Ísafold - 25.09.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.09.1912, Blaðsíða 1
Kemu út fcviavar 1 viku. Verð arg. (80 arkir minBt) 1 kr. erlendis 5 kr, e5a l'/> dollar; borgist fyrir miBjan júli (erlendií fyrir fram).___________________ ISAFOLD Uppsðen (skrifleg) bundín við aramót, ai ógád nema konsln só tii útgeftœda tyríi 1. okt. n.jc jLHxpandi «k af.é.la,u» vii> Maoio A%«ioilti: AitataHtia XXXIX. árg. fteykjavík 25. sept. 1912. 64. tölutolað I, O, O, F. 938309 KB 13. 9. 9. 28. 9. G Tóuskinn kaupir Sigurgeir Einarsson I»ingholtsstr. 5. Alþýoufél.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augolakning ókeypis í Lækjarg. 13 mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. B*j»rfó&9taskrif6tofan opin v. d. 10—2 og 4—1 Bæjnrgjaldkorinn Laugav. 11 kl. 12—8 og fi—7 Eyrna-,nef-og h&lslækn. ók. Pósth.str.HA fid.2—8 íslandsbanki opinn 10—2'fa og B'/a—7. tl.B'.O.M- Lestrar- og' skrifetofa 8 árd,—10 sðd. Alw. fnndir fid. og ad. 8 */a síbdogis. La»da.fcotskirk,ia. Guosþj. B og 8 á helgum La»ðftkotsspltsli f. sjúkravitj. 10*/«—12 og 4—6 Landsbankinu H-21!*, bllt-Ql!<t. Bankastj. vi6 12-2 LaD>)sbókaFRfn 12—8 og B—8. ÚtJftn i—3 Lanisbúnaoarfelagsskrifstofan opin tra 12—2 L»nlsféhir?iir 10—2 og B—6. Lanisskjalasafnio hvern virkan dag 12—2 Lardsiminn epinn daglangt [8—9] virka dago, baljía daga 10—12 og 4—7. Lsfcnmg ökeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 Nfttúrngripasafn opio l'ís—2J/« & sunnudögum Sauábyrgo Islands 10—12 og 4—6. Stórnarráosskrifstofurnar opnar 10—4 daglega Tlsimi Eeykjavikar (Pósth. 8) opinn daglangt ,8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tinnlíokning ökeypis Póath.str. 14B md. 11—12 Mfilsstaoahajlio. Heimsóknartimi 12—1. ;jóomen,jasafnio opií> a hverjum degi 12—2. Iðnskólitin. Skólinn verður settur þriðjdag i. okt. kl. 8 síðdegis. Þeir, sem ætla að sækja skólann, gefi sig fram ið undirritaðan fyrir lok þessa mánað- ar (Aðalstræti 16 kl. 6—7 síðdegis). Sérstök kensla verður í fríheniisteikningu (kennari: Þór. B. Þorláksson) og í húsgagnateikningu (kennari: ]óa lalldórsson) ef nógu margir gefa sig fram. fi. Torfason. Utanför ráðherra Svo er ráð fyrir gert að ráðhrra Hannes Hajstein fari utan til Jan- merkur að tveim dögum liðlum. Hann siglir á konungsfund, meðiaga- frumvörpin frá síðasta þingi, tilþess að leita undirskriftar hans undiiþau. — En auk þess má búast við aðhann í þeirri ferð reki nokkur önnut mik- ilsverð erindi fyrir landið. Sampngu- málin eru í óreiðu, af því Tbrefé- lagið entist ekki til þess aðhalda samning þann, er það hafði art við landsstjórnina um strandferðir, Ham- borgarferðir o. fi. — Enn erótekið a/a miljónar lán af fé því, e: heim- ilað var til lántöku handa lanlsbank- anum og víst full þörf á þssu íé. — Norðmenn hafa látið líklga um niðurfærslu á kjöttolli og hstatolli frá íslandi, ef þeim væri sýndá nokkr- ar ívilnanir í móti. Munnl^ar við- ræður um það mál við norsk stjórn- ina væru ef til vill æskilegaog væri þá tækifæri til þess um leið á ferðin er farin. — Margir munu vasita þess að stjórnin geri sitt ítrasta til þess að útvega landinu steinolíu, io þess það þurfi að borga fyrir haija okur- verð. Hugsanlegt að utanför ráðherra gæti orðið að einhverju gagoi fyrir það mál. — Til síðasta þiígs kom lauslegt tilboð um að byggja hér tó- baksverksmiðju og flytja tóbaksiðnað- inn inn í landið. Gaman vasfi að fá um þetta ákveðin tilboð, stm hægt væri að rannsaka, og ekki aí eins frá Danmörku, heldur líka víðarjð. Og gagn gæti að því orðið fyrir margan mann að þessi iðnaður flyttjst inn í landið, jafnvel þótt ekki vajfí á það litið, að hér gæti verið utn það að ræða að fá álitlegan tekjuaukg. af mun- aðarvöru handa landssjóði, svo létta mætti fremur álögum af þeitn vörum, er landsmenn þurfa að hafa sér til bjargar og lífsuppeldis. Erindin eru þegar talin uokkur, þau er til greina gætu komið og öll þess eðlis að mikils er urn vert að vel lákist. Og þó er enn ótalið það erindið, er þjóðinni mun þykja mest um vert að giftusamlega takist til um, samn- ingamálið við Dani. ísafold lítur svo á að það væri 6- ráð, af vorri hálfu, að veita ádrátt um nokkra samninga um sambandsmálið, sem ekki væri nokkurnvegin. full vissa um að verulegur meirhluti þjóðar- innar mundi aðhyllast. Af hálfu sjálfstæðismanna hefir ætíð verið lögð áherzla á þetta og reynsla undanfarinna tíma hefir gert oss þá kröfu enn þá eftirminnilegri. Sundrung þjóðarinnar í því máli er henni að öllu leyti hœttulequst. Þess- vegna svo mikils um vert að það tak- ist, hér heima fyrir, að líta á alla mála- vexti og allar skoðanir með sanngirni og kurteisi, að vér nálgumst það sem mest að koma fram sem einn maður í málinu, að vér skiljum að í því bernm vér ábyrgð hver um sig, ekki að eins á vorum eigin verkum, heldur líka annara. Á samkomulagið, samkomulag mik- ils meiri hluta þjóðarinnar, hefir af hálfu þeirra manna, er að ísafold standa, verið lögð svo mikil áherzla, að þeir hafa lýst yfir því alveg ótví- ræðilega, að þeir mætu pað meira enn að samningar tækjust við Dani um málið, að þessu sinni. Þeir trúa því, að það sem þjöðin sjálf geti komið sér saman um, það muni henni líka hlotnast, áður en langt um líði. Því ósæmilegri og ómaklegri er líka sú aðdróttun Ingólýs, að tilgangurinn sé sá, af hálfu sambandsmanna úr sjálfstæðisflokknum, að ýreista að demba d hverjum peim sambandskostum, er Danir kynnu að vilja bjóða. Og um sambandsmenn úr heima- stjórnarflokknum og ráðherra sérstak- lega, má ganga að því vísu, að þeim sé þetta fyllilega ljóst, að enginn veru- legur skoðanamunur sé af þeirra hálfu um petta atriði. Á þeirri skoðun sinni reisir ísafold ekki sizt vonir sínar um það, að utan- för ráðherra, að þessu sinni, verði þjóðinni til gagns og sæmdar. þetta með góðu. Úr þessu verði ekki greitt nema með stáli og blýi. Hvenær blóðugi hildarleikurinn hefst, um það segir hann ekki berum orð- um, en auðsætt er að hann telur eins líklegt að hann geti hafist á hverri stundu sem er. Og langsennilegast þykir honum að leikurinn muni berast um mestalla Norðurálfuna. Englendingar, Frakkar og Rússar verði öðrumegin, Þjóðverj- ar og Austurríkismenn verði að sjálf- sögðu í bandalagi og liklegt að bæði ítalir og Tyrkir muni veita þeim. Og gersamlega óhugsandi telur hann að smáríkin, þau er næst búa ófriðarstöðvunum, svo sem Danmörk, Holland og Belgía, fái að vera hlut- laus í þeim ófriði. Stórkostlega eftirtektavert er það, sem hann segir um Danmörku. Hann hugsar sér hana sem einn að aðal- miðdeplum ófriðarins. Danir hafi þvi um tvent að velja, sjóorustu við Eng- lendinga, eða landorustu við Þjóðverja. Höf. gerir ráð fyrir, að fyrsta verk Englendinga verði það, að reyna að loka Þjóðverja gjörsamlega inni frá öllum verzlunarsamböndum á sjó og reyna að kvía herskip þeirra svo inni, að þau komist ekki út í Atlantshafið. Ef Englendingar tækju Danmörku réðu þeir yfir herskipaleiðum út úr Eystrasalti og þyrftu þá að eins að tryggja sér yfirráðin á sjó, á þeim hluta af Norðursjónum, er veit að Þýzka- landi. Þjóðverjum mundi þá jafnframt gert ókleift að senda flota sinn inn í Eystrasalt, móti Rússum og Þjóðverj- ur og gætu heldur ekki birgt sig með járni frá námum í Svíþjóð. Að líkri niðurstöðu kemst hann þótt Englend- ingar tæku það ráð að loka Norður- sjónum, að norðan, milli Skotlands og Noregs, en Ermarsundi að sunnan. An þess að hafa yfirráð yfir Dan- mörku mættu Þjóðverjar ekki hafa frjálsar hendur og sama er að segja um Englendinga. Danmörk telur hann því að hljóti að sjálfsögðu að verða öðruhvoru stórveldinu að bráð, meðan á ófriðnum stendur. Mikið sé undir því komið hvort þeirra verði fyrra til að tryggja sér yfirráð yfir skipaleiðum Dana. Það virðist liggja í augum uppi, að ef af þessum ófriði yrði, líkt því sem höf. gerir ráð fyrir, mundi hann hafa stórfengleg áhrif á viðskiftalíf okkar íslendinga. Næsti ófriðurinn. Af bókum þeim, er gefnar hafa verið út á þessu ári í heiminum, er sagt að mest sé talað um bók eftir Friedrik v. Bernhardi, þýzkan hers- höfðingja, roskinn að aldri. Bókin heitir: Þýzkaland 0% nasti ójriðnrinn. Hann talar um þenna ófrið sem algjörlega óhjákvæmilegan. Vonirnar, sem Norðurálfu-þjóðirnar hafa gert sér um, að hægt væri að greiða úr aðal-vandamálum veraldarinnar, öðru vísi en með ófriði, telur hann fávis- legar bábiljur. í augum hershöfðingj- ans virðist hnefarétturinu vera lögmál lífsins. Mannfjölgunin í þýzka ríkinu og hinar risavöxnu iðnaðar-framfarir þar í landi, eru honum næg sönnun þess, að Þjóðverjar geti ekki með nokkru móti unað því, að ráða ekki yfir meira af heiminum, en þeir geri; þeir þurfi nýlendur fyrir fólkið, sem ekki kom- ist fyrir í landinu og þeir þurfi þær ekki síður fyrir iðnaðinn í landinu. Og jafnsannfærður og hann er um þetta, jafnviss er hann um að Eng- lendingar geti ekki, eða vilji ekki, leyfa greiðsla um bannlögin, en ekki um þingmannsefni. — Að gild atkvæði, sem greidd voru um bannlögin, urðu ekki dálítið fleiri en þau, sem greidd voru um þingmannaefni, mun stafa af því, að víða var ónýtt fleira af bannlagaatkvæðum en af atkvæðum þingmnnnaefna. Af þessu mega allir sjá að Ingólfs- greinin fer með herfilegustu rangfærslu um þetta, þó virða megi til vorkunnar að því leyti, að ekki er hiin fjarstæð- ari sannindum og réttsýni en aðrar röksemdir í því blaði um áfengis- bannið og þýðingu þess fyrir þjóðfé- lagið. Greinar. Afengis-bull. Ingólfur flytur, einu sinni enn þá, eina af þessum meinvitlausu — eða ef til vill heldur kátlega vitlausu — greinum um áfengisbannlögin, sem þar eru uppnefnd pralalbqin. Greinin segir svo frá að við al- þingiskosningarnar 1908 hafi um 13000 kjósendur greitt atkvæði, en af þeim hafi að eins rúmlega 8000 greitt atkvæði um bannlögin, 5000 kjósendur hafi látið bannlögin afskifta- laus. Út af þessu er svo fimbulfamb- að, ályktað að flestir þessara manna, sem ekki hafi neytt atkvæðisréttar síns um málið, hafi verið bannlög- unum mótfallnir o. s. frv. Ályktunin er sjálf vitleysa. Hvers- vegna áttu þeir, sem voru mótfallnir bannlögunum, ekki að greiða atkvæði móti þeim, þegar spurt var um það hvort þjóðin vildi áfengisbannlög? En skemtilegast við frásögnina og fimbulfambið um hana er það, að hér er farið með tilhæfulausa rangfærslu. Því fer mjög fjarri að 13000 kjós- endur greiddu atkvæði árið 1908 og munurinn á atkvæðum, sem greidd voru um þingmannaefni og um bann- lögin var sáralítill. Gild atkvæði um þingmannaefni árið 1908 voru 8084, en gild atkvæði um bannlögin voru 8071. Hér munar að eins 13 atkvæð- um. Þó er þess að gæta að í Norð- ur-ísafjarðarsýslu fór fram atkvæða- X. Vitran. Mikið er afl sannleikans og hann mun signrsæll verða. Septuaginta. Eg heyrði rödd svo fagra að eg hafði aldrei jafnfagran hljóm heyrt, ekki einu sinni í söng; og eg sá mann, en þó var var sá sem mór birtist, svo miklu fegri og dýrlegii ásýndum en menn gerast, að eg hef hikað við að nefna hann mann; í heiðni hefði eg haldið að eg hefði séð einhvern af hinum ódauðlegu guðum. Það var eins og þessi vera svifi í loft- inu nokkuð langt frá mér, svo að mér hafa síðar komið til hugar orðin um mannsins son, sem kemur í skýjum him- ins. Af því sem röddin sagði, man eg að eins eitt orð, sem eg mun þó ekki skýra frá að sinni. Öll var ásjóna þess- arar veru björt mjög, en röddinni fylgdi eius og ljómi, sem brá í loftið frá vör- um þess sem talaði; var eins og geisla- stafur stæði af munni hans. Eg œtla ekki að reyna til að útskýra þetta öðruvísi en með því að benda stuttlega á nokkrar athuganir sem virð- ast vera líks eðlis. I opinberunarbók Jóhannesar 1. kap., standa þessi orð: »og er eg sneri mér við sá eg.....einhvern líkan syni manns, klæddan dragkyrtli og spentan gullbelti um bringuna; en hófuð hans og hár var hvítt, eins og hvít ull, eins og mjöll; og augu hans eins og elds- logi; (sbr. Óðinsheitið Bál eygur) og fætur hans líkir glómálmi, sem í eldi brennanda, og raust hans sem niður margra vatna. Og hann hafði í hægri hendi sór sjö stjórnur, og af munni hans gekk út tvíeggjað sverð biturt; og ásjóna hans var sem sólin skínandi í mætti sínum«. Eg hafði ekki litið í Opinberunarbók- ina í mörg ár þegar eg sá sýn þá sem eg hef sagt frá, og víst aldrei verið Indriði Indriðason f. 12. okt. 1883 — d. 31. ág. 1912. Um nokkur ár var hann einn þeirra manna, sem allra mest var talað um á þessu landi. Og í sinni grein var hanr vafalaust einn af merkilegustu mönnum heimsins. Það væri furðu- legt, ef hans væri að engu minst nú, þegar hann er látinn. Hann var hrókur alls fagnaðar í hópi kunningja sinna. Glaðværðin var svo gáskafull. Greindin var svo skörp, skilningurinn á mönnum og málefnum svo ljós, þó að bókleg þekking væri ekki mikil. Orðalagið var svo gáfulegt og hnittið. Augað var svo næmt á skringihliðarnar. Og listamannseðlið var svo ríkt, að hann varð aldrei ruddalegur í galsanum, þeg- ar hann naut sín. Stórbrotinn var hann í lund, og það jafnvel með afbrigðum. Eg er þess ekki fullvís, að eg hafi nokkuru sinni kynst manni, sem hafi veitt örð- ugra að láta hlut sinn. Skilningurinn á forfeðrum vorum, fornaldarmönn- um landsins, og öllum þeirra deilum, jókst við að kynnast honum. Þegar hann var 22 ára, sagðist hann hafa komist i 11 málaferli. Og honum fanst það ekkert annað en eðlilegt og með nein heilabrot út af henni; það var bók som eg treysti mór ekki til að skilja, eg vissi ekki til að eg hefði athugað neitt líkt og þar segir frá; eg hygg að mór hefði ekki sízt þótt óskilj- anleg þessi vera með tvíeggjað sverð í munninum. Eg só nú, að það sem Jóhannes nefnir tvíeggjað sverð, muni verið hafa eitthvað talsvert líkt því sem mór virtist vera eins og geislastafur. Menn munu betur átta sig á þessari athugun, sem er mjóg eftirtektar verð, ef þeir lesa það sem eg skrifaði í vor um heilageisla (réttara væri: lífgeisla) í 3. h. Eimreiðarinnar. Onnur bók en biblían, þar sem virð- ast búa undir skyldar athuganir þeim, sem eg hef sagt frá í byrjun greinar þessarar, er Edda Sæmundar. Þar eru síðast prentuð Sólarljóð, sem Finnur Jónsson nefnir samsteypu af kristilegum kvæðum frá 12. óld. Þjóðsagan eignar Sæmundi Sigfússyni hinum fróða, sólar- ljóð, og hvort sem þau eru eftir hann, eða niðja hans Sæmund Jónsson, eða dnhvern annan af Oddaverjum, þá kem- ur fram f því kvæði einn af höfuðsnill- ingum íslenzkrar tungu, en farinn að eldast og bugast af trúnni. Sólarljóð sr vitranakvæði; mörg erindin byrja á orðunum: Sól ek sá; og þegar eg só komist svo að orði: Sól ek sá svá þótti mór sem sæjak göfgan guð; þá getur mór ekki annað en komið til hugar einmitt það sem eg sá og það sem mór fanst. Og eins segir höfundur Opinberunarbókarinnar : ásjóna hans var sem sólin. Á Sólarljóðum er svipaður galli eins og á Opinberunarbók Jóhannesar, (og öðr- um opinberunarbókum biblíunnar); höf- undurinn lætur sór ekki nægja aS segja frá þvf sem honum hefir vitrast, heldur útskýrir þaS líka, og því miður, að því er eg hygg, ekki rótt; annars væri auS- vitaS um kost aS ræSa en ekki lóst. Höfundur Sóiarljóða virSist t. a. m. hafa sóS einhverjar lýsandi verur, sama eðlis aS því er eg hygg og þær, sem höfund- ar biblíunnar nefna engla, en ýmsir rit- höfundar þessara síðustu tíma anda. En höfundur Sólarljóða heldur að þessar verur lýsi af einhverjum eldi kvalastað- arins til refsingar fyrir syndir sínar; eSa svo virðist mér eðlilegast að skilja orð hans. Erindið er svona: Menn sák þá, er af mikillæti virðusk vánum framar, klæði þeira vóru kynlega eldi umb slegin. Til þess að skilja þenna misskilning Sæmundar (eða hvað það nú var sem hann hót sem þetta hefir ort) verður að muna eftir því, að kirkjan lagði — eins og einkar vel má skilja af Sturl- ungu og Arna biskups sögu — hið mesta kapp áað pródika helvíti, til þess að beyg ja hina hörðu og glaðværu íslenzku hugi til auðmýktar og kvíða, enda tókst það mikið til, einkum úr því líður á 13. öldina, og síðar. 11, sept. Dr. Helqi Pjeturss. sjálfsagt, þar sem svo oft hefði verið gert á hluta hans. Það ræður því að likindum, að hann hafi átt það til, þegar þvi var að skifta, að vera nokkuð örðugur í samvinnu — einkum þar sem ofan á annað bætt- ist áfengistilhneiging, sem hafði náð valdi á honum ungum, og aldrei tókst að vinna bug á nema tima og tíma, þrátt fyrir mikla viðleitni sjálfs hans og annara. En jafnframt stórbrotinni lund var hann gæddur óvenjulegum þýðleik og lipurð þegar skap hans var í jafnvægi, nærri því móðurlegri ástúð og nær- gætni. Fyrir því varð öllum hlýtt til hans, þeim er kyntust honum nógu vel, hvað sem annars kunni á milli að bera. Þessir eiginleikar, sem eg hefi nú minst á, nægja til þess að festa hvern mann óafmáanlega í minni þeirra, sem mest kynni hafa af honum. En þegar við þá bætist sá sérstaki hæfileiki, sem I. I. var gæddur í svo óvenju- lega ríkum mæli, miðilsgáfan svo nefnda, þá mun engan furða á því, að við, sem mest vorum með honum, eftir að sá hæfileiki kom í ljós, get- um aldrei gleymt honum. Eg ætla mér ekki að fara að gera hér grein þeirra margvíslegu dularfullra fyrirbrigða, sem gerðust í návist I. I.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.