Ísafold - 29.05.1912, Síða 1

Ísafold - 29.05.1912, Síða 1
Kemru út tvisvar l viku. Verf) iVrg. (80 arkir minat) í kr. erlendia 6 ki, oDa 1 */i dollar; borgist fyrir mi&jan júli (erlendia fyrir fram). ÍSAFOLD Uppaðgn (skrifleg) bnndin vib dramót, er ógild nema komln só til útgefanda ;fyrir 1. okt. og aaapandi aknldlana vib blabið Afgreiðala: Aaatnratrnti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 29. maí 1912. 36. tölublaö Verzlun í Skagaflrði til sölu. Þar eð eg hefi afráðið að taka við stöðu, er mér hefir boðist erlendis, íætti eg verzlunum mínum í Hofsós og Sauðárkrók, og eru því hviseignir mínar í báðum þessum stöðum ásamt fiskhúsi í Selvik og fleiri stöðum á Skaganum til sölu, sem og verzlunaráhöld, bátar og bryggjur. Sláturhiis eru á Sauðárkrók og Hofsós. Öll hiisin eru í ágætu standi. Nánari upplýsingar gefnar þeim er þess óska. Sauðárkrók i. maí 1912. L. Popp. i’órarinn Tulinins lætur nú af framkvæmd- arstjórastörfum Thore- félagsins, sbr. orðsend- ing hans í siðasta bl. Það sannast hér sem oftar, að enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir. N ú þegar Þór. Tul. er að fara frá, viðurkenna allir hinn mikla dugnað og framtakssemi hans og telja illa farið, að hann skuli sleppa forstjóra- störfum — þeir lika, sem áður hefir veitt nokkuð erfitt að láta Þ. Tul. njóta sannmælis. Hér í bl. var nýlega bent á, hversu mikill hagnaður hefði flotið til landsbúa fyrir starf- semi Þór. Tul. Hann nam ekki tugum, held- ur hundruðum þúsunda kr. árlega. — Þetta hefði sannarl. átt að meta meira heldur en raun hefir á orðið meðal landa hans, því að það er sannast að segja, að hann hefir hlotið hið ranglátasta aðkast í stað maklegs stuðnings —- sumstað- ar að — og er þvi ekki óeðlilegt, að nokkurrar beiskju kenni hjá honum i kveðjuorðum hans. Þór. Tul. er enn maður á bezta skeiði, rúml. fimtugur, og starfsþolið óskert, svo að óliklegur er hann til þess að setjast í helgan stein, þótt hann sleppi taumum Thorefélagsins. Sennilegt að hann eigi fyrir höndum mikið framkvæmdalif og þarflegt þjóð vorri. I. O. O. F. 93569 Alþýðufél.bókasafn Póathússtr. H kl. 5—8. Augnlækning ókeypia i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. Bæjarfógetaskrifstof&n opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Eyrna-,nef-og h&lslækn. ók. P0sth.str.14A fid,2—3 íslandsb&nki opinn 10—2 V* off 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 sbd. Alm. fundir fid. og ad. 8 x/i sibdegis. Landakotskirkja. öubsþj. 9 og 6 & helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10*/»—12 og 4—6 Landsbankinn 11-2 ^/a, ö1/*-^1/*, Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 NAttúrugripasafn opib 1 */•—2 »/* A sunnudögum Stjórnarr&bsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaöahælib. Heimsóknartimi 12—1. Þjóömenjasafnib opib & sd., þrd. og fmd. 12—2 Konungkjörnir þingmenn. Fregn kom á laugardaginn um skip- un þeirra. Þeir eru sömu mennirnir eins og áður hefir verið getið um í ísafold, að sagt væri að happið mundu hljóta: Júlíus Havsteen, Eiríkur Briem, Agúst Flygenring, Steingrímur Jónsson, Stefán Stefánsson skólastjóri og Björn Þorláksson. Með öðrum orðum allir sömu og áður, þeir er unt var að taka, og síra Björn, frændi ráðherra og björgunar- maður á síðasta þingi, í stað Lárusar H. Bjarnason, af því að L. FI. B. varð ekki tekinn, þar sem hann er orðinn þjóðkjörinn þingmaður. Manni verður að spyrja: Til hvers var þá þessi leikur á síð- asta þingi, sá er öllum mönnum þótti að minsta kosti viðsjárverður, og í margra manna augum var óþægilega svipaður stjórnarskrárbroti — lenging- in á kjörtíma hinna konungkjörnu? Ráðherra réttlætti þá ráðstöfun með eftirfarandi ummælum: »A hinn bóginn sá eg að það væri mesta óráð að skifta um konung- kjörna þingmenn að eins viku til hálfum mánuði áður en þingi lýkur. Þeir hafa tekið þátt í öllum störfum þingsins og sitja í nefndum, og ef ætti nú að fara að taka nýja menn i þeirra stað, þá væri það mikil rösk- un á störfum þingsins. Því áleit eg þetta hið eina rétta og tiltækilega*. Enn berorðari var ráðherra á undir- búningsfundunum undir síðustu kosn- ingar í kjördæmi sinu. Þá varði hann þessa ráðstöfun sína með því, að ef hann hefði átt að skipa konungkjörna menn, þegar kjörtími þeirra var útrunninn, um þingtímann, þá hefði hann neyðst til þess að skipa sömu mennina, eins og verið hefðu, af því að ótækt hefði verið að setja nýja menn inn í þingið að svo áliðn- um þingtimanum. En að því gekk hann vísu, að það mundi kjósendum hans hafa þótt kynlegt og óviður- kvæmilegt bragð. Til þess að firrast þá nauðsyn, hefði hann tekið þetta ráð, að lengja kjörtimann, þar til er þessu síðasta þingi yrði lokið. Og nú kemur það upp úr kafinu, að sömu mennirnir eru skipaðir, að svo miklu leyti, sem þess er nokkur kostur. Og orð leikur á því að minsta kosti, að þeim hafi verið lofað þessu þegar um þingtimann. En til hvers er þá þessi blindinga- leikur ? Þvi er fljótsvarað: Hann er til þess gerður, að villa kjósendum sjónir um kosningarnar. Kristján Jónsson hefði ekki átt nokkurn kost endurkosning- ar i Borgarfjarðarsýslu, ef hann hefði ekki brugðið þessari skýlu fyrir augu kjósendanna. Verði þetta konungkjör ekki hættu- legt sjálfstæðismáli voru, þá er það að minsta kosti ekki Kristjáni Jónssyni, heldur alt öðrum mönnum að þakka. Málararnir okkar. Varla get eg hugsað mér, að þeim, sem komið hafa á myndasýning ^Ás- gríms Jónssonar, þá er lokið var fyrra sunnudag, þyki það ekki illa farið og óhæfilegt, að maðurinn skuli eiga við jafn-þröngan kost að búa eins og þeim er kunnugt um, sem til þekkja. Að sparsemi mannsins og yfirlætis- leysi í öllum efnum kveður svo mikið, að lengra verður naumast komist. Eljan er að sama skapi. Og þrátt fyrir alla örðugleikana er maðurinn orðinn snillingur. En bann fær ekkert fyrir verk sín, að kalla má, ekki neitt svipað því sem hann þarf til þess að geta lifað sóma- samlega — að eg nú ekki nefni það, að hann fái neitt samboðið því verki, sem hann innir af hendi. Hann hefir setið við altaristöfluna, sem ætluð er Stóranúpskirkju, mest- allan veturinn, og fyrir hana fær hann — 250 kr! Hann væri betui haldinn með því að vera háseti á fiskiskipi en lista- maður, sem víst er um, að með tím- anum varpar ljóma yfir þjóð vora, enda er þegar farinn að gjöra það. Væri hann yfirmaður á fiskiskipi — við nefnum nú ekki ósköpin I Myndirnar safnast fyrir hjá honum, og eru honum arðlausar. Aldrei mun hann hafa selt jafn-litið á neinni sýn- ingu sinni eins og nú. Og aldrei hefir. hann haft jafn-mikla fegurð til sýnis. Hér verður að taka í taumana. Lang-bezta og viðfeldnasta ráðið er það, að alþingi veiti dálitla fjárhæð árlega til þess að kaupa málverk. Með því móti myndaðist á nokkurum árum innlent myndasafn, sem yrði mikils virði. Jafnvel þótt menn hugsuðu sér fjár- veitingavald landsins svo kvikinzkt, að það vildi gjöra sér þetta að gróða- vegi, þá mundi fénu verða vel varið. Eftir nokkur ár mætti vafalaust fá miklu meira fyrir myndirnar en til þess þyrfti að eignast þær nú fyrstu árin. Auðvitað seljast myndirnar einhvern tíma. Þá fá þær færri en vilja. En þá getur listamaðurinn verið kominn undir græna torfu. Og þá getur svo farið, að það verði aðrar þjóðir en íslendingar, sem hafa ánægju af þeim. Vér sitjum með óvirðinguna eina, fyrir það, að hafa látið dýrmæt lista- verk ganga úr greipum okkar, og að hafa ekki haft mannrænu í okkur til þess að styðja það, sem vel er gjört, og svo er þjóðlegt, að ekkert getur þjóðlegra verið. Að sjálfsögðu yrði að skipa nefnd manna til þess að velja myndirnar. Vér eigum áreiðanlega þá menn til. sem vel er til þess trúandi. Eg nefni til dæmis: Jón Helgason prófessor, frú Kristínu Jakobson, ungfrú Kristínu Þorvaldsdóttur, ungfrú Sigríði Björns- dóttur og Matthías Þórðarson forn- gripavörð og Rögnv. Ólafss ^n húsam. Eg hefi minst á þetta í tilefni af myndasýningu Ásgríms Jónssonar, af því að hún er mér nú í svo fersku minni. En enginn má skilja orð mín svo, sem eg vilji ganga fram hjá Þór- arni Þorlákssyni. Eg fer ekki út í neinn mannjöfnuð. Um það verður ekki og er ekki deilt, að eftir Þórar- inn Þorláksson liggja líka fögur og vönduð listaverk. Það er skylda að styðja báða menn- ina. Og í raun og veru er það al- veg útlátalaust landsjóði með þeim hætti, sem eg hefi bent á, þar sem hann fær fult verðmæti þess, sem hann leggur fram — og vafalaust meira en það. E. H. rióíf. Ndtt-tjöldin hrynja, himininn rökkvar, húmskuggum sveipast joldarbrá. Kvöldblærinn kyssir Idð og Id. Ljóð hrannir við bakkann dökkva. En moldin hún dottar í drijhvítum hjúpi og dreymir um vor. — Það haustar — og sólin er sigin að djúpi. En “hvelfingin Ijómar svo hrein og heið með hdtignardjásnyjir mannlíjsinskvölum. Nú logar hvert blys í lojthvelsins sölum og Ijósharpan titrar við skuggans meið. Hún hejur minn anda jrd húmsins veldi, Jrd hrylling og nótt. Eg vermist af huldum arineldi. Haustnóttin breiðir helgan væng yfir hdreisti’ og ys d strætum og torgum. Það hljóðnar — og múgur með syndum og sorgum sér sælir við rökkursins björtu sæng. En himneska UJsstjarnan heldur hér vörð í helgi og pögn, yfir blálojtsins skömim og húmsins hjörð. Hér stend eg einn hljóður við hyrjarlog og huganum beini að sporunum pungu. Mín æskubœn, flutt aj afivana tungu er orpin i tímanna pjótandi sog. Hún heimtast ei ajtur pó hejði eg gjaldið, til hels var hún borin. Sú bernskuósk gat eigi bergmáli valdið. Mitt rdðleysisæði og Idnstola lij hejir leitt minar vonir að dauðans sandi. Sem útlagi eg reika í ókunnu landi, með ógleymda minning um sorgir og kíj. Þótt vonirnar blundi við bakkann svarta mér brosir hver stund. Eg lifi og dey við Ijósvakann bjarta. Það Ijós, er sér veitir um víðbiáins höj vill líjga hvert blik, sem í húmi er jalið. En skammsýni’ og pýlyndi’, af skugganum alið skynjar ei viljann, býr manninum gröj. Sjá kórónu gylta og krossa háa! Sjd kaupmannsins glys! — og lífin, sem hjara við hlutinn sinn smda. — Pórbergur Pórðarson. filskipaaíli og botnyörpnnga við Faxaflóa á vetrarvertíð 1912. Úr Reykjavík hafa gengið 34 þil- skip alls ogfer afli þeirra hér á eftir. Tölurnar í svigum merkja aflatöluna 1911: Skip H. P. Dnus, Rvlk. Ása 36,000 (49.Soo) Björgvin . . . 31,000 (35,000) Hákon .... 16,500 (21,500) Iho 12,500 O O Keflavík .... 24,000 (30,000) Milly .... 20,000 (31,500) Seagull (Duuso.fl.) 27,000 (43,000) Sigurfari . . . 19>500 (29,000) Svanur . . I^OOO1) (3 5>5°°) Sæborg .... 32,500 (41,500) Hafsteinn . . . 22,000 (30,000) Skip hlutajél. Sjdvarborg (Edinborg). Fríða .... 18,000 (29,000) Guðrún Zoega 16,500 (23,000) Isabella .... 8,000 (17,000) Josephine . . . 17,500 (25,000) Acorn .... 17,000 (21,000) Sjana .... 15,000 (28,000) Morning Star . . 10,000 (32,000) Robert .... 19,000 (35,000) Gunna .... 16,000 (30,000) Skip Th. Thorsteinsson. Guðrún Soffia . 26,000 (20,000' Sigríður . . . 30,000 (99,999 Skip hlutajél. P. J. Thorsteinss. & Co. Björn Óiafsson . 39,500 (33,000 Greta .... 20,000 (27,000 ‘) fórst i miðri vgrtið. Guðrún af Gufun. 15,000 (35,000) Langanes . . . 21,000 (38,500) Ragnheiður . . 25,000 (34,S°°) Skarphéðinn . . 18,000 (31,00°) Sléttanes . . . 13,500 (21,000) Skip J. P. T. Bryde, Rvik. Valtýr .... 27,000 (35,000) Ymissa eign. Esther (H/F Stapi) 21,000 (20,000) Bergþóra (G. Ól.) 17,500 (26,000) Harald, ísaf. (L. Tang & Sön) . 18,000 (32,000) Haffari (Sig. Jónss.) 28,000 (34,000) Hildur (J. Laxdal) 8,000') (40,000) Surprise (E.Þorgilss.) 17,000 (36,500) Botnvörpungar hafa gengið héðan 14 alls og aflað sem hér segir: Snorri Goði (til 26. maí) 3 53 þús. Skallagrímur (til 14. maí) 254 — Bragi (til 11. mai) 200 — Snorri Sturlus. (til 14. mai) 192 — Garðar landn. (til 18. maí) 185 - Skúli fógeti (til 18. mai) 273 — Baldur (til !9- mai) 2 66 — Marz (til 18. mai) 200 — Wetherley (til !9- maí) 193 —- Jón forseti (til 22. maí) 216 — íslendingur (til 20. maí) 138 — Lock Naver (til 12. maí) 124 — Freyr (til 6. maí) 94 — Valur (til 16. maí) 38 - A. G. (til 26. maí) 260 — Triumph (til 26. mai) 193 — Alls hafa seglskipin (36) fengið 723 pús., en botnvörpungarnir (16) 3 milj. 92 þús., eða 2 milj. 369 þús. meira en öll seglskipin. Meðalafli á segl- skipi hefir verið rúm 20 þús., en á botnvörpungi rúm 193 þús. Samtals hafa öll þessi skip aflað 3 milj, 815 ‘) hætti i miðri vertíð. þús. Ef gert er ráð fyrir að í skip- pundið fari 120 af færafiski, en 150 af vörpufiski, verður allur aflinn h. u. b. 27 þús. skpd. Með 60—70 kr. verði á skpd. nemur hann frá 1 milj. 620 þús.—1 milj. 890 þús. krónum. Auk þess eru hrogn, lifur og annað þess háttar. Þingmálaf. Reykvíkinga Hann var haldinn 27. maí, annan i hvítasunnu, í Barnaskólaportinu, og varð mikill sigur fyrir samkomulags- tilraunirnar i sambandsmálinu. Fundar- stjóri var Klemens Jónsson landritari, en skrifarar Einar Arnórsson prófessor og Sigurður Guðmundsson mag. art. Fyrst voru skattamálin tekin fyrir. Þingmenn kjördæmisins og Jón Þor- láksson landsverkfræðingur andmæltu tillögu fjármálanefndarinnar um einka- sölu á kolum; en Hannes Hafstein bankastjóri varði. Svo látandi tillaga var samþykt með miklum meiri hluta greiddra atkvæða: »Fuhdurinn mótmælir einokunartil- lögum skattamálanejndarinnar«. Þá kom sambandsmdlið. Yfirdómslögmaður Eggert Claesen bar upp svo látandi tillögu: »Fundurinn skorar d alpingi að taka sambandsmálið upp ajtur ejtir atvikum til slikra breytinga á Jrumvarpinu Jrá 1908, er séu líklegar til pess að ajla pví Jylgis meginporra pjóðarinnar og samkomulag geti orðið um við Dani, Þó er ekki ætlast til pess, að málið verði

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.