð á hinum ná- kvæmustu útreikningum. Reglan er auðvitað svo einföld, sem orðið get- ur: Fari brunabætur ei't árið fram úr meðallagi, er það skoðað sem lán, sem vátryggjendur eru látnir borga á örstuttum tima i auknum iðgjöldum. Slíkar átyllur til þess að setja upp ið- gjöld vantar aldrei, en aftur gjörast ástæðurnar til að setja þau niður öllu færri. Þó að stofnunin yrði innlend, þá yrði áhættan auðvitað ekki meiri; breytingin aðallega fólgin í trygging- unni fyrir því, að við borguðum ekki meira en sannqjarnt er og jafnframt margfalt sterkara eftirlit og varkárni, og viðleitni til þess að það brynni minna en áður. Máske bjóða nú félögin að setja eitthvað niður iðgjöldin, ef þau sjá að okkur er alvara með innlenda brunabótasjóðinn og mundu þau standa sig við það. Meiningarlaust væri að þyggja slikt samt sem áður, þvi að það er aldrei léttara að stofna inn- lendan brunasjóð en einmitt nú, því að mönnum brygði ekki við þótt ið- gjöldin væri há allra fyrst á meðan sjóður væri að myndast. Það var lengi viðkvæðið, að timbur- þorpin í Noregi hefðu ekki betri kjör en við. En málsmetandi Norðmenn, sem eg hefi spurt um þetta, hafa sagt mér, að víðast hvar, ef ekki alstaðar, væri búið að stofna samábyrgðarsjóði í þessum þorpum og standi þeir sig vel. Iðgjaldið sé nú fært úr tíu og ellefu krónum af þúsundi niður í tvær og sumstaðar niður í eiua krónu, og samt 'sé gróði. Því miður gat eg ekki fengið nákvæmar fregnir af tilhögun þessara sjóða. Sjálfsagt hafa þeir sam- band sin á milli og máske endur- tryggingu með góðum kjörum, úr því að þeir þora að setja iðgjaldið svona lágt strax, því að gamlir geta sjóðirn- ir varla verið. Líklegt er að reynsla þessara sjóða gæti komið okkur að notum, ef rannsökuð væri, og ekki ómögulegt, að okkur gæti tekist að sigla í kjölfar þeirra og fengið endur- tryggingu. Lögin um innienda brunabótasjóð- inn frá 1907 virðast vera all tryggi- lega samin, enda munu þau vera gerð eftir útlendum fyrirmyndum. En það er þetta endurtryggingarákvæði, sem hefir gert þau óframkvæmanleg enn sem komið er. Nú má ekki lengur dragast að eitt- hvað verði gert til þess að binda enda- hnút á framkvæmd þeirra, þvi að landið tapar bæði menningarlega og fjárhagslega á þvi skrælingjafyrirkomu- lagi, sem nú er á öllum brunamálun- um. Það verður ekki annað séð en að hæltulaust sé að taka endurtrygg- ingarákvæðið burt að sinni, en gefa landssjóði heimild til að taka lán, ef stórbruni skyldi verða bráðlega, og skyldi það afborgast með auknum ið- gjöldum. Annars mætti lika byrja með sömu iðgjöld sem nú eru og mundi þá fráleitt nokkurntíma þurfa að hækka þau úr því hámarki,' en fljótt mundi fært að lækka þau að mun ef ekki brynni bráðiega meira en í meðallagi. — Eins og sjá má af lögunum, eru húseignir í Reykjavík ekki teknarmeð í þenna brunabótasjóð, og er hann mun tryggilegri fyrir bragðið. Auðvitað er Reykjavík líka sjálfsögð með í sjóðinn síðar meir, þegar honum er vaxinn fiskur um hrygg og sæmileg endurtryggingar- kjör eru fengin. Líklega gjörir það að eins ilt verra að byrja með að knékrjúpa útlendu félögunum um endurtryggingu, þvi að þau sameina sig þá sem fastast »m að láta okkur komast að því keyptu og bjóða auðvitað ekki annað en afar- kjör, ef þau annars gefa kost á nokkru. En þau kjör gjöra það að verkum, að brunabótasjóðurinn gæti ekki fært neitt verulega niður iðgjöldin þó vel gengi. Annað mál væri það máske, ef leitað væri til þeirra eftir nokkur ár, er þau hefðu séð, að okkur er aivara með að hafa á þessu einhverja stjórn siðaðra manna. Þá mundi líklega ekki standa á endurtryggingu. Eins og fyr er á drepið, verður sam- fara hinni innlendu ábyrgð að framfylgja ströngum brunavarnarreglum bæði í húsabyggingum ogfyrirkomul. slökkvi- liðs. Lög eru til um þetta frá 1907 en hætt er við að þau verði víða um land aðeins skoðuð sem dauður bók- stafur þar til innlendu brunabæturnar eru komnar á, og menn eiga sitt eig- ið að verja. Það er hægt að minka brunahættuna svo afarmikið með góð- um vilja og samtökum, að eg ekki tali um ef framhald verður á stein- byggingunum, sem góðar horfur eru á, og allur hagur landsbúa heimtar að útrými sem allra fyrst timburhúsun- um. Þingmálafundir í vor ættu að láta þetta mál rækilega til sín taka og skal hérmeð skorað á alla þá, sem þekk- ingu hafa á málinu og einhverja al- varlega annmarka kynnu að finna á þvi, að skrifa um þá, því að héðan af má það ekki deyja út í þögninni, fyrir tómt áhugaleysi og hirðuleysi1. H.J. Smjörsalan 1911. Svofelt bréf um hana ritar /. V. Faber hingað til bæjarins (til Sig. Sig. ráðu- nauts) nýlega: Með s/'s »Botnia« þ. 29. febrúar, var oss sent dálitið af islenzku smjöri. En ekki var smjör þetta eins gott, og smjör frá sömu rjómabúum í sumar, er var. Þrátt fyrir það tókst oss þó að selja nokkuð af smjörinu á 104 aura, og síðan það sem eftir var af því á 105 aura netto. Það gladdi oss að geta útvegað rjómabúunum svona gott verð, og hefir þetta góða verð, styrkt oss í þeirri trú vorri, að búast megi við góðu smjörverði í ár, í samanburði við í fyrra. Með smjörsöluna árið sem leið, er- um vér alls eigi ánægðir. Vér von- uðum, að vér gætum þokað smjör- verðinu dálítið upp á við, eins og oss hefir tekist á hverju ári undanfarið, í þau átta eða níu ár, sem liðin eru, síðan vér seldum fyrsta íslenzka smjör- kvartilið. Að þetta ekki tókst, er fyrst og fremst að kenna hinu óheppilega ástandi smjörmarkaðarins, alt árið sem leið, en þar næst þvi, að sömu vik- urnar og mest kom af ísl. smjöri, barst mjög mikið af síberisku smjöri á markaðinn. Óheppilegum gufuskipa- ferðum (milli íslands og Leith) má og nokkuð um kenna. Stundum komu skipin einum degi of seint til þess að ná í markaðinn, en stundum féll komudagur tveggja eða fleiri skipa saman. Hafi árangur ársins sem leið ekki verið eins góður og sum rjóma- búin höfðu gert sé von um, þá er ofangreindum ástæðum um að kenna, en ekki smjörgæðunum. Er vér lítum yfir umliðin ár, get- um vér eigi annað en hrósað hinum íslenzku rjómabúum fyrir framfarir þær, er þau hafa tekið, bæði hvað gerð og meðferð smjörsins viðvíkur. Þó eru enn, svo sem þráfaldlega hefir verið bent á, góðar og gildar ástæður til þess að vanda sem bezt smjör- gerðina, svo smjörið geti haldist sem lengst óskemt. Hvað oss viðvíkur, þá höfum vér beztu vonir um að gott verð fáist fyrir smjör á þessu ári, og það er ætlun vor, að gefa oss sérstaklega að sölu íslenzks smjörs. Og til þess að geta selt svo vel, að rjómabúin verði fyllilega ánægð með söluna, höf- um vér sett á stofn útibú i einum stærsta verksmiðjuiðnaðarbænum á Englandi, og vonum vér, að vér þar getum selt mikinn hluta þess íslenzka smjörs, er oss berst, og útvegað þvi fasta kaupendur. Vér vonum, að smjörverðið á þessu ári, verði eigi að eins betra en í fyrra, heldur betra en nokkru sinni áður. Vér þökkum fyrir viðskiftin á árinu sem leið, og vonum að þér á þessu ári, látið oss selja smjör yðar, og vér getum ábyrgst yður bezta markaðsverð og skulum gæta vandlega hvers ein- asta smjörkvartils, er oss verður sent. Með mikilli virðingu. /. V. Faber & Co. =8R= Pistlar úr sveitinni. Vestur-ísafjarðarsýslu(norðanverðri á 1. þorradag 1912). Hér á norSvestur- kjálka landsins þykir það undra tíðind- um sæta hvað fyrri helmingur vetrarins hefir verið óvanalega h/r á svipinn, því hvorki frost uó snjór hefir enn s/nt sig að nokkru ráði. Svona tíðarfar líkar landbóndanum fyrir skepnur sínar. — Á Vestfjörðum er víða góð útbeit, þegar næst til hennar. — Einnig sjómennirnir l) Þjóðviljinn hefir nýlega birt hvetj- andi grein um þetta mál. mega vera ánægðir. Tíðarfarið hefir ekki hamlað þeim frá að ausa töluverðu upp úr nœgtabúri sjávarins. Og í þessum hiuta ísafjarðars/slu er Suðureyri í Súg andafirði mesta fiskiveiðistöðin fyrir vélar- báta. Er þar myndaður vélabátafloti ekki all-lítill, því þar þykir að jafnaði aflasælt og fremur skamt til fiskimiða, og útgjörðin borgar sig vel, svo sem stöðug fjölgun bátanna ber vott nm. Súganda- fjörður er þess vegna á leiðinni til að eignast sína sögu. Fólkinu hefir fjölgað þar um helming á fáum árum og Suð- ureyri komin < kauptúnatöluna, og við- skiftamagnið við aðra út í frá orðið tölu- vert. En frumbylingsskapurinn er á- valt kostnaðarsamur fyrir kauptúnin. — Án húsaskjóls g6ta menn t. d. ekki lif- að. Þess vegna þarf fyrst af öllu að koma upp húskofum, og síðan að leit- ast sem mest við að hafa svo mikið sem hægt er upp úr atvinnuveginum, sem staðurinn hefir að bjóða. Hér þurfti að hafa ís og frystihús og síldveiðaútveg. Er þetta hvorttveggja komið á laggirn- ar. íshúsið er mjög myndarlegt stein- steypuhús. — Alt útheimtir þetta, á- samt vélabátaútveginum, talsvert fé. En til þess að frumb/lingsskapur þessi kyrk- ist ekki < fæðingunni, heldur geti hald- ið áfram í horf inu fram, þarf að hlynna að honum. Þeir alþingismenn á síðasta þingi f efri deild, sem greiddu atkvæði gegn si'maálmu < Súgandafjörð, hafa ekki verið þess sinnis. Sem dæmi upp á það, hvað sambandsleysi getur verið óheilla- vænlegt, skal eg nefna eitt, er snertir þenna fjórð og átti sér stað síðastliðið sumar: Zöllner kaupmaður var þá að kaupa saltfisk við ísafjarðardjúp og víð- ar. Var nærri þvi farinn hór framhjá, vegna þess að hann hólt, að hér væri engan fisk að fá, sem hann auðvitað hefði getað áður spurt sig fyrir um í gegnum síma, ef fjörðurinn hefði verið < símasambandi. En af hreinni tilviljun fór hann hór inn og keypti fiskislatta fyrir nál. seytján þúsund krónur. (Lag- legur skildingur til þess að verða af með!!) Sfmaspursmálið i Súgandafjörð er ekki eingóngu fjárhagsmálefna, held- ur einnig tilfinniugamál, þar sem sá fjörður er aðalhleypistöðin i illviðrum fyrir marga Djúpmenn. Þingmenn finna sig máske ekki skylda til þess að taka það til greina ? Enn er ánnað, sem hl/tur að vera á- hugamál þeim, sem hugsa nokkuð um framtíð þessa fjarðar, sem só, að gerð sé bátakvi við hafnarleguna, því bát- arnir eru < stóðugri hættu staddir að vetrinum til, bæði af fsreki innan úr firði og sjávarróti af hafi, en hættuleg og mjög erfið fyrir fram- og uppsetning báta, sem eru f stöðugu brúki. Þing- og hóraðsmálafundur Vestur-ísfirðinga sá þetta og samþykti þv< fyrir ári s<ð- an áskorun um að fá landsverkfræðing- inn til að rannsaka svæðið og fá álit hans um málefni þetta. En það hefir verið að tala fyrir daufum eyrum. Eng- in áheyrn < þessa átt fengin enn. Til þess þó að hrinda máli þessu eitt- hvað áleiðis, eru Súgfirðingar í þann veginn að stofna sjóð. Eitt orð um verzlunarástandið: Því miður kveður alt of mikið að því á Vestfjörðum, að of hægur aðgangur er að bókum verzlananna. Afleiðingin svo af því, úttekt < óhófi og fhugunarlaust — liggur mér við að segja — og síðan skuldasúpan með sínum gæðum! Pöntunarfélag er stofnað í vesturs/sl- unni, með þv< takmarki, að verzla skuld- laust. Það grefur ótt um sig. Máske þvi takist að vinna (verzlunar) ljónið ? Þ. Héraði, 8. marz 1912. Framan af vetri, alt til jóla, voru úrkomur (rigningar) svo miklar á Fljóts- dalshéraði, að fáir muna aðrar meiri hór um slóðir. Kvað svo mikið að þeim, að harðvellisgrundir urðu sem lifandi kvika, húsveggir sigu < jörð niður eða sprungu af vatni. Vatn kom upp < hús- um og hlöðum, þar sem þess var sfzt að vænta. Viðir brotnuðu undan slig- blautum þökunum; þök féllu inn og hey Bkemdust, bæði af uppgönguvatni og leka. Hagar voru jafnan góðir þenn- an tíma, en auðvitað hrakningar miklir fyrir sauðfó. Um jól gerði áfelli og fram yfir n/- ár. Gengu þá hreind/r um alt Hérað, vestan Lagarfljóts, og er það óvanalegt, að þau komi svo snemma til bygða. — Drápust þá 2 d/r í Lagarfljóti, annaS niður um <s, hitt fyrir stygð. Nú kvað vera margt af þeim fyrir austan Lagar- fljót, í Hraundal, < fjöllunum milli Hjalta- staðaþinghár og Fjarða. Leita þau oft þangað í harðindum, og halda þá til þar langt fram á vor. Þótt heyskapur væri ekki mikill í sumar, þótti mönnum þó vel áhorfast með fóðurbirgðir fram eftir vetrinum. Seint í febrúar gjörði áfelli og hefir það haldist lengst af síðan, svo að nú eru snjóþyngsli allmikil um alt úthérað og gripir allir á gjöf. Er nú þegar farið að kveða víS annan tón um fóðurforS- ann, og nokkrir farnir aðbera kvíðboga fyrir heyþrotum, enda eru heyskemd- irnar vfða allmiklar, og aldrei má vita hverju fram fer, óSara en á dettur. — Væri vfst ekki si'ður ástæða til að segja: X>Lofa skal vetur að vori«, en það, sem sagt er um meyjarnar og allir þekkja. Víðarr. Vestur-BarðastrandarsýslalS. marz -1912. Jarðakaup. Veruleg jarðakaup hafa engin átt sór stað, en mikil hreyf- ing f þá átt mun þegar vera byrjuð < Dalahreppi. Þar eru margir sjálfseignar- bændur, en margir munu þeir nú vilja selja áb/li s<n og flytja þaðan. Orsök- in til þessa mun vera hin gi'furlegu sveitarþyngsli, er hreppurinn á f, og stafar mest af skuldum fyrverandi kaup- fólags Dalamanna, er hreppurinn hefir orðið að taka ábyrgð á. Almennar framkvæmdir, svo sem vega- gerð og samgirðingar voru hór engar svo teljandi væru á si'ðastl. ári. Störf fólaga: Búnaðarfélag raun vera í öllum hreppum vesturs/slunnar, en lítið eru þau nema nafnið. Áhugi manna hór um slóðir á búnaði er mjög daufur og eru til þess margar orsakir. Sjávarúrvegurinn dregur allan þorra af mönnum til s<n, og er það eitt með fleiru þesa valdandi, að litlar fram- kvæmdir eiga sér stað í búnaði. Allur þorri bænda eru leiguliðar, og vantar- peninga til að eignast áb/li sín, en flest- ir tregir á að bæta mikið jarðir fyrir aðra, enda láta jarðeigendur sér mest hugað um að fá afgjóldin á réttum tfma og bregðist þeim það ekki þegja þeir, og Iáta sig engu varða hvernig farið er með jarðirnar. Garðrækt fer hór tólu- vert vaxandi, en skógrækt og áburðar- hirðing er < mestu vanrækslu. Kynbótafólög hrossa, kúa og kinda eru hér ekki til, að undanskildum þeim parti af fíauðasandshreppi, er kallast Rauðisandur. Þar er kúakynbótafólag og starfar það með töluverðum áhuga og góðum árangri. Rauðsendingar eiga skilda þökk og heiður fyrir áhuga sinn í því, Einnig eiu þeir margir búnir að girða talsvert af túnum sínum og eng- jum. Þessi framkvæmdarsemi RauSsend- inga hefir orðið tii þess, að nú er al- mennur áhugi vaknaður fyrir því, hve ómissandi það er að girða túnin. Og mór er nær að halda, að eftir 10—15 ár verði hér ekkert tún ógirt. Hór eru kynbótanefndir < hverjum hreppi, er eíga að sjá um kynbætur hrossa, en flestar — ef ekki allar—eru þær framkvæmda og áhugalausar f þeim efnum. Vonandi lagast þetta, sem margt annað, er hér þarf að laga, áður langt Kður. Verzlunarfélag er starfandi hór < s/sl- unni, og hefir verið nú nokkur undan- farin ár. Fer það stöðugt vaxandi. Síð- astliðið ár (1911), mun það hafa gefið félögum 18—20% hreinan verzlunararS, miðað við peningaverð hér hjá kaup- mönnum, að undanskildum mánaðartíma úr sumrinu, er þeir setja mest niður vörnr sínar. Félag þetta hefir veitt mönnum stórmikinn ágóða, vaniS menn á reglusemií viðskiftum, oggert það að verk- um, að nú er hór ekki lengur ein- okunarverzlun. Félag þetta nær yfir Rauðasands-, Patreks- og Barðastrandar- hreppa; er í engum skuldum. Síðastl. ár mun verzlunarmagn þess hafa verið um 40 þús. kr. Vonandi er að það eigi langa og ávaxtasama framtíð fyrir hönd- um. Lakast hjá okkur, er < þessu fólagi erum, er að geta ekki komið kjóti út fyrir sæmilegt verð. Kjótið hafa kaupfólagsmenn orðið að selja kaup- mönnum. Verð á því var hér hjá kaupmónnum síðastliðið haust 16—18 a. pundið. Gærur 26—28. — Allar, er ekki náðu 8 pundum, voru á 26 anra. Sjávarútvegur er hér töluverð- ur, sórstaklega á Patreks- og Arnarfirði. Þilskip um 20. Velabátar fáir, en róðr- arbátar mjög margir. Afli varð í bezta lagi síðastliðið sumar. A Patreks- og Arnarfirði var góður afli sfðastl. haust og það fram að jólum. Nú n/lega fór mótorbátur frá Bíldudal til fiskjar og aflaði 3000 (að sögn) af þorski og eitt- hvað af steinbít. Heyskapur varð f meðallagi síð- astliðið sumar og n/ting mjög góð. Skemdir urðu hór mjög miklar á öllum heyjum, er ekki voru járnvarin, dagana 5. og 15. okt. s. 1.; þá var svo mikið regn, að fádæmum þótti sæta. Skriður runnu mjög vfða og gerðu afar mikið tjón á beitar og slægjulöndum. ^eUrinti hefir verið með allra beztu vetrum, er elztu menn muha. Alla jafna auS jörð í bygð og Ktill snjór á fjöllum. H e i I s u f a r manna yfirleitt mjög gott, og slysfarir engar. Stjórnmál er mjög líiið talað um um þessar mundir. Heimastj.mönnum, sem eru ekki margir hér f s/slu, eru ekki úr minni liðnar hrakfarirnar frá því í haust, en mega þó svo búið hafa. Kosningarnar hór < s/slu, bæði 1908 og 1911, hafa bezt s/nt það, hve mikið álit er hér á Birni Jónssyni. Og þó þessir fáu heimastjórnarmenu, sem hér eru,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.