Ísafold - 03.06.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.06.1912, Blaðsíða 1
Kemui út fcvxBvar l viku. Vorð árg. (80 arkir minst) 1 kr. erlendie 5 kr. eSa 1'/» dollar; borgist iyrir miöjan júli (erlendÍB fyrir fram). __________________ ISAFOLD Dnpsðgn (skrifieg) bnndin vift úramót, n ó*iia nema komin sé til útgefanda fyiir 1. okt. og kaapandi sknldlans viö blabiB Afgrai&sla: Anstnrstrasti 8, XXXIX. árg. Beykjavík 3. júní 1912. 38. tðlublað Konungs-andlátið. Atvikin að dauða konungs. Friðrik konungur kom til Ham- borgar á leið til Kaupmannahafnar þtiðjudag 14. maí um miðjan dag og tók sér, svo sem venja hans var, gist- ingu í gistihöllinni Hotel Hatnburger- hoj. Með honum voru af ættmenn- um hans, Lovísa drotning og þrjú börn hans, Gústaf, Þyri og Dagmar. Um kvöldið kl. 10, aðrir segja kl. 9, gekk konungur út í bæ og skaut því að dyraverði um leið og hann gekk út úr dyrunum, að hann ætlaði að ganga sér dálítið til hressingar um götur borgarinnar. Nú vita menn eigi neitt með vissu um konung fyr en kl. undir io’/a- Fólk var þá að koma úr leikhúsum og meðal annars læknir einn þýzkur, Seeligmann að nafni. Á götu einni örskamt fiá Hotel Hamburgerhof sér hann rétt fyrir framan sig roskinn mann, sem honum sýnist vera að hníga niður á götuna. Hann gengur til hans og leiðir hann að búðartröpp- um þar í nánd og spyr hann að heiti og hvort hann eigi ekki að hjálpa honum heim. »Hinn sjúki maður leit á mig stórum augum, eins og hann væri að hugsa sig um, hverju hann ætti að svara. Svo hvíslar hann: Eg bý í Hotel Hamborgerhof. Þangað var fárra mínútna gangur, en eigi að síður stakk eg upp á að ná í vagn. En þá svarar hann (á þýzku): Mér finst mér líða betur. Það er ekki iangt til hótelsins. Eg get sjálfsagt gengið þangað. Þetta voru síðustu orð konungs. Nú kom lögregluþjónn til skjalanna og er hann heyrði hvar hinn ókunni maður byggi, býðst hann til að fylgja honum heim. En þeir eru að eins komnir fáein skref, er hann fær nýtt aðsvif og hnígur máttlaus niður á götuna. Þá er náð i vagn. En í stað þess að aka beint til hótelsins, skipar lög- regluforingi sem þar var þá kominn, að aka hinum sjúka manni til hafnar- sjúkrahússins. En á leiðinni þangað gaf hinn sjúki maður upp öndina. Þegar svo til sjúkrahússins kom sáu læknarnir þegar hvers kyns var. Hjartað var hcett að slá. En i stað þess að rannsaka, hvort eigi væri neitt i vösunum, sem benti til þess, hver hinn látni maður væri, urðu þeir að flytja líkið í likhús, sem ætlað er þeim, sem enginn veit deili á. En í vösunum var m. a. gullúr með fangamarkinu: Friðrik VIII. Nú var likinu dembt inn í líkhúsið og voru þá 8 ókunn lík fyrir. En engum datt í hug að síma til hótelsins. Leitin liaíin. Nú vikur sógunni til hótelsins, þar sem konungur bjó. Enginn ugði neins þar framan af nóttu. Friðrik 8. var oft vanur að fara sinna ferða og brá því engum þar í brún, þótt honum dveldist nokkuð úti. En er á leið nóttina — komið langt fram yfir miðnætti og konungur eigi kom — fór þjónn hans að undrast um kon- ung og vakti þá hótelstjórann og sagði honum frá, að konung vantaði. Hó- telstjórinn brá við, klæddi sig, ráðg- aðist við hirðmarskálk konungs Bro- ckenhnus Schack greifa og varð þaðúr, að hann ók út í bæinn að leita kon- ungs. Fyrst aðgætti hann hvort konung- ur væri staddur á nokkurum helztu veitingastaða borgarinnar, en svo reynd- ist ekki. Þá sneri hann sér þegar til lög- regluskrifstofunnar, til þess að grensl- ast um, hvort nokkursstaðar hefði orð- ið vart manns með útliti konungs, en ' ‘11 V . •■ *n. oöMg Friðrik konungur VIII. ■Bi Kristjan konungur X. Alexandrína drotning. lögreglumaður einn segir, að hann hafi fengið skýrslu um gamlan mann, sem hafi hnigið örendur á götunni en eng- inn þekt og þvi verið fluttur í lík- húsið; »en það getur ekki verið Frið- rik Danakonungur*, bætti hann bros- andi við. Hótelstjóri vildi þó ganga úr skugga um það. Ók því til lfkhússins, og fekk eftir langa mæðu að sjá líkið. Þurfti hann þá ekki framar vitnanna við. Efiir allmikla rekistefnu fekk hann svo að taka lík konungs í bifreið sína og ók skjótlega heim í hótelið og var það lagt þar i rúmið í svefnher- bergi konungs. Síðan var drotning vakin og henni og börnum hennar sögð sorgartíð- indin. Fáum timum síðar var fregnin um hinn skjóta og sviplega dauða kon- uugs flogin á vængjum simanna um allan heim. Líkið flutt til Danmerkur. Um morguninn þ. 16. mai var lik konungs flutt með mikilli viðhöfn frá Hamborg til Lúbeck. En þangað var konungsskipið Dannebrog, undir stjórn Kjars kapteins, þess er einusinni var skipstjóri á Ceres, sent til þess að flytja líkið til Kaupmannahafnar. Kon- ungsskipinu til fylgdar voru 2 dönsk herskip Olfert Fischer og Peder Skratn. Til Kaupmannahafnar kom lík kon- ungs þ. 17. mai. Var það þegar flutt til hallarkirkjunnar og þar var kista konungs höfð almenningi til sýnis dagana fram að útförinni. Streymdu á hverjum degi margar þúsundir manna til þess að fá að sjá kistuna og alt hið mikla skraut í kirkjunni. Útförin. Þ. 24. maí fór hún fram eins og kunnugt er. Viðstaddir við hana voru m. a. Georg Grikkjakonungur, Hákon Norðmannakonungur og Gústaf Svía- konungur. Af hendi Þýzkalandskeis- ara kom þýzki rikiserfinginn, af hálfu Rússakeisara bróðir hans Mikael stór- fursti, af hálfu Bretakonungs Arthur Connaughthertogi, Bróðir Játvarðs VII. Fyrir Frakklands hönd var Pichon, áður utaurikisráðherra — og auk þessa höfðingja fjöldinn allur af fulltrúum Norðurálfuþjóða. Auk þess voru syst- ur konungs, Alexandra Bretadrotning og Dagmar keisaraekkja o. fl. Það vakti mesta eftirtekt, að þarna hittust þeir fyrsta sinni Gústaf Svia- konungur og Hákon hinn norski, eftir tiðindin miklu 1905. Er eigi annars getið en að farið hafi fullvel á með þeim, þótt eigi hafi átt bein vináttu- mál hvor við annan. Kistu konungs var ekið frá Kaup- mannahöfn til Hróarskeldu á járn- brautinni, síðan ekið til Hróarskeldu- dómkirku í prýðilegum líkvagni. Næst á eftir kistunni gengu kon- ungarnir 4 og þá tignarrýrri höfð- ingjar. í líkfylgdinni var einnig ráðherra íslands, Kristján Jónsson. í dómkirkjunni í Hróarskeldu talaði Paulli stiftsprófastur og að ræðunni lokinni var kista konungs borin inn í kapellu þá, sem kend er við Friðrik V. og þar hvilir Friðrik VIII. við hlið föður sínum og móður. Konungaskiftin. Kristján X. tók konungdóm þ. 15, maí. Fór sú athöfn fram að viðstöddu afarmiklu fjölmenni, á að gizka 40,000 manns. Kl. 3 stundvíslega kom yfirráðherr- ann danski, Klaus Berntsen, fram á svalir Kristjáns VIII. hallarinnar og hrópaði þrisvar sinnum: Friðrik konungur 8. er látinn. Lmgi lifi hans hátign Kristján konungur 10. Um leið dundu við fallbyssuskot frá Sixtusvirki og flotanum á höfninni. Laust nú múgurinn upp þúsund- földum húrrahrópum. Þá kom fram á svalirnar hinn nýi konungur með drotningu sína sér við hlið — og herti þá á húrrahrópun- um. Kristján X. tók þá til máls og talaði svo hátt, að hvert mannsbam mátti heyra: Þungur boðskapur hefir oss að höndum borið í dag. Konungur- inn, faðir minn ástkær, sem bjóst sjálfur við að koma heim heill heilsu, hefir snögglega andast. Móðir mín ástkær, vér ætting- jarnir og allir Danir hafa orðið fyrir sárri sorg. Mikil ábyrgð hefir ver- ið lögð mér á herðar, en það er von mín, að mér verði sýnt sama traust og föður minum. Hamingja, frelsi og sjálfstæði Danmerkur er mér fyrir öllu og allir danskir menn, er eins Ilta á, gefi hver öðrum hönd sína upp á það. Guð blessi og varðveiti gömlu fósturjörðina. Danmörk lifi! Nú margfölduðust húrrahrópin, er ræðunni var lokið. K©m þá konungur fram á svalirn- ar af nýju og hafði nú við hlið sér drotninguna og syni sína báða, Frið- rik og Knút, — og ætlaði nú fagn- aðarópunum aldrei að linna. Var svo tekið að syngja ættjarðar- kvæði og tók konungur sjálfur undir af mikilli raust. Minningarrit um Stgr. Thorsteinsson. í minningu áttræðisafmælis Stgr. Thorsteinsson í fyrra hefir /. C. Poestion samið minningarrit á þýzku með lýs- ingu á skáldskap Stgr. Th. og mörg- um þýðingum á kvæðum hans. Það er nýkomið út — með prýðilegum frágangi. Þreytist Poestion ekki gott að gera fyrir islenzkar bókmentir í útlöndum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.