Ísafold - 17.07.1912, Side 1

Ísafold - 17.07.1912, Side 1
Kemm dt fcvisvar i viku. Verft Arg. (HO arkir minst) 4 kr. eriendih 5 ki, e5a i 4/» dollar; borgist fyrír mibipn idli (erlendia fyrir fram). ISAFOLD Cl'Pí'iíc (*krifleg> brmdir, vtfl Aramót, ei ÓKlld nema korain aé til útgefan’a fvrir 1. okt,. og *.aapan<ii »knI41»t>* vi» blaóib AfsieiísJs: ónertarafryti 8, XXXIX. árg. I. O. O. F. 93569 KB 13. 9. 7. 27. 9. G Alþýbufól.bókasafn Pósthdsstr. 14 kl. 5—8. Auprnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. Bæjarfógetaskriíatofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Brejargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 E.vrna-,nef-og hAlslækn. ók. Pósth.str.l4A fid.2—3 ÍsJandsbanki opinn 10—21/* og 5J/a~7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 sbd. Alm. fundir fid. og sd. 8 */s siMegis. Landakotskirkja. Guösþj. R og 6 á holguro Landakotflspitali f. sidkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 */a, Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbdnaóarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—8. Landsskjalasafnib hvorn virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fad, 12—1 NAttdrugripasafn opib 1 l/a—2*/9 á sunnudögum Stjórnarrá^sflkrifstofurnar opnar J0—4 áaglega Talsimi Reykjavíkur (Pósth. 3) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. Í4B md. 11—12 Vifilsstabahælib. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafnib opiö á hverjum degi 1-—2. Ritstjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals í skrifstofu ísafoldar á þessutn tímum: Ólajur Björnsson kl. n—12 árd. Siqurður Hjörleijsson kl. 2—) síðd. Alþingi. I»ing sett. Klukkan tólf á hádegi á mánudag- inu var gengu þingmenn til dómkirkj- unnar úr alþingishúsinu; var sú ganga venju fremur óskipuleg og töluð menn um hvort vita mundi á flokkariðlun á þinginu. í kirkjunni talaði prófastur Magnús Andrésson á Gilsbakka og hafði valið sér þenna ræðutexta úr Postulasögunni: Þegar þeir voru saman komnir, spurðu þeir hann og sögðu: ætlarðu, herra, á þess- um dögum að endurreisa Israelsríki! Hann svaraði þeim: Það er ekki yðar að vita tíðir eða tima, sem faðirinn hefir sett i sj&lfs sins vald. En þér skuluð öðlast kraft heilags anda sem yfir yður kemur og þér skuluð minir vottar vera i Jerúsalem og i öllu Gyðinga- Jandi og i Samaríu og til jarðarinnar endi- marka. Við þingsetningu mintist ráðherra fráfalls Friðriks konungs 8., með við- eigandi orðum og hlýddu allir þing- menn á það standandi og las enn- ennfremur upp eftirfarandi konungsboðskap: Um leið og Vír hérmeð veitnm yður, sem ráðherra Vorum Jyrir Vort land Island, umboð til pess í Voru najni að setja Alpingi pað, er koma á saman til aukajundar mánudaginn ij. júlí nastkomandi, viljum Vér, jafnjramt og pingið við petta tœkifœri kemur saman i fyrsta skijti ejtir lát Vors ástkeera fóður, Frederiks konungs hins Attunda, Jela yður að bera Julltrúum Vorrar ís- lenzku pjóðar á alpingi Vora konung- legu kveðju. Það er örugg von Vor, að Oss auðn- ist að taka höndum saman við Julltrúa pjóðarinnar til samhuga starjs Jyrir land og lýð, og að pað trúnaðar-sam- band milli konungs og pjóðar, er tengdi Jóður Vorn ástkœran svo nánum bönd- um við íslendinga, megi létta petta starj og með guðs hjálp veita Oss krajta og prek í Vorri ábyrgðarmiklu konungs- stöðu. Vér hugsum með gleði til pess, að petta trúnaðar-samband megi styrkj- ast enn betur, er Oss veitist tcekijœri til'að sœkja Island heim. Þá hrópaði Sigurður Stefáneson þingm. ísafjarðar: Lengi lifi konung- ur vor Kristján 10. og tóku allir þingmenn undir það með húrrahróp- um. Þá settist aldursforseti þingsins, Júl- íus Havsteen fyrv. amtmaður, í for- setastól. Hófs þá rannsókn kjörbréfa. Var ekkert talið við þau að athuga nema tvö. Hafði verið send kæra úr Barðastrandarsýslu yfirkosningu Björns Jónssonar, en svo var hún lítilfjörleg og tilefnisrír að kosningin var samþykt af þingitm í einu hljóði. í annan stað var kært yfir kosningunni í Vestur- ísafjarðarsýslu, fyrst og fremst af sira Kristni Danielssyni á Útskálum, sem hlotið hafði meirihluta atkvæða, en fekk þó ekki kjörbróf og því næst af 172 kjósendum í sýslunni, en við þá kosningu höfðu verið greidd 276 at- kvæði. Er ísafold skýrt svo frá að við kosninguna hafi tala kjósenda ekki verið meiri en 340 og má þá ætla að fullur helmingur kjósenda syslunn- ar hafi kært. Um þessa kosningu urðu töluvert hcitar umtæður. Hafði meiri hluti kjörbréfadeildar lagt til að fresta því að taka gilda kosningu Matthíasar Ólafssonar og vísa málinu til kjör- bréfanefndar. Var Guðl. Guðmunds- son framsögumaður deildarinnar. Urðu um þetta töluverðar umræður. Með málstað Matthíasar Ólafssonar talaði Jón Ólafsson og Matthías sjálfur, en þeir Björn Jónsson, Björn Kristjáns- son og Jens Pálsson á móti. Meðal annars upplýstist það við umræðurn- ar, að það voru fyrirfram samantekin ráð meiri hluta kjörstjórnar, að ónýta þá kjörseðla, er væru meira en ein- brotnir og hafði þó annar þessarra kjörstjóra tekið tvfbrotna kjörseðla gilda við kosningu áður. Ef svo væri að þessurn tveim kjörstjórum hefði verið það vitanlegt fyrirfram, að marg- ir tvíbrotnir seðlar höfðu verið látnir í kassaun í Súgandafirði, þar sem síra Kristinn átti von -á miklum meiri hluta atkvæða, var þetta ekki ósnjalt ráð til þess að hnekkja kosningu síra Kristins og meira að segja eina ráðið. í Þingeyrarhreppi, stærsta hreppi sýsl- unnar og víst einnig í Auðkúluhreppi, þar sem M. Ó. hafði aðalfylgi sitt, var þess vandlega gætt við kosning- una að engir fleirbrotnir seðlar væru látnir í atkvæðakassana. í norður- hreppunum þremur hafði síra Kristinn yfirgnæfandi fylgi og var þvi auðsætt að hann mundi missa meira en Matthias, ef margir seðlar þaðan væru ógiltir. Full ástæða hefði verið að taka því með hæfilegri glaðværð, er herra M. Ó. kvað sér hefði ekki kom- ið það á óvart, að kjósendur hans sjálfs mundu kunna betur til slíkra vandaverka sem þingkosninga, en kjós- endur síra Kristins. Loks var málinu vísað til kjörbréfa- nefndar með 23 atkvæðum. Þá var gengið til kosninga og skyldi fyrst kjósa forseta sameinaðs þings. Kosningu hlaut Hannes Hajstein með 25 atkvæðum, 9 seðlar voru auð- ir, en Eiríkur Briem hlaut 3 atkvæði. Varaforseti sameinaðs þings varð Eirík- ur Briem, kosinn með 23 atkvæðum. Skrifarar sameinaðs þings urðu þeir Sigurður Stefánsson og Jóhannes Jó- hannesson. Til ejri deildar hlutu þessir kosn- ingu og sýnir talan aftan við nöfn þeirra hve mörg atkvæði hver þeirra hlaut: Einar Jónsson prófastur 32. Guðjón Guðlaugsson 30. Jens Pálsson 32. Jón Jónatansson 21. Jósep Björnsson 32. Sigurður Eggerz 27. Sigurður Stefánsson 31. Þórarinn Jónsson 32. Þá skiftist þingið í deildir. í neðri deild var aldursforseti deild- arinnar Magnús lAndrtsson kosinn forseti með 18 atkvæðum, Guðlaugur Guðmundsson fyrri vara- p p t ----- ■ Ólympíuleikarnir. Myndin sýnir hina hátíðlegu athöfn, er alþjóða íþróttamótið var opnað í Stokkhólmi 6. júlí síc astliðinn. Eru það Svíar sem sjást fremst á myndinni. Mynditi er tekin, er þeir ganga fram hjá stúk Svíakonungs. , Svo sem getið er um annarsstaðar í blaðinu sýndi íslenzki flokkurinn sig alls eigi við þessa athöi ; vegna óbilgirni formanns dönsku Ólympíunefndarinnar. Reykjavík 17. julí 1912. forseti með 16 atkvæðum og Pétur Jónsson annar varaforseti með 15 atkv. Skrifarar deildarinnar voru þeir kosnir Eggert Pálsson og Jón Jóns- son dócent. í efri deild var og aldursforsetinn þar Július Havsteen kosinn forseti með 11 atkvæðum, Stefán Stefánsson skólameistari fyrri varaforseti með 8 atkvæðum og síra Jens Pálsson annar varaforseti með 9 atkvæðum. Skrifarar deildarinnar voru þeir kosnir Steingrimur Jónsson og Bjérn Þorláksson. Hvert stefnir. Eftir Guðm. Hannesson. »Nú er eg alveg hættur að botna í pólitíkinni! — Mér fanst eg skilja það sem þú skrifaðir í »Afturelding« fyrir nokkrum árum. Mér sýndist það auðskilið, að um tvær stefnnr væri að ræða: að gjöra landið að íslenzku fullvalda ríki eða una við að það væri danskur ríkishluti. Kjósendur völdu hiklaust um þessa kosti, studdu ríkis- stefnuna og komu sjálfstæðisflokknum að völdunum. Við væntum þess, að þeir mundu láta sitt Ijós skína. Hvern- ig fór? Við steyptum þeim aftur úr völdum, en þá kom bræðingurinn I Þeir fallast í faðma Hannes Hafstein og Björn Jónsson, Jón Ólafsson og Einar Hjörleifsson, en bræðingurinn, sem þessum undrum veldur, íer svo huldu höfði, að fæstir vita hvað undir býr, ef það þá er annað en einfalt samkomulag um kjötkatlana af sömu tegund og auðmannanna, sem halda hóp til þess að geta því betur féflett sauðsvartan almúga. Getur þú gjört mér skiljanlegt hvert alt þetta stefnir? Eg er ekki maður ef eg botna í því, en helzt finst mér að við séum á leiðinni norður og niður«. Eitthvað þessu likt hafa ýmsir kunn- ingjar minir skrifað mér og ætlast til þess að eg réði fyrir sig gátuna. Það stæði þeim nær, sem við stjórnmálin fást, að skýra þetta alt fyrir alþýðu, en reynt get eg í þetta sinn að greiða úr flækjunni. Það geta þá aðrir bætt úr skák þar sem mér sést yfir. Vissu- lega er það illa farið í þingræðislandi, ef fólkið hættir að botna í helztu stjórnmálastefnunum og veit ekki hvert leiðtogarnir eru að fara með það. Tor- trygni kemur þá í stað skilningsins, og þingmálafundir verða að vonum fásóttir, eins og raun vill verða á í þetta sinn. Endurreisn sjálfstæðisstefnunnar. Sennilega á enginn íslendingur þann heiður skilið, að hafa vakið hér þá sjálfstæðishreyfingu, sem hófst á árun- um 1903—1906. Það voru bræður vorir Norðmenn, sem gjörðu það ósiálf- rátt er þeir skildu við Svía 1905. Stormurinn í Noregi náði til Islands Og sópaði burtu þokunm, sem lagst hafði yfir landið við fráfall Jóns Sig- urðssonar. Þá reis hér a ný sú hug- sjón, sem honum var Ijós og mörg- um samtíðarmönnum hans, að landið vceri Jrá Jornu Jari sérstakt Jullvalda ríki, að Jramtíðartakmarkið vceri að fá pað með Jullri scemd viðurkent. Þegar að var gáð, áttum vér fullan rétt til að ráða 'öllum vorum málum og þurftum í raun og veru ekki að betla um neitt hjá Dönum. Benedikt Sveinsson sá þetta ekki, Valtýr Guðmundsson sá það ekki, Hannes Hafstein sá það heldur ekki! Allir höfðu vilst í sérmálaþokunni og lengi var trúað á tvær vitleysur: að vér gætum náð öllu valdi yfir sér- málunum,þó vér værum danskur ríkis- hluti og að vér yrðum sjálfstæðir ef sérmálin væru í vorum höndum. En í þokunni höfðum vér gengið áleiðis í rétta átt. Vér höfðum aukið yfirráð vor yfir sérmálunum, flutt ráð- herrann heim og komið á þingræðis- stjórn, sem var þó íslenzk en ekki dönsk, hversu sem hún annars gafst. Eg er viss um að mönnunum, sem segja að vér séum á leiðinni norður og niður, er það ekki ljóst, hve margt hefir skipast á skömmum tíma. Það eru deilur flokkanna og moldviðri blaðanna sem hafa glapið þeim sýn, því það er bæði augljóst og ómót- mælanlegt, að oss hefir fleygt áfram í sjálfstæðismálinu þessi árin, jafnvel meira en dæmi eru til á jafnfáum ár- um á dögum Jóns Sigurðssonar I Það voru ekki sérlega glæsilegar horfur sem rikishugsjónin hafði er eg hélt henni fyrst fram í Norðurlandi 1905. Eg stóð þá einn uppi af þeim sem um stjórnmálin rituðu um þær mundir, og þeir voru örfáir, sem studdu mitt mál. Fáeinir menn á Akureyri gjörðu það að vísu drengi- lega og áttu mikinn þátt í því að nokkuð varð úr þessum fyrsta neista, miklu fleiri töldu rikishugsjónina heimsku eina og »æfintýrapólitík«, en langflestir veittu henni enga eftir- tekt. Eg lét þetta ekki á mig fá, og var handviss um að minn málstaður væri réttur. Árið eftir (1906) ritaði eg itarlegar um ríkisstefnuna i Norður- landi og gaf þær greinar út í sérstök- um bæklingi: »1 afturelding*. Jafn- framt studdi Norðurland sjálfstæðis- stefnuna af alefli. Mér kom ekki til hugar að ríkisstefnan mundi fyrst um sinn ryðja sér til rúms og tileinkaði bók mína æskulýðnum. En þetta fór á alt annan veg. Bók mín seldist á svo skömmum 48. tölublað tíma, að slíks munu fá eða engin dæmi hjá oss. Flest blöðin hrósuðu henni, Danir þýddu ágrip af henni. Þær skoðanir, sem eg héit fram, höfðu auðsjáanlega legið í loftinu. Fyr en nokkurn varði fylgdu öll blöð landvarnar- og þjóðræðismanna hreinni ríkisstefnu. Norðurland stóð ekki lengur eitt síns líðs. Flestir ritfær- ustu menn landsins voru nú alt í einu orðnir forvígismenn stefnunnar! Nú urðu skjót skifti á skömmum tima. Árið eftir (1907) hefir allur þorri kjósenda snúist á sömu sveif. Hver þingmáíafundur af öðrum sam- þykti sjálfstæðistillögur. Á Þingvalla- fundinum réð ríkisstefnan öllu. Svo setti sjálfur konungurinn kórónuna á verkið með hinni frægu ræðu sinni á Kolviðarhóli um »bæði ríkin«. Á rúmu ári höfðu stjórnmálahug- myndir manna þroskast og breyzt að að stórum mun. Gamla ríkishugsjónin hafði risið úr dái, rutt sér til rúms og orðið drotnandi í landinu! Og þó var um engan úrslitasigur að ræða. Enn voru heimastjórnar- menn og blöð þeirra andvíg sjálf- stæðisstefnunni, og jafnvel árið eftir (1908) heyrðist úr þeirri áttinni að: »öll hin mikla agitation um sjálfstæði og sérstakt ríki væri enn sem komið er staðlaus þvættingur — — tilraun til að steypa þjóð vorri út i hreina og beina æfintýrapólitík«. En heimastjórnarmenn, ráðandi flokkurinn í landinu, mátti sín mik- ils og hafði mörgum góðum mönn- um á að skipa. Meðan hann var andvígur, var tvísýnt hversu fara mundi. Landvarnar- og þjóðræðismenn höfðu barist fyrir stefnunni og aflað henni fylgis. En nú er ríkisstefnan þess eðlis, að litlar eða engar líkur eru til þess, að málinu verði hrundið í framkvæmd nema svo megi heita, að allir Islend- ingar Jylgist að málum, og ekki ein- g'óngu í svip, heldur með prautseigju og til langjrama. Það var því alt undir heimastjórnarmönnum komið, hvort málið gæti komist í sigurvænlegt horf eða ekki. An þeirra fylgis var ómögu- legt að bjarga því. Sigur sjálfstæðisstefnunnar. Fj’lgi heimastjórnarflokksins, sem var óhjákvæmilegt skilyrði fyrir full- um sigri ríkisstefnunnar, kom fyr en flesta varði. Eg tel að það hafi í raun og veru komið 7. marz 1908, er bæði fulltrúar þjóðræðis- og heima- stjórnarmanna í sambandslaganefnd- inni héldu því fram, sem undirstöðu |rá íslendinga hálfu, að landið væri að fornu fari frjálst ríki, undir sama kon- ungi og Danmörk, og með æðsta valdi yfir öMum sínum málum. Fulltrúar beggja flokka urðu hér sammála um grundvallaratriðin og þau voru svo skýrt orðuð og ríkisstefnan svo ótviræð að enginn sjálfstæðismað- ur gat á betra kosið. Heimastjórnarmennirnir höfðu kast- að teningunum og lagt sitt þunga lóð

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.