Ísafold - 20.07.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.07.1912, Blaðsíða 1
Kemui át tvisvar i viku. VerH &xv,. (HO arkir minst) 4 kr. orlondib 5 ki, ofta 1 */» dollar; borjfiat tyrir mibjan jiili (orlendis fyrir frnm). ISAFOLD IjppsÖKn (Bbriílejc) bundin vib draznót, ei ógUd nema komin sé tii útsrefandn fyrir 1. okt. ejr aaapandi akuldlaui Yif> bl&MD Afsreiöila: Auvturstrffiti 6. XXXIX. árg. I. O. O. P. 93569 KB 13. 9. 7. 27. 9. G Alþýbufól.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 6—8. Augnlækning ókeypis í Lækflarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opm virka daga 10—3. Brojarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.UA fid.2—B tslandsbanki opinn 10—2 V* og 51/*—7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 sbd. Alm. fnndir fid. og sd. 8»/« sibdegis. Landakotskirkja. önbsþj. 8 og 8 á helgum Landakotsapltali f. sjúkravitj. 10‘la—12 og 4—5 Landsbankinn 11-21/*, ö'/a-B1/*. Bankastj. vib 12-2 Landnbókasafn 12—B og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin t»A 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—8. Landsskjalasafnið hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn da^langt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opib l1/*—21/* á sunnudögum Stjómarráösskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Tálsimi Reykjavíkur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vlfilsstabahælib. Heimsóknartimi 12—1. Þjóbmenjasafnib opið á hverjum degi 12—9< Ritstjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals í skrifstofu ísafoldar á þessum timum: Ölajur Björnsson kl. ii—12 árd. SiqurÖur Hjórleifsson kl. 2—j síðd. Ráðherraskifti. Telja má víst að Kristján Jónsson ráðherra segi af sér mjög bráðlega á þessu þingi, líklega á næstu dögum. Kristján Jónsson, hinn fráfarandi ráðherra — Enginn vafi er heldur á því hver þingmanna hafi mest fylgi til þess að verða eftirmaður hans, en það er banka- stjóri Hannes Hajstein. -----sæ------ Stjórnarskráin og sambandsmálið. Áður en stjórnarfrumvörpin voru tekin til umræðu á þinginu á fimtu- daginn var, tók ráðherra Kr. J. til máls og skýrði frá ástæðum stjórnar- innar fyrir því, að frumvarpið um breyt- ingu á stjórnarskipunarlögum íslands, hefði ekki verið lagt fyrir þingið, af hálfu stjórnarinnar. Astæðuna kvað hann veraþá, að h. h. konungurinn hefði «kki viljað veita samþykkl sitt til þess, að frumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið af hálfu stjórnarinnar. Reyndar kvaðst hann hafa gert sér von um, að Friðrik kon- ungur 8. mundi hafa samþykt stjórn- arskrána óbreytta með fororði, en hinn núrikjandi konungur gæti ekki felt sig við úrfellingu ríkisráðssetu ákvæð- isins, nema jafnframt væri gerð skip- un á sambaadi íslands og Danmerkur með lögum, er samþykt væru bæði af alþingi íslendinga og ríkisþingi Dana. Óneitanlega eru þetta mikil tíðindi og eftirtektarverð og eðlilega verður ekki hjá því komist að taka tillit til þe:sarar yfirlýsingar. Fásinnu yrði að telja það, að ætla sér að samþykkja stjórnarskrár frum- varpið óbreytt á þessu þingi, eftir þessa yfirlýsingu. En auðsætt ætti það að vera, að vér getum heldur ekki samþykt neina stjórnarskrá á þessu þingi, þar sem ákvæðið um úrfellingu ríkisráðssetu ákvæðisins væri felt í burtu. Það væri að hopa á hæli að óþörfu frá málstað þjóðarinnar. Hvort ráðið sem tekið væri, þeirra er hér hafa verið nefnd, væri óyndis- úrræði. En sem betur fer getum vér haldið særnd vorri, þótt hvorugt þetta ráð sé upp tekið og benda þessi skilaboð konungsins oss þar i áttina. Þar er sagt: »nema jafnframt væri gerð skip- un á sambandi íslands og Danmerkur með lögum«. Þau ummæli verður að skilja svo, að i þeim felist óbeinlínis bending til löggjafarvalds Islands um, að hans há- tign konungurinn líti svo á, að ekki horfi nú óvænlega um að koma fram sambandslögum, er bæði íslendingar og Danir mundu geta unað við, og báðum þjóðum yrðu giftudrjúg. En væri svo, að konunginum væri hug- leikið að leiða þetta mál til friðsam- legra lykta, mætti oss verða að því mikill styrkur, ef unnið væri að mál- inu hér heima í friðsemd og bróðerni. Þessi yfirlýsing konungsins ætti því að verða alþingi hin mesta hvöt til þess að gera hæfilegan undirbúning undir nýja samningatilraun um sam- bandsmálið. Leiði sú tilraun til góðra úrslita og málaloka, þá er vel farið og þá má stjórnarskráin vel bíða þess, að samningar séu gerðir, en leiði hún það í ljós, að samkomulag fáist ekki við Dani um sæmilega samninga, þá er einsætt að oss ber að halda fastara saman en áður. Dndirbúningurinn, sem gerður var í vetur um samkomulag milli flokk- anna, um samkomulag í sambandsmál- inu, virðist nú koma í góðar þarfir. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill líka treysta þinginu til þess að taka því starfi tveim höndum og halda því áfram. Þvi skyldi það þá ekki gera það ? Erl. símfregnir. --- Khöfn 3°/6 ’12. Ófriðurinn. Stjórnin i Tyrklandi farin Jrá. Stór- vezir ójenfinn enn. Italir %ert nýja árds á Dardanellana i nótt. Hún mis. tekist. Lokun sundsins aj nýju stendur til. Þessi stjórn, sem hér er átt við, kom til valda í öndverðum ófriðnum — eða um áramót og heitir sá Hilmi Pasha sem stjórnarformenskuna hafði og er úr flokki Ungtyrkja. Olympíu leikarnir. ---- Kh. % 12. Ólympska vikan. í fyrradag hófst ólympska vikan í Stadion í Stokkhólmi. Fagur sumardagur. Látlaust að- streymi frá fótaferð til hádegis. íþróttamönnunum er skipað niður eftir þjóðerni og ganga fram í skrúð- göngu, hvorir eftir aðra. Einna fremst eru Danmörk og Noregur, og Sviar ganga síðast. Eftir skrúðgönguna tók fyrstur til máls konungsefni Svía, GústaJ AdolJ, heiðursforseti Óly mpiu -nefndarinnar. Hann mælti skörulega, svo heyrðist um álla vellina. Hann mintist á, hve likamsment væri mikilsverð fyrir líf þjóðanna, og lauk orðum sínum með því, að biðja konung að kunngera, að Ólympiuieikarnir væru settir. Þá gekk konungur fram og bauð Reykjavík 20. julí 1912. alla íþróttamenn og íþróttavini vel- komna á þessa friðsamlegu kappstefnu þjóðanna. Hann mælti að lokum: Gustav V. Svíakonungur. Vér óskum, að hin göfuga hugsun, sem kom fram í hinum fornu Ólymp- íuleikum, eigi líka bú í brjóstum nú- tíðarmanna, svo að þessar kappstefnur leggi sinn drjúga skerf til þess að efla Gustav Adolf rikiserfingi. líkamshreysti þjóðanna. Með þessum orðum vil eg lýsa yfir því, að Ólympíu- leikarnir í Stokkhólmi eru settir. Þá flutti konungsefni heillaóskahróp fyrir konungi, sem svarað var með fjórföldu húrra. HLaupin. Meðal þeirra mörgu leika, er fram fóru í gær í Stadion voru hlaup. Styzta hlaupið var ioostikur, næsta 800, en lengsta hlaupið um 10.000 stikur. Meðal íslenzku Ólympíufaranna var einn hlaupari, Jón Halldórsson. Hann tók þátt í 100 stiku hlaupinu, en varð 3. i sínum flokki. Sá, sem sigraði við hlaupin þau og hlaut gullmedalíuna, var maður úr Bandaríkjunum, Crai%. Hann hljóp skeiðið á 10.08 sekúnd- um. Sigurjón Pétursson hefir sýnt vaskleik það sem af er i grísk-rómverskri glímu, og sænsk blöð telja brögð hans uggvænleg. í gær barðist hann við Finna. Viðureignin stóð í 33 mínútur, þangað lál herðar Finnans kystu dýnuna. Ekki hefir verið laust við að blöð- in hér í Khöfn fáruðust út úr fram- komu Ólympíufaranna. Ekki alls fyrir löngu skrifar eitt af þeim, Tjiget, út af viðtali sænsks blaðs við Sigiarjón, þar sem hann kvaðst ekki vilja ganga með Dannebrog á brjóstinu: »Honum ætti að koma óþægð sin i koll með því að danskt íþróttafélag bannaði honum að taka þátt í leikjun- um«.----------- ♦----- Ýms erlend tíðindi. Khöfn 8. júli 1912. Tvö járnbrautarslys í Ameriku. Fyrir fám dögum (4. þ. m.) vildi til hörmu- legt slys á járnbrautarstöðinni Corning í fylkinu New-York, á líkan hátt og Malmslátt-slysið í Svíþjóð. Það var hraðlestarvagn, eins og í Malmslátt, sem ók inn á annan vagn, er héit kyrru fyrir á stöðinni. Eina til tvær klukkustundir lágu 49. tölublað Verzlun í Skagafiröi til sölu. Þar eð eg hefi afráðið að taka við stöðu, er mér hefir boðist erlendis, íætti eg verzlunum mínum í Hofsós og Sauðárkrók, og eru því húseignir mínar i báðum þessum stöðum ásamt fiskhúsi í Selvík og fleiri stöðum á Skaganum til sölu, sem og verzlunaráhöld, bátar og bryggjur. Sláturhús eru á Sauðárkrók og Hofsós. Öll húsin eru i ágætu standi. Nánari upplýsingar gefnar þeim er þess óska. Sauðárkrók 1. mai 1912. L. Popp. i'arþegarnir, sem fyrir slysinu urðu, demdir inni í rústunum, og 34 lik voru dregin út, flest börn, auk ör- cumlaðra manna, er sumir verða krypl- ingar alla æfi. Þeim felmti, er sló á alla, sem viðstaddir voru þetta hroða- lega slys, verður ekki með orðum lýst. Enn er ekki uppvís orsökin að slys- inu. Tveim dögum síðar vildi til annað slys nálægt litlum bæ í Pennsylvaníu, Ligonier. Þar rakst flutningslest á fólkslest. 21 manns mistu lífið, en 30 örkumluðust. Frá forsetaefnakosninguuui í Bandaríkjunum. Eftir langar og miklar hríðir er nú kosningin um garð gengin á þjóðar- samkundu samveldismanna i Baltimora. Einn daginn fór fram atkvæða- greiðsla 26 sinnum—alt af árangurs- laust. Atkvæðin fóru svo dreift, að engin kosning varð lögmæt. 2. júlí fór fram atkvæðagreiðsla í 45. sinn. Sama niðurstaða, engin úr- slit. Þá gekk fram Champ Clark, sem hafði séð atkvæðum sínum fækka nokk- uð undanfarna daga, og lýsti því yfir, að hann leysti þá kjörmenn frá lof- orði sínu, sem kosnir hefðu verið með þeirri skuldbinding, að þeir greiddi honum atkvæði. Og Underwood, sem hafði jafnan hlotið sömu 117 atkvæð- in við hverja atkvæðagreiðslu, fór að dæmi hans. Við næstu atkvæðagreiðslu, sem fór fram þegar í stað og var sú 46. í röð- inni var New-Jerzey-fylkisstjórinn og sagnfræðingurinn Voodrow Wilson, kjörinn forsetaefni samveldisflokksins í einu hljóði með ýýo atkvæðum. Konuprófessor i Noregi. Dr. Christine Bonnevie er nýorðin prófessor í dýra- fræði við háskólann í Kristjaníu. Það er fyrsta kona í þeirri stöðu í Noregi. Prófessor Chr. B. er fertug að aldri og mjög mikils metin fyrir vísinda- störf sin. ^==-*S===r~ Til kjósenda í Vestur-lsafjarðarsýslu. Um leið og eg hlýt að skýra yður frá, að kærur yðar og mínar yfir kosningarúrslitunum siðast, hafa verið að engu hafðar, og mér því er fyrir- munað að gegna því starfi, er þér í annað sinn höfðuð falið mér, að vera þingmaður kjördæmisins, leyfi eg mér að votta yður þökk mína fyrir það traust og alla velvild yðar. Þér hafið verið órétti beittir. Þótt lögin lýsi þeirri aðferð að brjóta kjör- seðil einu sinni saman, þá fer fjarri, að þau leggi hegning — hvorki meira né minna en missi sjálfs kosningar- réttarins — við því að breyta út af þeirri aðferð. Þetta má telja viðnr- kent með þeirri framkvæmd, sem höfð hefir verið á lögunum áður, auk þess sem það liggur í hlutarins eðli, að lögin séu ekki notuð fyrir hrekkja- gildru á þá, sem þau eiga að vernda: kjósendurna og rétt þeirra. Til réttlætingar þessu hefir verið fundið upp, að ef mótmæli eða kæra komi fram, megi kjörstjórn hegna kjósanda fyrir tvíbrot með atkvæðis- missi, þótt það hafi ekki verið gjört áður, er engin mótmæli hafa komið. En þetta, sem ekki er annað en úr- ræði til að dylja ranglætið, gæti því að eins staðist, að annar en kærand- inn sjálfur ætti að vera dómari í því máli, sem, eins og atvik voru til, vissi með fullkominni vissu, hvað honum var meiri hagnaður. Að öðru leyti eru yður allir mála- vextir kunnir. Með mikilli virðingu. Rvík 20. júlí 1912. Kristinn Danielsson. Þingmannafrumvörp. Töluvert af þeim er þegar komið fram á þinginu og má búast við að betur verði áður en lýkur. Þessum hefur þegar verið útbýtt í deildunum: 1. Frumvarp til laga um viðauka við lóg Jrd 11. nóv. 1899 nr. 26 um verzlun og veitingar ájengra drykkja á Islandi. Efni lagafrumvarpsins er þetta: Ekkert félag manna má hafa um hönd í félagsskap neinar áfengisveitingar sín í milli, né nokkur áfengisnautn fram fara í föstum félagsherbergjum, nema félagið fái til þess sérstakt leyfi lögreglustjóra. — Engin áfengisnautn má eiga sér stað í veitingahúsum, hvorki á veitingastöðum, þar er látin er í té gisting, né í öðrum veitinga- húsum, svo sern í kaffisöluhúsum eða öðrum slíkum — í þeim herbergjum er veitingar fara fram í. Undantekin eru þó að sjálfsögðu þau veitingahús, er nú hafa vínveitingaleyfi, lögum samkvæmt. Stjórn félaganna, þjónustumenn og ráðendur þeirra bera ábyrgð að lögum á þvi, að ofangreindum fyrirmælum sé hlýtt. Sá sem tvisvar verður brot- legur um áfengisveitingar á slíkum veitingastað, skal hafa fyrirgert rétti sínum til veitinga. Sektir séu frá 20 til 1000 kr. Flytjandi þessa nytsamlega og nauð- synlega frumvarps, er bæjarfógeti Jón Magnússon. 2. Frumvarp til laga um eftirlit með pilskipum og vélaskipum. í frumvarpi þessu eru settar strang- ar reglur um eftirlit með þessum skipum og skoðun á þeim. Flutningsmenn eru: Lárus H. Bjarna- son, Jón Jónsson þingm. Rvk. og Benedikt Sveinsson. j. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. /7 utn aðra skipun á aðstu umboðsstjórn Islands Jrd 7. okt. 190). Eftir frumvarpi þessu á ráðherra að hafa 1000 kr. eftirlaun, en hafi hann fluzt í ráðherraembætti úr öðru eftir- launaembætti, á hann lika að njóta þeirra eftirlauna. Flutningsmenn eru: L. H. B., J. J. þingm. Rvk., Bened. Sveinsson, Sigurður Sigurðsson og Tr. Bjarnason. 4. Frumvarp til laga utn vörugjald. Þetta er frumvarp um faktúrutoll og hljóðar 1. grein þess svo:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.