Ísafold - 31.07.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.07.1912, Blaðsíða 1
Komxu út tvisvar i viku. Vor?> árg. (SO arkir minst) 4 kr. erlendis 6 ki, oöa 1 */• dollar; borgist fyrir mibjan júll (erlondis fyrir fram). ISAFOLD ropiNOsm bandir. vií> áramót, er ógnd a«ma koroíu só til útgefmda fyrir 1. okt. rg ft&Apr.ndi skaldiaa? blabib Af^roiðeln : Aa*i wrstrtötl 3. XXXIX. árg. Reykjavík 31. julí 1912. 52. tolublað I. O. O. F. 93569 KB 13. 9. 7. 27. 9. G Alþýðufól.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis í Læk.jarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8. Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.l4A fid. 2—8 tslandsbanki opinn 10—2x/a og 5l/s—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 söd. Alm. fundir fid. og sd. 8 ll* sibdegis. Landakotokirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6 Landsbankinn 11-21/», 6^/a-B1/*. Bankastj. vib 12-9 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. ÚtlAn 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Land8féhirbir 10—2 og 5—6. Lands8kjalasafnib hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis í*ingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasafn opib 1»/»—21/* á sunnudögum Samábyrgö Islands 10—12 og 4—0. StjórnarráöS8krifstofurnar opnar 10—4 daglega Talslmi Reykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsstabahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafnib opið á hverjum degi 12—2. Ritstjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals í skrifstofu ísafoldar á þessum timum: Olajur Bjbrnsson kl. ii—12 drd. Siqurður Hjörleijsson kl. 2—J siðd. Forustuleysið í löggjöfinni. Af þeim 15 stjómarfrumvörpum, er lögð voru fyrir alþingi það, er nú er háð, hafði fjármálanefndin samið 4, en landlæknir 3. Þá eru 8 eftir. Af þeim eru tvö runnin frá ritsímastjóranum og lúta að málum, er voru til umræðu á síðasta þingi, siglingalögin eru og frá síðasta þingi og hafði einn af pró- fessorum háskólans verið fenginn til þess að yfirfara þau. Frv. um færslu þingtimans er og frá síðasta þingi. Þá eru ein 4 eftir, og þó víst fæst þeirra beint runnin undan rifjum stjórn- arinnar, enda t. d. fjárkláðalögin alt annað en vel búin út í hendur þings- ins. Vonandi að landstjórninni finnist þá ekki, að hún hafi oftekið sig á lög- gjafarstarfinu. Það gengur eitthvað greiðara með frumvörpin frá þingmönnunum en frá stjórninni, eru orðin 36 á fáum dög- um og þótt mörg séu smá, eru þó nokkur þeirra miklu fremur rnikilsverð í eðli sínu, lúta t. d. fleiri en eitt að fjármálum landsins og gera ráð fyrir nýjum álögum og nýjum tekjum. Annað mál er það, hvað þessi frv. kunna að vera vel og vandlega hugsuð. Hann er eftirtektaverður þessi mikli munur á tölu stjórnar frumvarpa og þingmanna frumvarpa, og má þó bú- ast við, að munurinn verði erin þá meiri, áður en þingi lýkur. Hann sýnir það, að þrátt fyrir það að vér höfum fengið innlenda stjórn, hefir ekki enn þá tekist að láta stjórnina hafa þá forustu við löggjafarstarfið og sérstaklega við undirbúning löggjafar- innar, sem hún þarf að hafa og henni er skylt að hafa. í löggjafarstarfi þjóð- ar með þingræðisstjórn, á stjórnin að hafa aðal-forustu við það starf, og hún á að ganga eftir því, sem rétti sínum og skyldu, að þeir menn, sem veita henni stuðning, láti sem mest af ný- smíðuðum frumvörpum þeirra ganga gegnum greipar hennar, áður en þau koma fram í þinginu. Stjórnin á sök á þvi, ef þetta ekki tekst að verulegu leyti; þá er framkvæmdarleysi hennar um að kenna. En ekki er þó sann- gjarnt að kenna henni einni um. Þing- menn og þjóðin sjálf eru samsek henni, auk þess sem fjarlægðin frá aðsetur-. stað konungsins verður þess valdandi, að ekki er hægt að bera fram sem stjórnarfrumvörp þau frumvörpin, sem mjög seint eru samin. En nokkur ástæða virðist til þess, að reyna að stemma stigu fyrir litt íhuguðum laga- smíðum, að þeim sé dembt inn í þingið, svo að stjórnin fái ekki að rannsaka þau neitt áður. Frumvörp- um er stungið í hendur þingmanna og þeir svo látnír bera þau fram, án >ess að vita með nokkurri vissu hvað frumvörpunum stendur. Eitt dæmið um þetta er frumvarpið um lotterí, sem þingið hefir til meðferðar. Flutn- ingsmaður málsins í n. d. (L. H. B.) skýrði svo frá, að leyfistíminn, sem frumvarpið tiltæki, væri að eins 15 ár, þó frv. geri ráð fyrir að þessi tími sé 40 ár, og að eins megi svifta leyf- ishafa leyfinu eftir 15 ár, ef löggjafar- valdinu þyki þá ástæða til þess að fyrirmuna, að islenzkt lotteri sé lenqur rekið. Með öðrum orðum: Til þess að einkleyfið sé afturkræft af hálfu landsstjórnarinnar fyr en eftir 40 ár, verður hún að svifta sjálfa sig réttin- um til þess að hafa nokkurt lotterí. Þetta er dálítið annað. Ekki er ráð fyrir því gerandi, að þingmaðnrinn hafi verið að reyna að villa þingdeild- inni sýn, er hann var að útlista þetta og getur ekki öðru verið um að kenna, en að hann hafi ekki vitað hvað hann var að fara með, eða hvernig þetta var orðað í því frumvarpi, sem hann var sjálfur að flytja. Minna verður þó ekki heimtað af þingmönnum, en að þeir þekki innihald þeirra frumvarpa, sem þeir eru að lýsa. — Auk þess kom það í ljós við umræðurnar, að ýmislegt fleira í frv. var óljóst fyrir flutningsmanni, en sérstaklega varð það bert, hve afarmikil nauðsyn var á því, að stjórnin hefði fengið frum- varpið til rannsóknar, áður en það var borið upp fyrir þinginu. Það, að þetta var ekki gert, getur orðið til þess að málið annaðhvort falli í þinginu, að þessu sinni, og landið verði af mikl- um tekjuauka, eða þá að lögin verði landinu miklu óhagkvæmari, en þau hefðu getað orðið. Þar er því um að kenna hve seint málið er upp tekið af forgöngumönnum þess, þessum óvana, að demba inn á þingið þeim frumvörpum, sem sjálfsagt var að stjórnin rannsakaði og flytti. Annað dæmi svipað þessu er það, að lagt verður fyrir þingið tilboð um að reisa hér tóbaksverksroiðju,. án þess að stjórninni sé áður gefið tækifæri til þess að athuga það, að minsta kosti svo að hún geti látið nokkra umsögn eða leiðbeiningu fylgja því til þingsins. Meira að segja landsbankastjórinu, sem þó stendur undir landsstjórninni, flytur frumvarp um breytingu á banka- lögunum, án þess að ráðherra gefist kostur á að athuga tillöguna fyr en hún er prentuð og hann sér hana með öðrum þingskjölum, er hann er seztur í ráðherrastólinn í deildinni og þarf þá strax eitthvað um þetta að segja. ísaf. bendir ekki á þetta af því að hún sé því mótfallin, að lands- bankastjórnin fái það gert að lögum, sem hún óskar eftir, heldur til þess að benda á samvinnuleysið við lög- gjafarstarfið. Bankastjórarnir hafa ekki átt upp á pallborðið hjá landsstjórn- inni undanfarið, og þvi skiljanlegt, að þeir fari sinna ferða, þó þetta sé hins vegar eitt dæmi þess af mörgum, hvernig samvinna milli landsbanka og landsstjórnar á ekki að vera. En von- andi breytist þetta til batnaðar. Alt löggjafarstarfið þarf að breytast til batnaðar. Stjórnin þarf að beita sér meira fyrir löggjafarstarfinu, og bæði þingmenn og þeir aðrir, er eitt- hvert erindi eiga við löggjafarvaldið, þurfa að vita það, að þeir megi vænta þess að málaleitanir þeirra og tillögur verði teknar til rækilegrar íhugunar af landsstjórninni, hvenær sem þeir bera eitthvað fyrir brjósti, sem landi og lýð mætti verða til hagsbóta, og jafnframt lara það, að þeir eiga ekki að ganga fram hjá stjórninni með þau mál. Hafi stjórnin aftur * neitað að koma málinu á framfæri, er rétt og eðlilegt að þingmenn beri þau fram sjálfir. Stjórnarfrumvörpin eiga að vera reglan, þingmannafrumvörpin undan- tekningar, þótt atvik geti valdið því, að þær undantekningar verði nokkuð margar. Erl. símfregair. Japanskeisari dauður. --- Khöfn 8% ’12. Mutsohito Japanskeisari er dauður. Hann hafði ríkjum ráðið full 44 ár, kom til valda 1868, þá 16 vetra. Mutsohito var einhver merkasti þjóð- Mutsohito Japanskeisari. höfðingi, ef til vill allra merkastur þjóðhöfðingja nútímans. Er af hon- um og stjórn hans mikil saga og merk og mun Isafold flytja ítarlega grein um hann á næstunni. Einar Mikkelsen kominn fram. Khöfn »°/7 1912. Einar Mikkelsen er kominn heim d- samt leiðsögumanni sintitn d norskum hvalveiðabdt ejtir ógurlegar prautir. Þeir fundu dagbœkur Myliusar Erichsen. Einar Mikkelsen hefir haft 4 ára útivist. Það var árið 1908, að Danir gerðu út leiðangur undir forustu Ein- ars Mikkelsen, til þess að leita að Iík- um Myliusar Erichsen og félaga hans, er týndust á Grænlatidi fyrir 6 Arum. Einar Mikkelsen og félagar hans héldu EinarJMikkelsen. á skipinu Alabama til Grænlands og komu á leiðinni við hér á landi á Vestfjörðum og hér í bænum. Svo fréttist ekkert af þeim fyr en í ágúst 1910, er þær fregnir bárust, að Alabana hefði sokkið í is í marz- mánuði það ár við Shannon eyna á Grænlandi. En rétt áður hafði Einar Mikkelsen við annan mann lagt af stað upp í Grænland og ætlaði sér að koma aft- ur 1. ágúst sama ár, en kom ekki. Nú — tveim árum síðar, þegar hann er fyrir löngu talinn af — þá kemur hann heim heilu og höldnul Það verður fróðlegt að heyra nánara af æfintýraferðalagi hans. ------1---- Afgreitt milli deilda. Efri deild hefir afgreitt þessi frum- vörp til neðri deildar: Yfirsetukvenna- lög, lög um yfirsetukvennaskóla, breyt- ing á bólusetningarlögum og löggild- ingu verzlunarstaðar að Gjögri i Strandasýslu. Neöri deild hefir afgreitt til efri- deildar: Frv. um breytingu þingtím- ans, samþyktarlög um veiði í Drang- ey, samþyktarlög um mótak, lög um merkingu á kjöti og frv. um kaup landssjóðs á eínkasimanum til Vest- manneyja og símakerfi þar. Áfengisbannið í efri deild. Tillagan um nýja atkvæðagreiðslu um aðflutningsbannið reyndist ekki eins mikið kappsmál flutningsmönn- unum, eins og á horfðist i fyrstu. Urðu um þetta mjög hógværar um- ræður og töluðu að eins tveir, þeir Guðjón Guðlaugsson og Jósef Björns- son, hvor á móti öðrum. Að end- aðri ræðu sinni bar J. B. fram svo- hljóðandi rökstudda dagskrá: *Deildin telur rétt, að aðjlutnings- bannslögin verði eigi úr lögum numin, án undangenginnar atkvœðagreiðslu pjóð- arinnar. tn par sem reynsla er ekki komin á bannlögin, telur deildin tillögu pd, sem tyrir liggur, oj snemma borna Jram, og tekur pvi Jyrir ruesta mál á dagskrd. Var dagskráin samþykt með 7 atkv. gegn 3 og má þá búast við að málið verði ekki að deiluefni framar á þessu þingi. Þingmannafrumvörp. (Framhald). 9j. Frv. til laga um lijtrygging sjómanna. Þetta líftryggingar mál er orðið að miklu áhuga máli bæði þings og þjóð- ar, sem eðlilegt er, á þessu stórfelda slysfara ári. Stjórnin flutti i byrjun þingsins frumvarps korn, um breyt- ingu á vátryggingarlögunum, sem þó ekki miðaði til þess að auka líftrygg- ingu þeirra. Svo flutti Sig. Sig. o. fl. frumvarp um aukna vátryggingu, og er þess frv. áður getið hér í blað- inu og loks flytur nú Matth. Ól. frumvarp með þeim titli, sem skráður er hér að ofan og er það viðtækast. 1. gr. frv. hljóðar svo: Allir þeir menn á landi hér, er sjómensku stunda, um lengri eða skemmri tíma, hvort heldur á fiskiskipum, farmskipum, mannflutningaskipum, róðrarbátum eða ferjubátum, skulu kaupa sér líftrygg- ing gegn druknun i 'sjó eða vötnum. 44. Skijting laknishéraða. Eitt frv. komið enn þá, um breyt- ingu á skipun læknishéraða, frá þing- mönnum Rangæinga, og hljóðarsvo: Sérstakt læknishérað, er nefnist Eyjafjallahérað, skal vera: Austur- Eyjafjallahreppur, Vestur-Eyjafjalla- hreppur, Austur-Landeyjahreppur, Vestur-Landeyjahreppur ásamt svo nefndum Bakkabæjum. Læknissetur sem næst Markarfljóti, öðru hvoru megin. Breyting þessi gengur í gildi, þegar héraðið verður veitt umsækjanda. 35. Frumvarp til laga um stakkun verzlunarlóðarinnar i Norðfirði. Það hljóðar svo: Löggiit verzlunarlóð kauptúnsins í Norðfirði í Suður-Múlasýslu er með þessum lögum stækkuð frá vestur- mörkum núverandi verzlunarlóðar inn að Norðfjarðará um 60 faðma breiða spildu frá fjöru til fjalls. Flutningsm. J. ól. )6. Frumvarp til laga um pingjar- arkaup alpingismanna. Frumvarpið hljóðar svo: 1. gr. Alþingismenn, sem búsettir eru utan Reykjavíkur, skulu hafa í fæðispeninga 9 kr. fyrir hvern dag, frá því þeir fara að heiman til alþing- is og þar til þeir koma heim aftur. Álþingismenn, sem búsettir eru í Reykjavík, fá í fæðispeninga 6 kr. fyrir hvern dag, meðan þingið stend- ur yfir. 2. gr. Ferðakostnað fá alþingis- menn, sem búsettir eru utan Reykja- vikur, sem hér segir: I. Úr Suður-Múlasýslu kr. 185,00 2. — Norður-Múlas. . — 195,00 3- — Seyðisfirði . . — 110,00 4- — N.-Þingeyjarsýslu — 175,00 S- — S.-Þingeyjarsýslu — 165,00 6. — Eyjafjarðarsýslu . — 125,00 7- — Akureyri . . . — 85,00 8. — Skagafjarðarsýslu — 120,00 9- — Húnavatnssýslu — 115,00 10. — Strandasýslu — 105,00 11. — Norður-lsafj.sýslu — 95,00 12. — ísafirði . . . — 55,00 13- — Vestur-ísafj.sýslu — 70,00 14. — Barðastrandarsýslu — 7 5,00 15. — Snæfellsnessýslu — 60,00 16. — Dalasýslu . . — 70,00 17. — Mýrasýslu . . — ÍS<°° 18. — Borgarfi.sýslu . — SS»°° 19. — Gullbr. og Kjósars. — 20,00 20. — Árnessýslu . . — 7S<°° 21. — Rangárvallasýslu — 9S>°° 22. — Vestur-Skaftafellss. — 190,00 23. — Austur-Skaftafellss.— 370,00 24. — Vestmannaeyjum — 20,00 25. — Danmörku . . — 190,00 3. gr. Nú verður tálmi á þingför alþingismanns af ís, slysum eða öðrum óviðráðanlegum atvikum og á hann rétt til endurgjalds á þeim kostnaði, er þar af leiðir. 4. gr. Sameinað alþingi kýs nefnd, sem úrskurðar þingfararkaupsreikninga alþingismanna, en forseti i hlutaðeig- andi deild ávísar upphæðunum. 5. gr. Utgjöld samkvæmt lögum sessum greiðast úr landssjóði. 6. gr. Með lögum þessum er 37. gr. laga 14. sept. 1877 um kosningar til alþingis úr gildi feld. Flutningsm.: Sig. Stefánsson og Steingr. Jónsson. Jóhanni Sigurjónssyni fagnað. Jóhann Sigurjónsson skáld, höfund- ur Fjalla-Eyvinds kom hingað til bæj- arins á laugardaginn norðan úr landi. Hann fer héðan á morgun til K.hafn- ar. Ymsir kunningjar hans efndu í gær- kveldi til samsætis honum til heiðurs. Stóð samsætið í Iðnaðarmannahús- inu og sátu miklu færri en vildu, en fyrirvarinn svo skammur, að eigi varð Jóhann skáld Sigurjónsson, náð til nærri allra, sem þar hefðu átt að vera og þar vildu vera. Fyrir minni heiðursgestsins flutti Bjarni Jónsson frá Vogi aðalræðuna, en auk hans þeir Sig. Guðmundsson mag. og Andrés Björnsson stud. jur. Jóhann þakkaði og bað i ræðulok samsætisgesti minnast ágætrar konu íslenzkrar — móður sinnar. Enn tal- aði Jóhann fyrir minni Indriða leik- ritaskálds Einarssonar, en hann aftur fyrir minni leiklistarinnar. Þá var og Jóhanni flutt kvæði það er hér fer á eftir og ort hafði Guðm. skáld Guð- mundsson. Heill að sumbli, góði gestur, göfugt skal þér signa full! Yngri skálda æðsti prestur, andans ber þú vígslugull! Sé eg höfga hringa drjúpa, heiðbrim ljóss, af kjörgrip þeim, skínaj um sonu dalsins djúpa, dagsbrún lyfta’ um norðurheim. Vel sé þér, sem eldraun eigi ungur lézt á móð þinn fá, stýrðir móti $tjörnu’ og degi stoltur, frjáls um reiðan sjá. Heill sé þér, sem heilum knerri, hugsjón tryggur, stýrir beint, storkar kaldri kólgu hverri, krappann oft þótt hafir reynt. Hér skal svarra, hér skal freyða hrosta brim um kera lá, — skáldi lof i ljóði greiða, Ijúfar þakkir vinum frá! Hald svo fram sem för er hafin frægðar vonum nýjum glæst,#— lista dísar ljósarm vafinn lif þú sæll og fljúg sem hæstl í kvöld heiðrar Leikfélag Rvíkur skáldið með því að leika fyrir hann j Fjalla-Eyvind.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.