Ísafold - 26.06.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.06.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 155 Greinar. m. Þetta sem hér fer á eftir er brot úr ritgerð um Gretti Asmundarson. i. Grettir á einn þátt ættar sinnar að rekja til Hrafnistumanna, eins og Egill og Gunnar. Hann er skáld gott en þó enn þá meiri orðsnillingur á óbund- ið mál, líkt og Gunnar, sem ekki mun hafa ort, eða lítið, en varla getur hjá því farið að eitthvað af málblæ Gunn- ars geri nokkuð af ljómanum á Njálu, eins og málblæ Grettis mun nokkuð vera að finna á sögu hans. Gretti svipar líka dálítið til Gunnars um góðmensku og göfuglyndi, og hann getur eftir atvikum varla kallast grimm- ur eða drápgjarn. Grimdarsögurnar frá barnsárum Grettis má ekki mis- skilja. Afarmenni eru stundum und- arlega ólík sjálfum sér á uppvaxtarár- unum, meðan aðrir hafa vit fyrir þeim, og er annars víða á þetta vikið í ís- lendingasögum. Einnig er vert að hugleiða hér það sem sagt er af Nikomedes og Cæsar. Afl þeirra Gunnars og Grettis virð- ast sögurnar leggja nokkuð að jöfnu, eins og Páll Melsteð söguritari benti mér einusinni á. En þó þykir mér ekki ólíklegt, að Gunnar muni hafa verið öllu sterkari, að minsta kosti þangað til á síðari árum Gunnars, þegar mótlætið virðist hafa unnið nokkurn bug, jafnvel á hans stáltaug- um. En fjallaloftið og jökla hefir ef til vill bætt Gretti svolítið. Olánssamur var Grettir, að lifa ekki á io. öld, eða öllu heldur, að þessi illu umskifti skyldu verða, sem að nokkru leyti eru kunn, en Htið virð- ist hafa verið reynt til að skilja. Varla nokkurn af sínum afbragðsmönnum hafa Islendingar jafn illa leikið og Gretti, og þó að það þjóðareinkenni, sem finna má um flest lönd, að níð- ast á sínum beztu m.önnum, eða að minsta kosti að ganga of oft í lið með óvinum þeirra og sínum, hafi mjög látið á sér bera á íslandi, þá kveður þó mest að þessu úr því kemur fram yfir árið iooo. 2. Gaman hefir Gretti þótt að lifa stundum, og ekki sizt þegar þessi Herakles Norðurlanda hafði getað svalað þrá sinni til að reyna jötunafl sitt, þó að ekki væri nema á því að hefja eitthvert bjargið, sem tveir og þrir og fleiri hefðu orðið að ganga frá. En ómerkilegt og ógöfugmann- legt var það flest, sem hann fekk að reyna sig á, þessi margra maki, hjá því sem vert hefði verið. Og hvílík kraftaverk Grettir hefði getað unnið, hafi frændi hans, Ólafur konungur digri, gert kraftaverk. Ólafur Haralds- son mun hafa verið ekki alveg ólíkur Gretti frænda sínum á vaxtarlag og jafnvel fleira, þó að miklu væri hann minni maður og verri, hvar sem á hann er litið. Það virðist hafa verið dálitið líkt með Ólaf og Gretti, eins ' ingur meiri. en orðið sem Goethe hefir tilbúið henni »tlbermensch«. Hefir Nietzsche, hinn mjög svo misskildi, gert þessa hugmynd heimsfræga og hugsað og skrifað margt merkilegt og stórvitur- legt í þær áttir, en sumt þó að mér virðist mjög af misskilningi og ónógri þekkingu. Og mun það mega segja um alla oss, því að efnið er vanda- samt. Eitt af því sem mannkynið er að stríða við, því alt of ómeðvitað því mið- ur, er að stækka lungun og auka blóð- hitann. Takist það þá eru sóttir úr sögunni flestar. Það er þetta sem hefir tekist með Gretti. Hann er svo ókulvís að hann er berhöfðaður hvernig sem viðrar, og það er vegna síns mikla blóðhita og eigi einungis vegna krafta sinna, sem hann treystir sér svo vel, að hann kveðst ekki munu á sundi drukna. Og likt hefir verið um Gunnar. Það er ekki einungis af því að Gunnar er svo sterkur, heldur af því að lungun í honum eru svo óvanalega stór og góð, sem hann getur hlaupið svo, að meir virðist í ætt við flug en hlaup vanalegra manna. Auðvitað voru fleiri tilraunir í þessa átt, en Grettir og Gunnar. Því að á io. öld var vaxtarbroddur mannkyns- ins á íslandi og ef til vill hafa aldrei á jörðunni verið til efnilegri menn, en þá á Fróni. Fyrir og eftir 8oo var vaxtarbroddur mannkynsins i Nor- egi. Einu sinni var hann suður í Himinfjöllum, og þaðan var hið nýja goðumlíka mannkyn, sem nefndist Æsir. Á Grikklandi var svipuð tilraun gerð, og síðar á Ítalíu; en alt mis- tókst. í fornbókmentum lifa nokkrar menj- ar þessara tilrauna, einkum grískum, rómverskum og islenzkum; eru þau mál og þær mentir göfugri en önnur mál og aðrar bókmentir. Einkum eru íslendingasögur merkilegar og verða að mér virðist, enn þá merkilegri í þessu ljósi, (framsýn og fjarsýn Njáls og Helga, og hatursleysi Gunnars áttu að verða andleg einkenni hins nýja mannkyns), og enn þá hörmulegra margt sem af er sagt í þeim en áður, þegar menn fara að skilja hvað það var sem heimskan vann sigur á. Nú er, sakir heimsku hvítra manna, og sérstaklega sakir skilningsleysis þeirra á þeim sem einkum stefna upp á við, vaxtarbroddur mannkynsins lík- lega ekki lengur með hvíta mannkyn- inu, heldur í Japan, þar sem karlmenn og kvenmenn geta synt saman án þess að hneyksla nokkurn, eins og Tacitus segir svo fróðlega að hafi átt sér stað á Þýzkalandi, áður en kristni kom þangað. Hebreskar fornbókmentir eru auð- vitað líka að ýmsu leyti fróðlegar um þau efni sem vikið var á, og að »op- inberunin« er í þeim að sumu leyti greinilegri en í grískum, rómverskum eða íslenzkum ritum, kemur af svip- uðum ástæðum eins og það, að meira segir af Himnaríki í ritum eftir Ágúst- ínus en Cicero, þó að Cicero sé snill- Skógræktin og skólarnir. Reykiavikur-annAa og Harald hárfagra og Þórólf Kveld- úlfsson, sem var eins og Harald grun- aði, ennþá meiri maður en hann og betur fallinn til að vera konungur yfir Noregi. Grettir hefir verið svo frábær á vöxt, að hann æsti undireins öfund annara gegn sér, likt og Gunnar. Og mikið af þessu ógæfutali við Gretti framan af, virðist sprottið meðfram af öfund og löngun til að segja honum eitthvað óþægilegt. En ógæfa Grettis átti raunar langmest rót sína í heimsku samtíðar hans. En svo var straumur lifsgleðinnar sterkur í þessum goð- vöxnu limum og í þessu ótrúlega víða brjósti, að ólánið fær ekki haggað ró hans fyrst framan af, og hann er jafnglaður að sjá, þó að alt kæmi »senn að svinnum«, útlegðardómur og dauða- fregn Atla. Þessi líkami var svo vel gerður að hann kunni varla að mæðast á sundi eða hlaupum; þessurn manni gat varla orðið kalt; kvef og sóttir þekti hann ekki af eigin reynd; orkan var marg- föld við meðalmannsorku. Engum sem hefir lært af hinum mikla spek- ing Lamarck, og öðrum sem hafa leik- ið þá furðulegu andlegu aflraun að sjá að líftegundirnar umskapast, getur dulist, að í Gretti er ný tegund að reyna að skapast, tegund sem mætti sjálfsagt velja eitthvert snjallara heiti Eg verð að biðja menn að afsaka þó að þetta síðasta kunni að vera nokkuð myrkt. Málsefni eru hér býsna mikil, en eg verð nú um sinn að snúa frá þessu og að einni þeirri sög- unni af Gretti, sem ótrúlegust er, en ekki ófróðlegust, sagan af viðureign hans við Glám. ii. júni. Helgx Pjeturss. Leikfimi sýndu 12 konur úr Ungm.félaginu Iðunni á íþróttavellinum á sunnudag- inn, undir stjórn Björns Jakobssonar, og má fullyrða að það hafi verið hin veglegasta leikfimissýning, sem hér hefir átt sér stað. Æfingarnar prýðis- fallegar og óvenju vel gjörðar, enda hefir éðru sinni ekki kveðið við ann- að eins lófaklapp á Vellinum. Má það heita góðs viti um skilning al- mennings á leikfimi, hversu menn gjörðu það í tæka tíð. Þess má geta, að allar gegna konurnar, sem þarna sýndu, daglöngum störfum, og fná af því marka, að fleiri konur g æ t u lagt stund á leikfimi en raun er á. Sýninguna ætti að endurtaka, svo fleirum gæfist kostur á að sjá eitt hið bezta, sem framið hefir verið í íþrótt- um vorum. Að svo stöddu skal eg ekki skrifa langt mál, að eins lýsa tillögu, sem að mér var skotið með tilmælum um að koma henni eitthvað áleiðis. Og hún er þessi: tAð alpingi setji lög um pað, að nem- endur allra peirra skóla, er styrktir eru aj almannafé, skuli drlega vinna prjá daga að skógrækt. Ýmsum kann nú að bregða í brún er þeir heyra þetta, og telja það ann- aðhvort gagnslaust eða óframkvæman- anlegt. Allir munu óska að skógar geti þrifist á íslandi, og mörgum er það áhugamál. Landssjóður hefir nú kostað allmiklu fé til þess undanfarin ár, að grenslast fyrir um það, hvort svo muni vera. Og svo langt er þeim tilraun- um komið, að vissa er fengin fyrir því, að tvær erlendar trjátegundir (fjall- furan og síberíska lævirkjatréð) þrífast hér vel, auk bjarkarinnar og reynivið- arins, sem hjarað hafa í landinu sjálfu frá ómunatíð. Þessi fengna vissa ætti að vera næg til þess, að frekar yrði hafist handa og tekið að gróðursetja svo um munaði. Þvi ofseint miðar skóggróðrinum, ef lítið er unnið annað en það, sem landssjóður sjálfur lætur gjöra — með peningum. Allir þurfa að leggja hönd að þessu verki. Enginn hugsar sér þó að það geti orðið alt í einu, að alment verði unnið að skógrækt, til þess er fákunnáttan of mikil enn. Mönnum hefir komið til hugar að lögleiða árlegan skógræktardag, að minsta kosti í barnaskólunum. En það tel eg muni ótimabært að svo stöddu. Kennararnir munu fæstir kunna tök á að stjórna því verki, ennþá, og aðrir eru heldur ekki til þess færir. Þar að auki er að sjálfsögðu erfiðara að kenna bömum gróðursetningu trjáa en upp- komnu fóiki. En komist árleg skógræktarvinna á í kennaraskólanum, gagnfræðaskólum, búnaðarskólum, kvennaskólum, ung- lingaskólum, mentaskólanum og jafn- vel háskólanum, þá mundi kunnáttan óðfluga breiðast út um allar sveitir, og einn læra af öðrum þegar þar kæmi. Og þegar svo væru liðin nokkur ár, mundi tiltækilegt að lögleiða skógrækt- ardag. Yrði skóla-skógræktin til þessa, auk beinu gagnseminnar: fjölgun trjáa í landinu, yrði hún ekki gagnslaus. En er þetta þá framkvæmanlegt? Það held eg. í öllum landsfjórðungunum eru skógræktarmenn, og flestir þar sem skólarnir eru flestir. Þeir gætu, með aðstoð kennaranna, sagt fyrir verkum. Og ekki þyrftu allir skólarnir að vinna í senn, svo að síður yrði hörgull á góðri verkstjórn. Landrými er nóg. Girðingar þegar til sumstaðar. Eg nefnieina: Vífilstaðagirðinguna. Ann- ars yrði landssjóður að koma þeim upp. Aðalkostnaðurinn yrði við plönt- ur og fræ, en slíkt er ekki teljandi til andmæla þessari hugmynd, því ef á slíku aítti að stranda og það eigi borgaði sig, væri öllu því fé fleygt í sjóinn, sem þegar hefir verið kostað til skógræktar hér á landi. Þá eru það nemendurnir, hvort það er gjörlegt þeirra vegna, að leiða þetta í lög. Aukakostnað fyrir þá hefir þetta engan í för með sér, þeir eiga allir slitin föt undan vetrinum til að vera í, og skó lika. Og þó að þeir yrðu ögninni ómentaðri í námsgrein- unum, þá ykist þekking þeirra aftur á öðru sviði — þeir lærðu þarft verk. Örðugast verður að geta látið þetta ná til þeirra skóla, sem bæði býrja seint á haustin og hætta fyrir vor. En ekki ætti það að verða málinu til falls, þó einstaka skóla yrði að veita undanþágu, af þeim ástæðum. Allir hinir mundu gjöra mikið gagn. Trúin á skógræktina er að vísu ekki almenn enn, en hún þarf að verða það. Ekkert eykur hana fremur en það, að menn vinni sjálfir að henni og sjái með eigin augurn framfarirnar. Og ekki tjáir að gefast upp þó að planta og planta sálist — fremur en við barnadauðann. — Menn tala um bundna krafta í landinu sjálfu, málma, fossa o. fl., og bíða og vona að þeir verði leystir. En það eru líka bundnir kraftar í fólkinu, óendanlega miklir kraftar —, leysum þá fyrst, og mun þá losna um hina. Guðbrandur Magnússon. Aðkomumenn eru hér margir um þessar mundir. Meðal þeirra sem komu í nótt & Ceres má nefna: Matth. Jochumson skáld, (dvelst hér nokkura daga). Gísli Brynjólfsson læknir frá Khöfn. Hann ætlar að verða hér fram eftir sumri, ferð- ast austur í Skaftafellssýslur. Gisli læknir hefir eigi komið hingað til lands um ald- arfjórðung, heldur dvalið i Khöfn, en jafnan haft samneyti við landa þar- Hann er nú læknir í vesturhluta Kaupmannahafn- ar og hefir ærið að starfa. Ólafur Johnsen fyrv. yfirkennari. Hann vitjar hingað á hverju sumri af mikilli trygð. Hermann Stoll hinn svissneski land- könnuður. Þetta er þriðja sumarið, sem hann heimsækir oss. Ætlar nu sem fyrri að kanna óbygðir Islands Knattspyrnumót ísiands hið fyrsta hefst á Iþróttavellinum á sunnudaginn. Þrjú knattspyrnufélög keppa: Knatt- spyrnufélagið Pram, Knattspyrnufél. Rvik- ur og Knattspyrnufélag Yesrmanneyinga. Þeir Vestmanneyingarnir koma hingað i kvöld akandi frá Eyrarbakka, fóru þangað á vélarbát frá eyjunum. Þetta verður fyrsta sinni, að háður er knatt- spyrnu-bardagi verulegur milli islenzkra flokka. Bardagarnir verða þrir, likl. snnnudag, mánudag og þriðjudag. Bikar forkunnar fagran og veglegan úr silfri hefir Knattspyrnufél. Fram gefið til verðlauna þvi félaginu, sem sigurinn ber úr býtum i viðureigninni. Bikar sá er til sýnís þessa dagana í glugga Brauns-verzlunar. Sigurður Hjörleifsson ritstjóri kom i nótt á Ceres alkominn hingað. Skipafregn. Ceres kom í nótt með fjölda farþega, bæði frá útlöndum og höfnum kringum land. Auk þeirra sem getið er meðal aðkomumanna, komu m. a. Kristján Jónsson ráðherra og B börn hans: frú Þórunn Solveig Hörring, Elísabet og Hall- dór. A. T. Möller stórkaupm. Andrés Gtuð- mundsson umboðssali. Ennfr: stúdentarnir: Alexander Jóhannesson, og Einar Jónsson. ein systir Pranz Siemsen fyrv. sýslnm., Jakob Havsteen verzlm. Knud Philipsen kaupjn. frú Gruðrún Pasberg, Carl Sæmunds- sen kaupm. ásamt frú sinni, tvær sænskar kenslnkonur, Bjarni Chr. Eyjólfsson. — Frá Vesturheimi: Stefán Stefánsson og Gluðm. Jónsson o. fl. — Að norðan kom Sigurjón Jónsson læknir ásamt frú sinni, o. fl. o. fl. Stúdentaafmæli. Það virðist vera að fara i vöxt að minnast stúdenta afmæla. Stúdent arnir frá 1897 minnast 16 ára stúdenta-af- mælis sins á sunnudag með samsæti i Hótel Reykjavik og stúdentarnir frá 1902 halda upp á 10 ára afmæii á sama stað á laug dagskvöldið. f Síra Lárus Thórarensen, sem verið hefir prestur Garðarsafn- aðar vestra nokkur undanfarin ár — er látinn á leið hingað frá Vesturheimi. Hann þjáðist af brjóstveiki og varð fyrir þær sakir að láta af prestsskap. Hann þráði af öllu mest að fá að deyja hér heima og fór fárveikur á skipsfjöl í Montreal í þeirri von. En á 3. degi frá því látið var í haf, lézt hann, og var líki hans sökt í Atlants- hafið. Prestastefnan hefst á föstudaginu á hádegi með prestavígslu og guðsþjónustu í dómkirk- junni. Þessi prestsefni verða vígð: Jóhann Briem (til Melstaðs), Magnús Jónsson (til Garðarsafnaðar vestan hafs) og Páll Sigurðsson (aðstoðarpr. á ísafirði). Síra Bjarni Jónsson lýsir vígslu, en Magnús Jónsson flytur synodusræðuna. Fundahöld prestastefuunnar hefjast á föstudag kl. 4. Mannalát. Háskólapróf. Þeir luku prófi á laugardag í lög- um: Jón Sigtryggsson með I eink. 67 stig og Ólafur Lárusson með I eink. 77 stig. í læknisýraði luku embættisprófi í gær: Árni Árnason I eink. 2°5V» Björn Jósefsson II betri eink. 119 Konráð Konráðss. I eink. 163 Efnafrœðisprófi luku í dag: Axel Böðvarsson, Einar E. Hjörleifsson, Jóhannes Áskevold Jóhannesson, Jón Ólafsson, Kristín Ólafsdóttir, Vil- mundur Jónsson og Þórh. Jóhannesson. 15 lagafrumvörp kvað stjórnin nú leggja fyrir þingið. Stjórnin leggur ekki fyrir kolaeinka- sölufrv. og eigi heldur neitt bankafrv. Tíðindasmælki handan um haf. Dáin er á Akureyri 11. þ. mán. húsfrú Snjólaug Guðrún Þorvaldsdóttir, kona Sigurjúns Jóhannessonar, óðalsbónda frá Laxamýri. Hún var fædd 3. febrúar 1839, dóttir Þorvalds bónda á Sökku i Svarfaðar dal (d. 12. febr. 1880) Þorvaldssonar, Sig- nrðssonar, Jónssonar, Ólafssonar, Jónssonar og Snjólaugar (d. 13. des. 1890) Baldvins- dóttir prests á Ufsum (d. 1859), Þorsteins- sonar; var Baldvin prestur bróðir Hallgrims prests, föður Jónasar skálds. — Þau Snjó- laug og Sigurjón giftust 28. júlí 1862, og bjuggu þau hinu mikla rausnarbúi á Laxa- mýri i full 40 ár, en 1905 brá Sigurjón búi og flutti til Akureyrar. Sigurjón var orðlagður búmaður og mun óviða á landi hér hafa verið slikur fyrirmyndarbúskapur og á Laxamýri, enda fór hvorutveggja sam- an ágætir landkostir og dugnaður og hygg- indi hjónanna. Var Snjólaug manni sinum mjög samhent í hvivetna, enda unni Sigur- jón henni mjög, og þóttu engin ráð ráðin nema hennar nyti við. Hún var prýðisvel gefin, góðgerðasöm, ástrík eiginkona og umhyggjueöm móðir. Mun ellin verða hin- um gamla öldung er nú skortir einn vetur á áttrætt, löng, þá hann er sviftur þvi, er hann unni mest, eftir 50 ára sambúð. Börn áttu þau 13 og eru 7 þeirra á lifi: Jó- hannes og Egill, er nú búa á Laxamýri, Lúðvik veitingamaður á Akureyri, Jóhann rithöfundur í Kaupmannahöfn, Liney kona Árna prófasts á Sauðárkrðk, Björnssonar, Snjólaug kona Sigurðar Björnssonar kaup- manns í Reykjavik og Soffía ógefin heima hjá föður sinum. — Þau hjón ólu upp tvö fósturbörn og gengu í foreldrastað: Magn- ús fór til Ameríku og Þórdis JónBdóttir, bróðurdóttir hennar, nú ljósmóðir i Rvik. J. Imperator heitir stærsta skip heims- ins sem nú er og er eign Hamburg- Amerika gufuskipafólagsins. Það hljóp af stokkum í Hamborg þ. 23. maí. Það er 268 stikur á lengd eða 18 stikum lengra en öll Lækjargatan. Breiddin er 30 stikur. Farþegarúmið tekur 4250 farþega. Skipshöfnin nemur 1000 manns. Níu eru þllförin á skipinu og lyftlr (elevator) miili þeirra, svo að eigi þurfi farþegar að reyna of mikið á sig. — Enn stærri skip eru þó í smíðum. Aqui- tanía, eign Cunard-félagsins og Gigantic, sem White-Star-félaglð er að láta smíða sór og verða á miklu stærra en Titanio 610,000 stúdentar eru alls í helmin- um. Eftir því kemur 1 stúdent á hver 2700. Það er eitthvað annað hjá oss íslendingum. Hraðskreiðasta skip heimsins fer 52 rastir á kl.stund. Það er nokkuru lengra en austur á Þlngvöll (49 rastir). Aloxöndrudagur. í dag (26. júní) er haldin hátíðleg 50 ára minning þess, að Alexandra, ekkjudrotningin brezka, dóttir Kristjáns 9., kom til Bretlands. Tíu þúsund hefðarstúlkur ganga í dag um stræti Lundúnaborgar, í hvítum bún- ingi, og selja blóm; en ágóðinn af þeirri sölu gengur til ýmsra liknarstofnana. Er það tilætlunin að Alexöndru- d a g u r verði árlega haldinn með þess- um hætti. Svo vænt þyklr Bretum um um Alexöndru drotnlngu. Hinn 15. þessa mánaðar andaðist í Flatey frú Sigríður Johnsen, 77 ára gömul, ekkja eftir Sigurð John- sen kaupmann í Flatey (d. 1870). Börn þeirra: Jófríður (d. 1897) gift Jóni kaup- manni Guðmundssyni í Flatey, Jón Sig- urðsson læknir á Húsavík (d. 1887), Bryndís, gift yfirkennara G. T. Zoega, Guðrún, gift Sigurði prófasti Jenssynl í Flatey, Ragnheiður (d. 1911), gift Boga kaupmanni Sigurðssyni í Búðardal. Fyrsta þýzka ferðamannaskipið er væntanlegt hingað 9. júlí næstk. Þeir sem ætla að koma íslenzkum varningi til útsölu á Bazíir Thor- valdsensfélagsius áður en það kemur, eru beðnir um að koma með hann sem fyrst, og ekki seinna en 8. júlí. Skrifið eftir!!! Þvottekta: kjólaléreft 25—28—30 a. al.; kjólasefýr 40—45—60 a. al.; fallegt tennisefni frá 38 a.; grátt drengjablússn- flónell 36—40—50 a.; röndótt kadettatan frá 38 a.; fint kjólasatin 70 a.; ektablátt þrælsterkt kjólasjeviotti 70 a.; ektablátt kamgarns sjeviott frá 1 kr.; fallegt, vænt kjólaklæði, allir litir, 75 a.; mislitt alp- akka og svört og mislit alnllar kjóla- tan frá 1 kr. al. 2 ál. breitt, þrælsterkt, grátt skólatan 135; ektablátt, sterkt sjeviott 115; grá- röndótt hversdagsefni 1.00—1.15; ektabl. kamgarns-serges 2.00; fallegt, svart klæði 2.00; falleg alfatnaðartan frá 1.00; góð, mi»l. karlm.fataefni 2.00—2.35—3.00 ah; józk Yaohtklubb-serges 3.00—3.50—4.00 —5.00 al.; niðsterkt, ektabl.-ofdirfsku- sjeviottt 2.00—2.35—2.65 al.; góð ferða- ai 6.50. — Burðargjald er borgað r vörurnar og það, sem ekki likar, má endursenda gegn fullu endnrgjaldi. Ull er tekin i skiftum á 65 au. pd.; hreinar prjónatuskur 30 a. pd. Jydsk Kjoleklædehus, Köbmagergade 46. Köbenhavn K.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.