Ísafold - 18.05.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.05.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD Knattspyrnumót fslands verður í fyrsta sinni háð í Reykjavik 30. júuí 1912. Kept verður um knattspyrnubikar Islands, gefinn af fé-laginu Fram i Reykjavík. Félög, er sreyta vilja á mótinu, gefi sig fram skriflega við Areboe Ciausen, Tjarnar- götu 8 Reykjavík, eigi síðar en viku fyrir mótið. Stjórn Knattspyrnufél. ,Fram‘. Útboðs Bæjarstjórn Reykjavíkur kanpir a þessu vori: tíolræsapípur 80 metra 314 m. m. 480 — 235 m. m. 420 — 157 m. m. Pípurnar afhendist fyrir miðjan júlimánuð. Bæjar- verkfræðingur gefur náuari upplýsingar. Tilboð sendist * borgarstjóra fyrir kl. 12 þ. 28. þ. m., auðkent „Holræsa- pípur“. Borgarstjóri Reykjavíkur, 18. maí 1912. Páll Einarsson. Cement. Bæjarstjórn Reykjavikur kaupir ca. 1600 tunnur af cementi á þessu sumri. Tilboð auðkent »cement« sendist borgarstjóra fyrir kl. 12. þ. 28. þ. m. 5:00 tunnur afhendist 20. júní, 500 tunnur 20. júlí og 600 tunnur 20. ágúst. Borgarstjóri Reykjavíkur 18. maí 1912. Páll Einarsson. ro August Strindberg. Hann lézt sömu nóttina og Friðrik 8., svo sem getið var um í siðasta blaði. Strindberg var fæddur 22. jan. 1849 í Stokkhólmi. Þegar á skólaárunum kendi þeirrar ólgu í hug hans, sem ein- kendi hann alla æfi. Hann var læri- sveinn í þremur skólum og sá við það stéttamismuninn. Fram úr því vaknaði líka hjá honum efi í trúar- efnum. Stúdent varð hann 1867, en hann var of órór í skapi til þess að halda áfram skólanámi og hætti hvað eftir annað, en byrjaði aftur. Milli þess var hann leikari, rithöfundur («1 várbrytningen*, 1881) og kennari. Að lokum hætti hann algjörlega námi 1872. Hafði hann þá lokið við leikrit í óbundnumáli, «Máster Olof*, en því var hafnað, þegar til kom. Vonbrigði þessi og fleiri erfiðleikar, sem þá urðu á leið hans, koma glögglega fram i sögu þeirri, »Röda rummet* (1879), er gerði hann frægan. Hafði hann þá undanfarið reynt sig á mörgu, eink- um blaðamensku, en loks orðið að- stoðar bókavörður í Stokkhólmi (1874 —82), og lagði þá stund á þjóðmenn- ingarsögu, en einkum kínversku. Við skáldskap gaf hann sig fremur lítið á þeim árum. Röda rummet vakti hina »realistisku« bókmentastefnu í Svíþjóð. Hafði eng- ín bók áður haft önnur eins áhrif. Næstu rit Strindbergs urðu mj®g til þess að vekja gagnrýni og hvetja unga höfunda. Var »Gillets hemlighet« fyrst þeirra. Það er eins og »Máster Olof« tilfinningalíf þeirra tíma fært í sögu- búning. Annars gaf Strindberg sig um það leyti mest við visindaiðkun- um og gaf út ýms vísindarit. Þegar hann svo tekur að gefa sig við skáld- skapnum af nýju, ræðst hann með takmarkalausu háði á þjóðfélagshræsn- ina og stéttaskiftingu, (»Nya riket«, 1882). — í skáldsagnabálk sínum »Svenska öden och afventyr« lætur hann í ljósi óbifanlega trú á konunni og ástinni sem lífsafli því, er öllu haldi uppi. Árið 1883 ferðaðist hann erlendis, en gaf áður út flugrit »Dikter» og 1885 »Utopier i verkligheten«, þar sem hann af mikilli list flytur þá kenningu, að mennirnir verði sælli með því að hverfa sem mest aftur til náttúrunnar. Því sama hafði hann áður haldið fram í flugriti, er nefnist »Likt och olikt« (1884), en sama ár haíði hann í kvæðinu »Sömngangar- natter« lofsungið sjálfsafneitnnina með háfleygum lýsingum af för efans gegn- um heim trúarinnar, listarinnar og vísindanna. Eftir þetta rekur hvert skáldritið annað hjá Strindberg. Má þar eink- um nefna söguflokkinn »Giftas« og leikritið »Fadern«, eitt hið bezta leik- rit Svía. Breytist þá stefna hans og skoðanir smám saman að ýmsu leiti. Hefir hann sjálfur lýst því svo hrein- skilnislega, sem verða má í »Tjánste- quinnans son«. Þá er hann m. a. orðinn kvenhatari, gagnstætt því sem áður var. Tekur hann þar einnig ó- mjúkt á hinum og öðrum brestum aldarandans. Strindberg fékst um eitt skeið við efnafræði og gullgerðarlist (alkymi) og tvær bækur hans »Ttyckt och o- tryckt« og »Antibarbarus« eru bein- línis vísindarit, bygð á úreltum kenn- ingum, en vitna þó um hinn mikla anda, sem alstaðar hlaut að gera skarp- legar uppgötvanir, Og skáldrit þau, sem hann síðan gaf út, og sýna sál- arstríð hans á þeim árum, eru engu síður vottur um hinn mikla anda skáldsins. Strindberg var án efa mestur allra seinni tíðar rithöfunda meðal Svía. Tilfinninga líf hans var mjög ákaft, hugsunin skörp og leitaði sífelt dýpra °g dýpra eftir leyndardómum sálar- lífsins. í þeim efnum hefir hann þó lagst dýpst í bók sinni Svarta Fanor (1907). Hann var svo djarfur, þegar hann rannsakaði hugsanir og tilfinn- ingar og svo kærulaus fyrir dómum annara, að hann hefir sífelt verið mörgum hneykslunarhella fyrir það. Strindberg var heilsubilaður síðustu árin. Krabbamein fór með hann og seinni hluta vetrar fóru þjáningarnar sívaxandi. Sænska þjóðin notaði tækifærið í vetur, er Strindberg varð 6 3 ára til þess að votta honum lotningu og þakklæti. — Þjóðargjöf var honum þá færð með frjálsum samskotum 60.000 kr. og háir og lágir keptust um að hylla hann. -----.t---- Ýms erlend tíðindi. Bardaginn uin forsetatignina. Þeir bltast sem hundar Roosevelt og Taft um tignina þá. I því stímabraki hefir Taft komið all-klaufalega fram nyverið og reitt Bretann til reiði í meira lagi. Hann hefir sem sé birta látið bréf, er hann reit Roosevelc í janúarmán. 1911 um gagnskiftasamninga þá, sem um það leyti var á döfinni að gera við Kanada. í því stendur, að ef úr gagnskiftasamningunum verði telji hann Kanada orðið viðbót við Banda- r í k i n. Þessi tilfærðu orð hafa vakið hinn mesta óh'ug með Bretum og gremju í Kanada, sem uppi hefir verið látinn í ræðu, er stjórnarformaðurinn þar hefir haldið. Flugvélar til hernaðar. Bretar hafa ákveðið að láta smíða handa her og flota 100 flugvólar. Frá Titanic-slysinu. Þ. 30. apríl kom skip það, sem var að leita að lík- unum frá Titanic til New-York. Hafði það fundið 306 lík, en af þeim þektust 190, en 116 þektust eigi og var þeim sökt í sjóinn. Hin líkin voru flutt til New York. Þegar skipið lagði að var öllum kirkjuklukkum borgarinnar hringt. Á einum stað fundust 50 lík í hóp og björgunarbátur rótt hjá. Hefir hon- um að líkindum hvolft og allir sem í honum voru druknað. Út af Titanic-slysinu hefir Vilhjálmur keisari boðað til fundar i Berlín 100 fulltrúa fyrir skipa og sjómannafólög til þess að ræða um aukið öryggi á skip um. Samskot þau, sem efnt var til í Lund- únum út af Titanic slysinu voru í maí- byrjun orðin nál. 6,100,000 kr. -----4.----- Frá skólunmn. Úr stýrimannaskólanum útskrifuð- ust neðannefndir 14 lærisveinar skól- ans 13. f. m., með hinu minna stýri- tnannaprófi. 1. Kristján Bergsson, Dýraf. 62 st. 2. Karl A. Bjarnasen, Rvík 60 — 3. Þorvarður Björnss. Dýraf. 59 — 4. Þorgrímur Sigurðss., Rvík 58 — 3. Adolf Kristjánss. Akureyri 37 — 6. Sigurður Sigurðsson, Rvík 36 — 7. Stefán Jónasson, Akureyri 56 — 8. Eyólfur Ólafsson, Rvík . 35 — 9. Guðm. Gilss., Önundarf. 33 — 10. Mikael Guðmundss. Akure. 32 — 11. Sigm. Sigmundss Hafnarf. 49 — 12. Jón Þorkelsson, Rvík . 47 — 13. Jón Tómasson, Rvík . 45 — 14. Torfi Tímóteusson, Rvik 28 — Nr. 1, 3, 3, 7, 9 og 10 voru að eins einn vetur í skólanum. Hæsta einkunn við próf þetta eru 63 sig, en til þess að standast það þarf 18 stig. Þá útskrifuðust og 11. þ. m. 7 af ofannefndum mönnum með hinu rneira stýrimannaprófi. 1. Kristján Bergsson . . 109 st. 2. Þorvarður Björnsson 97 — 3. Karl A. Bjarnasen . . 96 — 4. Þorgrímur Sigurðsson . 89 - 5. Sigmundur Sigmundss. . 84 - 6. Sigurður Sigurðsson 84 - 7. Jón Þorkelsson . . . 69 — Ennfremur Guðmundur Bergsveins- son frá Súðavík í Norður-ísafjarðar- sýslu, og hiaut hann 64 stig. Hæsta einkunn við próf þetta er 112 stig, en til að standast það þarf 48 stig. Enginn hefir áður hlotið jafnháa einkunn við próf þetta og Kristján Bergsson hlaut nú. Prófdómendur við bæði prófin voru þeir prófessor Eiríkur Briem (form.), skipstj. Hannes Hafliðason óg for- stöðumaður skólans (P. H.). . Að afloku hinu meira stýrimanna- prófi var haldið vufuvllapróf Jyrir stýrimenn, og gengu þessir 3 nemend- ur skólans undir það: i- Karl A. Bjarnasen . . 12 st. 1. Jón Þorkelsson ... 7 — 3. Sigm. Sigmundsson . . 3 — Leikfélag Reykjayíkur. Fjalla-Eyvindur til ágóða fyrir mannskaðasamskotin. Sunnudag 19. mai kl. 8 síðd. Hæsta einkunn við próf þetta er 12 stig, en lægsta einkunn 4 stig. Prófdómendur voru forstöðumaður stýrimannaskólans (form.), landsverk- fræðingur fón Þorláksson og skipstj. P. R. Ungerskov. Þetta er fyrsta prófið, sem haldið hefir verið hér á landi í þessari fræði- grein. Látinn er hér í bænum í gærmorgun Einar Pálsson, faðir Matthíasar læknis og þeirra systkina, 66 ára að aldri, f. að Myrká i Hörgárdal 5. marz 1846. — Einar var sonur síra Páls Jónssonar, er síðast var prestur í Viðvik (J-1889) og fyrri konu hans Kristínar Þorsteins- dóttur siðast í Laxárnesi Guðmunds- sonar. Þau voru 6 alsystkini, börn síra Páls, m. a. Snorri verzlunarstjóri á Siglufirði (f 1883) og Kristín kona Einars heit. á Hraunum, en móðir Páls borgarstjóra. Kvæntur var Einar heit. Mariu Matt- híasdóttur frá Holti hér í bæ, og lifir hún mann sinn. Einar heit. var lengi við verzlun á Akureyri, en síðustu 5 árin á Fáskrúðs- firði. Var nú í kynnisför hjá Matthíasi syni sinum, og ætlaði norður til Ak- ureyrar í næsta mánuði. Hann lézt úr sykursýki, eftir 3 daga legu. Laust prestakali. Desjarmýri í Norðurmúlaprófasts- dæmi (Bakkagerðis, Húsavíkur og Njarðvíkursóknir). Heimatekjur 262 kr. Umsóknarfrestur til 1. júlí. Reykjavikur-annáH. Dánir. Þórunn Eiriksdóttir, Njálsg. 16, 15 ára. Dó 7. maí. Signrður Þórðarson, Hverfisgötu 45. Dó 9. mai. Svanhildur Þórarinsdóttir ekkja, Grettis- götu 48 B. Dó 10. mai. Signrður Gis'urareon, Laugav. 54, 85 ára. Dó 15. mai. Einar Pálsson verzlm., frá Páskrúðsfir&i, 66 ára. Dó 17. maí. Fasteignasala. Halldór Kjartansson selur Böðvari Jóns- syni og Katli Bjarnasyni af húseigninni við Hverfisgötu 16 með tilheyrandi lóð Dags. 19. des. Þingl. 21. des. Hjörtur Hjartarson trésm. selur Dr.Dubois bæinn Vík nr. 21 við Lindargötu með lóð fyrir 3000 kr. Dags. 2. jan. Þingl. 4. jan. Jóbannes Lárusson trésm. selur h/f »Völ- nndi« 3/16 af »Norðurmýrarbletti nr. 2.« fyrir 5000 kr. Dags. 14. nóv. Þingl. 21.der Jóhannes bóndi Magnússon í Dal i Hnappa- dalssýslu selur Magnúsi B. Steindórssyni frá Hnausum búseignina nr. 8 B við Lind&r- götu fyrir 6600 kr. Dags. 20. febr. Þingl. 14. des. Jón Ólafsson selur Einari Guðmundssyni á Grattisgötu 28 húseignina nr. 33 C við Njálsgötu með tilheyr&ndi lóð. Dags. 9. des. Þingl. 14. des. Jón Vilhjálmsson skósm. fær afsal bæjar- fógeta fyrir húseigniani nr. 76 við Lauga- veg, tilheyrandi þrotabúi Jóns Þorsteinsson- ar söðlasmiðs. Dags. 18. des. Þingl. 21. des. Jón Þorsteinsson söðlasm. Laugaveg 55 Belur Eriendi kaupm. Erlendssyni Langaveg 38 500 □ »1. lóð við nr. 55 á Grettisgötu fyrir 800 kr. Dags. 10. mai 1910. Þingl. 21. des. Matth kaupm. Þórðarson selur Þorleifi Guðmundssyni frá Háeyri húseignina nr. 8 B við Kirkjustræti með tilheyrandi. Dags. 14. des. Þingl. 21. des. Ráðherra fyrir hönd landsjóðs selnr Jóni Magnússyni hæjarfógeta 663 □ al. lóð við Hverfisgötu fyrir 3315 kr. Dags. 29. des. Þingl. 4. jan. H/f »Steinar« selur Pétri Þorsteinssyni verkstj. húseignina nr. 5 við Mýrargötu fyrir 3700 kr. Dags. 3. jan. Þingl. 4. jan, Thor Jensen selnr fiskiveiðahlutafélaginu »Draupnir« hotnvörpuskipið »Snorri goði* með tilheyrandi. Dags 7. des. Þingl. 14. des. Þorleifur Guðmundsson frá Háeyri selur Matthíasi kaupm. Þórðarsyni húseignina nr. 42 við Bergstaðastræti. Dags. 14. nóv. Þingi. 21. des. Sami selur sama húseignina nr. 9 við Klapparstig. Dags. 14. nóv. Þingl. 21. des. , Guðsþjónusta á morgun: I dómkirkjunni kl. 12 sira Bj. J. (Altaris- ■ . 8anga)- — Kl. 5 slra Jóh. Þorkelsson. I frikirkjunni kl. 12 sira Ól. Ólafsson. Hjúskapur. Hóseas Björnsson trésm. frá Höskuldsstaðabakka i Breiðdal i Suður- Múlasýslu og Massilia Ingibjörg Bessadóttir. Gift 7. mai. Magnús Bergsson bóndi á flrygg i Flóa og Pálina Guðmundsdóttir. Gift 17. mai. Sigurður Mósesson skipstj. Lindarg. 32 og ym. Sigriður Elíasdóttir. Gift 10. maí. Vigfús Lúðvik Árnason og ym. Vilborg Elín Magnúsdóttir. Gift 11. mai. Ágúst Liliekvist Lárusgon málari og ym. Ágústina Ingibjörg Magnúsd. Gift 11. mai. Guðm. EirSksson frá Múla i Biskupstung- um og ym. Margrét Oddsdóttir úr Rvik. Gift 11. mai. Sigurjón Jónsson málari og ym. Guðlaug Ragnh. Árnadóttir. Gift 17. maí. íþróttafélagið varð að hætta við iþrótta- sýningu sina á uppstigningardag vegna konungsandlátsins, en á morgun kl. . 2 •tendnr til að úr henni verði. Ljáblöðin frægu! 100 tylftir, allar lengdir, koma með Sterling 13. júní næstk. 18 ára reynsla hefir sýnt og sannað, að ljáblöðin okkar bíta langbezt, og eru þessutan ódýrari en miðlungs- góð blöð keppinautanna. Til þess að bændur hafi fulla vissu fyrir því, að fá hin einu ekta, verða öll blöð frá verzluninni framvegis auð- kend með stöfunum B. H. B. auk verksmiðjustimpilsins. Gætið því sjálfra yðar vegna að því, að kaupa ekki önnur blöð en þau, er bera B. H. B. stimpilitin auk verksmiðju- stimpilsins. Verzl. B. H. Bjarnason. Konungsandlátið gerir víða hohba i bátinn um skemtanir ogjsamkomur. Á miðvikudags- kvöld átti að leika Fjalla-Eyvind i Dagmar- leikhúsinu i Khöfn 1. sinni, en ekkert varð úr þvi, með þvi að leikhúsum i D&n- mörku var öllum lokað það kvöld og hin næstu. — Hér í hæ átti að leika Fjalla- Eyvind uppstigningard., til ágóða fyrir mann- skaðasamskotin, en varð sömuleiðis að hætta en í stað þess leikið annað kvöld. Skipafregn. Sterling fór héðan til út- landa i gær með fjölda faiþega; til Aust- urlands 150—200 manns. Til útl. Oben- haupt umboðssali, frú Anna Christensen pianó-kennari með börn sin (alfarin), Vern- narður Þorsteinsson og nokkrir útlendingar. — Til Austfjarða fóru m. a. Jón Óiafsson alþm., Magnús Blöndahl, Rich. Jensen. — Til Vestmanneyja Sveinn Björnsson. Vesta fór í dag til Austfjarða og útlanda með allmargt farþega. Ýmsar greinar og fréttir biða næsta blaðs vegna þrengsla. Skógræktardagurinn verður fimtudaginn 23. maí n. k. — Unnið að Vífilstaðahæli. — Lagt af stað frá Gróðrarstöðinni kl. 9 árd. — Menn hafi með sér nesti og skóflu. — Óskað eftir sem allra flest- um þátttakendum. Ungmennafélögin i Reykjavík. Brjóstnál tapaðist í morgun af Njálsgötu ofan að pósthúsi. Skilist á Njálsgötu 13 gegn fundarlaunum. Peniugabudda með peningum í hefir tapast á götum bæarins. Skilist gegn fundarlaunum í Spítalastíg nr. 8. Laus íbúð í TTliðsfræfi 8. Sfippféfagið. Aðalfundur Slippfélags Reykjavíkur verður haldinn í húsi K. F. U. M. mánudaginn 3. júní næstk. kl. 6 síðd. Reikningur framJagður, kosinn 1 mað- ur í stjórn og 2 endurskoðunarmenn. Tr. Gunnarssnn. Tíerfi. Sá sem tók gaddaherfi í fyrravor hjá vöruhúsum les Zimsens, Reykja- vík, skili þvi nú þegar til Guðmund- ar Ólafssonar í Nýjabæ á Seltj.nesi. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn, Einar Pálsson verzlunar- maður, lézt jiann 17. þ. mán. eftir fárra daga legu Jarðarförin fer fram næstkom- andi fimtudag, 23. þ. mán., frá heimili son- ar okkar, Matth. Einarssonar læknis. Hvg. 10, og hefst kl. IP/j fr. hád. María Matthiasdóttir. Innilega þakka eg öllum þeim, er sýndu mér hluttekningu við andlát og jarðarfér dóttur mianar, Guðrúnar Jörundsdóttur. Þjóðbjörg Þórðardóttir. Registur, (laus), handhæg og ódyr, nýkomin í bókverzlun ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.