Ísafold - 22.06.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.06.1912, Blaðsíða 1
Kem .11 Út tvisvar i viku. Ver.l árg. [>*J arfcir minst) i kr. erlendiR f ki. e^a l»í« dollar bor^iat íyrir miftiR.il isii! ( eriau ¦ti» fyrir í raui), ISAFOLD Unpsögn (sti-iflag) bnndin vio aramót. er óitiid noma komm Ré til útgefanda fyrir l. okt. ¦-.» teapandi gkuldlani TÍ6 blaSiB Afírreiosla; Auítantrœti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 22. júní 1912. 42. tölublað I. O. O. F. 93569 Alþýoufél.bðkasafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlæknin^ ókeypis í Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Bórgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. Bwjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nef-og halslækn. ók. Pósth.str.HA fid.2—3 íslandsbanki opinn 10—2'/s og 61/'—?• K.F.TJM. Lestrav- og skrifstofa 8 árd.—10 sod. Alm. fnndir fii. og sd. S'/s síMegis. Landakotakirkja. Onosþj, P og 8 á helgurrj Lundakotsspítali f. s.júkravitj, 101/.—12 og 1~B Landsbankirm ll-'i'ja, 5'Js-S1!!. Bankastj. vio 1*>V Lan.1abokR.safn 12—8 og 5-8. Útlán 1—3 Landsbilnarlarfélagsgkrifstofan opin trá 12—2 Landsfðhiroir 10—2 og 5—8. Landsskjalasafnio hvern virkan dag 12—2 Landsíminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helfea daga 10—12 og 1—7. Lækning ðkeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Nátturugripaaafn opio 1'/»—2'/s & sannudögam Stjórnarráosskrifstofurnar opnar 10-1 daglega Talsimi Reykjavikar (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækninsr ðkeypis Pðsfch.st/r. 11B md. 11—12 Vifilastaoahæliö. Heimsóknartimi 12—l. Þ.jóomenjasafnio opiö á hverjum degi 12—2. Flokkaskifting og þingræði. Flokkaskifting á þingi hófsthér 1897. Var hún talin nauðsynleg til þess, að sá sæti jafnan að völdum, er meiri hluti þings og þjóðar bæri traust til. Það fyrirkomulag var komið á í stóru löndunum, og þá þótti sjálfsagt að það ætti líka við hér eins og í öðrum lönd- um, þar sem íbúar skifta tugum mil- jóna. Menn eru oft svo ódeigir að flytja hingað útlendar nýjungar. Og þar sem frumkvöðlar þessara nýjunga í pólitískum efnum eru venjulega svo nefndir »lærðir menn«, er eiga örðugt með að líta praktiskum augum á hlut- ina, þá hættir þeim við að taka upp hér lög og venjur, sem geta verið góðar og hagfeldar hjá miljónaþjóð- unum, en geta alls eigi átt hér við. Eitt dæmi þessa er flokkaskifting og flokksfylgi í landsmálum. Aí flokka- skiftingu fara menn að vita alvarlega 1897, og hefir hún reynst afarilla. Þingræði og flokkaskifting hefir jafn- an 'verið blandað saman, eins og hvor- ugt hafl mátt án annars vera, og því halda margir fram. En þar sem flokka- skiftingin og flokksfylgið hefir reynst svo afarilla, sem raun er á orðin, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þvi, hvort þingræði sé nokkur hætta búin, þótt flokkaskiftingin og flokks- fylgið hverfi. Eg fæ eigi betur séð en að þing- ræðið geti fullkomlega notið sín, þó að engir stjórnmálaflokkar séu til. Óg eins og hér er högum háttað mundi það að minni hyggju njóta sín stór- um betur, án nokkurra flokksbanda. Mundi ekki vera meiri trygging þess, að ráðherraval færi betur úr hendi þess þings, þar sem hver þingmaður hefði óbundnar hendur til að taka þátt í val- inu, heldur en að t. d. 12—13 menn úr meiri hlutanum ráði því hver ráð- herra verði, en það gera þeir, eins og nú standa sakir, því að hinn hluti flokksins mundi verða að beygja sig undir meiri hlutann innan flokks, sam- kvæmt almennum flokksvenjum? Og mundi ekki vera minni hætta a þvi, að ráðherra yrði vikið frá fyrir litlar eða engar sakir, ef alt pingið, ótruflað af flokksasingum, ætti að skera úr mál- um, í stað þess að hafa úrskurðarvaldið í höndum svo lítils hluta þingsins, sem eg nú nefndi ¦— þess hluta þingsins, er æstastur væri og ófyrirleitnastur vegna áhrifa hins gegndarlausa flokks- haturs ? Og sitji óhæf stjórn að völdum, þá getur hún setið áfram í skjóli flokks- fylgisins, sem henni mundi ókleift, ef þingmenn væri engum flokksböndum háðir, og gætu farið að öllu eftir sann- færing sinni. Eða minnist nokkur þess, að lands- stjórnin gerði sig seka í slíkum stór- feldum misfellum, áður en flokksof- stækið kom til sögunnar, eins og þeim, er nú virðist hafa bólað á, eftir að það komst i algleyming. Flokkaskip- unin hefir haft hinar háskalegustu af- leiðingar fyrir þetta land. Siðgæði, æðri sem lægri, hefir stórum hnignað. Hver óhæfan á fætur annari er fram- in í skjóli flokksfylgisins. Þeiin er því vorkunnarmál, er svo líta á, að vart muni til vera nokkur sá óbótamaður eða óknyttamaður, er hægt sé að draga fyrir lög og dóm, ef hann heyrir til hinum sterkari stjórn- málaflokki, eða skriður inn undir vernd- arvæng hans, þegar á liggur. Sú skoðun er óneitanlega að ná æ fastari tökum á hugum manna, að þeim mönnum meðal vor, sem eru meiri máttar — »ofar settir« — sem kallað er, þeim haldist alt uppi. Þeir geti beitt landslögunum eftir vild, og vikið þeim til i hendi sér svo sem þeim bezt gegnir í það og það skiftið. Þeir geti látið refsivönd laganna ná svo langt og svo skamt sem þeim sýnist, eftir því hver í hlut á. Þeir geti aflað sér aukinna tekna eftir vild ofan á sæmileg embættislaun, þeir geti gerst hluthafar í stofnunum, sem keppa við þjóðstofnanir sömu tegundar — þjóðstofnanir, sem peir sjdlfir eiga að hlynna að og vernda á allan hátt, sam- kvæmt stöðu sinni. Og alt þetta gerist í skjóli fíokka- rigsins. Alt kærleiks og vináttuþel milli manna hverfur og er það þó alkunn- ugt, að oft getur verið vinátta á milli manna, þó að þeir hafi gagnólíkar skoðanir á landsmálum. Þin g voizlurn ar. Menn muna það líklega, að frá þeim tíma, er landshöfðingjaembættið var stofnað og stjórnarskráin gekk í gildi, veitti þingið ávalt í fjárlögum fé tií risnu landshöfðingja. Var það ætlað til þess, að landshöfðingi gæti, á lands ins kostnað, tekið á móti útlending- um og haldið þingmönnum veizlur, er þing var háð. Ollum þingmönnum var boðið í landshöfðingjaveizlurnar og þingmenn sóttu þær undantekningarlaust, hvað sem á milli bar í landsmálum. Þing- menn átu og drukku saman í mesta bróðerni, og var ekki hægt að sjá að þeir ættu neitt örðugt með að um- gangast hver annan, þó að skoðana- munur á þingmálum væri þá engu síður en nú. lafnframt þessu hélt þingið sjálít veizlur og var kostnaðurinn við þær talinn með þingkostnaði. Eftir því sem flokkaskiftingin kemst í fastari skorður, urðu þessar veizlur fásóttari. Og síðustu veizlurnar sóttu því nær eingöngu menn úr sterkari þingmála- flokknum. Og þegar svo var komið var öllum þingveizlum hætt. Flokksfylqið var pá búið að eitra svo huqi manna 0% asa, að pinqmenn gátu nú ekki lenqur setið við sama borð eða talað satnan sem brœður. Hin iiuil. ráðherrastjórn. Hin fyrsta innlenda ráðherrastjórn varð til upp úr meiri hlutanum á þingi 1903. Hinn fyrsti ráðherra (H. H.) virtist algerlega skoða sig sem flokksráðherra, sem eingöngu ætti að taka tillit tií landsmálaskoðana flokksbræðra sinna. Hann skipaði flokksmönnum sin- um hvarvetna í öndvegi, og oft lét hann það á sér skilja, að honum bæri einuugis að taka tillit til landsmála- skoðana flokksbræðra sinna, eða þess flokks, er hann studdist við. Og svo varð flokksrígurinn rótgróinn, að hinn nýi ráðherra taldi sér eigi bera að bjóða í þingveizlur sinar öðrum en sínum eigin flokksmönnum og þeim, sem af praktiskum ástæðum stóðu með sinn fótinn í hvorum flokki, sem fyrir kom. Allir vissu þó, að risnufé rdðherra var ekki ætlað neinum flokki sérstök- um, heldur til almennrar risnu til þess að laða saman hugi manna, en alls eigi til að sundra kröftunum og blása að óvild milli manna. Sumir telja að Hannes Hafstein hafi ekki átt hér á alla sök, heldur hafi flokksmenn hans viljað, að hann beitti flokksað- greiningunni út í æsar, einkum þeir flokksmenn hans, sem litla fjárhags- lega úrkosti höfðu, og urðu því að styðja sig við flokks-sundrunguna. Afleiðingin varð sú, að eðlíkq flokka- skifting um landsmálin hvarf, en í stað- inn kom flokksfylgi til að styðja vissa menn til valda og bitlinga og að verja flokksbræður sína fyrir vendi laganna, hvað sem að höndum bæri. Þetta var alveg eðlileg afleiðing þess, hvernig hér hagar til: að landið er fáment og hver þekkir annan; að cin stétt manna er enn því nær einráð á þinginu, sem sé embættis- stéttin,sem vegna sameiginlegrahags- muna hlautjafnanað eiga hægust tök á að halda saman, og að afla sér flokks- fylgishvaðsem málefnunum leið, og að sú stétt virðist trúa því fastlega — og þjóðin reyndar lika — að þeir sem tekið hafa eitthvert embættispróf hljóti (ef ekki fyrir verðleikasakir, þá af »guðs náð«)að vera skapaðir leið- togar þjóðarinnar í stjórnmálum, — enda þótt námi þeirra fæstra sé svo háttað, að það efli búskaparhæfileika þeirra fyrir landið. Sjálfstraust hinna svo nefndu lærðu manna: að þeir sjái öðrum betur hvað við á hér, það veldur því, að þeir eins og gleypa við hverri erlendri nýjung, sem miljónaþjóðimar finna upp á, og innleiða það svo ómelt. Muna ekki eftir því hversu gagnólikt hag- ar til hér móts við stærri löndin. Dæmi um það eru meðal annars einokunarfrumvörpin nýju, barna- skólafarganið alræmda o. s. frv. Þar sem svo er ástatt sem hér, að meira en helmingur alls þingsins eru embættismenn og venzlamenn þeirra, að meira en helmingurinn er sii eina stétt í landinu, sem stendur í pjónustu allra annara stétta landsins, og ætti því að standa undir vendilegu ejtirliti þeirra stétta, þá getur ekki verið nema um einn flokk að tefla, sem eigi get- ur þá heldur talist stjórnmálaflokkur, heldur embættisbræðraband. Þegar flokkaskiftingunni er þann veg háttað, er ekki óeðlilegt, þótt hún fæði af sér spillingu æðri sem lægri, sið- spillandi blöð o. s. frv. Og verður þá ekki annað séð en að íslenzka þjóð- in ætti sem allra ýyrst að losa sig við alla flokkaskiftingu, hætta að styðja nokkurn dkveðinn flokk, en velja þing- menn sína eins og í gamla daga eftir skoðanamun þeirra á landsmálum og eftir því almenna trausti, sem þeir hafa áunnið sér; enda sé það þeirra æðsta boðorð að koma jafnan fram sem frjálsir menn og óhdðir, og láta i hvívetna stjórnast af beztu vitund og sannfæringu, en ekki flokksaga og flokksböndum. Þd ýyrst má vænta þess, eins og nú er komið, að góð mál nái sigri á þingi, en hin lúti i lægra haldi. Þá stendur embættisbræðrabandið eitt í þinginu, að vísu öllu ráðandi eins og stendur, en á fallanda fæti, og ekki lengur undir rangnefninu »stjórnmálaflokkur«, heldur með sínu rétta heiti. Þjóðin. Hvernig hefir flokksfylgi hennar reynst, og hvernig reynist það í öðr- um löndum? Það er kunnugt, að þegar flokkar myndast um eitthvert gott mál með- al stórþjóðanna, þá stendur baráttan um það oft svo tugum ára skiftir, unz málefnið vinnur sigur. Þess ber að gæta í þessu sambandi, að vér stöndum mjög á baki stór- þjóðunum að menningu og stjórn- málaþroska. Þær standa venjulega blý- fastar við stefnu sína, og aðal-flokks- blöðin færa sbnn rök með og móti málinu, sem um er teflt. Þjóðin hefir þar tök á því að læra að þekkja báð- ar hliðar málsins, þar sem hún er ekki leidd afvega með sjónhverfing- um og ósannindum, leynilegum og opinberum, eins og hér er flokks- tízka. En hvernig fer þjóðin hér að ráði sínu? Hún hvarflar til og frá og missir sjónar á stefnunni á mjög stuttum tíma. Svo kveður ramt að þessu, að eitt kjördæmið af öðru setur reynd- uúu og hœýustu pingmenn sina heima, (sbr. Húnavatnssýslu, Vestur-ísafjarðar- sýslu o. fl.), þingmenn, sem valdir hafa verið til þess að fylgja fram á þingi áhugamálum þjóðarinnar, og ein- mitt haja gert pað með sérstakri alúð og trúmensku og i enqu brugðist kjós- endunum. Þetta stafar af því, að flokksóvild- in er þegar útbreidd um allar sveitir landsins — út á annes og inn til dala, með ósvífnum og ósannsögulum flokksblöðum, sendlum (agitatorum), sem láta sér annast um að þ)Trla sem mestu ryki í þágu flokks sins, en hafa ekki til brunns að bera neina sanna fræðslu um það mál eða þau, sem um er deilt. Vér þekkjum þessa óstaðfestu þjóð- arinnar í aðalmálum hennar, og vit- um orsakirnar; vér dæmum með nokk- urri vorkunnsemi. En erlendar þjóðir standa sem steini lostnar yfir hringl- andahætti vorum og stefnuleysi. Og af þessu leiðir, að enginn þjóð- málaflokkur getur haldið neinni ákveð- inni stefnu til streitu. Tríðrik kontmgur áííundi. 1. Kveðið við fregnina um andíáí fyans. Yíir bláan barst oss sjáinn Bitur fregn með hrygð í spor: Snöggum nú er dauða dáinn Dýrstur Triðrik kóngur vor. Gyðja vorsins grund og lána Gleður mildust þettað ár, Er þó sem hún,,blíð á brána, Brosi við oss gegnum tár. ísfancff þú, sem auðsælega Áttir þennan kóng að vin, Pú mátt ala aldurtrega Um þann íallna konungs hlyn. Grát, er hel það líf fékk lostið, Ljúft fyr þig er neytti sin; Grát þú, hjarta grams er brostið, Greypt var á það myndin þín. Hann þér gerði æ að unna, Enn hans návist manstu gjör, Er þín vinhlý sumarsunna Siklings skein á glæsta íör. Vættir þínar glöddust góðar, Grænast tóku vonir þá; Hugir mættust harra og þjóðar Heiðum fornlíís stöðvum á. Hann þig skildi' -- á hugsjón þinni Hugar augu sín lét fest; Hann í góðleiks göfgi sinni Glöggvast sá og vildi bezt. Blekking þar sízt bar til handa, Bæði í orði og gjörð það sást: Hugðin kom írá hjarta og anda, Heilskygn var vors konungs ást. Buðlungs dýrðsvobeztmáskarta, Beztan veg það henni fær, Ef að mannlynt öðlings hjarta Undir tignar guðvef slær. Gætt þess létu giftuháir Gylfar ýmsir - heilir þeir! Samt það skildu sjólar fáir Svo, sem konungs-feðgar tveir. Týnist ei, þó tímar líði, Tvinnuð saman minning skær. Syrgði FriðriA, snjalli, þýði, Saga Trðns þér vitnið ljær! Meðan Gýmis greipar spenna Garðarshólma, faldinn mjöll, Meðan fijót til ránar renna, Roðar eygló Tindaíjöll — Eygló vafin árdýrð sinni, Ung í morgundaggar þey, — Fylkir lifir fólks í minni, Triðrik þjððkær gleymist ei. Stgr. Th. II. Heilaga grajpógn um himm og jórð, hljóð yfir bláfjallageiminnl Fregnin um Idtinn friðarvorð flýgur sem Ijóskveðja' um heiminn. Að sólsetri fagur er fegurstur dagur. ^Ástsalli konungur aldrei dó frd íslenzkum pjóðarvonum: Vérfundum, að hjartaðhans fyrirparsló, nú fylgja pœr aUar honum til hvílu með pokkum og kveðjum klókkum. FriBrik hinn áttundi' d friðhelgan reit Karari líkfylgd sá lofðung sér í Frónbúa allra hjörtum, — minning hans skin yfir mar og sveit sem morgun á tindum björtum, er heim er hann liðinn í Ijósið og friðinn. í llfinu hefði' ekki kosið, — par voru óskabörn öðlinqs hér, og ástrika föðurbrosið mun arfgengt par hefja o§ hamingju vefja. Munum konunglegt kjörorð hans l) og karhik hans, góðvild og mildi, i nafni guðs yfir Lögberg vors lands er lyftum vlr friðarskildi t Svo skal hilmi kveðja og d himni gleðja! ') »Herren er min Hjœlper*. Guðm. Guðmundsson. Niðurlagning ílokkanna. Það er vafalaust auðveldara að magna flokkaskiftingu í landinu, en að fá henni útrýmt aftur — hægara að leiða asnann inn í herbúðirnar en út úr þeim aftur. En það er alveg á valdi þess flokks- ins, sem er í meiri hluta í hvert skifti. Nú vill svo heppilega til, að sá flokkurinn er i meiri hluta, sem i eru flestir embættismenn, »lærðir menn«. Og þeim hlýtur að vera það vel ljóst, ekki sízt þegar á það er bent, hvert skaðræði þessi flokkaskifting er. Og marga heiðarlega embættismenn þekki eg, sem sjá, að hér verður að nema staðar. Fyrsta stigið hlýtur að vera það, að leggja niður öll flokksfundahöld, — flokksstjórnir og flokksfylgi. Samhliða verða blöðin að hætta að vera flokksblöð, en heimila frjálsar umræður um stjórnmálin með og móti, eins og áður tíðkaðist. Þá má og landsstjórnin ekki gleyma þvi, að allir eiga að hafa sama rétt til em- bætta og sýslana, að hæfileikum jöfn- um, og að lögin eiga að gilda um alla. Svo verður að setja góðar og glégg- ar reglur um það, hvernig að skuli fara, þegar steypa á ráðherra frá völd- um og velja annan nýjan, svo aðal- kjarni þingræðisins geti haldist, þótt föst flokkaskifting hverfi. í þeim regl- um verður að sjálfsögðu að standa, að atkvæði stjórnkjörinna manna komi ekki til greina við atkvæðagreiðslu um að fella eða velja ráðherra, né náin skyldmenni ráðherra þess, sem at- kvæðagreiðsla fer fram um. Loksins verður að afnema eftirlaun rdðherra svo að sú staða verði fremur trausts- og virðingarstaða, en hægur eftirlauna-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.