Ísafold


Ísafold - 13.07.1912, Qupperneq 1

Ísafold - 13.07.1912, Qupperneq 1
Komm út fcvisvar i viku. VorR úír. (80 arkir minst) i kr. erlondis 5 ki, eOn l1/* dollari borgiat fyrir mifljan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppaögn (okrifleg) bundin TÍb á.ramófs er ógild nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. og aaapandi skuldlaur blaMb AfffireibBla: Aurtantv^ti 8« XXXIX. árg. Reykjavík 13. jiilí 1912. 47. tolublað I. O. O. F. 93569 KB 13. 9. 7. 27. 9. G AlþýÖufél.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. n—8. Augnlækning ókeypis i liækjarg. 2 mvd. 2—H Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga lO—B B ■ jarfógetaskritstofan opin v. d. 10—2 og 1—1 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5-7 Eyrna-,nef-og hálslækn. óh. Pósth.str.l4Á fid.2—8 tslandabauki opinn 10—21/* og 51/*- 7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard.—10 s^d. Alm. fundir fid. og sd. 8 l/n sibdegis. Landakotskirkju. Gubsþj. U og B A helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 10*/«—12 og 4—6 Landsbankinn 11-2 */a, BVs-fiVa. Bankastj. vib 12-2 Landsbókanafn 12—8 og 5—8. ÚtlAn 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofau opin- trá 12—2 LandsféhirMr 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö hvern virkan dag 12-2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis í>ingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 N&ttúrugripasafn opib l */s—2>/s A sunnudögum Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14 B md. 11—12 Vífilsstabahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóömenjasafnib opiö á hyerjum degi 1 *—2. Rifstjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals í skrifstofu ísafoldar á þessum tímum: Ólajur Björnssoti kl. n—12 árd. Siqurður Hjórleifsson kl. 2—} siðd. Gamli flokkahamurinn. AUar þjóðir, að minsta kosti þær sem taldar eru vel siðaðar, vita það og skilja að þeim er afaráríðandi að ver? samhuga og samtaka um þau mál, er horfa að öðrum þjóðum, hve- nær sem nokkru verulegu máli skiftir. Með öllum þjóðum er barátta, inn- an vébanda þjóðfélagsins; alstaðar er deilt um völdin; alstaðar er kept um hagsmuni einstakra stétta og jafnframt einstakra manna; alstaðar eiga hug- sjónir í höggi, sumpart hver við aðra, sumpart við hugsjónaleysið; alstaðar eru ófriðarseggir og uppivöðslumenn. Oft verða kosningarnar að hamslaus- um og blóðugum hildarleik. Við ber það líka, að heita má árlega, ein- hvers staðar í hinni hámentuðu Norð- urálfu, að þingmenn fljúgast á og ber- jast í sjálfum þingsölunum. En sé litið á þetta eitt og annað það sem miður fer, sjá menn að eins ranghverfuna. Rétthverfan er miklu eftirtektarverðari, umbótastarf þjóðanna á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Því veitum vér of lítið athygli. En ekki er minst um vert fyrir oss íslendinga að hugleiða hve mikla stund menta- þjóðirnar leggja á það að verða sam- taka um deilumálin við erlendar þjóðir. Aldrei hefir oss riðið meira á þessu en um þessar mundir. Dæmi þess hve mikla stund menta- og menningarþjóðirnar leggja á það að verða samtaka í viðskiftum við er- lend riki eru óteljandi. Slíkt gerist með stórþjóðum og smáþjóðum nærri því daglega. En á eitt af þessum dæmum virðist þó sem oss íslending- um mætti verða starsýnast, dæmið frá dönsku bræðraþjóðinni, samtök þeirra gegn oss sjdlfum. Nógar eru deilurnar með Dönum. Hver flokkurinn á þar i höggi við annan. Hver höndin er þar stundum uppi á móti annari. Stéttamunur og stéttarígur er þar miklu meiri en hér. Hagsmuna baráttan á sér þar dýpri og fyrirferðar meiri rætur. Þó hafa Danir orðið samtaka um að fylkja sér sem einn maður í þeim ágreiningi, sem nú er á milli þeirra og vor um sambandsmálið. Danir urðu samtaka um það 1908, hverra samninga þeir vildu unna oss. Stjórnirnar byltust og breyttust, en samtaka voru þeir fyrir því. Eitt af fyrstu verkum Zahle- ráðaneytisins var að taka það fram í þinginu, að hvað sem öllum flokka- krit liði þar í landi, þá mætti það ekki spyrjast, að þeir héldu ekki sam- an gagnvart íslendingum. Síðan hefir cngin breyting á þessu orðið. Danir eru meira en 30 sinnum fleiri en v6r. Þó þykir þeim vera þörf á því að vera samtaka gegn oss, smæl- ingjunum. Mundi oss þá sjálfum vera vanþörf á því að geta orðið sam- taka um það málið, er vér eigum að semja um við miklu aflmeiri og rik- ari viðsemjanda, máiið sem á að kveða á um þá undirstöðu, er vér viljum reisa framtíð þjóðarinnar á ? Því fremur ætti þetta að vera oss Ijóst, er vér hugleiðum það, að engu verður um þokað i sambandsmálinu, nema vér getum sjálfir orðið sæmi- lega sammála. Um það er ekkert hægt að segja að svo stöddu, að hverj- um samningum vér kynnum að geta komist við Dani. Engan veginn verð- ur neitt um það fullyrt að kostirnir af þeirra hálfu verði aðgengilegir, frem- ur en vér getum nú um það fullyrt, að þeir verði það ekki. Hitt er aftur víst, að meðin vér sjálfir erum ósam- mála og ósáttir, verður engum samn- ingurn framgengt. Helztu stjórnmála- menn Dana hafa lýst yfir því, hvað eftir annað, að þeir muni ekki aðhyll- ast neina samninga við oss, nema vissa sé fengin fyrir því áður, að meiri hluti íslenzku þjóðarinnar vilji aðhyllast þá. Þeir segjast ekki vilja ganga til handsala í annað sinn, nema þeir viti að í hendina verði tekið. Þetta er þeim naumast láandi. Og flestum mun það vera í augum uppi að þetta sé þeim full alvara. En fyrsta skilyrði allra samninga er það, að samningsaðilar viti sjálfir hvað þeir vilja. Er ekki nokkru áfátt hjá þjóð vorri í þessu efni? Getum vér með fullum rétti talað um ákveðinn þjóðarvilja í sam- bandsmálinu? Vér verðum að kann- ast við það, að þar er nokkru áfátt. Það er skilyrði þess að úr því verði bætt. Mikið höfum vér þokast sam- an við umræðurnar um málið, en þó ekki nóg enn þá, til þess að telja oss með öllu sammála. Ymsir hafa otað of mikið sínu við þessar umræður, sínum vilja, sínum tota. Þess vegna hefir þjóðarviljanum veitt örðugra að skapast. Sambandsinálið hefir orðið að flokksmáli, orðið að æsingamáli á tvær hliðar. Út af þeirri braut þarf það að komast. Þetta var það, sem vakti fyrir þeim mönnum, er á síðastliðnum vetri bpnd- ust fyrir samtökum um sambandsmál- ið. Þeim var það ljóst að oss stóð óhamingja af sambandsmálsdeilunni, bæði utan lands og innan. Þeim var það ljóst, að um enga samninga gat verið að ræða, nema einhverri stefnu gæti unnist miklu meira fylgi en um var að ræða í landinu. Þeim var það ljóst, að ef þetta átti að verða, þurftu báðir flokkar að sýna vilja á þvi að hliðra til um deiluatriðin. Þessir menn settu sér það mark- mið að reyna til þess að brjóta ísinn, ísfnn milli flokkanna, jafnframt þvi sem þeir reyndu til að semja um undirstöðuatriði samninganna, gerðu tillögur til ýmsra breytinga á þeim frumvörpum, er áður höfðu verið rædd. Þessum mönnum er það að þakka, að þing þjóðarinnar, er nú kemur saman næstkomandi mánudag, getur tekið málið til umræðu með von um að komast að sæmilegum úrslitum, koma málinu í það horf, að von sé um að leiða það til farsællegra lykta. Þeir, »bræðingsmennirnir« margupp- nefndu, hafa leyst það úr álögunum. Gamli flokkahamurinn er aðeins ódott- inn utan af því. Þann ham þarf þing- ið að brenna. Því er það í lófa lagið, ef það aðeins vill. Geri það það ekki, gerir það heldur ekki skyldu sína við þjóðina. Frá sænska járnbrautarslysinu. 1 næstsíðustu Isajold var, 'öngu undan öllum öðrum íslenzkum blöðum, skýrt nákvæmlega frá voðaslysi þvi, er varð um miðjan júnimánuð við Malm- slatt í Sviþjóð, er tvær járnbrautarlestir ráknst á og splundruðust. Hér kem- ur mynd af járnbrautarvögnunum og staðnum eftir að slysið varð. Alls biðu 22 manns bana af slysinu og meðal þeirra frú Greta v. Philip leikkona, dóttir skáldsins Augusts Strindbergs, sú er myndin er af. Hún var ein af helztu leikkonum Svía, hafði einkum int ágætlega af hendi hlutverk i leikritum föður síns. Nú hafa Svíar skipað nefnd sérfræðinga til þess að rannsaka og lá’a uppi álit sitt um aukið öryggi járnbrauta þar í landi, svo að eigi komi annað eins slys fyrir oftar. Forsetakosningin í Bandarikjunum. ---- Kh. 3<>/6 ’12 Þjóðarisamkunda samvoldismanna. í Bandaríkjunum stendur nú hörð barátta úr af kosningu forsetaefnis fyrir næsta forsetatímabil. Allir flokkar á glóðum. Hver verður nú forseti? Verður Roosevelt það af nýju? Eða verður Taft endurkosinn? , Eða sigra nú sérveldismenn? Og verður þá Bryan loksins for- i seti ? Á fyrsta fundi í þjóðarsamkundu | samveldismanna í Chicago, 18. júní i Bryan. lagði Hadley fylkisstjóri þegar fram frumvarp um að breyta kjörmanna- lista þjóðnefndarinnar, með því að 80 kjörmenn, sem hefðu skuldbundið sig til að veita Taft að málum, væru ólöglega kosnir. Út af því urðu miklar æsingar með hávaða og hróp- um, sem beint var að þjóðnefndinni. Formaður hennar stakk síðan upp á Elihu Root til bráðabirgða-forseta samkundunnar, en Roosevelts menn héldu fram Mac Gooem fylkisstjóra. Eftir langar og hávaðamiklar umræð- ur var þó Root kosinn með 558 at- kvæðum. Eftir þriggja daga umræður var frumvarp Hadleys felt í þjóðarsam- kundunni með 605 atkvæðum gegn 464. Þetta var mikill sigur fyrir Taft. Taft tilnefndur. Á laugardagsfundinum, 22. þ. m. lagði stjórnmálamaðurinn Harding frá Ohio fram frumvarp um, að Taft yrði tilnefndur forsetaefni samveldis- manna. Árangurinn af atkvæðagreiðsl- unni var þessi: Tajt hlaut 561 at- Tajt. kvæði, Roosevelt 107, La Folleth 41, Cummini 17 og Hughes 2. En 344 kjörmenn greiddu ekki atkvæði — voru það fylgismeun Roosevelts og höguðu sér svo eftir beiðni hans, Bryan, foringi sérveldiúmanna, var einn af fréttaiiturunum í samkund- unni og hlaut miklar fagnaðar-við- tökur. Roosevelt sjálfstætt forsetaefni. Eftir að atkvæðagreiðslan var um garð gengin, komu fylgismenn Roose- velts saman og tilnefndu hann sjálf- stætt forsetaefni. Roosevelt varð við þeirri tilnefning, og hézt þó mundu styrkja hvert ann- að forsetaefni móti Taft. Hann mælti meðal annars: — Þér, vinir mínir, eruð andlegir erfingjar Abrahams Lincoln, og eigið ekki lengur að vera bundnir á klafa liðinna alda, heldur hafa opin augu fyrir nýjum framförum í nýjum anda, svo sem tíminn krefst. — Einkunn- arorð hinnar nýju hreyfingar skulu vera: Þú skalt ekki stela! Þjóðarsamkunda sérveldismauna. Bráðabirgða-forseti fyrir samkund- unni var kosinn á fyrsta fundi, sem haldinn var í Baltimore 25. þ. m. ParTcer dómari, með 579 atkvæðum. Bryan hlaut 506 atkvæði. 27. þ. m. lagði Parker aftur niður forseta-embættið og fastur forseti var kosinn James, einn af fylgismönnum Bryans. Eins og kunnugt er, hefir William Bryan verið forsetaefni sérveldismanna við síðustu þrjár forsetakosningar í Bandarikjunum, en jafnan faliið. Fyrst árið 1896, þá 1900 (gegn Mc. Kinley) og loks 1908 (gegn Taft). Roosevelt. Síðustu fregnlr. Nú eru tilnefndir tveir menn, er líklegastir séu til forsetaefnis í sam- kundu sérveldismanna í Baltimore. Þeir Champ Clark, forseti fulltrúa- deildar þingsins og fylkisstjórinn í New Jersey, Wilson. Bryan hefir borið þá tillögu upp i samkundunni, að numið sé úr gildi það fyrirmæli að a/8 af greiddum at- kvæðum þurfi til þess að tilnefning fotsetaefnis sé gild. Tillagan var sam- þykt með 889 atkvæðum gegn 196. Aðra tillögu hefir Bryan komið 1 fram með um það, að nokkrir kjör- menn, sem eru fulltrúar einhverra

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.