Ísafold - 31.08.1912, Page 1

Ísafold - 31.08.1912, Page 1
íLemíu út tviavar 1 víku. Yerb árg. (80 arkir minst) 4 kr. orlendi& 5 ki, eba X ‘/a dollar; borgist fyrir mittjan júli (erlendis fyrir fram). UppaðEn (akrifleg) bnndin við Aramót. u ógild nema komin aé til útgofanda fyiir 1. okt. og kanpandi sknldlans við blabib Afgreibsia: Anatnrstrieti 8, XXXIX. árg. Beykjavík 31. águst 1912. 59. tðlublað ,,Cafeíiti“ Það tilkynnist hér með öllum, kaupmönnum, kaffimöunum og öðrum, að hingað til landsins er nú kominn hinn heimsfrægi kaffidrykkur »Cafetin«, sem læknar svo mjög ráðleggja öllum, sérstaklega magaveikum mönnum, að drekka í staðinn fyrir vanalegt kaffi. »Cafetin« er samsett af hreinum, heilnæmnm jurtum, og er algjörlega skaðlaust. Pundið af »Cafetin« kostar 8o aura, er brent og malað í pd. pökkum, og fæst fyrst um sinn, að eins / verzfuti Sveins Jónssonar, Tempíarasund 1. Eini umboðsmaður fyrir ísland er: Sveinn M. Sveinsson, Bókhlöðustig io. Heima kl. 3—4 e. h. I. O. O. F. 93830Ú KB 13. 9. 8. 31. 9. G Alþýðufól.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis í Lækjarg. 2 mvd. 2—B JBorgarstjóraakrifstofan opin virka daga 10—8 Bæjarfógotaskritstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinm Laugav. 11 kl. 12—B og 5—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.l4A fid.2—3 íslandsbanki opinn 10—2 x/s og 5V*— K.F.U.M. Lesfrar- og skrifatofa 8 árd.—10 shd. Alm. fundir fid. og sd. 8 x/« síbdegis. Landakotskirkja. öuðsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10x/a—12 og 4—5 Landsbankinn 11-24/a, ö^/a-B5/«. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—B Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnih hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga, helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Náttúrugripasain opib í'x/t—2l/s A sunnudögum Samábyrgö Islands 10—12 og 4—0. Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavikur (Pósth. 3) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Póath.str. 14B md. 11—12 Vifilsstabahæliö. Heimsóknartimi 12—1. Þjóðmenjasafniö opiö á hverjum degi 12—9. Ritstjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við tals í skrifstofu Isafoldar á þessum timum: Ólajur Björnsson kl. 11—12 árd. Siqurður Hjörleijsson kl. 2—y síðd. Fjármálin á þingi. Milliþinganefndinni í fjármálunum taldist svo til, að á mundi vanta ná- lægt 800 þús. kr. á fjárhagsárinu, til þess að hægt væri að telja að fjárhag landsins væri borgið á næstu árum. Svo mun mega telja sem þingið hafi séð fyrir þessu fé og það þó ríf- lega. Lotterí-lögin eiga að gefa af sér að minsta kosti 400 þúsund kr. á fjárhagsárinu. Það er óneitanlega lag- legur skildingur, þó f'fiira hefði mátt vera, og hefir ísafold áður fært þau rök að því, sem tæplega verður mælt á móti. Tekjurnar af vörutollslögunum, sem prentuð eru á öðrum stað hér í blað- inu, eru áætlaðar að minsta kosti 230 þúsund kr. á ári, eða x/a niiljón kr. á fjárhagstímabililinu. Loks má búast við því að viðauka- lögin við lög um útflutningsgjald á fiski og lýsi gefi nokkrar tekjur, þótt ekkert verði sagt um það með vissu hve miklu sá tekjuauki muni nema. Annars má búast við því að það verði útlendingar, sem að langmestu leyti greiða þenna toll. Vörutollurinn legst aftur að miklu leyti á íbúa landsins, þó ekki að öllu leyti. Útlendingar ættu að greiða um helminginn af kolatollinum og dálítið af salt-tollinum, auk þess tolls, sem hvílir á þeim venjulegum búðarvarn- itigi, er þeir kaupa hér og nemur sum- staðar dálitlu fé. Jafnmikið fé, sem vörutollinum nemur, mundum vér mjög bráðlega, eða þegar á næstu ár- um, hafa getað fengið npp úr einka- sölu á kolum, ef hún hefði komist á, án verðhækkunar á þeirri vöru. Muri- urinn verður sjálfsagt töluvert tilfinn- anlegur fyrir þá, sem engin kol nota og þá reyndar ekki siður fyrir flesta þá, sem kolin nota og jafnframt kaupa mest af aðfluttri vöru. 3 °/0 til inn- heimtulauna hefðu líka sparast með kolaeinkasölunni. Aftur hefðu nokkrir — en þó tiltölulega fáir — kaupmenn mist við hana töluverða atvinnu og verður að sjálfsögðu að telja það til ókostanna við kola einkasölunnar. Um það hvernig þjóðinni muni geðj- ast að vörutollinum, skal engu spáð. Allir tollar eru hveimleiðir, allir hækka þeir verð vörunnar fram úr því, sem tollinum nemur. Þessi tollaðferð eyk- ur stórlega vinnu á pósthúsum, þar sem mikið er um böggulsendingar og af því hlýtur enn að leiða kostnaðar- auka fyrir landið. Fremur veikir það en styður lánstraust landsins erlendis, að allar aðfluttar vörur séu tollaðar, ekki að eins bráðustu lífsnauðsynjar, svo sem kornvörur, heldur líka þær vörur, sem fjárafli landsmanna er bund- inn við. Vér þurfum að auka ?fla landsbúa úr sjónum, og þó leggjum vér toll á salt, kol, steinolíu og veið- arfæri. Vér þurfum að efla landbún- aðinn, og leggjum þó toll á alls kon- ar jarðyrkjuverkfæri, gaddavír og gripa- fóður. Vér þurfum að byggja húsin úr steini og leggjum þó toll á sement. Og svona mætti víst halda áfram að telja upp. Jöfnuður verður lítill á gjaldinu og sanngirni. Jafnhár tollur borgaður eftir þyngd af ódýrasta vinnu- fatnaði eins og dýrasta silki. Þingið taldi þó vörutollinn aðgengi- legri en verðtollinn, vegna örðugleik- anna við innheimtuna, vildi ekki einu- sinni reyna hann á fáum vörutegund- um, vefnaðarvöru og skófatnaði, eins og fjármálanefndin hafði lagt til. Töldu sumir það jafnvel spilla að sú tollað- ferð gæti orðið til þess að efla iðnað í landinu. Vörutolls lögin eiga að eins að gilda til ársloka 1915, og bendir það til þess að þingið hafi ekki verið alls kostar ánægt með þessi lög, þótt öðru álitlegra yrði ekki komið fram að þessu sinni. Frjálsa steinolíuverzlunin í siðasta blaði ísafoldar var gert heldur lítið úr rökstuddri dagskrá í steinolíumálinu, sem samþykt var í neðri deild. Var sú dagskrá jafnframt birt í blaðinu, og máttu þá allir um dæma, hvort blaðið fór þar með hlut- drægan dóm eða ekki. Hjálpin gegn einokun útlends auð- félags á steinolíu hér á landi átti að vera innlent félag, er ræki með hana Jrjálsa verzlan. Því var haldið fram um þetta fé- lag, þótt það væri stofnað, að það væri fullkominn vonaipeningur. Þótt islenzkir kaupmenn kunni að vera stóreignamenn, eftir efnahag þjóð- arinnar, þá er ekki alveg víst að þeir hefðu fé aflögum, til þess að leggja til þessarar félagsstofnunar. Gæti lika vel verið að einhverir þeirra þættust geta varið fé sínu á tryggilegri hátt. -— Og þótt bankarnir hefðu nokkur þúsund króna fyrirliggjandi, þá gæti verið að þeir þættust þurfa að verja þeirn til einhvers annars, þegar á ætti að herða, en til hlutakaupa í þessu frjálsa steinolíufélagi. En þótt það tækist — sem ekki er alveg víst — að safna hlutafé handa þessu félagi, hæfilega miklu til stein- olíuverzlunarreksturs í landinu, þá yrði þetta fé þó svo lítið, að það yrði leikur einn og annað ekki, fyrir annað eins auðfélag og Standard-oil, að selja vöru sína hér með svo lágu verði, svo sem eitt ár, að innlenda og Jrjálsa félagið neyddist til þess að hætta samkepn- inni að einu ári liðnu. Og það eins fyrir það, þótt þetta innlenda og frjálsa félag væri rekið með sæmilégu viti og dugnaði. Trúm á algildi flestra kenninga föln- ar í hretum Iffsins, eins og grasið í hausthretum, eins og æskublómi á elli- árnm. Um miðbik fyrri aldar stóð kenn- ingin um ágæti frjálsrar verzlunar í mestum blóma og viðgangur þeirrar kenningar hefir eflaust átt mikinn þátt í því, að safna saman hinum mikla auði, sem nú er til í heiminum, safna honum á tiltölulega örfáar hendur. Engu að síður virðist þessi átrún- aður á frjálsa verzlun fara minkandi, þótt fast sé að oss haldið, sem í flest- um efnum erum aldarfjórðungi, eða meira, á eftir tímanum. Verzlunarfrelsinu í heiminum svipar svo afarvíða um þessar mundir til þess Jrelsis, sem innlent steinolíufélagmundi njóta i samkepninni við Standard-oil félagið. Dæmunum fer dagvaxandi í heim- inum, sem sýna það, að verzlunar- frelsið er fyrst og fremst frelsi auð- valdsins, til þess að taka fyrir kverk- arnar á smælingjunum og kúga þá til hlýðni við sig. í kenningunni um ágæti og algildi verzlunarfrelsisins er líklega brot af sannleika. — Engum gætnum manni dettur í hug að því broti eigi að kasta út á hauginn, sizt að svo komnu. En hitt vita menn, að þetta sannleiksbrot er áreiðanlega ekki allur sannleikur- inn í þessu vandasama máli. Og svo bættist það ofan á, fyrir þessu innlenda og frjálsa félagi, að flestir þeir kaupmenn í landinu, sem verzla með steinolíu, mættu ekkert af því kaupa, af því þeir eru bundnir með samningum, að viðlögðum háum sektum, að kaupa ekki oliu af nein- um nema auðvaldsfélögunum. Hjalið í þinginu um þetta innlenda °g Jrjálsa steinolíufélag, var vist ekki annað en fyrirsláttur þeirra manna, sem vildu afstýra því, að þingið gerði nokkra ráðstöfun, sem miðaði til þess að brjóta einveldi steinolíuauðfélag- anna hér á landi. Hafi nokkuð vakað fyrir þessum mönnum, sem alls ekki er vist, hefir það eflaust verið annað en það, sem uppi var látið. Því vitanlegt er, að siðan það kom til orða að landið gerði sér einhvern mat úr steinolíu- einokuninni í landinu, hefir hvað eftir annað skotið upp bólum af þeim hug- myndum, að stofna hér deild úr hinu volduga Standard-oil félagi, hliðstæða D. D. P. A.-félaginu í Danmörku. Líklega yrði ekki mikil fyrirstaða, af hálfu vesturheimska félagsins gegn þessari félagsstofnun, ef því væri trygð- ur helmingur, eða vel það, allra hluta- bréfa i félaginu, svo það mætti eitt öllu ráða þegar því þóknaðist. Eitt- hvað af ísl. fésýslumönnum mundi víst kaupa hlutabréf í þessu félagi, en varla er ráð fyrir öðru gerandi en að rnestur hluti þess helmingsins, sem oliufélagið vestræna gæfi eftir, lenti hjá útlendum eða hálfútlendum verzl- unum. En þótt einhverir innlendir eða hálf- innlendir menn gætu saumað sér Finna- buxur við stofnun þessa nýja félags, þá er hitt mest um vert, hverju ís- lenzkir útgerðarmenn og íslenzk al- þýða væri bættari fyrir stofnun þessa félagskapar. Þeir voru eitthvað að tala um það i þinginu stuðningsmenn steinoliufé- laganna, að Danir byggju nú við þyngri kjör en vér, um þessar mundir, hjá D. D. P. A. og þó dytti danska þing- inu ekki í hug að hefjast handa yfir stórvægilegri verðhækkun á steinoliu. Einhver skaut þvi líka fram að rétt væri að biða eftir Dönum í þessu efni, sjá hvort þeir gætu nokkuð að gert. Ef þeir gætu ekkert gert, gætum við það víst ekki heldur. Ólíklegt sýnist að Danir vildu ekki fá ódýrari steinoliu, ef þeir gætu. En mundu ekki örðugleikar þeirra vera að verulegu leyti i því fólgnir, að þeir hafa við að etja innlent félag, sem hefir þjónustusama anda út um alt landið, í hverju einasta þorpi í landinu? — Félagið hefir afarfast og marg-greinað skipulag um alla Danmörku, og ein- mitt þess vegna má búast við að flest- ar stjórnir og flest löggjafarþing þar í landi mundu kveinka sér við því, að etja til kapps við félagið. Það kæmi atvinnurekstri fjölda manna á ringulreið og hjá þeirri riðlun vilja stjórnarvöldin sneiða í lengstu lög. Líkt mundi fara hér á landi ef deild úr Standard-oil félaginu væri stofnsett hér í landi. Hið nýja félag næði hér föstum tökum og örðugra væri að losna við það en nokkurt útlent fé- lag. Þegar það félag væri komið vel á laggirnar, þá væri fyrst hámarkinu náð með kúgun alþýðu af jrjálsu steinoliu- verzluninni. Fyrir landið eru því að eins tveir kostir sem stendur: að sætta sig við þá einokun, sem nú er, eða að það taki að sér einkasölurétt á olíunni og hagnýli sér þann rétt á einhvern hátt. ----'S/S/S/---- Brl. símlreg'nir. Khöfn S8/s ’12. Balkanskaginn i báli. Stjórnleysi í Tyrklandi. Búlgarar, Serbar og Svartfellingar hervæðast. Lög frá alþingi. Niðurlag. 26. Lög um einkasöluheimild lands- stjórnarinnar á steinolíu. 27. Lög um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra. Hér eru upp taiin öll þau lög, er samþykt voru á síðasta þingi, sjö af þeim voru stjórnarfrumvörp, en 20 borin fram af þingmönnum. Af stjórnarfrumvörpum, 15 talsins, voru 4 feld og 4 ekki útrædd. — Þingmannafrumvörpin voru alls 54. Af þeim 20 samþykt, eins og áður var sagt, 15 feld, en 19 ekki útrædd. -------------------- Fjárglæfralmeyksli í Raupm.höfn. Þar hefir undanfarið verið á hvers manns vörum fjárglæfrahneyksli all- stórfelt, sem fjöldi manna er við rið- inn. Heitir sá Byrdal og er yfirdóms- lögmaður í Khöfn, sem mest hefir að því unnið að koma upp um tvo feðga, er bera nafnið Cordosa. Faðirinn, Louis Cordosa, litur út fyrir að sé aðal-atvinnurekandinn. Júltu-skrifstofan og W. T. Stead. ísafold hefir áður getið um það, hvern- ig W. T. Stead sálugi hafi átt að birt- ast á sambandsfundum í Júlíu-skrifstof- unni í vor. Þeim sambands- eða til- raunafundum var haldið áfram til 4. júlí. Þá lögðust þeir niður, því að þá var útrunninn sá tími, er W. T. Stead hafði ráðið hinn ágæta miðil, frú E. Wriedt frá Ameríku, til þess að starfa þar. Frá þeim tfma lagðist starfsemi skrifstofunn- ar niður, því að hinn mikli mannvinur W. T. Stead hafði rekið skrifstofuna fyrir eigið fé og vafið til þess um 18,000 kr. árlega, þótt aldrei væri hann talinn auðugur. En þegar hann var fallinn frá, skorti fóð til rekstursins. Nokkurir vinir hans í Lundúnum borg- uðu kotnaðinn um þessa tvo mánuði, sem skrifstofan starfaði eftir andlát Steads, til þess að eigi þyrfti að rifta þeim samningunt við miðilinn, sem Stead var búinn að gera. Mun þá og hafa langað til þess að vita, hvort Stead tsékist ekki að gera þar vart við sig. — Og ýmsir menn — bæði karlar og konur —, sem verið hafa á þeim fundum, fullyrða nú, að Stead hafi tekist þetta jafnvel betur en ‘ Sonurinn heitir Harry Cordosa, að- | eins 24 ára, og dóttirin, Sonja Cor- j dosa, 22 ára, sem aðstoðað hefir þá Byrdal yfirdómslögmaður. feðga. Harry Cordosa hefir verið á ferð I Vesturheimi, en hefir nýlega verið tekinn fastur í Noregi. Byrdal segir um þetta fólk að það hafi stærsta atvinnurekstur í Danmörku, hafi t. d. grætt á 4 mánuðum eina miljón króna, að mestu eða öllu léyti með svikum. Málið var fyrir dóm- stólum er síðast fréttist, en dómur ekki upp kveðinn. Eitt af vitnunum þeir höfðu búist við, enda virðist áhugi hans á málinu ekki hafa minkað við það að flytjast til æðri veraldar, eftir því sem frá er sagt af sambandsfundum þessum. Hór skal sagt frá einum fundinum og er frásögnin lauslega þydd eftir skýrslu í enska blaðinu »Light». Er hún eftir W. de Kerlor og fylgdi henni staðfeBt- ingarvottorð frá öllum hinum fundar- mönnunum. Þetta var fimtudaginn 18. dag júnímán- aðar. Hálfa klukkustund eftir að fund- urinn hófst, gerðist alls ekkert. Sungu þá fundarmenn sálm, er Mr. Stead hafði haft miklar mætur á, og lásu »faðir vor«. Byrjuðu þá brátt að sjást ljós. Ýmsir fundarmanna kölluðu upp, að þeir sæju rauða ljóshnetti berast fram og aftur um herbergið. »Litum við þá öll upp«, segir sögumaður, »og sáust þá fögur ljós uppi við loftið, uppi yfir miðjum hringnum. Mörg komu og fóru. Marg- ir af þessum ljóshnöttum voru að minsta kosti 3—7 þuml. að þvermáli. Fyrsfc voru þeir hnöttóttir í lögun, en sýnd- ust að lokum fletjast út og bresta sund- ur við loftið, líkt og þegar sápukúla lendir á gluggarúðu og brestur sundur í björtu sólarljósinu með töfrandi lit- skrúði. Aldrei mun eg geta gleymt því, hversu þessi ljós liðu frá einu horni her- bergisins til annars fullan fjórðung stuud-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.