Ísafold - 18.05.1912, Page 1

Ísafold - 18.05.1912, Page 1
Kemux út tvisvar l viku. Verft árg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendih 5 kx, efta 1 ll* dollar; borgist fyrir míftjan júli (orlendis fyrir fram). ISAFOLD Tlnpsögn (skrifleg) bundin vift úramót, er ógild nema komm só til útgefanda gfytir 1. okt. rrg aaapandi akuldlaus vift blaftift ▲fgreiftsla.* Auaturstrtsti 8. XXXIX. árg. Beyk,javík 18. maí 1912. I. O. O. F. 932649 Alþýftufél.bókasatn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis í Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Langav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str,14A fid.2 8 íslandsbanki opinn 10—2 J/s og 5l/a—7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 sftd. Alm. fundir fid. og sd. 8 »/* siftdegis. Landakotskirkja. öuftsþj. » og 6 A helguio Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 l/s, ö1/*-#/*. Bankastj. vift 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnaftarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirftir 10—2 og 5—8. Landsskjalasafnift hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 2B þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opift 1 x/a—21/« á sunnudögum Stjórnarráftsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega. Talsimi Reykjavíkur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.stc. Í4B md. 11—12 Vífilsstaftahælift. peimsóknartimi 12—1. Þjóftmenjasafnift opift A sd., þrd. og fmd. 12—2 MálYerkasýning Ásgrims Jónssonar, Síðasti sýningardagur á morgun, sunnudag 19. mai, kl. 11—6. Konungaskiftin. Fyrsta ávarp KristjánsX. tii Islendinga. Þeim var lýst á miðvikud. 15. maí kl. 3 á Khafnarklukku (nál. 12^/2 á Rvíkurklukku). Samstundis sendi hinn nýi konung ur íslendinga svofelt símskeyti til land- ritara, sem nú gegnir ráðherrastörfum í fjarveru ráðherra: Idet jeg beder Dem i mit Navn bringe det islandske Folk det sörgelige Budskab at min höjtelskede Fader Kong Frederik VIII., hvis Hjerte slog saa varmt for Island, igaar pludselig er afgaaet ved Döden, og jeg derefter i Henhold til Tron- fölgeloven har hesteget Tro- nen, beder jeg Dem tillige overhringe Islands Befolk- ning min kongelige Hilsen og mine varmeste önsker for Islands Fremtid og Lykke. (Bfíristicm Á íslenzku: Jajnlramt pví að biðja yður í mínu naýni að jiytja hinni íslenzku pjóð pá sorqarjreqn, að minn ástjólgni Jaðir Frederik konungur VIII., sem bar Is- land svo mjög jyrir brjósti, andaðist skyndilega í gcer, og að eg pá samkv. Iögum um ríkiserfðir hefi tekið konung- dóm, bið eg yður einnig að flytja fs- lendingum mína konunglegu kveðju og minar innilegustu óskir Jyrir framtið Islands og gæju. A bæjarstjórnarjundi,- sem haldinn var á miðvikudag tilkynti borgarstjóri bæjarstjórninni andlát konungs með þessum orðum: »Það fær mér sorgar að flytja bæj- arstjórninni þá harmafregn, að hinn ástríki konungur vor, Hans Hátign Friðrik konungur hinn áttundi andað- ist i gærkveldi. Engin fregn getur fengið borgurum bæjarfélagsins meiri sorgar en þessi andlátsfregn. Ást og velvild til þegn- anna lá til grundvallar fyrir öllum gerðum hins látna konungs. Enginn hefir fremur en Friðrik konungur hinn áttundi verið af hug og hjarta konungur íslendinga, Hann unni af hjarta landi voru og þjóð. Og vel- ferð bæjarfélags vors bar hann sér- staklega fyrir brjósti, og greip tæki- færi þegar það gafst til að sýna það í verki, að hann vildi efla hag þess og heill. Harmur hlýtur því að grípa hjarta hvers borgara Reykjavíkur við andlátsfregn hans. Ást og virðing bæjarstjórnar og borgara Reykjavíkur fylgja honum til grafar. Blessuð veri minning hans.« Bæjarfulltrúar hlýddu á orð borgar- stjóra standandi, og fólu honum að senda ekkjudrotningunni samúðar- skeyti. Var svo fundi slitið. Jarðarför konungs. Slmfregn frá Kböfn 17. maí 1912. Konungsskipið Dannebrog kom hingað með lík konungsins í dag. Jarðarjór hans Jer Jram í Hróars- keldu h. 24. p. mán. Af landskjálftasvæðinu. Eg gat þess í síðustu ísafold, að eg mundi í þessu blaði skýra nokkuru nákvæmara en þá var kostur á, frá þeirri vitneskju, sem við síra Olafur Olafsson fengum um landskjálftann 6. þ. mán. i ferð okkar austur um dag- inn. En þess er eg fullvís, að sú hug- mynd, sem menn geta fengið af því, sem hér verður sagt, um það, hvern- ig um er að litast sumstaðar á land- skjálftasvæðinu, verður einkar ófull- komin. Það sannast hér sem oftar, að sjón er sögu ríkari. Jafnvel þeir síra Olafur Ólafsson og Eyólfur Guð- mundsson í Hvammi, sem báðir hafa áður í landskjálftum lent, könnuðust við það, að þeir mundu ekki hafa hugsað sér bæina jafn-illa útleikna eins og sumir þeirra eru, ef þeir hefðu ekki séð þá sjálfir. Aðra eins með- ferð á þeim höfðu þeir ekki séð 1896, ekki jafn-algert hrun. En auðvitað er sú mikla bót í máli, að nú verða hrunbæirnir margfalt færri en þeir voru þá, ef landið held- ur nú ekki áfram að hrista sig — sem það vonandi gerir ekki. Eg tek hrunbæina eftir hreppum, og segi frá þvi, sem við fengum um þá að vita á þeirri hröðu ferð, sem við urðum að hafa. í Holtum. Fyrsti hrunbærinn, sem við síra Ólafur Ólafsson komum að, er Brekk- ur í Holtum. Þar er tvíbýli. Hjá öðrum bóndanum hafði fallið eldhús, fjós, smiðja, og tveir kjallarar voru stórskemdir. Ýms útihús, önn- ur en þau, er þegar eru nefnd, voru mikið biluð. Hjá hinum bóndanum hafði hrunið eldhús, bæjardyr, skemma og fjós. Fleiri útihús biluð. Annar bóndinn mat það efni, sem hann yrði að kaupa, á 400 kr. minst, hinn á 250 kr. Við það bætist flutn- ingskostnaður og vinna við að koma húsunum upp. - Annars höfðu menn enga áætlun gert um tjónið, enda höfðu menn víða óljósa hugmynd um, hve miklar bilanirnar væru, þar sem húsin höfðu ekki alveg fallið. Þá héldum við upp eftir Holtunum austanverðum, og komum fyrst að Árbæjarhjáleigu. Þar voru fallin búr, eldhús, bæjargöng og fjós, og mörg eða flest útihús skemd. Á Arbæ hafði fjósið bilað og kirkju- grunnurinn skemst. Þá vorum við komnir á austurenda floltanna. En sagnir höfðum við af tveimur bæjum í þeim hreppi, í Mar- teinstunguhverfi, Götu og Bjálmholti. Bóndinn i Bjálmholti sagði okkur sjálfur, að hjá sér væru öll hús að mestu fallin, nema baðstofan. í Götu væru líka talsverðar skemdir. Jafnframt fengum við fregnir af því, að víða væru í þeim hreppi hús jiluð, þótt ekki væru mjög mikil brögð að því. Á Landi. Snjallsteinshöjðahjáleiga var næsti bærinn á leið okkar. Konan sat þar inní í óþiljuðum skála út úr bæjar- dyrum með börnin, og var döpur í bragði. Þangað voru rúmin komin, enda hvergi kostur á að vera annar- staðar í bænum. Eg átti tal við kon- una stundarkorn. Hún hafði verið ein inni í baðstof- unni með 18 ára stúlku og 5 börn, tvíbura á 2. ári, þriðja barnið á 3. ári, hin eitthvað eldri, þegar kippur- inn kom. Maðurinn var að heiman við sjóróðra en kom heim kvöldinu áður en við komum, fjórum sólar- hringum eftir landskjálftann. Þær þorðu ekki út úr baðstofunni meðan á hræringunni stóð, af því að lætin voru svo mikil í göngunum. Þegar kippurinn var um garð genginn, fóru þær út og sáu, að fjósið var hrunið ofan á kýrnar. Konan bjóst við þeim dauðum, en ekki hafði meira að orðið, en að ein kýrin hafði rifbrotnað og særst nokkuru meira, hella dottið ofan á hana. Konan varð að flytja sig úr baðstofunni í þennan skála, þó að baðstofan héngi uppi, því að þar var lífshætta að vera, og enn hættulegra að fara um göngin. Eld hafði hún úti í smiðju, því að hvergi var unt að vera með hann í bænum, og samt var alt annað en hættulaust að vera í smiðjunni. Kýrnar voru hafðar í stórskemdu lambhúsi. Konan kvaðst vera afarhrædd, einkum fyrir þá sök, að hræringar héldu áfram nær því daglega. Og þjáningarsvipurinn á andlitinu á henni leyndi sér ekki heldur. Öll hús á þessum bæ, þau sem uppi hanga, eru svo skemd, að þau verður að rífa, nema ef vera kynni skálinn, sem fólkið hefst við í. Hjón- in eru sögð bláfátæk. Næstur var Snjallsteinshöjði. Þar eru með öllu fallin heyhlaða fyrir 600 hesta, fjós og fjögur hesthús. En öll bæjar- og utanbæjarhús eru meira og minna skemd, og mörg liggja við falli. Vafamál, hvort fresta má til næsta vois að taka allan bæinn. Þar eru efnamenn og dugnaðarmenn miklir, tveir bræður. Þeir kvörtuðu ekki undan eignatjóninu, og er það þó afarmikið. Hitt var þeim ekki ljóst, hvernig þeir og aðrir, sem í þessu hafa lent, eiga að fi vinnukraft til þess að koma öllu því í verk, sem nú er fyrir hendi. Þá héldum við upp að Austvaðs- holti til Ólafs hreppstjóra Jónssonar. Ekkert hús var þar alfallið. En smið- ja og skemma voru stór bilaðar, grunnurinn skektur undir íbúðarhús- inu, heyhlaða gengin úr greinum og flest hús að einhverju leyti biluð. Eftir dálitla viðdvöl þar héldum við upp að Hvammi til Eyólfs Guð- mundssonar hreppsnefndaroddvita. Þar er tvíbýli og tvö timburhús. Ekki höfðu þau skemst stórvægilega. En útihús öll voru stórskemd, flest svo, að þau verður að rífa, enda gerði 33. tölublað Verzlun 1 Skagaflrði til söln Þar eð eg hefi afráðið að taka við stöðu, er mér hefir boðist erlendis, rætti eg verzlunum mínum í Hofsós og Sauðárkrók, og eru því húseignir mínar í báðum þessum stöðum ásamt fiskhúsi í Selvík og fleiri stöðum á Skaganum til sölu, sem og verzlunaráhöld, bátar og bryggjur. Sláturhús eru á Sauðárkrók og Hofsós. Öll húsin eru í ágætu standi. Nánari upplýsingar gefnar þeim er þess óska. Sauðárkrók i. maí 1912. L. Popp. co 3 03 &- cd g 1 10 cd cd Hið danska Kolonial Klasse Lotteri. Allra-ábatavænlegast fyrir hluttakendur. Af 50,000 dráttum 21,550 vinningar og 8 premíur og nálgast því það, að annarhvor dráttur sé vinningur. Stærsti vinningurinn, sem hlotnast getur, er 1,000,000 (ein miljón) frankar. Annars geta vinningarnir orðið: 450,000; 250,000; 150,000; 5 sinn. 100,000 frankar; 80,000; 70,000; 60,000; 50,000; 50,000; 40,000; 40,000; 30,000; 30,000; 20,000; 20,000; 4 vinn. á 15,000 hver; 13 á 10,000; 24 á 5000 franka; fjölda margir á 3000 franka 0. s. frv. 0. s. frv. Verðið er: l/i hlutnr 22.40 kr., l/, hl. 11.20; ‘/4 hl. 5.60; % hl. 2.80 kr. I. flokks dráttur fer fram 16. og 17. júlf 1912. Menn eru beðnir að senda pöntun með postávísnn eða bréfi sem fyrst. Hrein og fljót viðskifti. Óbrigðul þagmælska. \ Simnefni: Losebank Köbenhavn. A|S Andersen & Co. Köbenhavn 0. Ttmdarboð. Samkvæmt ákvörðun Kaupmannaráðsins og stjórnar Kaupmannafélagsins í Reykjavík eru allir kaupmenn og botnvörpuútgerðarmenn beðnir að koma á fund í Bárubúð (uppi) sunnudaginn 19. þ. m. kl. 4 e. m. til þess að ræða og taka ályktun um kolaeinokunar-frumvarp milliþinganefndarinnar. Með því að Kaupmannaráðið lítur svo á, að mál þetta sé afar mikilsvarðandi fyrir kaupmenn og útgerðarmenn landsins, þá væntir það þess, að stéttir þessar láti ekki undir höfuð leggjast að sækja fundinn. Eyólfur ráð fyrir því að reisa öll sín útihús úr timbri. Við báðum hann að lýsa landskjálft- anum, að svo miklu leyti, sem hann hefði getað athugað hann. Hann kvaðst hafa verið að borða með sókn- arpresti sínum, síra Ófeigi Vigfússyni, þegar landskjálftinn hófst. Þá finst honum eins og húsið verði alt lifandi, og það reisist á rönd. Fyrst áttaði hann sig ekki á því, hvað þetta væri. En þá byrjaði brakið og hristingurinn. Þeir stukku upp til þess að hjálpa út konunni og börnunum. Gangan var þá torsótt um húsið, eins og á skipi í stórsjó. Móðir Eyólfs er á níræðisaldri. Hún var úti i fjósi, var að fara út úr því. I sama bili sem hún steig út á þröskuldinn, kastaðist hurðin á hana, af því að veggirnir innan við hurðina voru að hrynja saman. Hefði konan verið einu fótmáli innar, er óhugsandi annað en að hún hefði beð- ið bana. Synir Eyólfs voru inni í þröngri tótt, hlaðinni úr torfi og grjóti. Þeim er ekki ljóst, hvernig á því stóð, að þeir þutu alt í einu út úr henni, finst sem komið hafi að sér felmtur, og að þeir hafi á því augnabliki ekki gert sér þess grein, við hvað þeir hafi orðið hræddir. í sama bili sem þeir stigu út úr tóttinni, hrundi hún inn, og vafalaust hefðu þeir beðið bana, ef þeir hefðu ekki verið komnir út. Töluvert algengt virðist það, að mönnum hafi ekki verið fullljóst, hvern- ig landskjálftastundin leið, vita að minsta kosti ekki, þegar frá líður, eftir hverju þeir hafi tekið. Sumir hafa orðið sljóir af angist, aðrir hálf ringlaðir af ósköpunum, sem á gengu, þó að þeir hafi ekki orðið verulega hræddir, eða viti ekki af því eftir á. Við spurðum Eyólf, hve langur hann héldi að kippurinn hafi verið. Hann kvaðst ekki hafa athugað það, en bjóst við að geta mælt það nokk- urn veginn nákvæmlega með því að fara sömu leiðina um húsið með sama hætti eins og i hræringunni. Það gerði hann, og komst að raun um, að kippurinn mundi hafa verið rétt um eina mínútu. Á sama máli voru aðrir. sem við töluðum við um þetta. Um kvöldið héldum við að Fells- múla, til síra Ófeigs Vigfússonar og vorum þar um nóttina. Þar voru alfallin f]ós, fjárhús og heyhlaða. Önnur hús meira og minna skemd. Ekki þótti ráðlegt að bjóða okkur inn í gestastofuna; svo lasburða var hún orðin. Prestkonan, frú Ólafía, systir sam- ferðamanns míns, og synir hennar voru inni, þegar húsið tók að hrist- ast. Þau leituðu útgöngu, en gátu ekki staðið, ultu hvert um annað. Út úr bæjardyrunum komust þau í ofboði, um leið og þær hrundu. Kýrnar voru inni í fjósinu, þegar það hrundi, en skemdust þó ekki. Morguninn eftir héldum við áfram upp Landsveitina. Eyólfur í Hvammi fylgdi okkur allan þann dag, ofan að Kirkjubæ. Þann daginn var mest að sjá af örðugleikum fólksins. Fyrst stóðum við við á Leirubakka. Alfallin voru þar fjós, heyhlaða, bæj- ardyr og göng. Öll útihús þau, sem ekki voru alfallin, voru svo stórskemd, að þau verður að rífa þegar. Bað- stofuhús úr timbri lafði uppi á skemd- um grunni og sprungnum og fölln- um kjallara. Fólkið hafði flutt út i tjald, en var nú komið inn aftur í

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.