Ísafold - 22.06.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.06.1912, Blaðsíða 2
150 ISAFOLD Yerzlun í Skaöaflröi til sölu. Þar eð eg heti afrAðið að taka við stöðu, er mér hefir boðist erlendis, hætti eg verzlunum mínum í Hofsós og S.iuðírkrók, og eru þvi húseignir mínar í báðum þessum stöðum ásamt fiskhúsi í Seivík og fleiri stöðum á Skaganum til sölu, sem og verzlunaráhöld, bátar og bryggjur. Sláturhús eru á Sauðárkrók og Hofsós. Öll húsin eru í ágætu standi. Nánari upplýsingar gefnar þeim er þess óska. Sauðárkrók i. mai 1912. /. Popp. koddi. Og eg he!d að þingræðinu væri sæmilega borgið i brAð, ef þess- arra atriða væri sérstaklega gætt. Nú skýt eg þessum hugleiðingum til meiri hlutans á alþingi, og vænti þess, að hann taki þetta mál að sér, þar sem alveg er undir honum kom- ið hvort föst flokkaskifting verður lögð niður eða ekki, því ekki mun standa á minni hlutanum. Það kann að þykja kynlegt, að eg ympra A þessu nýmæli, sem nýskeð hefi látið i ljósi, að eg væri hlyntur stofnun nýs stjórnmálaflokks um sam- bandsmAl vort. En þar til er því einu að svaa, fri minni hálfu, að því að eins gerði eg ráð fyrir þeim samtök- um um sambandsmálið, að um þær umbætur yrði að tefla, þegar allir þing- menn hefðu íhugað hið nýja frum- varp, sem meginþorri beggja þing- flokka og þjóðarinnar gæti orðið sam- taka um. Reykjavík í júní 1912. Björn Kristjánsson. ' Aths. fsajold mun innan sknmms víkja að þessum hugl. hr. B. Kr. Greinar. Þo að erfitt sé að finna nýjan sannleika, þá er samt enn þá erfiðara að koma iiðrum i skilning um að nýr sannleiknr sé fnndinn. Lamarck. II. Það er rúmt ár síðan það bar fyrir mig, sem eg ætla nii að segja frá. Eg var lengi að hugsa um hvort eg ætti að kalla þessa grein ofsjónir, vitr- anir eða einungis athuganir; niður- staðan varð loksins sú sem hér má sjá; eg skrifa hvort sem er einkum fyrir þá, sem eru komnir svo langt í hinni vandlærðu list að lesa, að þeir fara fremur eftir því, hver það er sem skrifar, heldur en hinu hvað hann nefnir rit sitt. Eg ætla að reyna að vera sem stuttorð- astur, og sleppi því ýmsu, sem þó gæti orðið til skilningsauka, og eg ef til vill mun skýra frá seinna. Að eg hef dregið svona lengi að skýra frá þessu og fjölda mörgu öðru sem er liks eðlis, kemur mest af því, að eg veit að margir munu misskilja það. Og mér er svo illa við misskilning og skiln- ingsleysi, i sjálfum mér og öðrum. Það var í maí 1911; eg sat uppi A herbergi mínu, síðari hluta dags, og var að hugsa. Eg hugsaði þá dagana af meira krafti en nokkru sinni á'æfi minni fyr eða síðar; þegar eg fór að geta sofið, eða réttara sagt, þegar eg hafði um tíma getað sofið vel, eftir langvint svefnleysi, sem loks haustið 1910 hafði leitt til þess að eg varð ruglaður um tíma, kom svo mikið flug á hugsanir mínar, að það mætti likja því við þegar straumur ryður úr sér stíflu og fossar fram; það sem eg las, skildi eg betur en nokkru sinni áður; liti eg á fjöllin hér í kring sá eg betur en áður; líkamlega hef eg aldrei orðið eins sterkur og þá, gat lyft meiru og hlaupið lengra án þess að mæðast til muna. Það er nauð- synlegt að geta um þetta, til þess að ekki verði haldið að þessir fyrirburðir, sem hér er sagt frá, hafi stafað af veiklun eða glýju fyrir augum. Vík eg nú aftur að, þar sem eg streittist við að sitja, eins og sagt er um Njál. Alt í einu sé eg, hvað á eg að kalla það, eins og dauft Ijós sem tekur á sig mannsmynd, maður- inn var ekki nakinn heldur búinn líkt og grískir eða rómverskir fornmenn. >Vofanc eða hvað eg á að nefna það, hvarf fljótt aftur. Næsta dag var eg um kvöldið stadd- ur niðri i húsinu, og þá bar líkt fyrir mig, og var að mér komið að spyrja að'a sem inni í herberginu voru, hvort þeir hefðu ekkert séð. Ennþá undarlegra en þetta var það sem bar fyrir mig nokkrum dög- um seinna. Það var komið fram und- ir hádegi, en eg lá í rúminu, var svo niðursokkinn í hugsanir, að eg hafði satt að segja gleymt að fara á fætur. Virðist manni nýtt ljós vera að skína yfir fortíð og nútíð mannkynsins, þá er mikið að hugsa. Eg þykist geta sagt með fullri vissu, að eg var vak- andi, og var alls ekki að reyna að setja mér fyrir hugskotssjónir það sem eg sá, eða neitt líkt því. Það sem eg sá, í þetta skifti, var ekki ein »vofa« heldur heill hópur, mér virðist sem það mundi vera, eða réttara sagt, standa í sambandi við, vera eins og fjarmynd af hóp af vitringum. Alt í einu riðlast hópurinn og hrekkur frá, eins og þeir hefðu orðið varíð við eitthvað þess eðlis, að óhug hefði slegið á þá; en brátt færðist ró yfir þá aftur, og þeir virtust koma nær mér. Nú brá undarlega við, því að hærra en vitringarnir, og eins og hún stæði uppi á hæð í morgunbjarma birt- ist kvenmaður. Þessi mynd virtist vera af forkunnar fríðri konu, var hún nakin og sneri að mér vinstri hlið og geislar stóðu af henni allri, svo sem fet út frá líkamanum. Eftir stutti stund hvarf þessi sýn, en eg fór á fætur, undrandi mjög. Skömmu síðar en nú var sagt frá, fletti eg upp ferðasögu Heines og varð fyrir mér þessi staður: (Cottasche Bibliothek d. Weltliteratur, Heine, 5. bd. bls. 91). »Margir miklir menn hafa þegar gengið A þessari jörð . . . og á heilögum stundum koma þeir oss fyrir hugskotsaugu í þokumynd*. Heine er þarna auðsjáanlega að segja frá athugun, sem hann hefir gert, þó honum væri það ekki fdljóst, og þoku- myndirnar sem Heine þykist sjá, eru víst sama sem andatrúarmenn nefna anda. Einnig Goethe virðist hafa athugað ýmislegt líks eðlis og sagt er frá í grein þessari; sjá kaflann þar sem andi jarðarinnar birtist Fást; »Flammen bildung« nefnir Fást andann og er óef- að mikið af skáldskap og auðvitað af beztu tegund í því sem þar er sagt, en þó hefir það líklega verið vitrun, sem Goethe yrkir út af. Því að ef menn skildu athuganir eins og þessar sem eg hefi stuttlega sagt frá, þá mundu menn vita hvað er sannleikur í því sem nefnt hefir verið vitranir; og hefir þar nú auðvitað verið margt saman við. I fornritum vorum er sumstaðar sagt að menn hafi dreymt likar mynd- ir og Heine sá, og er annars mjög víða getið um vitranir, og væri mikil framför í skynsemd að vita betur en nú hvernig á þeim stendur. Helqi Pjeturss. Háskólarektor fyrir næsta háskólaár er kjörinn í stað Björns M. Ólsen Guðm. Magn- ússon prófessor með 14 atkv. af 18. Hoiðursmerki. Kristján Jónsson ráðherra kvað vera orðinn komm. dannebrogsorðunnar, eftir því sem danska blaðið Börsen skýrir frá. »Orður og titlar úrelt þing« o. s. frv. Bókmentafélagið. Aðalfundur þess var haldinn 17. júni. En 15. júni höfðu kjörseðlar verið opnaðir af kjörstjóra fél. Jóni Magnússyni bæjarfógeta. Kosningar fóru svo, að forseti var kjörinn Björn M. Ólsen með 305 at- kv., varaforseti Stgr. Thorsteinsson með 240 atkv. I fulltrúardðið voru kosnir: Sig. Kristjánsson bóks. (263 atkv.), dr. Björn Bjarnason (221), Jón Jónsson docent (209) dr. Guðm. Finn- bogason (155), Jón Magnússon bæjar- fógeti (132) og Matthías Þórðarson formenjavörður (115). Stjórnin hafói skift með sér verk- um, gert Sig. Kr. gjaldkera, Jón sagn- fræðing skrifara, J. M. kjörstjóra og M. Þ. bókavörð. Á fundinum mintist forseti B. M. Ó. hins látna konungs í fundarbyrjun með svofeldum orðum, sem fundar- lýður hlýddi standandi: »Arið, sem liðið hefir frá síðasta aðalfundi, hefir verið viðburðarikt fyrir Bmf. Skal eg fyrst leyfa mér að minnast þess, sem er nýjast og sárast, andláts verndara félagsins, vors ást- sæla konungs, Friðriks hins áttunda. Engan konung höfum vér átt, sem hefir unnað þjóð vorri heitar en hann, eða haft einlægari vilja tií að efla heill hennar og framfarir í öllum greinum, andlegum og verklegum. Hér skal eg að eins minnast stuttlega á afskifti hans af Bmf. Jafnskjótt sem hann varð konungur, gerðist hann verndari þess. Á hverju ári gaf hann félaginu höfðinglega gjöf, léði auk þess Hafn- ardeild félagsins ókeypis húsnæði fyrir bókaleifar og til skrifstofu á Amalíu- borg. Þeg.ir báðar deildir félagsins voru sameinaðar i ntt óski/t félag með heimili í Reykjavík, skýrði forseti auð- vitað vemdara félagsins frá breytingu þeirri, sem orðið hafði og óskaði, að hann héldi sömu góðvild við félagið sem áður. í svari, sem konungur lét skrifa félaginu hálfum öðrum mánuði Aður en hann dó (28. marz), segist hann »fúslega takast á hendur vernd félagsins í þess nýju mynd, og óskar því allra heilla í viðleitni þess til efl- ingar visindum og mentum A íslandi*. Þessi hlýju orð konungs vors, sem heimflutningur félagsins gaf tilefni til, eru oss þvi dýrmætari, sem heimflutn- ingnum var annars tekið með tals- verðri þröngsýni nf bræðrum vorum i Danmörku. Bókmentafélagið hefir því sérstaka ástæðu til að minnast þessa góða konungs með söknuði, þakklálsemi og lotningu. Blessuð sé minning hans«. Arsreikningar félagsins voru samþ. Umræður nokkurar urðu um útgáfu Skírnis. Endurskoðendur endurkosnir. Af bókum eigi von A öðrum þetta ár en hinum vanalegu: Skírni, Forn- bréfasafni, Sýslumannaæfum og Safni til sögu íslands — vegna mikils kostn- aðar síðastliðið ár, m. a. 1500 kr. í heimflutningskostnað Hafnardeildar. íslenzkar bókmentir erlendis. í norska tímaritinu Samtiden, sem gefið er út í Kristjaniu af Gerhard Gran prófessor hefir Arne Mblkr, fyrrum lýðhaskólastjóri, nú prestur í Danmörku ritað grein i 4 heftið 1912, er heitir: Det unge Islands Drama og Dramatikere. (Leikritaskáldskapur og leikritaskAld hins unga íslands). Er greinin óslitinn aðdáunarpistill um Jóhann Sigurjónsson. Hann gerir mikið úr hinum fyrri leikritum hans, Dr. Rung og Bónd- anum A Hrauni — einkum hinu síð- ara, en Fjalla-Eyvind telur hann þó skara langt fram úr — vera smiðs- höggið rekið A íslenzkan leikritaskáld- skap, hreina opinberun, svo óvænta eins og ef beru fjöllin okkar væru »klædd« á einni nóttu. >Jóhann Sigurjónsson hefir gert nýíslenzkan skáldskap að meiru en lið í framþróunarlífi þjóðar- innar — hann hefir gert hann að skáldskap, er talar til al 1 s h ei m s in s«. Leikhúsið. Boesens-flokkurinn hefir þessa vik- una leikið tvö leikrit — bæði n.ifn- kunn meist.iraverk: Jeppa á Fjalli eftir Holberg og ÞjóÖníðinginn eftir Ibsen. Um Jeppa er það að segja, að leik- ur sA hefir aldrei náð verulegum tök- um á fólki hér, — þótt í Danmörku megi hann heita í goða-tölu, eigi sizt seinustu árin síðan Olaf Poulsen endurlífgaði Jeppa af allri sinni trfllauknu list. Hr. Lundqvist lék Jeppa hér á leiksviðinu — og tókst allvel — er yfirleitt mikið laglega sýnt um kými- leik. En ella var ekki verulega varið í þessa leiksýningu þeirra félaga. Það var mikill ánægjuauki, að tak- ast skyldi að koma Þjóðníðingnum upp A leiksviðið hér. Var það langveigamcsta og merk- asta leiksýning flokksins. Það bar nýrra til í þeim leik, að einn af vorum eigin leikurum lck þar með Boesens-flokknum — á is- lenzku. Það var hr. Árni Eiríksson og lék Aslák prentara. Þeir voru margir, sem kviðu þvi, að samblandið af íslenzku og dönsku á leiksviðinu mundi aldrei blessast, heldur bafa truflun í íör með sér. En raunin varð önniar. Það gekk vel. Og A. E. fór með hlutverk sitt af mikilli natni — gerði íslenzkri leiklist sóma. Þjóðníðingurinn stendur og fellur annars á leiksviði eftir því hvernig farið er með hlutverk Stockmanns læknis. Hann lék Fritz Boesen sjálf- ur og sýndi enn, hvað dugandi og áreiðanlegur leikari hann er. Boesen hafði tekið sér gerfi Björnstjeme Björnsons —; enda margt af orðum Stockmanns tekið undan hjartarótum B. B. Það var myndugleiki og festa í meðferð Boesens A hlutverki þessu — Stockmann naut sín i höndum hans. — Annað að.il hlutvekið í þessum leik bróðir læknisins bafar- Jógctinn var og tiltakanlega vel leik- inn af hr. Jörgen Jensen, og önnur hlutverk yfirleitt mikið snoturlega. Ego. Háskólapróf. Embættispróf í gnðfrœði, hið fyrsta við háskólann tóku. 3 á miðvikudag 19. þ. mAn. Tryggvi Þórhallsson I. eink. 95 stig Ásm. Guðmundsson I. — 93 — Vigf. Ingv. Sigurðsson II. — 72 — Verkefni í skriflega prófinu voru þessi: 1. Skýring Nýja testamentisins: Róm. IV. 1 —12. 2. Trájrœði: Eftir að hafa lýst opin- berunarstarfsemi Jesii i aðalatrið- unum skal gjörð grein þýðingar hennar fyrir endurlausn mannanna. 3. Siðjrœði: Sannsöglisskylda krist- ins manns. 4. Kirkjusaqa: Saga rómversku kirkj- unnar A 19. öld. 5. Prédikunartextar: Matt. 5, 43— 48 (Á. G), Lúk. 19, 1—10 (Tr. Þ.), Matt. 2^, 4—30 (V. I. G.) Þórh. biskup, sem skipaður er próf- dómandi við guðfræðispróf, gegndi eigi því starfi að þessu sinni vegna þess, að sonur hans gekk undir próf. og varsira Bjarni Jónsson því einnpróf- dómari. Agætiseinkunn í guðfræði er 97% — þvi mjög góð I. einkunn sem þeir Ásm. og Tryggvi hafa hlotið. Embættispróf í Vögfrœði taka nú 4 við íslenzka hAskólann. Eru það fyrstu lögfræðingar, sem útskrifast A íslandi. Þeir eru: Böðvar Jónsson I. eink. 75 stig Björn PAlsson II. — betri éi — Jón Sigtryggsson (lýkur prófi í dag). Ólafur LArusson — — - — Lægsta 1. einkunn er 67 stig., önn- ur betri 57 og önnur lakari 35. Það þarf til að standast próf. Fyrri hluta hsknaprójs hafa lokið: Bjarni Snæbjörnsson, Guðm. As- mundsson, Halldór Kristinsson, Jón KristjAnsson og Jónas Jónasson. Við KhafnarhAskóla hefir Júíus Hav- steen frá Oddeyri lokið lagaprófi 19. þ. mAn. með I. einkunn. Sýslumaður Skagffirðinga. Þessir vilja það hnossið hreppa: Ari Jónsson aðstoðarmaður í stjórnarrAð- inu, Magnús Guðmundsson rannsókn- ardómari, Marinó Hafstein fyrrum Strandayfirvald og Sigurjón Markiis- son settur sýslumaður í Snæfellsnes- sýslu. Einar Arnórsson prófessor hafði einnig sótt, en tók umsókn sína aftur A miðvikudaginn. ErL símfregíúr. ------ Kh.»/6'12. Járnbrautarslys í Svíþjóð. Sunnudag 16. júní varð stórt jám- brautarslys hjá Linköping i Svípjóð. Tuttugu tnanns Jórust. Meðal peirra var elzta dóttir ^August Strindbergs. Khöfn 21. jáni 1912. Kjörping lýðveldismanna, sem gera d út um hver verða á forsetaejni peirra, er byrjað í Chicago. Öhcmfulæti. Tajt virðist atla að verða Roosevelt yfir- sterkari. ¦ ¦— ¦----------- Frá mannainótum. Söngfélagið 17. júní söng á forseta- afmælinu, mánudaginn er var, af svól- um Hótel Reykjav/kur. Á Austnrvelli voiu saiuan komiiar margar þúsundir mannii. Mest voru sungin eldri lög, sem félagiö Iiefir áður sungið, og hljómuðu þau flest vel út yfir völlinn, þótt ekki vœri eius hljóðbært í lofti og þegar bezt er. Auðvitað eru það helzt sterku lögin, sem njóta siu alengdar. Komi fyrir veik- ur kafli, verður hann oft eins og skarð í laginu. Fólkinu var auðsjáanlega mikil ánregja að söngnum, en þó heyrðist af og til dálítill kurr hjá mönnum, þegar útlendir textar komu. Er fólkiuu það varla láandi; þeir verða fyrir öllum þorra manna eins og kínverska, þótt ekki »óu óskyldari mál en danska og sænska. Síð- asta laginu, eftir Jón- Laidal við Vorvís- ur Hannesar Hafsteins, var mjög vel tekið, en það þótti á vanta, að ekki var sungið nema fyrsta vísan, en í hiuum er ein- mitt minst Jóns Sigurðssouar. Það verður ekki með neinni sanngirni sagt, að söngflokkurinn só í afturför eins og E segir í sínum mikla sleggju- dómi í Lögréttu, út af Bárusamsöngnum s/ðast. Sannleikurinn { málinu mun helzt vera sá, að samsöngurinn var með dálítið óðrum blæ en hinir fyrri, og þar af leið- andi öðru vísi sunginn. Má vera að lógiu í heild sinni eigi ekki eins vel við karlmannasóng eða öllu heldur almenn- ings eyra — en það verður þó ekki sagt um franska lagið Absence. Aðalatriðið er að fá eitthvað eitt gott á hverjum sam- söng og a það mundi rótt að halda áfram að leggja mikla áherzlu framvegis; því að endurmiuningarnar festa sig á eftir við það einstaka, en ekki við fjöldann. H. J. Gamla Bíó er nú risið upp aftur úr mánaðar viðgerð — eins og fuglinn Fönix. Salurinn naumast þekkjanlegur, svo mikið hefir verið lagað og skreytt. Bíó- salurinn í Bröttugötu er líklega lang- snotrastur salur í þessum bæ. Er það hinn n/i eigandi leikhússins, Jóhann kaupm. Jóhannessou, sem kostað hefir hina miklu breytingu. Og sagt er að hann ætli sór eigi að láta sitja við umbœturnar innan húss, heldur ætli hann að láta »a8faltera« alla Bröttugötu. I fyrrakv. var blöðunum og bsejarstjórn- inni boðið að skoða hið n/ja »gamla Bfó« og var þá og sýnd n/ dönsk list- mynd — með leikkonu þeirri í aðal- hlutverkinu, sem þykir einhver bezta kvikmyndaleikkona heimsins. Hún heitir Asta NielsenGad og er dönsk. Mynd sú heitir Leikandabloð og er sór- lega vel leikin. Hvernig ætlar leikhúsið að fara að í vetur? Getur það staðið sig viS lengur að bjóða fólki gömlu tróbekkina smánarlegu i Iðnaðarmannahúsiuu, þegar bæði kvikmyndaleikbúsin eru búin að fá fyrirtaks góða stóla með lyftanlegum ssetum? Settur læknir í Hafnarfirðiísumar er Konráð Kon- ráðsson, sem nú er að taka embættis- próf í læknisfræði. — Héraðslæknir- inn þar, Þórður Edilonsson, dvelur erlendis sumarlangt til þess að kynna sér nýjar framfarir í fræðigrein sinni. íslandsbanki. Beikningar hans fyrir malmánuð er ný- kominn. Viðskiftavelta hans hefir verið alls 3954 þús. kr. Víxlalán numið 3087792,96 kr., RJálfskuld- arábyrgðarlán og reikningslán 2038703.85 kr., fasteignaveðslán 868860,53 br., lán gegn ábyrgð eýslu- og bæjarfélaga 154189,35 kr. — I verðbréfutn átti liann i mánaðarlok 594948,51 kr. — Útbúin þrjú höfðu til sinna umraða 1,391616,99 kr. Bankinn skuldaði 3 milj. í hlutafé, 1 inn- stæðu á dálk og með innlánskjörum 2 milj. 257 þús., erlendum bönkum 0. fl. 1236674,38 kr. — Bankavaxtabréhn námu 959 þás., seðlar 1 umferð 1004475,00 kr., varasjóður nam 265583,17 kr. Malmforði bankans var 483109,00 kr.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.