Ísafold - 25.09.1912, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.09.1912, Blaðsíða 3
ISAFOLD 233 IŒ1IE □l[=]IG □IE=]| fíaust- útsalan t)já flma Eiríkssyni tjeldur enn áfram! 3IC=jlí t Lúðrafélag Heykjavíkur. % Jtlutavelfa félagsins verður haldin næstkomandi laugardag 28. og sunnudag 29. þ. mán. Iðnaðarmannahúsinu. Þeir bæjarbúar, sem unna félaginu framtiðar og fram- :’ara eru vinsamlegast beðnir að styrkja hlutaveltuna með gjöfum og návist sinni. Gjafir eru sóttar ef þær eru tilkyntar í síma nr. 168 (Breiðablik). Minnist skemtistundanna sem félagið veitir yður. Nýtt landbúnaðarfélag í Danmörku. Danir hafa nýlega stofnað nýtt land- búnaðarfélag, er nefnist Dunsk Land. Vilja stofnendurnið fá 30,000 félaga. Arstillag félagsmanna á að vera 6 kr. Árstekjur félagsins eiga þá að verða 180,000 kr. og má mikið gera árlega fyrir svo mikið fé. Danskur stórkaupmaður Dethlev Jurgensen var frumkvöðull þessa fé- lagsskapar. Hann hafði veitt því eftirtekt að frá því 1890 hafði gripa- fóður, olíukökur og annað skepnu- fóður hækkað í verði um 75°/0. Smá- lestin r.f þessu fóðri, sem kostaði 73 kr., kostar nú 145 kr. Þrátt fyrir þetta hefir smjörið ekki hækkað í verði. Danir flytja inn gripafóður árlega fyrir 60 miljónir kr. og af þessum og fleiri likum ályktaði hann, að Danir töpuðu á smjörgerðinni, eða þá græddu miklu minna á henni en áður. Hann leit svo á að landbúnaður Dana væri í hættu staddur og ritaði um þetta bækling, þrunginn af áhuga. Landbúnaðarblöðin andmæltu honum fastlega og landbúnaðarráðunautunum þótti þessi kaupmaður gerast furðu djarfur, að fara að rökræða það, sem þeir einir hefðu vit á. Jilrgensen lét þetta þó ekki á sig fá, en flutti um þetta fyrirlestra fyrir bændunum og þeim þótti hann hafa nokkuð til síns máls. En þegar nákvæmar átti að kryfja málið til mergjar, komust allir að þeirri niðurstöðu, að ómögulegt væri að segja af eða á um það, af því undirstöðuna vantaði. Danskir bænd- ur halda ekki búreikninga og án þeirra er ekki hægt að segja á hverju bænd- urnir hafa hagnað og á hverju þeir óhagnast. Fyrirhafnarlítið var að vita hve mikið fé þeir gáfu út fyrir útlent gripafóður. En hvað kostaði þá hey* ið, sem þeir gáfu kúnum ? Það vissu þeir ekki og það vissi enginn, jafn- vel ekki hvort það mundi fremur kosta bændurna 2 aura pundið eða 5V2 eyri. Félagið hefir ákveðið að byrja á því, að kenna bændunum að halda reikninga yfir landbúnað sinn. í því skyni er verið að semja leiðarvísi og skýrsluform. Jafnframt á að heita bændunum verðlaunum, 2000 kr., 1000 kr. og 500 kr., fyrir bezt samda reikninga. Úr þessum skýrslum er svo vísinda- mönnum ætlað að vinna, reikna út hvað hver tegund landbúnaðarafurð- anna hafi kostað bóndann og þá jafn- framt hver hagnaðurinn hafi verið, hver tegund landbúnaðarins borgi sig bezt og hver gróði verði á landbún- aðinum í heild sinni. Félagsmenn eiga að fá sérstakt tímarit ókeypis. Einn aðalstarfsmanna félagsins er Oppermann, prófessor við landbúnaðarháskóla Dana. En hvernig borgar hann sig, íslenzki landbúnaðurinn ? Er ekki kominn tími til að leita að svörum við þeirri spurningu? Björgunarbát er verið að reyna að koma upp handa höfuðstaðnum með samskotum þessa dagn, er þeir gangast fyrir sýrimanna- skólastjórinn, landlæknir, sem vakti máls á nauðsyn slíks áhalds fyrir missiri, 2 bankastjórar (B. S. og S. B.) og 3 borgarar aðrir, með þessum formála. Hér var fyrir 6 árum byrjað á sam- skotum til að eignast björgunarbát handa höfuðstaðnum, eftir voðaslys, er þá varð, er 20 manns drukknuðu í einu á Viðeyjarsundi. Nú þótt slík stórslys séu fátíð hér á höfninni eða nærri henni, saman- borið við land alt með þess nær 70 druknunum á ári að meðaltali um nær 30 ár hin síðustu, og sum árin (3) um og yfir 120, og þó að miklu meiri mannhætta sé hér í útverum og við eyðisanda, þá eru samt mikil brögð að sjóslysum hér í nágrenninu, með því að hér er svo margt um manninn, enda lítt bærilegur vansi að gejast upp á miðri leið og ekki það, úr því byrjað var á þessu. Og höfum vér nú gengið í nefnd, til að reyna að hafa saman það sem á vantar, um eða yfir 3000 kr., sem á ekki að vera höfuðstaðnum ofvaxið. Að því búnu verður leitað fyrir sér með smíði eða útvegun á bátnum, gerðar ráðstafanir til öruggs viðhalds á honum með góðri umsjón m. m. ---------------- Pistlar úr sveit. Vestur-ísafjarðarsýsla. Súgandafirði 29i ág. 1912. Sjávarútvegur. Aflabrögð yfirleitt slæm á vorvertíöinni hór sem anuars- staðar á Vesturlandi. Kent um beitu- leysi. Sjaldan þessu vant lót síldin standa á sór. Þegar þetta er ritað er útlit betra til sjávarins. Reknetasíld veiðist vel, íshús fylt af henni til seinna brúks. Tíðarfar. Tíðin befir verið óvenju góð í vor og það sem af er sumrinu, en snjóasamt með köflum; 2. f. m. snjóaði ofan í miðjar fjallablfðar og 5. s. m. var frostnótt, enda sást til ferða hafíssins, þótt hann hyrfi fljótt aftur. Slysfárir. Um það leyti mun »Síld- in«, fiskiskip Á. Ásgeirssonar á ísafirði, hafa farist með átta manns innanborðs. Hóðan úr firði var einn á því skipi, Jón Friðriksson, ógiftur maður, bróðir Þorbjargar Friðriksdóttur kenslukonu í Reykjavík. Hann var góður drengur og reglusamur. Hinir sjö á skipinu voru allir úr D/rafirði. Þetta mun í fyrsta sinn að maður hefir farist af sjó-slysförum á skipastól Ásgeirssonar verzlunar, sem mikla sjávar- útgerð hefir haft um langt tímabil. Og 16. s. m. (júlí) átti hitt sjóhörm- unga-slysið sór 'stað á Vesturlandi, að þrír fórust á bát frá prestsheimilinu Stað í Aðalvík. Engin furða þó mörg- um só kalt innan rifja til sjávarins á þessu sjáofsaári- Ileyskapur. Heyskapar árgæzku tíð á Vesturlandi, svo menn. þótt komnir sóu hátt til aldurs, muna ekki betri, því saman fer mikil hey og góð hirðing. Kolanáma enn. Þrír útlendingar (sinn úr hveari álfu, Ástralíu, Ameríku og Norðálfu) voru á ferð á þessu sumri að skoða kolategundina í Botni hór í firði (Súgandafirði). Fengu þeir leyfi hjá jarðeigendunum að gera þar meiri rann- sókn síðar, því tilraunaverðan álitu þeir staðinn, svo vel leyst þeím þar á, hvað sem svo úr þeirri ráðagerð verður. Sólbakki endurreistnr. Mikið er gert af nývirkinu, verksmiðjunni á Sól- bakka í Önundarfirði, sem u/komin er á laggirnar og þegar er farin að starfa á stöðvum hvslveiðarinnar norsku. Svo þurftarfrek er hún að starfsefni, að sagt er að hún geti unnið úr 50 smál. á sólarhring. Hún kaupir af sjómönn- um hausarusl og annan einkisnytan fiskiafgang, sem þeim verða nú pening- ar úr. Fái þessi verksmiðja staðist og þrífist hún til lengdar, verður hún mörg- um til gagns og góða og líklega mun- ar landssjóðspyngjuna um útflutnings- gjaldið af afurðum þeim, sem hún vinn- ur. Hvatamaður þessa tröllvirkis, Kristján borgari Torfason, á sannarlega lof skilið fyrir að það komst i framkvæmd, Þingmannssetan. Matthías Ólafsson átti fleirbrotnu seðluuum það að þakka að hann sat á þingi í sumar, er hann sem yfirkjörstjórnarmaður dæmdi ómerka með atkvæði sínu og alþingi svo síðan fanst ástæða til að fallast á, en við meðferð málsins á þinginu hefir sú seðla- tala úr Suðureyrarhrepp verið ýkt, hefir alls ekki farið fram úr 8. — Bráðum kemur í ljós hvort þingmaðurinn hefir beitt sór svo öfluglega fyrir áhugamál- um kjördæmisins, að hann öðlist traust þess. Hafnarmæling. Þorvaldur Krabbe verkfræðingur kom 24. þ. m. að Suður- eyri til þesB að rannsaka höfnina þar. Fróðlegt að vita að hvaða niðurstöðu hann kemst. Þ Eftirmæli. Merkisbóndinn Sæmnndur hreppstjóri J ó n s s o n andaðist á heimili sinu Borgar- felli i Skaftártungu, i júnimánuði 1912, átt- ræður að aldri. Sæmundur sál. var fæddur á Búlandi 24. janúar 1832. Hann var sonur merkisbóndans Jóns Björnssonar sáttasemjara á Búlandi. Sæmundur sál. ólst upp hjá föður sinum þangað til hann kvæntist fyrri konu sinni, Vigdisi Pálsdóttur frá Húnkkubökkum á Síðu, 23. októher 1857, og reisti um það leyti bú á Ljótarstöðum. Samfarir Sæ- mundar og Vigdisar urðu ekki langar, þvi hann misti hana 1865, og hjó Sæmundur þá nokkur ár ókvæntur, þar til 1870 að hann gekk að eiga ekkjuna Kristínu Vig- fúsdóttur bónda Bótólfssonar frá Flögu, er var ágætismaður í mörgu 0g skynsamur vel. Kristin iifir nú mann sinn, skynsöm og góð kona. Þeim hjónum varð als niu barna auðið, þar af eru sex á lifi. Eitt þeirra er Vigdís kona Björns óðalsbónda Eirikssonar á Svínadal, en hin fimm, þrir synir og tvær dætur, búa með móður sinni á Borgarfelli; þau eru: Jón, Vigfús, Gunn- ar, Sigriður og Sigurbjörg, öll uppkomin, efnileg og vel látin, þrjú dóu ung. Með fyrri konu sinni varð Sæmundi sál. fimm barna auðið, og eru tvö af þeim á lífi; Oddný kona Sigurðar Jónssonar bónda á Búlandi, og Sigríður kona Eiríks bónda Runólfssonar á Berghyl í Árnessýslu. Eitt af þeim var ágætismaðurinn Sumarliði, er finttist til Vesturheims, giftist þar og er dáinn fyrir nokkrum árum; tvó dóu ung. Nokkru áður en Sæmundur sál. kvæntist slðari konu sinni, Kristinu, fluttist hann að Borgarfelli, og bjó þar ætíð siðan sómabúi. Sæmundur sál. var búhöidur hinn be.zti, reglusamur,þrifnaðarmaðuri allri umgengni, stiltur og háttprúður, og höfðinglegur i framgöngu, valirlkunnur sæmdarmaður. Hreppstjóri Skaptártungnmanna var hann milli 30 og 40 ár, og var mjög vel látinn i þeirri stöðu, sem öðru, af sveitungum sinum. Hann var gætinn i öllu og vand- vírknr sem bezt má vera, forsjáll og göfug- lyndur. Sæmundnr hreppstjóri dó heiðraður og virtur af öllum, er hann þektu, og mun minning hans lengi i heiðri höfð meðal Skaftártungumanna, og annara er honum kyntust. J. E. ---------- Sjátfsmorð Jloqi t)erst)öfðingja. í næstsíðasta blaði var simfregn um hið einkennilega sjálfsmorð Nogi hers- höfðingja hins japanska og konu hans. Nánari atvik að því eru þessi: Þ. 14. sept. var gerð útför Japans- keisara. Nogi hershöfðingi var við greftrunarathöfnina heima í höllinni, en hélt þá heim til sín og kona hans með honum. Þau hjuggu sig því næst gömlum þjóðbúningi japönskum, drukku te úr bollum, sem voru gjöf frá Mutsu- hito og biðu nú þess, að fallbyssu- skotin tilkyntu, að lik keisarans væri lagt í jörð: Þegar skotin riðu gerði Nogi ristu á barka sér, en kona hans risti á kvið- inn — og varð það beggja bani. Um þetta »afrek» Nogi verður heimi öllurn afartíðrætt. í Japan hefir sjálfsmorðið vakið óhemju eftirtekt og aðdáun allrar þjóðarinnar. Þykir það vottur um framúrskarandi konunghollustu og föðurlandsást. Mun nánara af því sagt i næsta blaði. -----4.------ Bækur W 1 a d i m i r Korolenko: Blindi tónsnillingurinn. Þýtt af Guðm. Guðmunds- syni oand. phil. Útgefandi: G. Jóhannesson. Prent smiðja Odds Björnssonar. Akureyri 1912. Höfundur bókar þessarar, Korolenko, er rússneskur í föðurætt, en pólskur að móðurkyni. þegar á unga aldri tók hann allmikinn þátt í stjórnmálum, en Rússastjórn var eigi meira um það gef- ið en svo, að húu gerði hann útlægan til Siberíu um nokkurra ára skeið. Um dvöl síua þar og kynni ritaði hann síðar ýmislegt, þar á meðal S ö g- ur frá Sfberíu. Korolenko er talinn í fremri röð rúss- neskra skálda, segir skemtilega og fjör- lega frá, þykir vera djúpvitur og göf- ugmenskan og trúin á sigur hins góða 1 framþróun mannkynsins skín hvervetna úr ritum hans. — »Blindi tónsnillingurinn« er talinn ein af beztu sögum Korolenkos; skal hór eigi farið út í efni bókarinnar, það verður hverjum einum kunnast af að lesa bana sjálfa, og ættu sem flestir að gera það. Þýðing Guðmundar er yfir- leitt góð, sumstaðar ágæt, og eru þó ýmsir kaflar vandþýddir svo að í lagi só. Prentvillur fáar og eugar meinleg- ar og allur frágangur bókarinnar í bezta lagi. Höfn f ágúst 1912. B. Ö. Wilh. Hauff: Æfin- týri. Alexander Jóhannes- son þýddi. Akureyri 1912 (Kostnaðarm. G. Jóhannes- son.) W. Hauff var aðeins 25 ára, er hann lózt (árið 1827); hafði hann þá getið sór ódauðlegan orðstír fyrir skáldskap sinn; einkum þykja æfintýri hans hug næm mjög og þykja sð ýmsu leyti taka fram »þúsund og einni nótt«, sem þau líkjast f mörgu. Hafa æfintýri Hauffs verið þýdd á flest Evrópu-mál og hvar- vetna þótt mikið til þeirra koma. Á íslenzku birtist fyrir 3 árum síðan »Kalda hjartað«; annars mun Iftið ann- að hafa verið þýtt eftir Hauff á íslenzku þar til nú, að æfiutýri þessi birtast. Er margvísleg lífsspeki fólgin í þeim og er bæði gagn og gaman að lesa þau. Þýðingin er lótt og lipur og virðist hafa hepnast vel. X -----.f----- Reykjavikur-annáll. Bæjarverkfræðingurinn hefir nýlega sent bæjarstjórn erindi nm að fá aðstoð við störf sin, með þvi að þau sé orðin einum manni mikils til ofvaxin. Brunabótavirðingar samþ. á siðasta fnndi bæjarstjórnar: Hús Guðm. Egibsonar Laugav. 42 kr. 101064 Vélaskúr Th. Thorsteinsson Kirkjusandi .................— 2930 Viðbygging við húsið nr. 3 á Baldursgötu. . . . *. . — 3510 Hús nr. 10 B við Vesturgötu . — 12472 Hús nr. 14 við Tjarnargötu . — 16186 Fisksalan til Englands: Baldur hefir nýverið selt afla sinn fyrir 504 pd. st. Marz fyrir 630 pd. st. SIcúli fógeti fyrir 770 pd. st. íþróttafélag Reykjavíkur gerir sér mikið far um að vinna að viðgangi leikfimi í höfuðstaðnum. Nýlega hefir félagið stofn- að tii leikfimiskenslu fyrir unglinga frá fermingaraldri til 18 ára aldurs. Gjaldið er að eins 50 aurar á mánuði, sbr. augl. hér i bl. — Þá eru æskumenn þessa bæjar heillum horfnir, ef þeir rífast ekki um að komast að. Strætagerð. Austurstrætisviðgerðin er nú langt komin, vantar að eins nokkura sólskinsdaga til þess að ljúka við maca- demiseringuna. Sú viðgerð talin muni eigi fara fram úr 10000 kr. Lækjarholræsið er nú fullgert alla leið suður að Tjörn, og var Tjörnin tæmd í gær að svo miklu leyti, sem unt er. Síðan til- ætlunin að hleypa í hana sjó. Lækjargatan verður breikkuð að miklum mun — upp á blettina austanmegin lækjar og verður strætið 20 álna breitt, þegar breytingin er komin i kring. Skipafregn. Austri kom úr strandferð á sunnudag með eitthvað 4—500 farþega. Hingað til bæjarins komu m. a. Hermaun Þorsteinsson kaupm. frá Seyðisfirði, Ingi- björg Brands leikfimiskennari. Austri fór aftur austur og norður í fyrrakvöld. Manna- Hestakynbætur, fjárkyn- kynbætur. bætur, kúakýnbætur og aðrar dýrakynbætur eru almennar orðnar í heiminum. En að bæta kyn fyrstu skepnu sköp- unarverksins: mannsins — það hefir eng- inn látið sór detta í hug að framkvæma fyr en á nýjungaöld þeirri er nú lifum vór — 20. öldinni. Nú er að myndast sórstök vísinda- grein um þessi efni. E v g e n i c heita hin uýju vísindi og er nafnið myndað úr grísku orðunum ev sem þýðir vel og genos sem þýðir kyn. Þessi hin nýju vísindi eru bygð á Darwínskenningunni, enda sonur Dar- wfns, majór í brezka hernum, sem er einn af aðalmönnunum. Evgenistarnir hóldu nýlega þing með sór í Lundúnum og hafði Darwín majór þar forsæti. Einn Dani sótti þingið, Sören Hansen lögregluiæknir. Heldur eru menn tortrygnir á þessi nýju vísindi — telja eina ráðið til að bæta kynið að fara að á Spartverja vísu: að einangra öll veikluð börn, skjóta tær- ingarsjúklinga, glæpamenn, geðveika menn o. s. frv. — og að hafa hið skarp- asta eftirlit meö öllum giftingum. Heldur ólfklegt að mikið verði um framkvæmdir í þessum efnum. Bær sem gott Suður í Bæheimi er er að búa í. bærinn Klingenberg — samnefndur norska konsúlnum hjá okkar —. Sá bær er svo ríkur sjálfur, að borgararnir sleppa eigi einungis við að borga einn eyri í skatt — heldur þurfa þeir ekki að gera nokkurn skapaðan hlut til þess að hafa í sig og á, því að bæjarsjóður greiðir hverjum borgara árlega fjárhæð, sem hann getur lifað af! Svo stendur á auðæfum bæjarins, að árið 1693 brendu Ftakkar bæinn, höll- ina og hús öll — og drukku alt vínið — hið nafnkunna Klingenbergvín, úr kjöllurunum, en bæjarbúar ýmist flýðu eða voru drepnir. Þetta áfall bæjarins hefir orðið orsök auðæfanna, því að bæjarfólagið eignaðist fyrir bragðíð landeign afarmikla, skóga og vínekrur. Af þessum hlunnindum hefir bærinn svo miklar tekjur, að þegar húið er að greiða öll gjöld til skóla, sjúkrahúsa, lýsingar, skolpræsa, vegagerða o. s. frv. — verða eftir á ári hverju 5 0 0,000 m ö r k. Þessarri fjárhæð er skift miili fjölskylda bæjarins. íbúar bæjarins eru 1500 alls, en fullorðuir karlmenn nál. 400. Fá þeir því rúm 1200 mörk árlega. Geta má nærri hvort fólkið er að slíta sór út við vinnu, þegar það hefir sín 100 mörk á mánuði án þess! Það er meira fó en margur góður drengur vinnur sér inn með því að erfiða frá morgni til kvölds. Auðvitað laugar hvern mann, sem heyr- ir af Klingenberg, þessum dásamlega bæ sagt, þangað að fara, en tii þess að skjóta loku fyrir of öran innflutuing hefir bæjar- stjórnin í Klingenberg ákveðið, að hlut- deild í tekjuafgang bæjarins fá þeir einir er dvalist hafa í bænum full 9 ár! Þetta ákvæði hefir haldið innflytjenda- straumnum allvel í skefjum, því að flest- um mönnum óar við að eiga að púla 9 ár á stað, þar sem menn annars gera ekki neitt! Firðtal Kona ein uppi í sveit heyrði fyrsta sinni gramofón, heyrði meira að segja íslending syngja upp- áhaldssöngva sína. Hún sagði fortakslaust, að hór væru g a 1 d r a r á ferðinni. Hvað mundi gamla konan hafa sagt, ef hún hefði átt kost á því að tala við vinkonu sína í margra mílna fjarlægð án þess að hafa svo mikið sem s í m a milli þeirra? Ætli henni hefði eigi þótt það galdra- kent. En sá galdur er nú eigi að síður al- mennur. Það eru aðallega 2 hugvitsmenn, sem feður mega heita f i r ð t a 1 s i n s. Það eru Daninn Yaldemar Poulsen og Bretinn Matthews. Matthews hefir talað úr bifreiðum og flugvólum á ferð með áhöldum sínum, eins og að drekka. Verði skriðið á umbótum loftskeyta- og firðtals-áhaldanna hið sama og verið hefir undanfarið mun eigi á löngu líða, að vasafirðtalsáhöld verði al- menn. Þá getum vér íslendingar t. d. riðið hvert á land sem vór viljum, upp í öræfi og auðnir — og þegar við áum — tökum við firðtalsáhaldið upp úr vasa okkar og röbbum við heimili okkar og góð- kunningja — hvar sem er á landinu. Þá verður gaman að lifa! Yfirleitt er uppgötvun þráðlausa sam- bandíins einhver dásamlegasta upp- götvun nútímans. Með fulltingi hennar á að vera hægt að firrast margan sjávarháskann, járn- brautarslys og þess konar, og að hinu leytinu getur þessi uppgötvun haft þa«. úrslitahrif á hernað allan, að ómetanlegt er. Með þráðlausum áhöldum á t. d. að vera nægt að skjóta torpedóbátum til eyðiugar heilum flotum, án þess nokkur maður só nálægur, er þurfi að missa lífið. ■ . .................... ' - == FÆÐI, kaffi og húsnæði selur LiJJa Ólafsdóttir, Laugaveg 23. Peningabudcla tapabist milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Skilist gegn fundarlaunum Þorsteini Jónssyni á pósthúsinu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.