Ísafold - 26.06.1912, Síða 1

Ísafold - 26.06.1912, Síða 1
Kemui út fcvisvur í viku. Vert) árV. (80 ftrkir minsfc) 4 kr. erlendin 6 kt, 1 l/s dollar; borgist tyrir miftjsvn iúli (orlen iis fyrir fram). ISAFOLD Drp»ðen (atriflej) bnndin við Aramót, u ógild nema bomm si til útgefanda fyrii 1. okt. og anapandi sknldlani vib blabið AfKieibsla: Anstnistmti B, XXXIX. árg. Reykjavík 26. juní 1912. 43. tölublað I. O. O. P. 93569 Alþýðufél.bókasafn Pósthússfcr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. Bæjarfógetaskrifsfcofan opin v, d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nef-og húlslækn. ók. Pósth.str.l4A fid.2—8 íslandsbanki opinn 10—2 V8 °S bl/s—7. K.F.U.M. Lestrar- og skriffifcofa 8 érd.—10 sbd. Alm. fundir fid. og sd. 8 4/a síbdegis. Landakofcskirkja. öuhsþj. 9 og 8 á helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 10‘/a—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 4/a, ö^/s-ö1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12— 3 og 5—8. Útlán 1—3 # Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin fré 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis I>ingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opih l1/*—2»/a á sunnudögum Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavikur (Pósth. 3) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1. ÞjóÖmenjasafnið opið á hverjum degi 12—2. Tií íesenda ísafoldar. Sú verður breytinq d ritstjórn I s a- j oldar Jrd nœstu mánaðamótum, að hr. Siqur ður Hjórleijsson qerist ritstjóri Isajoldar ásarnt mér o% verður hann aðalleqa stjórnmálaritstjóri blaðsins. í s aj old hefu jajnan kostað kapps um að reynast bezta, fjólbreyttasta, vand- aðasta osp veigamesta blað landsins. Haja útgejendur Isajoldar aldrei látið sér kostnaðinn Jyrir brjósti brenna, til pess að svo rnatti verða. Einn pátturinn í peirri viðleitni er pað að Já hr. Sig. Hjórleifsson i rit- stjórn blaðsins. Hr. Sig. Hjórleijsson er góðkunnur landslýð öllum bœði aj blaðamensku og pingmensku og veit eg, að lesendur ísajoldar nmni jagna pvi, að blaðinn bcstist svo tnikilhcejur starjsmaður. Reykjavík 26. júní 1912. Óíafur Björnsson útgejandi Isajoldar. Ný konungsför til íslands. í skilnaðar-heimsókn islenzka ráð- herrans hjá Kristjáni konungi X,, lét konungur í ljósi þá fyrirætlun sína, að hann mundi fara til íslands bráðlega »til að kynnast persónulega landi og þjóð«. Þessi ummæli konungs verða kunn- gerð alþingi í konungsbréfi, þegar þing verður sett Erl. símfregnir. --- Kh. 26/6 ’12 Taft forsetaefni. Tajt er kjörinn Jorsetaejni lýðveldis- manna. Roosevelt ætlar að stojna ný- jan Jlokk utan um sig. Demokratar (sérveldismenn) eru vongóðir. Það eru mikil tíðindi, að Taft skuli hafa skjöldinn borið í hinni römmu viðureign við Roosevelt. Engin lát á lýðhylli Roosevelts fyrir fám árum — og Taft þá aðeins skjólstæðingur Roosevelts — og þeg- ar Taft var kjörinn forseti fyrir tæp- um 4 árum var það eingöngu þakk- að því, að Roosevelt studdi hann — Taft talinn kóngspeð eitt, sem Roose- velt stjórnaði með litla fingrinum. Fljótt breytist veður í lofti. Úr því sem nú er komið er eigi að vita, nema demókratar beri hærra hlut, þegar til sjálfra kosninganna kemur. Klofinn mun lýðveldismanna- flokkurinn naumast standast þeim snúning. Enn er óútkljáð hver verða muni forsetaefni demókrata. Bryan hefir nú Jallið fyrir þá þrisvar eða fjórum sinnum. Og er þá eigi ólíklegt, að þeir vilji unna honum sigursins nú — fyrir alt stríðið undanfarið. ------i----- Flokkaskifting og þingræðið. Úr því Björn alþm. Kristjánsson hefir vakið máls á þessu efni í síðasta blaði ísafoldar, langar mig til að leggja orð í belg, ef vera mætti að mönnum skildist sá sannleiknr, að jlokkaskijtmg og pingrœði (parlamentarisme) Jara hver- vetna saman og hljóta að Jara saman. Eg veit að ýmsir alþýðumenn finna sárt til þess, hve flokkadeilurnar hafa ill áhrif og hefir hugkvæmst sama ráð- ið: að leggja niður flokkana, en halda þingræðinu. Ef gengið er fram hjá nokkrum venjulegum hnútum til vesalings em- bættismannanna, er þetta mergurinn málsins hjá B. Kr.: 1. Flokkaskiftingin og flokkadeil- urnar hafa haft mjög ill áhrif. Hún vekur hættulegar æsingar í landinu, skiftir landslýðnum í fjandsamlega flokka, sem berast á banaspjótum, vek - ur hatur og tortrygni manna milli um land alt. 2. Þingræðið getur ekki notið sín. Meiri hlutinn í meiri hlutanum á þingi getur haft tögl og hagldir. 12 —13 menn geta á þennan hátt ráðið ráðherravali o. fl. Mikill minni hluti þingsins getur drotnað yfir því. 3. Ráðið við þessu fargani er ein- falt: blátt áfram að leggja flokka og flokkstjórnir niður og afnema eftirlaun ráðherra. Hvað fyrsta atriðið snertir, hin illu áhrif flokkaskiftingarinnar, þá er eg fyllilega sammála. Ahrifin eru bæði mikil og ill, eflaust hreint og beint hættuleg og mesta nauðsynjamál að geta ráðið bót á þessu. Annað atriðið er nokkru vafasam- ara. Tæplega munu 12 menn teyma allan þingheim mjög langt, ef miklum meiri hluta er það sárnauðugt. Eg skal þó ekki um þetta deila, því að mér sýnast þingflokkarnir þann veg settir, að ekkert sé líklegra en að þeir verði, fyr eða síðar, gróðrarstöð fyrir hvers konar spilling. Eg er þannig að mestu leyti sam- mála B. Kr. um tvö atriði af þremur. Eg gæti bezt trúað því, að mikill hluti manna væri á sömu skoðun. En eitt er að sjá gallana, annað að geta bætt úr þeim. Það sýnist í fljótu bili mjög einfalt ráð, að úr því flokkaskiftingin veldur alls konar fargani í landinu, þá sé ekki annað en stemma á að ósi og leggja flokkana niður. Þetta hætti þá af sjálfu sér. Ástandið yrði þá líkt og áður var meðan landshöfðingi sat hér að völdum: þingið verði saklaust og óspilt, blöðin kurteis og illinda- laus og fé safnist drjúgum í fjárhirzlu landsins. En — það hefir fleira borið til tíð- inda í stjórnmálunum en flokkaskift- ingin, og því ekki sjálfsagt að hán sé sá asni, sem komist hefir inn í her- búðirnar. Þingræðið hefir komist á, eða með öðrum orðum það stjórnar- far, að hver þingflokkur, sem hefir eins eða tveggja atkvæða meiri hluta fær ráðherrasætið og nálega öll völd i hendur, fær auk þess yfirráð yfir töluverðu fé og fjárvirði, sem hann getur úthlutað eftir geðþótta. Þingræðisstjórnarjarið heitir blátt á- jram háum verðlaunum Jyrir stojnun Jlokka, Jlokksstjórna og flokksblaða. Og verðlaunin eru ekkert smáræði. Þati eru alt pað, sem jlestum hefir frá alda öðli pótt girnilegast: æðstu völdin, æðstu metorðin og Jé. Þingræðið kennir: Leitið ekki »fyrst guðs ríkis og hans réttlætis*, heldur stofnið harðsnúinn flokk með harðvít- ugum blöðum, teljið alþýðuna á ykk- ar mál með sönnum rökum og góð- um meðan hrökkva, með lygi og rógi, með undirferli og mútum, ef þess ger- ist þörf — þá mun alt þetta veitast yður! Hugsið þið um landið, ef það horfir til hagsmuna fyrir flokkinn, en um flokkinn einan ef það getur aflað honum nokkurra atkvæða! Eg veit það vel, að þannig hugsuðu ekki þeir góðu menn, sem börðust í fyrstu fyrir þingstjórn og þingræði. En reyndin hefir orðið þessu lík hjá öllum þjóðum, þó minna beri á göll- unum eftir því sem þjóðin er þrosk- aðri. Jafnvel gamlir og reyndir Eng- lendingar kvarta sáran: »Mestur hluti stjórnmálamanna vorra er sokkinn nið- ur í áhættuspil, sem er hálfu verra en i Monte Carlo eða kaupmannahöllinni, samvizkulaust áhættuspil um fé og völd«, segir W. S. Lily í 19. Cent. Apr. 1900. Ekki eru ummælin væg- ari hjá ýmsum öðrum. Eg veit ekki betur en að allar þing- ræðisþjóðir hafi fasta þingflokka, og víst er það, að ekki kemur Englend- ingum til hugar að hjá þeim verði komist. Það liggur í augum uppi, að þetta getur ekki verið nein tilviljun. Þingræðinu fylgir hvarvetna flokka- skifting á þingi, flokksstjórnir, flokks- blöð, kosningaæsingar og alt það farg- an, sém B. Kr. og fleiri kvarta undan. Það er heldur ekki rétt að stóru lönd- in séu miklu betur farin. Þingspill- ingin hjá oss er líklega engu meiri en hjá Frökkum, Þjóðverjum eða Eng- lendingum, þó ef til vill verði hún augljósari hér í fámenninu. Flokkaskiftingin er ekki undirrót allra vandkvæðanna. Hún er einföld og óhjákvæmileg afleiðing þingræðis- ins, sem veitir slík geysi-verðlaun fyrir flokksmyndun. Öllum er svo farið að þrá völd. Suma dregur met- orðagirnd eða hégómaskapur, aðra fé og bitlingar, von um stöðu eða at- vinnu, því að margt slíkt fylgir völdun- um, en úrvalið, beztu mennirnir þrá völdin til þess að geta framkvæmt hugsjónir, sem þeir teJja landi og lýð til heilla. Alt þetta og margt fleira dregur til þess, að völdin ágirnast allir, ef ekki það að komast sjálfir í æðstu tignarsætin, þá að »þeirra menn« ráði lögum og lofum, mennirnir, sem hall- ast að likum hugsjónum. Þingræðið setur það skilyrði fyrir völdunum, að myndaður sé sem stærstur og sterk- astur flokkur. Meðan mennirnir eru menn og stjórnarfarinu er þannig háttað, hljóta flokkarnir að haldast. Þó farið væri að ráði B. Kr., væru flokk- arnir risnir upp aftur eftir örfá ár og líklega á sama þingi. Það verða alt af einhverjir óánægðir. Þeir myndu óðara sjá, að til þess að rétta sinn hluta, væri flokksstofnun eini og beini vegurinn. Að leggja flokkana niður væri því bein afturför. Samvinna og fast skipulag milli manna, sem að svip- uðu marki stefna, er miklu þroskaðra og sigurvænlegra en óákveðin ringul- reið. Þeir sem eru óánægðir með blaða- spillinguna, kc/sningaspillinguna, þing- spillinguna og stjórnarspillinguna, sem eru óánægðir með þann eilífa eld, sem ætlar alt að brenna í þingræðislönd- unum, þeim er einn kostur nauðugur og hann er, að koma pingrœðinu jyrir kattarnej. Alt annað eru ónýtar bætur á gamalt fat. Eg er í engum efa um að þetta verður gjört fyr eða siðar, en sennilega erum við Islendingar ekki komnir svo langt á leið í stjórn- málaþroska, að mörgum lítist á þessi úrræði. í útlöndum sjá það margir menn, að þingræðisstjórnin þarf að breytast. Þess vegna sagði Clémenceau, er hann frétti að Kínverjar hefðu komið á þing- stjórn: »Það eru allir vitlausir í þetta, sem ekki hafa reynt það, hinir vita ekki hvernig þeir eiga að losna við þennan ófögnuð!« En hitt er ekkert ráð: að leggja niður flokkana og halda þingræðinu. Það er allsendis óframkvæmanlegt. Guðtn. Hannesson. um þessa tegund sálarrannsókna. — flonum ferst nú alveg eins og kirk- junni áður, þá er hún vísaði hvatlega á bug öllu »nýju«. Minna fordæmingar rik hefir aldrei verið á neinum páfa en nú er á Aall. Hroki trúfræðing- anna er nú hlaupinn í heimspekinginn. Þess væri óskandi, að trúfræðingarnir taki nú að erfðum lítillæti og sannleiks- íor heimspekinganna*. Har. Nielsson. Sund frá Engey til lands. Benidikt G. Waage syndir þá leið á 59 minútum. Um sálarrannsóknafélagiö í Lunðúnum og Júliu-skrifstofuna hefir norsk kona nýlega ritað litla bók og létta aflestrar. Mér er kunnugt um það, að marga hér á landi langar til að fræðast um það mál, sem fé- lagið og skrifstofan hafa með hönd- um og Gladstone taldi langmikilvæg- asta rannsóknarefni vorra tíma. Vil eg því vekja athygli þeirra á þessari bók. Hún heitir: Personlighetens liv ejter döden, av hlla Anker, og fæst í bókaverzlun ísafoldar. í bók þessari er skýrt stuttlega frá starfsemi Sálarrannsóknafélagsins, sið- an er það var stofnað 1882, og frá þeirri niðurstöðu, er helztu menn þess þykjast hafa komist að. Fer hún öll í þá átt, að æ sterkari sannanir séu að fást fyrir framhaldi lifsins eftir dauð- ann. Einkum hafa svonefnd víxl- skeyti (krydskorrespondanser) átt mik- inn þátt í að snúa hugum efagjarnra manna í þá átt. Þessi víxlskeyti hafa komið fram í ósjálfráðri skrift 6 merkra kvenna. Er ein þeirra búsett í Vestur- heimi, önnur á Indlandi, en hinar á Englandi; ein þeirra er prófessorsfrú í Cambridge, hinum nafnkunna há- skólabæ. Það er sálarfræðingurinn merki, rithöfundurinn og skáldið F. W. H. Myers, sem sagður er valda þeim skeytum frá öðrum heimi. Siðari hluti ritlingsins er um Júlíu- skrifstofuna, þá er hinn nýlátni mann- vinur og heimsfrægi blaðamaður W. T. Stead stofnaði fyrir nokkurum ár- um og hélt uppi síðan fyrir eigið fé. Hefi eg séð þess getið nú við and- lát hans, að til þess hafi hann varið 18 þúsund krónum á ári. Skýrir frú Anker frá sinni eigin reynslu i skrif- stofunni. Þegar eg var í Lundúnum sumarið 1910 kyntist eg frú Anker persónulega, fyrst á heimili Steads sjálfs, og sagði hún mér þá frá því, hversu koma sin i skrifstofuna hefði gerbreytt mörgu í lífskoðun sinni. — Varð hún mikill vinur Steads upp frá því. Hún er mentuð og gáfuð kona, og var þá að halda fyrirlestra á Eng- landi um norskar bókmentir. Um þessa bók frúarinnar skrifaði annar ritstjóri norska kirkjulega tima- ritsins »For kirke og kaltur« mjög svo vingjarnlegan ritdóm í vetur. — Honum farast meðal annars svo orð: »Þegar kristnir menn koma fram með- al vor og segja frá, að þetta hafi þeir sjálfir reynt og þessi reynsla hafi orð- ið trú sinni mikilvæg — já trú margra annara líka —, þá er það . blátt áfram skylda vor, að kynna oss þetta sem allra bezt«. Og hann heitir bráðlega grein 1 riti sinu um málið eftir norsk- an prest, er því sé kunnugur. Tveir af prófessorunum við Krist- ianíuháskóla hafa ritað langar greinar um sálarrannsóknirnar siðast liðinn vetur (í norska tímaritinu Samtiden), annar með, en hinn móti. Það er prófessorinn í heimspeki, Anaton Aall, sem i móti ritar. Við honum varar ritdómarinn i »For kirke og kultur« og lýkur máli sínu á þessa leið: »Um leið bendi eg til viðvörunar á háðyrði prófessors Anatons Aalls Á sunnudaginn var svam B e n e d i kt G. Waage verzlm. utan frá Engey til lands. Það mun vera fyrsta sinni, sem sú lelð er farin á sundi í striklotu. Sagnir eru um, að Teitur Finubogason dýralteknir hafi eitt sinn synt þessa leið, en hvílt sig í akkerisfesti frakkneska herskipsins. Benedikt G. Waage svam hvíldarlaust á hröðu sundi alla leið. Kl. rúmlega 11 árd. fór sundkapplnn út í Engey, og þegar er þangað kom bjó hann sig til sundsins, þ. e. líkami hans var allur roðinn feiti. Síðan lagðist hann til sunds, en bátur með nokkurum mönnum á fylgdlst með álengdar. Benedikt svam bringusund oftastnær, kastaði sór að eins á bakið, er hann kom að bátnum til þess að fá sór næringu: súkkulaðimola og mjólkursopa, sem rent var ofan í hann frá bátnum um leið og hann fór fram hjá. Sundtökln á mínútu voru talin þrisvar sinnum, á öndv. sundinu, á miðri leið og loks skömmu áður en til lands var komlð. Þau reyndust jöfn öll þrjú skiftin: 3 4 tök á mínútunni. Benedikt kom að landi við Skanslnn og hafði þá verið róttar 59 mfn, frá Engey. Leiðin var mæld eftir sundið og reynd- ist vera sem næst 4000 álnum eða 7, úr mílu eða ‘Af km. Sundtökin sem hann hefir tekið, verða (með 34 á mín.) 2006 alls, og hefir hon- um þá skilað áfram um nærri 2 álnlr i hverju taki. Ekki var B. W. neitt verulega móður er til lands kom, en ákaflega mikill hroll- ur var í honum. Því miður var sjávar- hitinn eigi mældur, en hann hefir lík- lega verið um eða undir 10 stig. Það er eigi umtalsmál, að óvenjukná* leik, kjark, festu og hörku þarf til að inna af hendi sund milli Engeyjar |og lands. Og að svo vel tókst, sem hór varð á raun, ber þess skýran vott, hve sund- íþróttinni sem öðrum íþróttum hefir farið undurmikið fram á selnustu árum. íslendingar erlendis. Heimspekisprófi við Khajnar-háskóla hafa þessir stúdentarnýlokið: Einar Jóns- son með I. einkunn, Gunnar Sigurðs- son með II. einkunn og Héðinn Valdi- tnarsson með I. einkunn. -----+.--- Þrefalt lengra líf! Rannsóknir próf. Metschnikows. Einhver allra merkasti læknir, sem nú er uppi, prófessor Metschnikow, formaður Pasteur-stofnunarinnar i Paris, hefir fylgt fram þeirri skoðun um mörg ár, að skaðlegar bakteriur í ristlinum séu orsök svo skjótrar elli, og að verði því meini burtu bægt, muni maður- inn geta orðið minst 200 ára gamall. Um þetta efni hefir hann flutt mjög fróðlegt erindi í vísiudamannafélaginu í París. Ellina kennir hann þremur sjúk- dómum: lífæðakölkun, lifrarkölkun eða nýrnabólgu.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.