Ísafold - 28.09.1912, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.09.1912, Blaðsíða 1
Kenn.i út tvisvar 1 viku. Ver6 ar;;. (80 arkir minat) i kr. erlendm 5 ki, ooa 1'/« dollar; borgist ryrir micjan jnli (erlendis fyrir ír&sa). OppBÖen (akrifleir) buudin vio Aramót, ei ógild nema komln sé til útgefanda fyiii 1, ofct. »g nnapandi skaidlnai vio blaoíð Afsr«io»la: A.natoí«fc*«ti S, XXXIX. árg. Reykjavík 28. sept. 1912. 65. tölublað I. O. O. F. 938309 KB 13. 9. 9. 28. 9. G Alþýðufél.bókasafn Pósthússtr. 14 kl. 5—8. Augnlœkning ókeypis i Lækjarg. Si mvd. 2—3 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 10—3. Bæ,jarf6getaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laugav. 11 kl. 12—8 og 5—7 Eyrna-,nef-og hálslækn. ók. Pósth.str.l4A fid,2—B íslandsbanki opinn 10—2 >/s og B*/«—7. K.F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard,—10 sod. Alm. fundir fid. ok sd. 8»/« siðdegis. Iiandakotskirkja. öuðsþj. 9 og 6 & helgum Landakotsspitali f. sjtikravitj. 10'/a—12 og 4—5 Landebankinn ll-a'/s, BVs-fi'/s. Bankastj. við 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—3. Útlan 1—8 Landsbtinaöarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 LandsféhirMr 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnio hvern virkan dag 12—2 Landsiminn opinn daglangt [8—9] virka dagt», helga daga 10—12 og 4—7. Lækning ókeypis Þingh.str. 23 þd. og fsd. 12—1 NAttúrugripasafn opið 1»/«—2*/« a sunnudögam Samábyrgo Islands 10—12 og 4—6. Stjórnarraossferifstofurnar opnar 10—4 daglega Talsimi Eeykjavikur (Pósth. 8) opinn daglangt (8—10) virka daga; helga daga 10—9. Tannlækning ókeypis Pósth.str. 14B md. 11—12 VifilastaSahælio. Heimsöknartimi 12—1. Þjóomenjasafnio opio a hverjum degi 12—2. Hvort vér megum semja. /«^íí//j'-skrifaranum virðist nærri því ótrúlega sýnt um það, um þessar mundir, að fara með vitleysur. Venju- lega er honum svo létt um það að búa þær tll sjálfur, að hann þarf ekki að leita til annara um þær. En sjái hann reglulega pólitiska stórvitleysu hjá öðrum, þá neitar hann sér þó ekki heldur um það, að taka hana til fósturs. Þá hossar hann henni á handleggn- um og gerir gælur við hana, eins og kona, sem hefir tekið sér fósturbarn. Hann segir frá því sjálfur, Ingólfs- skrifarinn, að hann hafi nýlega fundið í einhverri aðsendri ^Austra-grein setn- ingu, sem glætt hefir hjá honum þessa móðurlegu tilfinningu, og strax fer hann að hampa henni og gera við hana fleðulæti frammi fyrir þjóðinni. Þessi setning, slitin lit úr sambandi við aðrar setningar í Austra-greininni, er í augum Ingólfs-skrifarans eins og gott barn, innan um marga óþekka krakka, því greinin segir hann sé lofgerðarbull um innlimunarviðleitnina, og þykir honum sennilegt, að hún sé rituð af (dönskum) hundi. Setningin, sem Ingólfs-skrifarinn hefir svo miklar mætur á, er á þessa leið: »Eigi er pví að neita, að samningar við Dani um rétt vorn og sjálýstaði eru i eðli sinu ranglátir og hljóta að sara pjóðernistilfinningn og pjóðernismetnað hvers góðs Islendings*. Þótt Ingólfs-skrifarinn haldi, að í þessari grein felist einhver háleit speki, þá er óhætt að segja, að hún er í meira lagi varhugaverð. Væri þetta skoðun íslenzku þjóðar- innar, þá væri það afturfarar og hnign- unar merki. Þá værum vér að verða kærulausari um þjóðarrétt vorn, en vér höfum verið um ioo ár undan- farið, þá værum vér að verða heimsk- ari en vér höfum verið í heila öld. Sú var tíðin, að íslendingum kom ekki til hugar að semja við Dani um réttindi sin. Það kom ekki til neinna mála í þeirra augum. Helztu og ment- uðustu íslendingarnir litu þá á Dan- mörku ekki að eins sem annað föður- land sitt, heldur sem hún væri sjálft föðurlandið. Að dependera af fóður- landinu í öllum greinum var hæsti metnaður þeirra. Af þeim ástæðum gat þeim með engu móti til hugar komið að fara að semja um sjálfstæði landsins. En síðan þjóðernistilfinning íslend- inga vaknaði, hafa þeir einlægt verið að semja um sjálfstæði landsins. Kröf- urnar hafa verið breytiiegar, alls ekki ætíð þær sömu, sumpart af stjórnar- farslegum ástæðum, en sumpart af því, að þjóðin hefir verið á mismun- andi þroskastigum, þenna langa samn- ingatíma. En samt hefir hún ávalt verið að semja, semja við Dani um rétt sinn og sjálfstæði. Það hefir verið þjóðernismetnaður íslendinga, að komast að æ betri og betri samn- ingum. Hvað annað átti þjóðin iíka að gera ? Hvað annað gat hún gert ? Með valdi gat hún ekki tekið þann rétt, sem hún vildi öðlast. Annað- hvort var að uppgefast, haga sér eins og íslendingar gerðu fyrir heilli öld, eða þá að hafa þol og þrek til þess að smáfæra sig upp á skaftið, til þess að semja, vera óaflátanlega að semja. Allir, sem vilja öðlast einhvern rétt, eðá telja til einhvers réttar, sem þeir vilja ekki eða geta ekki tekið með valdi, verða að semja. Það er lög- mál alls lífsins, allra viðskifta ein- staklinganna og þjóðanna. Jafnvel stórveldin láta sér ekki lægingu þykja að því, að vera að semja, bæði hvort við annað og við smærri þjóðir. Það virðist ekki særa lifandi vitund þjóð- emistilfinningu þeirra, að leita sér betri kosta en þau eiga við að búa. En Ingólfs-skrifarinn flytur þjóðinni þann boðskap, að eina ráðið til þess að ná rétti sinum og sjálfstæði, sé að semja ekki neitt. Renna menn grun í sinnuleysið og dáðleysið, sem af því leiddi að farið væri eftir þessari kenningu ? Ef þetta er hið nýja fagnaðarerindi, sem ungir skilnaðarmenn hafa að flytja þjóðinni, þá eru þeir víst ennþá of ungir í anda til þess að gefa sig við stjórnmáhim. Þeir eru víst einkennilegustu skiln- aðarmennirnir, sem verið hafa á þess- ari jörð, vitandi ekkert annað ráð til þess að skilja, en að sitja með hend- urnar í vösunum og taka í nefið þess í milli. Og ekki eru þessar nýmóðins kenn- ingar skilnaðarpostulanna í samræmi við kenningar og stjórnmálaathafnir þeirra manna, er áður hafa við stjórn- mál fengist í þessu landi, og allra sízt í samræmi við kenningar landvarnar- mannanna, þær er þeir héldu fram til skamms tíma. Því fer svo fjarri, að samningar við Dani hafi sært þjóð- ernistilfinningu þeirra og þjóðernis- metnað, að þeir voru fyrir fáum ár- um, þegar síðustu samningarnir hófust við Dani, allra manna óðfúsastir til þess að semja. Þá vildu mikilsmetnir og mikils- megandi stjórnmálamenn úr flokki andstæðinga þeirrar stjórnar, er þá var, binda þátttöku stjórnarandstæð- inga í samningunum því skilyrði, að nýjar kosningar færu fram, svo betur væri sýnt um hugi þjóðarinnar í sam- bandsmálinu og vissa væri fyrir, að meirihluti þeirra manna, er áttu að fjalla um málið við Dani, væru ekki þar fulltrúar minnihlutans í landinu. Lítill vafi er á, að ef stjórnarand- stæðingar, þeir er þá voru, hefðu haldið allir saman um þetta, þá hefðu þeir haft sitt mál fram, eða samning- arnir hefðu þá farist fyrir að þvi sinni. Dönum hefði ekki komið til hugar að líta við því að semja við nokkurn hluta þjóðarinnar — ef til vill minni hluta hennar — um málið. En þótt mikið virtist mæla með því, að þjóðinni hefði verið veittur kostnr til þess að íhuga málið við nýjar kosningar, áður en samningarnir hófust, og þótt þá hefði ef til vill tekist betur til um samningana af vorri hálfu, þá voru það landvarnar-skiln- aðarmennirnir hér í Reykjavík, sem ónýttu þessa kröfu stjórnarandstæð- inga þá, með því að skerast úr leik við félaga sína. Þá særði það ekki þjóðernistilfinningu þeirra að semja, þá særði það ekki einu sinni þjóðar- metnað þeirra, að þeir menn semdu fyrir þá, er þeir töldu sjálfir fulltriia minnihlutans i landinu. Svona er hún, samkvamnin þessara manna, sem nii gala hæst í landinu eggn allri samningaviðleitni, sem lát- laust eru að svívirða þá menn, er reynt hafa að glæða með þjóðinni þrek og vilja til þess að uppgefast ekki, til þess að skipa sér þéttara saman og leita nýrra samningskosta. Gegn viðleitni þessara manna berjast skilnaðarpostularnir með stöðulögun- um, er þeir telja uppfyllingu á flest- um kröfum þjóðarinnar. Með það frelsisskjal upp á vasann og hendurnar í vösunum ætlar Ingólfs-skrifarinn og aðrar þær stjórnmálaverur, er honum fylgja, að segja skihð við Dani. Samkvæmnin og ráðsnildin eru hvort öðru samboðin. Afrek Yilhjálms Stefánssonar. Nýr þjóðflokkur fundinn. Landi vor, Vestur-íslendingurinn Vilhjálmur Steýánsson, er nýlega kom- inn úr 4 ára leiðangri, lengst norðan úr Ameríku, írá íshafsströndum. Fyrir leiðangri þessum var með honum brezkur maður, dr. ^Anderson frá Harwardháskóla og voru þeir gerðir út af félagi einu í New-York: The lAmerican Society ýor Natural History. Hið merkasta, er gerst hefir í för- inni er, að Vilhjálmur hefir fundið Vilhjálmur Stefánsson. nýjan Eskimóapjóðflokk, sem hann tehir vera aý norskum kynstoýni. Þessi nýfundni Eskimóaþjóðflokkur býr við Coronationflóann, og lifir á selaveiðum á vetrum, en hreindýra- veiðum á sumrin. Vilhjálmur segir, að margir þessara Eskimóa séu ljóshærðir og bláeygir en mongólskur svipur enginn, haus- kúpulagið ekki heldur mongólskt. Getur hann þess til, að Eskimóar þessir sé komnir af norskum land- námsmönnum, er ætluðu sér að setjast að á Grænlandi skömmu eftir að það fanst, en komust eigi þangað, heldur lentu á Nýfundnalandi. Þar reistu þessir norsku landnámsmenn kirkjur og klaustur. Má enn sjá merki þeirra. Eftir Svartadauða er haldið, að norsku landnámsmennirnir hafi fluzt út á eyju eina, þar sem fyrir voru Eski- móar og runnið saman við þá. Tvö þúsund manns gizkar Vil- hjálmur á, að þjóðflokkur þessi nemi. í máli þeirra þóttist hann verða var við einstaka norsk orð og styrkir það vitaskuld tilgátur hans um upprunann. Leiðangur Vilhjálms hefir vakið alheimsathygli og gert nafn þessa landa vors kunnugt um víða veröld. Um Desjarmýrarprestakall sækir kandidat Vigfús Ingvar Sig- urðsson, og aðrir ekki. Jivennaskóíinn verður setíur þriðjudaginn 1. oktðber M. 12 á t)ádeqi. Ingibjörg Ti. Bjamason. |ÉR var fyrir 6 árum byrjað á samskotum til að eignast björgunar- bát handa höfuðstaðnum, eftir voðaslys, sem þá varð, er 20 manns druknuðu í einu á Viðeyjarsundi. Nú þótt slík stórslys séu fátíð hér á höfninni eða nærri henni, saman- borið við land alt með þess nær 70 druknunum á ári að meðaltali um nær 30 ár hin siðustu, og sum árin (3) um og yfir 120, og þó að miklu meiri mannhætta sé hér í útverum og við eyðisanda, þá eru samt mikil brögð að sjóslysum hér í nágrenninu, með því að hér er svo margt um manninn, enda lítt bærilegur vansi að gefast upp á miðri leið og ekki það, úr því byrjað var á þessu. Og höfum vér nú gengið í nefnd, til að reyna að hafa saman það sem á vantar, um eða yfir 3000 kr., sem á ekki að vera höfuðstaðnum ofvaxið. Að þvi bánu verður leitað fyrir sér um smíði eða útvegun á bátnum, gerðar ráðstafanir til öruggs viðhalds á honum með góðri umsjón m. m. Og er þetta samskotaáskorun. Reykjavik 24. sept. 1912. Páll Halldórsson Björn Sigurðsson stýrimannaskólastjóri bankastjóri ýormaður. skriýari. Ásgeir Sigurðsson kaupmaður. Hannes Hafliðason Sighv. Bjarnason skipstjóri. bankastjóri. Arni Jóhannsson bankaritari ýékirðir. Guðmundur Björnsson landlæknir. Frá furðuströndum. 1. Frakknesku vögguljóðin. Lesendur ísafoldar hafa ekki gengið þess duldir, að út um heiminn er f jöldi manna sannfærður um, að hægt só að ná sambandi við annaa heim. En hitt grunar víst fæsta, að margir menn í óllum löndum, halda því fram og þykj- ast geta fært sterkar líkur til þess, að sumir fæðist oftar en einu sinni, jafn- vel margoft, til þessa jarðneska lífs. Aðallega eru það samt suðrænar þjóðir, svo sem Frakkar og ítalir, sem halda þessari skoðun fram og ýmsar Austur- iandaþjóðir sömuleiðis. Margir eru þó harla vautrúaðir á þessa kenningu, sem líka er von, en ekki er þvi að neita, að mörgu skrítuu hafa þeir menn frá að segja, sem þessu halda fram. Til dæmis skal hér sögð eftirfaracdi saga: Hjón nokkur í Italíu, að nafni B a t- t i s t a, áttu stúlkubarn, sem þeim þótti afar-vænt um. Pengu þau stúlku frá Svisslandi til að vera með barninu. Þegar svissueska stúlkan svæfði barnið á kvöldin, var hún vön að raula við það franskt vöggukvæði, undur fagurt og svo svæfandi, að þau höfðu ekki slíkt heyrt áður. Barnið veiktist þegar það var nokkura ára gamalt og dó skömmu síðar. Foreldrarnir voru óhuggandi af harmi. Nokkuru síðar fór svissneska stúlkan frá þeim, og foreldrunum kom ásamt um, að fara aldrei með vöggu- kvæðið hennar, þétti það minna sig um of á dótturmissinn. Þremur árum eftir dauða barnsins lá konan eina nótt vakandi í rúmi sínu. Þá birtist henni dóttirin látna, brosandi út undir eyru og segir við hana: Maaama, eg kem aftur. Og í sömu gvipan hvarf synin, Þegar þetta gerðíst var konan með barni. Hún trúði þessu bókstaflega, að hún ætti að eignast sömu dótturina aftur og segir manni sínum frá, en hann sagði lienni að það mundi ekki vera annað en skynvillur, sem borið hefði fyrir hana. Nú líður og bíður. Konan verður lóttari og fæðir meybarn, afarlíkt látnu stúlkunni. Barnið vex upp þar til það er sex ára. Þá er það eitt sinn, að stúlkan lá í barnaherberginu í rúmi sínu, en foreldr- ar hennar sátu í næsta herbergi við hana. Alt í einu heyra þau söng í herberginu, þar sem telpan lá. Þau þjóta inn og þá situr barnið upprótt í rúmi sínu og syngur fullum rómi vöggu- kvæðið fagra, með ágætum frönskum framburði. Foreldrarnir urðu heldur en ekki forviða, því þeim vitanlega hafði stúlkan aldrei heyrt lagið og kunni ekki orð í frónsku. Og móðir hennar spyr hana, hver hafi kent henni kvwðið. Það hefir enginH gert, segir hún í mesta sakleysi, eg kann þa8 svona af gjálfri mór! Saga þessi hefir staðið í mörgum út- lendum blöðum og tímaritum í sumar og er fullyrt að hún sé sönn. Eins og áður er sagt, skýra margir, og foreldrarnir meðal þeirra, þetta á þá leið, að dána barnið hafi í raun og veru fæðst aftur til þessa lífs. En fjarri só það Isafold að halda neinu að leeendum sínum um það. Aðeins skal þess getið, að aðrir skfra það á þann hátt, að stúikan, sem dáin var, hafi notað yngri systur sína sem miðil og í raun og veru hafi það verið hún, sem söng, að eina notað málfæri hinnar, og virðist sú skýr- ingin öllu eðlilegri. Sektir fyrir áfengissölu og óhemjulegt fyllirí. Brytinn á Austra hafði verið kærð- ur fyrir óleyfilega áfengissölu, er skipið kom hingað suður frá Austfjörðum í síðustu strandferð og fengið 250 kr. sekt. Einn af farþegunum á skipinu seg- ir í Lögréttu frá fylliríinu á skipinu og er það ófögur lýsing. Fjöldi sjómanna var á skipinu og getur sögumaður þess, að þeir hafi eigi verið allfáir, sem lítið eða ekki neyttu víns. Þó er svo að sjá, sem þetta hafi fremur verið undantekning. Frá Seyðisfirði til Reykjavíkur hafði brytinn selt hátt á 4. hundrað fiöskur af brennivíni og öðrum sterkum drykkjum, auk öldrykkja. Afleiðingunum af þessu er svo lýst með þessum orðum meðal annara: »Algáðir menn urðu að gæta sín, ef þeir gengu um skipið, að ekki lentu þeir í áflogum. Á 2. fanými var ekki að tala um svefn né ró, nema yfirmenn skipsins skærust í leikinn. Oft var barist á fjórum til fimm stöð- um á skipinu í senn, enda voru 6 menn handjárnaðir á hálfum þriðja sólarhring. . Svo var 2. farrými orðið til reika að sæmilega þrifalegum hundi hefði verið misboðið með þvi að bjóða hon- um þar niður«. Það lakasta við þessa sögu er það, að hún er eflaust sönn. En lakast af öllu er þó það, að á-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.