Ísafold - 12.06.1912, Side 1

Ísafold - 12.06.1912, Side 1
Kemxu út fcvisvar i viku. Verð árg. (90 arkir minst) 4 kr. erlencUa 6 ki( e$a 1 */■ dollar; borgist fyrir miöjan júli (erlenúie fyrir fram). _____________ ISAFOLD Dppsögn (strifleg) bnndin yiO dramót, ei ógild nema komln sé til útgefanda fyrii 1. okt. eg aaapandi ikuldlani yiO blaOit) Afgieibala: Anetaietmti 8, XXXIX. árg. Reykjavík 12. jnní 1912. Konungslíkfylgdin. Við járnbrautarstöðina í Hróarskeldu. Greftrun Friðriks konungs VIII. ------ Khöfn 5. júní 1912. Greftrun konungs fór fram föstudaginn 24. maí. Sorgarhátíðin hófst í hallarkirkjunni í Khöfn hálfri stundu fyrir hádegi rheð örstuttri guðsþjónustugerð, að viðstöddum eingöngu vandamönnum konungs, útlendum þjóðhöfðingjum eða fulltrúum þeirra, sendiherrunum og tignasta hirðfólki. — A hvítum silkihjúpuðum líkpalli stendur kista konungs, skrýdd þúsundum ilmandi blóma og litskrúðugra borða, frá öllum konungshirðum Norðurálfu. Að lokinni guðsþjónustu er kistan borin út úr kirkjunni og samstundis kveður við hringing frá öllum kirkjuklukkum borgarinnar. Gegnum óslitna hermannaröð á hvora hönd gengur hin skrautlega sorgarfylking eftir kistunni til járnbrautar-likvagnsins. Foringjar úr herráðinu bera kistuna upp í vagninn, líkfylgdin sundrast inn í klefana og lestin heldur af stað til Hróarskeldu. Allur bærinn er skrýddur sorgarfánum, og grenikvistum er stráð á göturnar. Skrúðgangan hefst frá brautar- stöðinni. Fremstir ganga konungarnir fjórir: Kristján Danakonungur, Gústaj Svíakonungur, Hákon Noregskonungur og Georq Grikkjakonungur.1) En þar næst fulltrúar stórveldanna og þá hver eftir tign. Viðhafnarmikil skrúðganga, þar sem alls konar gull- og silfurdregnir einkennisbúningar ljóma í sólskininu og hljóðar hermannafylkingar líða fram hjá með föstum reglubundnum skrefum. Líkvagninn staðnæmist fyrir framan dómkirkjuna og 12 herforingjar bera kistuna inn um fordyrnar. Uppi yfir innganginum er gullin kóróna í sorgarslæðum og kirkjugólfið er al-lagt svörtu klæði. Sálmurinn O, blessuð stund er sunginn af fjölmennri söngsveit og Paulli skriftafaðir konungs heldur líkræðuna. Eftir það er kista konungs loks borin inn í kapellu Friðriks V. og meðan sungið Sjá pann hinn núkla Jlokk. í kapellunni bað skriftafaðirinn bæn og og kastaði rekunum. Eftir síðasta sálminn kváðu við fallbyssuskot hermannasveitarinnar utan frá — og líkfylgdin gengur út úr kirkjunni. ‘) Á myndinni sést Kristján X. með sonum sinum sitt til hvorrar handar lengst til vinstri, þá Gústaf Sviakonungur, þá Georg Grikkjakonungnr og loks Hákun Norðmannakonungur. í baksýn til hægri á tröppnnum sést Gústaf prins og vinstra megin við hann Carl Svíaprins, sem ú Ingibjörgu Friðriksdóttur hins 8. I. O. O. F. 93569 Alþýbufól.bókasaín Pósthússtr. 14 kl. 6—8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. Bæjarfógotaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. P0ath.str.l4A fid,2 3 íslandsbanki opinn 10—2 '/* og 6>/■—7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifsfcofa 8 árd.—10 sí>d. Alra. fundir fid. og sd. 8 */« síódegis. Landabotskirkja. öubsþj. 9 og fi á helgura Landakotsspltali f. sjúkravitj. 10»/«—12 og 4-6 Landsbankinn ll-2»/a, ^M1/*. Bankastj. viM2-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfólagsskrifðtofan opin trá 12—2 Landsfóhirbir 10—2 og 6—«. Landsakjalasafnib hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga. helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opib 1 */«—2*/« á Rnnnudögura 8tjórnarráöaskrifstofurnar opnar 10 -4 dagleg Talslmi Reykjavlkur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; holga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.sfcc. 14B md. 11—12 Vlfilsstabahælib. Heimsóknartimi 12—1. Þjóómenjasafnib opió á sd., þrd. og fmd. 12—2 Uppreistin í Marokkó. ---- Kh. »/# '12 Marokkóbúar hafa af nýju sezt um borgina Fez og gert á hana hverja atlöguna annari harðari. Það er ekki minni hei en 20,000 manns, er árás- ina gerðu, en Liautey yfirherforingi Frakka situr þar fyrir með einar sex þúsundir. Atlögurnar hafa orðið fleiri og ákaf- ari með hverjum degi og nú má kalla, að þar standi látlaus hrið. Uppreistar- menn hefta alla aðflutninga til borg- arinnar, banna alla vegi. Þrjár kaup- mannalestir hafa verið rændar og mörg afskekt héruð verið brend. En verst af öllu þykir þó Frökk- um, að þeir geta ekki lengur treyst sjálfum íbúum borgarinnar. Þeir draga fullkominn taum uppreistarmanna, landa sinna. Margir kynflokkar þar í kring hafa enn fretr.ur sent Liautey yfirherforinga þau boð, að þeir sæi sig knúða tii að ganga í lið með óvin- um Frakka, ef þeir treystust ekki til að vernda þá fyrir heitingum upp- reistar-flokkanna. Ráðuneytisforseti Frakka, Poincaré, hefir lýst yfir því í neðri deild, að hann veitti Liautey fulla heimild til að gera alt, sem unt væri til að bæta úr ýmsum stjórnarfarslegum missmíð- um af Frakka hendi. Símskeyti frá Tanger skýrir frá, að nýr soldán sé útnefndur r Suður- Marokkó. Úlfúðin til Frakka vex dag frá degi. Hrakfarir Marokkobúa. Síðustu fregnir. Franski yfirhershöfðinginn í Mar- okkó, Liautey, hefir sent frá Fez 1. júní kl. 9 um kvöldið svofelda skýrslu: Herfylking Gouraud’s ofursta, sem i eru 5 sveitir fótgönguliðs, 6 deildir stórskotaliðs og 2 riddarasveitir, rudd- ist kl. 5 í morgun fram í móti óvin- unum, sem höfðu safnast saman á bökkum Seba-árinnar 10 km. í norð- vestur frá Fez. Fylkingin gjörði grimmilega atlögu á herdeildir óvinanna, og kl. 10 var gjörð stórskotahríð á stóreflis herbúð, svo að óvinirnir hrukku undan og flýðu hópum sarnan upp í fjöllin. Eleissami, foringi þess hers náðist. Margir úr óvinahernum féllu. Vér létum 9 manns, en 28 sárir. Stór deild af skotliðinu hefir rekið flóttann. Óvinunum virðist fullkomlega sundrað. Heimspekisprófi við Kh.háskóla hafa þessir stúdentar lokið: Héðinn Valdimarsson með I. einkunn, Hjört- ur Þorsteinsson með III. eink., Magn- ús Jochumsson með ágætiseinkunn, Steinþór Guðmundsson með I. eink. og Þorlákur Bjönsson með ágætiseink- unn. Ýms erlend tíðindi. Ótriðurinn. Þessa dagana eru ítalir að kveðja saman herdeild 28,000 manna, sem tekur setu i Chios og Mytilene. All- ar þær eyjar, sem ítalir hafast við í, hafa verið hersettar síðustu viku með ítölsku setuliði, og nú er í iáði að skipa opinberar stöður ítölskum embættismönnum. Ef Tyrkir vilja nú ekki semja frið, eftir að sett er niður herdeild í Chios og Mytilene, ætla ítalir sér að gjöra stórskotahríð á Smyrna og gjöra at- lögu á borgina af sjó og landi í senn. Nú geta menn til að stórveldin sitji ekki lengur auðum höndum, held- ur láti til skarar skríða um ófriðinn. í þessum mánuði mun verða kvatt til alþjóða fundar og friðarkostir settir. Uppgötvari flugvóiarinnar látinn. Kh. 12. Wilbur Wright, uppgötvari flugvél- arinnar, andaðist 30. maí í Dayton í Ohio í N.-Ameríku. Hann lézt úr taugaveiki eftir viku legu. Þeir voru tveir bræður, hann og Orville Wright, er tóku að iðka loft- renning árið 1900 við Kitty Hawk í Nord Carolina. Þeir höfðu renni- tæki og mótor í, og 17. desember hepnaðist þeim fyrsta flugið. Með sifeldum framförum og umbótum á Wilbur Wright. flugtækjunum tókst þeim loks árið 1905 að fljúga 40 km. á 40 mín. og á gamlársdag 1908 flaug Wilbur Wright látlaust 2 klst. og 21 mín. Það var frammistaða, sem allur heimurinn dáð- ist að. Wilbur Wright var fæddur í Henry County i fylkinu Ohio 16. apríl 1867. Föðurafi hans var landstjóri í fylkinu New York, en í móðurætt var hann af þýzkum furstaættum. Prófessor Julius Petersen látinn. Læknissögufræðingurinn Julius Pet- ersen, prófessor við Kaupmannahafnar háskóla, Iézt 28. maí. Hann var mjög merkur visindamaður í sinni grein og hefir ritað margar bækur. íslenzkum stúdentum í Khöfn er hann sérstak- lega að góðu kunnur sem Garðlæknir, og munu þeir fáir stúdentar frá síð- ari árum, er ekki hafi reynt á hjálp. semi hans. Lík hans var brent í gær. í líkbrensluhúsinu flutti prófessor Höffding stutta ræðu. Meðal ógrynni blómsveiga var einn frá íslenzknm stúdentum í Kaupmannahöfn, með bláum og hvítum borðum. Næsta blað á laugardag. Margar greinar og fréttir innlendar bíða þess. 40. tölublað Frá þingmálafundum. í Hafnarflrði var þingmála- lúndur haldinn siðastliðinn laugardag, af þingmönnum Gullbringu- og Kjós- arsýslu, þeim Birni Kristjánssyni bankastjóra og síia Jens Pálssyni rrófasti. Á fund þenna höfðu samkomulags- :rjendur í Rvík sent alt stórskotalið sitt: Bjarna frá Vogi, Gísla Sveinsson og doktor skjalavörð — til þess að reyna að spilla fyrir því, að þingmálafundur æssi samþykti tillögur, er færu í samkomulagsáttina í sambandsmálinu. En svo hrapallega mistókst sú til- raun, að þeir eigi höfðu sinum máls- stað til stuðnings, nema 2—4 atkvæði. Eitt málgagn þeirra lætur það vera 3, annað 4, en hið rétta mun vera 2 atkv. Aftur fekk samkomulagstillaga frá síra Jetis með sér 14 atkv. — fund- urinn orðinn svo fámennur, er til at- kvæða var gengið. A fundinum var og staddur Sveinn Björnsson og héldu þeir síra Jens uppisókn af samkomulagsmanna hálfu, en í móti mælti stórskotaliðið alt, sem að ofan getur. Kolaeinkasalan eða einokunin var feld með öllum atkvæðum gegn einu. Björn Kristjánsson reifaði það mál og lagði eindregið móti því. Eru nú auðséð forlög Kartagóborgar. — Það virðist eins einróma mótspyma gegn kolaeinkasölunni á þingmálafundum, eins og fylgið við samkomulagstil- raunirnar i sambandsmálinu. Stjórnarskráin. Samþykt var á Hafn- arf]arðarfundinum tillaga um, að sam- þykkja stjórnarskrána frá síðasta þingi óbreytta. —«— Á Lágafelli átti að halda þingmála- fund á mánudag, en fórst fyrir vegna fámennis. Verkfallið í Lundúnum. --- Kh. #/e 12. Verkfallið sem verkamenn í Lund- únum, þeir er eiga í hafnarvinnu og flutningum, hófu í fyrra mánuði, stendur enn yfir. En þó betri horf- ur til samkomulags þessa dagana. Harry Gosling, sem hér er mynd af, er foringi verkmanna. Hann hefir undirbúið verkfallið í hljóði, svo heita mátti að það kæmi óvörum yfir land- Harry Gosling. ið — öðruvísi en kolaverkfallið í vetur, sem fyrst reis upp eftir langar og miklar deilur. Ein aðalkrafan sem verkmenn fara fram á er vitanlega launahækkun. En Gosling kveður þó annað ekki síður hafa hrundið þvi af stað. Það er iðn- aðarsamband verkmanna. Þeir geti hvorki né vilji vinna með fólki, sem standi utan iðnaðarfélaganna. Af þess- um rótum er verkfallið aðallega runn- ið, segir hann; af þessum ástæðum hafa nú meira en 100,000 manns tekið þátt í þvi. Verðhækkun hefir lagst á nýjan og nýjan varning og enska stjórnin hefir oröið að taka í taumana. Hún hefir boðað til fundar fulltrúa-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.