Ísafold - 11.09.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.09.1912, Blaðsíða 2
222 18 AFOLD góðan hug á að æfa. — Fljótt skauzt Guðmundur fram úr hinum keppend- unum og nær höfuðstaðnum, eftir ör- stuttan tíma; allir sem komu eftir veg- inum voru settir út af, sumir voru tregir að víkja, en verða þó að láta undan. — Hlauparar — það koma hlauparar, kallar Guðm. Kristinn í ákafa á hjól- inu; en verður að fara af á Hverfis- götunni, því þar var maður, hestur og heyvagn þversum á götunni. Klárinn vildi vera úti á götubrúninni öðru megin til vinstri, en karlinn vildi það ómögulega og sagði, að þessir hlaup- arar gætu farið annarsstaðar en þar sem sinn vagn væri. En þessi þrjózka tjáði ekki karli, því Guðm. Kr. er glíminn og tók karlinn og klárinn, svo hlaupararnir sluppu ómeiddir fram hjá og suður á leikvang á flugferð. Þar var þeim íagnað af fjölda fólks; þar hlupu þeir io hringa. Guðm. Jónsson varð fyrstur; hljóp vegarlengd- ina á 39 mín. 23 sek., 2. varð Helgi Tómasson: 40 mín. 30 sek., 3. Sig. Jóhannesson: 41 m. 10 sek., 4. Einar Sveinsson: 41 m. 33 sek. Það sem vantaði hér var fjöldinn. Það er gaman að horfa á hlaup, en þess meiri áhugi fylgir, sem fleiri keppa. Nú hófst 800 stiku hlaupið. Þrír keptu. Magnús Tómasson varð fyrst- ur; en vitrir yfirdómendur þurftu að gjöra axarskaft og það óýyrir%efa,nle%t. Það vildi svo ílla til að þessu sinni, að dómararnir gleymdu því að þeir voru dómarar — og stóðu kyrrir á sama stað sem hlauparar byrjuðu, en hringurinn er ekki nema 386 stikur, og tvisvar það verða ekki nema 772 stk., en átti að vera 800 stk. Það er ekki öll vitleysan eins! Já, — þetta er alt nærri til skamm- ar, er hrópað fyrir aftan mig á vell- inum. Það er þá form. í. S .í., Axel Tulinius, fokreiður og leiður út úr þessu öllu. Eg spurði hann, hvort öllu væri að fara aftur. Hann hristi höfuðið og sagði að það væri bara eitthvert letimók yfir öllum nú, og væri það hrópleg synd gagnvart sjálf- um iþróttafélögunum og gagnvart öllu — leikvanginum og fólkinu, sem kem- ur hingað til þess að skemta sér við heilbrigða kappleika. Hvað ætlið þið að gjöra, spurði eg? Það lítur helzt út fyrir að við gömíu mennirnir megum fara að æfa okkur aftur — til þess að fylla hópinn — þeim yngri til skammar, svaraði A. T. Það væri gaman; en haldið þér að þetta geti ekki batnað? Jú, ef merm vilja, en viljinn er tor- fundinn hjá mörgum. Flestir íþrótta- mennirnir okkar eru hér nú fyrir utan girðinguna og horfa á! Það væri rétt .... Eg flýtti mér frá hr. Tuliniusi — því mér sárnaði að heyra þetta. —- Vona bara að það sannist ekki alt, sem hann sagði mér og það verði líf og fjör í öllum iþróttamönnunum næsta íþróttadag. Leiksýningar 8. september. Nú var kept annað sinn sunnud. 8. þ. m., fyrst 100 stiku hlaup. Urðu 6 menn til að þreyta í þeim. Kristinn Pétprsson varð fyrstur i28/5. sek., Jón Þorsteinsson annar: 13 sek. — Þá var þreytt spjótkast. Lengst kastaði Carl Ryden: 30,97 stikur, svo Magnús Tómasson: 30,67 og Lúðvig Einarsson: 28,80 stikur. í stangarstökki vann 1. verðl. B. G. Waage; stökk 2,43 stik., 2. verðl. Ólafur Sveinsson: 2,40 st., 3. v. Lúð- vig Einarsson: 2,33 st. Hindrunarhlaup (110 stiku): 1. verðl. Kristinn Pétursson (21 sek.), 2. v. B. G. Waage (2i8/B s.j, 3. v. Niljonius Ólafsson (21 8/b. sek.j. Allar þessar íþróttagreinar fóru að öl!u leyti vel úr hendi, en þó hefði stangarstökkið getað orðið skemtilegra, því einna fegurst er að sjá vel stokkið á stöng, en það varð að þessu sinni alt oí langdregið, er kom eingöngu til af því, að þeim sem feldu var alt of oft leyft að reyna, reglunum eigi fylgt, sem þó er nauðsyn fyrir kom- andi tíma. En við getum átt von á að eignast góða stangarstökkvara með tímanum, ef framfarirnar verða með hverju ári jafn-miklar og síðasta árið. Þegar alt þetta var búið hófst ísl. glíma i 3 flokkum. í léttasta flokki (undir 135 pd.) unnu þessir verðl., 1. v. Magnús Tómasson, 2. v. Helgi Salómonsson. í 2. fl. (133—150 pd.) 1. v. M. Tómasson, 2. v. Ólafur Gíslason. / 1. fl. (yfir 150 pd.) 1. v. Sigurj. Pétursson, 2. v. Kári Arn- grímsson frá Ljósavatni. Allar þessar íþróttir fóru vel fram, miklu betur en sunnud. 1. sept., enda fleiri þátttakendur í öllum íþróttum og betra fyrirkomulag, og vildi eg óska þess, að framkvæmdamenn og íþróttamenn tækju sig saman um að vinna að útbreiðslu íþróttanna með þessu: íþróttamenn með því að fjölmenna, sem auðið er, í hverja íþróttagrein og vera sem leiknastir í öflu. Framkvæmdamenn og dómaiar að gæta þess að hafa allar vegarlengdir hárrétt mældar löngu fyrir kappleik- ana, brautirnar vel troðnar, og réttar og samstiltar klukkur. Ef þetta fylgist að og verður áhuga- mál allra, þá kemur sá tími að við getum kept við annara þjóða menn i almennum íþróttum. Og munið það allir ípróttamenn að það eru ekki nema 3Y2 ár til næstu Olympiuleika, sem við ættum að geta kept i, þvi þá verður ekki neitt okkur til tálma annað en vanmáttur vor til þess að sýna þar likamlega hreysti þjóðar vorrar. En munið að til þess þarf æfingu, og það er bezt að byrja þegar til þess að vita hve langt við komumst. 5. Verölaun fyrir fiskafurðir. Á fiskisýningunni í Khöfn í sumar fengu þessir verðlaun fyiir íslenzkar fiskafurðir: Verðlaunapeninq ur gulli: H/f P. J. Thorsteinsson og H. P. Duus verzl- un. Ennfremur H/f Hinde á Siglu- firði fyrir saltaða síld. Verðlaunapening úr siljri: Th. Thorsteinsson kaupm. og Gísli John- son konsúll í Vestmanneyjum. Verðlaunapening úr bronce: Niður- suðuverksmiðjan Island á ísafirði fyr- ir niðursoðinn fisk. Reykjavikur-annáll. Brunabótavirðingar samþ. á síðasta bæjar- stjórnarfundi: Hús Jóh. Jóhannessonar við Hrundarstíg kr. 4737,00 — Sama Aðalstræti 8 kr. 52064,00 — Árna Jónss. Holtsg. kr. 2181,00 Hotel Island . . . . kr. 84112,00 Dánir: Bjarni Bjarnason Laugaveg 46 60 ára. Dó 27. ágúst. Guðm. Björnsson hóndi frá Hvarfi í Víði- dai, 58 ára. Dó 26. ág. í Landakotsspítala. Guðm. Árnason hóndi í Ánanaustum, 70 ára. Dó 2. sept, Jósef Sigurðsson vm. Laugaveg 47, 69 ára. Dó 2. sept. Kristín Majasdóttir ym. Grrettisg. 51 20 ára. Dó 3. sept. i Vifilstaðahæli. Deila nokkur hefir orðið milli Th. Krabbe verkfræðings 0g bæjarstjórnar út úr kröfn, sem Krabbe hefir gert til bæjarsjóðs fyrir að semja hafnarútboð í vetur. Vildi K. hafa 3000 kr. fyrir sica vinnu, en bæjar- stjórn eigi greiða nema 1000 kr. og gerði um það samþykt fyrir skömmu. Á siðasta bæjarstjórnarfundi kom tilboð fram frá Krabbe um að leggja deilumál þetta í gerð þriggja manna, er tilnefndir væru af Jóni Magnússyni bæjarfógeta. En bæjarstjórn vildi ekki sinna þvi tilboði, heldur hélt fast við fyrri samþykt. Fisksalan til Englands. Botnvörpungur- inn Bragi hefir nýlega selt fiskfarm sinn fyrir 606 pd. st. eða nærri 12000 kr. — Baldur fór til Englands i gær með sinn afia. Apríl tr um þessar mnndir að fylla sig til Englandsferðar. Hermann Stoll, »á er kól í hríðinni i á- gústbyrjun uppi í jöklum, er nú að verða vel hress, kominn á fætur og býst við að fara héðan á Sterling þ. 18. sept. Skipafregn. Ceres fór héðan á mánudags- kvöld með marga farþega. M. a. fóru Einar Benediksson skáld með frú sinni og hörnum, Magnús Tb. Blöndahl kaupmaðnr, Choillou kolakaupm. með sinni frú, Halldór öunnlögsson kaupm., flelgi Zoéga kaupm., Jónas Pálsson söngfr., frú Ingig. Newman, Rögnv. Pétursson, 14 vesturfarar 0. m. fl. Sterling fór frá Þórshöfn í gær um há- degi. Kemur væntanlega annað kvöld. Verzlunarskólinn verður í haust fluttur i hús, sem Geir Zoéga kaupmaður á við Vesturgötu, fyrir vestan Hól og hefir hann í sumar látið byggja ofan 4 það og breyta til þess, að hentugt verði til skólahalds. Ern skólasalirnir bjartir og stórir, í húsinu er ennfr. nýtizku miðstöðvar- hitun — hitað upp með lofti, en hvorki gufu né vatni svo sem tíðast er. Hitunar- tækin eru hingað fengin frá Vesturheimi. Hér í bæ hefir þessi hitnnaraðferð eigi verið reynd áður, en á Patreksfirði hefir Pétur konsúll notað hana og siðar harna- skólinn þar og þykir ágæt. ------4.----- Gömul hafnarvfsa. Danski hafnarfræð- ingurinn Paulli var hér sumarið 1896, svo sem getið er annarsstaðar í bl. Eftir veru hans hér fæddist þessi gaman- vísa og er faðirinn eitthvert mesta öndveg- isskáld vort, þeirra er nú lifa: Sko hér var heima i sumar, einn hafnar-ingeniör. Hann átti víst að vita hvort að Vikin lægi kyr. Ug maðurinn hann mældi út og mátaði upp á hár, að höfnin okkar hefir ekki breyfst í þúsund ár. Og grandanura gætti hann að, og sá glögt hann lá á sínum stað. Hann fann út að þar var með fjörunni þurt, en með flóðinu blautt! — Nema hvað! Hvað er einn hafnar-ingeniör? Það er ingeniör frá Höfn, sem kemur að horfa á höfnina! En höfnin! — er söm og jöfn! Þessi bryggjuhaus þessi bátalögn, þessi blessuð skipakví. sést hvorki út við Effersey, né inn við Battarí. Kvennaskólinn á Blönduósi- Hinn nýi kvennaskóli á Blönduósi tekur til starfa í haust. Húsið er steinsteypuhús, allálitlegt og er það gert eftir teikningu Einars trésmiðs Erlendssonar hér i bærtnm, en Sig- tryggur Jóhanoesson, smiður á Akur- eyri, tók að sér að byggja það, fyrir 27 þúsund kr. Sleppi hann sæmi- lega frá því fjárhagslega, virðast þessar steinsteypubyggingar alt annað en dýrar hér í landi. Húsið er 32 álnir á lengd, en 17 álna breitt og að auki forstofa 3X7 álnir. Það er tvílyft með háum kjall- ara og sex álna risi. — í kjallara eru: borðsalur, eldhús, búr, þvottahús, vinnukonuherbergi o. s. frv. Hæð undir loft er þar 4^/2 alin. A fyrsta lofti eru 4 kenslustofur og stofur forstöðukvenna, en á 2. lofti eru stof- ur fyrir námsmeyjar 13 að tölu. Fimm álnir eru undir loft, bæði á 1. og 2. gólfi. Auk þess er eitthvað af her- bergjum á efsta Iofti. Þiljað er innan á alla útveggi hússins. Vatnsleiðsla er um það alt og sömuleiðis fráræsla, út í Blöndu. Kenslukonur til skólans eru ráðnar þessar: Forstöðukona: FrúElín (Briem) Jóns- son. Fyrsti kennari: Ungfrú Rósa Ara- son frá Víðimýri. ^Annar kennari: Ungfrú Sigurrós Þórðardóttir frá Stóra-Fjarðarhorni. Þriðji kennari var óráðinn er síðast fréttist. Til hússtjórnarkenslu er ráðin jfr. Guð- björg Guðmundsdóttir úr Reykjavík. Tekjur af töbakseinkasölu á Frakklandi. Árið 1910 voru tekjur Frakka af tóbakseinkasöiunni 400 miljónirfranka, eða 288 miljónir króna. Þó eru Frakkar fremur sparneytnir á tóbak, eyða af því sízt meiru en vér tiltölu- lega. Séu Frakkar taldir 39 miljónir manna, eru tekjur ríkisins á hvert mannsbarn í landinu nálægt 7 kr. 40 au. — Séum vér íslendingar taldir 83 þúsundir og tekjur iandsins af tó- baki (tóbakstollurinn) talinn 200 þús. kr., þá koma meira en þrefalt minni tekjur á hvert nef hér í landi en í Frakklandi. Væru tekjurnar jafn-mikl- ar og þar að tiltölu, ættu þær að vera um 629 þúsundir króna árlega. — Svona eru Frakkar fátækir, þeir þurfa að ná sé sér svona miklum tekjum af þessari munaðarvöru og svona erum vér íslendingar ríkir: Getum gert oss ánægða með meira en þrefalt minni tekjur tiltölulega af henni en þeir. Hroðasögur frá Peru. Lýginni líkastar eru þær hroðasögur, sem sagðar eru frá Peru í Suður- Ameríku. Enginn mundi vilja trúa því, að svonefndar siðaðar pjóðir hegð- uðu sér svo dýrslega, ef sögumaður væri ekki talinn áreiðarlegur. En það er sendimaður ensku stjórnarinnar Sir Roger Casement, er gefið hefir henni um þetta skriflega skýrslu. Á síðustu 12 árum hafa 30 þúsund- ir Indíánar verið upprættir þar í landi, sumpart blátt áfram myrtir, en sum- part með öðrum svívirðilegum níð- ingsverkum. Félag þar í landi, sem rekur gummí- verzlun í stórum stfl, er orðið frægt fyrir þá svívirðu, er starfsmenn þessa hafa í frami við þá vesalinga, er þeir eiga yfir að ráða. Þeir láta berja þá um allan líkamann, þar á meðal í and- litið, þangað til blóðið lagar úr þeirri. Ef þeir sýkjast eftir þessa meðferð, eru þeir skotnir. Stundum eru þeir krossfestir, með höfuðið að krossinum, áður en þeir eru barðir, stundum helt yfir þá terpentínu og þeir brendir lif- andi. Níðingarnir í þessu gummí-félagi gera sér leik að því að drepa þessa aumingja, einkum þegar þessir bófar eru druknir. Sir Roger Casement segir svo frá meðal annars: »Nokkrir Indíánar voru upp á þaki á húsi, sem þeir voru að smíða handa Utsalan i Edinborg sem nu stendur yfir, er viðurkend að vera stærsta og bezta útsalan í bænum. Jlljómíeika Ijeídur Haraídur Sigurðsson frá Haííaðarnesi í Bárubúð, sunnudaginn 15. september h(. 9 síðdegis. Tlánara á göfuaugtýsingum. Jarlers Antikvariat Leverandör til Bibliotheket i Isafjord. Stort Lager af brugte Böger. Kataloger sendes gratis. Udenbyes Ordre ekspederes med störste Omhu. Œ. Kong-evej 134. Köbenhavn K. Skrifstofa borgarstjóra er flutt í Kirkjustræti 10. Gistihús. 1. október næstkomandi verður opnað nýtt gisti- og veitingahús i Hafnarfirði, Reykjavíkur- veg 2. Geta menn fengið þar gistingu, fæði ogaðrar veitingar um lengri og skemmri tima. — Meinlaust mönnum og skopnum. Ratin’s Salgskontor, Ny österg. 2. Köbenhavn K Jólatrésskraut, stjörnukastarar, póstkort, leikföng, auglýsingamnnir og glernngsskilti, er alt ódýrast hjá Oscar E. Gottschalck Kanpmannahöf n. i't i ii r r rrrrmnTrrrrrrrfc Kristol. (Hármeðal). Ver hárroti og eyðir flösu. Ofi nmiiimiuri Dynamit, kvel!hettur og sprengiþráður aftaf fyrirliggjandi hjá J. Aall Hansen, Þfngholtssræti 28. Pappírsservíettur nýkomnar í bókverzlun ísafoldar. einum yfirstarfsmanni félagsins. Nokkr- ir lagsbræður hans tóku þá upp á því, sér til skemtunar, að skjóta á þá með skambyssum sínum og mennirnir hröp- uðu niður af húsinu, dauðir eða dauð- vona, hver eftir annan. Þegar 23 Indiánar voru lagðir að velli í þessum leik, fór böðlunum að leiðast þessi skemtun, og til þess að breyta til, tóku þeir nokkrar gamlar kerlingar, ráku þær út í bát, sem lát- inn var reka fyrir straumi, en sjálfir stóðu þeir í landi og drápu þær með byssuskotum*. Eifthvað er hún rotin inn við beinið sumstaðar menning 20. aldarinnar, þeg- ar yfirborðs-menningin er jafnvel svona óskapleg. Kenslu í ensku veitir Lovisa Ágústsdóttir. Sérstök áherzla lögð á verzlunarmálið ef ósk- að er. Til viðtals í Miðstræti 4 uppi, kh 7—8^/2 síðdegis. Henstukona óskast í Viðey, frá 1. okt. næstkom- andi, til að veita 13—20 börnum til- sögn. Umsóknir er tilgreini kaup- gjald, skulu sendast ásamt meðmælum til undirritaðs fyrir 23. þ. m. Viðey 10. sept. 1912. Ólafur Briem. Stúlka, sem tók próf við verzl- unarskólann í vor, óskar eftir atvinnu við skrifstofustörf frá r. okt. Ritstj. vísar á. Jarpur hestur tapaðist i vor frá Syðraseli í Ytrihrepp, n—12 vetra — mark óvíst; lítill, söðulbakaður, óalrakaður, ójárnaður,. tagl þykt og flókið, lítil slðutök. Skilist gegn ó- makslaunum að Seli, Tryggvaskála eða í Fischerssund 3, Reykjavík. Kíkir fundinn nálægt Borgarnesi. Upplýsingar í afgr. ísafoldar. Stúlka óskast í vist frá 1. okt. Vélameistari Jörgensen, Nýlendugötu 15 B.______________________ ' Göngudragt er til sölu hjá frú Jörgensen, Nýlendugötu 15 B. Bráðsnemmbær kýr fæst keypt á Úlfljótsvatni í Grafningi nú þegar. Ofnskermur, brúkaður, allstór, óskast til kaups. Afgr. vísar á. Lystivagn fer frá Rvík, Gr.götu 10, kl. 11 f. m. og írá Sjónarhóli í Hafnarfirði kl. 4 e. m. þriðjud., fimtud. laugard. og sunnudaga. Miklar birgðir af alskonar timbri hefir 0 H.f. Tiuibur og kolaverzlanin Reykjayík. Ritstjórar: Ólafur Björnsson og Sigurður Hjörleifsson Isafoldaxprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.