Ísafold - 24.04.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.04.1912, Blaðsíða 1
Kemui út fcyisvttr i viku. Yerö érg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendis 5 kr, eða 1 */* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppaðgn (■krifleg) bnndin yið inunðt, ei ógild nema komln aé til útgefenda Jfyrlr 1. okt. ag kaepandi aknldlani tíB blaBiB AfgreiBala: Anattuatrnti 8. XXXIX. árg. I. O. O. P. 932649 Alþýbufól.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin rirka daga 10—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.HA fid,2—3 íslandsbanki opinn 10—2 x/a og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 érd,—10 sbd. Alm. fundir fid. og sd. 8 4/a sibdegis. Landakotskirkja, öubsþj. 9 og 8 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 J/a, ö^/a-B1/!. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—0] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opib l1/*—21/* á sunnudögum Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Talsimi Beykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Yifilsstabahælib. Heimsóknartimi 12—1. Þjóbmenjasafnib opib á sd., þrd. og fmd. 12—2 Fjármálanefndin.. Störf hsnnar og álit. Á laugardaginn kom loks fyrir al- menningssjónir nefndarálit Jjdrmála- nejndarinnar. Þessi nefnd var skipuð af ráðherra í vor (28. maí), til þess >að rannsaka, hvort tiltækilegt sé að auka tekjur landssjóðs með einka- rétti á aðfluttum vörum, svo sem tó- baki, kolum, steinolíu, o. fl.« og enn- fremur til ’pess, >að íhuga bankamál landsins og önnur peningamál, er standa í sam- bandi við þau, þar á meðal á hvern hátt hagkvæmast verði að stofna fast- eignaveðbanka, og útvega markað fyrir íslenzk verðbréf. I nefndinni sátu: Klemens Jónsson formaður hennar (skipaður af ráð- herra) og 4 þingkosnir nefndarmenn: Sig. Hjörleifsson ritstjóri, Hannes Haf- stein bankastjóri, Magnús Blöndahl forstjóri og Ágúst Flygenring kaup- maður. Nefndin hefir setið að störfum frá 29. júní til 1. ág., frá 9.-15. ág. og frá 2y. nóv. til n.marz — og hald- ið með sér 93 fundi alls. Tillögur nefndarinnar. Til þess, að búskapur landsins bless- ist í náinni framtíð gerir nefndin ráð fyrir, að auka þurfi tekjur landssjóðs um 800,000 kr. á nverju fjárhagstíma- bili, eða 400,000 kr. á ári frá því sem nú er. Til þess að fá þenna óhjákvæmi- lega tekjuauka bendir nefndin á / hugsanleg ráð. Ráðin eru þessi: 1. Að landið taki str einkaleyfi til að flytja inn kol. 2. Að landið taki sér einkaleyfi til að flytja inn steinoliu. 3. Að landið taki sér einkaleyfi til að flytja inn og búa til tóbak. 4. Að lagður verði tollur á vefn- aðarvöru og tilbúinn Jatnað. 5. Að leitt verði í lög útflutnings- gjald aj sildarolíu, Jóðurmjoli, kolum og áburðarejnum. En af þessum ráðum, sem á er bent, ætlast nefndin þó eigi til, að aukaþingið í sumar snúi sér að, nema 3: sem sé kolaeinkasölu ogtollunum. Tóbaks-einkasöluhugmyndin er eigi n*rri nógu rækilega undirbúin enn, dómi nefndarinnar, — en gert hefir hún ráðstafanir ti), að láta safna gögnum þar að lútandi á næsta ári, frumvarp, sem ætlast er til, að lagt verði fyrir aukaþingið. Steinolíu-einkasalan strandaði á því, að eigi fekst viðunanlegur samning- ur við neitt steinolíufélag að þessu sinni, en nefndin ætlast til, að gefin verði út heimildarlög fyrir landsstjórn- lna5 til þess að semja um einkasölu á steinolíu, ef færi býðst. Tekjuaukinn. Tekjuaukinn, sem nefndin gerir ráð fyrir, eins og nú stendur, er: af kola- einkasölunni 160.000 kr. á ári, af vefnaðartollinum 150.000 kr. á ári, brúttó — hann er áætlaður 10% af innkaupsverði — og af steinolíu-einka- sölu 7/—100.000 kr. á ári. Hverar tekjurnar verði af útflutningsgjaldinu, hefir nefndin ekkert áætlað um — og eigi heldur af tóbaks-einkasölunni. Hér í blaðinu er í dag prentað frv. nefndarinnar um kola-einkasöluna og gerð grein fyrir rökum hennar fyrir því nýmæli, og í næstu blöðum mun haldið áfram að skýra frá og ræða hin önnur nýmæli. Isajold muH leyfa rúm til að ræða um kolaeinkasöluna af beggja hálfu, einkasöluvina og einkasölufjenda, svo að málið megi sem bezt verða skýrt frá beggja hálfu, áður en það verður útkljáð. Einkasala á kolum. Það er langmesta nýmælið, sem - fjármálanefndin stingur upp á og það nýmælið, sem mesta vekur sundur- þykkjuna. Um einkasölurétt yfirleitt ritar nefnd- in ítarlegt mál og skal hér tekinn upp aðalmergurinn úr rökum nefndarinnar, þar að lútandi: Nefndarrökin. Einkaréttur til verzlunar (einokun, monopol) hefir frá fornu fari ekki sem bezt orð á sér hér á landi, og hefir nefndin margvíslega orðið þess vör, að reynt hefir verið að vekja óhug á hugmyndinni um einkasölu- rétt landssjóði til handa með skírskot- un til gamallar reynslu í því efni, og að sjálft hugtakið eða nafnið einokun hefir verið nægilegt. til þess að gera ýmsa menn fyrirfram fráhverfa öllum þess konar ráðstöfunum. En þess ber vel að gæta, að einkasala sú, sem ísland hefir haft af að segja til forna, var útlend allsherjareinokun á allri verzlun aðfluttrar og útfluttrar vöru i smáu sem stóru, bygð á sérstcku stjórnarástandi, sögulegum tildrögum, og ólánsástandi í landinu sjálfu, en hér er að eins að ræða um það, að draga inn í almennan sjóð landsins arð af sölu sérstakra vörutegunda, sem sérstaklega eru til þess fallnar, að hið opinbera hafi þar hönd í bagga til almennings þarfa, og verða alls ekki með neinum rétti fyrirfram dregnar neinar ályktanir um takmarkaðan lands- einkarétt eftir nútíðarsniði, af ástandi landsins á liðnum öldum undir úreltri allsherjareinokun, sem engum kemur til hugar að vekja til lífs aftur. Sú einkasala, eða einokun, sem nú er um að ræða, er að eins sérstakt form fyrir innlendum neyziuskatti af tilteknum gjaldstofnum, á þann hátt, að landið áskilur sér einkarétt tií verzlunar eða framleiðslu á vörunni, og aflar sér tekna annaðhvort með því að láta sjálft framkvæma fram- leiðsluna eða söluna fyrir sinn eigin reikning, eða felur það öðrum fyrir sína hönd gegn tilteknu gjaldi í lands- sjóðinn. Það er í sjálfu sér engin nýung hér á landi fremur en annars- staðar, að hið opinbera áskilji sér full- an einkarétt til þess að framkvæma ýms störf og fyrirtæki, sem vafalaust gætu verið góður gróðavegur einnig í höndum einstakra manna, ef þeir mættu fást við þau. Þannig hef- ir landið áskilið sér einkarétt til alls póstflutnings, útgáfu frímerkja, útgáfu peningaseðla, til ritsíma og talsíma o. s. frv., án þess nokkr- um hafi til hugar komið, að með þessu væri viðskiftafrelsinu stofnað í voða eða rétti einstaklinganna misboðið, og er þó sannast að segja, að í fram- kvæmd gagnvart landsþegnum eru slík einkaréttindi landssjóðs (regalia) alveg sams konar, eins og einkaréttindi lands- sjóðs til verzlunararðs af tiltekinni vörutegund (monopol). Munurinn er að eins sá, að tilgangurinn með slikar einkaréttarstofnanir, sem þær, er að framan voru nefndar, er ekki aðallega sá að afla landssjóðnum fjár, heldur fyrst og fremst að þjóna sérstökum, mikilvægum menningarþörfum, örugg- ar og ódýrar en verða mundi, ef ein- stakir menn hefðu frjálsan aðgang til þess að gera sér atvinnu af þessu; en tilgangurinn með einkaréttarsölu eða Reykjavík 24. apríl 1912. einokun á sérstökum vörutegundum er eingöngu sá, að útvega landssjóðn- um tekjur, annaðhvort meiri eða al- menningi meinaminni, heldur en orðið gæti með venjulegum tolli eða skatti, þó að afleiðingin geti jafnframt orðið sú, að almenningur fái betri og trygg- ari kaup á vörunni eftir en áður, ef réttar og heppilegar leiðir eru valdar. í rauninni má segja, að öll tollálagn- ing byggist á hugmyndinni um einka- rétt hins opinbera til verzlunar og vöruinnflutnings, og munurinn þá að eins sá, að með tollálagningu bannar hið opinbera aðflutninginn og verzl- unina öllum öðrum en þeim, sem toll- gjaldið greiða og fullnægja skilyrðum landslaga að öðru leyti, en með einka- söluaðferðinni öllum öðrum en þeim, sem hið opinbera hefir gert sérstaka samninga við, og veitt sérstakt leyfi gegn ákveðnu gjaldi. Því fer mjög fjarri, að það sé neitt einsdæmi í nútíð, að ríkin leiti sér tekna með einkaleyfissölu. Það er satt, að mjög mikiil mótblástur var á fyrri hluta aldarinnar sem leið og um miðbik hennar gegn þeirri skattaaðferð, og stafaði það af þeim kenningum, sem þá voru ráðandi um frjálsa sam- kepni í öllum greinum sem skilyrði fyrir framför landanna. En eftir að skoðanirnar fóru að breytast í þessu efni, og jafnaðarhugmyndir nútímans að ryðja sér til rúms, tóku og skoð- anir manna á einkasöluaðferðinni sem tekjuleið fyrir hið opinbera að breyt- ast, og á siðari árum er einkasölu- fyrirkomulag komið á dagskrá víðs- vegar um Evrópu. Tillögur um að lögleiða einokun á einstökum vörum, einkum á tóbaki, hafa komið fram í ýmsum löndum, þar sem þessi aðferð hefir eigi verið notuð til þessa; má telja að það sé nú víða í undirbúningi og aðsigi, og aldrei hefir t. d. Frakk- land hætt við fyrirkomulag þetta frá því árið 1674, nema að eins um 20 ára tímabilið 1791—1811, meðan hug- myndir stjórnbyltingarinnar voru mestu ráðandi. Um einkarétt ríkja til tóbaks- framleiðslu og tóbakssölu vísast að öðru leyti til þess, sem frá er skýrt um það í sérstökum kafla í riti þessu viðvikjandi einkasölu á tóbaki. Af öðrum vörutegundum, sem einokaðar hafa verið og eru, má sérstaklega nefna áfenga drykki. Einkaréttarsala var fyrrum á þeim í ýmsum löndum, og tillögur um að taka slíkt upp aftur hafa víða fram komið í seinni tíð, en ekki mun það komið í kring nema í Svisslandi og í Rússlandi. í Frakk- landi var stungið upp á að lögleiða áfengis-monopol árið 1891, og var þá talið, að það mundi gefa ríkinu um þúsund miljónir franka á ári í arð. En bæði þetta og tillögur í ýmsum ríkjum um að lögleiða tóbaksmonopol, hafa strandað sérstaklega á hinum afar- mikla kostnaði og erfiðleikum við það, að raska rótgrónu fyrirkomulagi, og innleysa verksmiðjur og tæki, sem afarmikið stórfé stendur í, og fjölda- margir hagsmunir eru við bundnir. Af öðrum vörutegundum, er einka- söluaðferðinni hefir verið beitt við í ýmsum löndum, má nefna meðal ann- ars salt (Ítalía, Austurríki, Ungarn), púður, eldspítur, spil og steinolíu. Nefndin hefir yfirleitt ekki fundið neitt við það að athuga frá almennu sjónarmiði, að leita landssjóði tekna með einkasölu á tilteknum vörum, svo framarlega sem með því geta fengist tekjur, sem ekki er unt að ná með því að leggja toll á þær vörur, án þess að íþyngja gjaldendum um of. Þær vörutegundir, sem bezt þykja til þess fallnar að afla ríkissjóðunum tekna með einokun, eru auðvitað þær munaðarvörur, sem mikið og alment eru notaðar. Þær þola bæði hæst álag og hinsvegar er miklu minni ábyrgðarhluti fyrir hið opinbera, að leggja þar höft á frjálsa samkepni og frjálst framboð, heldur en þegar um nauðsynjavöru er að ræða. Það liggur í augum uppi, að taki riki einkarétt á hreinni munaðarvöru, þá er það aðallega eða eingöngu peningaspurs- mál fyrir hið opinbera, að varan sé jafnan til taks, ef einhver vill kaupa, og geti selzt sem mest. En þegar einokun er lögð á nauðsynjavöru, eða varning, sem á þarf að halda til at- vinnureksturs í landinu, þá má ekki eingöngu taka tillit til gróða hins opinbera sjóðs, heldur verður þá jafn- framt að hafa fyrir augum þörf og hag almennings. Réttinum hlýtur þá og að fylgja skylda til þess að sjá um, að jafnan séu nægar birgðir fyrir hendi, að verðið stigi ekki svo, að úr því verði ranglát skattskylda, og að varan rýrni ekki að gæðum. Jafnvel þótt meiri hluti nefndarinnar sé þeirrar skoðunar, að af öllum vöru- tegundum, sem til mála getur komið að útvega landssjóði einkasölutekjur af, séu áfengir drykkir og tóbak bezt til fallið, þá hefir nefndin þó eigi komið fram með frumvarp eða tillögur um það að svo stöddu. Að því er snertir áfengisdrykkina hefir nefndin í heild sinni talið það liggja fyrir utan sitt starf að blanda sér þannig í deilu- málið um aðflutningsbannið gegn á- fengi, þar sem það einmitt er ætlunar- verk hennar að rannsaka leiðir til tekjuauka, er komið geti i skarðið fyrir þær tekjur, sem landssjóður missir við bannið. Um ástæðurnar fyrir þvi, að nefndin hefir ekki, að minsta kosti að svo stöddu, getað talið tóbakseinokun til þess fallna að bæta úr fjárþörf landssjóðs, vísast til kaflans um það efni hér á eftir. Aftur á móti hefir nefndin komist að þeirri niðurstöðu, að eftir atvikum væri það mjög æskilegt, ef unt væri, að gera kol og steinolíu að tekjustofn- um fyrir landssjóð. Af kolum er mjög mikið af því, sem aðflutt er, aftur selt til útlendinga, og gæti því gjald af kolum að nokkru bætt úr þeim missi á tekjum frá útlendum fiskimönnum, sem aðflutningsbannið á áfengi hefir í för með sér. Stein- olíuverzlun landsins er meira en að 3/4 hlutum komin i hendur eins út- lends stórgróðafélags, sem virðist vera að ná fullum einkaleyfistökum í fram- kvæmdinni, og því æskilegt, að hið opinbera gæti haft þar einhverja hönd í bagga. Báðar þessar vörutegundir eru mjög einfaldar og óbrotnar, og hægar í eftirliti. Báðar þessar vörutegundir eru nauð- synjavörur og notkun þeirra þannig varið, að tollur, sem hefði verðhækk- un í för með sér, kæmi óhæfilega misjafnt niður, alveg yfirgnæfandi á sjávarútveginn og þá menn, er í kaup- stöðum búa og verzlunarplássum, en lítið á landbúnaðinn. Hinn eini vegur til þess að afla landssjóði tekna af verzluninni með þær, virðist því vera einkasala, og hún þannig vaxin, að fyrir það sé girt með öruggum samn- ingum, að vörurnar hækki i verði einkaleyfisins vegna, frá því sem nú er, eða rýrni að gæðum. Nefndin telur sig hafa trygt slíkt fyrirkomulag, að því er kol snerti, næstu árin, og hefir von um, að það megi einnig takast með steinoliusölu. Á hvern hátt þetta er hugsað og undirbúið sést af eftirfarandi köflum um þessar vörutegundir hvora fyrir sig, og nægir hér að skirskota til þeirra. Frumvarp til laga. uiu einkarétt og einkaleyfi til kolasölu á íslandi. 1. gr. Frá 1. janúar 1913 áskilur landiS sór fyrst um sinn einkarétt til kolasölu á íslandi og í landhelgi viS ís- land. Er því öllum, bæSi einstökum mönnum og félögum, bannaS aS flytja kol til íslands, eSa aS geyma, selja, af- henda eSa á annan hátt úthluta kolum í landhelgi viS Island, nema samkvæmt því, er lög þessi leyfa. RáSherraíslands veitist heimild til þess, aS gera samning viS kolauámufólagiS N. N. um einkaleyfi til kolasölu hór á landi og hór viS land meS eftirfarandi nánari skilyrSum. 2. gr. Kolanámufólaginu N. N. veit- ist einkaleyfi til aS flytja inn kol til Is- lands, og verzla meS þau þar og í land- helgi viS ísland. Þó er dönsku flota- málastjórninni heimilt aS flytja inn kol, sem eingöngu eru ætluS dönskum her- skipum og varSskipum. Svo er og þeim, sem keypt hafa kol af leyfishafa hór í latidi, heimilt aS selja þau aftur til notk- unar í landinu eSa á innlendum skipum. Loks leyfist og innlendum gasstöSvum aS selja í landinu kokes, er þær hafa framleitt, sbr. elnnig 16. gr. 3. gr. Leyfmhafi skal vera skyldur til aS hafa nægar birgSir af kolum þeim, sem nefnd eru í 4. gr. þessara laga og þar eru kölluS »almenn kol«, á þeim stöð'um, sem tilgreindir eru í 5. gr. NægS birgSanna miSast viS kolaeySsluna áriS áSur, hafi hún ekki veriS óvenjulega mikjl eSa lítil, en ef fyrirsjáanlegt er, aS kolaeySslan hljóti aS verSa meiri á einhverjum staS vegna nyrra eSa auk- inna atvinnufyrirtækja, þá er einkasali skyldur til aS hafa birgSirnar aS því skapi meiri. Skal hann sérstaklega birgja þær hafnir upp á baustin, svo aS nægi fram á næsta surnar, sem hættast er viS, aS tepzt geti sigling af ís, og má hann kjósa um þaS, aS flytja allar birgSirnar til hverrar hafnar í eiuni forð eða fleirum. 26. tölublað 4. gr. Kol þau, sem leyfishafi flytur til íslands, og hefir þar venjulega til sölu, (»almenn kol«), skulu vera Rosstyn Hartley kol, eða önnur kol jöfn þeim aS gæðum, svo sem East Lothian Ordi- nary eða Lochgelly. Auk þess skal hann flytja inu aðrar kolategundir, sem menn kunna að fala hjá honum. Smíðakol er honum skylt að hafa til sölu, en rótt er að hlutaSeigendur tilkynni leyfishafa, hve mikil smíðakol muni þurfa á hverj- um sölustað, og verður þessi tilkynning að vera komin á skrifstofu leyfishafa f Reykjavík 1. júlí ár hvert. Innan sama tímamarks verSa að vera þangað komnar pantanir á kokes, anthracite kolum og hverjum öðrum kolategundum, sem menn vilja fala sórstaklega, og senda þarf ásamt hinum almennu kolum. Öll kol, er hann lætur af hendi, eiga að vera sálduð (hörpuð), nema smíðakol og sór- stök gaskol. 5. gr. SöluverS á »almennum kol- um« skal vera fast ákveðið til manna, sem búsettir eru í landinu sjálfu, til innlendra skrásettra fiskiskipa, póst- og mannflutningaskipa, sem sigla eftir föst- um ferSaáætlunum. Verð það, sem til- greint er viS hvern sölustaS í þessari grein, skal leggja til grundvallar fyrir söluverði kolanna eftirleiSis. Þetta verð má aldrei vera hærra, þegar innkaups- verð á »almennum kolum«, fluttum ó- keypis á skip á sölustaðnum í Skotlandi, er eigi hærra en þaS var um miðjan júlí 1911, og flutningsgjaldið eigi hærra en það var þá. SölustaSirnir eru: 1. f 1 o k k u r: 20 kr. tonnið (1000 kg.) 1. I Reykjavlk. 7. Seyðisfirði. 2. í Viðey. 8. Á Mjóafirði. 3. Á ísafirSi. 9. - Eskifirðl. 4. - Hesteyri (Gimii) 10. - Norðfirði. 5. - Siglufirði. 11. - Fáskrúðsfirði. 6. - Akureuri. 12. í Hafnarfirði. 1. Á PatreksfirSi. 2. - Arnarfirði. Bíldudal. 3. - Dýrafirði. Þingeyri. Haukadal. 4. - Önundarfirði. Flateyri. Við Isafj.djúp: í Bolungarvík. - Hnífsdal. 6. Við Eyjafjörð. á Svalbarðseyri. - Hjalteyrl. í Hrísey. 2. f 1 0 k k u r: 21 kr. tonnið. 5. 3. flokkur: 22 kr. tonnið. 1. í Stykkishólmi. 2. í Djúpavogi. 4. flokkur: 25 kr. tonnið. 1. í Hólmavík. 2. Á Blönduós. 3. - Sauðárkrók, 4. - Húsavík. 5. - Þórshöfn. 6. - VopnafirSi. 7. í Vík. 8. í Vestm.eyjum. 9. Á Stokkseyri. 10. - Eyrarbakka. 11. í Keflavík. 12. - Ólafsvík. 13. - Flatey. Við Isafjarðardjúp: í Bolungarvík og Hnífsdal; við EyjafjörS: á SvalbarSseyrl, Hjalteyri og Hrísey; í Ólafsvík, Flatey og Vík verða kanpendur að annast um landflutning kolanna á sinn kostnað. Eigi verða fluttar í einu minni kola- birgðir til Bolungarvíkur, Hnífsdals og Ól- afsvíkur heldur en 150 tons, nema eftir sérstöku samkomulagi, eða ef leyfishafa þykir haganlegt að flytja þangaS minnl birgðir; heldur eigi er skylt að flytja í einu til Svalbarðseyrar, Hjalteyrar, Hrís- eyjar, Flateyjar og Víkur minna en 50 tonn. AS því er snertir Ólafsvík, Flat- ey og Vík, ber hlutaðeigandi sveitar- stjórn að tilkynna á aSalskrifstofu leyf- ishafa í Reykjavík ekki síðar en 1. júlí ár hvert, hversu miklar birgðir þurfl. BirgSir og söluverð kola á öllum öðrum höfnum en þeim, sem þegar eru nefnd- ar, skal vera samningamál. Á aðalhöfn- um landsins — Reykjavík, ísafirði Seyð- isfirði, Akureyri og Hafnarfirði — gildir þetta verð fyrir kolin heimflutt til kaup- anda, innan takmarka bæjarins, ef eitt tonn eða meira er keypt í einu, og til innlendra skipa við hliðina á skipi leyfis- hafa, úr geymsluskipi hans eSa geymslu- húsi, frítt flutt aS sklpshlið, en annars á öllum stöðum frá geymslustað hans í landi, sbr. þó það, sem hór á undan er sagt um Bolungarvík, Hnífsdal, Sval- barðseyri, Hjalteyri, Hrísey, Ólafsvík, Flatey og Vík. Verði, meðan leyfistím- inn stendur, hafnir gerðar eða hafnar- bryggjur af öðrum en leyfishafa, er flutn- ingaskip geta losað við, á einhverjum þeim staS hór á landi, sem ekki er nefnd- ur í fyrsta flokki, þá skal sú höfn njóta sama verSlags, eins og hafnir í fyrsta eða öSrum flokki, eftir því hvorum flokki hin nýja höfn telst líkari að verzl- unarmagni og öðru, og skal það útkljáS, ef ágreiningur veröur, á þann hátt, sem segir í 14. grein. Ef leyfishafi sjálfur byggir bryggju eða hafnir eða bætir losunartækin á ein- hverri höfn á sinn kostnað, færist sölu- verSið ekkert niður þess vegna, með þvf að ágóðinn á að renna til hans, sem tekjur af þeim höfuðstól, er hann hefir variS til fyrirtækisius. Honum er og heimilt að heimta bryggjugjöld, sam- kvæmt núgildandi lögum, af öllum öðr- um skipum, sem nota þessar bryggjur eða hafnir, er hann hefir gera látið. Ef falast er eftir kolaflutningi á út-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.