Ísafold - 18.05.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.05.1912, Blaðsíða 2
118 ISAFOLD baðstofuna. Astæður þeim mun örð- ugri, sem bóndinn lá þungt haldinn af brjósthimnubólgu, þegar landskjálft- inn kom. Samt var hann í afturbata, þegar við komum þangað, en ekki kominn á fætur, og engin von um, að hann mætti neitt á sig reyna fyrst um sinn. Rétt við túnið á Leirubakka er Vatna- garður. Þar eru öll bæjarhds ýmist algerlega fallin eða lafa énýt uppi. — Af heyhlöðu var íallinn annar vegg- urinn. Fjósið var fallið og hesthds, og önnur dtihds meira og minna skemd. Fólkið lá í tjaldi á tdninu. Og of- urlitlum skdta hafði það komið sér upp fyrir hlóðir. Bóndinn var ekki heima, þegar við komum. En við hittum hdsfreyju, unga, glaðlega, þing- eyska. Síra Ólafur þekti hana, og spurði hana, hvernig henni liði nd. — Mér líður ágætlega, sagði kon- an og hló. A henni gat enginn maður annað séð, en að alt léki í lyndi. Eg spurði hana um landskjálfta-at- vikin, að svo miklu leyti, sem hdn gæti frá þeim skýrt. Hdn kvaðst hafa verið ein inni í baðstofu með barn. Hdn ætlaði fram göngin, en datt í baðstofudyrunum. Það varð henni til bjargar, því að í sama bili hrundu göngin fyrir framan hana. Steinn straukst við höfuðið á henni og meiddi hana. Stdlka var komin fram í göngin. Þau hrundu beggja megin við hana, fyrir aftan hana og fyrir framan hana. Hdn stóð þar í sjálfheldu. En hana sakaði ekki. Kona var að vefa dti í hlöðu. Hlað- an hrundi, vefstóllinn brotnaði, en konan komst af. Hdn veit ekki, hvernig það atvikaðist, man óljóst eftir sér siðustu augnablikin í hlöðunni; en virðist hafa verið komin upp í stiga, sem lá upp dr henni, þegar hrunið varð. Vatnagarður var síðasti bærinn, sem við komum að á Landi. En áður en eg skýri frá því, sem fyrir augun og eyrun bar hinumegin Ytri-Rangár, — minnist eg á þá bæi í Landsveit, sem við komum ekki á, en höfðum fregn- ir af. Ráðsmaður hdsfreyjunnar á Galta- lœk kom að Vatnagarði, þegar við vorum að fara þaðan og varð okkur samferða fram eftir deginum. Hann sagði bæinn alfallinn. En sd er bót í máli þar, að bæinn átti að rífa í sumar. Jarðrask varð þar nokkurt. Sprunga sd, sem getið verður nákvæmara síð- ar, er þar skamt frá bænum, og sprung- ur margar dt frá henni, svo að spell hafa orðið á engjum. Lækur fyrir austan bæinn breytti stefnu að nokkru leyti, jörðin lyftist upp, svo að tjörn myndáðist eða flóð, áðuren lækurinn náði aftur framrás. A Skarðseli eru öll hds meira og minna skemd og sum fallin. A Skarfanesi er íbdðarhdsið lítið skemt, nema kjallarinn. Fjósið er fallið, og önnur dtihds allmikið biluð. í Ósgröf lafa hdsin uppi, stórskemd, óbyggileg mönnum og skepnum. — Fólkið (hjónin, uppkomin stdlka og 2 börn) fldin þaðan að Skarfanesi. Irjum er tvíbýli. Við hittum annan bóndann þaðan í Vatnagarði. Hann sagði öll hds á jörðinni fallin og fólkið fldið þaðan. Konurnar voru einar heima i landskjálftanum og voru staddar inni í baðstofu. Framgaflaðið féll i einum svip niður fyrir glugg- ann, svo að myrkur varð alt í einu. Þær skriðu dt um gat, sem kom á þekjuna móti göngunum. En göngin féllu saman. Engin leið var önnur til dtgöngu. Á Skarði hafa skemdir orðið með minna móti. Þar er nýtt og vandað timburhds, en grunnurinn undir því er samt skemdur. Útihds eru lika skemd. í kirkjunni brotnaði annar ljósa- hjálmurinn, slóst á bita. Orgelið valt um og stórskemdist, svo að óvíst er, hvort það er nýtilegt. Frá Klofa flýði fólkið (hjón og börn) að Skarði og er þar siðan á nóttum. Sömuleiðis fldði þangað fólkið frá Króktdni (konan, 3 kvenmenn aðrir og 3 börn, bóndinn ekki heima). Á Hjallanesi er tvíbýli. Fjósin eru fallin á báðum heimilunum. Flest eða öll hds að einhverju leyti skemd. Drengur var þar að sópa fjósbás, þegar landskjálftinn kom. Hella kom niður fyrir framan hann, skorðaðist þar á rönd og afkróaði hann í horni. Það hlífði honum við bana. Þekjan var rifin ofan af honum. Menn bjugg- ust við að sjá drenginn þar dauðan. En han» var ómeiddur. Á Efra- og Neðra-Seli eru engin hds gjörfallin, en ýms þeirra biluð. Á Lakjarbotnum er baðstofan mjög skemd, og öll hds meira og minna. Alfallið er eldhds, bdr og bæjardyr. Þá eru upptaldir þeir txeir á Landi sem við höfðum fregnir af að meiri háttar skemdir hefðu orðið á. Og eg held áfram ferðasögunni. Á Rangárvollum. Yfir Rangá fórum við skamt fyrir ofan Vatnagarð. Umbrota-merkin fóru vaxandi, þegar yfir hana var komið. Jörðin sundurtætt, með sprungum, sem gerðu yfirferð ógreiða. Nd vor- um við á leiðinni upp að Nœfurholti, þeim bænum, sem átakanlegastar sög- ur hafa af farið í þessum landskjálfta, þar sem barnið rotaðist til bana og konan lærbrotnaði. Bærinn stendur fast uppi undir Bjólfsfelli, og er sá bærinn, sem lagt er upp frá á Heklu. Eftir síðasta Heklugos var hann fluttur. Þá rann hraunið svo nærri bænum, að skák tók af tdninu. Og fráleitt verður hann aftur reistur þar sem hann var nd. Ægilegir hamrar eru rétt fyrir ofan hann, og þó að reisa mætti hds þar, sem staðist gæti landskjálfta, þá gæti ekkert hds staðist björgin sem á því gætu skollið. Bærinn er allur í einum bing, grjót, mold og timbur alt í einum graut. Jörðin hefir sprungið sundur undir miðri baðstofunni; sprungan liggur inn undir rdstirnar og dt undan þeim, frá austri til vesturs. Ofan dr hömrunum kom bjarg mik- ið og staðnæmdist á tuninu rétt fyrir ofan bæinn. Það er 8—9 faðma að ummáli og um 2 mannhæðir á hæð. Ægilegt er að sjá, hvernig það hefir vaðið jörðina. Annað svipað bjarg tókst upp á tdninu, hérumbil á jafn- sléttu, og færðist töluvert til. Nýr vagn var þar við tdngarð, ann- að hjólið skorðað við garðinn öðru- megin og þdfu hinumegin. Öxullinn hrökk sundur við það hjólið, sem lengra var frá garðinum. En ekki var sjáanlegt, að neitt hefði við hann komið. Á heimilinu eru þrenn hjón: rosk- inn maður, Ófeigur Jónsson með konu sinni og tveir synir þeirra, Ófeigur og Jón, og tengdadætur. Ófeigur eldri var dti á tdni, var að troða ull í poka þegar við komum. Ung kona sat þar hjá honura, döpur i bragði, sd er mist hafði barnið. Við fórum að tala við þau. Auðheyrt var að konunni var örðugt um frásögn. Ann- ars töldu þau ekki undarlegt, að slys hefði viljað til, heldur hitt, að nokk- urt þeirra skyídi hafa haldið lifi. Alt fólkið var inni, þegar landskjálft- inn kom, nema Ófeigur yngri. Hann var dti á hlaði, var að ganga fram með bænum. Hann fann að titring- ur var að koma, og i því bili féll smiðjuþilið á hann. En það lenti á stórum steini á hlaðinu og náði ekki að leggjast að fullu ofan á hann. En töluvert meiddi það hann á höfðinu. Hann var enn í sömu skyrtunni yztri fata, sem hann hafði verið í landskjálfta- daginn, og hdn var mjög blóðstorkin. Hitt fólkið var alt inni í baðstofu. Alt í einu syrti og baðstofan og öll hdsin féllu niður í einu. Sdðin lenti á baðstofuborðinu, og það barg fólk- inu; það lá í hólfinu, sem með þeim hætti varð undir sdðinni. Eftir nokk- ura stund fekk það skriðið dt um of- urlitið gat á þekjunni — það sem skriðið gat. Eins og áður hefir verið frá skýrt, lenti ein sperran á einni konunni og barni, lærbraut konuna, en rotaði barnið til bana. Það var kor«a Ófeigs eldra, sem fyrir slysinu varð, og barn Jóns Ófeigssonar, Öskar Niels að nafni, 5 missira gamalt. Fyrsta verkið, þegar fólkið losnaði, var auðvitað það að ná þeim, kon- unni og baininu, undan rdstunum. En það gekk ekki greitt. Sperran lá ofan á þeim báðum með miklum þunga. Engin tæki fundust, nema ónýt sög, og með henni var reynt að saga sperruna sundur. En hdn brotnaði. Að lokum tókst einhvern veginn að mölva sperruna, og draga upp kon- una og andvana barnslíkamann. Kýr voru 4 í fjósinu. Ein þeirra var dauð, þegar þangað var komið. Matvæli náðust að miklu leyti dr rdstunum. En bdsáhöld fóru flest forgörðum. Eftir voru: skilvinda, tvær skálar, 2 bollar, 1 diskur, ein beigluð pjáturfata og 3 pottar. Með þetta byrjaði fólkið bdskapinn í tjaldi fyrir neðan tdnið. Þegar var sent á aðra bæi til hjálp ar, að Vatnagarði og Galtalæk, sem báðir voru þá hrundir, eins og áður var sagt; þvi næst ofan að Hvammi. Þaðan var sent eftir tveimur læknum, og þeir komu báðir. Konan var flutt daginn eftir ofan að Kitkjubæ, til lækn- is þar, og henni leið vel eftir hætti, þegar við fórum þar um. Við spurðum Ófeiggamla, hvað hann ætlaði nd að gera: — Hvar ætlið þér að reisa bæinn aítur ? — Eg veit ekki, sagði hann. Eg veit ekki, hvar hann á að vera. Eg veit ekki, hvort hér á nokkuð að byggja. En gerum við það ekki fer jörðin í eyði. Drengirnir mínir verða að ráða fram dr því. Mér leizt svo á manninn, sem hann hefði verið vanur því um æfina að ráða fram úr sinum málum sjálfur. En eg skildi það vel, að þetta áfall hafði' bugað hann nokkuð. Og hér er dr vöndu að ráða. Tjónið mikið við það, að jörðin fari í eyði Sauð- fjárdtbeit er þar svo frábærlega góð, að engri kind er neitt gefið, þegar vetur er góður. En sagt var okkur á nágrannabæjunum, að fólkið mætti ekki til þess hugsa að ilendast þarna. Frá Næfurholti héldum við fram með Bjólfsfelli að Selsundi. Fjöldi af stórbjörgum, viðlíka og það, sem kom- ið hafði ofan undir bæinn í Næfur- holti, höfðu oltið hér og þar fram dr hlíðinni, langt fram á jafnsléttu, og skilið eftir mikla slóð. Einn af þess- um bergrisum hafði lent á jarðföstum jafningja sinum, ekki getað flutt hann til, en mölvað stórt stykki dr honum, og því næst haldið ferð sinni áfram góðan spöl. Leiðin liggur um hjá Haukadal, lé- legu koti, sem hafði gjörhrunið. Þegar heim undir Selssund dró, var allmikið jarðrask að sjá. Sama sprung- an var þar, sem sd er getið er um við Galtalæk, og liggur sumstaðar yfir göturnar, svo að fara verður með gætni. Háum hólum hefir skotið upp af jafnsléttu, öllum klofnum. í Selsundi býr Ólafur Jónsson, bróð- ir Ófeigs í Næfurholti. Að slysinu undanteknu, var nokkuð líkt ástatt með þá bræður. Alt fallið hjá Öiafi, samtals 30 hds. Reyndar hefst fólkið við í baðstofunni; hdn hékk uppi, af því að hdn er með járnþaki. En vegg- irnir hrundir, baðstofan öll skökk og skæld og víða sér dt um hana. Hey var þar mikið í hlöðum, þó að sækja þurfi það langt niður á Rangárvelli, því að eins er með Selsund og Næf- urholt, að engjar eru þar engar, og dtbeit með afburðum. En alt var orð- ið að einum hræringi í hlöðurdstun- um, grjótið, moldin og heyið. Einn maður var að ganga dt dr hlöðu, þegar jarðskjálftinn kom, og telur ekki, að hann hefði haldið lífi, ef hann hefði verið inni. Þegar hann kom dt, sá hann féð koma hlaupandi dr hrauninu, heyrði urg og skarkala í hraunbrdninni og sá öll hds falla í einni svipan um alt túnið. Hjónin og tvær stúlkur voru inni. Þau reyndu ekki að komast dt, hugs- uðu ekki um annað en halda sér, því að með öllu var óstætt. Þau skriðu því næst dt um glugga á baðstofunni. Öll göng voru fallin saman. Kýrnar voru hver ofan á annari undir fjósþekjunni, þegar þangað var komið. Upp dr einni þeirra gekk blóð; en hdn hrestist við að fá mjólk. Kýrnar hafa síðan orðið að vera dti dag og nótt, eins og á mörgum öðr- um bæjum. Frost var mikið tvær nætur, og þar á eftir rigningar og slagviðri, svo að annan veg verður að fara með mjólkurkýr þar, en bdmönn- um geðjast að. Tveir reiðhestar voru inni í hest- hdsi. Hdsið hrundi. Hestarnir þeyttu sér dt um gat á gaflaðinu, hátt uppi. Siðan hafa þeir verið dauðhræddir við hdsin. Bóndinn er roskinn og þreytulegur, enda hefir verið hinn mesti eljumað- ur. Efnin eru góð. En honum fanst tæplega til þess hugsandi að eiga að fara að standa í þvl að koma öllu í lag á jörðinni. Vissi ekki, hvað hann mundi taka til bragðs. Næsti bær við Selssund er Kot. Helmingur jarðarinnar er nd óbygður, en þann partinn, sem bygður er, á Ólafur í Selssundi. Þar er nlt gjör- fallið, bæjar- og fénaðarhds. Aftur- gaflað baðstofunnar var komið þangað, sem framþil hennar hafði verið. Dagverðarnes var siðasti hrunbærinn, sem við komum að. Þar var sömu- leiðis alt fallið. Baðstofan hangir reyndar uppi, en engum dettur í hug að hafast þar við. Fólkið liggur í tjaldi fyrir neðan túnið. Fjósið féll á kýrnar og þær skrámuðust nokkuð. Þessar fregnir höfðum við af öðr- um bæjum á Rangárvöllum: Bóndinn frá Svinhaga sagði miklar skemdir þar á flestum hdsum, einkum dtihdsum, og sum þeirra gjörfallin. Bærinn mikið skemdur, en líft í hon- um. Á Þorleifsstöðum er alt fallið. í Bolholti eru öll hds fallin, og fólk- ið fldið að Helli eða Hdsagarði. Á Kaldbak eru öll hús fallin, nema hvað baðstofan hangir uppi að ein- hverju leyti og skemma, sem kýrnar voru fyrst hafðar i eftir landskjálftann. Þar var byrjað að laga fjóstóttina, menn fengnir til þess af öðrum bæ- jum, en fldið frá því I landskjálfta- kipp, sem kom þ. 10. þ. mán. Brek- ánum var tjaldað yfir kýrnar I tótt- inni. Á Þingskálum er bær og útihús að mestu fallin. Fólkið fldið dt á Land. Á Minnahof er alt fallið, nema IbdðarhÚ6 dr timbri. Á Keldum eru bæjar og dtihds mikið til fallin. Sofið I kirkjunni og kýr hafðar dti. Á Stokkalœk eru öll hds fallin, nema ný baðstofa; veggirnir að henni þó fallnir. Þar voru þrjd börn dti I fjósi. þeg- ar hræringin kom. Fjóskamparnir féllu saman og fyrir hurðina. Börn- in hnipruðu sig saman uppi I einum básnum. Þar féll stór steinn niður, rétt hjá einu barni; en sakaði ekki. Á Reynifelli alt fallið, nema íbdðar- hds. Á Fossi er alt fallið. Á Rauðnefsstöðum sömuleiðis, nema baðstofa lafir uppi. Úr Hvolhrepp voru fregnirnar, sem við fengum, ó- Ijósari. Þangað komumst við ekki. En okkur var sagt, að meiri og minni skemdir væru þar á flestum bæjum. Sérstaklega var getið um þrjá: Á Völlum er alt fallið, nema nýleg baðstofa. Á Argilsstöðum eru miklar skemdir. í Markaskarði sömuleiðis. Úr Fljótshlíð eru fregnirnar sömuleiðis óljósar. í miðhlíðinni eru sagðar miklar skemdir, t. d. á Kirkjulak. í Tungu er alt fallið. í Vatnsdal eru mjög miklar skemdir. Timburhds lafir þar uppi. Undir Vestur-Eyjafjöllum hafa orðið miklar skemdir I Eyvindar- holti og Stóru-Mörk. í Syðstu-Mörk er alfallið. Við héldum fyrst ofan að Kirkjubæ, eftir að hafa komið á þá bæi, sem eg hefi getið um hér að framan, að við höfum sjálfir séð. Þangað var sýslu- maður Rangæinga kominn eftir til- mælum okkar. Og við höfðum þar ofurlitla ráðstefnu 5, sýslumaður, Grím- ur Thorarensen, Eyólfur Guðmunds- son og við Reykvíkingarnir. Okkur kom saman um það, að ekki væri nokkurt viðlit annað en gera ráð- stafanir til að hjálpa fólkinu, sem I örðugleikum þessum hefir lent. í þvi skyni afréð sýslumaður að halda sýslu- nefndarfund þ. 17. þ. mán. (I gær). Fregnir af þeim fundi eru ekki komnar, þegar þetta er ritað (einni stundu fyrir hádegi á laugardag). Fyrir því virðist réttast að láta umræður um það bíða til næsta blaðs, hvernig hjálp- inni skuli hagað, og annað, sem skylt á við það mál.1) Um kvöldið fórum við ofan að Odda til gistingar. Þangað komu morguninn eftir Grimur Thorarensen og Sigurður Guðmundsson á Selalæk, og þar var afráðið að halda hrepps- fund á Rangárvöllunum til undirbdn- lngs fundi sýslunefndarinnar. Að þessu sinni læt eg mér nægja að bæta því einu við, hve ástdðlega allir tóku okkur. Menn tjáðu sig þakkláta ísafold fyrir að hafa sint örðugleikum fólksins með því að fá okkur til að fara austur. Óg ýmsir mintust um leið á þann skörungs- skap og mannkærleik, sem komið hafði fram hjá fyrv. ritstjóra þessa blaðs, Birni Jónssyni, þegar miklu tíðindin gerðust á sama svæðinu 1896. E H. J arðsprungur. Víða hefir jörðin rifnað og tæzt I sundur I landskjálftum þessum; sum- staðar hefir hdn lækkað og á öðrum stað aftur hækkað. En stærst er þó jarðsprunga sd, sem liggur yfir land- skjálftasvæðið fyrir neðan Heklu, þar alt er stórkostlegast og verst dtleikið. Við röktum jarðsprungu þessa frá austanverðu tdninu á Galtalæk; þaðan liggur hdn yfir svo nefndan Hrdthaga niður að Rangá ytri, og hefir á því svæði gert allmikil jarðspjöll; síðan yfir Rangá, yfir Hraunteig, upp undir Bjólfell, vestur með þvi og vestur fyrir það. Þá béygir hdn I suður fram með Selsundshrauni að vestan- verðu, suður flatneskjuna fyrir vestan Selsund, og hverfur síðan suður I Hekluhraunið háa og dfna, sem er efst á Rangárvöllum. Lengra áttum við ekki kost á að rekja hana; en engan efa taldi Ólafur bóndi I Sel- sundi á því, að hdn mundi ná miklu lengra suður eftir. Sennilegt er eftir öllum líkum, að jarðsprunga þessi byrji norður I Hreppafjöllum framan- vert I eða við Þjórsárdal og nái suður I fjöllin fyrir ofan og sunnan Rangár- vallakrókinn; en það er auðvitað órann- sakað mál. Svo er jarðsprunga þessi löguð, að tvær sprungur eru víðast samhliða og laus spöng á milli. Þessi l) ísafold átti tal við Björgvin sýslu- mann siðar í dag, en blaðið þá nærri fnll- prentað. Á sýslnnefndarfundinnm i gær vai afráð- ið að reyna að fá skyndilán hjá landssjóði 25.000 kr. Nánar I neesta blaði. Ritstj. spöng er sumstaðar sokkin niður, en sumstaðar hlaupin upp I afarháa hóla; eru þeir því allir sprungnir og tættir I sundur, einkum I kollinn, og standa hraunnibburnar dt dr þeim I allar áttir. Vestanvert við Selsundshraun ligg- ur jarðsprungan gegnum tjörn; I tjörn- inni hefir verið að undanfö/nu lágur, sléttur hólmi. Þessi hólmi hefir lyfzt upp, og er nd margra mannhæða hár hólL, allur sundursprunginn I kollinn. Þegar við riðum upp Hraunteig, urðutn við að gæta mestu varkárni vegna þess, hve jörðin var sprungin; lágu sprungurnar víða yfir þvera göt- una, svo leita varð lags að komast yfir urn. Eins var fyrir vestan Sel- sund; þar urðum við að snda frá venjulegum reiðgötum og »leita að broti* yfir jarðsprunguna miklu. Ó. Ó. Frá konungsskiftunum. Svo sem getið var í síðasta blaði, sendi landritari samdðarskeyti til hins nýja konungs á miðvikudag, I nafni íslendinga. Svar við því skeýti sendi konungur til landritata I fyrradag, svohljóðandi: Beder Dem modtage min oprigtigste Tak og bringe lslands Folk tnin hjerteligste Hilsen. Á I s 1 e n z k u: Kann yður einlægustu þakkir og bið yður flytja íslenzku þjóðinni hjart- anlegustu kveðju mina. Þá hefir konungur látið birta þá ósk, að fé pví, sem hugsað vœri að verja til gull. eða silfursveiga á kistu hins látna konungs, yrði heldur varið til líknar- og góðgerða. Mínningarguðsþjónustur verða haldnar á greftrunardegi konungs 24. þ. mán. bæði I dómkirkjunni og fríkirkjunni. Þær hefjast kl. 12. í dómkirkjunni prédikar herra Þórhallur biskup, en I fríkirkjunni síra Ólafur Háskólinn efnir til minningarsam- komu á næstunni, en óákveðið hvern daginn það verður. Dómkirkjan er tjölduð svörtum blæjum vegna fráfalls konungs og verður fram yfir dtför á föstudag. í hámessunni á uppstigningardag mint- ist sírt Bjarni Jónsson hins látna konungs og konungsskiftanna af stóln- um. Samhrygðarskeyti hafa Krisijáni X verið send ýms héðan. Fyrir hönd háskólans og Bókmentafélagsins sendi Björn M. Ólsen samdðarskeyti — og einstakir menn, sem kyntust sérstak- lega hinum látna konungi, svo sem fyrv. ráðherrar H. Hafstein og Björn Jónsson hafa og sent samdðarskeyti. Hefir Kristján X sent aftur vinsam- leg þakkarskeyti. — -------- Barnagjafír til Heilsuhæiisins. Greinin I Isafold 6. apríl um, að börnin í skólunum ættu að skjóta sam- an til þess að styrkja barnardm á Vífilsstöðum hefir borið svo góðan á- vöxt við barnaskóla Reykjavíkur, að börnin þar hafa skotið saman alls 202 kr. Og ísafold er kunnugt um býsna góðar undirtektir víðar. Nýlega áttum vér tal við landlcekni dt af þessu nýmæli. Sagði hann, að ef vel ætti að vera, þyrfti að bda til nýja deild, sérstaka barnadeild I Heilsu- hælinu. Miklu fleiri umsóknir kæmu um barnavistir en kleift væri að sinna og börn þyrftu aðra meðferð en full- orðnir. I Danmörku og víðar væri nd farið að reisa barna-heilsuhæli. — Hentugast mundi að taka herbergi þau, sem læknirinn hefir nd, til barnahæl- is, en láta gera sérstakt læknishds. Þetta strandar auðvitað á kostnaðinum. Hann naumast minni en 10,000. — En landlæknir taldi eigi fjarri sanni, að börn landsins gætu, ef þau vildu, kotnið upp barnadeild á Vífilsstöðum. Veitt prestakðll. Tjörn á Vatnsnesi var 30. f. mán. veitt prestaskólakandídat Sigurði Jó- hannessyni frá næstu fardögum. Hof I Vopnafirði var veitt síra Einari Jónssyni á Desjarmýri 15. þ. mán., sömul. frá fardögum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.