Ísafold - 29.06.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.06.1912, Blaðsíða 1
Koruui út tvísvar í V'.iU. Verf árs;. (80 arkir minst) 4 kr. orloF.*;o fi ki. eíla l'/a dollar ; borg- st (yrir m!!''JR» jÚli (eileudis íyiir írarji). ÍSAFOLD Usipaðgn (skriileg) bundin viö aramót, si ógila nema komln aé til útgefanda fyrii 1. okt. og aaapandi iknlálaai vi6 Ma6i6 Afstveiftíia: Aaatnictiteti 8. XXXIX. árg. Reykjctvík 29. júní 1912. 44. tölublað ÍSAFOLD. Ritstjórn (frá i. júlí): Ólafur Björnsson og Sigurður Hjörleifsson. Nýir kaupendur að síðari helming þessa árg. (1912) fá í kaupbæti 2 af neðantöldum 5 sögum eftir frjálsu vali: 1. Fórn Abrahams (600 bls.) sftir Gustaf Jansson. 2. Herragarðssöguna eftir Selmu Lagerlöf. 3. Davíð skygna eftir Jónas Lie. 4. FÓlkið við hafið eftir Harry Söiberg, sem nú er lokið i blaðinu. 5. EIsu eftir Alex. Kielland. Davíð skygni er heimsfrægasta skáldsaga Jónasar Lie, Herragarðs- sagan einkend sömu snild og önnur skáldrit Selmu Lagerlöf. F ó r n Abrahams einhver frægasta skemti- saga, sem getur. E 1 s a er einhver bezta snildarsaga Alex. Kiellands. Hver einstök þessara bóka er í raun og veru miklu meira virði en verð 72 ^rg. (2 kr.) nemur. Sjálft er blaðið ísafold hér um bil helmingi ódýrara árgangunnn en bnnur innlend blöð yfirleitt eýtir efnismergð. Að réttri tiltölu við verðið á þeim ætti hún að kosta 8 kr. (4 kr. Va árg-)> en er s«Id fyrir helmingi minna. Þetta eru hin mestu vildarkjör, sem nokkurt íslenzkt blað hefir nokkurn tima boðið. ÍSAFOLDAR-kaupendur eru ekki látnir borga 1 eyri fyrir það af blað- inu, sem fer undir auglýsingar. Að því frádregnu, þ. e. á n auglýsinga, er hun fullar 50 arkir hér um bil árg., sama sem önnur blöð eru yfirleitt í mesta lagi m e ð auglýsingum, þótt sama sé söluverðið og þau nær öll í minna broti. — Það er hinn mikii kaupendafjöldi, sem gerir ísafold kleift að veita þessi stórkostlegu vildarkjör. Inn á hvert heimili í landinu ætti hún því vissulega skilið að komast og meira en það. ÍSAFOLD hefir fastan tíðindamann erlendis, sem ritar henni erlend tíð- indi jafnóðum og gerast, svo að ekk- ert islenzkt blað flytur jaýn greinileg- ar og miklar erkndar ýréttir. ISAFOLD hefir ýasta tlðindamenn í ollum héruðum landsins, sem rita blaðinu öll innlend tíðindi, sem máli skifta. Fréttir úr öllum héruðum landsins eru því itarlegri og áreiðanlegri í ísa- fold en nokkuru öðru blaði. ÍSAFOLD er landsins langstærsta blað og eigulegasta í alla staði. ÍSAFOLD er því hið langódýrasta blað landsins. ÍSAFOLD er sem sé 80 arkir am árið, jafnstórar eða efnismiklar eins og af nokkuru blaði öðru innlendu, og kostar þó aðeins 4 kr. árg., eins og þau sem ekki eru nema 50—60 arkir mest. ÍSAFOLD gefur þó skilvísum kaup- endum sínum miklu meiri og betri kaupbæti en nokkurt hérlent blað annað. ÍSAFOLD styður öfluglega og ein- dregið öll framfaramál landsins. ÍSAFOLD er og hefir lengi verið kunn að því, að flytja hinar vönduð- ustu og beztu skemtisögur. ÍSAFOLD flytur nú öllum blöðum meira af myndum, útlendum og innlendum. Kaupbætisins eru menn vin- samlega beðnir að vitja i afgreiðslu ísafoldar. ÍSAFOLD hefir nú frá 1. júlí bætt við sig ritstjóra, svo að nú verða rit- stjórarnir tveir og mun því enn betur vandað til blaðsins en hingað til. Hver íslendingur, sem fylgjast vill með í því sem er að gerast utanlands og innan, í stjórnmálum, atvinnumál- um, bókmentum, listum o. s. frv. verður að halda Isafold. Símið (Tals. 48) eða skrifið og pantið Isafold frd 1. júlí pegar i stað. — frestið pví ekki. ÍSAFOLD er blaða bezt. ÍSAFOLD er fréttaflest. ÍSAFOLD er lesin mest. I. O. O. F. 93569 Alþýöufél.bókasafn Pósthússtr. 11 kl. 5-8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. '2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8. Bæjarfógetaskriístofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkeriun Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Posth.str.14A fid.2—8 íslandBbanki opinn 10—2'/a og 5')a—7. K.F.D.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 söd. Alm. fundir fid. og sd. 8 '/a slodegis. Landakotskirkja. G-uðsþj. 9 og 8 a helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 10'/»—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2'/a, 6'/a-8'/a. Bankastj. VÍ612-2 Landsbókasaín 12—8 og 5—8. Útlan 1—« Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin tra 12—2 Landaféhiroir 10—2 og 5—8. Landsakjalaíiafnio hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10-42 og 4—7. Lœkning okoypis »ingh,8tr. 28 þd. c>g fed. li—1 Hatttrugiípaeafn oji6 1'/»—B'/a á sironudögum StjórnarrAostrteriffltoiumar opnar 10—4 daglega Talsirai ReykjavikMr (Pésth. 8) opinn daglangt (6—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannltekning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 ViiUsat«*ahtBlio. Heimsóknartimi 12—1. ÞjoSmenjasafnra opi6 á hverjum ciegi 14—2. Konungsförin. Það er búist við því, að Kristján konungur X muni koma hingað til lands sumarið 1913. Konungur hefir látið þess getið, að hann óskaði þess, að eigi væri verið að leggja á neina sérstaka kostnaðar- byrði til að taka móti sér, þar sem hann kæmi. Lögreglustjóri á Siglufirði í sumar kvað skipaður Vigjús Eitiarsson bæjarfógetafulltrúi. Mentaskólinn. Honum var sagt upp í dag á há- degi. Úr honum útskrifuðust 21, þar af 10 utanskólanemendur. Stúdentarnir nýju eru þessir: Innan skóla: Ásgeir Ásgeirsson 70 stig. Finnb. Þorvaldsson 67 — Geir Einarsson 69 — Gunnl. Einarsson 65 — Hailgr. Hallgrímsson 70 — Helgi Guðmundsson 59 — Jón Guðnason 63 — Karl Ármannsson 54 — Karl Möller 60 — Steinn Steinssen 77 — Þorst. Kristjánsson 65 — Utan skóla: Bjarni Jósefsson 61 stig. Friðrik Jónasson 65 — Herm. Hjartarson 53 — Jón Bjarnarson 69 — Jósep Jónsson 52 — Kjartan Jensen 57 — Ólafur Jensen 52 — Ólafur Þorsteinsson 62 — Páll Auðunsson 70 — Páll Bjarnason 56 — Einn gekk frá prófi. Úr gagnfræðadeild skólans útskrif- ust 27, þar af 8 stúlkur. Nýsveinapróf var haldið í gær. Voru 17 nýsveinar teknir í 1. bekk. Flokkar «9 þingræði. Þeir hafa verið að rita um það mál hér í blaðinu bankastjóri og alþingis- maður Björn Kristjánsson og prófessor Guðm. Hannesson. B. Kr. vill afnema flokkaskiftinguna og halda þingræðinu. G. H. vill losna við hvorttveggja, en einkum þingræðið. Ekki en því að leyna, að í grein hr. B. Kr. eru ýms atriði, sem vér erum honum ósamdóma um. Ætti að rita svo um þau öll, að menn yrðu nokk- uru verulegu nær, yrði það langt mál. Og það verður ekki gert að þessu sinni. Vér látum oss nægja að benda á það, sem oss virðist allra mestu máli skifta. í öllumþjóðstjórnarlöndum erflokka- skifting í stjórnmálum. Þ?ð bendir óneitanlega á, að fyrirkomulagið stafi af einhverri nauðsyn. Hvenær sem einhver maður fær sannfæring um, að einhverju þarfi að verða framgengt, þá reynir hann að mynda flokk utan um það mál. Hann veit, að hann fær því ekki framgengt með öðru móti. Og þeir menn, sem sama fiokk skipa, verða að sjálfsögðu að einhverju leyti að laga sig hver eftir öðrum, til þess að geta staðið saman. Þessi hefir reynslan orðið um allan heim. Og þessi hefir reynslan orðið hjá oss. Það er misskilningur að hér hafi ekki verið flokkar fyr en 1897. Jón Sigurðsson hafði eins harðsnúinn og samfeldan flokk eins og nokkur stjórnmálamaður í nokkuru landi hefir haft. í andstæð- ingaflokk hans voru venjulega kon- ungkjörnir menn, og nokkurir, sem þeim fylgdu. Gengi nokkur þjóðkjör- inn maður yfir í þann flokk, þótti það hin mestu býsn. En á þessu bar svo lítið þá, af þv{ að blöðin voru nærri þvi engin. Blaða- mensku-skiiyrðin voru enn ekki komin upp hér í landi, póstgöngur og aug- lýsingar. Benedikt Sveinsson hafði líka flokk. En í aðalatriðinu, deilunni við stjórn- ina í Danmörku um stjórnarskrá vora, fylgdist þjóðin öll, að heita mátti, að málum. En þegar ágreiningurinn kemur upp 1889, verður flokkaskift- ingin bersýnilegri. Annar flokkurinn er þá kveðinn niður við næstu kosn- ingar. En 1895 og einkum 1897 verður ágreiningurinn ákveðnari, og fyrir bragðið verður flokkaskiftingin það líka. Fiokkaskiftingin 1897 myndast ekki, eins og B. Kr. segir, af því að hún hafi verið »talin nauðsynleg til þess, að sá sæti jafnan að völdum, er meiri hluti þings og þjóðar bæri traust til«. Annar flokkurinn myndaðist til þess að fá framgengt tiltekinni breyting á stjórnarfyrirkomulaginu, sem þá var á boðstólum. Hinn flokkurinn myndað- ist til þess að berjast gegn þeirri breyt- ingu. Eins og á stóð, var slík flokka- skifting alveg óhjákvæmileg. Síðan er stjórnin fluttist inn í land- ið, hefir flokkaskiftingin stundum verið eðlileg, stundum ekki. Og mikið hefir mátt finna að ástandinu undir þessari flokkaskifting. Einknm hefir flokks- æsingin út á við oft verið gegndarlaus og óhæfileg. En að flokksböndin hafi Þjakað mönnum, eins og B. Kr. held- ur fram, það fáum vér ekki séð. Fyrst og fremst er enginn þing- maður nauðbeygður til þess að vera í neinum flokki, fremur en hann sjálfur vill. í öðru lagi er ekki unt að gera neitt að flokkamáli á þinginu, í því skyni að þvi verði framgengt, nema meiri hluti beggja deilda sé því samþykkur. Minnihluti hvers meiri- hlutaflokks getur þar sett stólinn fyr- ir dyrnar, ef hann hefir bolmagn til þess, að viðbættum andstæðingaflokki sínum. Og í þriðja lagi sýnir þing- saga vor það, svo að ekki verður á móti mælt, að menn geta farið ferða sinna, án þess að flokkurinn rjúfist að fullu. >Sparkliðið« svonefnda gat greitt síðasta ráðherra vantraustatkvæði og staðið i flokkinum eftir sem áður. Síra Björn Þorláksson gat gengið úr leik um vantraustsyfirlýsing til núver- andi ráðherra, og haldið samt áfram að standa í flokknum og fengið með- mæli þess flokks við kosningarnar. Þetta eru ekki flokksbönd, sem þjaka neinum manni, sem nokkurn kjark hefir. Annarsstaðar mundi litið svo á, sem slík flokksbönd séu sama sem engin. Og að hinu leytinu verður þvi ekki neitað, að með flokkaskiftingu fást tryggingar, einkum um landstjórnina, sem ekki er auðvelt að sjá, að auð- fengnar væru með öðru móti. Stjórn- iu ber fyrst ábyrgð fyrir sínum eigin flokki. Hún er í öðru lagi háð skörpu eftirliti og gagnrýni andstæð- ingafiokks sins. í flokkalausu landi yrði stjórnarvaldið margfalt sterkara, þjóðarvaldið að sama skapi veikara. Standi menn saman, er stjórnarvald- inu ólíku örðugra að stinga einstak- lingunum i vasann, en ef alt er á ringulreið, og enginn ber ábyrgð fyrir neinum föstum flokki manna á at- ferli sínu. Fyrir því fer því svo fjarri, að flokksleysið mundi bæta úr þeim göllum, sem B. Kr. kvartar nú um, að séu á stjórnarfarinu, að allar líkur eru til þess, að það mundi magna þá. B. Kr. hefir rétt að mæla um það, að þessi trygging er of lítil. En það stafar aðallega af þessu gamla meini, að »mennirnir eru ekki svo góðir, sem þeir ættu að vera«. Og ekki er betra að tryggingin verði engin. Þjóðin á ekki heimting á því, að allir flokkar séu lagðir niður. Það væri henni að öllum líkindum tjón. En á hinu á hiin heimting að menn láti ekki flokkahatur og mannahatur aftra sér frá því að taka höndum saman við fyrverandi andstæðinga sína, þegar samninga- grundvöllur er fundinn, og þjóðinni ríður á því, að menn séu sem mest samtaka og samferða. Enginn maður má setja gamla flokkaskifting, né gaml- ar flokkakreddur skör hærra en heill þjóðar sinnar. Þetta gengur sumum illa að skilja. En þetta verða menn að læra að skilja. Annars eru þeir óhafandi í stjórn- málastarfsemi þjóðarinnar. Og af því að vér göngum að því vísu, að á það mál líti B. Kr. alveg eins og vér, þá hyggjum vér, að i raun og veru sé ágreiningur vor við hann í þessu máli ekki svo tiltakan- lega mikill. G. H. vill losna við þingræðið. Hann gerir ekki grein þess, hvað eigi að koma í staðinn. Sjálfsagt gerir hann það síðar. Og ekki erum vér í neinum vafa um það, að gaman verði að lesa grein um það efni eftir hann, jafn-gáfaðan og ritfæran mann. En ekki er þess að dyljast, að að svo komnu erum vér vondaufir um, að bent verði á annað hentugra fyrir- komulag en þingræðið, þó að vér viðurkennum, að mikið vantar á, að það sé gallalaust. Eitthvert einveldi yrði að koma í staðinn, eitthvert vald, sem þjóðin hefði ekki tök á, langvint eða skammvint. Vér efumst um, að það þætti gallalaust. Vér efumst um, að nokkurt stjórnarfyrirkomulag sé hugsanlegt, sem ekki sé meingall- að, af þeirri einföldu ástæðu, að menn- irnir, sem því eiga að beita, eru galla- gripir að meira eða minna leyti. En ánægja væri ísafold að flytja frekari skýringar frá prófessornum á því, sem fyrir honum vakir í jafn- stórmerku máli. Kosningarnar í Belgíu. Róstur og manndráp. Við kosningarnar i Belgíu 3. þ. m. fóru stjórnarandstæðingar algerlega halloka og hafa reiðst svo óförunum, að stjórnin hefir orðið að kveðja borg- arvörðinn til vopna. Ósigurinn kenna menn að miklu leyti kosninga-bandalagi,sem frjálsiyndi flokkurinn gekk í við jafnaðarmenn, en þar næst kosninga-fyrirkomulaginu, að ekki er girt fyrir atkvæðafölsun. Og það er ekki mælt af hljóði, að henni hafi verið beitt við kosningarnar. Það er kaþólski flokkurinn, sem mestan sigur hefir borið úr býtum. í fulltrúadeildina eru kosnir 101 úr kaþólska fl., 44 úr frjálslynda fl., 39 iafnaðarmenn og 2 kristilegir lýðveld- ismenn. í efri deild er hlutfallið líkt, það sem kosningaskýrslur ná. Daginn eftir kosningarnar urðu svo miklar róstur, að vopnað lögreglulið varð að skerast í leikinn og verja klaustrin skemdum. í Liége varð borgarvörðurinn og löggæzluliðið að skjóta á múginn. 4 menn létu lífið og 15 urðu sárir. Meðal þeirra, sem lögreglan skaut niður, var 14 ára stúlka og Rússi; þau létust í spítala skömmu eftir. Nokkrir lögreglumenn og hermenn hafa þar að auki særst. í flestum meiri háttar bæjum Belgíu hefir borgarvarðliðið verið kvatt saman. Verkamenn ganga í ögrunarflokkum um strætin, og menn óttast að nýtt verkfall sé í aðsigi. Prestsvígsla. Upphaf prestastefnunnar i gær, varð með talsvert hátíðlegri blæ að þessu sinni en ella, með því að biskup lét prestsvígslu fara fram um leið. Og eftir því sem biskupi sagðist frá við fundarsetning prestastefnunnar mun það vera fyrsta sinni, að prestvigsla fer fram á rúmhelgum degi hér á landi, en erlendis kvað það eigi dæma- laust. í kirkjunni voru staddir um eða yfir 20 prestar og munu naumast svo margir vígðir menn hafa viðstaddir verið prestsvígsluathöfn hér öðru sinni. En því komu þeir eigi i einkennis- báningi sínum, hempunni? Þau voru þrjú prestsefnin, sem vígslu tóku í gær: Jóhann Briem, Magnús Jónsson og Páll Sigurðsson. Að loknum prestsvigslusálminum: Andinn guðs lifanda o. s. frv., steig síra Bjarni Jónsson i stól og lýsti vígsl- unni. Að ræðunni lokinni gekk presta- fylkingin í kór úr skrúðhúsinu, bisk- up i broddi, þá prestsefnin og loks vígsluvottarnir: dómkirkjuprestarnir báðir. Þá fór fram hin eiginlega vígsla, samkvæmt helgisiðavenju, með tóni á latínu, vigsluræðu biskups o. s. frv. Þessu næst steig síra Magnús Jóns- son í stól og flutti prédikun, lagði út af orðunum í fjallræðunni: Þér eruð salt jarðar 0. s. frv. Var prédikun sii alveg óvenju góð, mannúðleg og frjáls- leg. Að lokum voru hinir nývigðu klerk- ar til altaris. Einn þeirra, síra Páll Sigurðsson fór til embættis síns þegar í gær, á Vestu, sira Jóhann Briem fer norður á mánudag, en síra Magnús vestur um haf í næsta mánuði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.