Ísafold


Ísafold - 08.05.1912, Qupperneq 1

Ísafold - 08.05.1912, Qupperneq 1
Kemui út fcvisvar í viku. Verft úrR. (HO arkir minst) 4 kr. erlentU* 6 kt. ef>a l l/a dollar; boigist fyrir mibjan iúli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD CppsOjth (akrifleg) bnndin vib dramót. er óffDd nema komm sé tii útgefanda Sfyrix 1. olrt. rtg aaapandi sknldlaa? ví£ blaMb Afgreibsla: Anstnratrsti B. XXXIX. árg. Reykjavífe 8. maí 1912. 30. tölublað I. O. O. F. 932649 Alþýbufól.bókasttfn Pósthússtr. 14 kl. 5 8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraakrifstofan opin virka daga 10 3 B vjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10 2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nef-og húlslækn. ók. Pósth.str.UA fid.2—8 tslandsbanki opinn 10—2 */» og 5x/a—7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 érd.—10 sbd. Alm. fundir fid. og sd. 8 l/a sibdegis. Landakotskirkja. öuösþj. 9 og fi á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 104/a—12 og 4—5 Landsbankinn 11-21/«, 6^/a-ö1/!. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlén 1—8 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 LandsféhirMr 10—2 og 5—6. Landsokjftlasatnib hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd.og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opib 1 */a—24/« á sunnudögum Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Talslmi Reykjavíkur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóömenjasafniö opiö á sd., þrd. og fmd. 12—2 Mikill landskjálftakippur. Níu bæir austanfjalls gjörhrynja. Nlargir stórskemmast. Útihús hrynja mjög víða. Manna-slys hljótast af. A mánudaginn um miðaftan varð hér i bæ vart við æði mikinn land- skjálftakipp — hinn langmesta síðan landskjálftaárið mikla 1896. Um þenna landskjálftakipp hefir I s a f 0 1 d aflað sér vitneskju hjá Páli Halldórssyni, skólastjóra, því að undir hans gæzlu er eini landskjálftamælir- inn hér um slóðir. Skýrsla hans er svolátandi. Mánudav 6. maí 1912. Hreyj- ingin byrjaði kl. 6* om 208 síðdegis með mjög sterkum kipp úr suðurátt, setn stóð yfir rm 408 Síðan mjög órótt með smákippnm til kl. 6* 2im. Fullkomin kyrð komin aftur kl. 6' ]jm Smáhreyjing kl. yl yym Síð- an mjög rólegt. Hér i bæ kvað svo mikið að land- skjálftanum, að sitt af hverju lauslegt datt ofan af hillum, t. d. i búðinni Godthaab. A einum stað í bænum skvettist úr glasi, sem stóð á borði og var þó á þvi 11/4 þml. borð, og á öðrum stað féll stytta af Jóni Sig- urðssyni ofan af píanói o. s. frv. Fólk varð æði hrætt hér í bæ, ekki sízt útlendingar, sem aldrei hafa fundið landskjálfta fyr. Hlupu menn út úr húsum, þegar kippurinn harðnaði. Engin slys og engar verulegar skemdir hlutust þó af landskjálftanum hér. En austanfjalls hellr kveð- ið ákaflega mikið að land- skjálftanum og stórtjón hlotist af. Bæjahrun. Isajold átti 1 morgun tal við Ólaf ísleifsson lækni í Þjórsártúni og fekk hjá honum nákvæmar fregnir af því. Þessir bæir hafa gjörhrunið. Á RangArvöllum: Næfurholt Haukadalur Selsund Hagverðarnes Kot Svínhagi. Stórskemst haja og hrunið að tals- verðu leyti bairnir Lakjarbotnar, Snjall- steinshöjði og Snjallsteinshöjðahjáleiga. A Landi, Rangárvöllum og í Holt- um, Hvolhreppi og Fljótshlíð hafa útihús skemst og hrunið mjög viða, fallið ofan á gripi sumstaðar og drep- ið þa eða meitt, t. d. i Næfurholti. Þar drapst ein kýrin, en aðrar rifbrotnuðu og skektust, Á Landi: Galtalækur Vatnagarður Leirubakki Manntjón og meiðsl. í Næfurholti lá kona bóndans Ófeigs Jónssonar í rúminu og hafði barn á stokknum fyrir framan sig. Þegar bærinn hrundi, lenti sperrutáin á höfði barnsins og rotaði pað til bana, en lærbraut konuna. — Svnir bónda meiddust og nokkuð í andliti. Spru'gur og klettahrun Sunnan undir Bjólfelli hefir mynd- ast 5 álna breið jarðsprunga og jarð- lagið sigið svo, að annar barmurinn er 2 mannhæðum hærri en hinn. Úr fjallinu fyrir ofan Næfurholt féll klettur mikill og stefndi beint á bæinn, en stöðvaðist 5—6 föðmum fyrir ofan hann. Klettur þessi er 9 faðmar ummáls og alt að 2 mann- hæðum. Landskjálfta þessa hefir orðið vart um Suðurland svo langt sem spurst hefir, og í Vestmannaeyjum, en ekki lengra norður og vestur á bóginn en til Akraness. Miðbik landskjálftans virðist vera kringum Heklu. Frá Titanic-slysinu. Frá vitnaleiðslunum. Ókenda skipið. ---- Kh. n/4 ’12. Nefnd hefir verið skipuð af öld- ungaráðinu í Bandarikjunum til að rannsaka orsakirnar að Titanic-slysinu og er hún enn að starfa. Það hefir vitnast að 2. stýrimaður Mordoch, sem skaut sig, þegar hann sá hvað verða vildi, ber aðalábyrgðina á slysinu. Honum var sagt í tæka tíð, að ísfjallið væri í augsýn, en hann gerði þá ekkert, og ekki fyr en um Smith skipstjúri á stjórnpallinum á Titanic, er hatm hrópar í kallara sinn: S ý n i S y ð u r sem Breta. seinan. Þá lét hann snúa skipinu, en það varð til þess, að hlið þess rakst af afli á ísbjargið. Skipverjar sáu, þegar skipið rakst á, skip í nánd í 3. sjómílna fjarlægð. Neyðarflugeldum var skotið, en skipið svaraði eigi. Enginn veit hvaða skip þetta hefir verið. Annað skip Cali- fornian var nokkru lengra burtu, sá flugeldana, en hafðist þó eigi að. Skipshöfnin af Titanic hefir verið send til Englands, en er höfð þar í varðhaldi unz rannsókninni er lokið. Úr ferð hins skips White-Stars-fé- lagsins Olympic, sem er nákvæmlega eins og Titanic, og átti að vera farin frá Englandi vestur um haf hefir eigi getað orðið að sinni, því að skipverj- ar hafa gert verkfall. Þeir heimta skipið betur ment og björgunarfæri meiri og vandaðri. Samskot eru nú hafin um alla Norð- álfu til styrktar þeim, er mistu vanda- menn sína á Titanic og mörgum þeirra er af komust snauðir. Ógrynni fjár hafa farið i sjóinn með Titanic, m. a. gimsteinar fyrir margar miljónir sterling-punda. Ýms erlend tíðindi. ----- Kh. 29/4 ’12. Strindberg, stórskáldið sænska ligg- ur nú fyrir dauðanum, sárþjáður af krabbameini í maganum. Honum er talin engin lífsvon og búist við and- láti hans þá og þegar. Hann er nú að falla frá þrem bókum, er hann Strindberg. hafði í smíðum, en þær voru: leikrit frá dögum Lúðvíks 14., annað leikrit er byggja átti á kolaverkfallinu brezka og ioks ýms atvik úr sögu Svíþjóðar og átti sú bók að heita »Hinn sænski. Róbínsotif. Þrátt fyrir friðlausar þjáningar er andi skáldsins sístarfandi enn og les hann ógrynni af öllu tægi. Titanic- slysið hafði fengið mjög á hann, eink- um þá er hann las um sálminn, sem hljóðfæraflokkurinn lék um leið og skipið var að sökkva (»Hærra, minn guð, til þín). Taft og Roosevelt. Samkepnin milli þeirra um forsetatignina er orðin gif- urleg. Þessir fornvinir flytja nú hvor um annan svo svæsnar skammarræð- ur, að þess eru fá dæmi í stjórnmála- baráttum. Hvor yfirsterkari verður, er engnn veginn bægt að gera sér í bug- arlund. Líklegast þykir að flokkur þeirra bíði algerðan ósigur sakir þessa sundurlyndis og samveldismenn (de- mókratar) komist til valda. Frá stríðinu. Fullyrt er nú að ítalir muni hefja skothrið í Dardanellasundi nú um mánaðamótin og taka þar nokkrar tyrkneskar eyjar. Sumir segja, að stórveldin muni þó aftra þessu. en aðrir að Rússar gangi í lið með ítöl- um. Bófarnir í Paris. Bonnot drepinn. Nú hefir lögreglunni í París tekist eftir langa mæðu, að ná í annan aðal- manninn í glæpaverkum þeim, sem þar hafa gerst svo að segja daglega. En það var ekki tekið út með sæld- inni að ná fantinum. Fyrir nokkrum dögum komust nokkrir lögreglumenn að honum óvörum í húsi einu, en þá tókst Bonnot að sleppa undan og hafði hann áður drepið tvo lögreglu- menn, af þeim, sem hann vildi taka þá, en voru vopnlausir. í gær komst lögreglan á snoðir um, að fantarnir hefðust að i bifreiðar- byrgi einu í smábænum Choisy le Roi hjá París.. Þangað fór flokkur lögreglumanna snemma í gærmorgun og settist um byrgið. En bófarnir svöruðu með dynjandi skothríð og drápu og særðu nokkra af umsáturs- mönnum. Loks settust um 100 manns um byrgið og sprengdu af því þakið með sprengitundri eftir 3 stunda um- sátur. Þar var Bonnot inni fyrir stór- særður, og annar félagi hans, dauð- ur. Þegar umsátursmenn komust inn ætlaði Bonnot að skjóta á þá, en aðrir segja taka eitur. Þá skaut lögreglu- stjórinn i París, Lepine, sjálfur kúlu i höfuð honum og lézt Bonnot af því von bráðar. Fögnuðurinn er mikill i Frakklandi, en nú er eftir að ná í höfuðpaurinn, Garnier. IVýr konsúll. Ludvig Kaaber kaupm. er nýlega orðinn konsúll Belgja hér á landi í stað Gunnars Einarssonar, sem slept hefir því starfi. Heiöursmerki. Guðmundur Finnbogason dr. phil. hefir verið sæmdur frakknesku heið- ursmerki — orðinn Ojficier d’uAca- demie. Verzlun i Skagafirði til sölu. Þar eð eg hefi afráðið að taka við stöðu, er mér hefir boðist erlendis, hætti eg verzlunum mínum í Hofsós og Sauðárkrók, og eru því húseignir mínar í báðum þessum stöðum ásamt fiskhúsi í Selvík og fleiri stöðum á Skaganum til sölu, sem og verzlunaráhöld, bátar og bryggjur. Sláturhús eru á Sauðárkrók og Hofsós. Oll húsin eru í ágætu standi. Nánari upplýsingar gefnar þeim er þess óska. Sauðárkrók 1. maí 1912. /. Popp. Farþegar á Titanic. 1. frú Astor, 2. Hays, 3. Astor. 4. William Stead, 5. Butt, 6. Straus. Langmerkastur þeirra manna er druknuðu var William Stead. Af öðr- um nafnkunnum mönnum má nefna Hays, járnbrautarkónginn ameríska, Butt aðstoðarmann Tafts forseta, en hann er sagður hafa verið skotinn til bana af farþega, þá er hann (Butt) vildi stöðva ruðning manna að bátunum með því að hleypa af nokkrum skotum. Hörmuleg er frásögnin um Straushjónin og Astorhjónin frá Ameríku. Hin fyrnefndu vildu eigi skilja svo sem skýrt hefir verið frá, og sukku þvi með skipinu. Frú Astor, sem var nýgift og var að snúa heimleiðis úr brúðkaupsferð til Norðurálfu með manni sínum, var komið í bát, en maður hennar mátti eigi vera með. Hann druknaði fyrir augunum á henni. Málverkasýning Ásgríms M&lverkasýning Ásgríms Jóns- sonar, í Yinaminni, opin daglega kl. 11—6. Aðgangur 50 aura. Kort fyrir allan sýningartimann 1,50. Ásgrimur er sistarfandi. Hann lifir á vegum listarinnar og hann helgar sig henni heill og óskiftur. Meðan við hér í borginni hrekjumst fram og aftur fyrir straumunum, og ýmist söfn- umst saman til gleðihátíða eða rífumst um stjórnmálin og alla skapaða hluti, situr Ásgrímur á eintali við iistagyðj- una, fjarri öllum glaumi og hávaða. í horninu á einni myndinni á sýn- ingunni sá eg standa: »17. jiiní 1911«. Og mér datt í hug hvort þarna mundi nú ekki vera þarfasta og fegursta verkið, sem unnið var hér á landi þann mikla dag. Þá var Ásgrímur austur í Mýr- dal og enginn, sem mundi eftir hon- um i gleðivímunni. En sleppum nú þessum almennu hugleiðingum og komum heldur upp í Vinaminni. Þar getum við séð hvað Ásgrímur hefir unnið síðan í fyrra. Því að einu sinni á ári opnar Ás- grímur þar málverkasýningu, og minnir menn á sig. Á sýningunum undanfarin ár hefir jafnan verið einhver ein stór og mikil- fengleg mynd. Athyglin hefir þá leiðst að nenni, því að þar hyggjast menn að sjá eins og inntakið af ársstarfinu, sjá stigið, sem listin er komin á. Við munum t. d. eftir myndinni miklu, þar sem gat að líta hvernig »Heklu, sem gereyddi sveit við sveit krýpur alt landið í lotning« og Öræfajökulsmynd hafði hann í fyrra stóra og áhrifamikla. Nú er þar komin altaristafla: Fjall- ræðan. Nokkuð hægramegin við miðja myndina sést Kristur. Hann stendur hátt, mænir upp úr hópnum og ber við blátt loftið. Það er tign yfir svipn- um og allri persónunni. En andspæn- is honum, fremst vinstramegin situr kona með barn ífanginu. Múgurinn stendur eins og þéttur veggur í kring. Öll athyglin safnast að Kristsmynd- inni. Hann heldur hópnum saman eins og segulafl drægi þá að sér. En mitt í hópnum sjást tveir prestar. Þeir mögla og gjóta hornauga til Krists. En þeir eru auðsjáanlega magnlausir. Friður ríkir yfir öilu. í kring eru fjöll, íslenzk ^jöll, hamraveggur, og hátt fjall bak við, dýrleg kirkja, með dimmbláan himininn hvelfdan yfir. En mjúkt sólskinið breiðir undra næm- an og blíðan blæ yfir alt. Með þessari altaristöflu hefir Ásgr. breitt út fyrir okkur nýja hlið á list sinni. Við höfum séð hana fyr þessa hlið, en aldrei nema eins og hálf fálm- andi. Nú alt í einu hafa öll brotin safnast saman, alt fálmið orðið að beinu striki, og hér er svo ávöxtur-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.