Ísafold - 29.06.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.06.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 159 Frá mannamótum. Knattspyrnumótið, sem get- ið var um í síðasta blaði, hófst í gœr- kveldi á íþróttavellinum. Sú var til- ætlunin upphaflega, að eigi byrjaði það fyr en á motgun, en vegna Vest- manneyinga, sem hingað komu til að taka þátt í því, var það fært fram, með því að þeir ætla sér að komast heim á Ceres á morgun. Knattspyrnufélögin, sem keppa á mótinu, eru svo sem kuanugt er 3: Fram, Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Knattspyrnufélag Vestmanneyiuga. Hlutkesti réð því, að í gærkveldi keptu Reykjavíkurfélögin. Leikurinn hófst kl. 9. Áhorfeudur á að gizka 4—500 — alt of fáir; og hafa þeir setið af sér góða skemtun, sem eigi nentu dt á íþróttavöll. Leikdómarinn var Ólafur Rósen- kranz leikfimiskennari. Dómarinn verður að hlaupa fult eins mikið, ef eigi meira en þeir sem í leiknum eru. Var Ó. R. þarna lifandi sönnun þess, hvað leikfimin fær áorkað um að halda manninum fráum og fimum fram á elliár. Því að eigi gaf Ó. R. þeim eftir unglingunum i leiknum um hlaup. Mundi það raunar eigi einsdæmi um allan heim, að maður á sjötugsaldri sé fær um að vera leikdómari i kapp- knattspyrnu ? Jæja, en snúum nú að leiknum sjálfum. Þeir Fram-menn báru íslenzka liti í klæðaburði, bláar peysur og hvítar brækur, en hinir voru hvitir og svartir. Fyrri hálfleikurinn hófst og var þegar miklu meiri sókn en vörn af hendi Fram-manna. En þeir eru yngri en hinir og höfðu þeir auðheyrilega samúð áhorfenda með sér. Léku þeir af miklum röskleik og fimi fyrri leik- inn — og var oft ánægja að sjá, hvernig þeir fót-fjötluðö knöttinn. En eigi tókst þeim þó lengi framan af að koma honum í mark. Leikurinn barst víða um völlinn. Knötturinn hentist um alt — nema í markið! Þar kom þó, að Pétur Magnússon, Fram-maður, fekk smeygt honum í mark, og gullu þá við fagnaðaróp um alian völlinn, einkum úr drengjahópn um, sem þótti eigi lítið varið í að yngri hópurinn skyldi skjöldinn bera. Þá var mjög liðið á tímann (8/4 stund ar) og varð eigi fleira um vinninga í þeim leiknum. Var nú gert 5 mfndtna hlé. En er seiuni hálfleikurinn hóíst var auðséð, að kapp var komið í Rvíkur- félagið. Þeir léku nú af miklu meiri fors en fyrri og sóttu á Fram-markið af miklum ákafa. Mátti nú líta marg ar brýnur harðar og leið eigi á löngu, að Reykjavíkurfél.-menn náðu heitt- þráðu Fram-markinu. Það var Lúðvík Einarsson, sem mark gerði. Nú varð »spenningurinn« við suðu- mark. Hvor flokkurinn ætlaði að sigra? Knöttinn i mark ei»u sinni — og sigurinn var unninn! En sú ánægja veittist hvorugum flokknum. Þeir sveittust við báðir, þutu með knöttinn af allri orlcu, sóttu á mörkin af heljarákafa. En kom fyrir ekki. Aður en varði kvað við hljóðpípa dómarans. Leiknum var lokið — án þess úr skæri. Félögin sátu með sinn vinninginn hvort. »Meistarann« vantaði. Þá var hugurinn svo mikill i hvort- tveggju, að hrópin gullu um að halda áfram ’/a kl.stund enn. En það þótti eigi hlýða. Má nú enginn að svo komnu um það dæma, hvort félagið má sín meira i knattspyinu. En eitt er vist, að báðum félögunum hefir stórlega farið fram síðan í fyrra. Það er nú komin allmikil mynd á knattspyrnuna, svo að ómenguð ánægja er á að horfa með köflum. En hví sækir fólk eigi betur þessa ágætu kappleika? Sennilega vegna þess, að það veit eigi hve óvenju »spennandi« þeir eru. Erlendis eru engir kappleikar til, sem meiri tök eiga i almenningi. Aðsóknin alv»g feikileg. Þar er fólk búið að læra að meta skemtunina, sem þeir hafa í sér fólgna. Eg vil ráða þeim, sem sátu heima í gærkveldi að telja eigi eftir sér sporin út á íþrótta- völl, né aurana, sem það ko«*ar að horfa á. Þá mun áreiðanlega eigi iðra þess. Svo er auðvelt að fylgjast með leiknum, að það kemur óðara af sjálfu sér. Mér er nær að halda, að þeir sem fara í kvöld fyrsta sinn að horfa á knattspyrnuna, sem verður milli knattspyrnufélags Reykjavíkur og Vestmanneyinga — muni eigi vilja sitja sig úr færi að fara aftur á morgun, þegar Fram-félagið og Vestmanney- ingar keppa. Lúðrafélagið skemtir með hljómleik- um meðan á knattspyrnunni stendur. E%o. Siöleysisrit fcgibjargar Olafsson. Ingibjörg Ólafsson: Nokk- nr orð um siðferðisástandiÖ & íslandi. Reykjavik. öefið út á kostnaö höfundarins. 1912. Sagt er, að þetta rit sé keypt óvenju- lega mikið. Þar sannast máltækið: »Fýsir eyrum ilt að heyra*. Vér getum, í hreinskilni sagt, ekki litið á þetta rit annan veg en sem óþverra. Það er fult af ofstæki, skiln- ingsleysi, ómildum dómum. Og ís- köld þoka vanþekkingariunar liggur yfir hugsununum. Ef ekki vnsri sagt, að fólk flyktist til að kaupa þetta, og ef ekki væri farið að hæla því á prenti, þá hefði ísafold leitt það hjá sér. Jafnframt er eftir höf. haft, að hún ætli að reyna að koma þessari ritsmíð sinni út bæði á dönsku og þýzku. Allir sjá, í hverju skyni það yrði gert: að vekja hneyksli og hafa saman peninga; en ekki til þess að bæta siðferði ís- lendinga. Fyrir því lítum vér svo á, sem rangt sé að þegja. Fyrst er nær því helmingi ritsins varið til þess, sem á að vera söguleg skýrsla eða ritgjörð um siðferðisástand íslendinga alt frá landnámstíð og fram á vora daga. Mergurinn málsins sá, að skírlífiskröfurnar hafi alt af verið mjög litlar, og siðgæðið yfirleitt á lágu stigi. Því til sönnunar eru tíndar upp úr eldri ritum ýmsar hneykslissögur. Vitanlega höfum vér ekki verið englar, íslendingar, og erum það ekki enn. Oss hefir aldrei farist og ferst ekki að telja oss neitt betri menn en aðra. En í dimmu vanþekkingar- myrkri verða þeir menn að sitja, sem gera sér í hugarlund, að siðleysið hafi verið sérstakt einkenni á Iskndinqum á liðnum öldum. Þeir menn vita þá I' ekkert um önnur lönd, og hafa engin skilyrði til þess að rita um slík efni af neinni sanngirni »ða neinu viti Svo er bersýnilega ástatt um höf. þessa ritlings. Og það er eins og alt umsnúist i höfðinu á hönni, af áfergjunni í að ná sér niðri á íslendingum. Hún segist sjálf hafa tekið þátt í starflna meðal siðspiltra kvenna í Höfn og eins i félagi, sem vinnur gegn »hvítu þrælasölunnic. Hún ætti því að hafa nokkura reynslu um það, að ekki mun alt vera verst hér. Auðsjáanlega er það líka að vefjast fyrir henni. En svo reynir hún að fálma sig út úr þokunni með þeirri fullyrðing, að í Danmörk sé fyrirlitning á siðleysinu, en hér sé haldið hlífiskildi yfir því. Vér ráðleggjum henni að lesa eitt- fað, svo að hún sé fær um að tala um málið. En að hún settist niður við bækur Edv. Brandes og Peters Nansens nokknra daga? Hún kynni þá að geta ráðið í það, hvað rótgróin þ»6si danska fyrirlitning muni vera hjá sumu helzta fólkinu. Um lýsing höf. á siðferðisástandinu hér í Reykjavík skal á það bent, rétt til dæmis, að hún talar svo sem það sé alment, að stúlkur, einkum heldri stúlkur, séu drykkfeldar. Allir, sem nokkuð vita um Reykjavík, vita, að þetta er fjarri öllum sanni. Auðvitað gerir höf. ósköpin öll úr því, að mörg börn fæðast hér á landi utan hjónabands, Og eins og nærri má geta, kemur hún ekki með neinn samanburð í því efni við aðrar þjóðir. Og ekki hefir hún, eins og ekki er heldur von um slikan höfund, neinn skilning á því, að tala barna, sem fædd eru utan hjónabands, er mjög ófullkominn mælikvarði á siðgæðis- ástand þjóðanna. Allir menn, sem nokkurri mentun, nokkuru víðsýni eru gæddir, vita, að færa má að því alveg óræk rök. En hér skal ekki farið út í þá sálma. Innan um refsingarþulurnar er sull að ofur einfeldnislegum og hálfskop legum hugleiðingum um hin og önn ur sundurleit efni, svo sem um heil ritningu og það hve kvenfólk greiði sér ólíkt því, sem höf. gezt að. Til dæmis að taka er á það bent úr ritningunni, að Abraham hafi tekið fram hjá Söru með Hagar. Afkom- endur Uunsonarins hafi »alt frana á þennan dag gert kristnum þjóðum þungar búsifjarc. Þarna geti menn séð, hvað af lauslæiinu hljótistl Hýja Bfó (Hötel Island) Byrjar í kvöld kl 9. Ágætar myndir. Fáséðar myndir. En það gerir minst til um slíkan einfeldningshátt, sem menn gera ekki annað en brosa að. Lökust er sú ofstækis og ómannúðarstroka, sem stendur út úr öllu guðræknis og sjálfs- fórnarhjalinu. Hvað segja menn t. d. um þá tillögu, að það verði leitt í lög, »að læknar eða lögreglan aug- lýstu nöfn þeirra stúlkna, sem lifa ósiðlega, og veikar eru af kynferðis- sjúkdómumc. Getur hrottaskapur hugsunarháttar- ins komist á öllu hærra stig? Nöfn piltanna, sem hafa tælt þær og sýkt, þarf ekki að auglýsa. En nöfn stúlknanna, sem eru orðnir aumingjar, eiga að standa í blöðunum eða á auglýsingum á strætunum! Og svo mikil er þokan, að stúlkan, sem þetta skrifar, er alt af í öðru orðinu að kvarta undan misrétti karla og kvenna1 Þilskipaafli við Faxaflóa á vorvertlð 1912. HjF Sjávarborq: Guðrún Zoéga 11,000 r 6,000 Jósephine Fríða 14,000 ísabella 15,000 Sjana 11,000 Morning Star 14,000 Robert 17,000 Gunna. . 12,500 Elin 9,000 Th. Th.: Guðrún Soffia 17,000 Sigríður 15,000 Guðm. Ölaýsson: Bergþóra 12,000 HjF Stapi: Esther 10,000 Duus: Ása 13,000 Keflavík 11,500 Sigurfari 10,000 Milly 12,000 Sæborg 10,000 Björgvin 15,000 Hákon 11,000 Iho 11,000 Hafsteinn 15,000 Bjarnhéðiiin Porsteinsson. fæddnr 11. febr. 1858 dáinn 29. apríl 1912. Eg sagði það áður og endurtek enn þau orð, meðan þetta eg skrifa: að oft falla góðir og göfugir menn, en gagnslitlir armingjar lifa; við vitum þó eflaust, að allmikla þörf vor ættjörð á hverjum þeim hefur, er nennir að vaka við nytsamieg störf, þvi nóg er sem letinginn sefur. En þér varð þar aldrei um »fina rótt, sem ómennin griðaatað finna, og þvi er það skaði, að þú fórst svona fljótt, sem fÚBlega nentir að vinna. Þú fórst ekki burt til að hægja þér frá þvi boði, sem knýr oss að starfa, en ávöxt þú vildir af verkunum sjá, er vel launar framgöngu þarfa. Til þess lá ei vegur þinn vestur um haf, að værir þú metorð að sníkja, en þar sástu örlát hvað gæfan þér gaf, og gott fanst þér aftur að vikja á stöðvarnar fornu, sem mattir þú mest og máttir því trauðlega gleyma. Fyrst svona er komið, það sýnist nú bezt, að BÍðasta ból áttu heima. í fjarlæga heimsálfu sóttir þú seim, og sanngjarnt er dáð þina að lofa, — af rækt við þitt fósturland fyrst þú komst heim og fær nú hér dáinn að sofa. Nú vorgyðjan fléttar þér fríðasta kranz, sem fegrar og prýðir þitt leiði. og ljósálfar hlúa að laufunum hans, svo lengi sem sól skín i heiði. Og hafðu nú þökk fyrir dáðrikan dag og dugnað i sérhverju verbi; og víst ætti þjóðin nú vænlegri hag, ef viða hér sæjust þess merki, að menn hefðu lært það, að lifa sem þú, og lengst vildu hafa i minni, hve orð þin og verk voru tállaus og trú, unz tilveru lokið var þinni. — Jón Þórðarson. Jafnaðarreikningur sparisjóðs Dalasýslu 31. desbr. 1911. A k t i v a: kr. a. kr. a. 1. Skuldabréf fyrir lánum: a. gegn fasteigna- veði .... 24850 00 b. gegnsjálfskuld- arábyrgð. . . 32782 07 c. gegn áb.breppa- félaga .... 5618 00 d. gegn annari tr. 175 00 ----------- 68425 07 2. Útistandandi vextir áfallnir i árslok...................... 35 35 3. Járnskápur.................. 200 00 4. í sjóði 81. desember 1911 . 5 84 Samtals kr. 63666 26 P a s s i v a: kr. a. 1. Imnlög 265 samlagsmanna . 53193 12 2. Fyrirfram greiddir vextir, sem eigi áfalla fyr en eftir árslok...................... 964 50 3. Til jafnaðar móti tölulið 2 Aktiva....................... 85 35 4. Til jafnaðar móti tölulið 3 Aktiva...................... 200 00 5. Skuld við íslandsbanka . . 3287 15 6. Skuld viðLandsbankaíslands 3301 70 7. Yarasjóður................. 2684 44 Samtals kr. 63666 26 geir Ásgeirsson Bjarni Jensson p. t. form. p. t. gjaldk. Reikning þennan, bækur, skjöl og öll skilriki sparisjóðs Dalasýslu höfum við undirskrifaðir yfirskoðunarmenn yfirfarið og ekkert fundið athugavert. P. t. Ásgarði 9. marz 1912. Þorgils Friðriksson. Benedikt Magnúss. Reikningur yfir tekjur og gjöld Sparfsjóðs Dalasýslu 1911. Tek jur: kr. a. kr. a. 1. í sjóði frá f. á........ 68 27 2. Borgað af lánum: P. I. Thorsteinsson & Co: Ragnheiður..................20,000 Langanes ....... 10,000 Greta ........ 11,500 Sléttanes....................9.5°° Björn Ólafsson..............18,000 Brydc: Valtýr (ekki kominn). Eiuar ÞorgUsson: Surprise....................15,000 L. Tang: Haraldur (ekki kominn). Aths. Acorn leggur upp fyrir vestan. Himlaya sömul. Hildur, fór ekki þennan túr. Haffari, . . heldur ekki. Seagull . . — — Skarphéðinn — — Portland, fyrir vestan. Toiler do. Guðrún Gufunes do. Látinn er hér i bænum í fyrri nótt As- grímur Magnússon barnakennari á bezta aldri. Lézt úr krabbameini. Hann hafði undanfarna vetur haldið uppi fjölsóttum barna- og unglingaskóla í Bergstaðastræti, sem kendur var við hann. a. gegn fasteigna- veði .... b. gegnsjálfskuld- arábyrgð . . c. gegn ábyrgð hreppafélaga . d. gegn annari tryggingn • • Iunlög á árinu . vextir af innlögum 4790 00 5493 93 50 00 336 00 18673 31 1986 00 4. Seldar viðskiftabækur 32 , 5. Yextir af lánum '. . . , 6. Tekið lán í íslandsbanka . 7. Tekið lán í Landsbanka ísl. 10668 93 20659 31 16 00 3280 63 634 59 3794 22 Samtals kr. 39121 95 Gjöld: kr. a. kr. Við Reykjavík er til sölu með sanngjörnu verði og góðum borgunarskilmálum timblir- hús með áföstum skúr. Ennfremnr heyskúr, fiskiskúr og fiskgeymsluhús. Tún, sem gefur af sér 50 hesta af töðu, og kálgarður, sem gefur af sér 16 tunnur af jarðarávexti, stórt fisk- verkunarpláss. Eignin er við sjó, góð lending. — Ritstjóri vísar á. Sfúíka, vandvirk, sem gæti saumað jakka með öðrum, getur fengið vinnu strax á saumasíofu Edinborqar. 1. Lánað út á árinu: a. gegn fasteigna- veði .... 9285 00 b. gegn sjálfskuld- arábyrgð . . 7425 00 c. gegn ábyrgð hreppafélaga . 2248 00 d. gegn annari tryggingu . . 315 00 2. Útborgað af inn- lögum samlagsm. 13015 81 Þar við bætast dagvextir ... 37 21 3. Kostnaður við sjóðinn: a. þóknuntilgjald- 19273 00 13053 02 kera .... 317 12 b. þóknun til yfir- skoðunarroanna og fundarhald 52 00 c. burðargj. undir bréf 3,10,skrif- föng 3,00, bók 0,75 . . 6 85 375 97 Hjartans þSkk sé öllum þeim, er hlyntu að bróðar og mág okkar, Þorfinni sál. Gunn- srssyni i banalegu hans, og siðavt heiðruðu útfðr hans með hluttekningu og návist sinni. Reykjavik 26. juní 1912. Solveig Gunnarsdóttir Páll Elnarsson. 4. Vextir: a. af sparisjóðs- innlögum . . 1986 00 b. af ísl. banka láni og við- skiftagjald . . 163 38 c. af Landsbanka láni og við- skiftagjald . . 162 66 5. Borgað i Islands banka 6. Borgað i Landsb. íslands . 7. í sjóði 31. des. 1911 . . Við barnaskólann á Eyrarbakka verð- ur 2. kennarastaða laus frá 1. okt. þ. á. Skóiinn stendur 7 mánuði og er ætlast til að kennarinn kenni 4—5 stundir á dag. Æskilegt er að hann geti kent söng rg leikfimi. Laun samkvæmt ftæðslulögunum. Umsóknir, stílaðar til skólanefndar- innar í Eyrarbakkaskólahéraði, sendist undirrituðum formanni skólanefndar- innar fyrir lok ágústmánaðar næst- komandi. Ciísli Skúlakon. 2312 97 100 00 4002 08 5 84 Samtals kr. 39121 95 Ásgeir Ásgeirsson p. t. form. Bjami Jensson p. t. gjaldk. Reikning þenna, bækur, skjöl og öll skil- riki sparisjóðs Dalasýslu, höfum við undir- skrifaðir yfirskoðunarmenn yfirfarið og ekkert fundið athugavert. P. t. Ásgarði 9. marz 1912. Þorgils Friðrikss. Benedikt Magnúss. Sökum láts Ásgríms kennara Magnússonar held eg enga samkomu í Bergstaðastræti 5 á morgun (sunnud.) D. Ostlund.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.