Ísafold - 14.09.1912, Síða 1

Ísafold - 14.09.1912, Síða 1
Kom'-I út tviav»r l vikn. YerR árg. (80 arkir minst) t kr. erlendls 6 kr. eAa l’/i dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendia fyrir fram). DnpsðKn (skrifleg) bnndin viö áramrtt, sr ógild nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. og jLaapandi sknldlans viö blaöiö Afgreiösla: Anstnrstrieti 8. XXXIX. árg. Reykjavík 14. sept. 1912. 62. tölublað I. O O F. 93830V> KB 13. 9. 9. 28. 9. G AlþýAutélbúhaflatn Pó<»thú««tr. 14 kl ö- Au8jT?læknin£r ókeypis i Lsðkjartr. 4 mv i. 2-R Borgarstjórftskrifstofnn opin virkft dftgfa «0 H B'vjfti fóff^taskritflt.offtn opin v. d 10—‘2 og 4—7 Bæjftrgjaldkerinn Lftuzav. 11 kl. 12—H oa: 5 - 7 Eyrnn-.nef-OK hál^lækn. ók. Pósth.str 14A tid.2—B fsjftndshanki opinn 10—hl!s 7. K.P.n.M I.oq+r + r- otr iki-G itot i M óril —10 ahd. Alrr. fun'Mr fi \. «• 7 8'/» aiMeífis. LftndakotsikÍTk.ift. G-uhnþj. <»e B á bolpnm Lftndftkotsapltaíi f. ajúkra'Hti 101 — \2 oe 4 5 Landshankinn lt-Sj*fa, f>*.'s-H1 /a. PnnkftHtj. vih li-ií Landshókaaftfn 12—oz h—8. Út.lén t—H LandsbúnahftrfélaKaakrifetofan opin lró 12—2 Landsféhirhir 10—2 ok 5—6. Landaskjalaaaínih hvcrn virkan dag t2—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka dagtv, helga daga 10—12 og 4—7. Læknmg ókeypis Þingh.str. ‘23 þd.og fad. 12 -1 NAttúrngripftflafn opih m^—21/s A sunnudögum Samábyrgð Islands 10—12 og 4—0. 8tjórnftrrAðsskrif8tofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Reykjavikur (Pósth. 8» opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. I4B md. 11—12 Vifilsstftðahælih. Heimsóknartlmi 12—1. Þjóðmenjaaafniö opih A hverjum degi 1!—2. cTTonung sRaim sóRn in. Það er nú fullyrt að Kristján kon- ungur 10. ætli að koma hingað til lands næsta sumar — og mælt að til þeirrar ferðar muni hann nota stærsta bryndreka Dana, sem Valkyrien heitir. ■----f----- Ásgeir Ásgeirsson. Skil eg skýið svarta, skuqga slcer á sjáinn: Hitti pig í hjarta hann svo fljótt m e ð Ijáinn? Hann á hólm pér stefndi, — hermdir pú mér áðan —, hugði eg ei hann ejndi ógnan pá svo bráðan. — Vel má Djúpið drúpa, drúpa jjöll og strendur, dýran dreng er hjúpa daprar vinahendur. ^Aldrei ísflrðingur átti stórhug meiri; aldrei íslendingur dtti knörru fleiri. Ungur tók við auði ojurhugi i skapi, ávalt ór á brauði, aldrei grét aj tapi. En er lék i lyndi lukkuhagur mesti, vissi’ hann valt er yndi — von á köldum gesti. — Hjartað preytta, pyrsta, prájalt honum kendi'. Jéð er ei hið Jy r s t a, jengið guðs aj hendi. Hvað er heimsins hrósið, — hundrað skip i fórurn —, pegar lífs vors Ijósið liggur dautt á böruml — Ættlands hörðu — heitu hreysti menjar barstu: ytra: önn og streitu, innr a logi varstu. Gullið sá eg glóði glatt i pínu hjarta, — gull, sem geymt í sjóði, gejur jramtíð bjarta. Hitt má hverja, Jara, — hér eru nógir snauðir —, petta parj að spara par til byrja nauðir. — Gull pitt sé eg glæðast, geisla slcer á sjáinn: hirðutn ei að hrceðast hann með stóra Ijdinnl Frcendur vini Jagna, Jást mun nóg að starja; lijs ag liðnum gagna. lcerðu jeður arja. — Það er grátleg gleymska guð að hugsa snauðan: mantisins hinsta heimska hrceðslan sé við dauðann! Matth. Jochumsson. Heiinastjórn írlands. Mótspyrna Ulsterbúa. Loks virðist írland eiga í vændutn heimastjórn. Fyrir henni hafa for- ingjar írsku þjóðarinnar barist með dæmafárri þrautseigju, svo mörgum áratugum skiftir. En loks þegar svo langt er komið, að írar virðast eiga það eitt ógjört, að taka við þessari heimastjórn af enska þinginu og ensku þjóðinni, þá horfir til borgarastríðs í sjálfu landinu út af henni. Talað hefir verið um að þessi uppreist mundi hef- jast siðari hluta þessa mánaðar. Eins og við mátti búast hefir blik- una dregið upp frá héraðinu Ulster á írlandi. Að stærð er hérað þetta */* hluti írlands, en í því býr meira en Vahluti íbúa landsins, 1500,000 manna, af þeim 4300,000, er ennþá byggja írland, þrátt fyrir alla þá óstjórn, sem þar hefir ríkt i landi. Helmingur í- búanna í Ulster er af enskum stofni og mótmælendatrúar. Þessir s/4 milj. manna búa að mestu leyti saman í 4 fylkjum og eru þau að ummáli 2/5 hlutar af Ulster, en að eins hluti írlands. Þessir ensku írlendingar hafa öld eftir öld hagað sér svo sem væru þeir hinir réttu eigendur írlands. Hjá þeim átti kúgun landsins sterkasta vígi sitt, og það vígi hyggjast þeir að verja í lengstu lög. í heimastjórnarlögum brezka þingsins er séð fyrir því, að þessi enski hluti þjóðarinnar verði ekki fyrir neinu ofríki af írum framvegis, en það láta þeir sér ekki nægja Ulster- búar. Þeir vilja sjálfir fá að beita meiri hluta þjóðarinnar ofríki, eins og hingað til. Um þetta er deilan. Foringjar íhaldsflokksins á Englandi hafa notað sér gremjuna í enskum mönnum í Ulster, til að æsa þá svo upp, að viðbúið þykir að neita þurfi bráðlega hervalds til þess að skakka leikinn, og þetta jafnframt notað til þess að egna ensku þjóðina til mót- þróa gegn lögunum, þótt samþykt hafi verið í neðri málstofu Englands, og lávarðarnir geti ekki tafið þau úr þessu nema um 2 ár. Hinn 27. júlí í sumar var haldinn fundur sendimanna frá íhaldsfélögum Bretlands. Bauð hertoginn af Marl- borough fundarmönnun að halda fund- inn i nánd við höll sína og sló upp fyrir þá veizlu. En að því búnu hófust ræðuhöldin. Þar talaði Bonar Law, foringi íhaldsmann. Þykir ræða hans hafa verið ruddaleg i meira lagi og litt sæmileg stjórnmálaforingja í mesta stórveldi heimsins. Kallaði hann ráðherrana ensku byltingamenn, er náð hefðu með svikum einveldi i landinu og taldi öll ráð leyfileg til þess að steypa þeim af stóli, en ibú- arnir i Ulster hefðu fullan rétt til þess að beita ofbeldi gegn heimastjórn- inni og fyarskipunum stjórnarinnar og hét þeim til þess fylgi sínu og meirihluta ensku þjóðarinnar. Stjórnin þóttist þá ekki mega láta sitja við svo búið. Svaraði Churchill Bonar Law og þeim félögum i opnu bréfi til kjósenda .sinna. Er hann þungorður, sem líklegt er, um þá andstæðinga sína, en lætur þá jafn- framt vita það hreinskilnislega, að nákvæmar gætur séu hafðar á öllum athöfnum þeirra og hefðust þeir nokkuð það að, er ekki væri lögum samkvæmt, mættu þeir ekki búast við neinni vægð. í annan stað hefir stjórnin dregið saman mikið herlið í Ulster og kveðst albúin til þess að bæla niður uppreist þar, ef á þurfi að halda. En af Bon- ar Law er það að segja að hann þykir orðinn spakari nokkuð en áður eftir kveðju Churchills til hans. Þó halda æsingarnar áfram, en fremur virðist það ólíklegt að þær geti orðið til þess að tefja að nokkrum mun úr þessu fyrir heimastjórn Irlands. Frá Alberti. Heilsan gjörsamlega þrotin. A sunnudaginn var, voru rétt 3 ár liðin frá þvi, er Albertí, fyrrum dóms- málaráðherra Dana og íslandsráðherra um skeið, seldi sig í hendur réttvis- inni fyrir stórglæpi sína. Hann er því búinn að sitja í fang- elsi rúm 3 ár. Dæmdur var hann í 8 ára betrunarhússvinnu alls. En þessi 3 ára fangelsisvist hans hefir alveg farið með heilsu hans. Beljakinn vambmikli og hnarreisti er nú grindhoiaður orðinn og herða- lotinn. Hann hefir lagt af eitthvað 140 pund í fangelsinu. Upp á síð- Nýjasta mynd af Albertí. kastið hefir hann legið rúmfastur að mestu í fangelsinu í Horsens. Þótti eigi ráðlegt að hafa hann þar lengur, því að vistin þar er svo hörð og var hann þ. 31. ág- fluttur í ann- að fangelsi, Vridslöselille, skamt fyrir vestan Kaupmannahöfn. Þeir, sem sáu Albertí á leiðinni frá Horsens til Vridsloselille, ljúka einum munni upp um það, hvílik hrygðarmynd hafi ver- ið. Hann hafi t. d. eigi getað geng- ið óstuddur úr járnbrautarvagninum yfir í bifreiðina, sem beið hans. í Vridsloselille fær Albertí vistlegan klefa í sjúkradeildinni og er sagt, að einhver vandamanna hans muni fá að dveljast hjá honum og hjúkra honum. Mestar horfur eru taldar á, að hann eigi skamt ólifað. Mjaltir á kúm. Að tilhlutun landbúnaðarháskóla Dana hafa nýlega verið gerðar tilraun- ir til þess að komast eftir hvort arð- vænlegra væri að mjólka kýr tvisvar á dag, eða þrisvar, Niðurstaðan varð sú, að nokkuð meiri mjólk fáist úr kúnni, sé hún mjólkuð þrisvar, en ef það er að eins gert tvisvar. Kýr, sem mjólkuðu 13 til 14 merkur í mál, bættu við mjólk- ina nær D/g pundi mjólkur, ef þær voru mjólkaðar þrisvar. Engin áhrif hafði það á fitumagn mjólkurinnar, þó oftar væri mjólkað, aftur léttust kýrnar dálítið við þessar tíðu mjaltir, ef ekki var séð um að fóðra þær að því skapi betur, sem þær mjólkuðu meira. Jóhanu Sigurjónsson. Fjalla-Eyvind jóhanns Sigurjónsson- ar á að leika á komandi vetri í Drama- tiska teatern í Stokkhólmi. — Sænska blaðið Dagens Nyheter minnist þessa í langri grein 25. f. m. Er þar skýrt mjög vingjarnlega frá efninu í þeim þremur leikritum, ér Jóhann hefir gefið út. Vatnsflóð í Svíþjóð. Ógurlegar rigningar hafa gengið í ágústmánuði víða um Norður- álfu. í fylkinu Norwich á Bretlandi hafa rigningar gert hinn mesta usla. í fylkisbænum samnefndum flóði alt, strætin urðu að vatnsskurð- um, og vaið eigi komist um þau, nema á bátum. Húsdýr fórust og manntjón urðu jafnvel að. í Svípjóð hafa rigningar einnig orðið svo ákafar, að elztu menn muna ekkert þvílíkt. Vatnið hefir flotið yfir akrana, svo að líkara hefir verið vatni með smáhólmum, en þurru landi, svo sem sjá má á myndinni að ofan. Tjónið er afskaplegt, því að kornið hefir fúnað og ónýzt algerlega á afarstórum svæðum. í Hallandi hafa menn farist í vatnsflóðum þessum. Yms erlend tlðindi. Nýr norskur ráðherra. Atvinnu- málaráðherra Norðmanna Brcenne sagði fyrir skömmu af sér embætti af því að hann greindi á við félaga sína í ráðuneytinu um ýms mikilsverð mál. í stað hans hefir skipaður verið maður, sem mörgum hér á landi mun kunnur vera. Það er Hovdenak mann- virkjafræðingur. Hann var hér á landi tvö sumur 1884 og 1886 til þess að gefa leiðbeiningar um vegagerðir, til þess ráðinn af landsstjórninni fyrir tilstilli alþingis. Roosevelt og Standard-olíufélagið. Öldungadeild Bandaríkjaþings hefir skipað rannsóknarnefnd til þess að rannsaka afskifti Roosevelts af Stand- ardolíufélaginu. Hann er sakaður um að hafa þegið mútur af því og er kærandinn þingmaður einn Perkins að nafni. Ef eitthvað væri hæft í þessu mundi það auðvitað hnekkja Roosevelt stór- kostlega við forsetakosningar þær er í hönd fara. Þýzkalandskeisari hefir þjáðst af ill- kynjaðri hálsveiki í sumar, en er nú sagður á batavegi. Andlát Booths. Jarðarför hans íór fram eins og til stóð þ. 29. ágúst í Lundúnum. Segja erlend blöð, að stórfenglegri jarðarför hafi engin verið í Lundúnum. Tíu þúsundir Hjálpræðishermanna víðsvegar úr heiminum gengu í skrúð- fylkingu eftir Hkvagninum, en öll stræti, sem líkfylgdin fór um, troðfull af fólki. Booth var grafinn við hliðina á konu sinni. Sonur hans, hinn nýi hershöfðiugi, talaði við gröfina. Dagana fyrir jarðarför Booths lá líkið í opinni kistu í einum stærsta sal Lundúnaborgar. Þangað streymdu margir tugir þúsunda til þess að sjá þenna »velgerðarmann mannkynsins« í hinsta sinni. Lausafjármunir Booths hafa reynst eftir dauða hans tæp 500 pd. sterling eða undir 9000 kr. Það fé hefir hann gefið Hjálpræðishernum. Verkfall í Belgíu. Búist er við stór- fenglegu verkfalli í Belgíu um lok nóvemberm. næstkomandi. Er talið að vinna verði þar lögð niður í lang- flestum iðngreinum og er þetta að undirlagi foringja jafnaðarmanna. Meðfram mun þetta vera fyrirhugað til þess, að neyða stjórnina til þess að rýmka um kosningarréttinn, enda er mælt að Albert konungur hafi eggj- að stjórn sína til þess að bera fram lagafrumvarp um almennan kosningar- rétt karlmanna, þó svo að hver mað- ur, sem hefir fyrir konu að sjá, fari með atkvæði konu sinnar og hafi tvö atkvæði, eins og áður hafa verið lög þar í landi. Óeirðir í herskipaflota Rússa. Þær hafa verið alimiklar undanfarið, en hve mikil brögð eru að þeim, vita menn þó ekki. Merkt blað á Þýzkalandi flutti fyrir skömmu þá fregn, að á einu herskipi Svartahafs-flotans hefðu hermennirnir gert uppreist og drepið foringja sína. Var þá tekið það ráð, að skjóta á skipið frá herkastala ein- um þar nálægt og urðu þau leikslok- in að skipið sökk, en menn allir týndust. Skipskaði. Eitt af skipum Sam.fél., K u r s k fórst í Norðursjónum seint í ágúst á leið frá Antwerpen til St. Pétursborgar. Hefir eigi til þess spurst síðan það lagði frá Antwerpen. Þar fórust 33 manns. Látinn Dani. Allkunnur danskur stjórnmálamaður, Steffensen herdómari lézt 4. september 75 ára að aldri. Hann var nokkur ár formaður lands- þingsins og siðustu 24 árin konung- kjörinn þingmaður. Steffensen var í för dönsku ríkis- þingmannanna hingað til lands 1907 og í uppkastsnefndinni 1908 ----rsissín=c--- Panamaskurðurinn og salt- fiskmarkaðnr vor. Fisksöluráðunautur Norðmanna í Hull hefir nýlega flutt erindi í Noregi um auknar framtíðarhorfur á salt- fiskssölu til Suður-Ameríku vegna Panamaskurðsins. M. a. segir hann: »Norskasaltfisksverzlunin hefir aldrei átt betra tækifæri til þess að vinna nýja markaði en nú. Verzlunarvelta Suðurameríkuríkja nemur nú 500 milj. sterlingpunda. Hún hefir aukist um 100% á 15 árum .... Panama- skurðurinn mun verða verzlun Norð- urálfumanna að ómetanlegu gagni. Það verður hægra eftirleiðis fyrir Norð- urálfumenn en fyrir Bandarikjamenn að verzla við Suðurameríku. Hingað

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.