Ísafold - 20.04.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.04.1912, Blaðsíða 2
86 ISAFOLD fulltrdunum og sjálfri bæjarstjórninni þá nærgætni að mæta eigi á fundum bæjarstjórnarinnar meðan hann væri undir rannsókn, eins og mál hans er vaxið. Það kom því flatt upp á mig og fleiri borgara, í bæjarstjórninni og utan hennar, er nefndur bæjarfulltrúi mætti á siðasta fundi bæjarstjórnar- innar. Eg fór því fram á það við yður í gær, eftir að hafa ráðgast um málið við aðra bæjarfulltrúa, að þér skytuð því að greindum bæjarfulltrúa, Hall- dóri Jónssyni, að það væri ósk ýmsra fulltrúanna, að hann sækti ekki fundi bæjarstjórnarinnar meðan á rannsókn- inni stæði. Mér er kunnugt um að þér hafi gert þetta; og átti eg eigi annars von en að bæjarfulltrúinn tæki þessa kurteislegu og nærgætnislegu ósk til greina. Eg varð þvi mjög forviða, er eg í dag var seztur í sæti mitt og ætlaði að taka til starfa minna, að Halldór Jónsson kom inn í fundarsalinn og settist í sæti sitt, eins og ekkert hefði i skorist. Þótt að vísu séu eigi lög til að meina fulltrúa sæti sitt í bæjarstjórn- inni meðan hann er undir opinberri rannsókn, grunaður um slíkt athæfi sem hér er um að ræða, tel eg fram- komu Halldórs Jónssonar vera broi á virðingu þeirri, sem bæjarstjórnin hlýt- ur að krefjast, að sér sé sýnd — auk þess, sem hann með henni sýnir hin- um fulltrúunum eigi all-litla ónær- gætni. Að svo vöxnu máli hefi eg eigi þózt geta gert annað en að ganga af fundinum, af því mér er þessi fram- koma Halldórs Jónssonar svo mjög á móti skapi og eg treystist eigi til að taka þátt í bæjarstjórnarstörfum með honum á meðan rannsóknin stendur yfir. Virðingarfylst Sveinn Björnsson. Til borgarstjóra Reykjavikur. Vér teljum víst, að kjósendur hér í bænum og aðrir bæjarbúar telji Sv. Bj. hafa hagað sér í þessu máli svo sem vera bar, og að þetta verði til þess, að H. J. af sjálfsdáðum dragi sig í hlé, svo að eigi þurfi enn meiri rekistefnu út úr þessu að gera. Kolaeinkanalan í .sjálfstæö- isfélaginu. í kvöld verður hin mikla nýjungar-tillaga peningamála- nefndarinnar: Einkasala á kolum til umræðu í Sjálfstæðisfélaginu. Fund- ur sá verður haldinn í Bárubúð og byrjar kl. 8Va' Málshefjandi verður Garðar kaupm. Gíslason. PeningamálanefndarmönHunum öll- um, sem hér eru, hefir verið boðið á fundinn og auk þess ýmsum mönn- um utan félags, sem láta sig þetta mikilsverða nýmæli skifta. Skýrsla peningamálanefndarinnar er komin út. — Fæst i bókverzl. ísafoldar. 60 manns í s.jóinn. Síðan á nýári hafa éo sjómenn vorir druknað, að því er enn hefir spurst til. Það er mikil blóðtaka. Og Sherlock Holmes kom upp á leik- sviðið, sá framan i fólkið, en Leik- félagið sifrraði ekki á honum — síður en svo — prátt fyrir pað, að aðal- hlutverkið, Sherlock Holmes sjálfur (Bjarni Björnsson), var alls eigi óvið- unandi og 2— 3 önnur hlutverk eigi heldur. En heildarsvipurinn á leiknum var svo hryggilegur, megnið af hlut- verkunum svo illa leikið, að sárt var á að horfa: Skrípaleikur, eða enginn leikur. T. d. byrjun leiksins, þar sem Larrabees-hjónin eru á leiksviðinu. Aumara getuleysi hefir verið fáséð hér í leikhúsinu. Eða þá atriðin í gas kjallaranum — leikur bófanna þar. Klaufaskapur og skrípalæti glímdu þar um yfirtökin. Og svona mætti halda áfram, en hér skal aðeins bent á eitt atriði til í leik þessum, sem þó eigi kemur við leikurunum, heldur þeitn sem búið hafa leikinn út á leiksviðið. í fyrsta þætti fá Larrabeeshjónin mann, sem gerir sig til af því að vera fínasti listamaður Lundúnaborgar til þess að brjóta upp peningaskápa — þau fá hann til þess að gera tiiraunir við peningaskáp á leiksviðinu. Þessi mað- ur gengur nú að peningaskápnum og byrjar að sarga og sarga í hinni ramm- Erí. símfreqnir. Kh. 2<>/4, kl. 4 árd. \Trá ófriðitium.-; j 1§| Floti ítala hefir skotið á Dardanella- kastalana. Hér er átt við 4 kastala er standa við Dardanellasundið (milli Marmara- hafsins og Egevska hafsins), og eru kastalar þessir taldir lykill að Kon- stantinópelborg. Takist ítölum þvi, að ná þessum köstulum á sitt vald, mun gatan greið að höfuðborg Tyrkja- veldis. t>rír fjeimskutmir mertn faídir af. ---- Kh. 2ð/4 kl. 4. Þeir William Stead, ^Astor 0% Vander- bilt eru laldir aj. Stead er hinn nafnkunni ritstjóri brezka tímaritsins, Reviev of revievs, friðarvinur og spíritisti (f. 1849). En Astor og Vanderbilt eru einhverir mestu auðkýfingar heimsins. Ath. í simskeyti þvi, er ísafold fekk í morgun, er fyrst sagt frá mann- tjóninu á Titanic — og því næst bætt við, að þessir menn séu taldir af. Ekki ólíklegt samkv. sambandinu i símsk., að þeir hafi verið innanborðs i Titanic, og sé átt við, að þeir hafi verið meðal þeirra, sem druknuðu. Titanic-fer líkiö. Til þess að átta sig á stærð Titanic má geta þess, að það hefir verið að lengd um 14 stikum lengra en alt Austurstræti. Á breidd var það 28. stikur (hlið Alþingishússins út að Kirkjustræti mun vera eitthvað áþekk að breidd). Skipið var fullgert í fyrra (19x1). Mannskaða-samskotin. Enn hafa ísafold borist allmikil samskot, og mun listi yfir þau birtur í næsta blaði. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn siðnstu viku: Síra Sigurð- ur Gunnarsson og Sæm. Halldórsson frá Stykkishólmi, sira Ásgeir Ásgeirsson frá Hvammi, sira Ól. Ólafsson próf., Hjarðar- holti, Magnús Friðriksson frá Staðarfelli. Aflabrögð ern nú ágæt á bbtnvörpnnga og allgóð á þilskip. Nýlega eru komnir inn þessir botnvörpungar: Snorri goði með nm 35,000, Snorri Sturluson með ca. 30,000, Baldur með um 55,000, Marz með 28,000, A. G. um 25,000. Árekstur. Frakkneskur hotnvörpungur sigldi á annan hotnvörpung Thorsteinssons- bræðra B a 1 d u r (skipstj. Kolb. Þorsteins- son) á sunnudaginn. Lenti aftan á honum og hrenglaði mikið. Bíó-viðkoman. í siðasta hiaði var getið um nýtt Bíó, sem ráðgert væri að setja á laggirnar í Hótel Island. En það situr eigi við það, heldur kvað enn von á þriðja kvikmyndaleikhúsinu, og eru það Norðmenn, sem að þvi standa. Hvar það fær inni, er ókunnugt enn. Brillouin konsúll kom bingað úr ntanför sinni i fyrradag. Hafði farið fyrst til Vestmanneyja, þaðan upp til Þorláksbafn- ar og landveg þaðan. Dánír. Daniel Jónsson skipstjóri, Grett,- isgötu 34, rúml. 40 ára. Dó 10. april. Steinunn Guðrún Jónsdóttir (Ásmnnds- sonar) ym., Mjóstræti 2, 34 ára. Dó 13. april. Jón Ingimundarson, Holtsgötu 5, 85 ára. Dó 12. april. Fritz Boesen, hinn danski leikflokksfor- maður, sem hingað kom i fyrra með leik- arasveit, ætlar að koma hingað aftur i vor. Hefir hann leigt Iðnaðarmannahúsið frá 11.—21. júni. Guðsþjónusta á morgun: í dómkirkjnnni kl. 12 sira Jóh. Þorkelsson kl. 5 síra Bj. Jónsson. Ekki messað í Fríkirkjunni á morgun, en á snmardaginn fyrsta messað kl. 6 e. m. síra Ói. Ólafsson. Hjúskapur. Sæmundur Magnússon Pálsbæ Rvík og Guðmundina Guðlaug Pálsdóttir. Gift 13. apríl. Kvöldskemtun fjölbreytt verður haldin i kvöld kl. 8'/2 í Goodtemplarahúsinu til á- góða fyrir mannskaðasamskotin. M. a. fara þeir Einar Hjörleifsson og Guðm. Magnússon með sögur, Einar Indriðason syngur, jungfr. Marta Indriðadóttir og Hólmfr. Halldórsdóttir leika á pianó og margt er þar fleira til unaðar. Lavoisier, frakkneska herskipið kom hing- að i fyrradag. Sífl. Hjörleifsson ritstjóri, sem hór hefir dvalist síðan i desemher við peningamála- nefndarstörf — fór heimleiðis til Akureyr- ar núna i vikunni á Flóru. Skipafregn. Strandbátarnir báðir fóru á mánudag með fjölda farþega. Með Austra fóru m. a. Jón Arnesen konsúll, Olgeir Friðgeirsson verzlunarstj., Möller agent. Með Vestra: frú Bryndís Zoega, Björn Arnórsson o. fl. 0. fl. Flora fór vestur og norður um land áleiðis til Noregs á miðvikudagsmorgun. Fari tóku sér m. a. sira Helgi P. Hjálm- arsson, frk. Kristin Þorvaldsdóttir (til Isa- fj.), Carl Sæmundsen agent, Páll Halldórs- son kaupm. (frá Siglnfirði) 0. fl. Bergenshus kom að vestan í nó‘t. Meðal farþega: frú L. Daviðsson frá ísaf. og Dehell oliufélagsstjóri. Sumardagurinn fyrsti er á fimtudaginn. Hann var áður uppáhaldsdagur mikill og er það enn — til sveita —, en í kaupstöð- um gætir hans lítið. Hér í bæ hefir þó undanfarið verið gefið fri í akólum og eins hafa bankarnir lokað. Nú hefir heyrst, að kaupmenn ýmsir vilji fylgja dæmi bank- anna og loka til þess að gera daginn há- tíðlegri. En til þess þarf vitaskuld alment samkomulag. Sumargleði stúdenta. Stúdentar hér i hænum ætla að fagna sumri í Hotel Reykja- vik á miðvikudagskvöldið næstkomandi. Efna þeir þar til veizlu, með horðhaldi, dans og margskonar fagnaði. Full sumars- ins signir Hannes Hafstein með ræðu, en Þorsteinn Erlingsson með nýju kvæði. Þar verður og sungið (tvöfaldur kvartett) og leikið á pianó — og siðast en eigi sizt: Einar Hjörleifsson skáld hefir lofað sinni aðstoð. — Stjórn sumargleðinnar biður þess getið, að þeir stúdentar, sem enn eigi hafa trygt Bér aðgöngumiða á sumargleð- ina geti skrifað sig á lista 0g fengið bí- læti i bókverzlunum Isafoldar og Sigfúsar Eymundssonar til mánudagskvölds. Söngfélagið 17. júní. Það er jafnvel í -ráði, að söngfélagið 17, júni fari í sumar kringum land, ef hentugleikar leyfa, og efni til samsöngva i stærri kaupstöðunum. Ef úr þessu verður fer söngfélagið væntanlega i ágústmánuði einhverntima. Veðrátta. Frostleysa og feikimikil úr- koma hefir verið síðustu daga. Botnvörpungar og strandgæzlan. Með þessari fyrirsögn er smágrein i 22. töluhlaði Isafoldar sem gefur mér tilefni til að rita þessar linur, þar sem mér virð- ist hún stiluð til að álasa strandgæzlunni þetta ár, en það finst mér með öllu órétt- mætt. Tíðindasmælki handan um haf. — Á Þvzkalandi erii nú 4296 kvik- myndaleikhús. — Á Filippseyjum eru tamdar slöng- ur víða 1 húsum lausbeizlaðar, og.þykja ötular til rottuveiða. Það er mjög leitt að þurfa að svara slíkum greinum, því þær eru aðeins get- gátur, sem enginn finst höfundur að, eins og greinin sjálf hendir á: »Flutt sú fregn«, »sagan segir«, og að síðustu, »ef þessar fregnir eru sannar«. Eg get verið mjög stuttorður og læt mér að mestu nægja að benda á þessi uppteknu orð greinarinnar, sem dæmi um sannleiksgildi hennar. Hið leiða er, að þeir er gefa slíkar fréttir, ekki gefa þær skýrar og greinilegar, ef þeir eru þess megnugir, eða þegi ella, sem hverjum heiðvirðum manni væri miklu samboðnara. Um ólöglega veiði botnvörpunga er komist svo að orði, að »úi og grúi af botnvörp- ungum«. Hér hlýtur að vera um marga að ræða, eftir orðunum, en eftir skýrslum að dæma, sem við gátum fengið voru aðeins tveir grunaðir að veiðum og þó svo óglögt, að ekki virðist hægt að handtaka greind skip eftir kærunum. Fjöldann virðist sögu- maður vilja hylma yfir, þar sem hann að eins tilgreinir tvo, sé hann þá kærandinn. Að öðrum kosti virðist manni hann vísvit- andi fara með ósannindi. Tilkynningu um þetta fáum við fyrst eftir, að við höfum lagt af stað til suður- landsins og komum hingað aftur, og önnur kæran er dagsett sama daginn, sem við að kvöldi komum til Eyjanna. Hér er því visvitandi gerður úlfaldi úr mýflugu og sizt af öllu bjóst eg við, að Vestmanney- ingar hefðu ástæðu til að álasa strandgæzl- unni í ár. Mér er líka nær að halda, að þetta sé meira komið frá einstökum mönn- um en almenningi sem virðist okkur þakk- látur og vinveittur i viðmóti, enda hefir ekki ástæðu til annars, þar sem alt er i strand- gæzlunnar valdi stendur, hefir verið gert til að verja rétt hans. Að við þurfum að liggja á Reykjavíkur- höfn og viðar nokkra daga og getum þvi ekki altaf verið á ferðum, vona eg að öll- um verði skiljanlegt, sem hugsa til þess, að við þurfum öðrum skipum fremur að hafa skip vort i góðu lagi, bæði nægar kola- birgðir, vatn og hreina vél; fundum við bezt til þess hina siðustu ferð, hversu slikt er nauðsynlegt, þar sem við urðum að elta tvo botnvörpunga langa lengi i stormi og miklum sjó, þó skotið væri til annars þein a 8 kúluskotum og 3 kúlum í yfirbyggingu annars skipsins; hendir þetta á, að hér er um ábyrgðarmeira starf að ræða og meiri sókn af yfirmannsins hendi en þessar óvin veittu málpipur virðast hafa hugmynd um. Og sizt er slikt til að örfa til sóknar, þeg- ar hið eina sem heyrist getið um strand- gæzluna er eingöngu álas, hversu vel sem hún er rekin. Þorst. Júl. Sveinsson. Aths. ísafold hefir enn eigi átt kost á þvi að hera leiðréttingu hr. Þ. J. Sv. und- ir tiðindamann þann, sem hér á hlut að máli. ------see------- Frá Landssímanum. Starfræksla Landssímans 1911. Tekjur: Simskeyti innanlands <í7082.53 til útlanda 14602./8 frá útlönd. 6830.30 --------- 48015.61 Símsamtöl .................... 68832.00 111547.61 Áframhaldsgjald............... 593634 105610.77 Talsimanotendagjald, einka- leyfisgjald o. fl........... 8765.31 Aörar t.ekjur.................. 4033.93 Tekjur alls . . kr. 118410.01 [101768.311 Giöld: Laun starfsmanna (hór eru meötalin laun landssíma- stjórans, þóknun til lands- stöðva. laun til sendiboöa o. fl............ 32980.17 Yiðhald simans . . . 9106.71 Eyöublöö, prent- kostnaöur, ntföng o. fl............. 3428.84 Önnur gjöld......... 11746.84 ----------- 57262.06 [56129.09] Tekjuafgangur . . kr. 61147.95 [45639.22] Tölurnar, sem 1 [ ] standa, sýna áriö 1910. — Rauður litur er talinn heillamerki- í Kína. Fyrsta kvöldblaðið í Peking, sem byrjar að koma út þessa dagana, er því prentað með rauðu letri á bleik- an pappír. — Rakari einu í Köln, sem ákærður var fyrir morð, róð sór bana fyrir skömmu í varðhaldinu, með nál, er hann hafði í hálshnýti sínu. Henni stakk hann í hjartað, og maðurinn var örendur, þeg- ar fangavörðurinn kom að. I Pari's á að setja á stofn bráðlega málfræðisskóla fyrir símastúlkur, til þess að ráða bót á misheyrnum, sem þar ger- ast þrásinnis, og þar af leiðandi röng- um símasamböndum. í skólanum verð- ur sórstök hljóðfræðisdeild, og konunutn kent að segja sem flest með fæstum orð- um. — Rifrildi af segli úr herskipi Nel- sons, »Victoria<í, sem var eitt af skip- unum í Trafalgarorustunni, var selt fyrir skömmu á uppboði í Lundúnum á 7 sterlingpund. — Fjárhagsáætlun Rússlands á yfir- standandi ári nemur hærri fjárhæð en nokkur áætlun í nokkru ríki áður. Fjár- hagsáætlun Englands 1910—1911 ii am 203.850.600 sterlings punda, tn nú er Rússland einni miljón hærra. Næsta blað kemur á miðvikudag. Öllu kvenfólki fara vel sjölin frá okkur, því þau ern falleg. Alt kvenfólk getur keypt sjölin okkar, því við höfum þau af Öllu verði við allra hæfi. Öll kvenþjóðin er nú að verða sannfærð um það, að við seljum hald- beztu Sjölin, sem hér er völ á. Mikið úrval nýkomið. Einnig hin viðurkendu beztu Kasimir-sjöl. Frönsk sjöl, eitt af hverri teg., nokkur stykki. Verzlunin Björn Kristjánsson, Ryík. r I hinni nýju verzlun minni á Laugaveg 44 í Reykjavík fást keyptar alls konar vefnaðarvörur, tilbúinn nærlatnaður, sjófatnaður, leirvörur, glysvörur, nýlenduvörur, ýmis konar tóbak og margt fleira. Ait selt mjög ódýrt. Virðingarfylst. Marteinn Einarsson. byggilegu hurð með þjölum og bor- um. En hvaða efni er í hurðinni: næfui- þunt jóðurtau eða »shirtin%* (I!) sem eins árs barn mundi geta stungið litlafingr- inum gegnum, án þess að reyna vit- und á sig, enda blakti eins og strá af vindi skekið, við minstu snertingu, Hvernig eiga nú áheyrendur að »lifa sig inn í« atburðina, sem eru að ger- ast á leiksviðinu, þegar svo hrotta- lega er syndgað móti þvi, sem gera á þá sennilega? Um sama leyti og leikfélagið sprakk á eigi vandameira viðfangsefni en Sherlock Holmes — sýndu nokkurar stúlkur úr kvenfélaginu Hringurinn Tvíburana, — sem óhætt má segja um, að ekki er vandaminna leikrit að sinu leyti. En hvílíkur ógnamunur — á leiki Enda þótt stúlkurnar hefðu svo örð- uga afstöðu, að eiga sumar hverar að sýna okkur »sprund, sem þar á bux- um ganga« — bregða sé í karlmanns- gerfi — var þó leikur þeirra miklu sennilegri og eðlilegri en leikfélags- ins. Og meðal kvennanna gægðust fram svo góðir leikkraftar — fleiri en einn og fleiri en tveir, að leikfélagið á nú eigi nema einni stúlku á að skipa, er þeim standi á sporði. Það sýndi sig á þessum tveim leik- sýningum: Sherlock Holmes og Tví- burunum, að kvenfólk, sem annars gefur sig við öllu öðru en að leika, qcetti leiklistarinnar mun betur, en sjáljt T.eikjélag Rvíkur, sem á að vera vörð- ur hennar og brautryðjandi á voru landi. Þetta finst mér vera aðal-íhugunar- efnið í lok þessa leikárs fyrir alla þá sem leiklist unna og vilja henni götu greiða. Mér virðist það vera að koma í Ijós, að hægt sé að hlúa betur að leik- listar-vísinum vor á meðal en með því að láta hann vera í hönd- um Leikfélags Reykjavíkur einum — minsta kosti eins og horfurnar eru í því nú sem stendur. Leikfélagið hejir í vetur sýnt það, að það er eigi um það fært að keppa í leiklistinni við viðvaninga (dilett- anta). Og þá virðist mér, að tilveruréttur þess fari að verða dálítið vafasamur, minsta kosti frá þeirra manna sjónar- miði, sem á þetta mál líta með hags- muni kiklistarinnar fyrir augum. Það fer að verða umhugsunarefni hvort horfum leiklistarinnar væri eigi betur komið, ef Leikjélag Reykjavíkur, sem slíkt, legðist niður, en beztu kraftar þess tækju saman við ýmsa karla og konur hér í bæ utan félags- ins til þess að leika 2—3 leikrit á vetri. Því að vafalaust er ekki svo fátt fólk hér í bæ til, bæði konur og karlar, líklegt fólk til að leika vel, sem fengist til að verja tíma og kiöftum að vetrinum í leiklistarinnar þágu — ef eigi þyrfti að binda sig við Leik- félag Reykjavíkur. Það er mér jafn- vel persónulega kunnugt um. Og eng- inn vafi er á því, að sumt fólk hér í bæ mundi þegar vera búið að koma þessu í framkvæmd, ef eigi hefði hamlað leikhússleysi. Leikfélag Reykjavíkur hefir legið á eina leik- húsi voru eins og ormur á gulli alla vetur. Þar hafa eigi aðrir kom- ist að fyr en á vorin. Þetta finst inér, að Leikfélag Reykja- víkur ætti að íhuga hleypidómalaust. Því ber skylda til að meta jramfarir leiklistarinnar, meira en löngun ein- stakra af félögum þess til að sýna getuleysi sitt á leiksviðinu. Til þess að vinna að framförum leiklistarinnar er því veittur 2000 kr. styrkur úr landssjóði og 500 kr. styrkur úr bæj- arsjóði — en eigi til þess að »upp fóstra« óhæfa leika og þar með spilla smekk almennings á svo mikilsverðri iþrótt, sem leiklistin í raun og veru er. Ego. Lóðartauma og Netakúlur hefir verzlunin Ediuborg, Rvík alt af nægtir af. Dusleg og þrifin stúlka óskast í vist nú þegar. Frú Klingenberg, Lækjargötu 6 A. Skúfhúfa fundin; vitja má í af- greiðslu ísafoidar. Stói’ stofa og svefnherbergi við til leigu á ágætum stað í bænum frá 14. mai. — Forstofuinngangur. — Ódýr leiga. — Ennfremur 1 herbergi fyrir einhleypan, neðarlega í austur- bænum. — Upplýsingar á skrifstofu blaðsins. Fræsölu gegnir eins og að undan- förnu Ragnheiður Jensdóttir, Laufásv. 13. Stúlka, dugleg og þrifin, óskast frá 14. maí. — Kr. Biering Petersen, Suðurgötu 10. Gott barnarúmstæði óskast keypt. Borgpór Jósejsson. Góða atvinnu getur duglegur karlmaður, verldaginn, fengið í Engey frá miðjum maí, lengi, og eftir sam- komulagi. — Afgreiðslan leiðbeinir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.