Ísafold - 20.04.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.04.1912, Blaðsíða 1
Komv. út bvisvttr i vikn. Yerf» árg. (8C» arkir minat) 4 kr. erlendi* 6 ki, et)a 1 x/» dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendia fyrir fram). ÍSAFOLD UnpBögn (skriöeg:) bundin viö iramót, ev óffiid noma komtn só tii dtgefanda fyviv 1. o»t. og aaapandi sknldlaav við blaMð Afgreibnla: Aagtnvs^ræti S, XXXIX. árg. Reykjavík 20. apríl 1912 25. tðlublað I. O. O. F. 932649 Alþýbufól.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis í Lækjarg. 2 mvd. 2- 3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—B Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12 8 og 5—7 Eyrna-,nef-og hAlslækn. ók. Pósth.str,í4A fid.2—3 Í8landsbanki opinn 10—2 l/a og 5l/a—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 sðd. Alm. fundir fid. og ad. 8 A/a síödegis. Landakotskirkja. Clubsþj. 0 og fi á helgum Landakotsapitali f. sjúkravitj. 10x/a—12 og 4—5 Landsbankmn 11-2 Oa, ö^/a-B^/a. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5 -8. IJtlán 1—8 Landsbúnaðarfólagsskrifstof'an opin frá 12—2 LandsféhirMr 10—2 og 5—6. Landsskjalasatnib hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opib 1 */»—2l/a á svmnudögum StjórnarráðBskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Talsími Reykjavíkur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.st*. 14B md. 11-12 Vífílsstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1. f»jóðmenjasaf'nið opið á sd., þrd. og fmd. 12—2 Hér með tilkynnist, að jarðarför okkar elskuðu dóttur, Steinunnar G. Jónsdóttur, fer fram frá heimili okkar, Mjóstræti 2, þriðju- daginn 23. þ. m. Húskveðjan byrjar kl. 12. Jón Ásmundsson. Ingibjörg Kaprasiusdóttir. Er ný stefna hugsanleg í sjálfstæðismálinu? Fyrir nokkurum vikum benti eg á það hér i blaðinu, hve mjög hugir manna hér á landi hafi færst saman í sambandsmálinu, þar sem allir væru orðnir sammála um það, að ísland eigi að vera »frjálst og sjálfstætt ríki«. Mérfanst þá — eins og mér finst enn — að í raun og veru vanti ekki nema herzlu- muninn á það, að við verðum alve% sammála. Og eg hélt því fram þá — eins og eg held því fram enn — að eftir því sem gengið hefir síðustu ár- in, þrátt fyrir alt og alt, ætti að mega eiga von á þvi, »að áður en varir standi allir íslendingar sarnan, hver við annars hlið, flytji sjálfstæðiskröf- ur sínar einum rómi, og deili alls ekkert hver við annan urn sjálfstæðis- málið, af því að þar verði þeir orðnir sammála«. AUir geta getið því nærri, hve mikil ánægja mér var, skömmu eftir að eg hafði verið að skrifa um þetta mál, að hlusta á hið ágæta erindi prófess- ors Guðm. Hannessonar í Stúdenta- félaginu 15. marz síðastl. um »sigur sjálfstæðisstefnunnar«. Hann tók þar svo röggsamlega í sama streng sem eg hafði kipt í, að ekki varð betur á kosið. Mér finst ekki ástæðulaust að prenta hér upp ofurlítinn kafla úr ágripi því, er ísafold flutti af erindi prófessors- ins. Þó að ekki sé langt liðið, síðan er það ágrip kom út, má búast við því, að þeir séu margir, sem ekki hafa fest sér það í minni: Ræðum. tilfærði sem dæmi orð minnihluta sambandslaganefndarinnar á þingi 1909. Það eina, sem báðum hlutum nefndarinnar kernur saman um, er að hvorir um sig vilja, að ísland verði frjálst og sjálfstætt riki . . . konungs- ríki jafnrétthátt Danmörku og jafn- hliða henni. Eg kalla, að þetta sé mikið, ótrú- lega mikið samkomulag. Stjórnmála- takmark allra íslendinga, að minsta kosti beggja þingflokka, er orðið hið sama: fult sjálfstæði landsins. Deilan er ekki lengur urn þetta, heldur hve mikið vér af eigin full- veldi eigum að fela Dönum af málum vorura, og nve lengi, að réttarlega óskertu æðsta valdi voru yfir öliura vorum málum. Þetta er mikilsvert atriði, en tæplega svo, að það réttlæti tvískiftingu um þetta mál, sem ætíð hlýtur að styðja Dani stórum. Ef Danir væru fúsir á að semja við oss um jafnréttissamband, þá ætti það ekki að vera ofætlun ísl. þingflokkum að koma sér saman um kröfur vorar. Réttara væri, ef til vill, að krefjast þess af þeim sem sjálfsagðrar skyldu og nota ekki lengur þetta mál til þess að keppa urn vöidin, er svo mjög hefir saman dregið, og annars vegar víst, að samkomulag milli íslendinga er ó'njákvæmilegt skilyrði fyrir því, að Danir láti nokkuð af hendi rakna. Eg held ekki, að þörf sé á því að fjölyrða um nauðsynina á því, að við komum okkur saman um sjálfstæðis- mál þjóðarinnar. F.g held, að öll þjóðin finni til hennar. Eg held, að svo megi að orði kveða, að öll þjóðin stynji undir deilunum um það mál. Hún finnur til þess, hve mikil van- virða þær eru oss andspænis Dönum og öðrum þjóðum. Hún sér það, að með þessu lagi er óhugsandi, að koma nokkuru samkomulagi á við Dani — fá viðurkenningu nokkurrar annarar réttarstöðu íslands en þeir viðurkenna nú. Hún veit það, að þjóðarstarf- semin bíður ómetanlegan hnekki við þennan ófrið í landinu. Hún veit það, að hann dregur hörmulega úr samvinnu um framfaramál þjóðarinu- ar. Hún veit það, að hann hlýtur að spilla til muna lánstrausti hennar erlendis. Fyrir þvi er eg þess fulltrúa, að ekki verði annað vinsælla verk, né annað sannarlegra þjóðræknisverk unn- ið hér á landi nú, en að sveigja sam- an hugi manna í sambandsmálinu. Einhvern veginn verður að byrja. Og einhverjir verða að byrja. Og fyrst er að huqsa tnálið. Mér er það mikið gleðiefni, að geta fært lesendum ísafoldar þær fréttir, að hér í Reykjavík eru málsmetandi menn úr báðum flokkum farnir að hugsa um þetta æsingalaust — hugsa unt það, hvort ókleift sé að finna nýja stejnu í sjálfstæðismálinu, hugsa uni það án þess að það verði vatn á mylnu annarshvors flokksins, hugsa urn það með það eitt fyrir augum, hvað þjóð- inni sé fyrir beztu. Nokkrir þessarra manna úr báðum flokkum hafa talast við. Og miklar líkur virðast til þess, að úr samkotnu- lagi geti orðið. Öllum er það ljóst, að til þess verð- ur að sveigja það saman, sem fyrir háðum flokkum hefir vakað, og taka með þeirn hætti nýja stefnu. Þó að menn hafi orðið ásáttir áður urn mikið, eius og við Guðm. Hannesson höf- um haldið fram, þá hefir ágreiningur- inn samt vitanlega verið verulegur. Vandinn er að finna leið, sem hvor- irtveggja geti við unað fyrir þjóð sína. Og vandinn er meiri. Hann er sá, að finna leið, sem verulegar iíkur séu til að Danir þykist líka geta farið — að minsta kosti þá leið, sem ís- lenzka þjóðin sé sjálf sannfærð um að svo sé háttað, að sanngjarnir og óhlutdrægir menn geti láð Dönum, ef þeir neita að fara hana, þrátt fyrir einhuga fylgi Islendinga, eða því sem næst. Þetta er mönnum úr báðum flokk- um ljóst, þeim er hafa átt tal saman um málið. Og þeim virðist svo, sem slíka leið ætti að mega finna. Og því megum við ekki gleyma, að viðunanlegar árangursvonir í Dan- mörk eru alls engar, meðan við ber- umst á banaspjótum uni kröfur okkar. En það eitt, að við verðum allir sarn- mála, eykur árangursvonirnar svo, að nærri heggur fullri vissu um alt það, sem í raun og veru er sanngjarnt og skynsamlegt. Einar Hjörleijsson. Húsbruni. A sunnudagsmorgun brann til kaldra kola hús í Keflavík, sem S. Bergmann átti. Tvö stórslys enn. 20 manns drukna. Sannarleghörmunga-vertíðum mann- tjón ætlar hún að verða — vertíðin, sem nú er að líða. Menn eru naumast búnir að ná sér eftir fregnirnar om eina hörmungina, þegar önnur ber að garði. Hver Jobs- pósturinn á fætur öðrum. í þessari viku hefir spurst til tveggja stórslysa, sem báru að i útsynnings- mannskaðaveðri því, er skall á aðfara- nótt 14. þ. m. Þilskipið Svanur (eign Duusverzl- unar) lá þessa nótt til reks í Eyrar- bakkaflóanum. Flestir skipverjar voru undir þiljum, en skipstjóri og stýri- maður voru uppi á þilfari. Vita þeir þá eigi fyr til en annað skip, hvít skonnorta, kemur þjótandi í myrkr- inu og stefnir á Svaninn — bóginn á honum. Fyr en nokkurn varði skall skonnortan á Svaninn og klauf gat framan á hann. Skipstjóri gerði þeg- ar öllum skipverjum viðvart að forða sér yfir i skonnortuna um leið og hún straukst aftur með. En eigi kom- ust fleiri en 12 skipverja yfir í skonn- ortuna — og hvarf Svanurinn sjónum þeirra á svipstundu. Hvort hann hafi sokkið þegar eða horfið út í myrkrið, gátu þeir eigi greint. Líklegast er þó, að hann hafi sokkið á skammri stundu. Hin frakkneska skonnorta, St. Yhes heitir hún og er frá Paimpole, kom svo hingað til bæjarins á þriðjudag með skipbrotsmenn þá, er af komust. Valurinn, sem staddur var þá i Vestmanneyjum, var óðara beðinn að fara og leita Svansins. En hann kom inn til Eyja í fyrradag, og hafði leit- in reynst árangurslaus. Er þá, því miður, lítil eða engin von um, að þeir 14 menn, sem eftir urðu í Svaninum, hafi komist af. Þeir, sem björguðust, voru: Guðjón Guðmundsson skipstjóri (Grettisg. 12), Sig. Sigurðsson stýrimaður (Grettisg. 22), Ólafur Ólafsson, Stefán Jósefs- son, Kristinn Guðmundsson, Asmund- ur Guðmundsson, Benedikt Jóhanns- son, Jón Guðmundsson, Arni Jóns- son, Guðm. Eiríksson, Theódór Jóns- son, Guðmundur Hjörleifsson. En þeir, sem druknuðu, voru: 1. Vigfús Magnússon, af Akranesi. 2. Sigmundur Helgason, af Akranesi. 3. Jóhann Hjörleifsson, úr Reykja- vík (Bræðraborgarstig). 4. Sveinn Daviðsson, af Akranesi. 5. Magnús Magnússon, af Akranesi. 6. Bjarni Guðmundsson, af Akranesi. 7. Ólafur Jónsson, frá Gígjarhóli í Biskupstungum. 8. Teitur Gíslason, af Akranesi. 9. Jón Pálsson, úr Keflavík. 10. Magnús Ólafsson, af Akranesi. u. Eiríkur lónsson, úr Reykjavík (Brekkustíg 3). 12. Hallgrímiir Eyólfsson, frá Bakkár- holti í Ölfusi. 13. Eiríkur Ingvarsson, úr Reykjavk (Ananaustum), ættaður austan af Skeiðum. 14. Jón Páll Jónsson, úr Kefiavik. Hitt slysið, sem að bar þessa nótt, var það, að mótorbátur frá Vestmann- eyjum hefir farist. Lagði hann ut frá Vestmanneyjum síðastliðinn laugardag, og hefir eigi til hans spurst síðan. Formaður á þeim bát hét Berqstcinn Bergsteinsson, ættaður frá Fjöllum. Þessi mótorbátur var sami bátur- inn og mennirnir druknuðu af fyr í vetur rétt inni við bryggjurnar i kaup- staðnum. Nýr konsúll. Þórarinn Guðmundsson kaupmaður á Seyðisfirði er skipaður frakkneskur konsúll þar á staðnum. ErL símfregnir. Mesta skip lieinisins sokknr. 1653 manns drukkna. Kaupmannahöfn, 10. apríl 1912. Stcersta skip heimsins, Titanic, er sokkið á jerð til Vesturheims, aj ísjakaárekstri. Lojtskeytin segja 1600 mannshaf drukn- að. — London, 18. apríl, kl. 4,48 e. m. Fólksjiutningaskipið » Titanic« rakst á hajísjaka á sunnudagskvöldið kl. /o,25. Skipið sökk á mánudagsnóttina kl. 2m j. h. 70; menn komust aj. 1menn drukknuðu. Þeir sem björguðust koma til New- York í kveld, Daily Mail. Titanw var eitt af skipum »White Star« gufuskipafélagsins. Það var ann- að af tveim lang-stærstu skipum heims- sins, 63.000 smálestir, eða nærri 5 sinnum stærra en stærsta skipið sem hingað hefir komið, »Grosser Kurfurst* (13245 smál.), og geta menn þá gert sér í hugarlund, hvílíkt sjávartröll það hefir verið. Hitt skipið, sem er jafn- stórt, heitir Olympic. Þeim næst að stærð eru skipin Lusitania og Maure- tania, sem margir kannast við, en þau eru 20.000 smál. minni. — Titanic var 269,2 stikur að lengd, 31,7 stikur á hæð frá kiii til stjórnpalls, og gekk fyrir 36.000 hesta afli. Sólmyrkvi sást hér í bæ miðvikudaginn um 11 leytið árdegis. Dró fyrir hálfa sólina, er hæst stóð myrkvinn. Veitt embætti. Páll Bjarnason Skagfirðingasýslum. fekk veitingu fyrir Snæfellsnessýslu 26. f. mán. frá 1. júlí að telja. Jafnframt er Skagafjarðarsýsla auglýst laus. Um- sóknarfrestur til 15. júní. Mannslát. Aðfaranótt þriðjudags réð sér bana skipstjórinn á fiskiskipinu Hildur, Dan- íel Jónsson að nafni. Hann skaut sig, Ókunnugt um það, hvað hann hefir sett fyrir sig. Leikhúsið. Þegar Leikfélag Reykjavíkur hóf störf sín í haust man eg eftir, að eg benti rækilega á það, að eigi hlýddi annað en að nota listarinnar stranga mælikvarða með allri gætni i dómum um leiksýningar félagsins. Það ætti við milda erfiðleika að stríða. En á hinu leytinu vísir til góðrar leiklistar á stundum innan vébanda þess. Þann vísi eigi annarsstaðar að finna. Hann mætti því eigi drepa með of óvægi- legri meðferð. Eg get ekki neitað því, að eftir at- burði leikársins, sem nú er að enda, virðist mér nokkuð á annan veg um þetta mál. Leikfélagið hefir haft 4 leikrit með höndum í vetur: Heimanmundinn, Fjalla-Eyvind, Ræningjana og Sherlock Holmes. Það hefir ekki komist skamm- litið frá neinu þeirra, nema Fjalla- Eyvindi. Heimanmundinn hefir áður verið minst á. Rœningjana hefir ekki verið talað ítarlega um hér í blaðinu. En um það leikrit er sannast að segja, að það Halldór Jónsson og bæjarstjórnin. Landsbankagjaldkeri Halldór fóns- son hefir undnnfarið sótt hvern bæj- arstjórnarfundinn á fætur öðrum og tekið þátt í störfum bæjarstjórnar, enda pótt hann standi undir opinberri saka- málsrannsókn Jyrirskipaðri aj lands- stjórninni, ogutn hann sé svo ástatt, að liann situr eigi í gcezluvarðhaldi aj pvi einu, að hann var nógu ríkur til pess að geta sett 20,000 kr. tryggingu Jyrir návist sinni. í þessu sambandi mætti minna á /að, að fyrir nokkurum árum var einn borgari þesssa bæjar, sem sæti átti í niðurjöjnunarnefnd, sakaður um smá- vægilega yfirsjón og rannsókn hafin. ?egar hann kom á niðurjöfnunarnefnd- arfund, bægði þáverandi formaður nið- urjöfnunarnefndar, núverandi ráðherra Kristján Jónsson, honutn burlu þaðan með þeim ummælum, að pað cetti sér hvergi stað »í danska ríkinu«,-svo sem íann kvað að orði, að pev’ menn, scm vœru undir ákceru, gegndu opinberum störjum. Þetta mun rétt vera hjá núverandi ráðnerra, en það þarf víst eigi að draga svo þröng takmörk sem »hið danska ríkic. Um allan siðaðan heirn munu það vera »óskrifuð lög«, að menn, sem svona er ástatt um, vegna almenns velsæmis, taka eigi þátt í opinberum störfum, meðan þeir hafa eigi sannað sakleysi sitt. Því hefði og mátt vænta þess, að bajarstjórnin sjálf tæki i taumana, er H. J. reyndist eigi sá »taktmaður« að talda sig frá bæjarstjórnarstörfum meðan á máli hans stendur. Þetta hefir bæjarstjórnin sem slík þó eigi gert enn. En einn bæjarfulltrúinn, Svcinn Bjórnsson, gekk í fyrradag aj Jundi, er Halldór lónsson kom inn og sett- ist í sæti sitt — og sendi samstundis borgarstjóra svofelt bréf: Reykjavík 18. apríl 1912. I fundarbyrjun bæjarstjórnarinnar í dag gekk eg af fundi og tek því eigi þátt í störfum bæjarstjórnarinnar í dag. Eg tel mér skylt að gera yður, herra borgarstjóri, sem formanni bæjarstjórn- arinnar, grein fyrir því, hvers vegna eg þóttist eigi geta setið fundinn. Eins og kunnugt er, þá er einn bæjarfulltrúinn undir opinberri rann- sókn vegna misfellna á starfi sínu sem gjaldkeri Landsbankans. Hefir hann eigi verið settur í gæzluvarðhald vegna þess, að hann hefir getað sett pen- ingatryggingu fyrir nærveru sinni. Hefir þetta nú um nokkurn tíma ver- ið á vitorði almennings og talsvert rætt um. Eg og ýmsir fleiri bæjar- fulltrúar töldu áreiðanlegt, að greindur bæjarfulltrúi mundi sýna hinum bæjar- reyndist leikurum vorum yfirleitt margfaldlega ofvaxið — og leiksvið- inu sömuleiðis — hefði þurft miklu víðáttumeira svið til þess að »taka sig út«.-— Leikfélagið sýndi með þeim leik að það er eigi fært um að bera uppi »klassiskt« leikrit. Það sprakk á því. Því væri nú í sjálfu sér eigi svo mjög orð á gerandi, því að sú er og reynslan erlendis, að jafnvel hinum beztu leikfiokkum reynist efitt að sýna hin klassisku leikrit, svo að tökum nái á fólki, svo að lifandi verði, En hins hefði mátt vænta, að leik- félagið hefði komist nokkurnveginn þokkalega frá að sýna siðasta leikritið, sem það tók upp á þessu ári, sem sé Sherlock Holmes. Shcrlock Hobnes er eigi svo vanda- samt leikrit yfirleitt, að leikflokki höfuðstaðarins, sjálfu Leikfélagi Rvíkur, hefði átt að verða skotaskuld úr að sýna það svo, að vel mætti við una, Þegar eg heyrði, að til stæði að leika Sherlock Holmes þótti mér vænt um: þá fengi maður tækifæri til þess að sjá, hvort leikfélagið hefði tök á að sýna létt leikrit og blátt áfram. Tæk- ist það, sýndi það, að það ætti til- verurétt — en tækist það ekki, þá —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.