Ísafold - 11.09.1912, Side 1

Ísafold - 11.09.1912, Side 1
Kemui út bvisvar l viku. Verð úrg. (80 arkir minst) 1 br. erlendio 6 ki, e?<a l1/* dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppaögn (ehriiieg) bundin drunðt, er öglld nemn komlu ét til útgefnndn íyih 1. okt, og x.aepnndi sknlölaoe Tift blabið AfgreiOela: Aueturetrsjtl 8, XXXIX. árg. Reykjavík 11. sept. 1912. 61. tölublað I. O. O. F. 938309 KB 13. 9. 9. 28. 9. G Alþýðufól.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 2—8 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—8. Bæ.jarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og á—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.l4A fid.2—8 íslandsbanki opinn 10—2x/a og 51/*—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 sbd. Alro. fundir fid. og sd. 81/* síðdegis. Landakotskirkja. önðsþj. 0 og 6 á belguro Landakotsspítali f- sjúkravitj. Í0l/a—12 og 4—5 Landsbankinn ll-a1/^, ö^/a-B1^. Bankastj. við 12-2 Landsbóbaðttfn 12—8 og 5—8, Útlkn 1—3 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin fr& 12—2 Landsfóhirðir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka daga. helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 N&ttúrngripasaí'n opið * */*—2x/i & sunnudöguro Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarráðsskrifsfcofurnar opnar 10-4 daglega Talsimi Reykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlrekning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 Vifilsfltaðahælið. Heimsóknartimi 12—1. Þjóömeixjas&fnið opið & hverjum degi li—2. Ritstjórar Isafoldar verða fyrst um sinn venjulega til við- tals í skrifstofu Ísaíoldar á þessum timum: Olajur Bj'órnsson kl. 11—12 árd. Sigurður Hjörleijsson kl. 2—3 siðd. Hafnargerð höfnðstaðarins. Saga málsins. Liklegasta úrlausnin. Fyrir nær hálfu þriðja ári flutti Isajold allítarlega grein um hafnarmál Reykjavíkur, sögu þess og frásögn af þeim rekspöl, sem kominn var þá á málið. Óskin um höfn hér í bæ er orðin gömul — hvað gömul er erfitt að segja. En þær sagnir ganga, að fyrir 70—80 árum hafi hér verið á ferð brezkur auðkýfingur, sem boðist hafi til að gera höfn úr tjörninni — bæn- um að kostnaðarlausu, með þeim skildaga einum, að bæjarstjórn í stað- inn léti bæta stræti bæjarins með því að sleinleqqja þaul En sennilega hefir hér verið um að tefla augnabliksdutlunga náunga þessa. Og með því að bæjarstjórn var eigi nógu snör í snúningum, varð eigi meira úr! En veruleg framkvæmda-löngun í stórmáli þessu er lika roskin orðin. Fyrir meira en mannsaldri var fyrir alvöru farið að leita fyrir sér um kostnaðarhorfur. En þá eigi nefnt minna en 5 milj. af sérfræðing þeim, er um það fjallaði. Þar með lauk þeirri umleitan. Hafnarhugsjónin mókti mörg ár. En árið 1896 reis upp ný hafnaralda. ísafold flutti þá í ársbyrjun ítarleg- ar greinar um hafskipakví og mun það hafa orðið til þess, að skrið komst á málið meðal kaupmanna. Sendu þeir bæjarstjórn málaleitun um hafnar- gerð í febr. 1896. Danskur mannvirkjafræðingur var þá af bæjarstjórninni fetiginn til að gera áætlun um hafnargerð í Reykjavík. En áætlun hans gerði ráð fyrir nærri 5 milj. króna kostnaði, eins og hin fyrri, og blæddi sá ógnar kostnaður mönnum svo i augum, að engin til- tök þóttu að sinna málinu. Nú liðu enn 10 ár. Þá var farið að hreyfa hafnarmálinu þriðja sinn. Var þá hingað fenginn norskur hafnar- fræðingur Gabriel Smith, sem nú er yfirmaður hafna í Noregi, og talinn allra manna færastur og fróðastur um hafnargerðir þar í landi. Hann sendi borgarstjóra sínar til- lögur í nóvembermánuði 1909 — og þær tillögur voru þann veg úr garði gerðar, að meira virtist tiltækilegt en að tala um hafnargerð. Aætluu hans var svo Hg, borin saman við hinar fyrri, að fæstum varð svimagjarnt. Smith taldi mundu mega gera hér vel viðunanlega höfn fyrir um 1600, 000 kr. og með þvi að áætlun hans hefir að mestu verið fylgt fram á þenna dag, að eins með litlum breytingum, þykir rétt að skýra hér frá hafnarfyrirkomulaginu eins og hann gerði ráð fyrir þvi. Áætlun hans er á þessa leið: Skjólgarður skal reistur á grandan- um frá landi og út að Örfirisey (700 stikur á lengd). Hann kostar 257000 kr. Annar skjólgarður skal gerður suðaustur af Örfirisey (480 stikur á lengd). Hann kostar 630000 kr. Þriðji skjólgarðurinn loks út frá Batt- aríinu, austan við vörina fyrir austan skansinn, í norðvestur, (265 stikur á lengd) og kostar 315000 kr. — Þessir skjólgarðar eiga að geta varið höfnina fyrir öllum vindnm. Þegar búið er að reisa þessa skjól- garða verður opið inn á höfnina 180 stikur. Þá gerir Smith ráð fyrir að reist verði hafskipabryggja úr timbri, vestan- vert við steinbryggjuna, sem 4 gufu- skip geti legið við í einu, 150 stikur á lengd, 15 á breidd og kostar 128 000 kr. alls. Ennfremur skal grafinn áll inn að bryggjunni, frá hafnaropinu, sem verð- ur hvergi grynnri en 5 stikur. Það áætlar hann, að muni kosta rúm 200 þúsund kr., en í þeirri fjárhæð er fólgið verðið á leðjuvél (mudrings- maskine), sem bærinn framvegis getur haft mikilsverð not af, þegar hann vex og þarf að stækka höfnina. Þessi vél er afardýr (140000 kr.), en Smith telur ekki umtalsmál, að það borgi sig miklu betur fyrir bæinn að kaupa hana en leigja. Vestast í höfn þessari, í horninu milli grandans og lands, ætlast hann til, að gert verði báta- og þilskipalægi, sem muni kosta 45000 kr. — og enn- fremur bryggja fyrir þilskip, 104 stik- ur á lengd, en 3 á breidd, er kostar alls 21000 kr. Kostnaðurinn við hafnargerðina í heild sinni verður þá þessi, eftir áætl- un Smiths: Skjólgarður á grandanum kr. 257,000 do. út frá Örfirisey— 650,000 do.------Battaríinu— 315,000 Dýpkunin út frá hafskipa- bryggjunni ... — 206,000 Hafskipabryggja fyrir 4 gufuskip .... — 128,000 Báta- og þilskipalægi . — 45,000 Þilskipabryggja ... — 21,000 Alls kr. 1602,000 Eftir því sem þörf krefur, á síðar að vera hægt að hlaða upp skipaklöpp fram með öllum grandagarðinum og dýpka höfnina áfram eins og vill. Þessa áætlnn Smiths hafði hafnar- nefnd bæjarins milli handa síðari hluta árs 1910. Hún réð bæjarstjórn til að fylgja henni. í jan. 19TI var samþ. í bæjarstjórninni að snúa sér til al- þingis um styrk til hafnargerðarinnar, helming af kostnaði eða 800.000 kr. Alþingi taldi landssjóði ókleift að leggja fram meiri styrk en 400.000, en setti jafnframt lög um, að landssjóður mætti ábyrgjast lán til hafnargerðarinnar alt að 1200.000 kr. Þetta var málinu komið í fyrra haust, er bæjarstjórn fekk það til meðferðar af nýju. Tókust nú allmiklar umræður um það, hvort fela ætti einni ákveðinni verksmiðju hafnargerðina, eða láta gera í hana tilboð. Á fundi milli jóla og nýárs var á- kveðið, að bjóða hafnargerðina út og Þorv. Krabbe verkfr. fenginn til þess að ganga frá útboðinu. Tilboðsfresturinn var á enda þ. 31. ág. og voru þá komin 3 tilboð, svo sem getið var í síðasta blaði. Af þessum tilboðum hefir Monbergs- tilboðið þótt lang-aðgengilegast meðal þeirra, sem kynt hafa sér og eru því allar líkur til þess, að ofan á verði að taka þvi. Þetta hafnargerðartilboð Monbergs er bygt á grundvelli Smiths-áætlunar- innar .— þræðir hana að miklu leyti. Nokkurar breytingar hefir hann þó gert og eru þessar hinar helztu: Grandaskjólqarðurinn þræðir eigi grandann nema hálfa leið til lands, en beygist þá vestur á við all-langt. Báran leiðist með því lagi lengri leið og rúm verður meira inni á höfn- inni. Á skjólgarðinum er gert ráð fyrir járnbrautarteinum til lands. Örfiriseyjargarðurinn er einnig gerð- ur nokkuð íbjúgur og ekki alveg eins langur og Smith gerði ráð fyrir. Battaríisgarðurinn verður eins og Smith gerði ráð fyrir. En þá breytingu hefir Monberg gert á görðunum, að þeir eru eigi hlaðnir alla leið upp úr, heldur steyptir úr því kemur nokkuð fyrir ofan sjáv- armál. Hajskipabryggjurnar eru í Monbergs tilboði tvær, önnur vestanvert við bæjarbryggju, hin út frá Battaríisgarði 80 st. á lengd, en 8 á breidd. Á þessari bryggju verða nýtizku-kolaupp- skipunartæki. Báðar verða bryggj- urnar úr járni og sementi, en eigi tré, eins og ráð var fyrir gert i áaetl- un Smiths. Enn má geta þess, að skjólgarðarnir eru í Monbergstilbogi lóðréttir niður i sjó á endunum með 7 stiku háum vitum. Svona höjn býðst Mouberg til að gera Jyrir 1510,000 kr. En fyrir 100.000 kr. aukaþóknun býðst hann til að gera innri höfn fyr- ir báta og smærri skip við austurend- ann á Örfirisey. Stærð hennar er 275X27? stikur. Eru garðar gerð- ir frá Grandagarðinum í norðaustur og frá Örfiriseyjargarðinum í suðvest- ur til þess að lykja um hana. Þessi höfn ætlast hann til að komi í stað- inn fyrir þilskipalægið í suðvesturkrika hafnarinnar í áætlun Smiths. Bæjarstjórn fjallar um hafnartilboð- in og tekur væntanlega um þau álykt- un á næsta fundi, sem líklega verður eigi haldinn fyr en í næstu viku. t Sira Jóh. L. Sveinbjarnarson prófastur á Hólmum i Reyðarfirði lézt i morgun, að því er símfregn til bisk- ups hermir. Ekki getið um banameinið, en síra Jóhann hafði áður haft aðkenningu af heilablóðfalli og eigi ólíklegt, að það hafi dauða hans valdið. ----4----- Frá Koch Grænlandsfara bárust þær fréttir með Grænlandsfarinu Godthaab, að íslenzku hestarnir dugðu honum ekki og varð að skjóta þá. Slysíarir. Hinn 17. f. m. hrökk út af mótor- bát á Norðfirði 17 ára gamall piltur, Salómon, sonur Páls Magnússonar bónda á Hvalsnesi í Miðneshreppi. Mesti efnispiltur og harmdauði allra sem þektu hann. Nýr botnvörpungur íslonzk- ur er í smíðum í Englandi um þessar muudir. Er það nýtt útgerð- arfélag Haukur, sem hann á, og aðal- maðurinn í félaginu Pétur I. Ihor- steinsson. Þessi bötnvörpungur á að heita Ingólfur Arnarson. Hann verð- ur á líkri stærð og Baldur og Bragi, raflýstur og með öllum uýtízkutækjum. Brl. símíreg’nir. Khöfn 10/9 '12. Ófriður á Balkanskaga? Ójriðarhorjur milli Búlqara og Tyrkja aukast daglega. Mannskaðaveður í Kína. Öveður hefir geisað í Kína og orðið 50,000 manns að bana. Loftskeyti milli New-York og Chria. Marconilojtskeytasamband milli New- York og Kristjaniu hejir verið dkveðið með samningum. Svissneskir Grænlandsfarar. Fjórir svissneskir Grænlandsfarar eru staddir hér í bænum nú — komu hingað síðast í vikunni sem leið á danska Grænlandsskipinu Godthaab. Þeir hafa farið frækilega för þvert yfir Grænland, norðar en nokknrir haja áður gert, norðar en sjálfur Nansen. Þeir eru enn eigi búnir að mæla út breiddarstigið, en gizka á 70. st. norð- urbreiddar. Þeir eru 4 félagar, formaður farar- innar dr. de Quervain, dr. Hössly og tveir verkfræðingar, Gaul og Fich. Fjórar vikur voru þeir á ferðinni yfir Grænlandsísauðnina. Höfðu með sér 3 sleða. Vegarlengdin, sem þeir hafa farið er nál. 700 rastir. ísauðnin reyndist nál. 8000 fetum fyrir ofan sjávarmál, eða 1500 fetum hærri en Öræfajökull, þar sem hún er hæst, en það er að austanverðu; svo hallast hún vestur á við. Fjallgarð mikinn fundu þeir í Kristjáns 9. landi, er stendur upp úr þessum 8000 feta háa jökli og liggur samhliða austur- strönd Grænlands. Godthaab lagði á stað frá Angmag- salik á austurströnd Grænlands þ. 2. september. Samgönguleysi. Út af þingsályktun alþingis um strandferðirnar, langar mig til að biðja ísafold fyrir eftirfylgjandi línur: í skilyrðum þeim, sem þingið setti stjórninni, að því er uppgjöf Thore- félagssamningsins snertir, er tiltekið undir staflið 1 a. »að félagið hafi við- komustaði í nokkrum millilandaferð- um i hafnarstað í Norður-Þýzkalandi (t. d. Ltibeck)*. Að tiltaka þannig settan viðkomustað gengur næst því sem alþingi hefði lýst vanþóknun sinni á því, að íslendingar hefðu nokkur bein verzlunarviðskifti við Þýzkaland. Ltibeck er lítill bær og þar svo óhægt aðsóknar, að íslenzkum kaupmönnum mundi reynast það kostnaðarminna að fá t. d. vörur sínar frá Hamborg yfir Kaupmannahöfn, en það að flytja þær fyrst með járnbrautum til Liibeck. Áður hefir verið skrifað um það hér í blaðinu hver nauðsyn er á þvi fyrir ísland, að halda uppi góðum samböndum við Þýzkaland og voru þá jafnframt tilfærð nokkur dæmi, sem bera þess Ijósan vott hver ábati það er fyrir íslenzka verzlun og þá þjóð- ina í heild sinni, að kaupa hinar út- lendu vörur, þar sem þær eru fram- leiddar, í stað þess að kaupa sömu vörur með milligöngu dansk-íslenzkra umboðsmanna, eður danskra heildsala. Það gegnir þvi furðu, að þing það, sem nú er nýslitið, sknli ekki betur hafa skilið nauðsynina á bættum samgöng- um við eitt hið mesta vetzlunarlanc heimsins (Þýzkaland), en það, að hætta við hinar nýbyrjuðu Hamborgarferðir og verzlun landsins þannig rígbundin í hina aldagömlu einokunarfjötra, sem þó einmitt var verið að reyna að eysa, er stofnað var til Hamborgar- terðanna. Þetta ráðlag ber því miður >ess ljósan vott hve stjórn og þing, sem þó árlega er að demba á þjóð- ina nýjum tollum og sköttum, er dauðans ósýnt um að koma auga á nokkuð það, sem gert gæti þjóðina tærari um að bera aukna skatta og skyldur. — Ekki þarf þó nema með- al-búmannsvit til að sjá það, að sá maður sem t. d. með góðum sam- göngufærum kaupir nauðsynjar sínar 20—3 o °/0 ódýrari en annar, er betur lær um að bera auknar álögur en sá, sem verður að lifa og deyja á gamla einokunarklafanum. ísland er látið tapa þús. kr. við að missa Hamborgarferðirnar, sem þó lík- ega hefði verið hægt að halda áfram, fyrir viðlíka árlega upphæð, sem þá, er aukaþingið varði til hækkunar á dagpeningum þingmanna. Þess var öll )örf, ef þingið hefði látið sér hugsast )að jafnframt, að með auknurn út- gjöldum er brýn nauðsyn að reyna að bæta gjaldþol landsmanna, ef ekki alt á að euda með einu allsherjar gjaldþroti, sem því miður lítur út fyrir að muni verða endirinn, ef fjármála- stefna þings og þjóðar heldur áfram að keyra þá hættulegu braut, sem íafin hefir verið. Komist verzlun og atvinnuvegir andsins í gott horf, þá er enginn vafi á því, að þjóðin gæti grætt nokk- ur hundruð þús. árlega umfram það sem nú er, borið sæmilega og vitur- egar fjárkröfur þings og stjórnar og jar að auki safnað nokkurri arfleifð til handa næstu kynslóð. Mér finst )ví að fyrsta boðorð þings og stjórn- ar ætti að vera það, með öllu móti að bæta verzlun og atvinnuvegi lands- ins; væri það, þá mundi naumast yurfa að óttast, að fyrir gæti komið önnur eins víxl-spor og það, sem felst þingsályktuninni, sem sé að fleygja : rá sér nýuppteknu verzlunarsambandi við eina af mestu verzlunarborgum reimsins og taka 1 staðinn samband við ómerkilegan og afskektan útkjálka- bæ, sem lítið eður ekkert gang gæti ílotist af fyrir verzlun íslands. Vænt- anlega gerir þvi ráðherra vor sitt ýtr- asta til þess að Hamborgarferðum verði laldið áfram næsta ár, með líku fyrir- komulagi og verið hefir og án þess að flutningsgjöldin verði hærri en verið hafa með skipum Thorefélagsins. B. H. Bjarnason. Kappleikar á íþróttavelli. 10 rasta hlaup. U. M. F. R. gekst fyrir kapphlaup- um sunnud. 1. þ. mán. og öðrum íþróttum suður á leikvangi vorum. Þetta var lengsta hlaup, sem enn hefir verið þreytt hér; hófst kl. 3,45 við 5- rasta steininn inni i Sogum, rétt við við Elliðaárnar. — Undirbúningurinti hefir verið töluverður undir þetta hlaup. Þ. e. a. s. að langt er síðan að það var auglýst og tíminn hefir verið góð- ur til undirbúnings, en fáir eru fúsir til að æfa hlaup, og er stór furða, því það er ein af hollustu íþróttum, sem enn kunnum við. En eru íþrótta- menn að verða latari en þeir hafa verið? Það væri synd ef svo væri! íþróttir eru of heilbrigðar fyrir lífið, og fyrir hvern, sem vill sjálfum sér og þjóð sinni vel. Það er minkun að lúra á hæfileikum sínum sem ormur á gulli — þegar um líkamlegt atgervi er að tefla; — við höfum alt oflítið af því í íslenzku blóði. Að fornu fari var það æðsta hug- sjón æskumannsins að verða vel að sér í íþróttum. En hvað gjörum viðnú? Til þess að fylgjast vel með þenna dag, hjólaði eg þangað sem hlaupar- arnir fóru af stað. Þar stóð Magnús með byssuna og skaut. Þeir voru 4 — já, einir fjórir — sem þorðu að leggja út i þetta langa hlaup, 3 ungir (nál. 15 ára) drengir, og að eins einn kring um tvítugt. Það var Guðmundur Jónsson, smiður í Vöiundi. Hann er einn af okkar beztu hlaupamönnum og hefir

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.