Ísafold - 10.08.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.08.1912, Blaðsíða 2
196 I8AF0LD Kritað liðugt. í ne'ndariliti meirihlutans í lott ri- málinu er komist svo að orði: í notum þess, sem landið leggur til samkvæmt ofansögðu, fær það 4% af cllum iðgjöldunum. Seldust allir seðlamir, /0,000 talsins, jyrir ijo jr. hver, jeni’i landið 270,000 kr. qjald á missiri, eða 740,000 kr. á ári. Hér er óneitanlega krítað heldur liðugt, eins og allir geta séð, sem fyrir því vilja hafa, að reikna þetta auðvelda reikningsdæmi. Tekjuvonin af þessum 4% gerð alt of raikil, bætt þar við meira en 100 þúsund kr. á ári. Undarlegt að slikt skuli koma fyrir í skjali, sem gefið er út af 7 manna þingnefnd. Enginn benti heldur á þetta við 2. umræðu málsins. Aftur var varið meira en klukkutíma, til þess að jag- ast um réttmæti útlendra orða í is- lenzku máli. Gjaldkeramálið, Lögrétta gerir að umtalsefni grein þá, er stóð i síðasta blaði ísafoldar, með þessari yfirskrift og fer um hana þessum orðum: »Út af þessu skal bent á, að það út af fyrir sig, að stjórnarráðið hefir ákveðið, að dómstólarnir skuli skera úr máli þessu, — það þarf ekki að sjálfsögðu að sýna né sanna neitt um það, hvert álit þess sé á sekt eða sak- leysi mannsins. Allur gauragangurinn sem gerður var út af þessu máli á síð- astl. vetri, var nægileg ástæða til þess, að gera það æskilegast, að dómur falli í málinu, bæði vegna almennings og gjaldkerans sjálfs. En eigi að fara að geta sér nokkurs til um það, hvaða skoðun stjórnarráðið sjálft muni hafa um sekt eða sýknu mannsins, er rétt arrannsóknin hafi leitt i ljós, þá gæti einmitt það, að stjórnarráðið lætur gjaldkerann ennþá halda l/2 launum sínum, fremur gefið bendingu í þá átt, að skoðun þess sé, að dómstólarnir muni ekki dæma hann brotlegan um saknæmt athæfit. ísafold gerir e k k i ráð fyrir því, að alþýðu manna þyki þetta fulinægj- andi svar. Ekkert ákæruvald, sem sæmilegt er, lætur höfða sakamál gegn manni, sem pað sjáljt telur, að hafi ekki gert sig sekan í neinu saknæmu athæfi. Slíkt væri freklegasta mis- beiting á því valdi. Engin sæmileg stjórn lætur hræða sig til þess með gauragangt, eða öðru slíku. En þótt orðalagið á þessari Lög- réttu-grein gefi jremur bendingu í pá átt, að hún sé rituð af lögfræðingi en ritstjóranum sjálfum, væri þó æskilegt að fá að vita, hvort greinina beri að skoða sem svar stjórnarinnar í þessu máli, eða Lögiétta talar þarna að eins af sinu eigin. Olympiufararnir koma heim nú um helgina, flestir á Botníu, en 2 þeirra (Hallgr. Ben. og Jón Halld.) á Vestu. Gliman á Stadion þ. 15. júli vakti mikinn fögnuð með áhorfendum. Þeir voru um 20,000 manns. Og er glimumenn gengu út af vellinum að lokinni glímu glumdu við árnaðaróp: ísland liji! — hringinn i kring. Glíma sú er háð var i Málmhaug- um var nokkurskonar eftirhreyta eftir Olympiuleika. Var stefnt til íþrótta- móts í Málmhaugum ýmsum iþrótta- manna úr Olympiuleikum, þeirra með- al íslendingum. — Þar voru veitt þrenn glimuverðlaun, silfurbikarar. Hlaut Hallgrimur 1. verðlaun, Sigur- jón 2. verðlaun, en Guðm. Kr. Guð mundsson 3. verðlaun. Virðist Hallgr. hafa magnast all- mjög við utanförina, er hann gerist ofjarl Sigurjóns hvað eftir annað. Eftirtektaverð hugvekja. í niðurlagi nefndarálits meirihlutans i lotterimálinu er komist svo að orði: Þó vill nefndin láta þess getið, að valt væri að byggja á mjög miklum tekjum af lotteríinu til frambúðar, sem föstum tekjum i fjárlögunum, enda vel til fallið, að eitthvað af tekjunum væri látið ganga til fastra landsstofn- ana, svo sem til landsbankans og byggingarsjóðs. Alþingism. Pétur Jónssoti gerði nokkuð frekari grein fyrir þessari hug- mynd nefndarinnar i ræðu sinni i þinginu og þykir ísafold rétt að gefa mönnum kost á að sjá tillögur hans um þetta. Ræða hans var á þcssa leið: í áliti meiri hluta nefndarinnar er þess getið, að varasamt sé að byggja á tekjum af lotteríi til frambúðar. Eg vil taka dýpra í árinni, og vona að meiri hluti nefndarinnar sé mér ekki ósamdóma í því. Eins og sjá má af frv. er ætlast til að tekjur landsins af lotteríinu verði minst 200 þús. kr. á ári, en geti farið upp yfir 400 þús. kr. á ári. Þetta yrði þvi æði þýðing- armikil tekjugrein. En hún yrði að þvi leyti frábrugðin öðrum tekjugrein- um i fjárlögunum, að vér hefðum ekkert vald á henni. Þó lotteriið væri stofnað, þá gæti farið svo að stofnendurnir legðu það niður eftir örfá ár. Vér höfum enga trygging fyrir að það haldi áfram, nema því að eins að landið sjálft geti tekið við af stofnendunum, ef þeir skyldu hætta. En landið verður tæplega fært um það fyrst um sinn. Af þessari ástæðu tel eg tekjurnar af þessu lotterii stop- ular og ekki óhættulegar, nema skyn- samlega sé með farið. Það er sem sé margreynt, að þegar tekjur einstak- linga hækka, þá fer eyðsla þeirra i vöxt; menn venjast meiri fjárbrúkun. En þegar þær minka aftur, þá er það mjög torvelt og oft tilfinnanlegt að minka eyðsluna aftur að sama skapi og hverfa í sama farið og áður. Á líkan hátt fer þegar landssjóður á í hlut. Það hlyti að verða mjög til- finnanlegt fyrir landssjóð ef lotteríið yrði lagt niður eftir t. d. 6—8 ár, þegar hann væri búinn að venja sig við að hafa c. 200—400 þús. kr. ár- legar tekjur í viðbót við það sem hatin hefir nú, því þá væri búið að færa upp árleg útgjöld landssjóðs sem þessu nemur, og ársþörf hans til tekna væri að sama skapi orðin hærri. Við höfum dæmið fyrir okkur þar sem vínfangatollurinn er; við getum ekki mist þær tekjur sem við höfum haft af honum, en hefir ekki enn tekist að finna nýjar leiðir. En þó nú að lotl- eri tekjurnar gætu orðið okkur til ills ef þeim væri bara kastað i svang- inn á landssjóði, eins og öðrum toll- um og sköttum, þá má þó finna vegi til að verja þeim þannig, að svo verði ekki. Þá má ráðstafa þessum tekjum sérstaklega með lögum. T. d. mætti leggja talsverðan hluta þeirra i sjóði, eða til að styrkja opinberar stofnanir, sem standa á völtum fæti. Eg get hugsað mér að leggja mætti nokkurn hluta teknanna árlega í byggingarsjóð- inn. Tekjur sjóðsins hafa orðið litl- ar, þvi sala á Arnarhólslóð hefir lítil orðið enn, en hinsvegar hefir sjóður- inn notað mikið fé og því orðið að taka lán úr viðlagasjóði. Væri fé lagt í byggingasjóð, þá mundi það leysa bundið viðlagasjóðsfé. Sömuleiðis gæti komið til orða að verja hluta af þess- um tekjum til verðbréfakaupa til trygg- ingar landsbankanum og veðdeildum hans. Talsvert fé bankans hefir verið tekið úr veltu og bundið fast í þessu skyni, og sömuleiðis hefir fé lands- sjóðs verið bundið til að standa bak við veðdeildirnar. Vöxtum af þessum verðbréfum mætti verja til einhvers annars en hagsmuna bankans, t. d. heilsuhælisins, til að hjálpa fátækum sjúklingum að vera á hælinu. — Eg vildi benda hv. deild á þetta, þótt eg komi ekki með tillögu þessa efnis nú. Þótt lotteríið komist á, þá verður nægur tími slðarmeir til að gera slík- ar ráðstafanir, en eg vildi ekki að mál- ið gengi í gegn nú, án þess að þessu væri hreyft, svo að þessi hugsun fylgdi því. — ----Sct»S-— Látinn Þingmannafrumvörp. (Framhald). 57. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 60, )0. júli 1909. Beðið um nýtt læknishérað enn þá. Frv. hljóðar svo: ísafjarðarlæknishéraði skal skift í tvö læknishéruð, svo sem hér segir: 1. Ísajjarðarhtrað: Eyrarhreppur, ísafjarðarkaupstaður, Súðavíkur- hreppur og Vigur í Ögurhreppi. 2. Hólshérað: Hólshreppur (ásamt Bolungarvíkurverzlunarstað) í Norður-ísafjarðarsýslu. Flutningsm. Skúli Thoroddsen. }8. Frv. til laga um vatnsveitu i löggiltum verzlunarstöðum. 1. gr. frv. hljóðar svo: Hrepps- nefndum er heimilt með samþykki sýslunefndar og stjórnarráðs íslands að koma á vatnsveítu til almennings nota í löggiltum verzlunarstöðum. Flutningsm. St. St. Eyf. og Hannes Hafstein. 39. Frv. til laga um breytingu á lagum nr. ji, 20. okt. 1907, um sölu pjóðjarða. Frumv. hljóðar svo: 1. gr. Nú gengur þjóðjörð, er seld hefir verið ábúanda, úr sjálfsábúð, og óskar eigandi að selja jörðina, en hvorki viðtakandi eða hlutaðeigandi sveitarfélag notar kauparétt sinn, og skal þá jafnan skylt að bjóða lands- stjórninni kaup á jörðinni fyrir lands- sjóð, er þá hefir forkaupsrétt. 2. gr. Nú tilkynnir eigandi, eða annar fyrir hans hönd, landsstjórninni að jörð sé til sölu samkv. 1. gr., og skal landsstjórnin hafa tilkynt hlutað- eiganda innan 2 mánaða, hvort hún vill að landssjóður neyti kaupréttar sins. Sé svar hennar játandi, gerir hún jafnframt ráðstafanir til að mat fari fram samkv. tilvitn. lögum, svo fljótt, sem hún álítur gerlegt, og skal því matsverði venjul. hlýtt. Þó skal seljanda heimilt, fái hann hærra boð annarstaðar frá, að sæta því, vilji lands- stjórnin ekki sinna því verði. 3. gr. Sé jörð seld öðrum en við- takanda eða sveitarfélaginu, án þess að landsstjórninni hafi verið gert við- vart samkv. 1. gr., er Iandsstjórninni heimilt að rifta sölunni, og kaupa fyrir sama verð og jörðin var þá sið- ast seld fyrir. Flutningsm.: St. St. Eyf. 40. Frv. til laga um viðauka við lög um útjlutningsgjald aj fiski, lýsi 0. ji. jrá 4. nóv. 1881. Þetta er frv. milliþinganefndarinnar í fjármálunum, er borið var fram af stjórninni i n. d. i þingbyrjun og sett þar í nefnd. En af þvi sú nefnd þótti sitja óþarflega fast á frumv., var það borið fram af nýju í efri deild, af nokkrum deildarmönnum þar, með dálitlum breytingum. Mun þá mega telja því borgið úr þessu. 41. Frv. til laga um nýnejni.. Frv. þetta flytja þeir Guðl. Guðm. og St. St. Eyf. og eru þar settar reglur um nafnbreytingar og ný nöfn á býlum og ný nöfn manna, en eftir því á framvegis að kaupa leyfisbréf til allra nafnbreytinga, er kosti 10 kr., greiða sýslumanni eða presti 2 kr. skrásetningargjald og að auki þing- lestursgjald fyrir býlisnöfn. 42. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 44, 10. nóv. 1907. Efni frumvarpsins er þetta: Ef þurfalingur fer eftir læknisráði á sjúkrahús, annað en holdsveikraspltala, þá kostar framfærslusveit hans dvöl hans þar, lyf og læknishjálp, alt að 200 kr. á ári. Það, sem fram yfir er 200 kr., greiðist úr landssjóði. Flutningsm.: Matth. Ólafsson, Sig. Sigurðsson og Halld. Steinsson. 43. Frv. til viðauka við tolllög jyr- ir ísland jrá 11. júli 1932. Það er hvorki minna, né mjórra, sem frumvarpið fer fram á, en 2 kr. toll af hverri kolasmálest. Er gert ráð fyrir að frv. verði að lögum þegar í stað og gildi til ársloka 1915. Flutningsm.: Sig. Eggerz, Einar Jónsson próf. og Jósef Björnsson. Þýzka skemtiskipið Victoria Louise kom hingað annað sinni á þessu sumri núna í vikunni, 6. þ. mán. Farþegar voru þetta skifti 460 — af ýmsum þjóðum. Skemtanir í landi sömu og ella: samsöngur í Bárubúð og veðrciðar og glímur úti á íþróttavelli. Veðreiðarnar fóru eigi fram, svo sem til var ætlast. Voru það Þjóðverjarnir sjálfir, sem þar áttu sök á. Þegar komið var nokkuð út í skeið-kapphlaupið, rudd- ust Þjóðverjar inn á brautina, flöldinn allur, á öðrum hestum en veðreiða- hestunum og tóku sjálfir að þreyta veðreiðar. Komst þá alt á ringulreið og varð eígi lokið veðreiðunum. Brl. símíregnir. Khöfn 9/8 ’12. Námuslys í Þýzkalantli. Stórt námuslys hejir orðið í Bochum á Þýzkalandi. Þar jórust 107 manns. Bochum er borg í Westfalen, iðn- aðar- og námabær allmikill með nál. 80.000 íbúum. Roosevolt forsetaefni. Roosevelt er einróma kjörinn jorseta- ejni sinna flokksmanna. Eins og menn muna, tilnefndi meirihluti kjörmanna í þjóðarsam- kundu samveldismanna Taft forseta- efni, og hlaut hann 561 atkv. en Rossevelt 107, en 344 kjörmenn, fylgismenn Roosevelts, greiddu eigi atkvæði. Það eru þá þessir 107+344 eða 451 kjörmenn, er nú hafa í einu hljóði tilnefnt Roosevelt. Alþingisfréttir, Afgreidd lög. Þau eru þessi fjögur: 1. Lög um breyting á tíma þeim, er hið reglulega alþingi kemur saman. 2. Lög um að landssjóður kaupi einkasímann til Vestmannaeyja og símakerfið þar. 3. Lög um samþykt um veiði í Drangey. 4. Lög um löggilding verzlunarstað- ar að Gjögri í Strandasýslu. Feld frumvörp. Auk þeirra frv. er áður hefir verið getið, hefir efri deild felt stjórnarfrv. um útrýming fjárkláðans. Afgreitt milli deilda. Ejri deild hefir afgreitt til neðri deildar frv. um útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl. Neðri deild hefir afgreitt til efri deildar viðauka við 1. um verzlun og veitingar áfengra drykkja, frv. um eftirlit með þilskipum og vélaskipum, breytingu á lögum um aðra skipun á æðstu umboðsstjórn ísl. (niðurfærslu ráðherra-eftirlauna), breyting á hafnar- lögum fyrir Reykjavíkurkaupstað, breyting á lögum um stofnun Lands- banka, samþyktarlög um ófriðun og eyðing sels úr veiðiám, frv. um sölu á eign Garðakirkju af kaupstaðarstæði Hafnarfjarðar, frv. um stækkun verzl- unarlóðar á Flateyri, frv. um breyting á lögum um styrktarsjóð barnakenn- ara, frv. um sölu á eggjum eftir þyngd og frv. um vatnsveitu í löggiltum verzlunarstöðum. Loks afgreiddi deild- in í gær peninga-lotteríisfrumvarpið, með 18 atkv. -gegn 2 (Vog-Bjarna og Skúla). Fyrirspurn til ráðherra. Þingmennirnir Jón Ólafsson, L. H. Bjarnason, Pétur Jónsson, Bjarnijóns- son, Björn Kristjánsson, Eggert Páls- son og Valtýr Guðmundsson bera fram svohljóðandi fyrirspurn til ráð- herra: Er það satt, að stjórnarráðið hafi leyft að flytja hingað á höfnina frá útlöndum áfenga drykki, sem geymdir séu í skipi hér á höfninni til afhend- ingar erlendum skipshöfnum, og það ótollað? Ef svo er, með hverri lagaheimild og af hverjum ástæðum er þetta gert? Fjölment samsæti héldu Vopnfirðingar fyrverandi presti sínum, síra Sigurði Sívertsen docent, er hann var hjá þeim í kynn- isför í síðastliðnum mánuði. Til heiðursgestsins töluðu þeir verzlunar- stj. Olgeir Friðgeirsson og héraðslækn- ir Ingólfur Gíslason. Tvö kvæði voru honuru og flutt. ísafold flytur sitt erindið úr hvoru þeirra: Störfin urðu ekki fá öll þau leysti’ hann vel af hendi þegar eitthvað aumt hann sá úr því varð að bæta þá, góðu vildi hann sæði sá söfnuðunum heitt hann kendi. Störfin urðu ekki fá öll þau leysti’ hann vel af hendi. Sú kirkjan er gnæfir við bimininn hátt, hún hljómar og rómar þitt minni, hún sýnir þinn andlega áhuga og mátt og árvekni’ í stöðunni þinni. Þú veittir þá forstöðu, er varðhennihlíf, þú vaktir með kærleika trúmála lif. Jöu iilþm. frá Múla kom til þings snemma í vikunni frá Englandi. Hefir dvalist þar um hríð í vor til lækninga. Hann er þó eigi fullhress enn af sjúkdómi sínum. . er Björn bóndi á Svarfhóli í Borg- arfirði í hárri elli, 85 ára. Mesti fyr- irmyndar og dugnaðarmaður. Meðal barna hans eru: Guðm. sýslumaður Barðstrendinga, Jóhann hreppstjóri á Akranesi og Jón kaupm. í Borgarnesi. Samgöngurnar og Thorefélagið. Um það mál hefir D. Thomsen kon- súll sent alþingi erindi það, er hér fer á eftir: Okkur kaupmönnunum er, eins og öðrum góðum mönnam, farið að þykja ískyggilegt útlit með póstskipaferðir framvegis. Góðar samgöngur innan- Iands og við útlönd er eitt aðalskil- yrði fyri: hagkvæmum viðskiftum. — Þjóðin hefir lagt mikið í sölurnar til vegabóta á sjó, en þegar hætt er við að samgöngur þessar komist í algert ólag, er það skylda hvers manns að gera sitt til að þær versni þó sem allra minst. Oss nefir borist til eyrna, að gufu- skipafélagið Thore eða lánveitendur þess heimti, að félaginu verði gefnar eftir bótalaust skyldur þær, sem á því hvila gagnvart landinu, til að halda uppi strandferðum og Hamborgarferð- um. Vér viljurn engan dóm á það Ieggja, hvort rétt sé að gefa eftir réttmætar og mikilsverðar kröfur gegn einhverju loforði um óákveðna samkepni við Sameinaða gufuskipafélagið um Kaup- mannahafnarferðirnar. Ekki heldur dirfumst vér að sinni að hvetja til þess, að landssjóður hætti miklu fé til skipakaupa eða reksturs strandferðanna fyrir eigin reikning. Tilgangur þessa erindis er að eins sá, að benda á nokkur samningsatriði, sem ef til vill mætti bjarga úr Thore- strandinu. Ef óumflýjanlegt skyldi verða að að fórna strandfeiðunum, finst oss, að gefa ætti stjórninni heimild til að reyna að krefjast þess, viðvikjandi millilandaferðunum, að sem mest til- lit verði tekið til þeirra viðkomustaða kringum landið, sem mest verða út- undan, þegar strandferðirnar hætta. Verði óumflýjanlegt að fórna Ham- borgarferðunum, ætti félagið að minsta kosti láti okkur í té önnur sambönd við Þýzkaland, sem væri félaginu sama sem kostnaðarlaus. í Liibeck hefir íslandsskipunum áð- ur verið gefinn kostur á undanþágu frá hafnargjöldum, ef þau vildu ko na þar við, og að þessu boði ætti nú loksins að ganga. Frá Kaupmannahöfn til Lúbeck er að eins 12 tima ferð. Fari skipin að kveldi írá Höfn, má afgreiða þau næsta dag í Lúbeck, og þau eru þá komin aftur til Hafnar að tnorgni næsta dags, og hafa því ekki tapað nema einum vinnudegi af margra daga dvöl í Höfn milli íslandsferða. Þessi sambönd milli íslands og Lii- beck eru því skipunum ekki kostn- aðarmeiri en þegar þau fara aukaferð héðan til Stykkishólms, sem þnu fara margoft fyrir langtum minni farm en hér yrði um að ræða. Lúbeck er hinn hagkvæmasti og ódýrasti útskipunarstaður fyrir allar þýzkar vörur. Auður er þar mikill og áhugi fyrir verzlun við ísland. Það er ekki einungis von um góð verzlunarsambönd þaðan, heldur og hitt, að þaðan rnætti útvega tilboð um víðunanlegar strandferðir við ísland. Að endingu skal eg bæta því við, að eg hefi í vor af eigin hvötum spurst fyrir hjá gufuskipafélögunum i Noregi og Skotlandi með hvaða kjör- um þau væru fáanleg til að taka að sér skyldur Thorefélagsins gagnvart íslandi, og tjái eg mig fúsan til að láta nefndinni í té upplýsingar þessu viðvíkjandi, ef þess er óskað. Árangur af þessum málaleitunum hefir verið lítill, bæði vegna mótstöðu af hálfu hins nýja forstjóra Thorefé- lagsins og vegna þess að eg hafði ekkert umboð frá neinum hér til samn- ingstilrauna. Þingið hefir auðvitað litinn tima og tæki til ráðstafana í þessu máli, en ekki má það þó gefa eftir Thore- samninginn bótalaust. Eðlilegast er, að þingið feli lands- stjórninni að veita Tborefélaginu ein- hverja bráðabirgða tilslökun, fyrst um sinn til næsta þings, og að vinna að því marki, að strandferðir og fjórð- ungsbátar komi undir sameiginlega innlenda stjórn og verði reknar ann- aðhvort fyrir landsins reikning, eða af innlendu hlutafélagi með landssjóðs- styrk. Reykjavík þ. 8. ágúst 1912. Virðingarf. D. Thomsen kaupmaður. Til samgöngumálanefndar alþingis. Isafold minuist ef til vill síðar á þetta erindi konsúlsins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.