Ísafold


Ísafold - 15.05.1912, Qupperneq 2

Ísafold - 15.05.1912, Qupperneq 2
114 I8AF0LD Albertí hneykslið alræmda — en landið fyrst nú að rétta við aftur eftir þau áföll. Mun Friðrik 8. hafa tekið sér þetta nærri svo sem annað, er miður fór, því að hann lét sig miklu skifta öll almenningsmál. Banamein Friðriks konungs hefir orðið hið sama og föður hans Kristjáns 9. En óvenjuleg eru atvikin. Konungur deyr í höndunum á aðvífandi lög- regluþjón öllum ókunnur og er fluttur til sjúkra- húss, án þess nokkur viti deili á honum. — — — Það cr líkara, að í skáldsögu stæði en að raun- veruleg frásögn væri úr lífinu. Hingað barst fyrsta .fregnin um andlát kon- ungs í einkaskeyti, er Þórarinn Tuliníus sendi til bróður síns hér í bæ og hljóðaði svo: Konungur dó i gœrkveldi. Isafold barst fregnin samstundis, og sendi þá þegar fregnmiða um bæinn. Fyrsti fáninn, sem dreginn var í hálfa stöng út af fráfalli konungs var islenzkur fáni (á ísafoldar- prentsmiðju). Stjórnarráðinu barst fyrsta fregnin stundarfjórð- ung síðar, og sendi landritari þegar, fyrir þjóðar- innar hönd, samúðarskeyti tii hins nýja konungs. Síðar mun haidin sorgarguðsþjónusta, og næstu daga verður dómkirkjuklukkunum hringt frá kl. 10—11 og 4—5. Kristján konungur X. Það heiti ber hinn nýi konungur vor á konungsstóli. En fullu nafni heitir hann Kristian} Karl, Frtderik, Albert, Alexander, Vil- helm og er fæddur 26. sept. 1870. Tekur hann því konungdóm 41 árs að aldri, ári eldri en Friðrik VII., er hann tók konungdóm. Kristján konungur X. er stúdent, tók stúdentspróf 1886, en hefir síðan verið í herþjónustu og er nú general- majór. Hin nýja drotning heitir tAlexan- drine og er þýzk furstadóttir. Þau giftust árið 1898. Þan eiga tvo sonu, Friðrik (f. 1899), sem nú er orðinn ríkiserfingi og Knud (f. 1900). Konungsandlátið. Fyrirsögn um það. Eftirfarandi skjal, sem undirritað var 5. júni 1908, hefir Þorkell Þorláksson stjórnarráðsritari léð ísafold, og mun mörgum þykja fróðlegt fyrir það, sem nú er fram komið: Friðrik konungur VIII. deyr árið 1912 aj ajleiðingum aj slysum. Þetta sagði Þorlákur O. Johnson kaupm. við undirritaðan, þann 5. júní 1908. Bygði hann ummæli sín á fyrirbrigði, sem hafði komið fyrir hann í hálfgerðri leiðslu (svefni eða svefn- móki) nóttina næst á undan. — Frá fyrirbrigðinu sjálfu vildi hann ekki að skýrt væri. — Þorkell Þorláksson. Fróðlegt væri nú að vita í hverju fyrirbrigðið hefir fólgið verið. Strindberg dáinn. Símfregn frá Khöfn 15. maí. Sænska stórskáldiö Au gust Strindberg dó í nótt. Til Olympíufararinnar hefir Hjalti Jónsson skipstjóri afhent ísafold 50 kr. gjöf. Þetta er mynd- arlega og fallega gert. Enn skortir sem sé talsvert fé til þeirrar farar, en ef nokkurir fyndust líkar Hjalta, mundi eigi langt um líða, að upp hefðist það sem á vantar. Erindi flutti frú Þórunn Ríkharðsdóttir Sívertsen i Höfn í Borgarfirði 12. þ. m. á Akra- nesi, eftir því sem ísafold er skrifað þaðan, fjörugt og fróðlegt, um norsk skáld, til styrktar ekkjum og aðstand- endum þeirra manna á Akranesi, sem druknuðu á »Svaninum«. Erindið var flutt í nafni Ungmennafélaganna i Leirársveit og á Akranesi, og sótt af 215 manns. Inn komu 53 kr. 75 a. Auk þess var 24 kr. 93 a. skotið sam- an í sama augnamiði. Á undan og eftir voru nokkur lög sungin af Ungmennafél. Akraness. Frúnni var þakkað fyrir hluttekning og hinn góða tilgang hennar með erindisflutningnum. Landskjálftarnir. Að minsta kosti 30 bæir hrundir. Eins og lesendum ísafoldar er kunn- ugt, lögðum við sira Ólafur Ólafsson frikirkjuprestur af stað austur á land- skjálftasvæðið í siðustu viku. — Við komum heim aftur í gærkvöldi. Allnákvæm skýrsla um það, sem fyrir augu okkar og eyru hefir borið, mun koma í næsta blaði. En til bráðabirgða skal þess getið, að tjónið af landskjálftanum er gífur- legt, og ástæður fólksins, sem í mest- um hörmungunum hefir lent, eru hörmulegar. Við gátum ekki, eins og ölluin hlýt- ur að skiljast, komið á alla landskjálfta- bæina. En við höfum fengið fulla vissu um það, að 30 bæir að minsta kosti eru sumpart gjörhrundir, sum- part með öllu óbyggilegir, þó að eitt- hvað af þeim hangi enn uppi, á efri hluta svæðisins vestan frá Þjórsá og austur undir vesturhluta Eyjafjalla. Auk þess eru stórkostlegar skemdir á bæjum og útihúsum, þar sem hrun- ið er ekki algert. í Holtum er tjónið ekki afarmikið, þó að þar séu til alfallnir bæir. En á Landinu ofanverðu og Rangárvölium ofanverðum er aðaltjónið. Merkur- bæirnir og Eyvindarholt eru austastir hrunbæir, svo að kunnugt sé. Það liggur í augum uppi, að fólkið þarf hjálpar við, og enn betur mun það skýrast lesendum ísafoldar með næsta blaði. Sýslumaður Rarígæinga, hr. Björgvin Vigfússon, ætlar að halda sýslunefndarfund á fösludaginn til þess að rætt verði um, hvernig fram úr bágindunum verði ráðið. Og á Rang- árvöllum er fundur haldinn í dag til undirbúnings sýslunefndarfundi. ísa- fold getur væntanlega flutt á laugar- daginn fregnir af ályktunum sýslu- nefndarinnar. Óhugsandi virðist annað, en að sýslan verði að fá lán hjá landstjórn- inni. Og einhverjar ráðstafanir verður vafalaust að gera til þess að útvega mönnum vinnukraft. Á bæjunum er ekki liðfleira en svo, að vinna megi almenn búnaðarverk — þar sem liðs- aflinn er þá svo mikill. Og ekki get- um við, sem séð höfum hörmungarn- ar, hugsað okkur annað, en að menn finni hvöt hjá sér til þess að rétta hjálparhönd með almennum sam- skotum. En, eins og áður er sagt, mun frekari grein fyrir þessu öllu gerð i næsta blaði. E. H. Thorefélagið. Framkvæmdarstjóraskifli. Slmfr. frá Khöfn u/6. Ejtir pví sem blöðin segja, hefir Thorejélagið jengið borgunarfrest hjá helztu skuldareigendum. Tulinius ter jrá epir samkomulagi. Ejtirmaður hans verður Hendriksen, sá er áður var jyrir íslandsdeildinni í Sam. jélaginu. Búist er við að samkepnin við Sam. jélagið minki. Þetta símskeyti staðfestir simskeyt- ið, sem ísafold flutti frá Tuliniusi á laugardaginn. Samningurinn milli hans og félagsins mun hafa runnið út í haust, og Tulinius sagt honum upp frá þeim tíma. En eftir þessu sím- skeyti að dæma mun samkomulagið vera í þvi fólgið, að Tulinius fer frá undir eins. Hendriksen, hinn nýi fram- kvæmdarstjóri, var nokkur ár hjá Sam. félaginu, en siðan verziunarfélagi Dines Petersen. Hendriksen var umboðs- maður Sam. félagsins i samningaum- leitunum við þingið 1909. Siðasta setningin i símskeytinu er enginn gleðiboðskapur oss íslending- um. En eftir þeirri vitneskju, sem ísafold hefir aflað sér annarsstaðar, mun með góðu áhaldi af vorri hálfu mega halda i samkepnina, sbr. grein- ina: Thorefélagið og strandferðirnar. Enn um jarðskjálfta. Eftir siðustu fregnum virðast mikl- ar likur til, að jarðskjálftarnir séu sama eðlis nú og 1896; ofantil í Eystrihrepp, þar sem hræringarnar eru sagðar miklar, eru sprungur í jörðu, sem einkum ber mikið á nokkru fyrir framan Ásólfsstaði og stefna nokkurn veginn á Heklu. Hræring- arnar gera oss viðvart um, að Suður- landsundirlendið er í smíðum ennþá, en það hefir mest orðið af sprungum og landsigi, og þá auðvitað miklir landskjálftar um leið. Ýmsar nýjar athuganir sýna, að suðurlandsundir- lendið er miklu yngra en talið er í ritum Þorvaldar Thoroddsens; mest hefir kveðið að myndun jþess þegar slotað hefir á gosöldunum og jörðin kólnaði^niður, enda færðust þá stund- um jöklar yfir landið, að því er rannsóknir síðustu ára benda til; er mjög merkilegt og þýðingarmikið fyrir vísindin að sjá hvernig breytingar á loftslagi’verða þegar djúpeldarnir auk- ast eða dvína. Nokkuð af Heklu og undirfjöllum hennar er frá síðasta stór- gosatímabilinu, að því er eg hefi næst komist; mjög stórt eldfjall frá þeim tíma heitir Vatnafjöll og er ekki langt austur af Heklu; get eg þessa til fróðleiks [fyrir einhverja, sem kunna að ganga upp á Heklu, og þarf líklega ekki jarðfræðinga til að sjá, að Vatna- fjöllin eru eldfjall, ennþá meira um sig en Hekla, þegar einusinni hefir veriðfá það bent; en ekki hefir þess verið getið í ritum eða á landsupp- dráttum, að svo sé. Ekki er óhugsandi, að jarðskjálftar þessir kunni að flýta fyrir gosum, á Heklusvæðinu eða austar, og má sjálfsagt búast við gosum enn, þó að yfirleitt hafi^verið að draga niður í eldfjöllunum og jöklarnir að minka nú um hríð. Helgi Pjeturss. Prestskosning á Staðastað. Þar var fyrir^skömmu kosinn prest- ur síra Jón N. Johannesen á Sandfelli í Öræfum. Hann hlaut 17 atkvæði, en síra Haraldur Jónasson aðstoðar- prestur á Kolfreyjustað hlaut 13 at- kvæði. Magnus Jónsson cand. theol. hefir verið beðinn að gerast prestur Garðar-safnaðar vestan hafs, í stað Lárusar Thorarensen, sem látið hefir af því starfi vegna heilsu- brests, og hefir hann tekið því boði. Fer vestur í júlimánuði. Thorefélagið og strandferðirnar. Svo sem kunnugt er hefir Thore- félagið undanfarin tvö ár hnft strand- ferðirnar á hendi og notið til þeirra styrks úr landsjóði, er nemur 60,000 kr. á ár'. í notum þessa styrks jók félagið einnig að miklum mun milli- landaferðirnar, hinar reglubundnu, svo sem Isajold hefir áður minst á. Mikið hefir verið úr þvi gert, m. a. á síðasta þingi, hversu óhagstæður Thoresamningurinn hafi verið fyrir oss íslendinga, og fyrv. ráðherra, Birni Jónssyni verið legið mjög á hálsi fyrir að hafa gert þann samning. Nú er það að koma berlega í Ijós, að rangt hafa þeir menn fyrir sér haft, sem á þá samningsgerð hafa ráð- ist vegna hagsmuna íslands. Svo er sem sé mál með vexti, að Thorefélagið hefir stórtapað á hinum gerða samningi. Það eru strandferðirnar, sem valdið hafa því mikla tjóni. Einkum er það suðurlandsbáturinn, sem af hefir hlot- ist geysimikill tekjuhalli ár eftir ár. Félagið hefir nú fengið borgunar- frest á skuldagreiðslu til nokkurr helztu skuldareigenda þess: Handelsbankans, Tuliniusar sjálfs o. fl., til hausts, og hefir það verið gert með það fyrir augum, að hægt reynist að losa fé- lagið við 10 ára samninginn, er þing kemur saman í sumar. En takist ekki þær samningaumleit- anir, er til þingsins kasta kemur, mun Thorefélagið verða að hætta í haust að öllu leyti. Og samningurin fellur þá niður af sjálfu sér, en landssjóður getur gert skaðabótakröfu á hendur félaginu, en þó eigi liklegt að það þýði mikið, eftir því sem sakir standa. Á hinn bóginn er trygging fyrir þvi, að ef félagið verður af þinginu losað við samninginn þá mun það halda áfram hinum öðrum ferðum og halda uppi samkepni við Samein. félagið, svo sem það gerði áður. Hér horfir máli svo við, að Thore- félagið heldur ekki strandferðum leng- ur áfram en þetta ár, hvernig sem alt veltist 1 En þess er í milli að velja, að fé- lagið steinhætti, eða haldi áfram sam- kepni við Samein. félagið, svo sem það gerði áður en þeir samningar voru gerðir, er félagið svo mjög hefir tap- að á. Félagið steinhattir svo framarlega sem alþingi ekki vill ganga inn á að leysa það með góðu móti frá samn- ingum. En félagið heldur ájram ef það verður laust allra mála af samningn- um — fyrir þvi er fullkomin trygg- ing. Hvort er nú betra fyrir oss, úr því sem komið er, að halda samningnum til streitu, og með þvi neyða fél. tii að hætta og gera síðan á hendur því tví- sýna skaðabótakröfu — eða að leysa félagið frá samningnum og fá um leið tryggingu fyrir því, að samkepni haldi áfram f Svarið virðist ekki vafasamt. An samkepni rnegurn vér ekki vera. Það virðist ekki úr vegi í þessu sambandi að líta á, hve mikil hlunn- indi íslendingar hafa af því haft, að Thorefélngið kom til sögunnar og tók upp samkepni við Samein. félagið. Isajold hefir snúið sér til manns, sem er nákunnugur i þeim efnum og telur hmn beitian sparnað þann, sem samkepnin milli félaganna hafi haft í för með sér nema minsta kosti joo pns. kr. á ári. Farmgjöldin segir hann, að hafi lækk- að um 20—25°/0, auk þess sem hækk- un sú að vetrarlagi, sem áður tíðkað- ist tímabilið frá 31. okt. til 31. marz og nam 15°/0, féll úr sögunni. Það sem landsmönnum hafi sparast við þetta telur hann nema minsta kosti 200 þús. krónum áilega. Fargjöldin hafa lækkað: á 1. far- rými úr 90 kr. niður í 6 5 kr., en á 2. farrými úr 65 kr. niður í 45 kr. Þessi lækkun er talin nema árlega nál. 100 þús. kr. Þetta eru beinu hlunnindin. En auk þeirra koma vitaskuld líka til greina hin margvislegu, óbeinu hlunn- indi, semniumast verðaítölum talin, t. d. margfalt fleiri ferðir, betri vetrar- ferðir 0.. s frv. Nú er ákaflega hætt við að i gamla horfið sækti, ef samgöngurnar af nýju lentu í höndum eins félags og við því verður þvi að reyna að sporna, eftir því sem unt er. Eina sjáanlega ráðið, sem stendur, virðist vera að haga sér svo, að Thorefélagi verði gert kleift að halda áfram. En hvernig á að fara með strand- ferðirnar eftirleiðis, inun margur spyrja? Það verður mesta vandamál að ráða fram úr því. Tillögur höfum vér heyrt ýmsar um það, og mun betur að þeirri hlið vikið síðar. Aðflutningsbannið. Erlendur dómur um það. Lögberg frá 25. apríl þýðir grein úr blaðinu Weekly Witness, sem gefið er út í Canada og sagt er vera »að flestra dómi bltða merkast, sanngjarnast og bezt stjórnað þeirra, sem gefin eru út í Canada*. Þetta blað fer svofeldum orðum um aðflutningsbannlög vor: »Þá er oss ánægja að geta þess, að íslendingar eru í tölu þeirra þjóða, er viturleik sýna í bindindismálinu. Fyrir þrem árum samþyktu þeir, eftir ná- kvæma íhugun, sem spáir staðfestu, lög er banna aðflutning áfengis til landsins eftir 1. jan. þ. á. og sölu alls áfengis í landinu eftir 1. jan. 1915. Enginn skyldi ímynda sér, að slík lög- gjöf hlyti ekki að mæta mótspyrnu. Verzlunarsamböndin eru þar rétt eins og þau eru hér. Vér hljótum því að ganga að því sem vísu, að vínsalar erlendis, þeir er íslendingar hafa áður átt skifti við, muni taka til að nudda við kjósendur með sama röksemda- ruglinu, eins og þeir hafa beitt við bindindismenn hér í landi, og þeir eru orðnir vanir að heyra. Vér meg- um búast við, að þeir smáni þá og spotti og telji þá skrumara og skýja- glópa, öldungis eins og þeir hafa lát- ið við bindindismenn í Bandarikjum og Canada. En ef vér höfum getið oss rétt til um eðlisfar íslendinga, þá hefir oss sýnst sem þeim mundi ekki auðsnúið með ósvífni sérplæginna mannafrá þeirri braut, sem þeir telja skynsamlegt að ganga. Með ráðnum huga hafa ís-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.