Ísafold - 17.08.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.08.1912, Blaðsíða 1
iLciiiai ú.fc tvisvar L vikli. Verð árg. (SO arkir minst) 4 kr. erlendi» 6 kíi et>a l1/* dollar; borgriat fyrir míöjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Orus'Vii (ikrKag) bmidin t iö dr&möí , 3: ógiJd öíir.a toiaia só til Étgefanda fj’rir 1. okt. og kaapandi sknldlans Tib blabib Afgreiðsla: Anstnrstmti B. XXXIX. árg. Keykjavíb 17. águst 1912. 56. tölublað I. O. O. F. 938169 KB 13. 9. 8. 31. 9. G Alþýöufól.bókasafn Pósthússfcr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis í Læk.jarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-.nef-og hálslækn. ók. P0sth.str.14A fid.2—3 íslandsbanki opinn 10—2*/s og BVa—7. K.F.TT.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 sbd. Alm. fundir fM. ©g Rd. 8 J/a siödegis. Landakotskirkja. öubs^þj. 9 og 8 á helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj- 10Va—12 og 4—6 Landsbankinn 11 -2x/a, ðVs-BVa. Bankastj. viö 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Utlán 1—3 Landabúnaöarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 5—8. Landsskjalasafniö hvern virkan dag 12—2 Landsimínn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Læknmg ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12 —1 Náttúrugripasafn opiö i */*—21/* á aunnudögum Samábyrgð Islands 10—12 og 4—0. 8tjórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vífilsstaöahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafniö opið á hverjum degi 12—2. Ritstjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals í skrifstofu Ísaíoldar á þessum tímum: Ólajur Björnsson kl. n—12 árd. Sigurður Hjörleijsson kl. 2—j síðd. Þingsályktunartillagan í stjórnarskrármálinu. Grundvöllurinn. ísafold gerir ráð fyrir því, að mörg- um af lesendum hennar verði hverft við aðlesa niðurlagið á þingsályktunartillögu meiri hlutans í stjórnarskrármálinu í neðri deild, sem prentuð er á öðrum stað hér í blaðinu. Þar er sagt með skýrum orðum, að þingnefndin og þá væntanlega meiri hluti þingsins, sambandsflokkur- inn, æski eftir samningi við Dani um sambandsmálið, á grundvelli Jrumvarps millilandanejndarinnar Jrá 1908. Það er meira að segja verið að ota þessum tíðindum fram. Tillagan er um stjórnarskrárfrumvarpið. Þessvegna ekki nokkur minsta ástæða til þess að taka neitt fram um það þar, á hvaða grundvelli reyna ætti, að ná samkomulagi við Dani. Lizt ykkur ekki nógu vel á það, piltar? Er það þetta sem þeir voru að bræða sig saman um, brceðingsmenn- únir úr sjálfstæðis- og heimastjórnar- flokkunum á síðastliðnu vori? Er þessi þá niðurstaðan, sem al- þingismennirnir okkar hafa komisl að á þessu aukaþingi? Er það þessvegna að þeir máttu ómögulega samþykkja stjórnarskrár- frumvarpið ? Vér gerum ráð fyrir þessum spurn- ingum og fleiri líkum þeim. Og ennþá fleira munu menn hugsa, t. d. eitthvað á þessa leið: Hann er þá ekki lygari eyðufyllir Ingólfs, sígjammandi, með kolapokann á bakinu, sem verið hefir að prédika það fyrir lýðnum síðan í vor, að nýju svikararnir, sjálfstæðismennirnir, sem brœðingsúlx&xmma. gerðu, hafi gert hana í því skyni, að selja samvizkur sínar og hjálpa gömlu svikuruntm, eins og hann nefnir heimastjórnarmennina, til þess að gera það sem Reykjavíkur- . skáldið kallar, að tvíkja og geja Dön- um landið. Áður en ísafold tekur þetta til með- ferðar, langar hana til þess að gera ofurlitla athugasemd til Ingólfs. Ekki svo að skilja að ísafold ætli að fara að skattyrðast við Ingólf, en hana langar að eins til þess að benda Ing- ólfi á það, að ritstjóri Ingólfs tók þátt í brœðings-tilrauninni, nærri því frá byrjun, og virtist vera flokksbræðrum sínum alveg samhuga um þessa til- raun. Hann sat á fundum, bæði með þeim einum og svo ásamt þeim, með heimastjórnarmönnum, til þessað ræða málið og þó honum dytti ekki sér- lega margt eða mikið í hug, eða léti ekki á því bera, þá vissu meðsem- jendur hans ekki annað, þegar þeir komu á fundinn, sem undirskriftir und- ir það, sem um hafði samist, fóru fram á, en að hann ætlaði líka að skrifa undir. Hann gekk úr skaftinu hálfri stund áður en undirskriftirnar fóru fram. Og þá var hann reynd- ar ekki ákveðnari en það í tiisvörum sínum, að hann kvaðst ekki ætla að skrifa undir í pett.i skijti. ísafold gerir ráð fyrir því að Ing- ólfur beri að minsta kosti nokkra virðingu fyrir vitsmunum ritstjóra síns. Þó virðist mega ganga að því vísu, að hann hafi ekki séð það, að verið var að geja Dönurn landið, meðan hann sjálfur var við þessa samninga. Jafnframt má gera ráð fyrir því, að Ingólfur beri nokkra virðingu fyrir mannkostum hans, og þó er þess eið- ur sær, að hann varaði ekki flokks- bræður sína við því að láta glepjast til Jöðurlandssvikanna. En það var þingsályktunartillagan, sem um var að ræða, eða öllu heldur niðurlag hennar. Gallinn á því er aðallega sá, að hægt er með réttu að skilja það á fleiri vegu en einn, að hægt er að skilja það að minsta kosti á tvo vegu, hvorn öðrum gjörólikan. Merkingin í orðinu grundvöllur er hér óljós og tvíræð, eftir því hvort litið er á formhlið eða efnishlið milli- Jandanefnar frumvarpsins frá 1908. Sé að eins litíð á formhliðina, þá má segja, með fullum rétti, að sam- bandslagafrumvörp bæði meiri og minnihlutans á þinginu 1909 séu sam- in á grundvelli millilandafrumvarpsins 1908. Bæði fylgja þau sömu efnis- skipun og bæði reyna þau að halda því í frumvarpinu, sem semjendur þessara frumvarpa voru ánægðir með. Bæði reyna þau að haida öllum kost- um þess frumvarps, en byggja út ókost- unum. Enginn samningur af vorri hálfu við Dani er jafnvel hugsanlegur, án þess að byggja að meira eða minna leyti á grundvalli þessa frumvarps, að því er þetta snertir, sem hér hefir verið lýst. En sé iitið á efnishliðina, þá verð- ur nokkuð annað uppi á baugi. Eftir því sem ísafold skildi upp- kastið og skilur það enn, þá var efnis- grundvöllurinn sá, að ísland væri land í det samlede danske Rige og að þetta land afhenti öðru landi um ótil- tekinn tíma öll umráð mikilsverðra mála. Þó oss væri ætlað innan þess- ara takmarka að njóta mikils frjáls- ræðis, þá var þó grundvöllurinn þessi. Er það ef til vfll þessi grundvöllur, sem brceðings-mennirnir voru að bolla- leggja um? Er það þessi grundvöll- ur, sem þingið hefir verið að ákveða um? Óhætt er að segja það, að þeir sem segja þetta, eru að fara með vísvitandi ósannindi. Flestallir sjá þetta líka, nema ef til vill þeir fáu pólitisku fáráðlingar, sem þykjast vilja halda oss í stöðulaga- haftinu, í því skyni að við hoppum í því út úr öllu sambandi við Dani. Hvernig í ósköpunum við þá eigum að hoppa út úr þessu sambandi, fyrir því hafa þeir aldrei gert neina grein og geta enga grein gert. Þeir geta engu öðru svarað en þessu: Þið eigið að hoppa, þá fer alt vel. Nú vita það allir heilvita menn, að sá efnisgrundvöliur, sem, ráðgerður var af brœðingsmönnunnm, var sá, að ís- land yrði ríki, hliðstætt Danmörku, i málefnasambandi við hana, að það réði eitt flestum sinna mála, en hefði hlut- deild í stjórn og meðferð þeirra mála, sem Danir færu með fyrir vora hönd. Og óhætt er víst líka að fullyrða að sambandsflokkurinn muni aðhyllast þenna grundvöll. Sjá þá ekki allir að orðalagið á nið- urlagi þingsályktunar tillögunnar er ó- heppilegt. Það er kœttulegt, af því að orðalag- ið er tvírætt og mönnum hættir við að geta þess til, sem ver gegnir, þeg- ar svo óljóst er talað. Það er ósatt, af því að þingið vill ekki semja á efnisgrundvelli millilanda- nefndar frumvarpsins. Og það er óviturlegt, af því það hrindir þeim mönnum, að ástæðu- lausu, frá sambandsflokknum, sem þó eru sama sinnis sem þingmenn þess flokks. Nefndarmennirnir hafa víst ekki íhugað nógu vel orðalagið á þingsá- lyktunartillögu sinni og getur það verið vorkunnarmál, svo margbreytt og mikil störf sem ýmsir þeirra hafa með höndum. En þá ætti þeim líka að vera það ljúft að breyta til og orða niðurlagið svo, að allir megi vel við una. Lotteri-málið. Nefndin í því máli í efri deild (J. P. skrifari og framsögum., Steingr. J. form., Sig. Stef., St. St. og Þ. ].) ræður deildinni eindregið til þess að samþykkja frv. óbreytt, eins og það kom frá neðri deild, enda er þing- timinn svo áliðinn, að málinu gæti stafað hætta af því að hrekjast milli deilda úr þessu. Hinsvegar telur nefnd- in sig hafa fengið vitneskju, er næst stappar vissu um, að fyrirtækið kom- izt í framkvæmd á næsta ári, verði frv. samþykt óbreytt. Ætti landssjóði þá að vera trygður um 200.000 kr. tekjuauki á ári, að minsta kosti, og er það að vísu sæmilega álitlegt. Mun meiri getur þessi tekjuauki orðið, eins og lýst hefir verið hér í blaðinu. En ranglátt er það hinsvegar og ósann- gjarnt að landið fái ekki meira en 4% af seldum seðlum, ef sala þeirra gengi vel. Fyrir þessu mikilvæga at- riði, sem ísafold hefir bent á með svo ljósum rökum, gerir þó nefndarálitið enga grein. Væri ekki vanþörf á að nefndin gerði á þessu bragarbót, við framsögu málsins í deildinni, enda líklegt að hún geri það. Þó þykir nefndinni of langt farið, að veita leyfi til þess þegar í stað, að hafa rooo hluti hér á boðstólum, en flytur þó enga breytingartillögu við frv. um þetta. Um þetta fer hún svofeldum orðum: En með því að sú verzlun, sem hér ræðir um að lögleyfa, er nýmæli hér á landi, og nokkurri fjárhættu bundin fyrir kaupendur hlutanna, tel- ur nefndin varhugavert, að hafa hér á landi á boðstólum, alt að 5 fyrstu árin, meðan landsbúar venjast þessari nýjung og átta sig á henni, svo marga hluti, sem 2. grein frv. heimilar, og væntir þess að stjórn íslands, er til leyfisveitingarinnar kemur, takmarki þá hluta tölu að miklum mun. Óneitanlega væri tiokkur bót að þessu. En hvað segja leyfisleitendur um þetta? Frá því segir nefndarálitið ekki. Mannslát. Dáinn er nýlega á Skarði í Dals- mynni í Suður-Þingeyjarsýslu bónd- inn þar, Jóhann Bessason, atkvæða dugnaðarmaður. Bæjarhreinsun. Norðurland skýrir svo frá, að eig- andi Höepfners og Gudmanns verzl* ana á Akureyri, hafi ákveðið að láta rífa mörg af hinum gömlu verzlunar- húsum á lóð sinni milli Aðalstrætis og Hafnarstrætis. Er að því mikil bæjarhreinsun. — Geta má þess jafn- framt, að eigandinn hefir nýlega reist mjög myndarlegt verzlunarhús handa Höepjners verzlun þar á Akureyri. Nefndarálitin um stjórnarskrána. Nefndarmennirnir í neðri deild í stjórnarskrármálinu (Guðl.Guðm.,Lárus Bjarnason, Jón Ólafsson, Jón fónsson, Kristján Jónsson, Valtýr Guðmundss. og Skúli Thoroddsen)hafa loks allir komið frá sér nefndaráliti og er það hvorki mikið að vöxunum, né heldur merkilegt. Nefndin hefir þríklofnað. Sk. Th. er einn síns liðs og ræður þingiuu til þess að samþykkja frum- varpið óbreytt, þótt konungur hafi lýst yfir því áður, að hann staðfesti það ekki, fyr en frekari samninga hafi verið leitað um sambandsmálið. Á- stæður hans að öðru leiti aðallega þær, að þær réttarbætur, er frumvarp- ið veitir, þoli enga bið. Aftur eru þeir 4 saman, er fyrst eru taldir hér að framan. þeir byrja á því að telja að frumvarpið innihaldi ýms þau ákvæði, er ekki séu til þess fallin að ná gildi sem stjórnarskipun- arlög fyrir landið. Telja svo upp nálega allar þær réttarbætur, er frum- varpið hafði að geyma og verulegu máli skifta. Fyrst telja þeir fjölgun ráðherra. Hana kalla þeir ónauðsyn- lega að svo stöddu. Geta má þess þó, að samningur sá eða samkomulag, er nokkrir menn gerðu síðastliðið vor, brœðingurinn svonefndi, gerir ráð fyrir því, sem mikilsverðu samnings- atriði að íslenzkur ráðherra sé skipað- ur úti í Khöfn. Undir þenna sam- ning ritaði þá alþingismaður fón Ólafs- son. Nú telur hann ráðherrafjölgun ónauðsynlega. Þessi sami þingmaður ritaði fyrir þing 1911 itarlega og vel rökstudda grein í blaði sínu, til þess að sýna það og sanna, að fjölgun ráðherranna væri bráðnauðsynleg. Því hélt hann líka fram í ræðum sínum á síðasta þingi. Annars stugga þeir við því fyrir- komulagi er frumvarpið til tekur um skipun ejri deildar, aukningu kosningar- réttarins og ákvæðinu um alpýðu-at- kvæði um löggjafarmál. Þegar þeir hafa létt sér fyrir brjósti með því að skýra frá þessu, komast þeir svo að orði: Eins og vér vitum að háttv. deild er kunnugt, þá hefir því verið hreyft, sérstaklega af hálfu hæstv. ráðherra, að æskilegt væri að leitað væri nýrra samninga við Dani um sambandslög milli Danmerkur og íslands, og er það vitanlegt, að mikill hluti alþingis hefir tekið höndum saman, til þess að gera tilraun um þetta. — Skyldi svo fara, að þessar tilraunir bæri á- rangur — og margir gera sér vonir um það — virðist tilgangslítið að hreyta núgildandi stjórnarskrá á þessu þingi. Fari svo, að nýir samningar takist við Dani — og vér viljum vona, að svo verði — þá er sjálfsögð afleiðing af því, að semja verður af stofni nýja stjórnarskrá fyrir landið í samræmi við væntanleg sambandslög. — En verði sú niðurstaðan á þessum málaleitunum af íslands hálfu, að samn- ingar ekki takist við Danmörku, þá má ganga að því vísu, að stjórninni verði þau úrslit kunn, svo löngu fyrir næsta alþingi, að hún geti undirbúið og lagt fyrir þifigið frumvarp um þær breytingar á núgildandi stjórnarskrá, er hún telur líkiegt, að sæmilegur meiri hluti alþingis muni samþykkja. — Af þessum ástæðum höfum vér því heldur eigi talið rétt, að koma fram með tillögur um breytingar á frumvarpinu á þessu þingi, enda til þess mjög naumur tími, þar sem þingtíminn er svo stuttur, en við því búið, að tillögur um breytingar á frumvarpinu hefði vakið miklar deilur í þinginu, og þó litlar líkur til, að þær hefði náð endnnlegu samþykki. Vér leggjum því til, að frumvarpið verði eigi tekið til frekari meðferðar á þinginu, en að deildin samþykki tillögu þá til þingsályktunar, er vér berum upp og rituð er hér á eftir. Tillaga til þingsályktunar um stjórnarskrármálið. Neðri deild alþingis ályktar að skora / /jatnrínum. Hann heyrði svo dapran, en seiðandi söng, í sólroðnu klettanna pili, er speglar sig tignarlegt, tröllslegt og kalt í töjrandi geigvœnum hyli. »Eg lék mér á sumri um sólbjartan dag, og söng upp við hjarta hans elskunnar lag. Þá strauk hann svo ojt minakajrjóðukinn og kossana ennpá ég brenna par finn. En nú er ég bundin í bjarganna sal, pví bergvættur illur mér saklausri stal. Eg spinn, og á præðinum titra mín tár, sem töjrandi minning um gleðinnar ár. Við himnanna guði ég sœri pig, sveinn, að sœkja mig Jyr en eg kaldur verð steinn. Eg prái pig! prái með blóðpyrstan barm, og bið unz púkemur með Jrelsandi arm.* Hann hlustaði hljóður og sá hvar hún sat, en samt ekki leyst hana’ úr björgunum gat, pvi örlagavegginn hann fyrir sér Jann, með Jrelsandi kossinn, er hlakkandi brann. Og ást hans er bundin í bjórgunum enn, og bergvattsins gerfi hún klceðist víst senn. Hve ojt breyta Jorlögin eðli eins manns, og iskaldan stein gera’ úr kærleika hans! Þingvöllum 11. dgúst. Ji. Tlamar. á landsstjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til breytinga á stjórn- arskrá landsins, svo framarlega, sem þá verður ekki fengin vís von um góðar undirtektir af hendi Dana undir nýja samninga um sambandsmálið á grundvelli frumvarps millilandanefnd- arinnar frá 1908. — Þeir Kr. J. og V. G. gera sérstak- lega grein fyrir skoðun sinni með þessum ummælum: Þótt við í mörgum greinum getum verið háttv. meiri hluta nefndarinnar samdóma, og einkum og sér í lagi um það, að ekki séu tiltök að sam- þykkja neitt stjórnarskrárfrumvarp á þessu þingi, álítum við þó ekki ráð- legt að samþykkja þannig lagaða þings- ályktun, sem meiri hlutinn stingur upp á. Við teljum ekki bráðliggja svo á breytingum á stjórnarskránni, að nokkuð væri í hættu, þótt þær kynnu að dragast nokkru lengur en til næsta þings, ef sú yrði reyndin á, að þá væri ekki enn fengin full vissa um æskilegan árangur af málaleitun um nýja samninga um sambandsmál- ið, eða þótt svo skyldi fara, að samn- ingar um það kynnu að takast eða horfa vænlega á nokkuð öðrum grund- velli en frumvarp millilandanefndarinn- ar frá 1908. Við álítum ekki varlegt að binda hendur stjórnarinnar of mjög í þessum efnum, og leyfum okkur því að ráða háttv. deild til að afgreiða málið með svofeldri rökstuddri dagskrá: Með því að horfur virðast vera á því, að bráðlega verði leitað nýrra samninga um sambandsmálið, er leiði til sambandssáttmála við Dani, og af slíkum sáttmáia hljóti aftur að leiða stjórnarskrárbreytingu, álítur deildin, að heppilegast sé og kostnaðarminst fyrir þjóðina, að láta allar breytingar á stjórnarskránni bíða, unz útséð er um, hvernig þessum samningum reið- ir af, og tekur því fyrir næsta mál á dagskránni. Sveinbjðrn Sveinbjörnsson, yfirkennari í Arósum, er, svo sem kunnugt er, tungumálamaður mikill. í sumar hefir konungur falið honum að kenna sonum sínum ensku og frakknesku og er það vottur þess, hve mikið álit er á kunnáttu hans í þess- um málum i Danmörku. Verðtollsfrumvarpið fallið. Efri deild feldi í gær frumvarp neðri deildar um verðtoll, með 10 atkv.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.