Ísafold - 11.05.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.05.1912, Blaðsíða 2
110 ISAFOLD 0 □ D o D □ D a D D E TTIorgun- kjóíafauin góðu á 0.45 aldrei meira úrval. Verzlutiin Björn Jirisíjánsson. zioiz:—~ □ Q □ D o norður á heimsenda og heim til sín aftur. Mér finst eðlilegast að alþingi veitti í hverjum fjárlögum nokkur hundruð krónur á ári til slikrar kenslu í útlendum málum við háskólann, og væri þessi styrkur veittur einum út- lendum háskólakennara ár hvert, af stjórnarráðinu eftir tillögum háskóla- ráðsins, meðan að aðrar þjóðir gerast til að bjóða oss slíka menn. Nú hafa Frakkar orðið fyrstir til að sýna oss þessa góðvild, og vilji þeir senda oss menn áfram, eigutn vér að taka því með þökkum og veita þennan litla styrk til þess. En nú má búast við því að ekki verði mjög margir fransk- ir menn til slíkrar farar og að ára- skifti verði að því, en þá getur verið að Engiendingar eða Þjóðverjar bjóði oss sömu kosti og fengjum vér þannig til skiftis kennara í þessum þremur aðal menningartungum. Það væri án efa vel farið. Vér er- um smáþjóð, sem lifsnauðsynlegt er að læra v e 1 mál mestu menningar- þjóðanna, og að því er unnið með þesSu, og á hinn bóginn er vonandi að þessir gestir vorir yrðu margir hverir góðir vinir og verðir íslenzkrar menningar, hver í sínu landi, og gagn- ið af því verður aldrei tölum talið. Guðm. Finnboqason. Leikfélagið og leiklistin. Eg bjóst við, að Leikjélag Rvlkur rnyndi taka aðfinslum mínum við frammistöðu félagsins í vetur í 25. tbl. Isaýoldar með sæmilegri skynsemd og stillingu. En eitthvað annað hefirorð- ið uppi á teningnum — og hefir nú heldur en ekki slezt upp á vináttuna af félagsins hálfu. í >málgagni mishermdra tíðinda* svo kölluðu og öðru blaði til, sem einn Leikfélagsmaðurinn er ritstjóri að '— sjálfur mr. Larrabee í Sherlock Holmes — má líta útvalda riddara Leikfélagsins þenja sig á níðgengasta brokki fram og aftur um dálkana, reynandi að skvetta aurnum, sem bezt hafa þeir vit á — á mig vesalan leik- dómara, sem það fúla ódæði hefi framið, að reita hin voldugu regin Leikfél. til reiði, með altoí hispurs- lausum áfellingardómi um störf þess í vetur! Það kemst hver að því fullkeyptu að ýfa hár á höfði þess dándisfólks. Eins og óskeikulir páfar íslenzkrar leiklistar vilja goð þau fá að sitja i friðhelgu hásæti! Vei þeim, er við því hróflarl Við honum tekur ekki annað en útskúfunar-óhelgi og vítis bannfæring! Og »reiði goðanna« kemur beeði yfir réttláta og ranglátal Það er svo sem ekki eg einn, sem fæ að finna af henni smjörþefinn ! — nei — og sei, sei nei! Fyrir það, að eg hældi leik Hring- stúlkmina \J Tvíburunum — ráðast þessr úándisriddarar Leikfél. á pœr, úthúða frammistöðu þeirra, þær S Sjöfin j j alkunnu g aldrei meir úrval DCachemirsjöl og frönsk sjöl af ýmsu verði. DVerzíunin Björn Kristjánsson. f—- ■ .... = D □ D D Q □ D hafi eigi sýnt neitt í áttina, sem list gæti heitið, að eins meira og minna skringilegt látbragð, sem engum »and- lega fullveðja« manni hafi getað fund- ist list! Svo mörg eru þau orð! Nú vita þeir það, allir þeir, bæði konur og karlar, sem þóttust finna meiri list í leik Hringsins eti Leikfél. í Sherlock Holmes — að þeir eru dæmdir og léttvægir fundnir: and- lega ófullveðja garmar I Þeir tala líka um, Leikfélagsskjald- sveinarnir, að Hringstúlkurnar hafi »reynt að skemta íólki« og kepst um að fá sem mest kátlegt út úr hlutverk- unum í Tvíburunum ! Já — sllk og þvílík goðgá — að reyna að gera gamanleikshlutverk kát- legl Það er von þeir krossi sigl — Djúp og þung sorgar-alvarn í hverjum andlitsdrætti og drafandi, seimdregið tungutak mun í þeirra augum vera hin eina sanna list — þegar um er að tefla fjörmikla gamanleika!! Þeim verður og tiðrætt um, ridd- urum Leikfél., hversu vandalítið leik- rit Tviburarnir hafi verið. Gott og vel I Eti gaman hefði eg samt haft af þvi, að Leikfélagið, svo sem nú er pað skipað, hefði spreytt sig á Tvíburutt- um, og skynbærir menn dæmt um, hverir betur gerðu, Leikfélagið eða Hringstúlkurnar. Ætli þær hefði eigi skjöldinn bor- ið í þeirri samkepni ? En sleppum nú þessu. Þessar athugasemdir hér á undan hefi eg neyðst til að gera vegna ill- indarauss Leikfélagsriddaranna i minn garð og »taktleysisins« í garð Hrings- ins. En það er ekki aðalatriðið í þessu máli. Aðalatriðið, aðalihugunarefnið, sem eg hefi bent á er þetta: A Leikfélag Rvikur, eins og nú er pað skipað, rétttil landssjóðs- og bæjar- sjóðs-styrktar tilveru? Eg segi og hefi sagt: eins og það nú er skipað — og þýðir þvi eigi fyrir skjaldsveina þess, að gjalla svo hátt sem þeir gera um afrek Leikfé- lagsins á árum áður. Við lifum eigi nú á þeirri leiklist, sem Leikfélagið inti af hendi ýyrir mörgum árum. Eg játa það fúslega, að mjög vel var unandi við leiklist félagsins meðan það að jafnaði hafði á að skipa svo snjöll- um leikurum sem Jens B. Waage, Jóni sagnfræðing, Kristjáni Þorgríms- syni, Guðm. Tómassyni, Arna Eiríks- syni, Friðfinni Guðjónssyni, frú Stef- aníu, Guðrúnu Indriðadóttur, Emiliu Indriðadóttur og jafnvel fleirum. En hvað er nú orðið eftir af þess- um hóp ? Guðrún og Friðfinnur, auk Arna, sem þó er aðeins með í viðlögum nú orðið. En í skarðið eru komnir 2—3 leik- endur í hæsta lagi, sem bærilegir mega heita, en ella annaðhvort lakir meðal-stumparar eða — og þeir eru fleiri — klaufafengnir leikbrokkarar, sem virðast eiga það erindi eitt á leik- sviðið að sýna fólki hvernig ekki á að leika. Þetta hefir aldrei komið berlegar fram en í vetur. Fjalla-Eyvindi barg það, að leikur- inn stóð og féll með Höllu og hún var verulega vel leikin — enda ein af gamla leikflokknum, sem hana lék. En hinar 3 leiksýningarnar tókust hver annarri verr, þó að fyrst kastaði tólfunum í Sherlock-Holmes ! Þá var mér nóg boðið. Þá fanst mér óverjanlegt annað en að leysa hispurslaust frá skjóðunni! Og það sem eg hefi sagt, er sann- arlega eigi sprottið af neinni óvild til Leikfélagsins. í því þykist eg eiga góða vini og kunningja, sem fjarri fer um, að eg beri nokkura óvild til. En mig tekur sárt til leiklistarinnar, og met það meira, að henni sé eigi misþyrmt, heldur en að rita eftir því sem þeim góðu vinum mínum líkar vel. Eg skil ofboð vel, að þeim einstöku mönnum, sem feikimikið erfiði hafa á sig lagt til þess að halda Leikfélag- inu uppi, falli sárt, að eigi skuli bet- ur hafa tekist. ==ioii^^iior=i D D D B D D D D D i:..::’" ":t.ioi \:t:i En þeir ættu a að reyna að sjá það og skilja, að haldgott og prýðilegt hús verður aldrei smiðað úr grautfún- um efnivið. Þeir ættu að reyna að skilja, að það er betra að bíða með hossmíðina — í þeirri von, að síðar fáist betri efni- viður. Einn Leikfélag-skjaldsveinninn hefir dreift þessum skynsamleguorðum inn- an um illyrðarausið til mín: pað (Leikfél.) er styrkt aý almannaýé og menn eiga heimtingu á að pað vinni í parfir listarinnar. Eg geri orð hans að mínum — því að þau eru alveg réttmæt. En viðbótina vantar hjá honum og hún er þessi: Eins og leikfélagið nú er skipað getur það eigi unnið í þarfir listarinnar, heldur vinnur það henni til óþurftar og meins, spillir smekk almennings, og gerir listina að af- skræmi. Og fyrir því hljóta allir vinir leik- listar að mótmala pví í hennar naýni, að Leikfélag Reykjavíkur, svo sem nú er pað skipað, haldi áýram í skjóli styrkveitinga aý almanna ýé, að drotna sem einvaldsherra yfir leiksviði höýuð- staðarins. Annaðhvort verður Leikfélagið að fá nýjan efnivið, nýtt blóð, nýja, færa krafta í haust komanda — eða hætta, því að betri er enginn leikur, en svo illur leikur, sem tíðast hefir brunnið við í vetur. Ego. U D D Tvisftau tvibreið, 0.50 — 0.60 — 0.65 0.70 — 0.80 mest úrval í bænum. Verzfutiin Björn Jiristjánsson. Ameríkuferðir. 1 framsóknarbaráttunnni verðum vér varir tveggja gagnstæðra strauma. Ann- ar hrindir oss fram, hærra og lengra upp til þroska, menningar og fram- kvæmda. Hins hlutverk er alveg gang- stætt; hann heldur oss alveg aftur, heftir för vora áfram, dregur úr framsóknar- þránni og fullkomnunarlönguninni; hann ber oss inn á hinar skökku brautir, eða jafnvel aftur á bak. Hinn síðari mætti nefna öfugstreymi; og þau hljóta öll að vera skaðleg, hvort heldurerhjá þjóðumeða einstaklingum. Þess vegna ættum vér að kosta kapps um, að fylgja sem fastast straumum þeim, er bera oss áfram, en forðast að sama skapi hina öfugu. ■ En það er oft miklu auðveldara að fylgja hinum síðarnefnda, og þess vegna verður svo mörgum það á. Eitt öfugstreymið í þjóðfélagi voru, eru vesturflutningarnir — útflutningar fólksins vestur um haf — til Ameríku. Eins og kunnugt er, eru þeir ekki nýbyrjaðir; mjög mikið kvað að þeim árin 1880—1890; en þá var hér í landi mjög svo öðru vfsi og ver á- statt cn nú er, og þeir því frernur fyrirgefanlegir. Harðæri gekk þá um land alt, og efnahagur margra svo aumur, að menn ekki gátu unnið sér brauð hér. Fólk það er þá fór, voru heilar fjölskyldur, börn og gamalmenni — auðvitað inn- an um ungir, einhleypir menn; — margt af því var þá kostað til farar- innar af sveitarstjórnunum, því ekk- ert lá þá fyrir mörgu af því annað en fara á sveitina; létti þetta að vísu byrðir sveitanna um stund, en betra væri að hafa það fólk hér nú, og því æði skamt hugsað af þeim, er því réðu, að gefa Ameríku svo mikið af fram- tíðarkröftum vorum. Nokkru síðar batnar í ári, og hægði þá mikið á útflutningnum nokkur ár. En góðæri mega teljast nú síðustu ár- in, og hvað helzt nú sem stendur, og þó mun langt síðan svo ríkur vestur- farahugur hefir verið hjá fólkinu eins og einmitt nú. Þetta ár eru þegar farnir að fara hópar af fólki, og hve margt verður, áður en lýkur, er ekki hægt að segja. En munurinn er sá, nú. og fyr, að nú vilja Ameríkumenn ekki nema kjarnann úr þjóðinni. Alt er fólkið nákvæmlega skoðað af læknum áður en það fer; og svo er eftirlitið strangt, að — þótt vesturfari sé að öllu hraust- ur, ef hann að eins hefir í sérfólgna möguleika til þess að fá augnveiki, sem getur komið upp í Ameríku, en aldrei kemur hér, þá er honum ekki leyfður inngangur í Vesturheimspara- disina. Flest fólk, sem nú fer béðan, er þvi ungt, hraust fólk, á bezta aldri; með öðrum orðum kjarninn úr þjóð- inni. Óneitanlega hefir margt breyzt bér á siðustu 30—40 árum, og mun nú ekki vera sú aðalástæðan til vestur- flutninganna, að fólkið ekki búist við að geta haft nægilegt til fæðis og klæðis hér, en kröfurnar og þarfirnar hafa svo stórum aukist á síðustu tím- um, og fólkið heimtar nú miklu meira en þá. Aðalorsökin til vesturferðanna nú mun vera sú, að fólkið vantar pen- inga; ekki til þess að fæða sig, held- ur til að gera eitthvað fyrir. Það er alls ekki glæsilegt fyrir unga menn, sem hafa íöngun til að láta eitthvað eftir sig liggja — vinna eitt- hvað fyrir landið sitt — að vanta al- veg aflið til þess, peningana; því svo sem kunnugt er taka hér fæstir fé að erfðum. Um lán til jarðakaupa eða annars, er ekki heldur þægilegt hér, það hljóta allir að viðurkenna. Hér hefir hvergí hjálp verið að fá fyrir slika menn, eina ráðið verið að bjargast á sínar tvær hendur; en van- mátturinn og getuleysið smádregur svo úr öllum framkvæmdarþrám og fram- farahugsjónum. Horfur þessar verða til þess, að fólkið tapar trú og trausti á landið sitt. Sumt lifir hér að vísu meira og minna lamað af dauðum æsku- hugsjónum, er aldrei urðu framkvæmd- ar, en margt, jafnvel það fólkið, sem mestur krafturinn er í og löngun til starfa, það fer að leita þangað gæf- unnar, sem betri eru skilyrðin, og fremur hjálp að fá, ogþað er einmitt Ameríka. Hér hefi eg að eins fyrir augum kjör pau og kosti, er bíða peirra manna hér, er vildu gera landbúnaðinn og jarð- rœktina að líýsstarfi sinu, bæði af þvi, að hún er lífæðin og undirstaðan í framtiðarvelmegun þjóðar vorrar, og — þótt sorglegt sé að vita — hefir þó farið miklu fremur varhluta af styrk annarsstaðar frá, einkum frá pen- ingastofnunum landsins, sem mikið betur hafa stutt sjávarútveginn og komið honum á þann rekspöl, að fullkomlega jafnast þau fiskiveiðatæki sem nú eru að verða, og þegar -eru orðin eign landsmanna, með tilstyrk láusstofnananna, — við fullkomnasta útbúnað stórþjóðanna í þeirri grein. Vér íslendingar erum, engu síður en aðrar þjóðir, með því marki brend- ir, að vera töluvert eigingjarnir; finst mörgum, að vonum, vér þegar nógu lengi búnir að vera undirokaðir og leiguliðar; þess vegna var það hyggi- legt ráð, er Ameríkumenn tóku það fyrir að geýa; — því ekki getum vér keypt —landspildur þeim, er vildu vinna það til að rækta þær; og þeir eru, eins og þegar eraugljóst, mjög margir. ==ioir^^noi=-i D D D D D D Jijólatau feikna úrval Eitthvað fyrir alla. Verztunin Björn Jiristjánsson. D D D D D D r nauðsyn ber til, er að finna ráð til þess, að skapa hjá fólkinu meira traust á landinu, binda hugi þess fastara við það, og gera því framtíðina hér glæsi legri. — Eg hygg að það mundi aftra mörg- um burtferðar héðan, ef þeir cettu landblett hér, þótt ekki væri hann stór, en þeir geta ekki keypt þá, og fara því. En því þurfum vér líka að vera að kaupa vort eigið land? Væri nokkuð betur gert við landssjóðs- jarðirnar en að búta pær sundur i dá- litla bletti og geýa þá þeim, er vildu verja kröftum sínum til að ræktaþá? Auðvitað yrði að setja reglur um það, hve mikíð slíkum mönnum bæri að rækta af landinu árlega, og hafa eftirlit með, að þeim verði framfylgt. Vissulega held eg, að þetta myndi mjög flýta fyrir ræktun landsins; víða mundu skapast þétt smábýli, smám- saman töluverð túnrjóður, sem svo að lokum næðu saman, og yrði eitt stórt tún, einn stór akur, með þéttum,lag- legum býlum. Vér höfum næga reynslu fyrir því, að það þarf ekki ýkja stórt tún til, að menn með ekki því stærri fjöl- skyldur geti lifað af. Samt má ekki heimta að eignalausir menn, með mikla ómegð, geti þegar lifað af þvi, þótt þeir fengju ræktaðan landblett ein- hversstaðar upp í landi. Aðallega ættu hinir yngrj og ein- hleypu menn að taka þannig löguð lönd, leggja svo það fé og vinnu, er þeir gætu mist frá daglegum þörfum sínurn til þess að rækta blettinn sinn, og búa sér þannig til hreiður, er þeir síðar gætu sezt að í. Ennfremur mætti benda á hvort ekki væri rétt, að landið keypti nokk- uð af kirkjujörðum þeim, er nú fást, og færi eins með þær. — Máske eru þessar bendingar lítið og skamt hugsaðar, og auðvitað tölu- verðum annmörkum bundnar, en kleift hugsa eg væri að sníða þá af. Annars eru þessi inál, ræktun lands- ins og bygging, eitt af helgustu alvöru- og framtíðarmálum þjóðar vorrar, — sem hvorki þing og stjórn, né heldur einstakir menn, sem unna framtíð lands vors, mega láta afskiftalaus. P. Ó. Það hefir ótrúlega mikil og hvetj- andi áhrif til starfa fyrir hvern mann, að hafa eignast dálítinn landblett, vita og finna, að það er þá gjörsamlega undir hans dugnaði og áhuga komið, hve þetta land má verða fagurt og arðberandi. Honum einum ber heiður eða van- heiður af því — hann er konungur í sínu ríki. — Þessar óskir, og munurinn á því hér og vestra að fá þær uppfyltar, hygg eg muni nú önnur aðalástæðan til vesturfara margra héðan. Engum dylst vonandi, sem þekkir nokkuð land vort, sér alt þetta flæmi af óræktuðum móum og mýrum, bíð- andi eftir nokkrum réttum handtök- um til þess að verða frjóvir akrar, sér heiðarlöndin um hásumar, þar sem »drýpur smjör af hverju strái«, sann- nefnda Paradís frelsis og þroska bú- fjár vors, næstum sauðlaus, og minn- ist svo litlu ræktuðu túnblettanna, sem eru ljósasti vottur þess, hve íslenzkur jarðvegur er frjór og arðberandi; at- hugar það, hve hér er mikið ógert, hve mikið má gera og parý að gera, — að burtflutningar bezta og hraust- asta fólksins úr þjóðinni, er sú blóð- taka og öfugstreymi, sem vér sízt á þessum tímum megum við. Nei, vér erum alt of fáir og fá- tækir, eigum enn alt of mikið óunníð til þess að þola það, að ala upp fólk til þess svo að geýa Atneríku það. Auk þess sem þessir útfiutningar hafa stórkostlega lamandi áhrif á þá, sem eftir eru, og draga úr áhuga þeirra. Það er sárt að hugsa til þess, að nú skuli um 30 þúsundir Islendinga byggja land vestan hafs; betur að þeir hefðu aldrei farið, heldur varið kröft- um sínum til lieilla föðurlandinu; þá myndi það líta öðruvísi út nú. En slikt verður ekki aftur tekið, og það sem nú liggur fyrir, og brýn Ferðalag um landskjállta- svæðið. Þeir lögðu á stað á fimtudaginn síra Olafur Ólafs- son og Einar Hjörleifsson, svo sem til stóð, sbr. síðasta blað. í dag fara þeir um Rangárvellina og Landsveit- ina, þar sem mest hefir orðið tjónið af landskjálftanum,- en síðan austur í Hvolhrepp. Býst Isaýold við að geta flutt itarlega skýrslu af ferðalagi þeirra í næsta blaði. íslenzk skáld á dönsku. Þýðingin á sögum Jónasar Jónas- sonar hefir orðið fleirum en Jóh. Jör- gensen tilefni til þess að hella sér yfir íslendinga. Ekstrablaðið getur um bókina. Læt- ur það lítið yfir skáldskapargildi henn- ar, en telur sögurnar bera á sér ein- kenni sannrar lýsingar og endar á þessum orðum: »Þessar sögur eru mjög fróðlegar ekki að eins frá bókmenta-sjónarmiði, heldur — einkurn — vegna þess, að i Tfúnel 8 Deinl. og röndótt . { 0.20 — 0.25 — 0.30 — 0.32 U ^ 0.34 — 0.36 — 0.40 — 0.42 jj* 0.45 — 0.48 — 0.52 í U þau beztu, er til landsins flytjast. U D D DVerztunin Björn Jirisfjánsson. J lOEEEEEEEEEEEl

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.