Ísafold - 06.07.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.07.1912, Blaðsíða 2
162 I8A FOLD Stjórnarfrumvörp á alþingi 1912. Talan er 14. Og örsmáir sneplar eru þau nær öll saman, og ofur-smá- vægileg að efni flest, en ekki öll. Fremst í röð virðist mega telja 2 lína frumvarp um fœrslu alpingis á sama árstíma og áður var, sumarmánuðina, frá fyrsta virkum degi í júlím., — lag- færing á því kátlega gönuhlaupi og eftir því kostnaðarsama, að fara að hafa þingtímann um hávetur, frá 15. febrúar; og stóð sú heimska 2 þing, 1909 og 1911. Sumir kenna upptök þess flans, eða vetrarþingið, þjóðkunnum dúnpresti og þinggarpi, er taldi sér stór- baga að brottvist frá heimili sínu um dúnhirðingartímann, og ætti sá bagi ekki að bitna á sér, heldur landinu, — með margföldum húsnæðiskostnaði vegna hitunarþess,svo ogferðakostnaði manna til þings; og er sá hugsunarháttur að vísu engan veginn dæmalaus með höfðingjaþjóð þeirri, er þetta land byggir. En aðrir eigna þetta alkunnri eftiröpunarfýsn eftir bræðraþjóðinni hinum megin við pollinn og öðrum nágrannaþjóðum, sem hafa vetrarþing, eins og kunnugt er. Þess má geta til huggunar, að ræzt hefir úr kostn- aðarskakkafallinu betur en á horfðist, með því að hitunartækin í alþingis- húsinu koma nú í góðar þarfir há- skólans íslenzka, sem þar hefir verið holað niður. Að stjórn landsins lúta ekki fleiri frumvarpa þessara, nema ef telja skyldi tvö um einn þátt í heilbrigðisstjórn þess: laun yfirsetukvenna og undirbún- ingsmentun þeirra eða stofnun yfiirsetu- kvennaskóla í Reykjavík, og þá hið þriðja um bólusetningar. Launalögin eru gjörð með ráði landlæknis og eftir hátiðlegri áskorun síðasta alþingis, og er aðalefnið í því mikilvæga nýmæli það, að yfirsetu- konum skuli látin duga éo kr. árs- launin, sem nú hafa þær, nema í þeim umdæmum, þar sem fólkstala er 200 eða þaðan af minni. Sé hún meiri, eiga þau að vera 10 kr. hærri fyrir hverja fulla 5 tugi manna, sem þar eru fram yfir, en fara þó aldrei fram úr 500 kr. Þá er og hækkuð lítils háttar þóknun fyrir yfirsetu, upp í 5 kr., og yfirsetukonum veittur rétt- ur til éftirlauna eftir langa og dygga þjónustu. Sá frami fylgir launabót þessari, að heita skal eftirleiðis yfirsetuskóli í Reykjavík, þar sem yfirsetukonur fá sína undirbúningsmentun, og ekki að eins tilsögn í yfirsetufræði hjá land- lækni, sem vera á þó áfram eini kenn- arinn við þann skóla, en þó með bættum launum, á að gizka um helm- ing, sem sé ioöo kr. um árið, í stað 50 kr. þóknunar nú fyrir hverja út- skrifaða yfirsetukonu, ef eða þegar hún fær umdæmi — ella ekki neitt. Bólusetningar-nýmælið er einnig gjört eftir tillögum landlæknis, er stjórnarráðið kveður sig hafa orðalaust fallist á, er fólgið í hækkun á bólu- setningarþóknun til sveita upp í 50 aura; ef bólan kemur út, en 20 aura að öðrum kosti. Annarsstaðar sé hún 25 aura eins og áður. Atvinnuvegi landsins ber hann fyrir brjósti, löggjafar-höfuðsmiður sá, er frumvörp þessi hefir af sér getið, og þá fyrst og fremst þann, er þeirra er talinn helztur eða göfugastur, en það er landbúnaðurinn eða sú grein hans, er nefnist kvikfjárrækt. Hann hefir þar í ráði nýja herför á hendur »lands- ins forna fjanda*, er því nafni mætti vel nefna, að vér ættum, en það er fjárkláðinn. Leiðangur þann skal hefja annan vetur héðan í frá, 1913—14, veita honum þá atgöngu með tvíteknu útrýmingarbaði, sem miklu skiftir að meira sé en pappírsbað, með því að það er viturra manna mál, að vogest- ur sá lifi á ódáinsfæðu þeirri, er nefn- ist handvömm og af sumum mönn- um sviksemi þeirra, er útrýmingar- lögunum eiga að beita eða hlýðni að veita þeirri nytsömu löggjöf. Fyrir það fullyrða þeir, er því máli eru kunnugastir, að enn sé hann, fjárkláð- inn, allviðgengur hér um land og stórum magnaður, þrátt fyrir þá hina vasklegu atlögu, er Myklestad hinn norski veitti honum fyrir nokkrum árum. Víkja má þessu næst orðum að samgöngumála-nýmælum þeim, er nefndur löggjafarforkólfur hefir hleypt af stokkum, og er annað þeirra flokk- un á »öllum ritsímum og talsímum, er landið á, leggur hér á eftir eða eign- ast á annan hátt«, ásamt lagaheimild til að leggja á landssjóðs kostnað eða þá kaupa ýmsa kafla i þar til nefnd- um símum, eftir því sem ástæður leyfa. Heimilt segir og frumvarp þetta landsstjórninni að reisa loft- skeytastöð í Reykjavík (ekki annar- staðar), er hafi nægan kraft til sam- bands við útlönd. Þar næst er frv. um að landssjóður kaupi einkasímann til Vestmanneyja og símakerfið þar, fyrir 45,000 kr., er landssjóður tekur að láni til þess. Lengri aldur átti sér eigi spáin sú frá síðasta þingi, að dembt mundi á landssjóð einkasímanum þeim, er rokið var á stað með þá, til þess að ónýta til- lögu ráðherrans, sem þá var, um að reisa þar loftskeytastöð bæði til sam- bands við land skemstu leið og hina miklu strandlengju í Skaftafellssýslu, er seint mundi komast i hraðskeyta- samband við önnur héruð landsins að öðrum kosti, og andvígismenn hans (B. J.) gjörðu að hinu mesta kappsmáli. Um sjávarútveginn eða farmensku og siglingarnar eru 3 hinnanýjufrumvarpa, þar á meðal roknabálkur, er nefnist siglingal'óg og er hátt upp i 300 grein- ar. Hitt eru smásneplar. Annar er um eftirlit með pilskipum, sem notuð eru til fiskiveiða eða vöruflutninga, en hitt um ofurlitla breyting á lögum frá 1909 um vátrygging fyrir sjómenn. Fjögur eru nýmælin um tolla eða lúta eitthvað að þeim. Eitt þeirra er um útflutningsgjald af 3 fiskiafurðum áður ótolluðum: síldar- lýsi, 50 a. af tunnu, fóðurmjöli eða kökum, 50 a. af hverjum 100 vogum (kg.), og af áburðarefnum, 20 a. af sama þunga. Þá er í öðru lagi frv. um viðauka við tolllögin síðustu 11. júlí 1911, og er unj aðflutningsgjald af alls konar vefnaðar- vöru og af alls konar tilbúnum fatn- aði úr hvers konar vefnaðarvöru, skinni eða öðru, sem til klæðnaðar er haft. Þá er eitt nýmælið um heimild fyrir Islands ráðherra til að gjöra samning um einkaréttanölu á steinolíu um tiltekið árabil. Steinhætt við kolaeinkasöluna, fyrir þytinn ólma, er á móti henni var gjörður. Loks er það gjört til undirbúnings einhverri lagasetnings um landssjóðs- tekjur af tóbaki, að leggja fyrir þing frv. um hagfræðisskýrslur um tóbaks- innflutning árið iyif, með því að öll vitneskja um þann tollstofn kvað vera í afleitu ólagi, því nær sem engin. B. Aðalfundur íslandsbanka. Hann var haldinn þriðjud. 2. júlí 1912 á skrifstofa bankans í Reykjavík og sett- ur af formanni fulltrúaráðs bankans, ráðherra Kristjáni Jónssyni. Fundar- stjóri var kjörinn H. Daníelsson yfir- dómari en Sighvatur Bjarnason fundar- skrifari. — Atkvæðaseölar höfðu verið gefnir út fyrir samtals 4903 hluti. Þetta var gjört: 1. Báðherra Kr. Jónsson skýröi frá starfsemi bankans síðastliðið ár, og las upp sk/rslu fulltrúaráðsins þar að lút- andi. — Lýsti formaður bankaráðsins því yfir, ak stjórn bankans hefði verið í bezta lagi árið sem leið, og tjáði hann fyrir hönd fulltrúaráðsins bankastjórn- inni þakklæti fyrir alla frammistöðu hennar það ár. — Gat þess sórstaklega, að hið lítilfjörlega tap, er bankinn varð fyrir 1911, gæti ekki að neinu leyti gef- ist baEkastjórninni að sök. (Ræða ráð- herra birtist hór á eftir). 2. Framlagður reikningur fyrir árið 1911, endurskoöaður af hinum kosnu endurskoðendum. Samþykt að greiða hluthöfum 6x/2 % í ársarð fyrir tóð ár. 3. Bankanum var í einu hljóði gefin kvittun fyrir reikningsskilum árið 1911. 4. Statsgjældsdirekteur P. 0. A. Ánd- ersen í einu hljóði endurkosinn í full- trúaráð bankans af hluthafa hálfu. 5. Amtmaður J. Havsteen endurkos- inn endurskoðunarmaður af hálfu hlut- hafa, sömuleiðis í einu hljóði. 6. Samkvæmt uppástungu eins af fundarmönnum, var í einu hljóði sam- þykt að votta stjórn bankans þakklæti fyrir ágæta forstöðu á baukanum síðastl. ár, eins og undanfarið, og lýstu fundar- menn jafnframt yfir fullkomnu trausti sínu á stjórn bankans. Fleira var ekki gjört og var svo fundi slitið. Ræða ráðherra. Arið sem leið var að mörgu leyti gæða- ár fyrir landið, sórstaklega að því er snerti aðalatvinnuvegi landsins, land- búnaðinn og sjávarútveginn. Að vísu var fiskiafli á Austfjörðum með rýrara móti; en á Suðurlandi og Vesturlandi gengu fiskiveiðarnar ágætlega, einkum á fyrnefnda staðnum. Hinn óvenjumlkli fiskafli, er á land kom á Suðurlandi, var sórstaklega auknum innlendum botn- vörpuveiðum að þakka, en að þeirri grein fiskiveiðanna hefir fyrst verulega kveðið nú allra síðustu árin, og hefir íslands- banki óneitanlega átt mestan og beztan þátt í að styöja þá atvinnugrein, sem aftur hefir orðið til þess að framleiðsla á fiski til útflutnings hefir aukist stór- kostlega. Þessi fiskiveiða-aðferð hefir auk þess útvegað fjölda manns trygga BÍO Reykjavíkur Biografteater (gamla Bió) Sýningarskrá 6., 7. og 8. júlí. Nýtízkumynd í 3 þáttum. Leikin af þýzkum úrvalsleikendum. Ágætt efni, framúrskarandi frágangur. Sýningar á laugardögum kl. 9 og kl. 10, ef aðsókn er nægileg. Sunnud. kl. 6, 7, 8, 9% og 10% Mánud. kl. 9. Sunnud. kl. 6 barnasýningar á sér- stökum myndum. Börn fá ekki að- gang að öðrum sýningum, ekki einu sinni þó þau kaupi dýrari sæti. Verðið lægst hér í borginni: Betri sæti 0.35, almenn sæti 0.25, barnasæti 10 aura. og góða atvinnu árið um kring, atvinnu sem virðist vera hættuminni en fiski- veiðar á opnum bátum og seglskipum. — En það hefir hinsvegar verið mjög miklum örðugleikum bundið fyrir bank- ann, að binda fast svo mikið fó, sem þurft hefir til botnvörpuveiöaskipa, fé, sem fyrst fæst aftur smámsaman á nokk- uð löngum tlma — og þó um leið að geta sint ýmsum öðrum þörfum og kröf- um landsmanna, sem bjmkinn engu að síður hefir gjört og á viðurkenningu skilið fyrir. Tii eflingar landbúnaði og rekstri þess atvinnuvegar, þarf einnig mikið fó, sem jafnvel úthelmtir talsvert lengri borgun- arfrest á en því fó, sem lánaö er til reksturs sjávarútvegi, og eins og örðug- leikarnir hafa verið miklir á því að fá peninga frá útlöndum síðasta l'/j árið, af ýmsum ástæðum, þá verður ekki ann- að sagt, en að bankanum hafi tekist það öllum vonum fremur, að útvega starfs- fó til reksturs aöalatvinnuvega landsins. Aukin framleiðsla hór á landi, á næst- um öllum sviðum, hefir eðlilega haft það í för meö sór, að eftirspurn eftir pening- um og veltufé hefir stórum farið í vöxt, og er það sórstaklega að haustinu til, að mjög mikið ber á slíkri eftirspurn. Má þetta meðal annars marka af því, að umsetning bankans árið sem leið hefir verið fullum 10 miljónum króna hærri en árið áður 1910 og hefir þannig hækkað um c. 17% á einu ári. Er það virðingarvert: hve bankinn hefir þannig getað aukið umsetning sína. Land eins og ísland, sem er á miklu framfaraskeiði hvað framleiðslu og efling atvinnuvega snertir, en er hinsvegar mjög fátækt að peningum, þarf jafnt og þétt á erlendum peningstraum að halda inn í landið. Er það eitt af hlutverkum bankanna, að afla þessara peninga og það hefir íslandsbanki eftir mætti reynt að gjöra árið sem leið, ekki síður en áður: — Þetta hefir verið sórstökum örðugleikum og annmörkum bundið, eink- um vegna þess, að það gengur æ treg- ara og tregara að selja bankavaxtabróf eða nokkur íslenzk verðbréf erlendis, jafnvel fyrir lágt verð, en eftirspurn eftir peningum hinsvegar meiri en nokk- uru sinni áður. — íslandsbanki gat þó keypt af landsjóði og selt aftur erlendis % miljón af bankavaxtabrófum Lands- bankans. Bankanum hafa úr' öllum áttum bor- ist beiðnir og málaleitanir um peninga- lán, sem bankastjórnin hefir, eftir því sem bankanum hefir frekast verið unt, gjört sór alt far um að sinna. Meðal annars má geta þess, að bankinn hefir árið sem leið veitt heilsuhælisfólaginu talsvert lán, samuleiðis veitt landssjóði allstór bráðabirgðalán, heitið Reykjavík- urkaupstaö talsvert háu láni til hafnar- gerðar og átt talsverðan þátt í útvegun láns til þess fyrirtækis. Ferðalag Kochs Grænlandsfara yfir Yatnajökul. Þess var getið hér í blaðinu í vetur, að Koch höfuðsmaður í mælingadeild danska hersins ætlaði að leggja upp i Grænlandsleiðangur mikinn nú í vor — og nota í þeirri för íslenzka hesta fyrir sleðana i stað grænlenzkra hunda; en fara jökulferð hér á landi áður til þess að reyna hestana. Hann vildi og fá íslenzkan mann í förina, aðal- lega til að sjá um hestana. Til far- arinnar réðist Sigurður Simonarson Reykvíkingur (Barónsstíg). Koch höfuðsmaður kom til Akur- eyrar ásamt förunautum sínum, þýzk- um vísindamanni, Wegener prófessor og dönskum grasafræðing; Andreas kA. Lundager undir miðjan júní. Þ. 14. júní lagði hann upp í ferð suður yfir Vatnajökul og er ísafold simað um það ferðalag frá Akureyri á þessa leið: Þ. 14. júni hélt Koch höfuðsmaður með 27 hesta frá Akureyri yfir Odáða- hraun í Hvannalindir. Voru paðan aftur sendir i) hestar til Akureyrar. Þ. 19. júní fór Koch með 14 hesta á Vatnajökul fyrir austan Kverkfjöll. Nýr snjór var mjög mikill. Mest frost j stig. Þ. 21. júni var haldið að Esju- fjöllum við Breiðamerkursand. Þ. 22. júní að Þverártindsegg. Siðan aftur norður yfir jökulinn í einum áfanga 18 tíma. Þ. 26. júni fór Koch aftur úr Hvannalindum upp á tind Kverkfjalla. Eru par víða brennisteinshverir, er sumstaðar liggja undir jökul í 1800 stiku hæð. Þ. 27. fóru peir félagar upp á Dyngjufjöll fyrir sunnan Öskju. Þ. 28. í Öskju. Þ. 29. i Bárðardal. Fylgdarmaður Sigurður Simonarson úr Reykjavik. I pessarri erfiðu ferð reyndust hest- arnir vel. Þ. 1. júli stóð til, að Koch og fé- lagar hans héldu á stað frá Akureyri norður í höf með 15 íslenzka hesta. Heim er þeirra eigi von aftur fyr en haustið 1913. — Nákvæm frásögn af ferðaáætlun Kochs er í 20 tölubl. ísafoldar þ. á. Frá mannamótum. Knattspyrnumótið. Eins og getið var í síðasta blaði fór svo á fyrsta knattspyrnufundinum á föstu- dagskvöld, að Reykjavíkurfélögin bæði báru jafnan hlut frá borði. En á laugardagskvöldið þreytti knatt- spyrnufélag Reykjavíkur við þá Vest- manneyingana. Urðu þeir að lúta i lægra haldi, gerðu aldrei mark en Rvikurfélagið 3 mörk. Á sunnudag átti svo Fram að keppa við Vestmanneyingana, en það fórst fyrir, með því að tveir Vestmanney- ingar voru óvigir eftir bardagann á laugardagskvöldið — og héldu þeir allir heimleiðis á Ceres. Eg sá eigi leik þeirra, en það orð var þeim borið, að þeir hefðu leikið af kurteisi mikilli og snoturlega, en brostið ásóknarhörku Rvíkurfélagsins. Vonandi hugsa Vestmanneyingar Rvík- urfélögunum gott til glóðarinnar næsta ár. Á því veltur framtíð knattspyrnunn- ar hjá oss, að kappið milli félaganna um að gera bezt — kornast lengst, haldist. Með þeirri framför sem orðið hefir i þessarri íþrótt hér i bæ síðasta árið, ættum við eftir nokkur ár að eiga úrvalsflokk. Úrslitakappleikurinn um silfurbikar- inn varð milli Reykjavikurfélaganna beggja, með því að Vestmauneyingar gengu úr skaftinu og stóð á þriðju- dagskvöld. í fyrri hálfleiknum lenti knötturinn þrisvar sinnum i marki Fram-manna (Kjartan Konráðsson, Lúðvík Einars- son og Björn Þórðarson gerðu þau mörk), en einu sinni i marki Reykja- víkurfél. (Hinrik Thorarensen gerði það mark). En í seinni hálfleikDum komu Fram- menn (Friðþjófur Thorsteinsson) knett- inum einu sinni i mark mótstöðu- mannanna. Fóru þvi leikar svo, að Reykjavíkurfél. stóð að leikslokum með 3 vinninga móti 2 vinningum Framfélagsins og hlaut pví bikarinn. Formaður íþróttasambands íslands, hr. Axel Tulinius, afhenti bikarinn með nokkurum orðum. Verður hann nú óáreittur i eigu Reykjavíkurfél. til næsta kappspyrnu- móts á sumri komanda. En þá verður aftur um hann kept. Gætum vér trúað þvi, að hinir ungu og tápmiklu Fram-menn muni leggja sig eigi litið i lima til þess að ná bikar»markinu« næsta sumar — og eru visir til þess, ef þeir æfa sig kapp- samlega. En næsta sumar eiga þau að verða miklu fleiri félögin, sem keppa. Eru eigi til knattspyrnuflokkar á Akureyri, á Seyðisfirði og víðar? Þeir ættn að koma hingað næsta sumar, keppa um bikarinn og taka síðan, úrvalsmennirnir úr þeim flokk- um ásamt einvalaliði félaganna hér, þátt í bardaganum við danska knatt- spyrnufélagið, sem von er um, að hingað komi þá. Prestastefnan á Hólum í Hjaltadal hófst sunnudaginn 30. þ. m. með guðsþjónustu. Geir vígslubiskup var fyrir altari, en sira Stefán Kristinns- son sté í stólinn. Fundinn sóttu 10 prestar og mættu norðlenzku prestarnir sýna meiri áhuga en sú fundarsókn lýsir. Rætt var þar, meðal annars, um aðskilnað ríkis og kirkju. Flutti sira Björn Jónsson á Miklabæ erindi um það mál og lagði móti skilnaðinum, en hinir prestarnir, sem til máls tóku, voru honum sammála. Geir vígslubiskup talaði um líknar- starfsemi í söfnuðunum, mælti með stofnun hjúkrunarfélaga. Bauðst hér- aðslæknir Skagfirðinga til þess að kenna hjúkrunarkonum þeim, er slík hjúkrunarfélög vildu ráða. — Þetta er gott mál og nytsamlegt og ættu læknarnir að styðja tillögu vígslubisk- ups um þetta efni. I»ýzka skeintiskipiö Viktoria Louise kemur hingað að forfallalausu þriðjudag 9. júli snemma morguns, undir kl. 7. Dagskráin fyrir ferðamennina lítur þannig út: Kl. 9. koma þeir í land og verður þá sýndur bærinn. í Iðnaðarmannahúsinu, salnum niðri, verður miðstöðin meðan þeir eru í landi. Thorvaldsens-basarinn hefir einnig útsölu þar. Kl. 1 fara ferðamennirnir snöggvast á skipsfjöl til snæðings, en koma aftur í land úr því kl. er orðin 3. Kl. 4. stendur svo til samsöngur i Bárubúð, en síðan haldið út á íþrótta- völl og þar fara fram kappreiðar kl. 5%. Sbr. greinina í Rvíkurannál. Um kvöldið kl. 9 mun svo bæjar- búum ýmsum boðið til dansleika á skipsfjöl. Um miðnætti lætur skipið i haf norður með landi. Löggæzlan nyrðra um síldveiöatímann. Guðmundur Guðlaugsson frá Akur- eyri, sem um undanfarin ár hefir sýnt mikinn vaskleik, sem aðstoðarmaður lögreglustjórans á Siglufirði um sild- veiðatímann á landhelgissvæðinu, hefir boðið landstjórninni þjónustu sína á þessu sumri við þetta starf, með mjög góðum kjörum íyrir landið. Ekki er þess að dyljast, að mikil þörf er á aukinnhlöggæzlu þar nyrðra, meðan á sildveiðunum stendur og væri því æskilegt að stjórnarráðið sæi sér fært að koma þessu í framkvæmd. Mannamót á Kollafjarðargrundum. Sunnudaginn 30. f, m. átti eg leið um Kollafjörð. Sá eg tjald mikið á grund- unum fyrir botni fjarðarins og mannsöfn- uð hjá. Frétti eg að daginn áður hefði þar verið samkvæmi af Kjalnesingum, nokkrum mönnum úr Mosfellssveit ofl., til heiðurs hjónunum í Kollafirði, Krist- ínu Guðmundsdóttur og Kolbeini Eyólfs- syni, sem nú eru á áttræðis aldri, og sem þá höfðu verið hjón í 50 ár og jafnlengi búið í Kjalarneshreppi, lengst af í Kolla- firði’. Þar hafði verið um 100 manns, ræður fluttar, ný kvæði sungin og heið- ursgestunum gefinn minjagripur, en frá einstökum atriðum kann eg ekki að segja. En þenna dag (20. júní) var þarna saman komið á 2. hundrað unglinga og barna, auk nokkurra eldri manna. Þaö var æskufólag Lágafellssóknar, er nefnist Afturelding, sem þar hólt nú mót. Form. þess, Guðrún Björnsdóttir frá Grafar- holti, setti mótið með mikið laglegri ræðu (blaðalaust). Síðan g 1 í m d u 7 piltar, liðlega og skipulega. Einar Björns- son frá Grafarholti var sá, er eigi fóll; næstir honum: Bjst. B., Jóh. Guðlaugs- son og Jónas Magnússon, Stardal. Því- næst var 400 stiku h 1 a u p. Bami var þar freinstuí, á 65 sek. Árni Gíslason frá Miðdal var á hælum honum, og svo hver við annan, 14 alls. H á s t ö k k reyndu 6, Björnstjerne Björnsson, Graf- arholti, 162^/jSm., Jóhannes Guðlaugsson sama bæ 152, en aðrir tveir (Oskar og Guðm., Miðdal) um 140—50 sm. L a n g- s t ö k k : Jóh. Guðl. 585 sm. (varð naum- ast greint milli hans og Bjst. B. í úr- slitastökkinu, en þó virtist J. G. fremri). Björnstjerne gerði aukastökk, er eigi var mælt, en sýnilega var 10—12 sm. lengra eða fast að 6 m. Hinir sex stukku allir 400—500 sm. Helzti leiðtogi við æf- ingar þeirra kvað pilturinn Björnstjerne Björnsson hafa verið, tæplega tvítugur. Æfingar þessar fóru fram á mjúkri gras- grund. Er líklegt að það hafi Uregið úr spyrnunnivið stökkin, svomyndarleg sem þau þó vóru. Suud reyndu 4, 50 metra mót snörpum vindi aðfalli og öldu: Guð- björn Gíslason frá Miðdal, 56 sek.. Sveinn Árnason 60 sek., hinir (E. B. og Bjst. B.) nokkru scinni. Útbýtt var 5 verðlaunapeningum úr silfri, einum til hvers þeirra, er fremstir töldust 1 hverri íþrótt. Allir höfðu piltar þessir stundað strit- vinnu, og lítinn eða engan tíma haft til æfinga, nema stund á dag um helgar, að þvi er mór var sagt. Gestur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.