Ísafold - 24.07.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.07.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 183 Thorefélagið. Hvert steínir? Það væri ekki að óíyrirsynju að þingið legði þessa spurn- ingu niður fyrir sér, áður en það kveð- ur upp úrskurð sinn útaf málaleitan Thorefélagsins til þings og stjórnar, um að losna við f-ann io ára samn- ing, sem það gerði við landsstjórnina 1909, um gufuskipaferðir milli Kaup- mannahafnar, Hamborgar og íslands og strandferðirnar innanlands. Oss sem eldri erum, rekur ljóst minni til hinna margvíslegu afarkosta, sem islenzkir kaupmeun og þjóðin yfirleitt urðu að sæta af hendi Sam- einaða félagsins, á meðan það var eitt um hituna og mundum því sízt óska að það félag næði aftur sömu tökum á þjóðinni, sem það hafði — þótt ekki séu mörg ár liðin siðan sú harð- stjórn féll að nokkru úr sögunni, með samkepni »Thore«félagsins og nokk- urra annara góðra manna, sem skyldu hvers virði samkepni væri fyrir þjóð- ina, einnig á þessu sviði. Þó ætla eg til skýringarauka, að telja hér upp nokkur dæmi, svona rétt til smekk- bætis. Á meðan Sameinaða félagið réð hér eitt lögum og lofum, var ekki við það komandi að skip þess fengjust inn á aðrar en öruggastu hafnir landsins, og þó ekki, ef þær ekki voru á áætl- un, nema þangað væri mjög mikill flutningur, en síðari Thorefélagið hóf hingað siglingar, hefir »Ceres« jafn- vel verið send til Eyrarbakka fyrir 2—300 kr. farmgjald. Ekki var þá heldur við það komandi, að skip Samein- aða félagsins fengjust t. d. til Ólafs- víkur. Síðan »Thore« kom til sög- unnar, er Ólafsvík komin á áætl- un Sameinaða félagsins og mætti þannig halda áfram að telja upp ótal viðkomustaði, sem áður þóttu ótækir, en sem samkepni Thorefélagsins síð- ari árin hefir neytt hinn volduga keppi- naut til að taka tillit til. Þá voru flutningsgjöld og ferðamannaflutning- ur ekki stórum sanngjarnari. Áður en »Thore« hóf ferðir til íslands, var alt flutningsgjald rígbundið við úrelta flutningstaxta og íila úr garði gerða og þar sjaldan eða aldrei veitt nokk- ur tilslökun; þá var afsláttur á flutn- ingsgjöldum, io%> t. d. bundinn því beinu skilyrði, að flutningsgjald frá sama sendanda til sama móttakanda næmi minst 300 kr. Ekkert tillit tekið til, þótt sami kaupmaður hefði t. d. 5 sinnum hærra flutningsgjaid frá fleiri sendendum en einum, með einu og sama skipi, ef flutningsgjald- ið frá hverjum einstökum sendanda var undir 300 kr. og auk þess 16%% álag á þessi háu flutningsgjöld, tvær fyrstu og tvær síðustu ferðir ársins. Við samkepnina hefir þó sú breyting orðið á, að nú fást 10% á öllum flntningsgjöldum og 10% auka- afsláttur, ef sami móttakandi hefir svo mikinn flutning, með einu tilteknu skipi, að flutningsgjaldið nemur sam- tals 300 kr. Thorefélagið hefir þar á móti, frá byrjun, gefið tvisvar 10% afslátt til fastra viðskiftamanna, án þess að einskorða fjárhæð. Auk þess hefir aukaflutningsálagið alveghorf- ið úr sögunni. Um fólksflutninginn er það að segja, að áður kostaði farseðill á löku fyrsta farrými til Khafnar og Leith 90 kr. og 2. farrými tiltölulega. Nú kostar 1. farrými sömu leið aðeins 65 kr. og 2. að tiltölu. — Þetta lát- urii vér nægja lil athugunar við gamla danska sambandið. Þá er að víkja að Hamborgarferðunum — framtíðarvon íslenzkrar verzlunar, — sem þingið 1909 og fyrv. ráðherra Björn Jóns- son á hinar mestu þakkir skyldar fyr- ir, ekki að eins frá öllum kaupmönn- um þessa lands, heldur frá hverju ein- asta mannsbarni á öllu landinu, þvi eins og hverjum meðalgreindum manni hlýtur að vera ljóst, þá er það æði mikill sparnaður að kaupa þýzkar vör- ur i Þýzkalandi, í stað þess að kaupa þær frá Kaupmannahöfn, með álagi danskra heildsala, sem oft nemur um 25—35% flutningsgjaldi þangað og öðrum kostnaði. Þegar svo þess er gætt, hve afar-hagstæða samninga hr. B. J. tókst að gera við Thorefélagið, einmitt um þessar ferðir, sem Sam- einaða félagið, sökum danskra hags- muna, vildi hvorki heyra né sjá, þá teljum vér það, blátt áfram, sjálfsagða skyldu þings þess, sem nú situr, að finna ný ráð til þess, að Hamborgar- ferðunum verði haldið áfram, með líku fyrirkomulagi sem nú er og með sjálf- sagðri aukning, eftir því sem þarfir vorar heimta, því beinar skipagöngur til Þýzkalands, eru blátt áfram óhjá- kvæmilegar, svo framarlega sem stjórn og þing vill eigi binda alla verzlun landsins á klafa hádanskra hagsmuna; þessu máli voru til sönnunar skal hér aðeins bent á eitt einstakt óhrekjan- legt dæmi um flutningskostnaðinn. Á áliðnum vetri fekk ein verzlun hér í bæ, frá Hamborg, með skipurn Samein.fél. með farmskírteini til áfram- halds flunings 238 tvípund af lit og var flutningsgjaldið undir þessa send- ingu ákveðið kr. 18,45. Flutnings- gjald undir þessa sömu sendingu hefði kostað með Thoreskipunum, frá Ham- borg til Reykjavíkur 7,14 mörk 2X 10% afslátt = kr. 5,79. (Farmskír- teinið« geta alþingismenn séð hjá ritstjórn blaðsins). Þótt ekki sé bent hér á fleiri dæmi, þá ætti þetta að vera nægilega ljóst, til þess að færa mönnum heim sanninn um brýna nauðsyn á framhaldi reglubund- inna ferða milli Hamborgar og íslands. En þá er eftir að finna ráð til þess að þessum ferðum verði sem bezt fyrir komið framvegis, en það ætla að bezt fengist með því móti, að stjórn og þing leysti Thorefélagið átölulaust frá samningi sínum við landstjórnina, þar sem það er opinbert leyndarmál, að þá verður ferðum félagsins til ís- lands ekki að eins haldið áfram, held- ur verður fél. einnig gert kleyft að efla samkepnina, frá því sem nú er og mundi þá verða áhættulaust að leita nýrra samninga við Thorefél. um framhald Hamborgarferðanna, er landsjóður annað hvort gæti styrkt á þann veg, að borga ákveðið gjald fyrir hverja ferð, eða tiitekna fjárhæð á ári. Gangi þingið á hinn bóginn hart að Thorefélaginu, þá höfum vér fyrirgert allri von um samkepni og tekið fyrir að framhald verði á Hamborgarferðunum — að minsta kosti að sinni, því fyrir fram mun það fastmælum bundið, að félagið verður látið hætta og skipin seld, ef stjórn og þing hygst að gera fjárkröfu á hendur félaginu og væri þá illa farið ef þingið — sverð og skjöidur þjóðarinnar — ræki þann veg samkepnina úr landi hér. Kaupmaður. Greinar. VIII. Margir hafa þeir Norðmenn veríð, sem mér er vel við, og sem eg óska að enn þá bygði yfirborð jarðar. Einn af þeim er Erlingur á Sóla, »konung- urinn Rygjanna*. Erlingur var sonur Þórólfs skjálgs, en skjálgur er sama sem skeleggur, hvass. Erlingur Skjálgsson hygg eg hafi verið talsvert líkur goð- anum á Grund, Sighvati Sturlusyni, forföðurs Baldvins. (Goði á íslandi = fylkiskonungur í Noregi?) Annan Skjálgsson er mér enn þá betur við en Erling; það er Eyvindur skáldaspillir. Faðir hans var Finnur skjálgi, sonur Eyvindar lamba (hrokk- inhærður mun hann hafa verið) og Sigriðar i Sauðnesi. En af þeim var kominn Gunnar á Hlíðarenda að móð- urætt, og finst mér eg skilja betur, eftir að eg veitti þessu eftirtekt, hvers vegna Eyvindur orti íslendingadrápu. Góður var heilinn í Eyvindi, og traust- lega um hann búið, eins og sjá má af því, að »egg öll var fallin úr öx- inni« sem Ásmundur Grankelsson hjó í höfuð Háreki syni hans. Eyvindur var skáid svo mikið, að hann orti sér nærri til ólífis og til fullrar fátæktar, hinn mesti ágætismaður og varð félaus, eins og segir um Brodda Þórisson; og hefði um margan máttkomast öf- ugt að orði, bæði fyr og síðár. Rauður hinn rammi hefir ekki verið eins frægur og þessir menn, sem eg nefndi, og var þó ágætur maður, sterk- ur mjög, og þó annað enn þá betur gefið. Hefir sennilega á Norðurlönd- um, og þá varla annarsstaðar, aldrei verið meiri skipasmiður en Rauður var. Vakti hann nýja öldu í þeim efn- um, og þó litla sem hjá því hefði get- að orðið, hefði snillingsins notið betur og lengur við. Til hans verður að rekja, að Ormurinn langi var gerður; og þó ekki eins vel og hefði Rauður smíðað Orrninn og staðið i sporum Ólafs Tryggvasonar um tilöflun til skipsins og mannhjálp. Rauður hinn rammi átti heima í , Goðey, er það norðarlega við Noreg, en reyndist þó of nærri konunginum, Ólafi Tryggvasyni, einum af verstu mönnum, sem ráðið hafa ríkjum. Hygg eg að Ólafur hafi verið næsta svip- aður Jóhanni landlausa, bróður Rikarðs ljónshjarta; var Jóhann líka grimdar- skratti, en íþróttamaður mikill og hinn snarasti. En af íþróttumÓlafs Tryggva- sonar er annars auðsjáanlega ofsögum sagt í Heimskringlu. Ekki var Ólafur eins sterkur og Einar þambarskelfir var 18 ára gamall, og ekki var hann eins fóthvatur og Þórir hjörtur, vinur Rauðs; setti Ólafur hundinn Víga á Þóri, og fékk með hundsins hjálp banað honum. En Rauð lét Ólafur konungur kvelja til bana á hræðileg- asta hátt, og fekk Rauður þar svipuð laun eins og ýmsir þeir sem leiðtog- ar hafa verið á framfarabraut mann- kynsins. Tók Ólafur konungur, eftir Rauð dauðan, dreka hans, sem fríð- ast skip var i Noregi, og svo gott siglingaskip, að sagt var að Rauður hefði »jafnan byr hvert er hann vildi sigla«. Ólafur konungur lét gera Orminn langa eftir dreka Rauðs. En þó að Snorri segi, að Ormurinn hafi verið skip bezt gjört í Noregi og með mest- um kostnaði, þá mun hann þó ekki hafa verið eins vel gerður og dreki Rauðs, og ekki annað eins gangskip; og vantaði þar illa hönd og höfuð snillingsins, sem Ólafur hafði kvalið lífið úr. Ólafi Tryggvasyni hefndist fyrir níðingsverkið, því að ekki hefði hann fallið í Svoldarorrustu, hefði Rauður staðið fyrir smíð á Orminum, og gert hann svo, að önnur skipin sigldu ekki frá honum. En Ólafur Tryggvason var nú raunar of gamall orðinn, og er eins og goðin hafi séð aumur á Noregi, að verða lúta þess- um kvalara, er kom til ríkis eftir hann Eiríkur jarl Hákonarson, einn af beztu mönnum sem ráðið hafa ríkjum, og var hann ekki grimmur maður þó að hann væri hermaður ekki minni en Ólafur Tryggvason. Það er undarlegt, að ekki skuli vera saga hins ágæta Noregshöfðingja, Eir- íks jarls, í Heimskringlu; má ef til vill af því nokkuð marka hversu ríkt var orðið á íslandi konungsvaldið norska, það vald sem stýrði íslenzkri öxi í hið ágæta höfuð, sem vér verð- um varir við á hverri blaðsíðu í Nor- egskonungasögum og víðar. 13. júlí. IX. Einu sinni í vetur átti eg tal við þann sem frægastur er af dönskum rithöfundum, rit- og mannfræðinginn dr. Georg Brandes. Furðaði eg mig á, hvað þessi gamli ritsnillingur er fjörlegur enn, og vingjarnlegur í við- móti, eins mikið og honum hefir verið vanþakkað; varð hann einu sinni að flýja land eins og kunnugt er. Ekki er ríkmannlegt í kring um Brandes, hjá því sem vera mundi, hefði hann ver- ið vitringur minni, en stundað kaupskap, eins og svo margir af ísraels ætt, og unnið minna gagn landi sínu. Ekki er Brandes bjúgnefur, og virtist mér bregða fyrir Arabasvip í andliti hans, enda ekki ólíklegt, að einhver nor- rænn þáttur sé í honum. Er Georg Brandes hugprúður maður og hefir oft leitað á þann straum, sem svo þungur er að vaða í gegn og flestum er ofurefli að eiga við. Mig minnir að Björn Halldórsson kalli það straum hleypidómanna; væri óskandi að nú væru margir á íslandi slíkir eins og séra Björn í Sauðlauksdal, og ekki var hann minni maður en Georg Brandes. Brandes talaði margt, og mintist oftar en einu sinni á að sér blöskraði ofurmegn mannlegrar heimsku, og hafi eg skilið hann rétt, þá fanst hon- um helzt hún hafa farið í vöxt á síðari árum, ásamt ýmiskonar úlfúð, og þeg- ar til lengdar lætur, heimskulegri sér- drægni gróðamanna. En svo margt sem mér hefir þótt afbragðs gott af því sem Brandes hefir ritað, þá fann eg þó, er eg talaði við hann, eins og raunar áður ekki svo mjög sjaldan, að ýmislegt muni það vera, sem okkur muni ekki koma saman um, og fleira en afstaða íslands og Danmerkur. Því miður gleymdi eg að minnast á við lann það sem þó er glögt að fáir eða engir Danir vita, en það er, að lið núverandi danska ritmál á námi slendinga á háskólanum í Kaupmanna- löfn — og annars íslendingum sem lar hafa dvalið í útlegð, eins og Jónas, Konráð, Jón Sigurðsson, Magnús Eiríks- son og margir aðrir — mjög mikið að iakka, og er það ekki lítilsvert, en of lítið þakkað. Aldrei hefir mér orð- ið eins ljóst, eins og þegar eg talaði við þennan vitra mann, hvað erfitt er lýrir Dani að skilja Island og íslend- inga, og satt er bezt að segja, hvað ieim er lítill hugur á því. En þó er ieim þar að fara fram, og mætti ef til vill nefna ritdómanda sem Arne Víöller heitir, og virðist efnilegur í garð íslendinga og ekki eins gjarn á að skoða íslenzka rithöfunda gegnum nokkurs konar smækkunargler eins og eljumaðurinn dr. K. Kaalund, og þó ekki oflofsgjarn, eins og annars einmitt æim hættir við, sem ekki sjá beztu costi þess sem þeir eru að hrósa. Dr. Guðmundur Finnbogason þekkir víst annars þennan Möller og væri þakk- arvert ef hann segði oss eitthvað af íonum. 18. júlí. Htlqi Pjeturss. Jóhannes Jósef.sson og félagar hans hafa í vetur sýnt istir sínar víða um Norðuráifu, í París, Wien, Budapest og víðar, og verið mjög vel tekið alstaðar, og mun Isajold segja ger af afrekum þeirra við tækifæri. Reykjavikur-annáll. Fasteignasala. Ekkjufrá Anna Breiðfjðrð selur Jón. Jóhannessyni húseignina Bröttn- götu nr. 6, fyrir 10000 kr. Dags. 10 maf, þingl. 23. maí 1912. Prú Álfheiður Briem, Þorleifnr adj. Bjarnason og Eggert skrifstofustj. selja Jóni prófessor Kristjánssyni lóð við Tjarnargötu, fyrir 2500 kr. Dags. °/a ’12. Þingl. 14. rnarz 1912. Alliancefélagið selur Giunnari kaupm. Gunnarssyni i Rvik kálgarð 500 Q álnir að stærð, fyrir 150 kr. Dags. 26. okt. 1911, þingl. 11. apr. 1912. Ari Þórðarson selur Jóh. kaupm. Jóhann- essyni i Rvik. Stekkjarholtsblett 10000 □ álnir að stærð, fyrir 2000 kr. Dags. 1. marz, þingl. 11. apr. 1912. Ásgeir Sigurðsson consul og Tryggvi Giunnarsaon fyrv. hankastjóri selja verkfræð- ing Th. Krabbe í Rvík, lóðarspildu úr Mel- kotstúni 565,6 □ álnir að stærð, fyrir kr. 848,25. Dags. 5. júni, þingl. 13. júní 1912. Dánarbú Björns Guðmundssonar selur Engilbert Magnússyni skipstjóra húseignina nr. 1 við Lindargötu, fyrir 4400 kr. Dags. 23. marz, þingl. 28. marz 1912. Brynjólfur Kr. Magnússon selur Jóh. Jóhannessyni erfðafestuland við Kirkjumýr- ina, fyrir 400 kr. Dags. 23. marz 1912, þingl. 18. apríl 1912. Bæjarstjórn Rvikur selur Emil Rokstad lóð við Laugarnesveginn, 975 □ álnir að stærð, fyrir 487,50 kr. Dags. 31. okt. 1911, þingl. 7. marz 1912. Daniel Daníelsson Brautarholti selur Ara Þórðarsyni i Rvík, Stekkjarholtsblett 10, 000 Q áln. að stærð, fyrir 1000 kr. Dags. 1. marz 1912, þingl. 11. april 1912. Einar Guðmundsson i Rvik selur Jóni Olafssyni s. st. húseign nr. 38 C við Njáls- götu, fyrir 2000 kr. Dags. 7. maí 1912, þingl. 9. mai. Einar Jónsson steinsm. í Rvik selur Jóni bæjarfógeta Magnússyni húseignina »Giarð- bæ« við Grundarstig, fyrir 460 kr. Dags. 11. mai, þin£l. 23. maí 1912. Einar P. Pálsson trésm. í Rvík selur Jóh. kaupm. Jóhannessyni ‘/j húseignina við Ingólfsstræti 23, fyrir 6000 kr. Dags. 14. mai 1912, þingl. 23. maí 1912. Forberg 0. E. selur hinu franska spítala- félagi í Dunkerque húseignina Skálholtsstíg 6, fyrir 30,000 kr. Dags. 30. april, þingl. 2. mai 1912. Gnðm. Brynjólfsson trésm. i Rvík selur tómthúsmanni Bjarna Grimssyni á Grims- staðaholti tvo bletti á Grimsstaðaholti, fyrir 1000 kr. Dags. i seft. 1906, þingl. 21. marz 1912. Guðjón Pálsson, Brekkustig 17 selur Páli H. Gislasyni i Kaupangi, Rvík, húseignina nr. 40 við Lindargötu. Dags. 26. april, þingl. 9. mai 1912. Gisli Þorbjarnarson kaupm. selur H./P. »Völundur« i Rvík húseign nr. 27 B við Njálsgötu með lóð, fyrir 4000 kr. Dags. *6/,., þingl. 7. marz 1912. Hannes Signrðsson tómthúsmaður i Ána- naustum Rvik selur H./P, Alliance i Rvik lóð að stærð 460 □ álnir, fyrir 100 kr. Dags. 26. okt. 1911, þingl. 11. apr. 1912. Hjálmtýr Sigurðsson kaupm. selur. Rich. N. Braun kaupm. húseignina nr. 17 við Ansturstræti, fyrir 40,000 kr. Dags. 11. júni, þingl. 20. júní 1912. Jóhann Hafliðason í Rvik selur Hjálmtý Sigurðssyni i Rvík lóðareign sina við Grettisgötu, 240 □ álnir að stærð, fyrir 500 kr. Dags. 8. júni 1912, þingl. 20. júni 1912. Jón Hermannsson úrsmiður selur Tómasi sláturmeistara Tómassyni '/, húseignina nr. 23 við Hverfisgötu. Dags. 1. apr.. þingl. 11. apr. 1912. Jóh. Jóhannesson kaupm. selur Vigfúsi Sigurðssyni á Brekku a Álftanesi erfða- festuland sitt á Grímsstaðaholti, 10,000 □ álnir að stærð, fyrir 1200 kr. Dags. 22 marz, þingl. 11. apríl 1912. Jóh. Jóhannesson kaupm. selur fyrv. presti Lárusi Benediktssyni húseign sina i »Stórugrund«, fyrir 6200 kr. Dags. 5. ág. 1911, þingl. 14. marz 1912. Jóh. Jóhannesson kaupm. Rvik selur Oddi gullsm. (Jddssyni á Eyrarbakka húseign sína við Laugaveg 56, fyrir 10,000 krónur. Dags. 11. marz 1912, þingl. 14. marz 1912. Jóh. Jóhannesson kaupm. selur Þorvarði prentsmiðjustjóra Þorvarðssyni húseign nr. 68 við Laugaveg, fyrir 10,000 kr. Dags. í apríl 1912, þingl. 11. apríl 1912. Sami selur sama húseignina nr. 30 við Bergstaðastræti, fyrir 10,000 kr. Dags. 15. apr. 1912, þingl. 18. apríl 1912. Sami selur sama húseign nr. 1 við Rauð- arárstíg fyrir 7000 kr. Dags. 15. april ’12, þingl. 18. april 1912. Sami selur Jóni Magnússyni hæjarfógeta húseign Smiðjustíg nr. 7 fyrir 8000 kr. Dags. 18. april 1912, þingl. 2 mai 1912. Sami seiur Jóni Einari Jónssyni prentara i Rvík búseign nr. 24 við Bergstaðastræti f. 5000 kr. Dags. 28. marz 1912, þingl. 2. maí 1912. Sami selur Tómasi sláturmeistara Tómas- syni húseign við Mjóstræti 6, fyrir 6000 kr. Dags. 9. aprii, þingl. 9. mai 1912. Sami selur Einari Björnssyni verzlunar- manni i Rvík lóðarspildu við nr. 9 við Hverfisgotu, 155 □ álnir að stærð, fyrir 465 kr. Dags. 30. marz 1912, þingl. 9. maí 1912. Sami selur Steingrími Jóhannssyni i Rvík húseign nr. 57 Vesturgötu, fyrir 3900 kr. Dags. 6. mai, þingl. 9. maí 1912. Sami selur Guðbr. Guðmundssyni trésm. húseign við Mjóstræti 8, fyrir 6500 krónur. Dags. 2. mai ’12, þingl. 9. mai 1912. Sami selur Árna Gislasyni fyrrum pósti húseign nr. 5 A við Grundarstig með lóð, fyrir 2700 kr. Dags. 21. marz, þingl. 9. mai 1912. Sami selur Jóni Guðmundssyni i Rvík húseign við Hverfisgötu nr. 27, fyrir 3190 kr. Dags. 13. mai ’12, þingl. 23. mai 1912. Sami selur Oddi Bjarnasyni i Rvík l/a húseign við Ingólfsstræti 23, fyrir 3500 kr. Dags. 22. mai 1912, þingl. 29. mai 1912. Sami selur Runólfi Runólfssyni i Rvík húseign nr. 37 við Bergstaðastræti, fyrir 3400 . kr. Dags. 22. mai, þingl. 29. maí’12. Jón Jónsson aiþingism. frá Múla selur Jóh. Jóhannessyni kaupm húseignina við Laufásveg nr. 5, fyrir 13,400 kr. Dags. 11. júni 1912, þingl. 13. júni 1912. Jón Ólafsson Reykjavík selur Emari Guð- munds.yni í Rvík húseign nr. 23 Grettis- götu, fyrir 3000 kr. Dags. 7. maí, þingl. 9. maí 1912. Kristinn Jónsson trésm. selur Hjálmtý kaupm. Sigurðssyni húseign við Prakkastig 11, fyrir 5000 kr. Dags. 26. apríl 1912, þingl. 2. mai 1912. Kristján Kristjánsson steinsm. i Rvík sel- ur Jes Zimsen kaupm. i Rvík húseign nr. 52 við Hverfisgötu ásamt lóð, fyrir 4000 kr. Dags. 30. marz, þingl. 18. apríl 1912. Karl Nikulásson bókh. í Rvik selur Sig- urði Halldórssyni trésm. i Rvik húseignina við Smiðjustíg 12, fyrir 6000 kr. Dags. 16. marz 1912, þingl. 28. marz 1912. Lárus Benediktsson Rvik selur Hjálmtý kaupm. Sigurðssyni húseign sína »Stóru- grund« eða »Böðvarshús«, fyrir 5000 kr. Dags. 20. febr. 1912, þingl. 14. marz 1912. Sami selur Sturlu Jónssyni kaupm og Gísla Þorhjarnarsyni húseignina við Hverfis- götu nr. 4. Dags. 3. ágúst 1911, þingl. 27. júni 1912. Landsbankinn selur Jóni gullsm. Sig- mundssyni húsið nr. 15 við Njálsgötu. Dags. 8. apr. 1912, þingl. 11. apr. 1912. Lúther Lárusson trésm. í Rvik selur Lár- usi G. Lúðvigssyni kaupm. i Rvik húseign- ina nr. 16 við Skólavörðustig með lóð. Dags. 14. maí 1912, þíngl. 20. júni 1912. Matthias Þórðarson Kirkjustræti 8 B ‘ Rvík selnr Sturlu Jónssyni kaupm. s. st. lóðina nr. 9 við Klapparstig, fyrir 1500 kr. Dags. 2/8. 1912, þingl. 21. marz 1912. Sami selur sama húseignina nr. 42 við Bergstaðastíg fyrir 5500 kr. Dags. 2. mai 1912, þingl. 21. marz 1912. « Veðreiðarnar á Iþróttavellinum i gær voru miklu fásóttari en hinar fyrstu ,í sumar, en fóru miklu skipulegar fram. Áhorfend- ur sáu vel til hestanna alla leið og reið- menn voru nú laglega klæddir. En mjög skorti á, að nógu margir hestar væru reynd- ir. Er það i meira l&gi illa til fundið, að þeir bæjarbúar, sem góða eiga hesta, skuli eigi vilja reyna þá við veðreiðar. Erlend- is keppast allir, sem góða hesta eiga, um að sýna þá við veðreiðar og ætti einnig svo að vera hér. Eiun er sá ósiður, sem reiðmenn vorir ættu að venja sig af, sem sé að berja fóta- stokkinn. Það er tilfinnanlega ljót sjón. Þetta sinni voru 7 hestar reyndir á stökki. Fyrstu verðlaun hlaut brúnn hestur Þor- grims Guðmundssonar, 3. verðlaun grár hestur sama, en 2. verðlaun jarpur hestur Eyólfs Gislasonar. Á skeiði voru reyndir 4 hestar, en hlupu allir npp, nema grár hestur Ólafs Eiríks- sonar söðlasmiðs og hlaut hann verðlaun. Næst verður efnt til veðreiða þ. 6. ág. og vonandi kemur þá laglegur gæðingahóp- ur til sýningar, svo að áhorfendur fái rétta hugmynd um hestaval það, sem í raun og veru er til hér i bænum. Skipafregn. Ceres kom á sunnudagskvöld. Meðal farþega: Einar Benediktsson skáld með fjölskyldu sinni, snöggva ferð, frú Ingigerður Newman, frú Havsteen, Siggeir kaupm. Torfason með frú sinni og dóttur o. fl. Austri kom á mánudag. Lárus Tómásson bóksali frá Seyðisfirði og frú Olga Jensen frá Eskifirði voru meðal farþega. Aftur íór Austri i hringferð i morgun með marga farþega. M. a. fóru Guðm. Bergsson bóksaii af Isafirði, Guðm. L. Hannesson cand. jur. Oarl Sæmundsen kaup- maður ásamt frú sinni, jungfrú Dóra Þór- hallsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Soffía Jónsdóttir, frú Kristín Thorberg frá ísaf. C. Möller agent, Bjærg kaupm. o. fl. Sterling fór til útlanda i gær. Far tóku sér m. a. Rich. Braun kaupm. með heitmey sinni, L. H. Miiller verzlunarstj. með sinni frú, stúdentarnir Jakob Jóhannesson og Carl Möller.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.