Ísafold - 14.08.1912, Side 1

Ísafold - 14.08.1912, Side 1
Kemm út tvisvar i vika. YerT) árg. (80 arkir minst) i kr. erlendis B ki. efia 1 */« dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram), ISAFOLD DppsOzn (sbrifleg) bxxndin vib iramót, er ógiid nema komtn aé til útgefaiida fyrir 1. okt. og aaapandi si; cldlacr vi’t blaðiö AfKi-eibsia: Austnrstrmti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 14. ágást 1912. 55. tölublað I. O. O, F. 938169 KB 13. 9. 8. 31. 9. G Alþýðufél.bókasafn Pósthússt.r. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis í Lækjarg. 2 mvd. 2—B Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. Bæ.jarfógotaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—3 og 5—7 Eyrna-.nef-og hálslækn. ók. Pósth.str 14A fid.2—B íslandgbanki opinn 10—2*/a og 5*/»—7. K.P.TT.M. Lestrar- og skrifstofft 8 árd,—10 feód. Alm. fundir fi 1. og sd. R */a síbdogis. Landakot,skirk.ia. C4u^Gbj. 9 ov B á helgnm Landakotsspltaii f. sjúkravitj. 10l/a—12 og 4—5 Landsbankinn ll-Sty, ö^/s-B^/s. Banbastj. vib 12-2 Landsbókasafn .12—3 og 5—8. Útlán 1—3 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—3. Landsskjalasafnib hvern virkan dag 12—2 Land3lminn opinn daglaugt [8—9] virka dagu helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis f>ingh.st.r. 23 þd.og fsd. 12—1 Náttúrugripasaín opib 2 x/s—a*/a A snnnudögum Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavíkur (Pósth. 3) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga »0—9. Tannlæknizig ókeypis Pósth.str. UB md. 11—12 Vifilsstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafnið opið á hverjum degi 12—2. Ritsfjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals í skrifstofu ísafoldar á þessum tímum: Ólajur Björnsson kl. n—12 árd. Siqurður Hjörleijsson kl. 2—j siðd. Keisaraskiftin í Japan. Eins og símskeytin hafa skýrt frá, andaðist Japanskeisari mikadó’inn, eins og hann er nefndur þar í landi — 29. júlí um morguninn. Hann lézt úr nýrnaveiki og blöðrubólgu. Mutsuhito keisari varð tæplega sex- tugur. Hann er íæddur 3. nóv. 1832 Og tók við rikjum í febrúar 1867. Á hans ríkisdögum tók Japan þeim stakkaskiftum, sem eins dæmi eru í stjórnmálasögu heimsins. Þegar Muisuhito tekur þar við völd- um fyrir rúmum mannsaldri, er sams- konar snið á japönsku þjóðíélagi, sem tíminn einn hefir breytt frá ómuna- tíð, svo hægt, að enginn hefir tekið eftir, líkt og segja má um Kína fram á þenna dag. Þegar Mutsuhito fellur frá, er Jap- an orðið eitt at menningarlöndum heimsins. Þegar hann kemur að völdum, er [apan land, sem ekki er komið enn á heimsstjórnmála-markaðinn, ef svo mætti að orði kveða. Þegar hann fellur frá, og eftir sig- urinn við Rússa, er landið orðið eitt af forvigislöndunum, eitt af heims- veldunum. Það var fyrsta stjórnarafrek Mutsu- hito, sama árið og hann tók við vöid- um, að hefja ríkisbylting og steypa af stóli meðstjórnanda sínum, shógún’- anum, brjóta niður lénsmannsvaldið, og fá þar með míkadó’num — sjálf- um sér — fult stjórnarvald í hendur. Austurlandabúar eru fastheldnir við forna siði og ríkisvenjur ekki sizt. Frá aldaöðli hefir shógúninn eða tai- gúninn, eins og hann er líka nefndur, veriðmeðstjórnandi míkadósins. Stund- um hefir hann jafnvel haft meiri völd en keisari sjálfur — eftir því hvor þeirra hefir verið ráðríkari og máttar- meiri. Þetta tvíveldi hafa Evrópu- menn jafnvel skilið svo, eða réttara sagt misskilið, að míkadóinn væri að eins andiegur drotnari, en shógúninn hinn veraldlegi og snúið sér því i stjórn- arfarslegum málum eingöngu til shó- gúns. Þessu undi Mutsuhito ekki og tók af skarið. Það sýnir, hve mikið hann hefir þorað að eiga undir sér, að afnema jafn-helga og rótgróna rikisvenju, þó að þegnar Japanskeis- ara lúti að vísu þjóðhöfðinga sínum fremur sem guði en jarðneskum drotn- ara. Aðra stórmikla endurbót gerði keis- ari á stjórnarfari landsins 1889, þegar þingskipuleg stjórnarskrá var lögleidd í Japan. Eftir henni var sonur hans, sá er nú tekur við rikjum, viðurkend- ur ríkiserfingi. Einkasonur keisara, Joschihito Har- unomiyia, hinn nýi mikadó Japans, er 33 ára gamall. Hann er fæddur 31. ágúst 1879. Arið 1900 gekk hann að eiga Sardako prinzessu, dóttur Kuju Michitaka fursta og á við henni 3 börn. 30. júlí, daginn eftir dauða föður síns, vann hann eið að stjórnarskránni í návist allra ráðherra. Einar Mikkelseu heim kominn úr Grænlandsförinni. ---- Khöfn 4/8. ’12. Öllum er enn í fersku minni Græn- landsför hins hugprúða danska land- könnuðar, Mylius-Erichsens, rannsókn- arför, sem nú hefir komið í ljós að ekki hefir verið farin fyrir gýg, en hann varð að láta lifið fyrir. Fyrir þrem árum lagði annar ótrauður Dani út á isinn og ásetti sér að leita að rannsóknarskýrslum M.-E. Það var landkönnuðurinn Einar Mikkelsen höfuðsmaður. Hann hafði valið nokkra hrausta menn til farar með sér og hélt af stað á skipinu Alabama árið 1909. Ferðin byrjaði ekki vel. Hundar hans drápust hrönnum og hann varð að snúa til Reykjavíkur til að láta sótthreinsa skipið. Síðan héldu þeir norður í höf. En 10. apríl 1910 skildi Mikkelsen við alla félaga sína nema einn, Ivarsen vélstjóra, á 76. st. n. br., og lét þá Ivarsen vélstjóri. hverfa heim aftur á Alabama. Skipið sökk á leiðinni, 7. júní, en skip frá Álasundi, bjargaði skipverjum. Frá þessum degi, að þeir skildu, eða í 2 ^/4 ár hefir ekkert spurst til þeirra Mikkelsens fyr en nú. Flestir höfðu talið þá af. Engir ætluðu þeim líf aðrir en þeir, sem ætluðu þeim nær því ofurmenskan þrótt og karl- mensku. Það hefir komið í ljós, að þeir hafi verið slíku þreki gæddir, svo miklar hörmungar sem þeir hafa ratað í. Þegar þeir Mikkelsen skildu við fé- laga sína, lögðu þeir þegar á jökul- breiðurnar. Það reyndist hættuleg för og torveld, því sprungur miklar eru í jöklinum. En þó gekk alt vel, og síðast í maí komu þeir fram í Danmerkurfirði og Jundu par skýrslur Mylius-Erichsens. Nú var aðal-markmiði ferðarinnar náð. Mikkelsen hafði hugsað sér að halda lengra norður og kanna landið á svæði, þar sem kallað er Peary- sund, en þegar hann las skýrslu M.- E., sá Mikkelsen, að hann hafði farið förina og uppgötvað, að Peary-sund var ekki sund, heldur að eins fjörður, sem skarst langt inn i landið. Þá var eftir engu að blða öðru en hverfa heim. Þeir lögðu af stað heim- leiðis 29. maí 1910 — og á þvi byrjar þeirra hörmungasaga. Hund- arnir strádrápust fyrir þeim, en síð- ustu hundana verða þeir sjálfir að skjóta. Þeir hafa ekki annað sér til matar. Þeir sýkjast af þessari pestar- fæðu, en ná þó ekki í aðra björg. Loks komast þeir í Danmerkurhöfn og finna þar vistaforða 19. september. 29. nóv. komust þeir til Shannon- eyjar. Þar væntu þeir að hitta norska selara sumarið 19n. Eti það brást. Þegar svo langt var liðið á haust, að engin von var lengur um að komast þaðan, héldu þeir til Bass Rock og tóku þar vetursetu. Þ;ið voru daufir dagar. Þeir hafa haft með sér bækur eftir Björnson og Kielland og kunnu þær að síðustu spjald.t á tnilli. Þeir fá skyrbjúg af illu viðurværi og svelta á milli dög- um satnan. En þegar þeir geta skot- ið sér dýr til matar, þá er glatt á hjalla í kofanum. Verst er þögnin. Þeir verða að tala saman og segja hvor öðrum sögur, svo að þunglynd- ið geri ekki út af við þá. Og svona líðnr hver dagurinn af öðrum. Vikur, mánuðir. Nú getur ekki verið nein von lengur. Nú eru þeir orðnir svo máttvana af langæu hungri og vosbúð, að þeir sjá til hvers muni draga. Jæja, dragi þá til hvers sem verða vill. Þeir bíða róleg- ir dauðans. Nú er sumar í Danmörku, nú er 17. júlí heima. En síðan eru þrjú ár. Það er langur tími í öræfunum.- Dauðinn sigrar þó ekki baráttulaust. Hvað er þetta — var ekki rjálað við hurðina ? Villibráð — spentar byssur ! Menn! Sami norski skipstjórinn, sem hefir bjargað félögum þeirra af Alabama — sami maðurinn, Lillenæs, hann er kominn þarna að kofanum til þeirra. Hann hafði fundið trjábol í Rost- ungsey, þar sem á var ritað 1912. Það vekur eftirtekt hans. Hann fer að leita. Loks sér hann álengdar tvær verur, líkastar moskusnautum. Hann missir sjónar á þeim áður hann fær skotið þau. — Og svo kemur hann að kofanum. Hér í Danmörku var heldur en ekki fögnuður, þegar Einar Mikkelsen kom. Þegar skipið lagði að landi, var þeim félögum tekið með angandi blóm- magni, sem dundi yfir þá frá ung- meyjum Kaupmannahafnar, og um kvöldið var þeim haldin vegleg veizla á ríkisins kostnað. í London hefir heimkoma Mikkel- sens vakið stórmikla eftirtekt og talið mjög mikilsvert, að nú sé sannað, að Peary-sund á suðurströnd Græn- lands sé fjörður og ekki sund. Enska konunglega landfræðisfélagið hefir mælst til þess að Mikkelsen flytji er- indi um leiðangur sinn í London. Einar Mikkelsen er rúmlega 32 ara gamall, og hefir verið í landkönnuðar- leiðangrum frá því hann var unglingur. 1906 var hann foringi fyrir Anglo- American-pólförinni, sem var hafin til að leita að löndum fyrir norðan Alaska. Hann skrifaði rit á ensku um þennan leiðangur. Ivarsen vélstjóri, félagi hans, er maður á líkum aldri, hraustur maður og hugprúður. Landar erlendis. Kh. 4/g ’12. Gunnar Gunnarsson, ungt og efni- legt íslenzkt sagnaskáld, hefir nýlokið við skáldsögu, sem kemur út í haust í bókaverzlun Gyldendals i Kaupmanna- höfn. Sagan heitir Ormarr Örlygsson og er íslenzk sveitalifs-lýsing. Hann hefir ritað söguna bæði á dönsku og íslenzku. Hún kemur út í haust á ís- lenzku — ef það er þá ekki að verða ókleift ungum íslenzkum rithöfundum að fá bækur sínar útgefnar á sínu móðurmáli. Gunnar Gunnarsson er lofaður danskri stúlku, ungfrú Fransisku Jór- gensen, systur unnustu Einars Jóns- sonar myndhöggvara. JÓnas Guðlaugsson hefir fengið nýja ljóðabók á dönsku tekna á Gylden- dals-forlagið í Khöín. Hún heitir Viddernes Poesi. Uppreisn i Portúgal. ---- Kh. 4/8 ’12 Einveldismenn hafa gert uppreisn í Portúgal. Þeir hafa gert usla mikinn í landinu á mannvirkjum og samgöngu- færum, t. d. slitið símþræði á löngu svæði. Landslýður norður í landi tek- ur þátt í uppreisninni, og aðalherinn undir forustu Pavio Conseiro hefir sett niður herbúðir við Montelegre. — Stjórnin hefir látið senda allmikinn liðsauka þangað norður. Fylgismenn Manuels, konungsins ríkislausa og Dom Miguels, sem kall- ar þar til ríkis, hafa gert bandalag til að gera í sameiningu áhlaup í Portú- gal. 8. júlí stóð orrustu við borgina Chaves. Þar var foringi Dom Migu- els-flokksins handtekinn. Hörð refs- ing er sagt að bíði uppreistarmanna. Fulltrúadeildin hefir samþykt lög- sem mæla svo fyrir, að hver einveld- ismaður, sem komiðsé að vopnuðum, skuli dreginn fyrir herdóminn og dæmdur svo sem upphlaupsmaður. Einveldismenn hafa sprengt margar brýr í loft upp og gerskemt járnbraut- arteina á löngum svæðum. Varaliðið hefir verið kvatt saman. En Pavio Conseiro stendur til varn- ar með 350 manns og 4 hraðskeyttar fallbyssur á spænskri grund beint á móti Montalegre. Aðrir 250 einveld- ismenn sitja í Portugal og leitast við að ná saman við herlið Conseiros, þó ilt sé, því stjórnarherlið gætir allra vega til landamæranna. Síðustu fregnir. Einveldismenn hafa teflt öllum sig- urvonum úr hendi sér fyrir hugleysi Þeir hafa látið fjandmenn sína við miklu minni liðsaga, reka sig þrásinn- is á flótta. Stjórnin heldur áfram að senda her- lið til Norðurportúgal, en út séð er ekki enn um, hver verða lok þessar- ar uppreistar. ------------ Enska verkfallinu lokið. ---- Kh. 4/8 ’12. í Tower Hill héldu verkfallsmenn fund með sér 24. júlí. Eftir að verk- mannaforinginn Ben Tillet hafði sakað foringja vinnuveitenda, Lord Devon- port, um að hafa ráðið körlum, konum og börnum bana með hallæri, eggjaði hann fundarmenn, sem væru fúsir á að biðja drottinn um að ljósta Devon- port, til að rétta upp hendurnar. All- ir réttu upp hendurnar, og Ben Tillet bað hárri röddu: — Oh God! strike Lord Devonport deadl Múgurinn kraup á kné með sömu orð á vorum og söng síðan greftrun- j arsálm. — — Sama dag voru óeirðir miklar í þeim hluta borgar, sem heitir Ulapping. Verkfallsmenn réðust á hafskipabrýrn- ar og kveiktu i nokkrum járnbrautar- vögnum. Lögreglan skarst í leikinn og í atlögunni særðust 25 verkfalls- menn. 27. júni var lýst yfir því, að verk- fallinu væri lokið. Vinnuveitendur höfðu loks sýnt verkmönnum ein- hverja ívilnun. En þó eru margir sem ekki hafa tekið upp vinnu. Þetta er eitt hið mesta verkfall í sögu Englands. Alls hafa tekið þátt í því 95,000 verkmenn og kostað iðnaðarfélögin 50 miljónir króna. Og þó eru ótalin lán og fjárstyrkur einstakra manna. Fjöldi iðnaðarfélaga standa féþrota uppi. Sum þeirra hafa lagt fullar 3 milj. króna af mörkum. Nær 25,000 eru í sárustu eymd, en 7000 manns orðið að segja sig til sveitar. Olympísku leikarnir. Maraþonhlanpin hætta? ---- Kh. 4/s 12. Þegar litið er yfir hlaupaskrárnar við ólympisku leikana og vér sjáum að enginn Ntfrðurálfubúi heíir unnið nein verðlaun í hlaupum, þá mun óhætt að kenna hitanum drjúgum þann misjöfnuð. Það eru Suðurálfu- búar og Vesturheimsmenn, sem þar bera skjöldinn — og þeim er sumar- hitinn í Stokkhólmi, þegar sem allra heitast er á hlaupunum, ekki annað en daglegt brauð. Norðurlandabúar þurfa ekki að reyna sig og jafnvel Suður- landabúar örmagnast og láta lífið — af sólbiti. Svo hefir farið í öll fjögur skiftin, síðan Olympíuleikarnir voru teknir upp. Og svo fór enn i sumar. Portúgalinn Lazaro hneig niður á skeiðvellinum, sólbitinn, 15 rastir, frá marki. Og morguninn eftir lézt hann. Nú hefir forstjóri Maraþonhlaup- anna, Djurberg, lýst yfir því, að þessi hlaup muni verða afnumin, með því að þau hafi kostað mannslíf alstaðar, í Stokkhólmi, Lundúnum og Aþenu. Það er þó vafasamt hvort það nær fram að ganga, svo sjálfsagt sem það virðist að marka ekki slíkt skeið mönnum, sem ekki mega hafa íþrótt- ir að atvinnu. En hins vegar leggur Maraþon-dagurinn drýgstan skerf i Ólympíusjóðinn. í Stokkhólmi urðu tekjur alls eftir þann eina dag 87,000 krónur.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.