Ísafold - 14.08.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.08.1912, Blaðsíða 2
200 ISAFOLD Erl. símíregnir. Khöfn »/8 ’12. Jarðskiálítar á Tyrklandi. Á Tyrkfondi haýa orðið ákafir jarð- skjáljtar. Fjoidi manna beðið bana eða sœrst. 50.000 húsviltra manna. Ófriðurinn. ---- Kh. V8 ’ 12 Ófriðurinn hefir nii staðið á 11. mánuð. Verulegur hernaðarbragur er ekki á þeim óíriði nú upp á síðkast- ið, heldur miklu fremur smá eldur. Stórveldin sitja auðum höndum, af því að líkast er að alt muni detta í dúnalogn þá og þegar. Sá bagi, sem ófriður- inn gerir verzlunarviðskiftum, þykir þeim ekki nægur til að skerast í leik- inn. Þessa síðustu viku hafa þó borist óeirðar-fregnir frá Miklagarði og þó ekki voðalegri en svo, að tvennum sögum fer um, hvort hæft sé í þeim. Það var næturáhlaup, er sagt var i símskeyti frá fréttaskrifstofu í Kon- stantínópel, að ítalir hafi gert á tyrk- neska flotann í Hellusundi 19. júlí með 8 tundurskipum. Skeytið herm- ir, að 2 tundurbátarnir hafi sokkið fyrir ítölum, en 6 skemst. í skýrslu til ítalska sendiherraráðsins í Berlín er því mótmæít, en Tyrkir standa á því föstu. Fallið frumvarp. Neðri deild feldi í gær frumvarp það um undanþágu frá bannlögunum, sem getið er á öðrum stað hér i blað- inu. Þingmannafrumvörp, (Framhald). 44. Frv. til laga um sölu á prest- setrinu Presthólum. Landsstjórninni veitist heimild til að selja Halldóri prófasti Bjarnasyni prestsetrið Presthóla í Núpasveit fyrir 4000 krónur og með þeim öðrum skildögum, sem ákveðnir eru í lögum um sölu kirkjujarða. Flutningsm. Benedikt Sveinsson. 45. Frv. um rithöfundarétt 0g prent- rétt. Þetta er viðbót við lög 20. okt. 1905 um að höfundar að alls konar myndum og uppdráttum hafi sama rétt yfir þeim sem aðrir höfundar. Flutningsm. Bjarni Jónsson frá Vogi. 46. Frv. til laga um verðlag. 47. Frv. til laga um stimpilgjald. Bæði þessi frv. flytur Bjarni Jóns- son frá Vogi og eru þau uppprentun á frumv skattamálanefndar 1907. 48. Frv. til laga um viðauka við 2. gr. laga 50. júli 1909 um aðflutn- ingsbann á áfengi. Þetta frv. hljóðar svo: Til 1. janúar 1913 getur stjórnar- ráðið leyft innflutning vínfanga þeirra, er það telur þurfa til tíðkanlegrar mót- tökuviðhafnar, er landsstjórnin eða al- þingi gengst fyrir. Flutningsm. Guði. Guðm. og Jóh. Jóh. 49. Frv. til beytingar á lagaákvceð- um um fiskiveiðar á opnum skipum. Frv. hljóðar svo: Lendingarsjóðsgjald það, sem heim- ilað er með lögum nr. 33, 10, nóv.- br. 1905, má með samþykt ákveða alt að 2 kr. af bverjum hiut eða 2% af hlutarupphæðinni. Hundraðsgjaldið greiðist af skiftum afla, og skai foi- maðurinn annast greiðslu þess. Flutningsm. Sig. Stefánsson. 50. Frv. nm borgarstjórakosningu í Reykjavík. Frv. ætlast til að borgurstjóri sé kosinn til 6 ára í senn af öllum at- kvæðisbærum kjósendum, sem kosn- ingarrétj eiga til bæjarstjórnar, hafi 4500 árslaun og 1500 kr. skrifstofufé. 51. Frv. um endurgjald jyrir upp- Ijóstrun landhelgisbrota. Það hljóðar svo: Ef maður, sem ekki hefir sérstak- lega verið falin landheigisgæzla, kem- ur upp landhelgisbroti af hálfu út- lends fiskiskips eða innlends botnvörpu- skips, og færir sönnur á brotið, ber honum Vio hluti af sekt þeirri, er hin- um brotlega er gert að greiða, svo og af andvirði fyrir upptæka muni. Flutningsmenn Jens Pálsson, Stein- grímur Jónsson, Aug. Flygenring og Sig. Eggerz, Fádæma hrakningar. Hermann Stoll, hinn svissneski landkönn- uður, matarlaus, svefnlaus og hvildarlaus i hriðarbyl uppi i öræfum 65 kl.stundir. — Hinn svissneski landkönnuður Her- mann Stoll kom hingað ril bæjarins á Ingólfi í fyrradag, eftir ógurlega hrakn- inga uppi i öræfum, kalinn á báðum fótum. Hann liggur rúmfastur hér i bæ í kali. ísafold hitti hann að máli í morgun, til þess að hafa fregnir af ferðalagi hans og æfintýrum, og skal nú af því sagt. Stoll hélt af stað úr Reykjavík þ. 23. júlí og fór þá austur að Bláfelli, Þaðan upp að Hvítárvatni, svo norður og vestur að Jarlhettum, yfir Kalda- dal og var þ. 1. ágúst staddur norð- vestanvert við Eiriksjökul, við Reykja- vatn; en það er á að gizka 30 rastir frá mannabygðum. Hann hafði með sér tvo hesta og tjald. Þarna við Revkjavatn skall á hann hrið, en með því að hann bjóst við, að henni mundi brátt af létta, kærði hann sig hvergi, heldur hélt leið sína, sem fyrirhuguð var í norðvesturátt, að Langjökli og eru það nál. 60 rastir frá Reykjavatni. Kl. 12, nóttina milli 1. og 2. ág. er hann kominn norðvest- anvert við Langjökul. Hríðin er enn hin sama og fer honum nú eigi að litastá blikuna. Hann ætlar þó að reyna að láía þar fyrir berast um nóttina og reisir tjald sitt. En snjórinn var þá orðinn á að gizka fet-djúpur og kuldi sótti að honum, hestarnir gátu enga björg sér veitt, en tók að kólna úr hófi, svo að Stoll afréð, er á leið nóttina, að reyna að leita til bygða. Hann tók þá upp tjaldið og hélt á stað í áttina til Húsafeils. Þá var kl. á að gizka nál. 3. Það herti si og æ á hríðinni, norðanbylur og aftaka- stormur og fekk Stoll eigi séð handa- skil. Getur hver maður getið sér til, hversu vistlegt hafi verið og bjargvæn- legt í slíku veðri uppi á háfjöllum. Stoll var þá staddur 3000 fet fyrir ofan sjávarmál. Þ. 1. ágúst gatStoll riðið dálítið, 2. ágúst sama sem ekk- ert og síðan alls ekki. Snjórinn þá orðinn svo djúpur. Varð hann að klofa á tveim jafnfljótum í snjónum, er jafnan dýpkaði og var loks orðinn á að gizka stiku-djúpur — með hest- ana í taumi — yfir öræfi og hraun- sprungur og kletta. Og ekkitjáðiað hvíla sig vitund eða sofa og mat gat hann engan náð í. Það eitt var fyrir að halda viðstöðu- laust áfram og áfram fram í rauðan dauð- ann. Af áttavitanum tók Stoll hár- rétta stefnu til Húsafells og hélt nú ótrauður fram stefnunni í 65 kl.stundir, frá kl. 3 aðfaranótt 2. ág. til 4. ág. kl. 8 um kvöldið, er hann miklu nær dauða en lífi komst að Húsafelli. — Hríðinni lauk þ. 4. ág. kl. 3 um dag- inn. Þegar Stoll kom að Húsafelli sunnu- dagskvöld 4. ág. var hann kalinn á báðum fótum og blindur að heita mátti eftir bylinn og vökuna, þreyttur, þjakaður og hungraður. En á Húsafelli tók fólkið svo vel á móti honum, að hann á um það eng- in orð. Svo var hjúkrunin nákvæm og atlæti alt ljúft og gott. Tólf stuadir voru fætur hans ís- kaldir, stirðnaðir og tilfinningalausir. A mánudagsmorgun fór hann loks að finna til hita. Lá hann svo aðHúsa- felli alla vikuna. En á laugardag kom læknirinn í Borgarnesi, Þórður Páls- son, til hans þar uppfrá, og leyfði honum að fara til Borgarness í kven- söðli. Hann náði svo Ingólfi þar. Nú liggur hann eins og fyr var greint í sárum hér i bæ og mun verða rúmfastur, sjálfsagt fram undir !/2 mánuð, en mun þó eigi missa neinar tærnar — þrátt fyrir kalið. Eins dæmi munu aðrir eins hrakn- ingar á voru landi í öndverðum ágúst- mánuði. Og í frásögur er það fær- andi, hversu vel þessi útlendi maður hefir borist af — úr svo voveiflegu æfintýri. Ego. Stykkishólms-síminn er langt kominn, staurasetningu lokið 17. þ. mán. og síminn verður kominn alla leið innan mánaðarloka. Ráðuneytisskifti í Tyrklandi Róstur í Albaníu. Khöfn 4. ág. 1912. Ráðuneytisskifti hafa orðið á Tyrk- landi þessar vikur. Raðuneytisforsetinn nýi heitir *Ah- med Mukhtar Pasha. Hann er áttræð- ur. En annar ráðherra, Kiamil Pasha (85 ára) mun þó hafa hönd í bagga um alt stjórnarforræði þar, að minsta kosti í utanríkismálum. Utanríkisráð- herra er Armeningurinn Gabriel Ej- Jendi Noradoicnghian, hermálaráðherra: Nazim Pasha, innanrikisráðherra: Ferid Pasha. Allir Ungtyrkir, sem kjörnir eru eftir stefnuskrá Ungtyrkjanefndarinnar, leggja niður þingmensku. Það var hernaðar-bandalagið, sem krafðist þess afdráttailaust, að alt ráðu- neytið segði af sér og nýtt ráðuneyti kæmi til, sem væri óháð Ungtyrkja- nefndinni. Auk þess krafðist herinn að sumum ráðherrunum væri stefnt fyrir ríkisdóm. Soldán sá sér ekki annað fært en verða við kröfum her- foringjanna, þótt ráðuneytið hafi feng- ið traustsyfirlýsing með 194 atkvæð- um gegn 4. Fyrsta hlutverk hinnar nýju stjórn- ar verður að sefa óeirðir þær, sem gengið hafa um hríð undanfarið i Norður-Albaníu. Albanar höfðu gert uppreist og róstur miklar verið milli uppreistarmanna og stjörnarhersins. Stjórnarliðið hörfaði undan við lítinn orðstír; sumir féllu, nokkrir særðust, en fjöldinn sviftii vopnum. 20. júlí stóð hörð orusta við Tchar- noliewa. Alt setuliðið frá Prizrind féll, nema eitt herfylki. Daginn eftir varð enn orusta í sex klukkutíma við Bardowtza milli upp- reistarmanna og hersveitanna. Þeim bardaga lauk svo, að uppreistarmenn sviftu vopnum 320 hermenn og 80 löggæzluriddara. Næsta dag náðu Albanar í skotfæra- flutning á 27 vögnum. 80 hermenn, sem fóru með vögnunum, voru sviftir vopnum. Síðan nýja stjórnin tók við, eru þó alt friðvænlegri horfur í Albaniu og uppreistarmenn hafa víða afráðið að leggja niður vopnin. En öðru máli gegnir um herinn heima fyrir. Hann krefst nú að þing verði rofið. Á fundi í fulltrúadeild- inni 23. júlí las forseti upp svofelt skrif, sem hann hafði fengið frá her- foringjafélaginu: »Eftir svo mörg ódæði sem þér hafið unnið bæði í nefndum og í deild- inni, hefir félagi voru oorist fregnir um ráðstafanir yðar og brögð fyrir soldáni. Þessum athöfnum væri maklegt að refsa sem harðast, en með því að vér viljum ekki ata oss í óhreinu blóði, teljum vér nauðsyn bera til að þér sýnið, að þér viljið ekki hefta, heldur flýta fyrir, að óskir þjóðarinnar nái fram að ganga, þær óskir, að fulltrúa- deildin, eða réttara sagt klúbburinn, pessi leikhúsklúbbur, verði rofinn. Ef þér gerið ekki þetta innan 48 klukkutíma, látum vér yður vita, að vér munum rækja skyldur vorar við ættjörðina í fullum mæli.« Þegar forseti hafði lesið upp þetta ósvífna bréf, lýsti hann yfir því, að hann mundi líka rækja skyldur sínar við ættjörðina í fullum mæli. Að því var gerður góður rómur. Skjalið vakti gremju og æsing í allri deildinni, og allir ræðumenn tjáðu fyrirlitning sína á herforingjafélaginu og lýstu yfir því, að þingmenn mundu veita viðnám svo lengi sem nokkur þeirra stæði uppi. Það eru þó ekki nema fáeinir af herforingjunum, sem standa fyrir þess- um óeirðum. Flestir eru stjórn sinni trúir. Aths. Svo sem getið var í símskeyti i síðasta blaöi er nú búið að rjúfa fulltrúa- deildina. ------B/ZS/l&í.--- Sk agafj ar ö arsýslu veitti konungur Magnúsi Guðmunds- syni cand. jur. 24. júlí síðastl. frá 1. sept. að telja. Fór Magnús norður með fjölskyldu sína á Vestu í gær, en kemur suður aftur undir miðjan september til þess að dæma í gjald- keramálinu. Fyrirspurnir tiJ ráðherra. Dr. Valtýr Guðmundsson ber fratn svo hljóðandi fyrirspurn til ráðherra: Hverjar eru ástæður stjórnarinnar fyrir því að leyfa, að viðskiftaráðunauturinn, þvert ofan í erindisbréf hans frá 30. júlí 1909 (sbr. bréf stjórnarráðsins til utanríkis- ráðuneytis Dana frá 17. des. 1909) og skilyrði síðasta þings fyrir fjárveit- ingunni til hans (sbr. Alþt. 19n, B. I, 272) bæði með blaðamensku og þingmensku fáist við pólitíska starf- semi? að hann dvelji mánuðum saman hér á landi við önnur launuð störf, en taki þó á sama tírna full laun sem viðskiftaráðunautur ? að hann gagnstætt reglu þeirri, sem sett er f bréfi stjórnarráðsins frá 9. marz 1910, telji til aukakostnaðar (ferðakostnaðar) dagleg útgjöld, (hús- næði, fæði 0. s. frv.), þegar hann »heldur kyrru fyrir heima, þ. e., þar sem dvalið er til nokkurra langframa? Ekki er þvf máli lengra komið, en væntanlega getur ísafold sagt frá um- ræðum um það í næsta blaði. Þá svaraði ráðherra f gær fyrirspurn Jóns Ólafssonar og félaga, er skýrt var frá í síðasta blaði, um áfenga drykki, er fyrv. ráðherra hefði átt að leyfa að flytja hingað á höfnina i lagaleysi. Urðu um þetta mjög harðar um- ræður í deildinni. Tilefnið reyndist það, að hingað höfðu verið fluttar nokkrar tunnur af rauðvíni frá Frakk- landi og geymdar hér i skipi á höfn- inni í nokkrar vikur, með innsigli lög- reglustjóra, en voru hér fluttar aftur í skip, er sigldi héðan til Nýfundna- lands. Bæði núverandi og fyrverandi ráðherra töldu þetta hafa verið lög- lega ráðstöfun, réttmæta eftir atvik- um og báru fyrir sig 3. gr. bannlag- anna. Studdu þeir lögfræðingarnir Jón Magnússon og Guðl. Guðmunds- son mál þeirra, en þeir yfirlögfræðing- arnir Lárus H. Bjarnason og Jón Ólafsson mæltu móti því í ákafa. Rigndi rökstuddum dagskrám yfir deildina út af þessu. Urðu þær ekki færri en 4, en þá fyrstu og svæsn- ustu tók þó flutningsmaðurinn (Jón Ólafsson) aftur og skal hennar því ekki frekar getið: Hinar hljóða svo: 1. Frá Guðl. Guðmundssyni. Um leið og deildin lýsir því yfir að hún telur svar ráðherra full- nægjandi, en væntir þess, að fram- vegis verði allrar varúðar gætt í þessum efnum, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. 2. Frá Jóni Jónssyni Rvk., Tryggva, Jóh. Jóh., Pétri og Jóni Magnússyni: Deildin álítur svar ráðherra full- nægjandi og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá. 3. Frá Jóni Ól., L. H. B., Valtý, Vog-Bjarna, Eggert og Birni Kristjánss. í því trausti að landsstjórnin líði ekki átölulaust brot á áfengislög- gjöf landsins, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskri. Þessi síðasta tillaga var samþykt með 12 atkv. gegn 10. Kristján Jóns- son greiddi ekki atkvæði. Ekki er það nein nýlunda að lög- fræðingum þessa lands sýnist sitt hver- jum, þegar um lögskýringar er að ræða og enginn dómur skal hér held- ur feldur um skýringar þeirra. Hitt er eftirtektar verðara að fyrir- spurn þessi var fram borin með yfir- skyni vandlætingasemi fyrir hönd baunlaganna, en skeytunum þó beint að þeim fullkomlega, ef rétt er skoð- að, verið að stuðla að því að koma landsstjórninni í vanda við erlendar þjóðir, við framkvæmd þessara laga og með því verið að reyna að svifta þau þeirri fótfestu, er þau mega sízt án vera. Illa farið að vinir bannlaganna ljái stuðning sinn til slíkra verka. Leiðrétting. Slæðst hafa tvær prentvillur inn i greinina Fjölment samsceti i 54. tölu- bl. ísafoldar á laugardaginn var. í stað: söfnuðinnm heitt hann kendi, á að vera: söfn- nðinum heilt hann kendi; og i stað: Sú kirkjan o. s, frv., á að standa: Sjá kirkjan o. s. frn. Heimkoma Olympínfara. Islenzku Olympíufararnir komuheim laugardagskvöld, eins og til stóð á Vestu og Botníu, allir, nema Halldór Han- sen. Hann tafði nokkuð lengur í Khöfn vegna veikinda. Olympíuförunum var fagnað hér í bænum á mámudagskvöld, fyrst úti á íþróttavelli, en síðar í samkvæmi í Iðnaðarmannahúsinu. Úti á íþróttavelli sýndu þeir glím- ur. Var þeim tekið með lófataki miklu, er þeir komu út á glímupallinn. Glímdu þeir þar einn við alla og ailir við einn, en eigi kappglímu. Samsætið í Iðnaðarmannahúsinu sátu liðugt 100 manns, en mundi miklu fleiri verið hafa, ef fyrirvarinn hefði verið lengri.. Aðalræðuna flutti þeim Guðm. Björns- son landlæknir. Sagði hann söguna af ferðalagi þeirra og athöfnum í Stokkhólmi. Er lesendum Isajoldar kunn sú saga, nema hvað eigi hefir áður verið skýrt frá því, að sendi- herra Dana í Stokkhólmi lét sér eigi minna nægja en að kæra framkomu íslendinga í Stokkhólmi, en aðallega forustumann þeirra Sigurjón Péturs- son, fyrir danska utanríkisráðherranum. Mun hann hafa gert þetta fyrir áeggj- an Fritz Hansens, formanns dönsku nefndarinnar. En Sigurjón greiddi góð svör og gild og gagnkærði Fritz Hansen — og mun F. H. enga sig- urför farið hafa í þeim viðskiftum. Sigurjón þakkaði fyrir hönd Olym- píufara og mælti fyrir minni íþrótta- sambands íslands, en þeir Olympíu- farar létu fylgja sitt sérstaka fagnaðar- óp, er svo hljóðar 1, 2, 3, í, s, 1, a, n, d, húrra, húrra, húrra, húrra. Þessa skál þakkaði Axel Tulinius form. í. S. í. og mælti fyrir minni íslands, en á eftir var sungið: Eld- gamla ísafold. Enn flutti Valtýr Guð- mundsson ágætt erindi fyrir minni hinnar ungu íþróttakynslóðar vorrar og beindi þeirri skál til ungmennafé- laganna. Sigurjón mælti fyrir minni þeirra manna, er gefið hafa glímu- bikarinn mikla, er kept verður um við Olympiuleika eftirleiðis, Hallgrímur Benediktsson fyrir minni Jóhannesar Jósefssonar, er hefði verið bezti braut- ryðjandi íslenzkrar glímu á síðustu árum. Eítir að borð voru upp tekin var svo dansað og leikið sér við góðan fagnað fram eftir nóttu. Það var vel, að Olympíuförum skyldi sv® vel fagnað. Þeir hafa komið fram drengilega — og þá bezt, er mest á reið, þegar misbjóða átti réttmætum þjóðarmetnaði vorum. Sendiför þeirra til Stokkhólms mun og áreiðanlega á margan hátt verða íþróttum vorum til gagns. Þeir hafa séð íþróttir þeirra, sem beztir eru og færastir í heimi og hljóta að hafa lært mikið af því. Sá lærdómur ætti að bera góðan ávöxt í íslenzku íþróttalifi, ef þeir liggja eigi á liði sínu um leiðbeiningar og hvatning til sífeldrar framsóknar og aukins dugnaðar í þeim efnum. Reykjavikur-annáll. Finnur Jónsson prófessor hefir veriö á ferðalagi vestur i Döluin. Hann kom hing- að á Ingólfi á mánudag. Hafði meitt sig talsvert á fæti, farið úr liði um öklann og liggur nú rúmfastur hér i bænum. Flora kemur ekki fyr en á föstudag. Frú Disney Leith, hin skozka hefðarfrú, er svo mjög ann landi voru er enn einu sinni á ferð hér. Hún kom hingað á Botniu og ætlar að ferðast dálitið um svo sem hennar er venja á hverju snmri. — Hún er nú komin hátt á áttræðis aldur og legst þó eigi undir höfuð svo erfitt ferðalag. íslandsgliman árlega um ísiandsheltið og heiður þann að mega heita glímukappi Islands fer fram annað kvöld úti á Iþrótta- velli. Að öllum líkindum mun úrslitaglim- an verða milli flallgrims og Sigurjóns. Bn hver verður ofan á? Pianó-hljómleikar JónaBas Pálssonar söng- fræðings frá Winnipeg á laugardagskvöldið voru eigi vel sóttir. Það var og dómur fróðra manna að miklu meira orð hafi far- ið af list hans en réttmætt sé. Skipafregn: Botnía kom á laugardags- kvöldið með svo marga farþega, sem frek- ast geta rúmast i skipinu. Voru það mest erlendir ferðamenn. Auk þess Olympiufar- arnir 5, þeir: Axel Kristjánsson, Q-uðm Kr. Guðmundsson, Kári Arngrimsson, Magnús Tómásson og Sigurjón Pétursson. Ennfr. Oddur öíslason yfirdómslögm. með frú sinni, Bogi Th. Melsteð magister, Halldór Gunn- lögsson verzlm. Erá Vestmanneyjum: Klemens Jónsson iandritari og Jón Jósefs- son. Vesta kom sömul. á laugardagskvöld. Fjöldi farþega. M. a. tveir Olympinfarar: Hallgr. Benediktsson og Jón Haildórsson. Vesta fór aftur vestur og norður um land i gær. Vestri kom úr strandferð á mánudags- morgun. Meðal farþega: Kristján þorgríms- son konsúll, Matth. Einarsson læknir með frú sinni, Ólafur öuðmundsson frá Skálm- arnesmúla 0. m. fl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.