Ísafold - 24.08.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.08.1912, Blaðsíða 1
Kemm út fcyisvHr 1 viku. Ver& árg. (80 arkir minst) 4 kr. erlendis 6 kr» eða l1/* dollar; borgist fyrir miðjan júlS (erlendis fyrir fram). _____ ISAFOLD UpVRðen (ohrifleg) bttndin við Aramðt, bi ógilfl nema komln si til útgefanda fyrlr 1. okt. og kaapandl aknldlaai við blaðið Afgreiðela: Aaitantrnti 8, XXXIX. árg. Reykjavík 24. águst 1912. 58. tölublað Wiííiam Booíf), hinn heimsfrægi stofnandi Hjálpræðishersins, andaðist á þriðjudaginn var, 83 ára að aldri. Ekki er hér rúm til að segja æfisögu þessa stórmennis, en vert væri að hún væri rituð á íslenzku, eins og hún áreiðanlega verður rituð um þessar mundir á allar tungur hins siðaða heims; því um það eru allir sammála, að hann hafi verið einn af einkennilegustu og mestu mönnum þeirra tíma, er vér lifum á, og að blessun hafi leitt af starfi hans fyrir hundruð þúsunda ol* bogabarna mannfélagsins. I. O. O. F. 938309 KB 13. 9. 8. 31. 9. G Alþýðufél.bókaaafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Angnlækning ókeypia i Lækjarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8. Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæiargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-.nef-og hálslækn. ók. P09th.str.14A fid.2—8 íalandabanki opinn 10—2 li* og 5x/a—7. K.P.U.M. Lestrar- og skrifstota 8 árd.—10 sðd. Alm. fundir fií. og sd. 8 */* síðdegis. LandakotRkirkja. öuðsþj. og 8 á belgum Landakotaspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 L&ndsbankinn 11-21/*, fiVn-B1/*. Bankastj. við 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Utlán 1 - K Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasaínið hvern virkau dag >2-2 Landsiminu opinn daglangt [8—9] virka dagtv- helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 28 þd. og fsd. 12 1 Náttúrugripasftfn op«5 * */*—2*/« á sunnudögum Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórn&rráðsflkrifstofuruHr opnar 10—4 daglega Ttilslmi Reykjavíkur (Pósth. 8) opinn daglaugt (8—10) virka daga; helga daga iO—9. Tannlækning ókeypis Pósth.fitr. 14B md. 11—12 Vífilsstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1. ÞjóðmenjHsafnið opið á hverjum degi 1'—?. Ritstjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við tals í skrifstofu Ísaíoldar á þessum tímum: Ólajur Björnsson kl. 11—12 árd. Siqurður Hjörlcijsson kl. 2—-) síðd. Ávarp til konungs frá alþingi. Tillaga um svohljóðandi ávarp til konungs var borin fram í báðum deild- um og samþykt i dag. Mildasti herra konungur! xAllra-hcestur boðskapur yðar hátign- ar, er ráðherra íslands jiutti alpingi, hefir verið pinginu og pjóð vorri hið mesta gleðiejni. Fér minnumst jöður yðar hátignar, hlns lojsala konungs vors, Friðriks hins dttunda, með einlcegum söknuði. Najn hans mun cetið geymast i pakklátri minning hinnar islenzku pjóðar. Konungleg orð yðar hátignar til al- pingis, eru oss vottur pess, að yðar há- tign beri hinn sama hlýja velvildarhug til lands vors og pjóðar, sem vér svo ojt og víða höjum orðið varir við aj hendi hins lofscela konungs vors, Jöður yðar hátignar, og Jcer pað oss mikillar gleði, að mega bráðlega eiga pess von, að geta Jagnað yðar hátign hér heima, og vottað yður pegnlega lotning vora. Á alpingi pví, sem nú er að lúka störjum sínum, höjum vér falið ráð- herra íslands, að bera pað jram við yðar hátign, að gerðar verði tilraunir til pess, að leiða til jarscella lykta nýja samninga utn sambandið milli Danmerk- ur og Islands. Það er einlceg von vor, að konungleg samhygð og stoð yðar hd- tignar í pessu mikla veljerðar- og áhuga- mdli Islands, verði til pess, að peir samn- ingar mættu svo vel takast, að peir geti orðið bdðum pjóðum áncegjuejni og leitt til góðs samlyndis og samvinnti milli pjóðanna. *Að pessu viljum vér vinna aj Jremsta tnegni. Mildasti herra konungur! Fið biðjum guð að blessa yðar kon- unglegu hátign, yðar konunglegu cett, ríkisstjórn, lönd og pegna. — Þingsályktunartillaga um sambandsmálið Þessi þingsályktunartillaga var sam- þykt í gær í sameinuðu þingi um sambandsmálið. Alþingi ályktar að fela ráðherra, að bera það fram við hans hátign kon- unginn, að leitað verði nýrra samn- inga um sambandið milli Danmerkur og íslands. Milliþingaforseti. Allir forsetar neðri deildar eiga heima utan Reykjavíkur og varð því að kjósa milliþingaforseta úr hóp Reykjavíkurþingmanna. Kosning sú fór fram á fimtudaginn var og hlaut Jón Ólafsson kosningu. Dagskráin í steinolíumálinu. Mikill siður hefir það verið á þessu þingi, að flytja rökstuddar dagskrár. Þeim hefir hvað eftir annað rignt yfir þingið og ósjaldan hafa þær verið svo orðaðar, svo óákveðnar og eínislitlar, að þær máttu fremur heita hégóma- mál og sýndu litla eða enga alvöru. Svo var um dagskrána út af starf- semi vióskiftaráðunautsins og svo er lika með dagskrána i steinoliumálinu, sem prentuð er á öðrum stað hér í blaðinu. Hún sýnist vera einna loð- mullulegast hugsuð af þeim öllum. Landsstjórninni er treyst til þess að finna ráð til þess að birgja landið með steinolíu, með viðunanlegu verði. Þau ráð getur stjórnin með engu móti fundið, nema henni sé þá ætlnð eitt- hvert fé til þess. Til þeirra fjárfram- laga þarf að vera lagaheimild, en ekk- ert lagafrumvarp i þessa átt fylgdi dagskránni. Og þetta er samþvkt þegar komið er að þingslitum. Hefði steinolíunefndinni verið nokkur alvara með það, sem hún var að láta deild- ina samþykkja — sem ekkert útlit var fyrir — hefði hún gert betur í því að sitja nokkrum dögum skemur á þessu eggi, sem hún hefir verið að unga út allan þingtímann og varð að síðustu ekki annað en fúlegg. En hver er svo hugsun þeirra tólf- menuinganna um þetta mál? Hvert er ráðið sem þeir hafa fundið? Þeir hugsa sér innlent steinolíufé- lag, sem keppi við útlenda miljóna- félagið. í þetta félag á fyrst og fremst landssjóður að leggja peninga, en auk þess bankarnir og einstakir menn. Gaman verður að sjá hve miklu af fé sinu þessir flutningsmenn ætla að hætta í þetta félag. Ef það hefði einkasölu á steinolíu, þá væri áhættan að vísu ekki mikil. En eru þeir menn margir hér á landi, sem vilja hætta fé sínu, ef nokkurt væri, til kapps við Standard-oil-íélagið ? Því félagi væri það í lófa lagið að gera þetta nýstofnaða íslenzka félag gjaldþrota, þegar á fyrsta ári. En auk þess ætli þetta félag að striða við alveg sérstaklega örðugleika. Fjöldi kaupmanna í landinu og meðal þeirra flestir þeir, sem mesta steinolíuverzl- un hafa, eru bundnir samningum við það félag, sem hér ræður yfir nálega allri steinolíuverzluninni. Hér er því ekki nema um tvent að velja, að sæta einokun útlendra félaga á þessari vöru, eða þá að landið taki sér einkasölurétt á olíunni og hagnýti þann rétt á einhvern hátt, með þvi að selja réttinn á leigu, eða fara sjálft með. Hefði neðri deild ekki hrapað að því, með svo mikilli áfergju, að fella frumvarp milliþinganefndarinnar um einkasölu, var þó enn von um að hægt hefði verið að gera einhverja skynsamlega ráðstöfun um málið á þessu þingi. í stað þess verður alt að hégóma í deildinni og er nefnd- inni þar mest um að kenna. Því þó hugsanlegt væri að landið færi með einkasöluna, eins og frumvarp þriggja nefndarmanna fer fram á, sýnast eng- ar minstu horfur á, að þetta þing gæti gengið frá málinu sæmilega. Það frumvarp, sem fram er komið, virðist svo vanhugsað, að óvit væri að sam- þykkja það. En það allra einkennilegasta við þessa rökstuddu dagskrá er það, að einn af flutningsmönnum hennar hélt alveg því sama fram í þinginu um þessa félagsstofnun, sem hér hefir verið gert, daginn eftir að hann greiddi henni atkvæði og gerði það með ljós- um og góðum rökum. Hann hafði sofið úr sér dagskrána og alt hennar endileysishjal á einni nóttu. Stjórnarskrármálið á þingi. Eins og lengi hefir til staðið af- greiddi neðri deild stjórnarskrármálið að þessu sinni með rökstuddri dag- skrá, á þessa leið: Með því að til stendur að leita samkomulags við Dani um sambands- málið á grundvelli frumvarps milli- þinganefndarinnar 1908, með þeim breytingum, er samkomulag fæst um, bæði inn á við og út við, en það mundi að sjálfsögðu leiða til stjórnar- skrárbreytingar, þá telur nefndin ekki rétt að gjöra samþykt um stjórnar- skrármálið að þcssu sinni, og tekur því fyrir næsta mál á dagskránni. Hér íer á eftir dálitill kafli úr ræðu framsögumanns nefndarinnar, Guðl. Guðmundssonar: Mér hefir verið bent á, að rangfæra megi á einum stað orðalag tillögunn- ar er eg bar upp, eða leggja í orðin aðra þýðingu, en rétt er. Það eru orðin >er samkomulag fæst um«. Til þess að fyrirbyggja að þetta verði mis- skilið, hefi eg með leyfi hæstv. forseta s’-otið inn orðunum »inn á við og út á við«. Það mætti máske með hæfilegri rangfærslu og útúrsnúning- um leggja þá meiningu í hið upphaf- lega orðalag, að vér værum tilbúnir til að ganga að hverjum þeim breyt- ingum, er samkomulag fæst um við Dani, en það liggur ekki í orðum tii lögunnar, enda taka innskotsorðin þar af allan vafa. Eins og öllum er kunnugt leggjum við aðaláherzluna á það, að samkomu- lag náist fyrst og fremst innanlands og þarnæst, að samkomulag náist inn- anlands um tillögur, sem líklegar séu til samkomulags við Dani. Menn verða nefnilega að hafa það hugfast i þessu máli, er við hreyfum því aftur, að til þess að við getum haft nokkra von um að koma nokkru fram gagnvart okkar viðsemjendum, verðum við allir, sem viljum málefna- samband — en ekki persónusamband eða skilnað — að vera samhuga og samtaka um tillögur vorar og við vit- um, að viðsemjendur okkar fást trauðla til viðtals um þetta mál, meðan þing og þjóð er sundrað í flokka um málið. Við, sem í raun og sannleika fylg- jumst að um efni málsins, verðum þvi fyrst og fremst að geta orðið sam- mála og samtaka. Og þegar við er- um allir á einu máli um efnið í til- lögum vorum og form þeirra, þá fyrst er vit í að fara að leita samkomulags um þær við Dani. Þetta er það, sem í orðum tillög- unnar liggur og til þess að ekki sé hægt að rangfæra þetta, hefi eg skot- ið inn orðunum, sem eg gat um. — Vitaskuld þýða hin upphaflegu það sama, en það er kominn slíkur orð- hengilsháttur inn i þetta mál, að dæmi slíks þekki eg ekki, og tel eg það mjög illa farið. Steinolíumálið í neðri deild. Neðri deild feldi á miðvikudaginn var frumvarp stjórnarinnar (milliþinga- nefndarinnar) um einkasölu á stein- olíu. Enginn vafi er þó á því að nokkur meiri hluti þingsins var frum- varpinu sinnandi, því talinn var því vís talsverður meirihluti i efri deild, ef þangað hefði komist. En að lögunum væri hætta búin i neðri deild, mátti þegar ráða nokkuð af því, að 6 af 7 nefndarmönnunum höfðu lagst á móti því og forseta var daginn áður neitað leyfis til þess að hafa það á dagskrá. Höfðu forvígis- menn mótspyrnunnar gegn lögunum ekki verið athafnalausir næsta sólar- hringinn, en safnað liði og bundið það með undirskriftum, svo ósigur laganna var fyrirfram vís. Þá þótti lika hættulaust að taka lögin til slátr- unar og því betra sem fyr væri. Því var og þá leyft að taka þau til með- ferðar. Bar bankastjóri Björn Kristjánsson fram svohljóðandi rökstudda dagskrá: Deildin treystir pví, að landstjórnin finni, ef d kynni að purja halda, út- vegi til pess að birgja landið með stein- olíu gegn viðunanlegu verði, svo sem með pví, Jyrir milligöngu bankanna, að stuðla að stofnun innlends jé- lags til steinoliukaupa, ejtir atvikum með pdtttöku aj hendi landssjóðs eftir Jöngum, og tekur deildin pví Jyrir ncesta mál á dagskrd. Undir hana höfðu þessir 12 menn ritað: Björn Kristjánsson, Valtýr Guð- mundsson, Þorleifur Jónsson, Bene- dikt Sveinsson, Halldór Steinsson, Jón Ólafsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Lárus H. Bjarnason, Jón Jónsson, Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Skúli Thoroddsen. Þetta var meiri hluti atkvæðisbærra deildarmanna, því tveir voru sjúkir og fjarverandi (Björn Iónsson og Jón í Múla). Hinir 11, er atkvæðisrétt áttu, greiddu allir atkvæði með lögunum. Slælegri vörn var haldið uppi fyrir lögunum í deildinni, sem víst hefir meðfram stafað af því að örlög þeirra voru ákveðin fyrirfram. í annan stað fluttu þeir Jón Ólafs- son, Eggert Pálsson og Bjarni Jóns- son svohljóðandi Jrumvarp til einka- söluheimildar landssjórnarinnar á stein- olíu: 1. gr. Landsstjórninni veitist heim- ild til að kaupa svo mikla steinolíu, sem henni þurfa þykir til að birgja landið, og selja hana kaupmönnum og öðrum (kaupfélögum, sveitarfélögum o. s. frv.), fyrir það verð, er liðlega svari kostnaði og' vöxtum. í þessu skyni veitist stjórninni heimild til að taka það lán, sem á þarf að halda. 2. gr. Meðan stjórnin notar þessa heimiíd, er engum öðrum leyfilegt að flytja hingað til lands steinolíu, en stjórninni. 3. gr. Brot gegn 2. gr. laga þess- ara varða sektum alt að 100,000 kr., og skal ólæglega innflutt olía upptæk, og andvirðið renna í landssjóð. Með brot gegn lögunum skal farið sem með almenn sakamál. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg- ar í stað. Var það til 1. umræðu á fimtudag- inn var og lauk henni með því að skipuð var þriggja manna nefnd, Jón Ólafsson, Jón Magníisson og Valtýr Guðmundsson. Deildin gerði síðan nokkrar breyt- ingar á þessu frumvarpi og var þar ákveðið meðal annars, að lög þessi skyldu að eins gilda til ársloka 1913. Við 3. umræðu í gær samþykti deildin þetta einkasölufrumvarp lands- sjóðs með 11 atkv. gegn 5. Talið er víst að frumvarpið komist ekki gegnutn efri deiid, en í þess stað ei borin fram í dag í báðum deildum svohljóðandi þingsályktunartiilaga: Efri deild alþingis ályktar, að skora á landsstjórnina, að undiibúa og leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til laga um einkasölu, helzt landseinkasölu, á steinolíu,ásamt svo fullkomnum skýrsl- um, sem fáanlegar eru, um alt er að því lýtur. Lög frá alþingi. 8. Lög um samþyktir um mótak. 9. Lög um samþyktir um ófriðun og eyðing sels í veiðiám. 10. Lög um viðauka við lög n. nóv. 1899 nr. 26, um verzlun og veitingar áfengra drykkja á íslandi. 11. Lög um merking á kjöti. 12. Lög um sölu á eign Garða- kirkju af kaupstaðarstæði Hafnarfjarð- ar, og nokkrum hluta af öðru landi hennar. 13. Yfirsetukvennalög.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.