Ísafold - 28.09.1912, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.09.1912, Blaðsíða 2
236 I8AF0LD líka sögur, eða litlu betri, mætti segja á hverju ári og af flestnm skipum hér við land, þegar sjómenn vorir eru á ferðinni, margir saman. Sjómenn vorir hafa á sér sæmdar- orð fyrir að þeir séu góðir fiskimenn. Þeir ættu helzt að reyna lika að sýna það, áður en áfengisbannið kemst á, að þeir taki öðrum sjómönnum fram í því að forðast ofnautn áfengra drykkja. --------- Brl. símíregnir. Khöfn 2,/9 '12. Ófriður á Balkanskaga. OJriðarhorJtir á Balkanskaga Jara vaxandi. Búlgarar og Tyrkir víghúnir. Smdorustur daglega. Frá Marokko. Soldáninn í Marokko, Mulai Hajid, kom lil Frakklands í miðjum f. m. og hafði þá skilað af sér soldánstign- inni í hendur yngrl bróður sínum, Mulai YusseJ; Mulai Hafid vildi sjálf- ur losna úr tigninni, hefir víst ekki þótt staðan með öllu óhættuleg, og næðissamara að þiggja 375,000 franka eftirlaun, er franska ríkið greiðir hon- um. Og svo hafði hann ekki verið blásnauður fyrir, því rakað hafði hann saman miljónum þessi 4 ár, sem hann sat á veldisstóli. Þykir Frökkum hann eyðslusamur og stórgjöfull með afbrigðum, en þó ætti hann ekki að skorta fé fyrst um sinn. Soldánstignin i Marokko er reyndar ekki nema nafnið eitt, því eftir samn- ingi þeim, er Mulai Hafid gerði við Frakka i marzmánuði síðastliðnum, ráða þeir yfir landinu og telja þeir Marokko upp frá því með nýlendum sinum. Hafa þeir þar eignast land jafnstórt Frakklandi, en fáment er þar fremur, íbúarnir ekki nema 7—8 miljónir. Stærst borg þar í landi er Fez með um 100,000 íbúa. Þar hefir soldán aðsetur sitt. Næststærsti bær- inn heitir Marakech, um 50 mílar suðvestur frá Fez; íbúar um 60 þús- und. Er það hinn forni höfuðstaður landsins. En síðan Frakkar köstuðu vernd sinni á Marokko, sem svo er kallað, hafa þeir átt þar í sífeldum ófriði við landsmenn og veitir þeim örðugt að friða landið, þó lítill vafi sé á að þeim takist það um síðir. Fyrst áttu þeir i orustum við landsbúa í nánd við Fez, en er landið þar umhverfis var orðið sæmilega friðað, reis upp einn af höfðingjum landsins, El Heiba að nafni, og lét taka sig til soldáns i Marakech og hafði hann þá borg og allmikið land umhverfis á valdi sínu. Síðustu fregnir segja þó að Frakk- ar hafi tekið Marakeck aftur, en E1 Heiba komst undan á flótta. Vissu menn ógjörla hvar hann mundi hafast við, eða hvort honum muni takast að safna um sig hersveitum í annað sinn. Settir læknar. Héraðslæknir Gísli Pétursson á Húsavík er settur til að þjóna Öxar- fjarðarlæknishéraði og Ólafur Ó. Lár- usson, læknir í Fljótsdalshéraði, til að þjóna Hróarstunguhéraði, ásamt em- bættum sínum. Guðmundur læknir Guðfinnsson er settur læknir í Rangárhéraði frá 1. n. m. íslenzkur botnvörpungur sektaður. í nótt var Snorri Sturluson, botnvörpungur miljónarfé- lagsins tekinn í landhelgi út undan Garðinum. Valurinn fór út í gær- kveldi seint og kom að Snorra í morgun kl. 5. Hafði hann svo með sér hingað inn á höfn. Málið var tekið fyrir í morgun. Sektin var gerð 1400 kr., og afli (3 daga) og veiðar- færi upptæk. Þetta er annað sinni, sem íslenzkur botnvörpungur er tekinn í landhelgi. Hefir einu sinni áður komið fyrir sama skipið. Þá réð fyrir því Björn Ólafsson, en nú Páll Matthíasson. Vandaðar vörur Verzlunin Björn Kristjánsson SJÖLIN alkunnu, um 20° tíma með o afslætti HeykjaviK Vefnaðarvörur ITláíningarvörur Pappír og Hifföng Leður og SAinn Odýrar vörur V. B. K. föSt" vörur eru viðurkendar þær beztu. Ýms erlend tíðindi. Uppskerubrestur. Skemdir á ökr- um hafa orðið mjög miklar af rign- ingum víða í Norðurálfu. í Dan- mörku einni er skaðinn metinn marg- ar miljónir og i Svíþjóð voru fjölda- margir hermenn sendir heim úr her- þjónustu; til þess að hjálpa til við uppskeruna, svo óvænlega þótti þar áhorfast. Kvenréttindakonurnar ensku eru ekki af baki dotnar. Nýlega ætluðu þær að gera aðsúg að Asquith yfirráð- gjafa, er hann gengi til kirkju ásamt konunginum. Þetta fórst þó fyrir, því Asquith slepti kirkjugöngunni og brá sér í ferð. Ráðgjafarnir ensku halda að sögn ferðum sínum leyndum, til þess að lenda ekki í greipum á kvenréttinda- konunum. Ofriðarskraf. Enskt stórblað Ob- server hefir nýlega rætt um það, hve afarmikla þýðingu Danmörk gæti haft í næsta ófriðinum, milli Englendinga og Þjóðverja, á líkan hátt og þýzki hershöfðinginn gerði í bók þeirri, er skýrt var frá hér i blaðinu fyrir skemstu. Blaðið getur þess að ef Þjóðverjar tækju Færeyjar og ísland, gætu þeir sótt England þaðan heim á herskipum sínum, svo við þvi þurfi Englendingar líka að sjá í væntanleg- um óíriði þessara stórþjóða. ------------------ Lotterí-Sögin. Sýnt er það að ýmsir Danir hafa góðan hug á því að ónýta lotterí-lögin frá siðasta þingi, stuðla til þess að þeim verði neitað konunglegrar stað- festingar. Einhver Qvidam, sem ritar um ís- lenzk mál í Politiken og annars af lítilli góðgirni, gerir þau að umtals- efni þar í blaðinu og leggur allfast á móti þeim. Höfundurinn reynir að nota ákvæði laganna um stimpilgjald af seðlunum sem synjunar átyllu, en orð hans um það sýnast vera meinlaust og mark- laust rugl. En auk þess vitnar hann til danskra laga, um Klasselotteri Dana, er banni al anden Foranstaltning aj Lotterispil her i Riget (allar aðrar ráðstafanir til lotteri-spilunar hér í ríkinu). En þar sem þau vansmíði urðu á lagasetn- ingunni, að ákveðið var að seðladrættir færu fram í Kaupmannahöfn, telur hann engin tvímæli á að hin íslenzku lögin ríði í bág við dönsku lögin. Gerir hann ráð fyrir að danska þingið heimti skýrslu um málið þegar er það kemur saman, í byrjun næsta mánaðar. Kjotskodunarlæknar. Þeir eru tilnefndir þrír af stjórnar- ráðinu, samkvæmt fyrirmælum laga frá síðasta þingi, þótt lögir séu ekki ennþá staðfest. Það eru þeir Gísli Pétursson á Húsavík, Jón Jónsson á Blönduósi og Júlíus Halldórsson í Reykjavík. Mótorbátur milli landa. Kosningin í Vestur-Isafjarðarsýslu. Hingað kom í morgun mótorbátur Jrá Borgundarhólmi. Hann er eign Schou steinhöggvara, en hann kvað ætla að selja bátinn til Keflavíkur. Þessi bátur hefir verið 18 daga á leiðinni frá Danmörku og voru menn orðnir hálfhræddir um hann. Töfinni olli 5 daga stormur, er báturinn hrepti í Norðursjónum, rak þá upp undir Noregsstrendur. Annars hefir ekkert á bjátað, bátur- inn haldið leið sína viðstöðulaust. Þeir voru þrír skipverjar og láta þeir vel yfir ferðinni. Báturinn gengur fyrir 12 hesta vél og fer 5—6 mílur á vöku. Það sögðu þeir er vit hafa á, að þessi bátur sé ljómandi góður að frágangi öllum og hið rennilegasta skip. Þetta er annar mótorbáturinn á þessu sumri, er vogar sér yfir norð- urhöfin — hinn báturinn kom í ágúst- mánuði frá Gautaborg. Starfsmanni vikið frá. Eggert Stefánssyni símritara hefir á ný verið vikið frá símritarastarfinu. Reyndar var þetta gert fyrir nokkr- um árum síðan, fyrir fölsun á sím- skeyti, eða öllu heldur, sú yfirsjón hans þá reið baggamuninn. En í stjórnartið fyrv. ráðherra var Eggert aftur hleypt að símaþjónustu, fyrst á Siglufirði og siðan á Seyðis- firði. Skrykkjótt hafði gengið fyrir honum að rækja skyldur sínar, og loks var hann rekinn nýlega fýrir að falsa nafn yfirboðara sins undir sím- skeyti, er hann sendi án vitundar hans. Grár leikur. Sláturfélag Suðurlands hefir orðið fyrir gráum leik. Atti það von á skipi hingað frá Bretlandi, 23. þ. m. til þess að taka hjá því 200,000 pund af nýju keti, er herra Chr. B. Eyjóljs- son hafði samið um við félagið að selja sér. Skýrði hann svo frá, áður en hann fór héðan til útlanda, að ketið væri selt og skip fengið til að sækja það, en lofaði að senda sím- skeyti hingað þegar skipið færi af stað. Sláturfélagið hefir enn ekkert skeyti fengið frá Chr. B. Eyjólfsson, þótt skipið ætti að vera hingað kom- ið fyrir löngu. Ekki hefir félagið heldur getað spurt upp hvar hann er niður kominn, þó tilraun hafi gert til þess. Er þá líklegt að ekki verði meira um þessa ketsölu að þessu sinni. Bakar þetta félaginu fjártjón og óhagræði. Þegar fréttist um þessa ketsölu, töldu ýmsir bæjarbúar van- séð að þeir gætu fengið ket til vetr- arins hjá félaginu og leituðu því í aðrar áttir. Prestsvígsla. Á tnorgun verður cand. theol. Vig- fús Ingvar Sigurðsson vígður í dóm- kirkjunni af herra Þórhalli. Haraldur Níelsson prófessor lýsir vígslu. Vigfús er settur prestur að Desjar- mýri. Isafold hafa í sumar borist ýmsar greinar úr Vestur-ísafjarðarsýslu um úrskurð þingsins um kosningarkæru þaðan úr sýslu,og allar hafa þær verið mjög á einn veg, þrungnar af óánægju yfir gjörræði þingsins í þessu máli. Við þessu verður að vísu ekki gert úr þessu; þingið feldi dóm, sem ekki verður raskað. Þó þykir ísaf. rétt að birta eina af þessum greinum, ekki sízt í þeirri von að það mætti verða stjórninni hvöt til þess að íhuga kosn- ingarlögin af nýju og orða þau svo að siður yrði þræta um skilning á þeim, hvenær sem eitthvað ber út af um rétta aðferð kjósenda við kosningar. Greinin hljóðar svo: Hve miklir gallar skyldu þurfa að vera á þingm. kosningu til þess að alþingi íslendinga, eins og það er skip- að nú, taki hana ekki gilda? Þessi spurning hefir mörgum kjós- enda komið í huga síðan fréttist um hinn dásamlega úrskurð, sem þingið feldi um kosninguna í Vestur-ísafj.- sýslu. — Margir hér voru svo djarfir, að gjöra sér vonir um, að þingið mundi ógíida kosninguna og láta fara fram kosningu á ný, því það var það eina rétta eins og ástatt var, en hin- um harðsnúna meirihluta hefir sýnst annað, og hví skyldu kjósendur þá ekki þegja? Því ekki er svo sem að efa það, að þessi meirihluti hefir viljað líta hlutdrægnislaust á þetta mál, ekki síður en hinn sjálfkjörni þing- maður minnihlata kjósenda í Vestur- ísafjarðarsýslu hefir frá því fyrsta gjört í þessu máli — eftir hans eigin frá- sögn i þingsalnum — og umsögn hans hefir hinn réttsýni meirihluti metið meira en kæru og umsögn mik- ils meirihluta kjósenda, sem bygð er á nægum sönnunum, sem skýrt mundi koma í ljós, ef — eins og rétt og maklegt væri — hafin væri rannsókn út af þessari kosningu og framkomu minnihluta þingmannsins og sumra flokksmanna hans; en það er ekki auðhlaupið að því að leiða sannleik- ann í ljós, þegar löggjafarþing þjóð- arinnar með hóp af dómurum og lög- lærðum innanborðs, virðist vilja halda hlífisskildi yfir jafnmiklum göllum og voru á áðurnefndri kosningu og virða að engu umsögn fjölda kjósenda. Rétt er að athuga dálítið gang málsins; ef til vill getur það orðið til góðs eftir- leiðis. Af 276 greiddum atkvæðum voru að sögn 50 seðlar dæmdir ógildir og þar af nærri helmingur vegna brot- anna; af gildum atkv. — eftir dómi meiri hluta yfirkjörstjórnar átti Matth. 114 en Kr. Dan. 112, en af þeim margbrotnu átti Kr. Dan. mikinn meirihluta og sömuleiðis meirihluta af hinum öðrum ógildu seðlum og er þá bersýnilegt, að hann hafði fengið talsvert fleiri greidd atkv. en Matthías og virðist það út af fyrir sig hefði átt að vera næg ástæða til þess að ógilda kosninguna, ef ekki á að inn- leiða þá nýung alment — nú á þess um tímum — að þingið verði skipað þingmönnum. kosnum af minnihluta kjósenda í hverju kjördæmi. Hljóð- bært vai það strax eftir kosninguna, að margir seðlar hefðu tvíbrotist í Önundarfirði og Súgandafirði og fylgdi strax með þeirri fregn, að þeir mundu flestir hafa verið frá kjósendum sr. Kr., og óvanalega ófróður hefir Matthías veiið þá, hafi hann ekkert heyrt um þetta, með því lika að nokkrir dagar liðu frá kosningunni, þar til opnaðir voru atkvæðakassar, og gafst því timi til að láta þetta herast og ræða um það, enda trúlegt að það hafi verið gjört af þeim, sem töldu það geta haft áhrif á úrslit kosningarinnar, og grunur manna er, að meirihluti yfir- kjörstjórnar, Matth. og hinn tryggi fylgdarmaður hans, Kristinn Guðlaugs- son, hafi verið búnir að ráða ráðum sínum um þetta áður en þeir mættu á kjörstjórnarfundi og kassarnir voru opnaðir, enda fylgdust þeir að til ísa- fjarðar og hafa haft góðan tíma og næði til skrafs og ráðagjörða. En mjög kynleg er breyting sú, sem áður nefndur Kr. Guðl. hefir tekið síðan 1908, með skilning á kosningarlög- unum, ekki ógreindari en hann er, því telja má víst, að hann þá (’o8), er hann mætti í fyrsta sinni sem yfir- kjörstj.maður við talning atkvæða, hafi verið búinn að ihuga skyldur sínar við þetta starf, og hvað það væri sem atbuga þyrfti. Eg tel líka sjálfsagt að hann hafi vitað, þegar hann hlaut þetta starf, að hann átti ekki að mæta sem talsmaður neins sérstaks þingm,- efnis. En hvað eiga menn að halda? 1908 koma fram við talningu atkvæða í V.-ísafjarðarsýslu tví- eða margbrotnir seðlar, og enginn viðstaddur hreyfir því að gjöra þá ógilda, ekki einu sinni Kr. Guðl., maðurinn, sem við næstu kosningu á eftir greiðir atkvæði með því að ógilda slíka seðla. Hvað finst sanngjörnum mönnum um slíka fram- komu? Það lítur ekki út fyrir að meirihluta þingsins hafi þótt neítt grunsamt við slíka framkomu. Skyldu blessaðir dómararnir, sem á þingi setja og til heyra þessum meiri hluta, vera svona mildir og óathugulir um ýms atvik, er snerta mál þau, er þeir fjalla um heima fyrir — og ólærð- um mönnum þykja máli skifta? Það er vonandi, að V.-ísafj.s. verði ekki svo óheppin að fá þessa áður nefnda menn aftur í yfirkjörstjórn, því þess skal getið, að sýslunefndin endurkaus þá ekki. Framkoma undirkjörstjórna var mjög misjöfn í kjördæminu. I vesturhrepp- unum var þess vandlega gætt að tví- brotnir seðlar væru ekki látnir í kass- ana. í Mosvallahreppi var framkoma undirkjörstjórnar slík, að sögn, að ótrúlegt er að þvílíkt skuli liðið óátalið. Hvað segi eg. Þingið er búið að taka alt þetta gilt — þessi kjörstjórn hefir ekki þekkingu á að dæma um, hvort seðlarnir megi vera tvíbrotnir og lætur það óátalið þó kjósendur komi með tvíbrotna seðla, og fyrir bragðið eru hlutaðeigandi kjósendur sviftir atkvæði. Er þetta réttlæti? Það er sárt að þessi meirihluti þingsins skuli ekki eiga yfir sér dóm- stól, sem dæmi um slíka úrskurði sem þenna. En hvers væri reyndar að vænta, ef dómendur í þeim dómstóli væru af sama sauðahúsi? Sannfrétt er það, að víða d landinu voru tvíbrotnir seðlar teknir gildir og það hjá þessum meirihluta mönnum sumum, en þeir hafa verið búnir að gleyma því, þegar þeir greiddu atkvæði um kosningu Matth. Það er ótrúlegt að þessir góðu herr- ar hafi allir góða samvizku eftir slíka framkomu, — halda hlífisskildi yfir hlutdrægnislegri framkomu meirihluta yfirkjörstjórnar og einskis virða kæru og kröfu meirihluta kjósenda, sem hljóta þó að ráða mestu um hvern þeir vilja hafa fyrir þingmann. Mér er nær að halda að flestir hlut- aðeigendur, bæði kjósendur Kr. Dan. og Matth., hefðu gjört sig ánægða með að kosið yrði aftur, enda hefði svo átt að vera, og kjósendum engin þægð í að meirihluti þingsins skipi þeim þingmann. Og betra hefði verið að láta kjördæmið vera þingmanns laust, en fella slíkan úrskurð, eins og málsvextir voru, og láta svo kjördæmið burðast með minnihluta þingmann. Skyldi það ekki vera einsdæmi í sögu þjóðræðislandanna ? Þeir hafa hugsað að betra væri fyrir kjördæmið að veifað væri röngu tré en engu. Má vera að það hafi líka verið vorkunsemi við Matth., að láta hann ekki fara fýluferð suður. Hann er líka gamall og dyggur flokksbróðir og það viðurkenningarvert á einhvern hátt. Ekki er tími nú að athuga ræður þingmanna í þessu máli, en margt er eftirtektarvert í þeim, ekki sízt um- mæli og rökfærsla sumra lögfræðing- anna, en almenningur getur lesið þær í þingtíðindunum. Hér skal ekki farið lengra út í þetta mál, en sennilega eru kjósendur ekki strax búnir að gleyma framkomu Matth. og meiri hluta þingsins í þessu máli, ogf ekki ólíklegt að það komi bezt í ljós við næstu kosningar. Kjósandi í V.-lsaJj.sýslu. ------->+«------- Frá furöuströndum. Með þessum aðaltitli flytur ísafold, fyrst um sinn, þegar rúm leyfir, frá- sögur utn ýms dulræn efni. Frá út- löndum verða þær einar sögur tekn- ar, sem birzt hafa þar í mikilsmetn- um tímaritum og fullar sannanir eru taldar fyrir, að gerzt hafi. Mjög væri ánægjulegt að geta líka flutt sögur um dulræna viðburði héð- an heiman frá íslandi, er gerzt hafa nýlega, og verður þeim tekið með þökkum, en þess verður að gæta, að frásögnin sé bæði nákvæm og áreiðan- leg.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.