Ísafold - 04.05.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.05.1912, Blaðsíða 1
Kemui ut tvisvar i viku. VerB árg. (80 arkir minat) 1 kr. arlendi* 6 ki. oRa l'/i dollar; borgiat fyrir mi&jan júli (erlendis fyrir frara?. 1SAF0LD Uppsðgn (skrifleg) bnndin viö arnmót, ei ógila nema komln sé til útgefandu ;fyrir 1. okt. ng &sapandi iknldlaas við blaoio AfgrrsíRsln: AnsínntyKiti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 4. maí 1912. 29. tölublað I. O. O. P. 932649 Alþýoufél.bókasafn Pósthússtr. 11 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6-7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.llA fid,2—S íslandsbanki opinn 10—2 >/« og d'/i-7. K.F.TJM. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard,—10 sod. Alm. fundir fld. og sd. 8 >/« siodegis. Landakotskirkja. Guosþj. 9 og 8 a helgum Landakotsspitali f. sjúkravit.i. 10>/s—12 og 4—6 Landsbankinn 11-2'/a, B'/i-ð1/!. Bankastj. vio lá-2 Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlan 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstof'an opin trá lii—2 Landsféhiroir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnio hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga helga daga 10—lii og 1—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 Nattúrugripasafn opi6 l'/i—2"a á sunnudögum Stjórnarraosskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Talsimi Reykjavíkur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Fósth.st*. UB md. 11—12 Vifilsstaíiahælio. Heimsóknartimi 12—1. Þjóomenjasafnið opio a sd., þrd. og fmd. 12—2 Fylstu kröfurnar. Vonirnar um þær. (Kaflí úr erindi, sem Einar Hjörleifsson flutti f Sjálfstæðisfélaginu 2. maí). Hvern kost eigum við á því að fá framgengt uppsögn í þeim málum, sem Danir heimta að ekki verði upp- segjanleg? Eg segi það hreinskilnislega, að eg sé þess ekki nokkurn kost. Ein- hverjar vonir kynnum við að geta gert okkur, ef við værum allir ein- huga og samtaka um uppsagnar-kröf- una. En allir vita, að því fer mjög íjarri að svo sé. Við berumst á bana- spjótum hér á landi út af henni. Við höfum vakið þau illindi í landinu, að í raun og veru er hér ekki verandi. Við erum í hættu með stofnanir lands- ins. Við erum í hættu með alt rétt- læti í landinu. Við erum að verða okkur til stórskammar út á við út af deilum, sem stafa frá sambandsmálinu. Og við erum að spilla lánstrausti landsins. Þessi er nú eindrægnin heima fyrir. Þessar eru vonirnar, sem við getum á henni reist. Það er hjartans sannfæring mín, að þó að Danir neit- uðu þessari málaleitun, þá væri þessi samkomulagsviðleitni okkur stórgróði innanlands. Því að það skuluð þið sanna: um þetta, sem við förum fram á, tekst að sameina allan þorra ís- lendinga. Þessi mótspyrna, sem nú er verið að reyna að magna hér i Reykjavík, verður ekki víðtæk. íslenzk þjóð er ekki horfin öllum heillum né allri skynsemd. Aldrei hefir mér verið það ljósara en á síðasta fundinum hér í Bárubúð, hve mikinn reyk menn eru að vaða. Gísli Sveinsson hélt þvi þá fram, eftir því sem mér skildist það sem hann sagði, að nú stæðum við svo einstak- lega vel að vígi með sambandsmálið hér innanlands. Að hverju leyti? Að þvi leyti, að núverandi stjórn hefði farið svo klaufalega með gjaldkeramál Landsbankans, að Sjálfstæðisfiokkurinn mundi við það eflast til mikilla muna. Hins lét hann ekki getið, að allar lík- ur eru til þess, að sá ráðherra, sem ábyrgð ber á þeim ráðstöfunum, sem að hefir verið fundið, fari frá völdum a þessu sumri, og að hvað sem sann- gjarnt kann að vera eða rétt, þá mundi verða nokkuð örðugt að sanna það, að sá ráðherra, sem við tekur, hafi átt nokkura sök á misfellunum. Og þess lét hann ekki heldur getið, að hvernig sem fara kann, þá er það ekki á Sjálf- stæðismanna valdi að knýja fram kosningar fyr en eftir 6 ár. Ætli að ekki yrði nokkuð lítið úr þessu gjald- keramáli, ef við ættum eftir 6 ár að vinna með því sigur í sambandsmál- inu, gegn manni, sem ekki yrði sann- að, að neitt hefði verið við gjaldkera- málið riðinn? Ættum við ekki að reyna að hugsa og tala um okkar örð- ugasta, vandasamasta og víðtækasta velferðarmál af nokkurri fyrirhyggju og viti? Eg heyrði annan leiðtoga tala um sjálfstæðisvonir okkar á síðasta fundi. Það var Skúli Thoroddsen. Hann sagði berum orðum, að við þyrftum ekkert annað að gera en að rétta upp hendurnar á þingmálafundum. Sjálf- stæðismáli okkar átti að vera borgið, ef við réttum hendurnar upp nógu lengi. Þá Attum við að geta sagt upp öllum sambandsmálum við Dani. Eg kannast hreinskilnislega við það, að eg hefi ekki vitsmuni til að sjá, hvað Danir muni bifast við þá handaupp- rétting eina. Eg efast um, að nokk- ur kostur sé þess, að láta þá vita nokkuð um hana. Eg efast um, að nokkurt blað sé til í Danmörk, sem væri fáanlegt til þess að segja frá henni. Þeim þykja það ekki miklar fréttir, þó að við réttum upp hendur á þingmálafundum hér úti um landið. Skúli Thoroddsen gerði mikið úr þeim aumingjaskap að standa ekki við kröf- ur okkar, hvað sem Danir segja. Við skulum nú líta á þetta stóryrðalaust og brigzlalaust, einmitt frá hans sjón- armiði. Við eigum deilu við Dani nú út af einu máli. Það er ríkisráðs- ákvæðið í stjórnarskránni. Alt alþingi, báðir flokkar hafa samþykt að taka það ákvæði út úr henni. Það er al- veg ómótmælanlega eitt af sérmálum okkar, hvort ákvæðið er látið standa í stjórnarskránni eða ekki, Við höf- um sýnt Dönum fram á það, og jafn- vel dr. Berlin, sem ritað hefir um málið, ber ekki á móti því. Hér ætt- um við þá að standa svo vel að vígi, sem við getum í nokkuru deilumáli. En Danir mæla á móti. Og svo virðist, sem þeir hafi fengið konung inn á sína mótspyrnu. Hvað vill nú Skuli Thoroddsen gera í þessu máli, þar sem réttur okkar er svo skýlaus, og í raun og veru viður- kendur af öllum? Hann vill sjálfsagt láta rétta upp hendurnar á þingmála- fundum fyrir því, að nú skuli ekki látið undan? Lesið þið Þjóðviljann. Þið munuð sjá þar alt annað. Til- laga Sk. Th. er sú, að við skulum breyta stjórnarskránni þann veg, að annaðhvort skuli málin borin upp í ríkisráðinu eða — einhversstaðar ann- arsstaðar, þar sem konungur ákveður. Við eigum að setja inn í stjórnar- skrána, að annaðhvort höldum við fast við okkar kröfu eða við föllum frá henni! Þetta er nú festan í rásinni gegn Dön- um hjá því blaðinu, sem nú þykist eitt standa á verði fyrir frelsi og sjálf- stæði þessa lands. Er unt að hugsa sér skringilegri stjórnmálaleik, vissari leið til þess að gera okkur hlægilega! Hvað mundi þá verða um festuna i baráttunni um þau mál, þar sem eng- inn viðurkennir okkar rétt nema við sjálfir eða eitthvert brot af okkur — ef einhvern tíma ætti að fara að fram- kvæma eitthvað, og menn létu sér ekki lengur nægja gasprið út í loftið? Sk. Th. gerði á fundinum mikið úr ýmis konar réttindum, sem við hefð- um, ef við að eins gengjum eftir þeim. Hann sagði meðal annars, að við hefð- um rétt til að setja lög um íslenzka konsúla. Hvers vegna hefir hann ekki fengið þingið til að gera það? Af þeirri einföldu ástæðu, að hann og alt þingið veit það eins vel og mennirnir vita af sjálfum sér, að ekkert ríki mundi viðurkenna þá konsúla gegn mótmælum Dana, meðan ríkisréttar- stöðu okkar er svo háttað, að enginn viðurkennir okkur annað en part úr danska ríkinu. Hann sagði, að við hefðum rétt til að setja lög um, að skip okkar skyldu sigla út um heim- inn undir íslenzkum fána. Hvers vegna höfum við ekki sett þau lög? Af þeirri einföldu ástæðu, að ekkert ríki mundi viðurkenna þann fána, eins og rikisréttarstaða okkar er nú — ef Danir mótmæla, sem þeir áreiðanlega mundu gera. Auðvitað gætum við hagað okkur í þessum málum eins og Sk. Th. vill láta okkur fara að í rík- isráðsmáíinu. Við gætum fyrst sam- þykt lög um íslenzka konsúla, eins og við höfum samþykt að taka ríkis- ráðsákvæðið út úr stjórnarskránni, og þar á eftir samþykt, að annaðhvort skuli þessir konsúlar vera íslenzkir eða eins og konungur segir þeir skuli vera. Við gætum samþykt lög um íslenzkan siglingarfána, og þar á eftir samþykt. að annaðhvort skuli fáninn vera íslenzkur eða eins og konungur ákveður hann. En eg sé ekki, hvað slík framkoma mundi koma okkur á- fram. Og eg held ekki, að hún mundi auka oss þá virðingu, sem veröldin leggur á okkur. Svona er þá háttað vonunum hér innanlands. Og ekki vaxa þær, þeg- sr litið er til Dana. Þeir hafa neitað skýlaust uppsegjanleik á sameiginlegum utanríkismálum og hermálnm. For- ingjar allra danskra stjórnmálaflokka hafa þar tekið í sama strenginn. Þeir segjast heldur vilja skilnað. Okkar mesti örðugleiki i því máli er sá i mínum augum, að mér finst þetta vera skynsamlegt af Dönum. Mér finst tæplega von, að þeir vilji hafa sam- band við okkur, ef það samband á ekki að vera um neitt annað en kon- unginn. Þeir eru afarveikt riki út á við, þeir þurfa að halda á allri sinni gætni, og mér finst það mikið vork- unnarmál, að þeir vilji girða fyrir það, að konungur þeirra geti lent í nokk- uru þrefi við önnur ríki, án þess að þeir geti haft þar nokkura hönd i bagga. Við verðum að vera sann- gjarnir — líka við Dani. Við verð- um að reyna að skilja þeirra málstað. Og mér finst þeirra málstaður í þessu efni í raun og veru ekki torskilinn. Hann hefir oft verið torskilinn áður í viðureign þeirra við okkur. En við, smælingjarnir, verðum alvarlega að gjalda varhuga við því, að óhlutdrægir, skynsamir menn fari ekki að segja, að það séu Danir, sem hafi sanngirnina sín megin, en íslendingar ósannngirn- ina. -x*- Sjálfsforræði íra. Baráttan fyrir því. — ViB markiB. Þau stórmerku úrslitatiðindi gerðust í hinu brezka parlamenti n. april s. 1. að þá lagði Jlsquith stjórnarformaður Breta fyrir þingið frumvarp um heima- stjórn á Irlandi. írland hefir um langt skeið verið nokkurskonar Akkillesarhæll Bretaveld- is. Bretar, sem ella eru allra þjóða hleypidómalausastir um að veita þjóð- um innan veldisins sjálfsforræði — þeir hafa einhvernveginn ekki getað fengið sig til þess að láta hið sama yfir íra ganga — og fyrir bragðið verið núið því um nasir, að þeir væru nógu frakkir, er þeir væru að tala máli Finna og Pólverja, víta undirok- un þeirra þjóða, en beittu þó í sama mund engu minni kúgun heima fyrir gagnvart írum, heldur léku þá svo hart, að þeir stykkju unnvörpum af landi burt. Enda er það satt, að engri þjóð Norðurálfunnar hefir blætt neitt í líkingu við íra til Vesturheims- flutninga. Árið 1840 voru íbiiar írlands 8Vs miljón, en 1870 ekki nema 5% milj. og á vorum dögum ekki nema ^j^. A sömu árum sem íbúatala annarra Norðurálfuþjóða nærri tvöfaldast fækk- ar írum um helming! Og þetta er eingöngu að kenna útflutningunum. En þeir aftur, að dómi írskra sjálf- stæðismanna, runnin frá gremjunni og óánægjunni með stjórnmálaástandið. Margir ágætismenn Breta hafa á ár- um áður fundið sárt til ranglætisins, sem írar yrðu fyrir. Meðal annars John Stuart-Mill heimspekingurinn og þjóðmegunarfræðingurinn mikli. En eigi skreiö neitt verulega til skarar fyr en Gladstone gamli kom til sögunnar. Hann varð brautryðjandinn, hann hjó það skarð í margra alda þver- hníptan hleypidóma- og þvergirðings- múrvegg landa sinna í sjálfstjórnar- máli Ira, sem nii hefir gert Asquiths- stjórninni kleift að gera heillavænlega tilraun til þess að rífa múrinn með öllu og fá írum í hendur þeirra sjálf- sögðu, langþráðu réttindi. Það var árið 1886, að Gladstone lagði fyrsta frumvarpið sitt um keimastjórn Irlands fyrir brezka þingið. í því frumvarpi var gert ráð fyrir sérstöku löggjafarþingi á írlandi, er fjalla skyldi um sérmálin, en sameiginlegu málin ættu eftir sem áður að vera í hönd- um parlamentisins. Gladstone óð þá sjálfur fram á vígvöllinn með allri sinni regin-mælsku til þess að vinna fóstri sínu sigur, en það kom fyrir ekki. Meðal margs annars, sem Glad- stone þá sagði, var þetta: «Vér skul- um láta íra njóta góðs af hinni ágætu reynslu, sem vér höfum fengið á Eng- landi og Skotlandi. Hún er sú, að bezta og tryggasta undirstaðan sé vin- semd og velvild þjóðanna . . . írland er nii Pólland Bretaveldis. Hlýðið rödd skynseminnar, rödd hugdjörfung- ar, rödd mannúðarinnar, rödd sæmd- arinnar og takið yður í munn orð skáldsins: »Ring out the old, ring in the new«. (hringið út hið gamla, hringið inn hið nýja), hringið út allar endurminning- ar um stríð, hringið inn friðarins blessunarríku drotnun <. En Bretar fóru eigi að orðum »gamla mannsins miklat það sinni. í neðri málstofunni var Home-rule frumvarpið felt með 343 atkv. gegn 313 og Gladstone lét af völdum. En hann gafst ekki upp. Næstu sex árin hugsaði hann ekki um ann- að en að vinna sigur á hleypidóm- um landa sinna — hleypti út í þá miklu baráttu með eldfjöri æskunnar, þótt um 80 ár ætti að baki — og við kosningarnar 1892 komsthann í meiri hluta í neðri málsstofunni. Hann varð þá yfirráðherra af nýju og lagði hcima- sjórnarýrv. aftur fyrir þingið. Nd var það samþykt í neðri málsstofunni með W. T. Stead. Langfrægastur þeirra manna, sem létust i Ti'íaMM>siysinu, var W. T. Stead, ritstjóri tímaritsins Revicw oý Reviews. Hann var einn af merkilegustu mönn- um nútímans, segir eitt af ensku stór- blöðunum — fluggáfaður maður, post- uli margra málefna, sérstaklega af- burða blaðamaður, einlægnin frámuna- leg og sannfæringarharkan, en hugð- armálin jafnframt jafn-víðtæk eins og veröldin og ástin á æfintýrum ótæ m- andi. Hann gat lamið þá miskunnatr- l'aust, sem hann taldi vera að geia rangt; en samt var hann göfuglyndið og góðmenskan sjálf. Hann var á leiðinni til New-Yo*k til þess að taka þar þátt í fundum um trúmál. Þann 21. apríl átti hann að flytja þar ræðu um »veraldar-frið- inn«, og þar átti líka Taft forseti og ýmsir aðrir merkismenn að taka til máls. Annars var hann 1 sífeldum ferðalögum. Enginn enskur bLaðamað- ur, og mjög fáir enskir stjórnmála- menn voru almenningi jafn-kunnir i Bandaríkjunum, Þýzkalandi o,g Rúss- 34 atkv. meiri hluta, en í efri mils- stofunni var það felt með 419 gegn 41 atkv. — Flokkur Gladstones entist ekki til að spyrna móti broddum lá- varðanna, riðlaðist og misti völd 1895 í hendur íhaldsmanna. Bonar Law, foringi íhaldsmanna og mesti fjandmaður heimastjórnarfrv. Redmond, foringi íra. íhaldsmenn sátu svo við stjóra- völinn næstu to ár — og allan þann tíma var sem farg lægi yfir öllum heimastjórnar heilabrotum írlandi til handa. En 1905 komst frjálslyndi flokkur- inn aftur til valda — og tók þegar landi eins og Stead, segir Daily Mail. Hann virtist síðustu árin vera á sífeldu flökti frá einum höfuðstað til annars, sat á tali við þjóðhöfðingja og stjórnmála- menn, komst að skoðunum og atvik- um, sem fara fram hjá sendiherra* sveitunum, og veitti út frá sér óstöðv* andi blaðamensku-fljótum. Hann var sjálfur nærri því eins og heill stjórnmálaflokkur i landinu, segif eitt blaðið. Svo atkvæða- og áhrifa- mikil var framkoma hans. Stead var fæddur 1849, og var prestssonur. Sjálfsagt hefir hugarfar hans jafnan borið merki þess stranga siðgæðis og trúar-uppeldis, sem hann fekk. Þegar hann var ritstjóri Lund- únablaðsins Pall MaU Gazette, sagði Manning kardínáli, einn af ágætustu mönnum kaþólsku kirkjunnar á Eng- landi um blaðið: Eg les Pall Mallí hverju kvöldi, og mér finst eins og Oliver Cromwell sé aftur kominn til jarðarinnar«. Það taldi Stead mestu lofsorðin, sera nokkuru sinni hefðu verið um sig sögð. Faðir hans var efnalaus. Stead var 14 ára gömlum komið fyrir í verxlun í Tyneside, og kaupið var 4 shillings um vikuna. Féð, sem hann hafði tii ! þess að skemta sér fyrir, var 3 pence

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.