Ísafold - 11.05.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.05.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD m I Dötnukíæði, | 0 □ I n D Klæði og Ensk vaðmál, haldgóð — ódýr Verzlimin Björn Jiristjánsson. ~ =1Q[= ......... D □ D þær stuðla drjúgum að því að auka þekkingu vora á þjóðar-einkennum Islendinga. En sú viðkynning er sann- arlega ekki viðfeldin«. Bókafregn. Skirnir, 86. ár 1912, 2. hefti. i. Þetta hefti Skírnis hefst á grein um skáldspekinginn fean Main-Guyau. eftir Ágúst Bjarnason og er greinin heimspekilegs efnis, eða réttara sagt, þar fer saman skáldskapur og heim- speki í skoounum skáldspekingsins, er höf. er að segja frá. Grein þessa hefir höf. ritað að tilmælum ritstjóra Skírnis, og ætla eg, að hann hefði varla getað til þess kosið annan betri, ef lesendur Skírnis áttu sem flestir að hafa þess not, því að hr. Ágúst ritar ljóst og skiljanlega, þótt um heimspekileg efni sé, og velur eigi önnur efni til umræðu en þau, er sem flestum má að notum verða, og er þetta kunnugt af ritum hans. Höf. segir um þennan skáldspeking, að hann þekki engan af nýrri heimspek- ingum hreinskilnari og einlægari, eng- an sem hafi látið sig öll hjartans mál mannanna jafn miklu skifta, og engan sem hefir búið hugsanir sínar jafn- fögrum og aðlaðandi búningi. »Enda var hann skáld og hugsjónamaður mikilU. Um æfiatriði hans getur þess eins, að hann er fæddur suður á Frakklandi árið 185:4. Hann ólst upp við heimspeki Platós og Kants, og stundaði síðan ýmsa gríska spekinga, og rakti 19 ára að aldri sögu heilla- og nytsemisstefnunnar í siðfræðinni frá Epikúr og alla leið fram að Spencer. Vísindafélagið franska sæmdi hann verðlaunum fyrir. En Guyau hafði ofreynt sig á þessu og tók upp úr þvi sýki þá, er síðar dró hann til bana. Varð þunglyndur og þjáðist af efagirni. Sökum sýkinnar leitaði hann suður að Spánarhafi, og virtist honum hafið sýna hina fullkomnustu og jafnframt hina ömurlegustu mynd af heiminum, af allri náttúrunni, þegar hún fer að ráðast á mannkynið. Og hvað verð- ur þá úr mannkyninu? Það bíður ósigur. Alt finst honum tilgangslaus barátta, og eigi sé til nokkurs að æðr- ast eða ásaka nokkurn um það. — En sé tilveran tilgangslaus, þá eigum við sjálfir að búa okkur til fagran og göf- ugan tilgang. Trúin á ljósið, ástina og lífið hressir hann, og ritar hann nú á næstu árum fögur og frumleg rit um siðferði, listir og trú, eða um ást mannsins á hinu góða, fagra og sanna, hversu hún tnegi lyfta lífi hans, auðga það og fegra. í næstu köflum reynir höfundurinn að setja okkur fyrir sjónir helztu skoðanir Guyaus í þessum efnum. — Hér er eigi hægt að rekja þetta efni. En menn mega óhræddir fá sér Skirni og fara að lesa og byrja hiklaust á þessari grein, lesa hana með athygli, og þeir munu flest- ir telja þeirri stund vel varið — og hlakka til þegar framhaldið kemur. Málið á greininni er gott og liðlegt. Nokkurar ósamkvæmni í stafsetningu verður vart. Ritað er jaýntniklum, jaýnýögrum, svo sem rétt er (sbr. í gr. viðýeðminn, hdleitur, marghrotinn), en hins vegar jaýn ýullkomna, jajn ömur- lega, jaýn kjarnyrtum, jafn góýugur, og er leitt, að þetta skuli sjást í Skírni. Ritað er ýeikna-brjóst, en hins vegar ýeikna saýnkcr, og er það minni hátt- ar ósamkvæmni. 2. Siðasti róðurinn. Eftir Ben. Þ. Gröndal. Það er saga um þrjá menn, sem róa til fiskjar, en farast í ofviðri og hafróti. Skautbandið slitnaði í 5 Peusurl ö D D □ D fyrir unga og gamla af ýmsum litum úr ull og bómull. Verztunin Björn Hristjánsson. D □ D □ D 300 rok-kviðu, og tók þá af ganginn, og holskefla hrundi yfir bátinn. Sagan er vel sögð. Lýsingarnar á hafrótinu og öllum atburðum eru stórkostlegar og átakanlegar, og orðavalið á vel við, til að gera alt þetta sem stórskornast og voðalegast. Lýsing mannanna þriggja og samræður þeirra er alt mjög eðlilegt og tekið beint úr lífinu. Slysfarir á sjó munu eigi sjaldan stafa af því, að róið er á lekum og fúnum bátaskriflum og segl og seglböiid ónýt, og svo var um bátinn þennan, er sagan segir frá. Þetta vissu menn- irnir, og þeir höfðu ekki róið langt í logninu, er Bárður formaður tekur svo til máls: »Eitthvað lekur hann enn, báturinn sá arnil* leggur inn árar, tekur austurtrog og fer að ausa. Síðan fara þeir að tala um skautband- ið fúna á stórseglinu. Bátseigandinn hafði ekld fengist til að leggja til nýtt skautband, og hafði þó Bárður rifist um það við hann daginn áður, sagði »að það gæti drepið okkur, þegar minst varði — því það er eldgamall, grautíúinn fjandi« — (pvi hefði átt að vera pví að) — En er sökin að öllu á honum? Er eigi sökin nokkur hjá sjómönnunum sjálfum, sem halda á- fram að róa á bátnum, þótt hann sé hriplekur og seglbandið ónýtt? Sögu- mennirnir halda áfram róðrinum, róa langt á haf út, þótt þeir sjái þegar, að veður er að gera ófært og sjávar- rót mikið, leggja enda lóðir í sjó og fara að draga, en verða að lokum að skera á línuna, og fara þá að leita lands — um seinan. Ekki hefði Bald- vin gamli drepið þá, þótt þeir hetðu horfið aftur í tækan tíma. En það er vist eigi fátítt, að sjómenn gæta þess eigi, að kapp er bezt með for- sjá, og af forsjáleysi munu margir sjómenn lífi týna. — Heldur finst mér óeðlileg lýsingin á róðri þeirra úr landi, sem svo segir: »Hin djúpa næturkyrð var rofin. Það dundi í fjöllunum við skröltið í bátnum og bergmálið margfaldaði hljóðið*. Skárra hefir það verið skröltið i þessu bát- skrifli, sem þrír menn reru á spegil- sléttum firðinum. Nálega ótrúlegt. Eftir lýsingu hafrótsins, um það leyti, er mennirnir sneru aftur, sýnast eng- in líkindi þess, að mennirnir hefðu bjargast á smábátnum, þótt bandið hefði ekki slitnað. En eg skal ekk- ert beint um þetta segja. »Gnoðin brunaði af stað með geypi- hraða«. Það á illa við, að kalla bát- inn gnoð, úr því það er ekki sagt í háði, »brá því« — skautbandinn — »um aftari tolla í miðrúminu*. Er tolli íslenzkt orð? — »Árni deif ár- um sínum í sjóinnc. »Þegar árunum var difið í sjóinnc. Er það gott og gilt sagnorð: dija—deij—difiði Ekki er það i orðabókum, heldur dýýa — dýfði, og er borið saman við gotn. daupjan, á þýzku tauýen, á dönsku dóbe, og talið skylt orðinu djúpur. 3. Nokkrar athuganir um íslenzkar bók- mentir d 12. og /y. öld. Eftir Hannes Þorsteinsson. I. Um Styrmi hinn ýróða, œtterni hans og rit. — Höf. er allra manna ættfróðastur, svo sem kunnugt er, og grein þessi er fróð- leg fyrir alla þá, er þeim efnum vilja sinna, er hún ræðir um. Lengi var óvissa um föðurnafn Styrmis, og Sveinbjörn Egilsson hugði, að hann hefði verið sonur Hermundar Koð- ranssonar á Gilsbakka. En heimildir eru áreiðanlegar fyrir föðurnafninu, og leikur enginn efi á því, að Styrmir var Kárason. Dr. Finnur Jónsson segir í hinni stóru bókmentasögu sinni að Styrmir hafi verið sonarson Styrm- is Hreinssonar (á Gilsbakka) og bróð- urson Hreins ábóta á Þingeyrum. Þetta varð til þess, að H. Þ. fór að rannsaka þetta mál nánar og telur vafalaust, að Styrmir hafi verið sonar- sonarson Ketils biskups á Hólum Þor- steinssonar (Ketill biskup — Runólfur prestur — Kári Runólýsson, ábóti á Þingeyrum — Styrmir hinn fróði). Röksemdir höf. eru svo góðar og gildar, sem frekast er unt, eftir því sem efni er vaxið, og varla mun nokk- ur taka sér í niunn orðin: »petta er gauðrangt hjá Boga«, þegar hann hefir lesið greinina, þótt eigi sé hann að öllu sannfærður. Dr. Finnur fer hörð- um orðum um ritstörf Styrmis (í bók- mentasögunni), en höf. telur þau orð ómakleg, og kveður svo að, »að þótt Styrmir standi alllangt á baki Snorra Sturlusonar að ritsnild, þá má ekki gleyma því, hversu mikið bókmentir vorar eiga Styrmi að þakka, og alls óvist, að vér ættum nú annað eins snildarverk og Heimskringlu, ef fróð- leiks Styrmis hefði ekki við notið, og hann hefði ekki gerst samverkamaður Snorra*. Margt segir höf. annað ve um þetta efni. 4. Sjóður Margrétar Lehmann-Filhés. Merkiskona þessi starfaði mjög að því, að efla þekkingu erlendra þjóða á ís- lenzkum fræðurn, og fyrir andlát sitt (dó í Berlín 17. ág. 1911) ánafnaði hún Kaupmannahafnardeild hins ís- lenzka bókmentafélags 5000 kr., og á að verja sjóðnum til að hlynna að íslenzkum þjóðfræðum. -• Greinina hef- ir samið B. B., ritstjórinn. )■ Sannleikurinn. Eftir William fames. Það er heimspekileg ritgerð, Es 99 Sterling u fer til Austfjarða og útlanda 17. mai kl. 6. síðdegis. Fljót og góð ferð fyrir fólk, sem ætlar austur að leita sér atvinnu. JJærfafnaður D D karla, kvenna og barna af öllu verði við allra hæfi. Verzfunin D Björn Jiristjánsson. | D ] Toilet-pappír Auka-alþingiskjðrskrá Reykjavíkur liggur frammi á bæjarþingstofunni frá 15. til 22. þ. m. koininn aftur í bókverzlun ísafoldar. . Aflabrögð. Snorri goði kom inn i gaer með 70,000, sem hann hafði aflað fyrir Austnrlandi. Kærur sendist borgarstjóra fyrir 2. júní næstkomandi. Borgarstjóri Reykjavíkur 11. maí 1912. Páll Einarsson. Mikið úrval af karlmannsfataefnum komu nú með Sterling síðast. Einnig alt er til fata þarf, sérstök vesti og buxna- efni — alt eftir nýjustu tizku. Andrés Andrésson klæðskeri, Þingholtsstræti i. Sigurður ráðunautur er flutt- ur á Laufásveg 6. er hr. Guðm. Finnbogason hefir þýtt. Áýðandinn gerir ráð fyrir, að mörg- um þyki greinin strembin, en ber það traust til lesenda Skírnis, að þeir láti sér ekki fyrir brjósti brenna áreynsl- una, og hafi hugfast, að það, sem er mngskilið í fyrsta lestri, verður oft auðskilið, þegar það er lesið aftur. Engan vildi eg letja, en hræddur er eg um, að hér komi fram oftraust í orðum þýð., er litið er á allan þorra lesenda Skírnis. Annars ætla eg, að varlega verði í það að fara að taka þungskildar heimspekisritgerðir i Skírni. Að minsta kosti mega þær ekki taka mjög mikið rúm í ritinu. 6. Sigga Gunna. Eftir Þóri Bergs- son. Stutt saga, allvel sögð, lýsir einhverju hinu mesta samvizkuleysi og þorparaskap. Vér venjumst því nú, að söguskáld- in snúa sé helzt að hinni dimmu hlið • mannlífsins, leita helzt uppi hið öm- urlega og ægilega, þrautir og basl, harðneskju manna og stráklyndi, og lýsa þessu sem allra svartast. Eg vildi óska, að einhver leitaði uppi einhverja ljósbletti lífsins, einhverja bjarta daga, og sýndi oss í laglegri sögu í Skírni, svo að vér gleddumst og lundin yrði léttari. Eða einhver segði okkur sögu þess efnis, að við gætum farið að brosa, enda hlægja. Er engra slíkra manna kostur nú á landi voru? 7. Skúli Magnússon. Eftir Guðmund Friðjónsson. Kvæðið er með drótt- kvæðum hætti og er kjarnyrt kvæði og vel ort. Er það ekki oflof, þar sem segir: kcerleiks-auga konungs hugar kunni grein á pjóðarmeinum. Þetta getur nokkurn veginn til sanns vegar færst eftir þeirri reglu, að eigna smalanum féð, þótt enga eigi hann kindina. Danir sjálfir bera eigi Frið- riki V. vel söguna, og sagt er, að hann hafi látið sér alt á sama standa, og eyddi æfi sinni í drabbi og drykkju- skap. En stjórnin studdi Skúla vel. Mörgum mun veita fullörðugt að skilja orðið loga-ess, þar sem segir um aug- un í Skúla, að þau hafi verið leifturhvöss i logaessi. Kroka er einnig óvanalegt orð; að kroka sig = beygja sig: 8. Ritfregn. Háskólarektor Björn M. Ólsen skýrir frá, að dr. Kr. Kálund hafi nú lokið við Sturlungu út- gáfu sína, og lýkur á miklu lofsorði. Hann endar greinina með þessum snjöllu orðum: »Allir þeir, sem unna íslenzkum bókmentum, hljóta að vera útg. þakklátir fyrir þessa fögru og vönduðu útgáfu. Hann hefir með henni lagt fastan og óbifanlegan grund- völl undir nýar rannsóknir viðvíkjandi Sturlungu, og um leið reist sér þann minnisvarða, sem lengi mun standa »óbrotgjarn í bragartúni« «. Heyr! 9. Frá útlöndum: Suðurheimsskaut- iðfundið. Kinabyltingin. Persía. Kola- verkfall í Englandi. Þetta er alt áður * kunnugt úr blöðunum. Þorst. Gísla- son hefir skrifað þessa grein. Þá er heftinu lokið. ýanus Jónsson. Frá skólunum. Hvitárbakkaskólanum í Borgarfirði var sagt upp um sumarmálin, eins og vant er. I honum hafa verið 44 nem- endur i vetur, þar af 16 í eldri deild skólans. Af þessum 44 nemendum voru 17 stúlkur. Flestir voru nem- endur úr Borgarfirði, sem sé 16. Þar næst úr Skagafirði, 8. — Alls hafa skólann sótt þetta skólaár nemendur úr 13 sýslum. Skóli þessi hefir nú starfað 10 vetur og 207 nemendur hafa gengið í hann á þessum tíma, en að eins eru 7 ár síðan hann hóf starf sitt að Hvítárbakka. Nú á að reisa þar i sumar tvílyft steinsteypu- hús, 24X12^/2 al., og mun þessi bygg- ing, í viðbót við það, sem áður var komið, verða seinasta byggingin þar, sjálfum skólanum tilheyrandi, en þar hefir verið bygt á hverju ári nú um 7 ár. Vænt timburhús var á jörðinni þegar hún var keypt undir skólann 1905. Þrátt fyrir þessa nýju viðbót á húsum þar, er ekki ætlast til að nemendafjöldinn verði meiri en síðast- liðinn vetur, eða um 40 nemendur, svo hægt sé að fullnægja nokkurn- veginn þeim kröfum, sem heilsufræð- in gerir til skólahúsbygginga. Áður hefir það ekki verið hægt, sem ekki er við að búast, því nú eru aðrar kröfur og aðrir tímar en t. d. fyrir 15—20 árum. Kunnngur. Gull. Gullið rauða, konungur málm- anna, hinn eilífi guð mannkynsins, og hvað það nú annars er kallað, er ein af elztu verzlunarvörum frá Indlandi — undralandinu, þaðan sem það uppruna- lega var flutt. Hið fræga Ofir, þar sem Salómou fekk auðæfi sín, varð ekki fyr en seinna mesta gulland fornaldarinnar. Að vísu þektu menn gullnámurnar suðaustan vert á Rússlandi þegar í þá tið, og jafnvel áður en hinar miklu námur í Kapland- inu fundust, gaf Afríka árlega af sér um 700 vættir gulls. Frá Arabíu hinni fornu kom mikið af hreinu gulli (frá Yemen, »Arabíu hinni farsælu«) og Krösus fekk hin miklu auðæfi sín úr gullsöhdum Paktotusfljótsins í Lydiu. Gullfundum fer nú sífelt fækkandi og Mexíkó, Brasilía, Alaska, Perú, Kalífornía, British Kólumbía, Tasmanía, Natal, Transvaal og aðrir staðir, sem gullsjúkur mannfjöldi vitjaði til skiftis, mega nú heita tæmdir að þeim málmi. Síbería virðist nú muni verða hið nýja fyrirheitna gull land. Að m. k. hafa fundist málmæðar við lagningu hinnar nýju Asíu brautar. í Síberíu getur þú því fundið þau auðæfin, sem mölur að m. k. getur ekki grandað, og sem stenzt alt nema »konga- vatn« og blöndu af saltpóturs- og salt- sýru. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn. Hjörtnr Lindal óðalsbóndi frá Núpi í Miðfirði hefir dvalið hér lengi í vetur til lækninga. Hann er nú hres* orðinn og fer norður 15. þ. m. Aðrir að- komumenn m. a.: Síra Magnús próf. Andrés- son, Gilshakka; Guðm. Bergsteinsson kaupm. í Flatey; Hafliði Snæhjörnsson, Hergilsey. Barnaskólinn. Honum verður sagt upp 4 þriðjadaginn. Núna í vikunni var handa- vinua barnanna sýnd almenningi, hæði teikn- un og skólaiðnaður. Er framförin i þeim efnum gríðarmikil frá því sem var fyrir 10—15 árum. Eun fremur var sýnt, skólaeld- húsið, þar sem stúlkurnar í efstu bekkjun- um læra alla almenna matreiðslu. Skóla- eldhúsinu stjórnar jungfr. Soffia Jónsdóttír (Þórarinssonar). Er það þarfur viðbætir við aðrar barnaskólanámsgreinar. að lcera að elda mat. Danskir leikarar koma hingað i júnimán- uði, Fritz Boesen sá er var hér i fyrra og félagar hans. Hafa leigt leikhúsið um miðjan júni. Þeir koma upp til Austfjarða og ætla fyrst að leika á Seyðisfirði, þá á Akureyri og ísafirði. Draumar. Hermann Jónaison ætlar núna eftir helgina, á mánudags- og þriðjudags- kvöld að segja frá draumum sínum í Báru- búð, hæði þeim sem hann sagði frá í vet- ur og auk þess 6 nýjum draumum. Þessar drauma-frásagnir hans eru að dómi þeirra, sem hlýtt hafa á eða kynt sér á annan hátt, frábærlega merkilegar. Þetta sinni ætlar Hermann einnig að svara helztu fyr- irspurnum, sem gerðar hafa verið út af drauma-frúsögnunum og enn fremur að segja frá draumtjónum, t. d. Skarpheðni og bardaga hans og Höskulds. Munu drauma- erindi þessi verða næsta fróðleg og nýstárleg. Guðsþjónusta i dómkirkjunni á morgun kl. 12 sira Bjarni Jónsson. — 5 slra Jóhann Þorkelsson. í Friliirkjuuni kl. 12 sira Friðrik Frið- riksson. Hafnargerðin. Útboð í hafnargerðina voru send til útlanda i gær 4 Botniu. Yerða þau auglýst í iðn-tlmaritum og — blöðum á Norðurlöndum, Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi. Hjuskapur. Árni Benediktsson verzluuar- maður og jungfrú Kristrún Hallgrimsson. Gift 10. mai. Ekkjumaður Þórarinn Snorrason Bjarna- stöðum Selvogi og yngismær Hagnhildur Jónsdóttir frá Stiflisdal, Þingvallasveit. Gift 5. mai. Jarðskjáftahræringar voru hér i bæ í gær- kveldi. Jarðskjálftamælirinn sýndi óróleika frá kl. 8,16—916 — fulla klukkustund og aftur kl. undir 10. Karl Einarsson sýslumaður i Yestmann- eyinga hefir dvalið í Vifilsstaðahæli um hrið sér til heilsubótar, en fór heimleiðis i gær á Botniu. Leikhúsið. Leikfélag Rvikur leikur Fjalla* Eyvind annað kveld. Það er eini leikur- inn, sem Leikfél. Rviknr hefir tekist að fara bærilega með í vetur — og ieikanda aðalpersónunnar Höllu prýðilega, svo iið Reykvlkingar fjölmenna væntanlega til þesi að sjá þá graiey i eyðimörku leiklistarinnar. Skipafregn. Botnia fór til útianda i gær. Meðal farþega: Kristján Jónsson ráð* herra, Árni Benediktsson verzlunarmaður með frú sinni, jungfr. Kristín Þorvalds- dóttir 0. fl. Austri fór í strandferð 9. mai. Meðal farþega sira Benedikt Eyólfsson. Vestri kom úr strandferð í gær. Meðal farþe;<a: frú Bryndis Zoéga, Páll Stefáns* son verzlunarm., Finnbogi Láruison kaupm* frá Búðum, U~A ■ Lérefí “ einbr. og tvibr. u velunnin og endingargóð. ° Verztunin L Björn Jirisfjánsson. 1 ÍQI -1—T" D a D a D □ D D 3

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.