Ísafold - 06.07.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.07.1912, Blaðsíða 1
Kemni út fcvisvar l viku. Verfc arg. (80 arkir minst) i kr. erlendia B ki, eoa 1*/» dollar; borgist fyrir miÐjan júlí (erlendis fyrir fram). ______________ ISAFOLD CppsögD (skriflsg) bnnain viti aramöt, ei ogilft nnma komln aé til atgefanda fyrii 1. okt. 9g ¦.sapandi skuldlaai vío blaftio Afgiaioala: Anitnritristi B. XXXIX. árg. Reykjavík 6. júlí 1912. 44. tölublað I. O. O. F. 93569 KB 13. 9. 7. 27. 9. G Alþýoufél.bókasaín Pósthússtr. 14 kl. 5-8. Augnlœkning ókeypis i Læk.iarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8. Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 6—7 Kyrna-,nef-og hálslrakn. ók. P6sth.Btr.14A fid.2—8 íslandsbanki opinn 10—21/" °8 o>/«—7. K.F.tT.M. Lestrar- og gkrifstofa 8 árd.—10 sftd. Alm. fundir fid. og »°- 81|» siodegis. Landakotskirkja. Guosþ.i. 9 og 8 a helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/"—12 08 1_5 Landsbankinn 11-2 »/a, B'/s-B'/s. Bankastj. vio 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlan 1—8 Landsbilnaoarfélagsskrifstofan opin tra 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnio hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 Sattúrugripasafn opib 1V«—2!/« a sunnudogum Stjórnarráosskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Heykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka dagaj helga daga 10—9. Tannlœkning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstaoaliæliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóomenjasafnio opiö a hverjnm degi 19—2. Byggingaefni: timbur, þakjárn, pappi og margt fleira fæst miklu ódýrara en annarsstaðar í verzlun Einars Þorgilssonar, Hafnarfirði. Ritstjórar ísafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals í skrifstofu ísafoldar á þessum tímum: Ólajur Björnsson kl. n—12 árd. Sigurður Hjörleiýsson kl. 2—¦} síðd. Stjórnarskrárfrumvarpið. Eðlilega vekur þ,að athygli, að stjórnarskráin er ekki með frumvörp- um stjórnarinnar, þeim er leggja á fyrir þingið. Þingið var kallað saman til þess, fyrst og fremst, að segja álit sitt um stjórnarskrárfrumvarp síðasta þings. Báðir flokkarnir á síðasta þingi voru samtaka um að koma fram stjórn- arskrárbreytingu. Á þessa stjórnar- skrárbreytingu var þá lagt svo mikið kapp af ýmsum þingmönnum, að þeir töldu það vítavert af fyrverandi ráð- herra, að hann lagði ekki fyrir þingið frumvarp til stjórnarskrárbreytingar. Ráðherrann sem við tók taldi það þá aðalhlutverk sitt að koma stjórnarskrár- breytingunni fram, þótt hann hins vegar legði sáralítið til málsins, segði hvorki af né á um þau atriðin, sem mestu máli skiftu, þau atriðin, sem tvísýnt þótti um að valdið gætu stað- festingarsynjun. Eftir heimkomu ráðherra úr utan- för hans eftir þingið 1911 fór að kvisast um að óvist væri, að staðfest- ing fengist á frumvarpinu, og voldug- ásti stjórnmálamaður Dana staðhæfði, að það yrði ekki staðfest. Ráðherrann bar á móti þessu, eða dró úr því svo sem frekast mátti vera. Og þótt hann teldi sig ekki ánægðan með frumvarpið i öllum atriðum, ætlaði hann að veita því fylgi sitt, ef meiri hluti þingsins yrði því sinnandi. Raunin er þó sú, að hann leggur ekki stjórnarskrárfrumvarpið fyrir þing- ið, né heldur nokkurt annað frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Ekki er það nema eðlilegt, að þetta veki athygli þjóðarinnar. Hins vegar ber að gæta þess, að ennþá hefir ráðherrann ekki fengið tækifæri til þess að gera grein þess, hvernig stendur á þessari stjórnar- ráðstöfun, og ekki við því að búast, að hann geti gert það opinberlega fyr en þing kemur saman. En þar sem að eíns fáir dagar eru til þingsins, virðist réttlátt og sanngjarnt að fresta dómi um þessa stjórnarráðstöfun til þess tíma að ráðherra hefir fengið tækifæri til þess að gera þinginu grein fyrii málavöxtum og ástæðum þeim, er liafa orðið þess valdandi að hann tók þetta ráð. En ekki er þess að dyljast, að nokk- ur vafi virðist á þvi, að hentugt væri og hyggilegt, að afgreiða stjórnarskrár- frumvarpið óbreytt á þessu þingi, þótt þess væri kostur. Allar likur benda til þess, að mikill meirihluti þingsins muni verða sam- taka um að gera tilraun til þess að leiða sambandsmálið til lykta á þann hátt, sem vonlegt er að þjóðin gæti vel við unað. Að visu verður ekki um það sagt, hvort sú tilraun getur tekist. Það er að svo miklu leyti komið undir hinum samningsaðilan- um, Dönum. En fyrir næsta reglu- legt þing ætti að vera fengin vissa um það, hvort tiltækilegt sé að halda þeim samningatilraunum áfram af hálfu Islendinga. En gæti af þessum samningum orð- ið, þá leiddi óhjákvæmilega af því, að nýja breytingu þyrfti að gera á stjórn- arskránni. Þá væri að eins að tjalda til einnar nætur með þessa stjórnarskrá, en engin reynsla fengist á því skipulagi, sem upp væri tekið. Þjóðin yrði að ganga til kosninga ár eftir ár, hvert þingið ræki annað og tilkostnaður yrði óþarflega mikill. Vegna sambandsmálsins virðist það vel gerlegt að fresta úrshtum stjórn- arskrármálsins á þessu þingi. En það er ekki víst að stjórnar- skrárfrumvarpið fáist ekki staðfest óbreytt, munu ýmsir segja. Væri svo, munu margir telja það æskilegt, að það væri afgreitt af þinginu, en nýjar kosningar látnar snúast um þá stefnu í sambandsmálinu, sem þingið tæki upp. Á þetta atriði verður enginn dóm- ur lagður fyr en ráðherra hefir gert grein fyrir sínu máli í þinginu. En hvað sem því líður, virðist óþarfi að gera þvi skóna, að hægt væri að koma frumvarpinu óbreyttu gegnum þingið. Eins og það er nd skipað, virðist þetta með öllu óhugsandi. Fulltrúar þjóðariunar á þessu þingi vilja ekki samþykkja þá stjórnarskrá óbreytta, sem samþykt var á siðasta þingi. Þeir hugsa til breytinga á henni í mikilvægum atriðum, vilja t. d., því miður alt of margir, takmarka þann kosningarrétt, sem kveðið var á um í frumvarpinu. Þeir menn, sem telja stjórnarskrár- frumvarpið þess vert, að það væri sam- þykt af þessu þingi, hljóta að láta sér það liggja í minna rúmi, þótt ekk- ert stjórnarskrárfrumvarp væri af- greitt að þessu sinni, af því þeir mega búast við stórskemdum á frumvarpinu. Hörmulegt járnbautarslys i Sviþjóð. ------ Kh. 2% "12 20 manns missa lííið, 16 meiðast. Sunnudagsmorguninn kl. s vildi til hörmulegt slys á járnbrautarstöðinni í Malmslátt, skamt fyrir sunnan Lin- köping. Nætur-hraðlestin frá Málm- haugum (til Stokkhólms) rakst á aðra lest, sem hélt kyrru fyrir á stöðinni. I þeirri lest var flutningsvagn næst sjálfri eimreiðinni og þar næst tveir svefnvagnar. Við áreksturinn þeyttist flutnings- vagninn út af sporbrautinni, en fremri svefnvagninn gerskemdist. Aftari svefnvagninn ók upp i þann fremri, fullan af farþegum. Og skömmu eftir stóð hann í björtu báli. Innan úr vagninum heyrast sárustu ofboðs- óp nokkur augnablik, svo þagnar alt. Svo flykkist björgunarliðið og her- menn að. Og þeim lekst eftir lang- an tíma að höggva með öxum þakið af logandi vagninum. Flestir þeirra sem létust, virðast hafa kafnað 1 gasi, sem streymdi út úr gasgeyminum i svefnvagninum. Mörg líkin voru mjög brunnin, og á einu höfuðið alt. Fánar á hálfri stöng í Stokkhólmi. Þennan sama dag var afmælisdagur Svíakonungs, svo að fáni var á hverri stöng í Stokkhólmi. En þegar fregnin um þetta hræði- lega slys barst til borgarinnar, voru allir fánar dregnir niður í hálfa stöng. Dóttir Strindbergs lét lífið. Ein af þeim, sem fyrir slysinu varð og lét lífið, var elzta dóttir skáldsins Augusts Strindbergs, leikkonan frú Greta v. Philip, sú er stundaði hann í banalegunni. Hún hafði verið með manni sínum, lækninum v. Philip á ferð í útlöndum til afþreyingar og hressingar eftir dauða föður hennar, og voru nú á heimleið. Skömmu eftir að slysið varð, spurði hiin mann sinn, hvort hann lifði. Hann spurði hana, hvernig henni liði, en fekk ekki svar. Þegar hann varð þess var rétt á eftir, að hiin var önduð, sótti að honum svo ógurieg örvilnun, að hann leit- aðist við að ráða sér bana, — en tveir liðsforingjar og læknir gátu varnað honum þess. — Greta v. Philip verð- ur lögð í gröf hjá móður sinni, fyrstu konu Strindbergs, sem er nýlátin. Orsökin að slysinu. Bein orsök að slysinu var það, að rangt hafði verið skift um spor á braut- arstöðinni, svo að í staðinn fyrir að lestin geti runnið i nýtt spor samhliða hinni lestinni rennur hún beint á hana. En hverjum þessi fádæma ó- gætni er að kenna, er enn ekki upp- víst. Það er um tvo brautarþjóna að tefla, Eriksson og Kjellson. Við yfir- heyrsluna skýrði Eriksson frá, að kl. $ hefði hann skift um vörð víð Kjell- son og fengið honum símskeyti frá Bankebern um, að lestartíminn hefði breyzt vegna seinkunar á meginlands- lestinni. En Kjellson neitar að Eriks- son hafi tjáð sér þetta, að Málmhaugs- hraðiestin mundi koma á undan, og því hefði hann haldið, að línan væri auð. Alt í einu hefði hann heyrt lestina koma þjótandi og hefði þotið út til að skifta um spor. En sam- stundis bar slysið til. Eimreiðarstjórinn, sem sjálfur ör- kumlaðist á hendi við áreksturinn skýrir f rá, að þegar hann gaf komu- merkið, hafi stöðvarmerkið sýnt auða braut, en þegar lestin nálgaðist braut- armótið, hafi hann séð að það lá út á hliðarbraut, sem önnur lest stóð fyrir. Hans lest var þá á hraða, sem svarar til 56 km. á kl.stund; hann man, að hann hamlaði óðara, en síðan ekki meir. Þetta er annað skiftið á rúmum mánuði, að lestir rekast á á brautinni frá Málmhaugum til Stokkhólms. Fyrra skiftið var aðfaranótt 8. maí í vor við Elmhult. Og þá líka að kenna ógætni. Lestinni hafíSi seinkað, svo að braut- arstjóri lagðist undir höfuð, þvert of- an í fyrirmæli reglugerðanna, að hægja á henni við stöðina i Elmhult, þar sem brautin liggur í stóreflis bug. Þetta var orsök að slysinu, sem hafði þó ekki annað í för með sér til allrar hamingju en að nokkrir farþegar meiddust. í Malmslátt bar til líkt slys og þetta siðasta árið 1875, og þarna á sama stað. Þá mistu níu manns lífið. Síðustu fregnir. Við síðustu yfirheyrzlu er komið í ljós, að slysið er að kenna misskiln- ingi tveggja' brautarþjóna, Kjellsons og Karlssons, á ákvæðum um komu hraðlestarinnar og meginlands-iestar- innar. En um það hvort Eriksson hafi skýrt Kjellson greinilega frá þess- ari tilhögun, situr enn við sömu ó- vissuna. Þeir segja sitt hvor. Daginn eftir að slysið varð kom Viktoría drotning til Malmslatt. Öll- um þeim rósum, sem Gústaý konung- ur hafði fengið á afmæli sínn, einmitt sama daginn og slysið vildi til, skifti Yerzlun í Skagaflrði til sðln. Þar eð eg hefi afráðið að taka við stöðu, er mér hefir boðist erlendis, hætti eg verzlunum mínum í Hofsós og Sauðárkrók, og eru því húseignir mínar í báðum þessum stöðum ásamt fiskhúsi í Selvik og fleiri stöðum á Skaganum til sölu, sem og verzlunaráhöld, bátar og bryggjur. Sláturhiis eru á Sauðárkrók og Hofsós. Öll húsin eru í ágætu standi. Nánari upplýsingar gefnar þeim er þess óska. Sauðárkrók 1. maí 1912. /. Popp. hún upp milli þeirra, sem höfðu slasast. Þá gekk hún fram og talaði nokkur orð fyrir hersveitunum og þakkaði í nafni konungs hermönnun- um, og einkum þeim, sem stundað hefðu hina sjúku, fyrir skyldurækni þeirra við slysið. Um kvöldið, mánudagskvöldið kl. 8, hélt lestin, sem flutti líkin til Stokkhólms, af stað frá Malmslátt. Við þá athöfn lék hermanna sönglið Sorg- argöngu Chopins og banasálminn frá Titanic. Nýr ensknrhermálaráðherra Seely oíursti. Lord Haldane er ekki lengur her- málaráðherra Englands. Lordkanzlari er hann upp frá þessu. Og Seely ofursti heitir hinn nýi hermálaráðherra. Hann hefir haft stöðu í hermálaráðu- neytinu siðustu ár, en er nú settur þar til forustu. Nýi hermálaráðherrann er 44 ára gamall og hefir átt sæti í parlament- Haldane ý. hermdlaráðherra. inu síðan 1904. Hann var í Búa- stríðinu forðum og vann sér mikinn orðstír fyrir hreysti og drengilega framgöngu. En sitt fegursta afrek hefir hann þó ekk; unnið i hernaði eða hermál- um. Það var i skipbroti árið 1891, að honum tókst með dæmafárri hug- prýði og ósérhlífni að frelsa ekki færri en niu mannslif. — Fyrir það afrek fekk hann björgunarmedalíu frá frönsku stjórninní. Embættispróf í lögum við Khafnarháskóla hefir tekið Maqn- ús Gislason með II. einkunn betri. Heimspekispróti við Khafnar háskólann hefir Samúcl Tkorsteinsson lokið með II. einkunn. Tala Goodtemplara í undirstúkum hér á landi var 1. febrúar í vetur ^272, þar af 1265 karlar, 1564 kvenmenn og 443 ung- lingar. Langfjölmennasta stúkan landsins er st. Einingin i Reykjavík (212 fél.).; þar næst st. Verðandi (155 fél.). Tala stiikna á landinu er alls 80 — meðaltal félaga þvi rúm 40. Prestastefnan. Þessar ályktanir voru gjörðar: Um sjkingarhœttu við altarisgbngu: »Prestastefnan sér ekkert þvi til fyrirstöðu, ef einhver óskar þess fyrir sitt leyti að neyta altarissakramentis- ins úr sérbikar, að hann fái þá ósk sína uppfylta*. Um skilnað ríkis 0$ kirkju. »Prestastefnan lýsir yfir því að hún er ekki mótfallin aðskilnaði ríkis og kirkju, þegar það er komið í ljós, að hann sé alvarlegur vilji meiri hluta þjóðarinnar«. í umræðunum um þetta mál tóku þátt: Arni Þorsteinsson, Jóh. L. L. Jóhannesson, Gísli Skúlason, Sigur- björn Gíslason, Böðvar Bjarnason, Sigurður Gunnarsson og Haraldur Nielsson, auk frummælanda, Kjartans prófasts Helgasonar. Tillagan var samþykt með 7 atkv. gegn s- Um ýermingarathöýnina. Fundurinn tjáði sig í öllum aðalat- riðum sammála fyrirlestri,er dómkirkju- prestur Bjarni Jónsson flutti um það mál. Um synodus ýé. Biskupi falið að ráðstafa því sem losnað kynni að hafa af synodus fé, ef til þess kæmi að prestastefnan yrð næsta sumar haldin í öðrum lands- fjórðungi. Um barnabibllu. »Fundurinn treystir því að hið ís- lenzka biblíufélag sjái sér fært að veita af félagssjóði styrk til útgáfu hinnar væntanlegu barnabibliu«. Á eftir inngangsræðu docents Sig. P. Sivertsen um messugerðir, urðu töluvert heitar umræður, einkum um það atriði, að ein af aðalástæðum til hnignandi kirkjurækni sé sú, að mönnum geðjast ekki að prestunum. Snerust umræðurnar að miklu leyti um nýju guðfræðina. Engin ályktun var gerð, en þessir töluðu: Jón Helgason, Guðm. Einarsson, Jó- hann Þorkelsson, Sigurbjörn Gislason, Gísli Skúlason, Böðvar Bjarnason, Har- aldur Nielsson, Bjarni jónsson, Þór- hallur Bjarnarson og Matthias Jochums- son. Erindi Jóns prófessors Helgasonar var um nátt úr ví sin d i og krist- i n d ó m. Heimdallur danska herskipið kom hingað á þriðjudag frá Khöfn. Hann verður hér fram í ágústmánuð, unz Valurinn kemur aftur úr Grænlandsför sinni. Yfirmaðurinn á Heimdalli er nú Ko- now höfuðsmaður, en honum næstur Gad höfuðsmaður, sá er Ceres stýrði fyrir nokkurum árum og kvæntur er íslenzkri konu (Helgu, dóttur Júl. Hav- steens amtmanns).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.