Ísafold


Ísafold - 15.05.1912, Qupperneq 3

Ísafold - 15.05.1912, Qupperneq 3
ISAFOLD 115 lendingar stigið þetta spoi, að sam- þykkja bannlögin, os þeir eru ekki líklegir til að hnpa þar nftur á bak. Þeir hafa gengið af orminum dauð- um eins og forfaðir þeirra Sigurður Fáfnisbani, og þeir munu ekki af með- aumkun við drekann fara að reyna að lifga hann við aftur. Þeir nninu hins vegar mjög brátt sannfærast um, að þeir hafa hlotið hið mesta happ í drápi Fáfnis«. Af I. P. Miiller. Eg sá I. P. Muller fyrst á götu i Kaupmannahöfn og hafði hann þá á höfðinu. Sngði hann mér seinna að hann hafði reynt til að ganga berhöfð- aður á Hafnargötum, en orðið að láta undan síga þar og yfirleitt í bæunum dönsku; sér hefði leiðst að vera spurð- ur að þvi 40 sinnum á eg man ekki hvað stuttum tima, hvort ekki hefði fokið hatturinn. Miiller er vanalega berhöfðaður úti, eins og menn voru á íslandi í fornöld, þegar ekki þurfti að setja upp hjálm, eða of illa viðr- aði. Aðeins um Gretti Asmundarson er þess getið, að hann hafi verið ber- höfðaður hvernig sem viðraði. Mér er sagt, að bæjarfólk hér i Reykjavík sé það skynsamt, að menn geti gengið um göturnar berhöfðaðir, án þess að hneyksla nokkurn til muna, enda hef sjálfur dálitla reynslu fyrir mér sem bendir i sömu átt. Þó mun einhversstaðar hér á landi elda eftir af þeirri hjátrú, að sá sé eitthvað bilað- ur á skynsemi, sem hefir ekki á höfð- inu úti, hvað vel sem viðrar, og hvað vel sem hann veit og finnur, að það er til góðs að lofa sól og lofti að komast að hárinu. Þeir sem vilja venja sig á að ganga með lofthatt, eins og I. P. Mtiller kemst að orði, i því skyni að gylla þetta svolítið fyrir þessum börnum í anda sem hann veit að er við að eiga, verða að gæta þess að tara ekki of óvarlega fyrst, hvort sem er kuldi mikill eða sterkt sólskin, einkum séu þeir mjög snoðkliptir. I. P. Milller er óvanalega skynsam- ur maður og fróðlegt að tala við hann. Hann hafði verið um tima umsjónar- maður á brjóstveikrahæli og man eg að hann talaði meðal annars um, að sig hefði furðað á hvað læknarnir lögðu litla stund á að styrkja í mönn- um lungun, hjá því að koma þeim til að fitna. Miiller hafði fengið sjúkl- ingana til að »taka sér sólarböð« eins og hann nefnir það; grunur er mér á að hann hafi viljað fá sjúklingana til að verða dálítið móða í góða loft- inu, þá sem ekki voru langt leiddir, en auðvitað verður að fara mjög var- laga, sé hætt við blóðspýtingi. En ekkert styrkir lungun eins og hlaup, náist hvild á eftir. Helgi Pjeturss. Ýms erlend tíðindi og innlend bíða næsta blaðs — á laugardag. Pistlar úr sveitinni. Vestur-ísafjarðarsýsla 15. apríl 1912 (Súgandafirði). Félög. í’élagsskaparandi er tölu- verSur f firðinum, og skal fyrst minst á íþróttafólagið »Stefni«. Það hefir um 40 ársfólaga. Fundir eru vel sóttir; æfðar glímur og leikfimi. 5 af meðlim- ur.um hafa synt bót sína í leikfimi bæði, í Bolungarvík og Flateyri við góðan orð- stír í vetur. Þar næst skal nefna bókafólagið, sem stofnað var fyrir 11 árum. Er það við góðu lífi. Það, safnar eftir roegni íslenzkum, þjó legum bókum, og kaupir árlega flest það sem kemur út af ís- lenzkum bókum, og er við þess hæfi. Nú eru bindin orðin full 400. Lestrar- fysn mikil á vetrum, og ber hér að sama brunni og antiars staðar, að þær bækur ,eru mest lesuar, sem skemtibæk- ur kallast. Árgjald er 2 kr. fyrir karl- mann, en 1 kr. fyrir kvenmanu og svo er hreppurinn farinn að leggja til nokkra fúlgu, enda er svo ákveðið í lögum fó- lagsins, að safnið verði eigu hreppsins, ef fólagið hætti að starfa í þeirri mynd, sem það er nú. Geta má þess einnig, að unga fólkið á Suðureyri stofnaði söngfól. í haust, karlar og konur, milli 30 og 40 manns. Ekki skal dæmt um hvernig sutigið er, en bót, er að komast má nokkuð áleiðis í söngmentinni, ef áhugi fylgir og kenn- arinn er góður. Hér vill nú svo vel til, að um áhugasaman kennara er að tefla. 12 karlntenn af flokki þessum skruppu nflega að Flateyri og sungu þar nokkur lög og þótti þeim takast sæmtlega. Lag Sigfúsar söngskálds. við Grænlandsvísurnar þótti ágætt, fleiri lög eftir Sigfús hafa verið æfð af söngfélag- iuu. Skemtilegt fyrir Sigfús hvað hann ætlar að verða þjóðlegur lagasmiður. Góðtemplarafél. hefir verið hór starf- andi og það vel um nokkur ár, en er að komast í dvala ástand. Hin fólögin fyr nefndu svelgja allan áhuga í sig, svo að þar sannast það, að eins dattði er annars Itf. Enn skal nefna tirði þessum til hróss, hversu fljótir menn eru hór til »ð hlaupa undir bagga og lótta undir með þeim, sem verða fyrir siysum eða öðrum óhöpp- um. 12—-14 hundruð krónur hafa verið gefnar innan hrepps, með frjálsum fjár samskotum núna á rúmu ári til slíkrar hjálpar. M e n t a m á 1. Eftir miklar bollalegg- ingar og milliskriftir við kenslumála stjórnina varð barnakenslu fyrirkomu- lagið hór ofan á að lokum, og skal kensl au fara fram i barnaskólahús nu á Suð- ttreyi i. Það hús var reist 1908 og kost- aði 4000 krónur. Friðrik Hjartarson hefir kent f vetur. Harin hefir veitt til- sögn unglingum í vetur í almenuum fræðum, eftir því sem hann hefir haft tíma til. B y g g i n g . Fyrsta steinsteypu íbúð- arhúsið var bygt hór í firðinum í sum- ar. Það er vandað að frágaugi eti lítið. Bygðist nokkuð óuýrara en timburhús, að sömu stærð. Stjórnmál. Oánægja mikil hór út af kosningunum í haust. En það friðar hjörtun, að yfir kjörstjórninni stendur alþingi, er beita mun sanngirni en okki flokkaríg í slíku máli sem þessu, þegar til þess kasta kemur, sem óefað verður. Sjávarútvegurinn. Vorvertíðin byrjaði að venju með páskum. Skelli- bátar eru 14, sem róa (skella) frá Suð- ureyri. Vertíðin hefst með ágætum stein- bítsafla, því von á fiskiafla á eftir, segja sjómenn. Ejarðdraflinn byrjar kring um miðjan maí og þá fara smábátarnir á kreik. Mikið berst hér oft á tíðum að landi af fiski (þorsk og ýsu), steinbít, spröku- veiðum (rikling) og fleira, en þörf er fyrir það alt, og meira til fyrir Hfsþarf- irnar. Þ. Divanteppi, pluss alls konar og húsgðgn hverju nafni sem nefnist, er bezt og ódýrast að kaupa hjá Jónatan Þorsteinssyni, Laugaveg 31. Reykjavikur-annáil. Aðkomumenn: síra Kristinn Dauielsson Útskálum, Þorgr. Þórðarson læknir Kefla- vlk, Halldór Steinsen læknir Ólafsvik. Bió. Vegna dauða konuugsius verður Bíó lokað 1 kvöld. Fasteignasafa, Chr. B. Eyjólfsson ljósm. fyrir bönd Finns Ólafssoriar Belur Matth. kaupmanni Þórðarsyni húseignina nr. 8 B í Kirkju- stræti með tilheyrandi fyrir kr. 31,133,59. Dags. 2. des. þingl 21. des. Davið Gstlund og Matth. kaupm. Matt- hiasson selja Hjálmtýr kaupm. Sigurðssyni húseignina nr. 17 i Austurstræti með til- heyrandi. Dags. 15. nóv. Þingl. 7. des. Einar Guðmundsson steinsm. selur Jóni Ólafssyn' á Njálsgötu 33 C húseignina nr. 28 við Grettisgötu með tilheyrandi lóð. Dags. 9. des. Þingl. 14. des. Erlendur Erlendsson kaupm á Laugaveg 38 selur Sveini Jónssyni trésm. 600 □ al. lóð við Grettisgötu 65. Dags. 19. des. Þingl. 21. des. Firmað G. Gislason & Hay i Reykjavík selur firmanu G Gíslason & Hay Ltd. i Leitti húseignina nr. 75 við Laugav. Dags. 20. des. 1911. Þingl. 4. jan. Firmað G. Gislason & Bay Ltd. Leith selur firmanu G. Gislason & Hay í Rvlk húseignina nr. 4 B við Hverfisgötn (Garðars- hólma) með tilheyrandi. Dags. 20. des. 1911 Þingl. 4. jan. Firmað G. Gislason & Hay i Reykjavik selur firmanu G. Glslason & Hay Ltd. i Leith húseignina nr. 43 við Lindargötu með tilheyrandi. Dage. 20. des. 1911 Þingl, 4. jan. Sama selur sama Frostastaða- oð Heiga- staðalóð i Reykjavik. Dags. 20.des 1911 Þingl. 4. jan. Firmað G. Gíslason & Hay selur Garðari Gíslasyni kanpm. skonnortuna »Heklu«. Dags. 20. des 1911. Þingl. 4, jan. Sama selur Páli H. Gislasyni kaupm. húseignina ur. 41 við Lindargötu með til- heyrandi Dags. 31 júli 1911. Þingl. 4. jan. Guðm. Jakobsson trésm. selur Helga Magnússyni járnsmið húseignina nr. 7 við Bankastiæt: með tilheyrandi lóð fyrii 30,000 kr. Dags. 1. des. Þingi. 14. d«B. Guðsþjónusta á morgun: I dómkirkjunni kl. 12 slra Bj. J. Ferming , Engin siðdegismes8a. I frikirkjunni kl. 12 slra Ól. Ólafsson. íþróttasýning á morgun. Fyrsta iþrótta- sýningin á þessu sumri fer fram á morgun úti á Iþróttavelli. Það er Iþróttafélag Reykjavikur, sem er fyrst á sér, eins og vant er. I hitt eð fyrra efndi þetta félag til iþróttasýningar við mikinn orðstlr í Barnaskólagarðinum og í fyrra sýndi það iþróttir daginn sem Iþróttavöllurinn var vigður. Á morgnn sýnir það sig fyrsta sinni undir forustu Björns Jakobssonar leik- fimiskennara. I Iþrótafélaginu eru margir hinna vöskustu iþróttamanna vorra. Er það hressandi sjón að sjá til þeirra. Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður flytur í Hainarstræti 22. Skrif- stofan lokuð til laugardags 18. þ. m. c7armingarííorí lang ódýrust í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Blómsturpottar nýkomnir til Jónatans Þorsteinssonar, Laugav. 31. cZrúéRaupsRorÍ afar-ódýr, nýkomin í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Blokbond á »Smith Premier« fást hjá Jónatan Þorsteinssyni, Laugav. 31. Jliðurjöftnmarskráin 1912 fæst hjá bóksölutn. Verð: 25 a. Leiðl’étting. Í greininni »Bókufregn« i stð- asta tölublnði ísafoldar eru prentvillur nokkr- ar. sem eg óska. ab leiðróttar yrbu: 1. tölugrein. 22. llna: jafn miklu á að vera jafn- miklu. 2. tölugrein. 5. lína: rok-kviba á að vera : rokhviba. 3'. lína: vera þvi að) á að vera: vera þvi að.). Bl. lina: sem svo segir á að vera: þar sem svo segir. 64. lína: geypihraöa á að vera: geysihraöa. 67. lína: háöi, á að vera: háði. — 6. tölugrein. 6. lína: sé á að vera: sór 17. lina: hlægja á að vera: hlæja. 7. tölugrein. 4.-7. lína. Setningin: »Er þab ekki oflof*, o. sv. Irv. er spurnarsetning. en hér vantar spurn- armerkib, og mætti því skilja setninguna á annan veg, ef hún er slitiu úr sambandi vib þaö er fer á eft'ir. 8. tölugrein. 11. lína: nýar, á að vera: nijar. Eg tók upp orð prófessorsins stafrétt, og þvi hafbi eg ritaö svo (nijar). Fróðlegt væri ab fá i ísafold skýringu á orð- inu loga-e8S, og einnig grein geröa fyrir sögn- inni að kroka. Janus Jónsson Misprentast höfðu í síðasta blaði uokk- ur bæjanöfn á landskjUftasvæðinu fyrir austan: Eiði fyrir Heiði, Rauðustaðir fyrir Rauðnefsstaðir og Hornlaugarstaðir fyrir Þorleifsstaðir — hafði misheyrst i simanum. Knattspyrnumót Islands verður i. fyrsta sinni háð í Reykjavík 30. júní 1912. Kept verður um knattspyrnubikar Islands, gefinn af fé- laginu Fram í Reykjavík. Félög er þreyta vilja á mótinu gefi sig fram skriflega við Areboe Clausen, Tjarnar- götu 8 Reykjavik, eigi síðar en viku fyrir mótið. Stjórn Knattspyrnufél. Fram. Hjálpræðisherinn. Her- mannavigsla í kvöld kl. 8* l/g. Piltur lipur og áreiðanlegur, vel að sér í skrift og reikningi getur feng- | starf tiú þegar. Komi sjálfur með j eiginhandar umsókn og meðmæli fyr- verandi húsbænda eða kennara, fyrir næstkomandi föstudagskvöld í Timb- ur og kolaverzl. Reykjavik. Dugleg stúlka getur fengið vist I Laugarnesspítala nú þegar. Hátt kaup. Lysthafendur snúi sér til yfir- hjúkrunarkonu spítalans. Tapast hefir nóttina milli 13. og 14. maí jarpur hestur úr porti Ámunda kaupmanns Árnasonar. Mark-t sneitt j aítau vinstra, nýlega afrakaður. Hver, j sem hitta ayntii hest þenna, er vin- ; samlega beðinn að koma honum til Ámunda kaupmanns eða að Auðsholti j í Biskupstungum. I Þórður Kdrason. Dug’leg eldliússtúlka (vön matartilbúning) getur nú þegar fengið atvinnu á Klúbbhúsinu. Hátt kaup. Fræsölu gegnir eins og að und- ; atrförnu Ragnheiður Jensdóttir, Laufásveg 13. j 6 mauna far til sölu með segl- um og öllu ttlheyrandi, í ágætu standi. Upplysingar gefur Pétur Jóhannesson . Njálsgötu 38. Veggjapappír og rósettur í fjölbreyttu úrvali hjá íþrót.ta8vningin hefst kl. 5 stundvislega. Lúðrafélag Reykjavíkur Bkemtir með lúöra- hljómleikum, meðan á sýningunni stendur. íþróttavöllinn er nú farið að nota til íþróttaæfinga á hverju kvöldi. Einhvern- tima í júnímánuði mun þar standa til knattspyrnu-kappleikur milli Reykvlkinga og Yestmanneyinga — og eigi er loku fyr- ir skotið, að seinna i sumar komi ef til vill valinn danskur knattspyrnuflokkur til að keppa við landann. íþróttaBamband Rvikur hefir nú verið sér úti um bekki svo að betur megi fara um áhorfendur íþróttasýn- ingar. Ennfremur mun i sumar séð fyrir veitingum úti á vellinum. Iþróttasýning- arnar eru eigi dýr skemtun — en góð og holl skemtun eru þær og ættu bæjarbúar eigi að láta sig muna þá fáu aura, sem þær kosta — mörgum skildingnum [varið i meiri óþarfa. Og hvatning er það mikil fyrir alla þá, er vinna vilja að framförnm iþróttanna, að finna til Bamúðar og áhuga meðal fólks alment. Leikhúsið. Troðfult var leikhúsið á sunnu- daginn, er Fjalla-Eyvindur var leikinn, og var miklu mestur hluti áhorfenda utanbæ- jarmenn. Leikurinn tókst nú sem fyrr lang- bezt alls þess, sem Leikfélagið hefir snert við lengi. Dansinn og heilbrigðin. Ameríku- kona ein skýrir fjörlega orsakirnar til þess, hve mjög dansinn er iðkaður nú á tímum. Telur hún hanu ráð til þess að viðhalda heilsu og líkamsþrótti og í því tilliti jafngildan leikfiminni. »Maðuritiu minn«, segir bún, »hefir allskonar áhöld til líkamsiðkana og læt- ur það vera sitt fyrsta verk á hverjum morgni að nota þau. Sýnist mór það vera hlægilegir tilburðir, en að hkindum eru þeir gagnlegir. Að öðrum kosti mundi hann ekki iðka þá, því að hann er mjög hagsýnn maður. En ef eg fæ höfuðverk, eða ef eg er eitthvað drungaleg, þá tek eg hka til íþrótta. En það er svei mér á annan veg! Eg læt spila nokkur fjörug lög á pianóiS og dansa svo eftir þeim. Maður- inn miun hættir þá venjulega að sprikla og sparka, til þess að horfa á mig. All- ur mismuuurinn er sá, að utn leið og eg fjörga vöðvana og kem blóðinu á hrað- ari rás, verð eg líka svo glöð og kemst i svo gott skap við áhrif sönglistarinn- ar«. — Annars eru Ameríkumenn að reyua að finna upp dans fyrir karlmenn, bygð- an á hinum gríska dansi, sem átti svo mikilvægan þátt í líkamsuppeldi Grikkja. Jónatan Forsteinssyni Laugaveg 31. Nýkomið! *^Ei Stórt úrval af Málverkum, eftir sænska málarann T. Palrn. Margar ágætar myndir frá íslandi og Danmörk. Seljast með afarlágu verði. Ennfremur fjölbreytt og ódýrt úr- val af Rammalistum, Gardínustöngum (Portierer) ásamt tilheyrandi hringum og húnum. Verksmiðjan á Laufásveg 2. Eyv. Árnason. Jarðarför hústrú Svanhildar Þórarinsdótt- ur fer fram mánud. 20. þ. m. Húskveðjan hefst kl. IIVj á Grettisgötu nr. 54. Skrifstofa umsjónarmanns áfengiskaupa er flutt í Bankastræti 10. Itingangur frá Ing- ólfsstræti. Skrifstofan opin virka daga frá kl. 6—8 e. m. 77 gluggann. Bann fór á fætur, dró frá gluggatjaldið og sá, hvar Guðmundur gskk niður að pollinum. |>ar tók hann af sér skóna og fór úr Bokkunum, veð- ur út í pollinn og gengur þar til og frá, eins og hann væri að leita að ein hverju. þessu heldur hann áfram langa stund, fer sfðan upp úr, eina og hann ætli leiðar sinnar, en tekur að vörmu Bpori til að leita aftur. þarna atóð faðir hanB heila atund og horfði á hann. f>ú fer (jugmundur inn aftur og í rúmið. Hvítasuunudag ók Guðmundur til kirkju. l>egar hann fór að beita hest- unum fyrir vagninn, varð föður hans gengið þar um. — f>ú hefir glaymt að fægja ak- týgin í dag, mælti hann. f>að var ó- hreint og vagninn eine.* — Eg hefi haft annað um að hugsa, mælti Guðmundur, og ekeytti því ekki frekara, heldur ók á stað sfna leið. Guðmundur varð feetarkonu sinni Bamferða heim frá kirkju og Btóð við í Kálfhaga allan daginn. f>ar var aam- an komið allmargt yngisfólk, að gera 84 — f>að ern allir svo góðir við mig, og eg á það ekki skilið. — f>ú hefir þó ekki gert neitt ilt fyrir þér? — Jú, pabbi, það hefi eg gert. — f>ví trúi eg ekki. — Jú, eg hefi drepið mann. Erlendur gamli varpaði öndinni þung- an. f>að var likast lausnaratunu. Guðmundur leit upp forviða og horfði framan f föður sinn. Hann lét heat- inn halda á stað aftur. Síðan mælti hann í hálfum hljóðum: — Mór þykir vænt um, að þú segir frá því 8jálfur. — Vissir þú það áður, pabbi? — Já, eg sá á laugardagskveldið, að eitthvað var að í meira lagi. Og svo fanu eg hnlfinn þinn niðri i veitunni. — Nú, það var þá þú, sem fanst hnffinn. — Já, eg fann hnffinn, og eg sá, að brotið var úr honum eitt blaðið. — Já, eg veit, að blaðið var brotið. En þó fæ eg því ekki < mig troðið, að eg hafi gert það. — f>að hefir verið i ölæði, býst eg við. 81 mæla nokkuð, en tókst varla að koma upp orði. Faðir hans átti að verða honum samferða upp að Kálfhaga og sitja veizluna. Hann fór út og beitti hestunum fyrir, kom þá inn og gerði viðvart, er tími var til kominn að aka á stað. þegar Guðmundur aettistuppl vagninn, sá hann, að hann hafði verið þveginn. Alt epegilfagurt og fáð, eins og hann var sjálfur vanur að vilja vera láta. f>á eá hann f sama biii, hve snoturt var frá öllu gengið i húsa- garðinum. Nýrri möl hafði ekið verið í hliðið inn þangað, gömlum viðarhrúg um og rusli, sem þar hafði legið með- an hann mundi til, hafði verið rýmt burtu. Tveim megin hliðsins stóðu tvö afhöggvin birkitré; það átti að vera tignarhlið. Mikill blómsveigur af birki hékk á vindhananum, og út úr öllum gluggaopum gægðist ljós- grænt birkilauf. Enn hélt Guðmundi við gráti. Hann greip fast um hönd föður síns í því bili er hann ætlaði að láta hestana feta á stað. f>að var eins og hann ætlaði að aftra því. 80 það var hátíðlegt niðri í stóru stof* unni. Móðir Guðmundar var í dökkva kjólnnm sínum og hafði fallegt silki- sjal á herðum, þótt ekki ætti hún að fara í veizluna. Alt vinnufólkið var í sparifötunum. Nýtt birkilauf hafði lagt verið á glæðurnar. Dúkur var á borði og mikill matur. f>egar búið var að borða, hafði hús- móðiriu yfir sálm og las grein úr biblíunni. Eftir það sneri hún sér að Guðmundi, þakkaði honum fyrir hvað hann hefði verið sér góður sonur, árn- aði honum allra heilla um ókomna æfi og iagði blessun sína yfir hann. Hún kunni vel að haga orðum, og komst Guðmundur mjög við. Honum vökn- aði um augu hvað eftir annað, ea tókst þó tára að bindast. Faðir hans mælti og fáein orð. — Foreldrum þín- um verður þungbært að missa þig, kvað hann. f>á lá Guðmuudi við að fara aftur að gráta. Vinnufólkið hvarf alt til hans, rétti honum höndina og þakkaði honum fyrir samvistartímann. Guðmundi vöknaði enn um augu. Hann ræskti sig og reyndi tvívegii að

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.