Ísafold


Ísafold - 03.08.1912, Qupperneq 3

Ísafold - 03.08.1912, Qupperneq 3
ISAFOLD 193 Olympiuleikarnir. Fregnir af Islendingunum þar. Viöureign Sigurjóns. í síðasta blaði var skýrt frá hinni frækilegu viðureign Sigurjóns Péturs- sonar við erlendu beljakana í grísk- rómverskri glímu. Frammistaða hans má heita með afbrigðum góð, þegar þess er gætt, að hann hefir eigi æft sig með kenn- ara (Trænörf í þessari glimu nema 3 mánuði, en aðrir kappar 3 ár eða lengur. Mjög hafði Sigurjóni verið klappað lof í lófa, er hann lagði Finnann Salila (ekki Calila, svo sem misprent- ast hefir í síðasta bl.). Sá er fyrstu verðlaun hlaut í grísk- rómverskri glímu var Svíinn Ahlqreen, en um hann voru Svíar orðnir hræddir fyrir Sigurjóni, þegar Salila féll. Átti Ahlgreen 2 kl.stunda glímu við Ungverjann Bela-Varga, þann er lagði Sigurjón, unz hann réð niðurlögum hans »á óheiðarlegan háttc, er ísafold skrifað. Bikarglíma íslendinga. Það var 14. júlí, sem íslendingar glimdu i annað sinni i Stokkhólmi, og var þá kept um silfurbikar þann, sem landar í Danmörku og íslands- vinir hafa gefið til verðlauna framvegis fyrir islenzka glimu í Olympiuleikum. Bikar þann hlaut Hallgrimur Bene- diktsson, svo sem áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. Þessi silfurbikar er, eftir því sem hingað er skrifað, hin mesta gersemi. Á bikarinn er grafin öðrum megin mynd af 2 glímumönnum, og bak við þá Almannagjá, en hinum megin: Islandsk Glima-Pokal, skankt ved OlympiskaSpel- eniStockholm 1912 av Is- landingar i Danmark. Forgöngumaður um þessa bikargjöf hefir verið Sveinbjörn Sveinbjörnsson yfirkennari í Árósum. í skjali sem fylgir bikarnum, eru reglur settar um hann. Hann á að verða »verðlaunagripur tilsæmdar þeim, er hlutskarpastur verður í íslenzkri glímu við Olympisku leikana í Stock- hólmi 1912. — Skilyrði þess, að bikarinn til fulls og alls verði eign vinnanda skal vera það, að vinnandi beri þrisvar hærra hlut við Olympiu leika*. Gefendur bikarsins eru: Sveinbjörn Sveinbjörnsson, dr. Valtýr Guðmunds- son, Finnur Jónsson prófessor, fakob Gunnlaugsson stórkaupm, Jón Krabbe skrifstofustjóri, Magnús Th. Magnús- son prestur, Bogi Melsteð cand. mag., Dines Petersen stórkaupm., Ditlev Thomsen konsúll, Guðm. Sch. Thor- steinson stórkaupm., Þórarinn Tuli- nius stórkaupm. Sendu þeir bikarinn forstöðunefnd Olympiuleikanna og er hann því orð- inn einn af föstum verðlaunagripum þeirra. Sænsk blöö um glimuna. Þau blöð sænsk sem á glímuua minnast, láta mikið af henni, en fyrsta sinni sem hún var sýnd, lítur út fyrir að fáment hafi verið áhoífenda og eftirtekt sú, sem glíman vakti ekki ýkja mikil. Tíðindamaður frá Jljtonbladet í Stokkhólmi telur glímuna íslenzku fegursta fangbragðaleikinn, er sést hafi á Stadion, og hvetur forstöðunefnd Olympiuleikanna mjög til þess að hafa aðra glímusýningu á hentugri tíma. í öðru Stokkhólmsblaði, Jíftontidn- inqen, ritar Sigurjón Pétursson langt mál um glímuna íslenzku, sögu henn- ar og lýsing á henni. íslendingar sjálfstæöir þáttakendur. Karlskrona-tidninqin, blað Ragnars Lundborgs, minnist á þvergirðings- hátt stórdanans Fritz Hansen, er hann gerði íslendingum ókleift að koma fram við fyrstu sýninguna og vítir það. Bætir blaðið við, að ef sænska íþróttanefndin hefði verið meiri karlar í krapinu, hefði mátt komast hjáleið- indum þessum. Þeir, landarnir, hafa hvergi látið sinn hlut um að halda fram þjóðar- sjálfstæði sínu. Formaður þeirra Sig- urjón Pétursson, sneri sér til vernd- ara Olympiuleikanna, Frakkans Con- bertin, með tilmælum um, að íslending- ar mættu eftirleiðis verða sjálfstæð sam- vinnuþjóð að Olympiuleikum og hafði hann tekið þeirri málaleitun mjög vel, og þ. 4. júlí var Sigurjón boð- aður á fund alþjóðanefndarinnar, sem umboðsmaður íslendinga. . íþróttamenn vorir hafa ásamt öðr- um íþróttamönnum verið boðnir í veizlur í Stokkhólmi — milliliðalaust þ. e. ekki með milligöngu Dana. M. a. voru þeir þ. 9. júlí í mikilli veizlu á Skansinum. Þar voru boðnir alls 4000 manns, og þ. 14. júlí i annari veizlu á sjálfum íþróttavellinum, Stadi- on, boðnir þangað sem íslendingar, en ekki í hóp Dana. Yfirleitt jafnan snúið sér beint til íslendinga um alt, og er það vel farið að svo hefir úr ræzt, þrátt fyrir aðra tilætlun Fritz Hansens hins danska. Þjóðhátíðin. Herra ritstjóri! Hún virðist nú dauð úr öllum æðum, þjóðhátíðin 2. ágúst. Þetta var fyrir nokKurum árum aðalskemtidagur vor, eigi að eins hór í höfuðstaðnum, heldur og víða út um landið. Þetta má heita illa farið — því að þjóðhátíðin var al- þýðunnar hátíð — hátíð sem allir sóttu, ungir og gamlir — og skemtu BÓr vel. Nú eru veifurnar einar látnar hafa fyrir því að minna oss á daginn — og vekja gamlar endurminningar. En hvernig væri nú að reyna að bæta úr þjóðhátíðarmissinum með því að efna til almenns fagnaðar núna í þessum mánuði, þegar íþróttamennirn- ir koma heim frá Stokkhólmi. Það á að vera sá þjóðarmetnaður í oss, að vór tökum almennilega móti þeim, er þeir koma heim frá alþjóða- leikmótinu — og þá eigi sízt þ e s s u m Olympiuförum, er svo vel hafa sýnt, að íslendingar vilja þeir vera. Væri þetta eigi íhugunarefni ? íþróttavöllurinn er til — og vel hæf- ur til þess konar fagnaðar. Þar ættu að fara fram íþróttas/ning- ar, ræðuhöld, söngur o. s. frv. með líku sniði og áður gerðist á þjóðhátíðum. Eg skýt þessu máli til íþróttafólag- anna og ungmennafólaganna. Takið það til íhugunar — og látið verða úr framkvæmdum ! Islandicus. Förunautur Eiuarn Mikkel- sen. Einn af foringjum þeim, sem nú eru á Valnum, H. Bessel aukaliðs- foringi — var í för með Einari Mikkel- sen á Alabama, er hann hélt í Græn- landsleiðangur sinn 1909 (ekki 1908). Isafold átti tal við hann í gær. — Hann skildi við Einar Mikkelsen og Iversen félaga hans þ. 10. apríl 1910 en síðan hefir ekkert frézt af Mikkel- sen, fyr en nú er fréttin kom um heimkomu hans. Þeir skildu við Mikkelsen inni á Grænlands-ísauðninni á 77.g0 st norð- ur breiddar, — og segir Bessel, að í skilnaðarátveizlunni hafi réttirnir verið: purt kex oq tebolli! Sagði þá Mikkelsen þeim ferðaáætl- un sína og telur Bessel hann munu hafa haldið hana að mestu, en of langt er að þessu sinni að skýra frá henni. Bessel liðsforingi telur vandfundinn jafn-ötulan mann og framkvæmdar- saman sem Mikkelsen, og segist jafn- an hafa trúað á það, að hann mundi sigla fyrir öll sker, þótt löngu hafi hann verið talinn af — meðal þeirra, er eigi þektu hann nógu vel. Strandgæzlan. Heimdallur lét af strandgæzlu nú um mánaðamót og hélt heim til sín, en Valurinn er tekinn við aftur, ný- kominn úr Grænlandsleiðangri þeim, er hann lagði í snemma í júní. Um lausn frá embætti hefir sótt héraðslæknir í Dalasýslu, Sigurður Sigurðsson, vegna heilsubil- unar. Gegnir þó embætti til vorsins. Smjörsalan. Símskevti frá Louis Zöllner, dagsett í gær, segir smjörkúta frá Hróars- lækjarsmjörbúi selda fyrir 119 shill. hvern. Sijkur allar tegundir með niðursettu verði í verzí. B. Tt. Bjartiason. H Völundur selur ódýrust húsgögn og hefir venjulega fyrirliggjandi: Kommóður Borð Buffet Servanta Fataskápa Rúmstæði Bókahillur, litaðar Bókaskápa úr eik og mahogni Ferðakoffort Eldhúströppur sem breyta má í stól Srkifborð með skúffum og skápum Búrskápa o. fl. Ofangreindir munir fást ósamsettir ef óskað er. Allskonar önnur húsgögn eru smíðuð úr öllum algengum viðartegundum, eftir pöntun. Ennfremur eru til fyrirliggjandi: Hurðir, mjög vandaðar, kvistlakkaðar og grunnmálaðar ef óskað er, stærð: 3° x 1° úr U/2", kontrakíldar 3°3" x 1°3" — li/2" — 3°4" x 1°4" — lVa" — 3°5" x 1°5" — P/í" — 3°6" x 1°6" — 1 Vs" — 3°8" x 1°8" — P/a" — Útidyrahurðir: 3° 4" x 2° úr 2" með kílstöðum 3° 6" x 2° — 2" — — 3° 8" x 3° — 2" — — 3°12" x 2° — 2" — - Okahurðir, venjulegar. Talsvert af hurðum af ýmsum öðrum stærðum en að ofan eru greindar, eru einnig til fyrirliggjandi. Sömuleiðis eru ávalt til: Gerrikti Gólflistar Loftlistar Kilstöð og ýmsar aðrar teg. af listum. Allskonar karmaefni. Rúmfætur Rúmstólpar Borðfætur Kommóðufætur Stigastólpar Pílárar ýmiskonar. Margskonar rennismíðar eru til fyrir hendi og allskonar pantanir í þeirri grein fást fljótt og vel af hendi leystar. Komið og skoðið það, sem er fyrirliggjandi í verksmiðju fólagsius við Klapparstíg. Tapaðir móálóttur vagnhestur með stjörnu og grár, klárgengur, merkt- ir X á bóginn. Finnandi skili til Ám. kaupm. Árnasonar eða Helga fónsson- ar Stokkseyri. Spor sem borgar sig. Hver sá er öl og vínfóng hygst að kaupa í stærri skömtum, gerði sjálfs sín vegna bezt í því að finna undirrit- aðan persónulega að máli, eða spyr- jast fyrir bréfiega, áður en fest verða kaup annarsstaðar. — Það ómak mun borga sig margfaldlega. B. H. Bjarnason. Aðalstræti 7. Reykjavík. S.s. Ttljölnir fer fjitin 5. eða 6. þ. mán. fif Troon og þaðan tií TTJið- jarðarfjafsins. Tlokkrir farþegar gefa fengið far með skipinu ef þeir snúa sér fií Tf.f. P. I. Tf)ors(einsson & Co. i cíag eða á morgun. Meðferðin á Fjalla-EyYindi í angiini höfundarins. Eg hitti fóhann Sigurjónsson á förn- um vegi. Hvað skyldi nú höf. Fjalla-Eyvinds segja um meðferð leiksins hér á leik- sviðinu ? Eg spurði? »jú — eg hafði yfirleitt ánægju af að sjá leikinn hér«, svaraði Jóhann. »Sumt var betur gert hér en í Dag- marleikhúsinu t. d. lokin í þriðja þætti, þegar Halla fleygir barninu i fossinn og Arnes er tekinn höndum — og tjöldin í 2. og 3. þætti voru að mínu áliti fegurri og réttari en tjöldin ytra«. Eg spurði ennfremur hvar fóhann hafi þótt mestur munuriun á leiknum hér og í Danmörku. »Óefað í 4. þætti, svaraði Jóhann, þar lék frú Jóhanna Dybwad svo vel, að eg hefi naumast nokkurn tíma séð aðra eins list á leiksviði. Yfirleitt getur enginn gert sér i hugarlund yfir- burði frú Dybwad yfir allar aðrar leik- konur, sem eigi hefir séð hana sjálfur. Það er því engin furða, þótt munur sé mikill, þegar borinn er saman leik- ur hennar og jgfr. Guðr. Indriðadótt- ur yfirleitt — eigi við því að búast, að G. I. þoli þann samanburð. — Annað sem talsvert miklu betur fór í Khöfn voru og ástarsarntölin i i. og 2. þætti milli Kára og Höllu«. Hver skáldinu hafi þótt leika bezt hlutverk sitt hér á leiksviðinu — sú var næsta spurning mín? »Mér þótti Arnes bezt leikinn. Andrés gerði það bara ljómandi vel á köflum«. Þetta var hið helzta, sem skáldið hafði um leikinn að segja. Eg spurði hann að lokum hversu víða búið væri að ákveða að taka Fjalla- Eyvind upp til leiks. »Hann verður væntanlega leikinn næsta vetur í Kaupmannahöfn, Árós- um, Kristjaníu, Málmhaugum, Gauta- borg og Stokkhólmi, en mestur hugur leikur mér á að fá hann sýndan með Rússum. Rússar rita og hugsa svo líkt okkur íslendingum, að eg trúi ekki öðru en að Fjalla-Eyvindur falli fólki þar vel í geð«. Eqo. 'OO CLP OO P-H P-H oo Oð 'oO OO P-H qs> ö 2 % s S fl > 1 9 « a 5 cc 03 -a fl fl ! | 5 « a s iq aó . ® 'O ^ 3 2 ! fl t Sh © eð m tó © 1 :© a •© fec © *> © 1 :© a 5 I 1 .s s m .© © © u fl 10 © fl s © . »0 I «5 CC Orp »Í5 ® - ® S fa - U -g S p © 8 a is 9 a sc fl h eð P-H 83 fl fl 8 > tm 83 fl tm «3 tm tm :0 '2 & x £ M 3 » ® QD Xtl OD © § 83 M 83 i o W o M5 •s 3 i 5 o 1 . W5 U <N * o •s 3 . I§ 5C á •M u *o Á I s tm 73 e3 3 fl 83 fl E 83 •+s a 3 « <0 h Q © u Q a s? :© rt fS -H 1895. 50 ára afmæli alþingis. Verzl. Edinborg stofnuð. Duglegurverkmaður getur strax fengið atvinnu við Timbur og kolaverzlun Reykjavík við ökumannsstarf o. fl. Mánaðarlaun. Leiðisgrindur um 2 leiði, svartmálaðar, með silfr- uðum húnum og hurð, fást keyptar með sanngjörnu verði. Ritstj. vísar á. Eitt stórt herbergi óskast til leigu frá i. okt., fyrir 3 stúlkur, helzt með aðgang að eldhúsi, og sem næst Kvennaskólanum. Upplýsingar í Suð- urgötu 20. Lítill ágóði, fljót skil, 1912 veldurþvílegennertil. mestar birgðir; lægst verð. Yerzl. B. fl. Bjarnason. 2 herbergi og eldhús óskast til leigu 1. sept (helzt í Vesturbænum). Uppl í Bárubúð uppi. Lax- og silungsstangir fást með góðu verði í Yerzl. B. fl. Bjarnason. dnnRaupin i CóinBorg auRa gÍQÓij minfia sorg.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.